Úrslit og árangur hjá Schäfer í Sporaprófum á vegum Vinnuhundadeildar HRFÍ
Hér fyrir neðan er hægt að skoða öll úrslit tegundarinnar í Sporaprófum á vegum Vinnuhundadeildar HRFÍ.
Helstu úrslit eru sett inn strax eftir hvert próf. Úrslitin í heild sinni ásamt einkunum eru sett inn um leið og gögn berast frá HRFÍ.
Helstu úrslit eru sett inn strax eftir hvert próf. Úrslitin í heild sinni ásamt einkunum eru sett inn um leið og gögn berast frá HRFÍ.
Sporapróf 17. júlí
Þriðja sporapróf ársins var haldið miðvikudaginn 17. júlí síðastliðinn.
Tveir fulltrúar okkar tegundar mættu í prófið, einn í Spor I og annar í Spor III. Annað teymið náði prófi en það voru þær Forynju Bestla og María Jónsdóttir í Spori III sem enduðu í 1.sæti með 1.einkunn og 94 stig. Forynju Bestla hafði lokið bæði Spori I og Spori II með fyrstu einkunn og þar með öðlaðist hún titilinn ISTrch eða Íslenskur sporameistari með þessum árangri. Við óskum teyminu innilega til hamingju með flottan árangur og nýjan titil ! |
Sporapróf 21-22. júní
Vinnuhundadeildin hélt sporapróf helgina 21.-22. júní og voru þar tveir fulltrúar schaferdeildarinnar sem náðu frábærum árangi.
Í spori I voru ISShCh ISJW22 OB-I ISW23 Forynju Gló og Hildur Kristín Þorvarðardóttir sem voru í 1 sæti með 90 stig. Eftir þessa niðurstöðu getur Gló bætt við sig titlinum ISCh eða íslenskur meistari. Í spori Elite áttu ISObCh ISTrCh OB-III OB-II OB-I RL-I Forynju Bara Vesen og Hildur Sif Pálsdóttir frábært próf þar sem hún hlaut fyrstu einkunn og 94 stig. Spor Elite er erfiðasta sporapróf sem er tekið hér á landi og er Vesen annar schafer hundur landsins til að bæta við sig titlinum ISETrCH eða íslenskur Elíte spora meistari. Skemmtilega vill til að hinn schafer hundurinn með þennan titil er mamma Vesen. Við óskum eigendum og ræktanda Gló og Vesen innilega til hamingju með árangurinn. (Upplýsingar og myndir fengnar af síðu Vinnuhundadeildar) |