Sýningar
Hundasýningar á vegum Hundaræktarfélags Íslands eru haldnar með jöfnu millibili fjórum sinnum á ári. Á undanförnum árum hefur Schäfer hundum fjölgað jafnt og þétt á sýningum og eru nú að meðaltali 40-50 Schäfer hundar skráðir á hverja sýningu. Sá fjöldi setur Schäfer í hóp stærstu tegunda á sýningum HRFÍ. Schäferdeildin heldur til haga öllum úrslitum tegundarinnar frá sýningum ásamt umsögnum dómara um hvern hund fyrir sig. Schaferdeildin áskilur sér rétt til að birta umsagnir allra hunda á vefsíðu deildarinnar, en það hefur verið gert frá 2010. Allir skráðir hundar níu mánaða og eldri geta orðið besti hundur tegundar. Besti hundur tegundar keppir á móti öðrum hundum í tegundarhópi 1. Einn hundur kemst áfram upp úr tegundarhópi 1 og keppir við sigurvegara hinna tegundarhópanna níu. Þessir tíu ólíku hundar keppa svo til úrslita í Besti hundur sýningar (Best in show).
Sérákvæði deildarinnarAlmennt gilda sýningareglur HRFÍ á sýningum. Deildin hefur sett nokkur sérákvæði er varða schäferhunda og koma fram í sýningarreglum HRFÍ. Nánar.
|
Undirbúningur
Ýmislegt um sýningar svo sem hvað þarf að hafa í huga áður en hundur er sýndur, umhirða felds, klæðnaður ofl. Nánar.
|
MeistaranafnbótSchäfer hundur þarf að uppfylla ákveðin skilyrði til að hljóta meistaranafnbótina. Nánar.
|
Borðar, einkunnir, flokkar og skammstafanir
Hér má sjá útskýringu á lituðu borðunum, skammstafanir á sýningarárangri, í hvaða flokk á að skrá hunda og hvað þýða meistaratitlarnir. Nánar.
|
|