01.05.2017
Deildarsýning Schäferdeildarinnar 2017
Þá er glæsilegu deildarsýningunni okkar lokið, en var hún haldin laugardaginn 29. apríl sl.
Dómarinn að þessu sinni var Morten Nilsen frá Svíþjóð og til leiks voru skráðir hvorki meira né minna en 70 hundar og er það skráningarmet á sýningar deildarinnar. Sýningin gekk vel fyrir sig, margt var um manninn og létt yfir fólki. Gleðin hélt svo áfram fram eftir kvöldi í sameginlegum kvöldverð.
Fyrst mættu hvolparnir til leiks og riðu 3-6 mánaða síðhærðir á vaðið, Morten valdi Kolgrímu Love Me Tender sem besta hvolp tegundar og Forynju Arlett sem besta hvolp tegundar af gagnstæðu kyni. Í flokki 6-9 mánaða var það Katla sem var valin besti hvolpur tegundar
Þá komu 3-6 mánaða snögghærðir hvolpar og Kolgrímu Love Is All You Need var sú sem Morten valdi sem besta hvolp tegundar. Forynju Aston valdi hann sem besta hvolp tegundar af gagnstæðu kyni. Ölfus Dögun stóð svo uppi sem sigurvegari í flokki 6-9 mánaða.
Þá fóru sigurvegarar allra hvolpaflokkana og kepptu um besta hvolp sýningar, en þar stal Kolgrímu Love Is All You Need senunni og varð besti hvolpur sýningar.
Þá kom röðin að fullorðnu hundunum og var byrjað á því að dæma þá síðhærðu. Besti rakki tegundar var úr opnum flokki, Ice Tindra Jazz. Hlaut hann þar með sitt 3. meistarastig og bíður því staðfestingar á titlinum Íslenskur sýningarmeistari. Óskum við eiganda hans Iðunni Ósk Óskarsdóttur innilega til hamingju. Annar besti rakki tegundar var hinn ungi Gjósku Úlfur úr ungliðaflokki, hlaut hann þá sitt annað ungliða meistarastig og bíður hann því staðfestingar á titilinum Íslenskur ungliðameistari. Óskum við eiganda hans og ræktanda Örnu Rúnarsdóttur innilega til hamingju. Gjósku Úlfur varð svo besti ungliði tegundar og annar besti ungliði sýningar.
Besta tík tegundar kom úr meistaraflokki hún ISShCh Ice Tindra Joss, rann því meistarastigið niður til Kolgrimu Jolie og er það hennar fyrsta meistarastig. 4. besta tík tegundar úr ungliðaflokki var hin unga og efnilega Svarthamars Edda, hlaut hún þar með sitt fyrsta ungliða meistarastig og varð annar besti ungliði tegundar. Besta par tegundar voru þau Gjósku Úlfur og NLM Gjósku Ráðhildur. Besta ræktunarhóp tegundar og annan besta ræktunrhóp sýningar átti Ice Tindra ræktun.
Að loknum dómi á síðhærðu hundunum mættu þeir snöggu til leiks. Besta rakka tegundar valdi Morten úr vinnuhundaflokk hann Gjósku Tind og hlaut hann sitt annað Íslenska meistarastig. Annar besti rakki tegundar og jafnframt annar besti ungliði tegundar var Ice Tindra King, hlaut hann sitt annað ungliða meistarastig og bíður þá staðfestingar á titilinum Íslenskur ungliðameistari. Óskum við eigendum hans Katrínu J. Jóhannsdóttur og Ágústi Ö. Þórðarssyni innilega til hamingju.
Besta tík tegundar var ungliðinn Ice Tindra Krissy, hlaut hún sitt fyrsta Íslenska meistarastig og annað ungliða meistarastig. Bíður hún því staðfestingar á titilinum Íslenskur ungliðameistari, óskum við rækanda hennar og eiganda, Kristjönu Bergsteinsdóttur innilega til hamingju. Ice Tindra Krissy var einnig valin besti ungliði tegundar og besti ungliði sýningar. Besti öldungur sýningar var ISVetCh ISCh ISTrCh OB I Kolgrímu Blaze Hólm. Besta par tegundar voru systkynin ISShCh Kolgrímu Implacable og ISShCh RW-16 Kolgrímu Irresistible, voru þau einnig besta par sýningar. Besta afkvæmahóp tegundar og sýningar átti NUCH AD BH SCHH3 Kkl1 Giro av Røstadgården. Besta ræktunarhóp tegundar og einnig besta ræktunarhóp sýningar átti Gjósku ræktun.
Í lok sýningarinnar mættu besti rakki og besta tík og kepptu um besta hund sýningar. Fyrst mættu síðhærðu got systkynin Ice Tindra Jazz og ISShCh Ice Tindra Joss og var það Ice Tindra Jazz sem stóð uppi sem bestu hundur tegundar og Besti síðhærði hundur sýningar.
Þá mættu bestu hundar tegundar snögghærðir, hin unga Ice Tindra Krissy og leitarhundurinn Gjósku Tindur. Morten valdi besta hund tegundar Ice Tindra Krissy og stóð hún þar með uppi sem besti snögghærði hundur sýningar. En er hún fyrsta tíkin og fyrsti Íslands ræktaði hundurinn til að hljóta þann titil á deildarsýningu.
Viljum við koma á framfæri þakklæti til allra þeirra frábæru styrktaraðila sem styrktu sýninguna sem og því frábæra starfsfólki sem á henni starfaði.
Dómarinn að þessu sinni var Morten Nilsen frá Svíþjóð og til leiks voru skráðir hvorki meira né minna en 70 hundar og er það skráningarmet á sýningar deildarinnar. Sýningin gekk vel fyrir sig, margt var um manninn og létt yfir fólki. Gleðin hélt svo áfram fram eftir kvöldi í sameginlegum kvöldverð.
Fyrst mættu hvolparnir til leiks og riðu 3-6 mánaða síðhærðir á vaðið, Morten valdi Kolgrímu Love Me Tender sem besta hvolp tegundar og Forynju Arlett sem besta hvolp tegundar af gagnstæðu kyni. Í flokki 6-9 mánaða var það Katla sem var valin besti hvolpur tegundar
Þá komu 3-6 mánaða snögghærðir hvolpar og Kolgrímu Love Is All You Need var sú sem Morten valdi sem besta hvolp tegundar. Forynju Aston valdi hann sem besta hvolp tegundar af gagnstæðu kyni. Ölfus Dögun stóð svo uppi sem sigurvegari í flokki 6-9 mánaða.
Þá fóru sigurvegarar allra hvolpaflokkana og kepptu um besta hvolp sýningar, en þar stal Kolgrímu Love Is All You Need senunni og varð besti hvolpur sýningar.
Þá kom röðin að fullorðnu hundunum og var byrjað á því að dæma þá síðhærðu. Besti rakki tegundar var úr opnum flokki, Ice Tindra Jazz. Hlaut hann þar með sitt 3. meistarastig og bíður því staðfestingar á titlinum Íslenskur sýningarmeistari. Óskum við eiganda hans Iðunni Ósk Óskarsdóttur innilega til hamingju. Annar besti rakki tegundar var hinn ungi Gjósku Úlfur úr ungliðaflokki, hlaut hann þá sitt annað ungliða meistarastig og bíður hann því staðfestingar á titilinum Íslenskur ungliðameistari. Óskum við eiganda hans og ræktanda Örnu Rúnarsdóttur innilega til hamingju. Gjósku Úlfur varð svo besti ungliði tegundar og annar besti ungliði sýningar.
Besta tík tegundar kom úr meistaraflokki hún ISShCh Ice Tindra Joss, rann því meistarastigið niður til Kolgrimu Jolie og er það hennar fyrsta meistarastig. 4. besta tík tegundar úr ungliðaflokki var hin unga og efnilega Svarthamars Edda, hlaut hún þar með sitt fyrsta ungliða meistarastig og varð annar besti ungliði tegundar. Besta par tegundar voru þau Gjósku Úlfur og NLM Gjósku Ráðhildur. Besta ræktunarhóp tegundar og annan besta ræktunrhóp sýningar átti Ice Tindra ræktun.
Að loknum dómi á síðhærðu hundunum mættu þeir snöggu til leiks. Besta rakka tegundar valdi Morten úr vinnuhundaflokk hann Gjósku Tind og hlaut hann sitt annað Íslenska meistarastig. Annar besti rakki tegundar og jafnframt annar besti ungliði tegundar var Ice Tindra King, hlaut hann sitt annað ungliða meistarastig og bíður þá staðfestingar á titilinum Íslenskur ungliðameistari. Óskum við eigendum hans Katrínu J. Jóhannsdóttur og Ágústi Ö. Þórðarssyni innilega til hamingju.
Besta tík tegundar var ungliðinn Ice Tindra Krissy, hlaut hún sitt fyrsta Íslenska meistarastig og annað ungliða meistarastig. Bíður hún því staðfestingar á titilinum Íslenskur ungliðameistari, óskum við rækanda hennar og eiganda, Kristjönu Bergsteinsdóttur innilega til hamingju. Ice Tindra Krissy var einnig valin besti ungliði tegundar og besti ungliði sýningar. Besti öldungur sýningar var ISVetCh ISCh ISTrCh OB I Kolgrímu Blaze Hólm. Besta par tegundar voru systkynin ISShCh Kolgrímu Implacable og ISShCh RW-16 Kolgrímu Irresistible, voru þau einnig besta par sýningar. Besta afkvæmahóp tegundar og sýningar átti NUCH AD BH SCHH3 Kkl1 Giro av Røstadgården. Besta ræktunarhóp tegundar og einnig besta ræktunarhóp sýningar átti Gjósku ræktun.
Í lok sýningarinnar mættu besti rakki og besta tík og kepptu um besta hund sýningar. Fyrst mættu síðhærðu got systkynin Ice Tindra Jazz og ISShCh Ice Tindra Joss og var það Ice Tindra Jazz sem stóð uppi sem bestu hundur tegundar og Besti síðhærði hundur sýningar.
Þá mættu bestu hundar tegundar snögghærðir, hin unga Ice Tindra Krissy og leitarhundurinn Gjósku Tindur. Morten valdi besta hund tegundar Ice Tindra Krissy og stóð hún þar með uppi sem besti snögghærði hundur sýningar. En er hún fyrsta tíkin og fyrsti Íslands ræktaði hundurinn til að hljóta þann titil á deildarsýningu.
Viljum við koma á framfæri þakklæti til allra þeirra frábæru styrktaraðila sem styrktu sýninguna sem og því frábæra starfsfólki sem á henni starfaði.
Fleiri myndir frá sýningunni má finna hér
19.04.2017
Dagskrá deildarsýningar 2017
Dagskrá deildarsýningar
Tímasetningar eru eingöngu til viðmiðunar og ber sýnandi algera ábyrgð á því að vera mættur tímanlega. Hægt er að miða við að hver hundur taki u.þ.b 4. mínútúr í dóm.
09:00 Hvolpar síðhærðir
10:00 Schäfer síðhærður
11:30 Schäfer snögghærður
15:30 Úrslit
Tímasetningar eru eingöngu til viðmiðunar og ber sýnandi algera ábyrgð á því að vera mættur tímanlega. Hægt er að miða við að hver hundur taki u.þ.b 4. mínútúr í dóm.
09:00 Hvolpar síðhærðir
- 3-6 mánaða, Rakkar: 1
- 3-6 mánaða, Tíkur: 1
- 6-9 mánaða, Tíkur: 1
- 3-6 mánaða, Rakkar: 2
- 3-6 mánaða, Tíkur: 4
- 6-9 mánaða, Tíkur: 2
10:00 Schäfer síðhærður
- Ungliðafl. Rakkar: 4
- Unghundafl. Rakkar: 2
- Opinn fl. Rakkar: 3
- Meistarafl. Rakkar: 2
- Besti rakki tegundar
- Ungliðafl. Tíkur: 3
- Opinn fl. Tíkur: 3
- Meistarafl. Tíkur: 2
- Besta tík tegundar
- Besti ungliði tegundar
- Besti ræktunarhópur tegundar
- Besta par tegundar
11:30 Schäfer snögghærður
- Ungliðafl. Rakkar: 5
- Unghundafl. Rakkar: 1
- Opinn fl. Rakkar: 4
- Vinnuhunda fl. Rakkar: 1
- Meistarafl. Rakkar: 5
- Besti rakki tegundar
- Ungliðafl. Tíkur: 4
- Unghundafl. Tíkur: 4
- Opinn fl. Tíkur: 12
- Vinnuhunda fl. Tíkur: 1
- Meistarafl. Tíkur: 2
- Öldungafl. Tíkur: 1
- Besti öldungur sýningar
- Besta tík tegundar
- Besti ungliði tegundar
- Besti ræktunarhópur tegundar
- Besti afkvæmahópur sýningar
- Besta par tegundar
15:30 Úrslit
- Besta par sýningar
- Besti ræktunarhópur sýningar
- Besti ungliði sýningar
- Besti hundur sýningar síðhærður Rakki/Tík
- Besti hundur sýningar snögghærður Rakki/Tík
16.04.2017
Mikið á döfinni hjá deildinni
Mikið er í gangi hjá deildinni um þessar mundir en viljum við minna fólk á að síðasti skráningardagur á deildarsýninguna okkar, sem haldin verður 29. apríl nk., er á þriðjudaginn 18. apríl. Lokað er á skrifstofunni á mánudaginn en á þriðjudaginn er opið frá 10-15. Mikið álag gæti verið á símanum vegna skráningar en það einnig hægt að kíkja til þeirra í Síðumúla 15.
Á miðvikudaginn verður svo sýningarþjálfun á vegum deildarinnar kl 18:30 í bílastæðahúsi á Lynghálsi 4, beint á móti hestavöruversluninni Líflandi. Skiptið kostar 500kr sem rennur beint til deildarinnar.
Á eftir sýningarþjálfuninni, eða kl 20:00, verður svo Aðalfundur deildarinnar haldinn á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15. 5 sæti eru laus í stjórn deildarinnar og hverjum við áhuga sama um að bjóða sig fram. Deildin gengur aðeins ef öflugt og áhugasamt fólk sinnir stjórnarstarfinu.
Síðasta sýningarþjálfun fyrir deildarsýninguna fer svo fram á miðvikudaginn 26. apríl, en ætlum við fyrst að halda stutta göngu svo að þeir sem vilja ekki koma á æfingu geta hitt okkur kl 19:30 á Lynghálsi 4. Eftir gönguna verður svo þjálfun og getur fólk svo fengið svör við spurningum um sýninguna eftir æfinguna.
Á miðvikudaginn verður svo sýningarþjálfun á vegum deildarinnar kl 18:30 í bílastæðahúsi á Lynghálsi 4, beint á móti hestavöruversluninni Líflandi. Skiptið kostar 500kr sem rennur beint til deildarinnar.
Á eftir sýningarþjálfuninni, eða kl 20:00, verður svo Aðalfundur deildarinnar haldinn á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15. 5 sæti eru laus í stjórn deildarinnar og hverjum við áhuga sama um að bjóða sig fram. Deildin gengur aðeins ef öflugt og áhugasamt fólk sinnir stjórnarstarfinu.
Síðasta sýningarþjálfun fyrir deildarsýninguna fer svo fram á miðvikudaginn 26. apríl, en ætlum við fyrst að halda stutta göngu svo að þeir sem vilja ekki koma á æfingu geta hitt okkur kl 19:30 á Lynghálsi 4. Eftir gönguna verður svo þjálfun og getur fólk svo fengið svör við spurningum um sýninguna eftir æfinguna.
11.04.2017
Deildarsýningarnefnd
Stjórn deildarinnar ákvað á seinasta stjórnarfundi að setja á deildarsýningarnefnd. Mun nefndin sjá um að hjálpa til við að klára undirbúning og uppsetningu deildarsýningarinnar sem haldin verður 29. apríl n.k.
Fá þannig fleiri sem áhuga hafa færi á því að kynnast þeirri vinnu sem svona sýning ber með sér og léttir undir með stjórn í leiðinni. Vonum við að þeir sem hafi áhuga hafi samband við okkur og skrái sig í deildarsýningarnefnd Schäferdeildarinnar hér fyrir neðan.
Fá þannig fleiri sem áhuga hafa færi á því að kynnast þeirri vinnu sem svona sýning ber með sér og léttir undir með stjórn í leiðinni. Vonum við að þeir sem hafi áhuga hafi samband við okkur og skrái sig í deildarsýningarnefnd Schäferdeildarinnar hér fyrir neðan.
11.04.201
Aðalfundur Schäferdeildarinnar 2017
Aðalfundur Schäferdeildarinnar verður haldinn miðvikudaginn 19. apríl kl. 20 á skrifstofu HRFÍ að Síðumúla 15. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Farið verður yfir ársskýrslu og ársreikning deildarinnar auk þess sem kosið verður til stjórnar Schäferdeildarinnar. fimm sæti eru laus, þrjú til tveggja ára og tvö til eins árs. Hvetjum við áhugasama um að mæta á fundinn.
Kosningarétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild, eru skráðir í deildina og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni.
Kosningarétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild, eru skráðir í deildina og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni.
31.03.2017
ATH. Frestun ársfundar Schäferdeildarinnar
Vegna óviðráðanlegra ástæðna hefur ársfundi deildarinnar, sem haldinn átti að vera í kvöld, verið frestað. Nýtt fundarboð verður sent út á næstu dögum.
27.03.2017
Mars-ganga Schäferdeildarinnar
Mars-ganga deildarinnar fór fram sunnudaginn sl. Kuldaboli lék um fólk en við létum það ekki á okkur fá og gengum skemtilegan hring í árbænum, frá kirkjunni og niður að stíflu. 7 hundar og enn fleira fólk var mætt í gönguna og var stemningin góð í fólki. Hlökkuðu allir til þess að fara að byrja að æfa fyrir deildarsýninguna og byrja sýningarþjálfanir fljótlega.
22.03.2017
Aðalfundur Schäferdeildarinnar 2017
Aðalfundur Schäferdeildarinnar verður haldinn föstudaginn 31. mars kl. 20 á skrifstofu HRFÍ að Síðumúla 15. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Farið verður yfir ársskýrslu og ársreikning deildarinnar auk þess sem kosið verður til stjórnar Schäferdeildarinnar. Þrjú sæti til tveggja ára eru laus og hvetjum við áhugasama um að mæta á fundinn.
Kosningarétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild, eru skráðir í deildina og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni.
Kosningarétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild, eru skráðir í deildina og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni.
21.03.2017
Ganga deildarinnar 26. mars
Þá er komið að næstu göngu deildarinnar en verður hún haldin sunnudaginn 26. mars n.k. kl 13:30.
Hist verður við Árbæjarkirkju, gengið niður að stíflunni og svo í gegnum hverfið til baka. Gangan verður stutt og ætti því að henta öllum, stórum sem smáum.
Hist verður við Árbæjarkirkju, gengið niður að stíflunni og svo í gegnum hverfið til baka. Gangan verður stutt og ætti því að henta öllum, stórum sem smáum.
08.03.2017
Norðurljósasýning HRFÍ 4.-5. mars 2017
Fyrsta hundasýning ársins rann í garð síðastliðna helgi með pompi og prakt. Var hún haldin í reiðhöllinni í Víðidal og voru 11 snögghærðir og 28 síðhærðir schäferhundar skráðir til leiks. Dómarinn að þessu sinni var Johnny Anderson frá Svíþjóð.
Johnny byrjaði á því að dæma snögghærðu hundana og valdi hann úr meistaraflokki ISShCh Kolgrímu Implacable sem besta rakka tegundar. Hlaut hann sitt annað Alþjóðlega meistarastig, annar besti rakki tegundar var hinn ungi Gunnarsholts Zello og rann Íslenska meistarastigið niður til hans. Besta tík tegundar var Gjósku Thea og hlaut hún sitt annað Íslenska og Alþjóðlega meistarastig. Valdi hann svo ISShCh Kolgrímu Implacable sem besta hund tegundar.
Kolgrímu Kiss Me Now hlaut sitt annað ungliðameistarastig og er hún því orðin ungliðameistari, óskum við eiganda og ræktanda hennar Sirrý Höllu Stefánsdóttur innilega til hamingju.
Besti öldungur tegundar var ISVCh ISCh IStrCh OB1 Kolgrímu Blaze Hólm. Besta ræktunarhóp tegundar átti Kolgrímu ræktun og endaði hópurinn sem annar besti ræktunarhópur dagsins.
Besta afkvæmahóp tegundar átti RW-14 Gjósku Mylla og stóðu þau uppi sem besti afkvæmahópur dagsins.
Þá var komið að loðnu hundunum og valdi dómarinn Ice Tindra Jazz sem besta rakka tegundar. Hlaut hann sitt annað Íslenska og alþjóðlega meistarastig. Annar besti rakki tegundar var hinn ungi Gjósku Úlfur og hlaut hann sitt fyrsta ungliðameistarastig.
Besta tík tegundar kom úr opnum flokki, Ice Tindra Joss, hlaut hún sitt annað Alþjóðlega og áttunda Íslenska meistarastig og bíður nú staðfestingar á titilinum Íslenskur sýningarmeistari. Óskum við eiganda hennar og ræktanda Kristjönu Bergstensdóttur innilega til hamingju. Johnny valdi svo Ice Tindra Jazz sem besta hund tegundar.
Johnny byrjaði á því að dæma snögghærðu hundana og valdi hann úr meistaraflokki ISShCh Kolgrímu Implacable sem besta rakka tegundar. Hlaut hann sitt annað Alþjóðlega meistarastig, annar besti rakki tegundar var hinn ungi Gunnarsholts Zello og rann Íslenska meistarastigið niður til hans. Besta tík tegundar var Gjósku Thea og hlaut hún sitt annað Íslenska og Alþjóðlega meistarastig. Valdi hann svo ISShCh Kolgrímu Implacable sem besta hund tegundar.
Kolgrímu Kiss Me Now hlaut sitt annað ungliðameistarastig og er hún því orðin ungliðameistari, óskum við eiganda og ræktanda hennar Sirrý Höllu Stefánsdóttur innilega til hamingju.
Besti öldungur tegundar var ISVCh ISCh IStrCh OB1 Kolgrímu Blaze Hólm. Besta ræktunarhóp tegundar átti Kolgrímu ræktun og endaði hópurinn sem annar besti ræktunarhópur dagsins.
Besta afkvæmahóp tegundar átti RW-14 Gjósku Mylla og stóðu þau uppi sem besti afkvæmahópur dagsins.
Þá var komið að loðnu hundunum og valdi dómarinn Ice Tindra Jazz sem besta rakka tegundar. Hlaut hann sitt annað Íslenska og alþjóðlega meistarastig. Annar besti rakki tegundar var hinn ungi Gjósku Úlfur og hlaut hann sitt fyrsta ungliðameistarastig.
Besta tík tegundar kom úr opnum flokki, Ice Tindra Joss, hlaut hún sitt annað Alþjóðlega og áttunda Íslenska meistarastig og bíður nú staðfestingar á titilinum Íslenskur sýningarmeistari. Óskum við eiganda hennar og ræktanda Kristjönu Bergstensdóttur innilega til hamingju. Johnny valdi svo Ice Tindra Jazz sem besta hund tegundar.
Petmark styrkti deildina með glæsilegum verðlaunagripum
08.03.2017
Hvolpasýning HRFÍ og Royal Canin 3. mars 2017
Þá er sýningarárið farið af stað og var fyrsta sýning ársins helgina 3.-5. mars s.l.
Á föstudagskvöldinu 3. mars fór fram hvolpasýning HRFÍ og Royal Canin og voru 20 schäferhvolpar skráðir til leiks. Dómarinn var Johnny Andersson frá Svíþjóð og dæmdi hann hvolpana gaumgæfilega.
Fyrst mættu til leiks síðhærðu hundarnir en þar var í yngri hvolpaflokki besti hvolpur tegundar, Kolgrímu Love Me Tender. Í hvolpaflokki 6-9 mánaða var það svo hún Gunnarsholts My Name Is Heiðrún Ása sem stóð uppi sem besti hvolpur tegundar.
Þá kom að snögghærðu hundunum og byrjuðu 3-6 mánaða hvolparnir. Þar stóðu uppi besti hvolpur tegundar Kolgrímu Love You og besti hvolpur tegundar af gagnstæðu kyni var Kolgrímu Love Is All You Need. Í eldri hvolpaflokki var það Ölfus Dögun sem Johnny valdi sem besta hvolp tegundar og Gunnarsholts My Name Is Hrói Höttur var besti hvolpur tegundar af gagnstæðu kyni.
Deildin óskar öllum eigendum og ræktendum þessara glæsilegu hvolpa til hamingju og góðs gengis í framtíðinni.
Myndir voru teknar við hringinn hjá hvolpunum og má sjá þær hér
Á föstudagskvöldinu 3. mars fór fram hvolpasýning HRFÍ og Royal Canin og voru 20 schäferhvolpar skráðir til leiks. Dómarinn var Johnny Andersson frá Svíþjóð og dæmdi hann hvolpana gaumgæfilega.
Fyrst mættu til leiks síðhærðu hundarnir en þar var í yngri hvolpaflokki besti hvolpur tegundar, Kolgrímu Love Me Tender. Í hvolpaflokki 6-9 mánaða var það svo hún Gunnarsholts My Name Is Heiðrún Ása sem stóð uppi sem besti hvolpur tegundar.
Þá kom að snögghærðu hundunum og byrjuðu 3-6 mánaða hvolparnir. Þar stóðu uppi besti hvolpur tegundar Kolgrímu Love You og besti hvolpur tegundar af gagnstæðu kyni var Kolgrímu Love Is All You Need. Í eldri hvolpaflokki var það Ölfus Dögun sem Johnny valdi sem besta hvolp tegundar og Gunnarsholts My Name Is Hrói Höttur var besti hvolpur tegundar af gagnstæðu kyni.
Deildin óskar öllum eigendum og ræktendum þessara glæsilegu hvolpa til hamingju og góðs gengis í framtíðinni.
Myndir voru teknar við hringinn hjá hvolpunum og má sjá þær hér
Petmark styrkti deildina með glæsilegum verðlaunagripum
26.02.2017
Auka sýningarþjálfun fyrir Norðurljósasýningu HRFÍ
Schäferdeildin ákvað vegna mikillar ásóknar að halda auka sýningarþjálfun fyrir fyrstu sýningu ársins miðvikudaginn 1. mars.
Æfingin verður í bílastæðahúsi á Lynghálsi 4, beint á móti hestavöruversluninni Líflandi. Gengið er inn á hlið hússins við veitingastaðinn Rakang Tai, nær vínbúðinni Heiðrúnu.
Verður hún klukkan 20:00 og ef mikil mæting verður þá höfum við hana til 21:30. Skiptið kostar 500kr sem rennur beint til deildarinnar. Minnum við fólk á að koma með sýningartauma og keðjur og kúkapoka :)
Æfingin verður í bílastæðahúsi á Lynghálsi 4, beint á móti hestavöruversluninni Líflandi. Gengið er inn á hlið hússins við veitingastaðinn Rakang Tai, nær vínbúðinni Heiðrúnu.
Verður hún klukkan 20:00 og ef mikil mæting verður þá höfum við hana til 21:30. Skiptið kostar 500kr sem rennur beint til deildarinnar. Minnum við fólk á að koma með sýningartauma og keðjur og kúkapoka :)
26.02.2017
Tilkynning frá stjórn HRFÍ
Stjórn HRFÍ hefur samþykkt tillögu sýningstjórnar félagsins um að árleg sýning félagsins í febrúar/mars verði kölluð ,,Norðurljósasýning" og að hundar sem nái þeim framúrskarandi árangri á verða besti rakki/besta tík tegundar á tveimur Norðurljósasýningum, með einu eða fleiri árum á milli, geti öðlast titilinn ,,Norðurljósameistari" (NLM). Sækja þarf um titilinn á skrifstofu HRFÍ með sama hætti og aðra sýningatitla.
Þá ákvað stjórn félagsins að titill sem hægt var að vinna í eitt skipti árið 2015, ,,Northern Light Winner", eða NLW-15, með BOB/BOS sigri á báðum sýningum á tvöfaldri sýningahelgi, yrði breytt í NLM titil
Þá ákvað stjórn félagsins að titill sem hægt var að vinna í eitt skipti árið 2015, ,,Northern Light Winner", eða NLW-15, með BOB/BOS sigri á báðum sýningum á tvöfaldri sýningahelgi, yrði breytt í NLM titil
13.02.2017
Sýningarþjálfun fyrir fyrstu sýningu ársins
Schäferdeildin mun standa fyrir sýningarþjálfun fyrir alþjóðlegasýningu HRFÍ sem haldin verður helgina 3.-5. mars n.k.
Æfingarnar verða laugardagana 18. og 25. febrúar frá klukkan 12-13:00 í verslun Gæludýr.is á Korputorgi.
Skiptið kostar 500kr sem rennur beint til deildarinnar. Sýningarþjálfanir deildarinnar eru frábær umhverfisþjálfun fyrir hundana okkar, hvort sem við stefnum á sýningar eða ekki. Þær henta fyrir byrjendur sem og lengra komna, hvolpa og öldunga.
Minnum við fólk á að mæta með kúkapoka, sýningartaum og keðju, 500kr og að sjálfssögðu góða skapið.
Ef mikill áhugi og aðsókn verður á þjálfanirnar mun stjórnin bæta við 1-2 auka æfingum fyrir deildarmeðlimi.
Æfingarnar verða laugardagana 18. og 25. febrúar frá klukkan 12-13:00 í verslun Gæludýr.is á Korputorgi.
Skiptið kostar 500kr sem rennur beint til deildarinnar. Sýningarþjálfanir deildarinnar eru frábær umhverfisþjálfun fyrir hundana okkar, hvort sem við stefnum á sýningar eða ekki. Þær henta fyrir byrjendur sem og lengra komna, hvolpa og öldunga.
Minnum við fólk á að mæta með kúkapoka, sýningartaum og keðju, 500kr og að sjálfssögðu góða skapið.
Ef mikill áhugi og aðsókn verður á þjálfanirnar mun stjórnin bæta við 1-2 auka æfingum fyrir deildarmeðlimi.
07.02.2017
Deildarsýning Schäferdeildarinnar 2017
Deildarsýning Schäferdeildarinnar verður haldin laugardaginn 29. apríl næstkomandi í gömlu reiðhöllinni í Andvara. Skráning er þegar hafin á þessa glæsilegu sýningu og hvetjum við alla til þess að skrá sig til leiks. Skráningin fer fram í gegnum HRFÍ og er sama gjald og á meistarastigssýningar hjá félaginu. afsláttur er veittur af 3. hundi sem skráður er á sama eiganda. Hægt er að skrá í gegnum síma. 588-5255 og á skrifstofu HRFÍ Síðumúla 15. Skráningu lýkur þriðjudaginn 18. apríl
Allir flokkar verða í boði á sýningunni frá hvolpum og uppí öldunga. Keppt verður um besta ungliða sýningar, bestu ræktunar og afkvæmahópa sýningar, besta par sýningar og svo besta síðhærða og snögghærða hund sýningar. Nánari dagskrá kemur þegar nær dregur.
Áhorfendastúkan er stór í höllinni og nægt pláss er fyrir alla, einnig er hægt að leggja allt í kringum höllina svo bílastæði eru ekkert vandamál.
Þeir sem hafa áhuga á því að hafa sölubása á sýningunni endilega hafið samband við stjórn deildarinnar [email protected]
Dómarinn að þessu sinni heitir Morten Nielsen og kemur frá Svíþjóð. Hann er dýralæknir að mennt og starfar við það ásamt því að rækta schäferhunda undir ræktunar nafninu Tronderjycken. Morten sýnir mikið sjálfur og dæmir töluvert á Norðurlöndunum. Hann hefur réttindi til að dæma bæði afbrigði af Schäfer, Rottweiler og Portúgalska Vatnahunda. Morten hefur átt hunda síðan árið 1979 en eignaðist sinn fyrsta Schäfer árið 1994.
Deildin mun standa fyrir sýningarþjálfunum fyrir sýninguna og verða þær auglýstar þegar að nær dregur.
Ef fólki vantar sýnendur getur stjórnin hjálpað ykkur að finna þá án vandræða.
Allir flokkar verða í boði á sýningunni frá hvolpum og uppí öldunga. Keppt verður um besta ungliða sýningar, bestu ræktunar og afkvæmahópa sýningar, besta par sýningar og svo besta síðhærða og snögghærða hund sýningar. Nánari dagskrá kemur þegar nær dregur.
Áhorfendastúkan er stór í höllinni og nægt pláss er fyrir alla, einnig er hægt að leggja allt í kringum höllina svo bílastæði eru ekkert vandamál.
Þeir sem hafa áhuga á því að hafa sölubása á sýningunni endilega hafið samband við stjórn deildarinnar [email protected]
Dómarinn að þessu sinni heitir Morten Nielsen og kemur frá Svíþjóð. Hann er dýralæknir að mennt og starfar við það ásamt því að rækta schäferhunda undir ræktunar nafninu Tronderjycken. Morten sýnir mikið sjálfur og dæmir töluvert á Norðurlöndunum. Hann hefur réttindi til að dæma bæði afbrigði af Schäfer, Rottweiler og Portúgalska Vatnahunda. Morten hefur átt hunda síðan árið 1979 en eignaðist sinn fyrsta Schäfer árið 1994.
Deildin mun standa fyrir sýningarþjálfunum fyrir sýninguna og verða þær auglýstar þegar að nær dregur.
Ef fólki vantar sýnendur getur stjórnin hjálpað ykkur að finna þá án vandræða.
30.01.201
Fyrsta Schäfergangan 2017
Fyrsta ganga deildarinnar fór fram í blíðskaparveðri laugardaginn 28. janúar sl. 7 hundar, eigendur og aðrir áhugasamir mættu og genginn var hringur í hafnarfirði. Hundarnir voru á öllum aldri og góð stemning var í hópnum og tilhlökkun fyrir starfi vetrarins hjá deildinni. Stjórnin þakkar þeim sem komu og vonar að enn fleiri mæti í næstu göngu !
24.01.2017
Janúarganga Schäferdeildarinnar
Þá er komið að fyrstu göngu deildarinnar árið 2017. Spáð er fallegu veðri á laugardaginn 28. janúar svo stjórnin ákvað að upplagt væri að hafa skemmtilega göngu og rífa sig í gang eftir jól og áramót. Hist verður við Hafnarfjarðarkirkju klukkan 14:00 og gengið léttan hring niður að höfn. Þá væri gaman að setjast inná kaffihús eftir gönguna þar sem hægt er að ræða málin og fara yfir dagskrá vetrarins. Hlökkum við til að sjá sem flesta!
23.01.2017
Fyrsta sýningahelgi ársins í reiðhöll Fáks 3.-5. mars
Fyrsta sýningahelgi ársins verður i byrjun mars n.k. og hefst hún á hvolpasýningu og keppni ungra sýnenda föstudagskvöldið 3. mars. Laugardaginn 4. mars og sunnudaginn 5. mars verður alþjóðleg sýning. Dómarar helgarinnar eru Attila Czeglédi (Ungverjaland), Carl Gunnar Stafberg (Svíþjóð), Hannele Jokisilta (Finnlandi), Johnny Andersson (Svíþjóð) og Kitty Sjong (Danmörk).
Skráningafrestur á gjaldskrá 1 rennur út í lok dags þann 20. janúar n.k. Þá er jafnframt lokadagur til að skila umskráningum og gotskráningum vegna hunda á sýningunum.
Skráningafrestur á gjaldskrá 2 rennur út í lok dags þann 3. febrúar n.k.
Sýningastjórn hefur ákveðið að nefna dómara fyrir nokkrar tegundir. Fyrirvari er gerður að því leyti, að forfallist dómari, eru aðrir auglýstir dómarar til vara, auk þess sem sýningastjórn HRFÍ áskilur sér rétt til að fjölga dómurum, einnig til vara, ef fjöldi skráðra hunda gerir það nauðsynlegt.
Tegundahópar munu skiptast eftirfarandi:
Laugardagur 4. mars: 1, 2, 3, 4/6, 7 og 10
Sunnudagur 5. mars: 5, 8 og 9
Samkvæmt upplýsingum frá HRFÍ dæmir Johnny Andersson Schäfer, báðar feldgerðir
Skráningafrestur á gjaldskrá 1 rennur út í lok dags þann 20. janúar n.k. Þá er jafnframt lokadagur til að skila umskráningum og gotskráningum vegna hunda á sýningunum.
Skráningafrestur á gjaldskrá 2 rennur út í lok dags þann 3. febrúar n.k.
Sýningastjórn hefur ákveðið að nefna dómara fyrir nokkrar tegundir. Fyrirvari er gerður að því leyti, að forfallist dómari, eru aðrir auglýstir dómarar til vara, auk þess sem sýningastjórn HRFÍ áskilur sér rétt til að fjölga dómurum, einnig til vara, ef fjöldi skráðra hunda gerir það nauðsynlegt.
Tegundahópar munu skiptast eftirfarandi:
Laugardagur 4. mars: 1, 2, 3, 4/6, 7 og 10
Sunnudagur 5. mars: 5, 8 og 9
Samkvæmt upplýsingum frá HRFÍ dæmir Johnny Andersson Schäfer, báðar feldgerðir