Schäferdeild hrfí
  • Fréttir
  • Deildin
  • Sýningar
  • VInnupróf
  • Ræktun
  • Hvolpar / got
  • Gagnagrunnur
    • 2012
    • 2013
    • 2014
    • 2015
    • 2016
    • 2017
    • 2018
    • 2019
    • 2020
    • 2021
    • 2022
    • 2023
  • Myndir
  • Eldri fréttir
    • Fréttir 2022
    • Fréttir 2021
    • Fréttir 2020
    • Fréttir 2019
    • Fréttir 2018
    • Fréttir 2017
    • Fréttir 2016
    • Fréttir 2015
    • Fréttir 2014
    • Fréttir 2013
    • Fréttir 2012
    • Fréttir 2011
    • Fréttir 2010

  SCHAFERDEILD HRFí

                                Stofnuð 1988

14-12-2020
Picture
Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu sjáum við ekki annað fært en að aflýsa Schäferdeildar göngunni sem á að vera 16.des 2020 Vonandi verður allt betra árið 2021 og við getum haldið vorgöngu.

08-12-2020
Picture


Hlýðnipróf 27-08-2020
Þriðja hlýðnipróf Vinnuhundadeildar HRFÍ 27.08 2020
haldið í reiðhöll Sprettar á Hattarvöllum.
11 hundar skráðir í hlýðnipróf, þar af var 5 schäferhundar.
​Fjórir hundur voru skráðir í Bronspróf og náðu 2 hundar prófi og 3.sæti og fékk bronsmerki HRFÍ og annar 5.sæti.
Einn hundur var skráður í Hlýðni I og náðu hann prófi  og 2.sæti 

Brons próf:
3.sæti Forynju Brjálaði Fenris Úlfurinn með 137 stig
5.sæti Forynju Breki með 93 stig

Hlýðni I:
2. sæti ISJCh Ivan von Arlett með með 185 stig og 1.einkunn

Dómari: Þórhildur Bjartmarz
Prófstjóri: Ingibjörg Friðriksdóttir
Ritari: Tinna Ólafsdóttir

Deildin óskar eigendum innilega til hamingju með árangurinn
Picture
Kæru félagsmenn
​Því miður er búið að aflýsa öllum tegundasýningum og hvolpasýningu á vegum HRFÍ þetta árið 2020. Vonandi verður árið 2021 okkur hliðhollari. Sjá frétt inn á HRFÍ. ​
Sporapróf 20-08-2020
Þriðja sporapróf ársins á vegum vinnuhundadeildar fór fram á fimmtudegi 20-08-2020 á Hólmsheiði.

Sporaprófið:
Þrír schäferhundar voru skráðir í Spor I og náðu þeir allir prófi.

Spor I
1. sæti Forynju Breki með 95 stig og 1. einkunn
2-3 sæti Forynju Bylur með 85 stig og 2. einkunn
2-3. sæti Forynju Bara Vesen 85 stig og 2. einkun

Dómari: Þórhildur Bjartmarz
Prófstjóri: Ingibjörg Friðriksdóttir

Deildin óskar eigendum þessara hunda innilega til hamingju með árangurinn.
04-10-2020
Picture
Sporapróf 03-10-2020
Fimmta sporapróf ársins á vegum vinnuhundadeildar fór fram á laugardag 03-10-2020 á Kjóavöllum.

Sporaprófið:
5 hundar skráðir og þar af 1 schäferhundur sem var skráður í Spor I og náðu hann prófi.

Spor I
1. sæti Forynju Bara Vesen með 80 stig og 2.einkunn.

Dómari: Albert Steingrímsson
Prófstjóri: Eva Kristinsdóttir

Deildin óskar eiganda innilega til hamingju með árangurinn.

A.T.H
Sýningarþjálfun hjá Schäferdeild er aflýst í ljósi aðstæðna í samfélaginu.
Stjórn Schäferdeildar þakkar öllum þeim sem komu á sýningarþjálfanir hjá deildinni.
03-10-2020

Útlitsbreyting á vefsíðu

11-08-2020
Við erum að uppfæra vefsíðuna útlitslega í rólegheitunum. Þetta er verkefni í vinnslu og einhverjir agnúar gætu komið í ljós á meðan á því stendur, eins og gengur og gerist. Félagsmenn geta sent stjórninni ábendingar ef eitthvað virkar ekki eða hefur horfið. Vonum að breytingin muni á endanum verða til góðs og upplifunin af síðunni betri.

Picture
Picture
Picture

28-09-2020


Picture
Picture
Picture

Hlýðnipróf Svæðafélags Norðurlands og Vinnuhundadeildar HRFÍ

Picture

Hlýðnipróf Svæðafélags Norðurlands og Vinnuhundadeildar HRFÍ 27-09-2020
Prófið fór fram í Reiðhöll Léttis á Akureyri
Einn schäferhundur skráður í Hlýðni I og náði 4.sæti

Hlýðni I
4.sæti Forynju Bestla með 118 stig og 3.einkunn

Dómari: Albert Steingrímsson
Prófstjóri: Elín Þorsteinsdóttir
Ritari: Anna Stefánsdóttir

Deildin óskar eiganda innilega til hamingju með árangurinn
​
17-09-2020

Meistarasýningu frestað

Meistarastigssýningu frestað um einn mánuð fyrir schäferinn.
Verður helgina 24-25 okt 2020
Hvolpasýningin líka frestuð til 17-18 okt 2020

Meiri upplýsingar inn á vef HRFÍ www.hrfi.is

Meistarasýning HRFÍ

HRFÍ heldur röð meistarastigssýninga í samstarfi við Félag sýningadómara HRFÍ og ræktunardeildir 26. og 27. september og 10. og 11. október n.k. í reiðhöllinni Mánagrund í Reykjanesbæ. Þá verður keppni ungra sýnenda haldin á sama stað þann 10. október n.k. Skráning fer fram á Hundeweb.dk, nánar um skráningu má finna hér.
Skráningafrestur fyrir sýningarnar 26. og 27. september er 21. september kl. 23:59.
Skráningafrestur fyrir sýningarnar 10. og 11. október er 5. október kl. 23:59.

Schäferinn er sýndur á sunnudeginum 27-09-2020 Dómari Sóley Halla Möller

27. september:
Bearded collie: Herdís Hallmarsdóttir
Border collie: Lilja Dóra Halldórsdóttir
Chihuahua: Sóley Halla Möller
Collie: Lilja Dóra Halldórsdóttir
German shepherd dog: Sóley Halla Möller
Pomeranian: Sóley Halla Möller
Siberian husky: Lilja Dóra Halldórsdóttir
Welsh corgi pembroke: Lilja Dóra Halldórsdóttir
​

Hvolpasýning 3-4 október 2020
Hvolpasýning verður haldin helgina 3.-4. október í reiðhöllinni Mánagrund í Reykjanesbæ. Sýningin er opin öllum tegundum hvolpa á aldrinum 3-9 mánaða en keppt verður í tveimur flokkum, 3-6 mánaða og 6-9 mánaða. Hvolparnir skulu vera full bólusettir.
Eftirfarandi sýningadómarar HRFÍ munu sjá um dómgæslu: Auður Sif Sigurgeirsdóttir, Herdís Hallmarsdóttir, Lilja Dóra Halldórsdóttir, Sóley Halla Möller, Sóley Ragna Ragnarsdóttir, Þorsteinn Thorsteinsson og Þórdís Björg Björgvinsdóttir.
Opið er fyrir skráningu á sýninguna sem fram í gegnum Hundeweb.dk til og með 28. september kl. 23:59, nánar um skráningu á sýningar má finna hér.
Athugið að dómari sem er tilgreindur í skráningakerfi er ekki endilega dómarinn sem dæmir tegundina.
Félagið biður alla þátttakendur að fylgja gildandi sóttvarnarreglum í hvívetna og takmarka tíma sem dvalið er á sýningasvæði og fjölda sem fylgir hverjum hundi. Frekari leiðbeiningar vegna sóttvarna verða birtar þegar nær dregur sýningu.
Góð upplifun og æfing fyrir hvolpinn er í fyrirrúmi á hvolpasýningu og hlökkum við til að sjá upprennandi sýningahunda félagsins á þessum skemmtilega viðburði.
Meistarastigssýningu frestað um einn mánuð fyrir schäferinn.
Verður helgina 24-25 okt 2020
Hvolpasýningin líka frestuð til 17-18 okt 2020

Meiri upplýsingar inn á vef HRFÍ www.hrfi.is
18-11-2020​
07-09-2020
Stjórn Schäferdeildar samþykkti að fylgja HRFÍ með að heiðra ekki þetta árið og því er engin stigakeppni hjá Schäferdeildinni árið 2020.
Við erum vongóð um að á næsta ári verði allt betra og við fáum margar skemmtilegar sýningar sem hægt verður að hala inn stigum fyrir keppnina.


23-07-2020
Sýningarþjálfun Schäferdeildarinnar verður áfram á miðvikudögum kl 20 á Víðistaðtúni í Hafnafirði.
Sýningarþjálfunin kostar 1.000 kr. skiptið.
Allir velkomnir til okkar og við verðum með borð á staðnum. Hlökkum til að sjá ykkur og minnum við á að koma með taum og keðju og nammi fyrir hundinn.

Dagsetingar allra sýningarþjálfana hjá okkur í júlí/ágúst fyrir næstu sýningu eru
  • 29.júlí kl 20:00
  • 05.ágúst kl 20:00
  • 12.ágúst kl 20:00
  • 19.ágúst kl 20:00
Mynd með staðsetningu hér að neðan
​
Picture
20-07-2020
Picture
Minna á !
Sýningarþjálfun Schäferdeildarinnar verður á næsta miðvikudag 22.07.2020
kl 20 á Víðistaðtúni í Hafnafirði.
Sýningarþjálfunin kostar 1.000 kr. skiptið.
Allir velkomnir til okkar og við verðum með borð á staðnum.
Hlökkum til að sjá ykkur og minnum við á að koma með taum og keðju og nammi fyrir hundinn.

15-07-2020
Þakkir frá Schäferdeild til Belcando Dýrafóður.is 
Picture
​Stjórn Schäferdeilar vill þakka Belcando -Dýrafóður.is fyrir frábæran stuðning við deildina.
​

Stjórn Schäferdeildar færði starfsfólki Belcando Dýrafóður.is viðurkenningu og þakklætisvott fyrir frábært samstarf sem vonandi verður lengi áfram.

Þegar stjórn Schäferdeildar gerði samning árið 2019 við Belcando -Dýrafóður.is um að vera aðalstyrktaraðili Schäferdeildar áttum við ekki von á þessum frábæra stuðningi sem Belcando Dýrafóður.is er búin að gera fyrir Schäferdeildina á þessu einu ári sem þau hafa verið aðalstyrktaraðili.
Þau hafa gefið alla bikara á sýningum fyrir schaferinn hjá HRFÍ og einnig alla bikara fyrir deildarsýningu Schäferdeildarinnar, bikara og gjafir á ársheiðrun deildarinnar og að auki vinninga í páskabingó sem og happdrætti á sumargleði schaferdeildar.
Höfum við aldrei séð eins vel útilátna vinninga áður.

Hér fyrir neðan má sjá ýmsar myndir frá bikurum og vinningum frá Belcando Dýrafóður.is sem þau hafa gefið schaferdeildinni og schaferdeildarmeðlimum.



13.07.2020
Minna á 
Sýningarþjálfun Schäferdeildarinnar verður á morgun þriðjudag 14.07.2020
kl 20 á Víðistaðtúni í Hafnafirði.
Sýningarþjálfunin kostar 1.000 kr. skiptið.
Allir velkomnir til okkar og við verðum með borð á staðnum. Hlökkum til að sjá ykkur og minnum við á að koma með taum og keðju og nammi fyrir hundinn.

10.07.2020
Picture
Sumargleði Schäferdeildar var haldin 8.júlí 2020 sem gekk mjög vel, fámennt en góðmennt var og þökkum við þeim öllum sem komu og studdu við deildina, því þetta var fjáröflun fyrir deildina sem gekk vel þó að við hefðum vilja sjá fleiri mæta.

Þökkum við Þórhildi í Hundalíf fyrir lánið á Rallý búnaðinum og Vilhjálmi fyrir að sýna rallý og leiðbeina þeim sem vildu prufa að fara með hundana sína í rallý-brautina.

Jafnframt þökkum við þeim hjá Belcando fyrir alla stór glæsilegu happdrættisvinninga sem þau gáfu en þeir voru 16 talsins og höfum við aldrei áður séð svona vel útilátNa vinninga áður.

Fóru margir glaðir heim með happdrættisvinninga frá Belcando, bestu þakkir til ykkar í Belcando fyrir hönd allra.
Enduðum við sumargleðina á sýningarþjálfun, þökkum við þeim sem komu.
​
Stjórn Schäferdeildar þakkar fyrir sig.

08.07.2020
Picture
Picture
Minna á Sumargleðina hjá Schäferdeildinni í dag kl 18
á Víðistaðatúni í Hafnarfirði.

Verðum með til sölu grillaðar pylsur, meðlæti og drykk.
Fullorðin kr 1.500 /innifalið pylsa og drykkur
Börn kr 500 /innifalið pylsa og drykkur
​

Dagskrá verður ca
Kl 18-19 komum við saman borgum og borðum grillaðar pylsur
kl 18-19 kynning á búnaði fyrir spor, sýningum og láta draga
Kl 19 dregið úr happdrættinu, miðinn kostar 500kr
Kl 19 leikir fyrir börn 
Kl 19 kynning á Rallý og sett verður upp braut fyrir fólk að koma með hundinn sinn og prófa rallý brautina

Munið að koma með pening því við erum ekki með posa.
Hlökkum mikið til að sjá ykkur hress og kát.

p.s minnum svo á sýningarþjálfun kl 20, kostar 1000 kr

03.07.2020

Sumargleði Schäferdeildar 8.júlí 2020 kl 18

Picture
Sumargleði Schäferdeildar 8.júlí 2020 kl 18 á Víðistaðatúni í Hafnarfirði.

Nú ætlum við að slá upp glens og gaman hjá okkur í schäferdeildinni 08-07-2020 kl 18 og fjáröflun í leiðinni.

Verðum með til sölu grillaðar pylsur, meðlæti og drykk.

Fullorðin kr 1.500 /innifalið pylsa og drykkur
Börn kr 500 /innifalið pylsa og drykkur

Boðið verður upp á leiki fyrir börn og kynningu á rallý, einnig hvað er gott að nota á sýningum, í spori og láta hunda draga.
Verðum líka með happdrættisvinninga og kostar happdrættismiðinn 500 kr.
Engin posi á staðnum, muna að koma með pening.

Allir velkomnir og hlökkum til að sjá sem flesta.

Ath Sýningarþjálfun schäferdeildar verður kl 20 eftir sumargleðina.


26.06.2020
Sýningarþjálfun Schäferdeildarinnar verður á miðvikudögum kl 20 á Víðistaðtúni í Hafnafirði.
Sýningarþjálfunin kostar 1.000 kr. skiptið.
Allir velkomnir til okkar og við verðum með borð á staðnum. Hlökkum til að sjá ykkur og minnum við á að koma með taum og keðju og nammi fyrir hundinn.

Dagsetingar allra sýningarþjálfana hjá okkur í júlí fyrir næstu sýningu eru
  • 01.júlí kl 20:00
  • 08.júlí kl 20:00
  • 14.júlí kl 20:00 ath þriðjudagur
  • 22.júlí kl 20:00​
  • 29.júlí kl 20:00
Mynd með staðsetningu hér að neðan
​
Picture

22.06.2020

Heiðrun stigahæstu hunda deildarinnar í vinnu og á sýningum

Árleg heiðrun schaferdeildarinnar fór fram í kjölfar ársfundar deildarinnar. Hundar og eigendur þeirra voru heiðraðir fyrir framúrskarandi árangur á árinu 2019. Allir verðlaunahafarnir voru leystir út með glæsilegum verðlaunagripum og gjöfum í boði okkar frábæra styrktaraðila, BELCANDO. Stjórn Schaferdeildarinnar óskar öllum hluteigandi innilega til hamingju með glæsilegan árangur.

Stigahæstu hundar í vinnuprófum 2019
Hlýðni brons með 163,5 stig - ISJCh Ivan von Arlett, Eigandi: Hildur Sif Pálsdóttir
Hlýðni 1 með 192,5 stig - ISCh ISJCh OB-1 Gjósku Vænting, Eigandi: Tinna Ólafsdóttir
Hlýðni 2 með 194,5 Stig  - ISTrCh OB-2 OB-1 Forynju Aska, Eigandi: Hildur Sif Pálsdóttir 
Hlýðni 3 með 280 Stig - OB-1 OB-2 Vonziu´s Asynja, Eigandi: Hildur Sif Pálsdóttir 
Spor 1 með 90 Stig - ISJCh Ivan von Arlett Eigandi: Hildur Sif Pálsdóttir 
Spor 2 með 90 Stig - C.I.B ISCh RW-15-16 Juwika Fitness, Eigandi: Arna Rúnarsdóttir
Spor 3 með 94 Stig - ISTrCh OB-2 OB-1 Forynju Aska, Eigandi: Hildur Sif Pálsdóttir 

Stigahæsta ræktun Schäferdeildar HRFÍ 2019 á sýningum
Gjóskuræktun, Eigandi: Arna Rúnarsdóttir og Rúna Helgadóttir

Stigahæsti hundur Schäferdeildar HRFÍ 2019 á sýningum, Schäfer snögghærður
ISCH BH AD Kkl 1 IPO1 Ghazi Von Nordsee Sturm, Eigendur: Íris Hlín Bjarnadóttir og Theodór Bjarnason

Stigahæsti hundur Schäferdeildar HRFÍ 2019 á sýningum Schäfer síðhærður
C.I.E ISShCh RW-15 NLW-15 Gjósku Rökkvi Þór, Eigendur: Sóley Isabella Heenen 

Stigahæstu hundar í Schäfer snögghærðum
Stigahæsta tík - ISShCh NORDICCh RW-19 Gjósku Una Buna, Eigendur: Arna Rúnarsdóttir og Rúna Helgadóttir
Stigahæsti rakki - ISCH BH AD Kkl 1 IPO1 Ghazi Von Nordsee Sturm Eigendur: Íris Hlín Bjarnadóttir og Theodór Bjarnason
Stigahæsti ungliði - Kolgrímu Maybe Later, Eigandi: Valdís Vignirsdóttir
Stigahæsti öldungur - C.I.B ISCh ISVetCh RW-14 Gjósku Mylla, Eigandi: Arna Rúnarsdóttir

​Stigahæstu hundar í Schäfer síðhærðurm
Stigahæsta tík - C.I.E ISShCh NORDICCh NLM RW17 Ice Tindra Joss, Eigandi: Kristjana Bergsteinsdóttir 
Stigahæsti rakki - C.I.E ISShCh RW-15 NLW-15 Gjósku Rökkvi Þór, Eigendur: Sóley Isabella Heenen 
Stigahæsti ungliði - ISJCh Gjósku www.Píla.is, Eigendur: Arna Rúnarsdóttir og Rúna Helgadóttir
Stigahæsti Ungliði - Ice Tindra Orka, Eigandi: Kristín Jóhannsdóttir
Stigahæsti öldungur - ISShCh RW-14 Svarthamars Garpur, Eigandi: Davíð Ingvason

Birt með fyrirvara um innsláttarvillur
Picture
Picture

​22.06.2020

Sýningarþjálfun Schaferdeildarinnar

ATH. breyttar dagsetningar sjá nýja frétt.
​

Fyrsta sýningarþjálfun Schäferdeildarinnar verður kl 20 næsta fimmtudag, 25. júní og verður hún haldin á Víðistaðtúni í Hafnafirði.
Sýningarþjálfunin kostar 1.000 kr. skiptið.
Allir velkomnir til okkar og við verðum með borð á staðnum. Hlökkum til að sjá ykkur og minnum við á að koma með taum og keðju og nammi fyrir hundinn.

Dagsetingar allra sýningarþjálfana hjá okkur fyrir næstu sýningu eru:
  1. 25.júní kl 20:00
  2. 02.júlí kl 20:00
  3. 09.júlí kl 20:00
  4. 16.júlí kl 20:00
  5. 23.júlí kl 20:00​

Mynd með staðsetningu hér að neðan
Picture

19-06-2020
Sporapróf 18-06-2020
Fyrsta sporapróf ársins á vegum vinnuhundadeildar fór fram sunnudaginn 18-06-2020 á Hólmsheiði.

Sporaprófið:
Fimm schäferhundar voru skráðir í Spor I og náði þrír þeirra prófi.

Spor I
1. sæti Forynju Bestla með 88 stig og 2. einkunn
2. sæti Forynju Ára með 85 stig og 2. einkunn
3. sæti ISCH ISJCH OB-1 Gjósku Vænting 80 stig og 2. einkun


Dómari: Þórhildur Bjartmarz
Prófstjóri: Guðbjörg Guðmundsdóttir
Ritari og aðstoð: Erna Ómarsdóttir

Deildin óskar eigendum þessara hunda innilega til hamingju með árangurinn.
Picture

19-06-2020

Ný stjórn Schäferdeildar starfsár 2020-2021

Aðalfundur var haldin 18.júní 2020 á skrifstofu Hundræktunarfélagi Íslands, 30 manns mættu á fundinn.
3 sæti voru laus til 2ja ára og buðu sig 3 fram til stjórnar.
Það voru Guðmundur Rafn Ásgeirsson, Kristbjörg Kristjánsdóttir og Theodór Bjarnason, og óskar stjórn þeim velkomna til starfa og jafnframt þakkar Evu Kristindóttir fyrir sín störf fyrir deildina.

Stjórn hefur skipað í stöður
Formaður Kristjana Bergsteinsdóttir
Vara formaður Theodór Bjarnason
Gjaldkeri Sara Pálsdóttir
Ritari Kristbjörg Kristjánsdóttir
Meðstjórnandi Guðmundur Rafn Ásgeirsson

Hlakkar stjórn til komandi starfsárs

18-06-2020
Minna á ársfundinn og heiðrun f/ árið 2019 er í kvöld kl 20. 18-06-20​20
​
Ársfundur Schäferdeildar  HRFÍ verður haldinn fimmtudaginn 18. júní 2020 kl.20  á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15. 2.hæð.

Dagskrá fundar
1. Kosning fundastjóra og ritara
2. Ársskýrsla deildar
3. Reikningar deildarinnar  
4. Kosning stjórnar (3 sæti laus til tveggja ára)   
5. Heiðrun fyrir árið 2019
6. Önnur mál 

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Kosningarétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda eða hafa verið skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild í tvö ár og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgegni hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni.
​
Stjórn Schäferdeildar

17-06-2020

Annað hlýðnipróf vinnuhundadeildar HRFÍ

Annað hlýðnipróf Vinnuhundadeildar HRFÍ 16.júní 2020
haldið í reiðhöll Sprettar á Hattarvöllum.
8 hundar skráðir í hlýðnipróf, þar af var 4 schäferhundar.
​Einn hundur var skráður í Bronspróf og náði hann prófi og 1.sæti og fékk bronsmerki HRFÍ.
Tveir hundur var skráður í Hlýðni I og náðu þeir prófi  1. sæti og 2.sæti 
Einn hundur var skráður í hlýðni III og náði hann prófi og 1.sæti.

Brons próf:
1.sæti Forynju Bara Bestla með 141,5 stig

Hlýðni I:
1. sæti Forynju Aston með 183 stig og 1.einkunn
2. sæti ISJCh Ivan von Arlett með með 144,5 stig og 2.einkunn

Hlýðni III:
1.sæti OB-II OB-I Vonziu´s Asynja með 254,5 stig og 2.einkunn

Dómari: Silja Unnarsdóttir
Prófstjóri:  Marta Sólveig Björnsdóttir
Ritari: Tinna Ólafsdóttir

Deildin óskar eigendum innilega til hamingju með árangurinn
Picture
Picture
Picture

Fyrsta hlýðnipróf vinnuhundadeildar HRFÍ

Fyrsta hlýðnipróf Vinnuhundadeildar HRFÍ 21.maí 2020
haldið í reiðhöll Sprettar á Hattarvöllum.
10 hundar skráðir í hlýðnipróf, þar af var 4 schäferhundar.
​Einn hundur var skráður í Bronspróf og náði hann prófi og 1.sæti og fékk bronsmerki HRFÍ.
Tveir hundur var skráður í Hlýðni I og náðu þeir prófi  1. sæti og 2.sæti 
Einn hundur var skráður í hlýðni III og náði hann prófi og 1.sæti.

Brons próf:
1.sæti Forynju Bara Vesen með 173,5 stig

Hlýðni I:
1. sæti ISJCh Ivan von Arlett með 189,5 stig og 1.einkunn
2. sæti Forynju Aston með með 185 stig og 1.einkunn

Hlýðni III:
1.sæti OB-II OB-I Forynju Aska með 267,5 stig og 1.einkunn

Dómari: Silja Unnarsdóttir
Prófstjóri:  Marta Sólveig Björnsdóttir
Ritari: Tinna Ólafsdóttir

Deildin óskar eigendum innilega til hamingju með árangurinn
Picture
Picture

11-06-2020
Ársfundur Schäferdeildar  HRFÍ verður haldinn fimmtudaginn 18. júní 2020 kl.20  á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15. 2.hæð.

Dagskrá fundar
1. Kosning fundastjóra og ritara
2. Ársskýrsla deildar
3. Reikningar deildarinnar  
4. Kosning stjórnar (3 sæti laus til tveggja ára)   
5. Heiðrun fyrir árið 2019
6. Önnur mál 

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Kosningarétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda eða hafa verið skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild í tvö ár og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgegni hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni.
​
Stjórn Schäferdeildar

Alþjóðleg-Norðurljósasýning 29.Febrúar – 1.Mars 2020

​Á þessari sýningu dæmdi Levente Miklós frá Ungverjalandi snögghærðan schäfer og síðhærðan schäfer
Belcando gaf alla bikara.

Snögghærðir
Snögghærðu hundarnir voru fyrstir og byrjað var á hvolpunum.
Besti hvolpur tegundar úr hvolpaflokki 4-6 mán var Ice Tindra Thruma
Besti hvolpur tegundar úr hvolpaflokki 6-9 mán var Gjósku Xtra fór á rauðadegilinn og lenti í öðru sæti sem besti hvolpur sýningar.
Besti ungliði tegundar var Welincha´s Izla fra Noregi og fékk ungliðameistarastigið og meistaraefni.

Besti rakki tegundar var AD BH IPO1 KKL1 Ghazi von Nordsee Sturm úr meistaraflokki og fékk hann Alþjóðlegt meistarastig. Annar besti rakki varð ISJCH Ivan von Arlett með íslenskt meistarstig og vara Alþjóðlegt meistarastig.

Besta tík var ISShCh Nordicch Rw-19 Rw-18 Gjósku Una Buna úr meistara flokki með Alþjóðlegt meistarstig. Önnur besta tík varð Ungliðinn Welincha´s Izla fra Noregi með Íslenkst meistara stig og ung fyrir vara Alþjólegt meistarstigið og rann það niður til ISTrCh OB-II OB-I Forynju Aska.

Besta hund tegundar valdi Levente, ISShCh Nordicch Rw-19 Rw-18 Gjósku Una Buna sem fór á rauðadregilinn og lenti í öðru sæti í grúppunni.
 
Besti öldungur tegundar varð Gjósku Osbourne-Tyson og fékk öldungameistarastigið.

Besta ræktunarhóp tegundar átti Gjósku ræktun.
Besti Afkvæmahópur tegundar áttu afkvæmi undan Gjósku Myllu

Síðhærðir

Síðhærðu hundunum og aftur var byrjað á hvolpunum.
Besta hvolp tegundar úr hvolpaflokki 4-6 mán Ice Tindra Tatiana 
Besta hvolp tegundar úr hvolpaflokki 6-9 mán Gjósku Queen bee
Besti ungliði tegundar var Ice Tindra Romy og fékk ungliðameistarastigið og meistaraefni.
 
Besti rakki tegundar var Ice Tindra Rocky úr Ungliðaflokki og fékk hann meistaraefni ,Ungliðameistarastigið og íslenskt meistarastig.of ungur fyrir Alþjóðlegt þannig Annar besti hundur Gjósku Rökkvi þór  fékk Alþjóðlega meistarastigið.

Besta tík tegundar var Gjósku www. Píla.is úr opnumflokki og fékk hún íslenskt meistarastig og Alþjóðlegt meistarastig . Önnur besta tík Gjósku Valkyrja fékk hún vara Alþjóðlegt meistarstig. 

Besta hund tegundar valdi Levente Ice Tindra Rocky sem fór á rauðadregilinn en lenti ekki í sæti að þessu sinni.

Besta ræktunarhóp tegundar átti Gjósku ræktun.

Stjórn Schaferdeildar óskar öllum ræktendum og sýnendum til hamingju.
Belcando er aðalstyrktaraðili schaferdeildar og sendum við þeim okkar bestu þakkir fyrir stuðninginn. Belcando gaf alla verlaunagripi.

Picture

Alþjóðleg og NLM Norðuljósasýning HRFÍ 1.mars 2020

Fyrsta sýning ársins hjá HRFÍ verður 29.feb -1.mars 2020 og er þetta sú allra stæðsta sýning hjá HRFÍ frá upphafi og verður hún haldin í reiðhöllinni í Víðidal.
889 hundar eru skráðir og af því eru 39 snögghærðir og 22 síðhærðir.
Gaman að segja frá því að 26 schäferhvolpar eru skráðir á þessa sýningu.
Schäferinn er sýndur á sunnudag 1.mars og byrjar á snögghærðum kl 9 í sýningahring nr 3.
Dómarinn er Levente Miklós frá Ungverjalandi.

Belcando mun gefa alla verðlaunabikara fyrir schäferinn á þessa sýningu.

Hlökkum til að sjá ykkur.
Stjórn Schäferdeildar.

Picture
BELCANDO Á ÍSLANDI ER STYRKTARAÐILI SCHAFERDEILDARINNAR 

Viðburðardagatal

4. október - Haustganga -  ​Fellur niður
17-18 október - Hvolpasýning HRFÍ - 
Fellur niður
24-25 október - Meistarasýning HRFÍ -
Fellur niður

Næstu sýningar HRFÍ

Fyrirhugaðari Deildarsýningu frestað  
Deildarsýning Schaferdeildarinnar sem fyrirhuguð var þann 10. október 2020 hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna ástandsins í Þjóðfélaginu

​
​Skoða sýningadagatal HRFÍ
​

Næstu göngur deildarinnar


Haustgangan fellur niður vegna fjölgunar á Covid smitum
Göngur hafa fylgt deildinni frá upphafi og eru skemmtilegur hluti af stafinu. Það er gott og gagnlegt fyrir okkur hundaeigendur að hittast með hundana okkar og ekki síður skemmtilegt fyrir aðra vegfarendursem sem fá að sjá stóran hóp af fallegum og hlýðnum hundum í göngu saman.

​Deildin hefur ákveðið að standa fyrir fjórum göngum á næstu 9 mánuðum. Við hvetjum alla til að mæta.
  • 4. okt - Haustganga - Heiðmörk. Aflýst
  • 16.des Jólaganga - Miðbæ Reykjavíkur Aflýst
  • 24. apríl - Vorganga - Miðbæ Hafnarfjarðar
  • ​5. júlí - Sumarganga - Grafarvogur í Reykjavík
Áætlunin er háð veðri og öðrum viðburðum HRFÍ. Stjórn deildarinnar áskilur sér rétt til að breyta gönguáætlun með skömmum fyrirvara.
Dýrafóður.is

    Sendu ábendingu eða  fyrirspurn 

Senda

Láttu í þér heyra

Allar almennar fyrirspurnir er varða málefni deildarinnar skulu sendast á beint á ræktunarstjórn deildarinnar. Fyrirspurnum er svarað strax eða eftir næsta stjórnarfund, allt eftir eðli málsins.

Ef þú ert með ábendingu er varða rangar upplýsingar á vefsíðunni okkar getur þú sent stjórn deildarinnar vefpóst með beiðni um leiðréttingu eða fyllt út í formið hér að ofan.

Við viljum heyra hvað þú hefur að segja um starfsemi deildarinnar. Láttu okkur vita hvað þú ert ánægð/ur með og komdu með ábendingu um það sem betur má fara. Allar athugasemdir og hugmyndir eru vel þegnar.

Netfang stjórnar Schäferdeildarinnar er schaferdeild@gmail.com
Picture
Picture



Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Fréttir
  • Deildin
  • Sýningar
  • VInnupróf
  • Ræktun
  • Hvolpar / got
  • Gagnagrunnur
    • 2012
    • 2013
    • 2014
    • 2015
    • 2016
    • 2017
    • 2018
    • 2019
    • 2020
    • 2021
    • 2022
    • 2023
  • Myndir
  • Eldri fréttir
    • Fréttir 2022
    • Fréttir 2021
    • Fréttir 2020
    • Fréttir 2019
    • Fréttir 2018
    • Fréttir 2017
    • Fréttir 2016
    • Fréttir 2015
    • Fréttir 2014
    • Fréttir 2013
    • Fréttir 2012
    • Fréttir 2011
    • Fréttir 2010