Schäferdeild hrfí
  • Fréttir
    • Fréttir 2022
    • Fréttir 2021
    • Fréttir 2020
    • Fréttir 2019
    • Fréttir 2018
    • Fréttir 2017
    • Fréttir 2016
    • Fréttir 2015
    • Fréttir 2014
    • Fréttir 2013
    • Fréttir 2012
    • Fréttir 2011
    • Fréttir 2010
  • Deildin
  • Sýningar
  • VInnupróf
  • Ræktun
  • Hvolpar / got
  • Gagnagrunnur
    • 2012
    • 2013
    • 2014
    • 2015
    • 2016
    • 2017
    • 2018
    • 2019
    • 2020
    • 2021
    • 2022
    • 2023
  • Myndir

​

NKU Winter wonderland HRFÍ  23. Nóvember 2019

Picture
Mynd: AD BH IPO1 KKL1 Ghazi von Nordsee Sturm besti hundur tegundar,  besti hundur í tegundahópi 1. 
Varð Ghazi Annar besti hundur sýningar.

NKU Winter Wonderland HRFÍ laugardaginn 23. nóvember 2019
Á þessari sýningu fengum við sitt hvorn dómarann, Karen Gilliland frá Írlandi dæmdi snögghærðan schäfer og Kurt Nilsson frá Svíþjóð mun dæmdi síðhærðan schäfer
Belcando gaf alla bikara.

Snögghærðir
Snögghærðu hundarnir voru fyrstir og byrjað var á hvolpunum.
Besti hvolpur tegundar úr hvolpaflokki 4-6 mán var Forynju Ára.
Besti unglið tegundar var Gunnarsholts Chica Jefe Kvika.

Besti rakki tegundar var AD BH IPO1 KKL1 Ghazi von Nordsee Sturm úr vinnuhundaflokki og fékk hann Norðurlandameistarastig og íslenskt meistarastig.

Besta tík var Svarthamars Högna úr opnum flokki með Norðurlandameistarastig og íslenskt meistarstig. Önnur besta tík var ISShCh ISJCH Ice Tindra Nina með vara Norðurlandameistarastig.

Besta hund tegundar valdi Karen, AD BH IPO1 KKL1 Ghazi von Nordsee Sturm sem fór áfram á rauða dregilinn og endaði sem besti hundur í tegundahópi 1. Fór þá í keppni á sunnudeginum um Besta hund sýningar og varð hann annar besti hundur sýningar.

Besta ræktunarhóp tegundar átti Gjósku ræktun.


Síðhærðir
Síðhærðu hundunum og aftur var byrjað á hvolpunum.
Besta hvolp tegundar ú hvolpaflokki 4-6 mánaða Gjósku QT sem varð svo 3. besti hvolpur dagsins.
Besta hvolp tegundar úr hvolpaflokki 6-9 mánaða Ice Tindra Romy.

Besta tík tegundar var C.I.E ISShCh NORDCCh RW-17 Ice Tindra Joss úr meistaraflokki og fékk hún Norðurlandameistarastig . Önnur besta tík ISJCH OB-1 Gjósku Vænting fékk hún vara Norðurlandameistarstig. Þriðja besta tík Gjósku WWW.Pila. is fékk hún íslenskt meistarstig.

Besti hundur tegundar C.I.E ISShCh NORDCCh RW-17 Ice Tindra Joss.

Besta ræktunarhóp tegundar átti Ice Tindra ræktun.

Stjórn Schaferdeilar óskar öllum ræktendum og sýnendum til hamingju.
Belcando er aðalstyrktaraðili schaferdeildar og sendum við þeim okkar bestu þakkir fyrir stuðninginn. Belcando gaf alla verlaunagripi.
Picture

04-12-2019

Niðurstaða úr kosningu fyrir næstu deildarsýningu árið 2020

​Takk allir fyrir að kjósa í kosningu um hvenær næsta deildarsýning ætti að vera árið 2020 hjá schäferdeildinni.
​
Gott er að sjá vilja deildarmeðlima hvaða dag/mánuð þeir myndu kjósa að hafa næstu deilarsýningu.

Kosið var um 2 dagsetningar 25. apríl 2020 eða 10.okt 2020.

Kosningin var mjög afgerandi en 80% vildu hafa næstu deildarsýningu í okt 2020
en 20% vildu í apríl 2020.


Því mun stjórn schäferdeildar fara á fullt að finna dómara fyrir næstu deildarsýning, og stefnum við á 10. okt 2020 fyrir næstu deildarsýningu. 

Bestu þakkir fyrir þáttökuna.

20-11-2019

​Winter Wonderland sýning - NKU Norðurlanda-, meistarastigs- &
​Crufts Qualification sýning

Síðasta hundasýning ársins hjá Hundaræktarfélagi Íslands er um næstu helgi, og verður schäferinn sýndur á laugardeginum 23.nóv 2019
​
Á þessari sýningu fáum við sitt hvorn dómarann, Karen Gilliland frá Írlandi mun dæma snögghærðan schäfer í sýningahring nr 4 og eru 25 snögghærðir skráðir á sýninguna.
Kurt Nilsson frá Svíþjóð mun dæma síðhærðan schäfer í sýningahring nr 3 og eru 16 síðhærðir skráðir á sýninguna.

Minnum alla á að ganga vel um sýningarsvæðið / reiðhöllina og líka fyrir utan.

Stjórn schäferdeildar óska öllum góðra skemmtunar og góðs gengis á sýningunni.
​

Belcando gefur alla bikara á þessari sýningu fyrir schäferdeildina.

Hér fyrir neðan eru hlekkir á umsagnir og niðurstöður sem er hægt að skoða eftir að hundur hefur farið dóm og svo öll úrslit á sýningunni.

​www.hrfi.is 


Dagskrá og PM - Upplýsingar - Umsagnir, niðurstöður og sýningaskrá 
Sjá 



Umsagnir, niðurstöður og sýningaskrá fyrir Winter Wonderland sýninguna 23.-24. nóvember 2019
Umsagnir: https://www.hundeweb.dk/udstilling-resultat/udstilling/190347?session_locale=en_GB
Sýningaskrá: https://www.hundeweb.dk/udstilling-katalog/udstilling/190347/?session_locale=en_GB
Niðurstöður úr úrslitahring: ​https://www.hundeweb.dk/udstilling-resultat/udstilling/190347/storering  

​                                       Belcando aðalstyrktaraðili schäferdeildar 
Picture

19-11-2019

    Góðan daginn kæru Schäfer hunda eigendur!
    ​
    Okkur í stjórn schaferdeildar hlakkar mikið til að halda deildarsýningu á næsta ári 2020.
    Við höfum valið tvær dagsetningar sem gætu hentað og yrði mitt á milli HRFÍ sýninga,
    ​og langar okkur að bjóða ykkur um að velja hvor dagsetningin þið myndu kjósa.

    Kosning stendur til 1.des 2019.
    Sú dagsetning sem fær flest atkvæði yrði þá fyrir valinu!
    ​Laugardagurinn 25. apríl 2020
    Laugardagurinn 10. október 2020

    [object Object]
Submit
Picture
Nýlega uppfært:
Fréttir, stigakeppni, Sýningarúrslit, myndir 
Deildarsýningar HD/ED listann

Viðburðardagatal


Hundaræktafélag Íslands
Norðurljósa sýning - Alþjóðleg sýning Reykjavík 29. febrúar - 1. mars

Næsta HRFÍ sýning í reiðhöllinni í Víðidal
29.feb til 1.mars 2020
Skráningafrestir fyrir feb/mars sýninguna sjá inn á  www.hrfi.is
Sýningadagatal HRFÍ

Dýrafóður.is

    Hafðu samband við deildina

Senda

Láttu í þér heyra

Allar almennar fyrirspurnir er varða málefni deildarinnar skulu sendast á beint á ræktunarstjórn deildarinnar. Fyrirspurnum er svarað strax eða eftir næsta stjórnarfund, allt eftir eðli málsins.

Ef þú ert með ábendingu er varða rangar upplýsingar á vefsíðunni okkar getur þú sent stjórn deildarinnar vefpóst með beiðni um leiðréttingu eða fyllt út í formið hér að ofan.

Við viljum heyra hvað þú hefur að segja um starfsemi deildarinnar. Láttu okkur vita hvað þú ert ánægð/ur með og komdu með ábendingu um það sem betur má fara. Allar athugasemdir og hugmyndir eru vel þegnar.

Netfang stjórnar Schäferdeildarinnar er schaferdeild@gmail.com
Picture
Picture

14-11-2019

Allar Deildarsýningar frá árinu 2011

Búið er að taka saman allar fréttir um hverja deildarsýningu fyrir sig undir flipanum Deildarsýningar
Schäferdeildin hefur haldið deildarsýningar árið 2011, 2013, 2015, 2017, 2018 og 2019

13-11-2019

Níunda hlýðnipróf vinnuhundadeildar HRFÍ

Níunda hlýðnipróf Vinnuhundadeildar HRFÍ 10.nóv 2019
haldið í reiðhöll Sprettar á Hattarvöllum.
8 hundar skráðir í hlýðnipróf, þar af var 2 schäferhundar.
​
Hlýðni I:
2.sæti Forynju Aston með 191 stig og 1. einkunn Silfurmerki HRFÍ
3.sæti Ivan von Arlett með 185 stig og 1.einkunn Silfurmerki HRFÍ

Dómari: Björn Ólafsson
Prófstjóri: Erla Heiðrún Benediktsdóttir
Ritari: Marta Sólveig Björnsdóttir

Deildin óskar eigendum innilega til hamingju með árangurinn
Picture

05-11-2019

Þakkir til styrktaraðila Schäferdeildar

Picture
​

Í vor fór stjórn schäferdeildar í samstarf við fyrirtækið Vetis sem flytur inn Belcando fóðrið ásamt öðrum vörum, um að vera aðalstyrktaraðili schäferdeildarinnar. Schäferdeildin hafði ekki verið með aðalstyrktaraðila í rúm 2 ár. 
Vetis-Belcando hefur styrkt deildina um alla bikara frá því í vor á sýningum fyrir schäferdeildina í báðum feldgerðum. 

​Stórglæsilegri deildarsýningu schäferdeildarinnar er ný lokið og tala allir um að þetta hafi verið glæsilegasta deildarsýning sem schäferdeildin hafi haldið. 
Á Vetis-Belcando stærsta þátt í því að gera sýninguna svona glæsilega bæði með umgjörð og verlaununum sem þau gáfu, alla bikara og fóður í úrslitum sýningar. Ásamt því að gefa öllum hvolpum í hvolpaflokkum gjöf. Og eiga þau mikinn heiður skilið fyrir allt sitt framlag. 
 
Sýningahringur var sá stærsti sem verið hefur á sýningu hjá schäferdeildinni innan hús og var hann settur upp eins og gert er erlendis. Ákveðið var að vera með dómarann og hundana nær áhorfendum til að það yrði skemmtilegra að horfa á og fylgjast með sem reyndist vera rétt
.

Picture
Picture
Picture
​Stjórn schäferdeildarinnar gæti ekki verið stoltari af þessari deildarsýningu og að vera í samstarfi við þetta frábæra fyrirtæki Vetis-Belcando. Sem vonandi verður sem lengst áfram. Stjórn schäferdeildarinnar vill þakka þeim innilega fyrir frábært samstarf og vilja til að gera þessa deildarsýningu svona stórglæsilega.
​Það er mjög svo kostnarsamt að halda deildarsýningu og leitaði stjórn schaferdeildar eftir auka styrktaraðilum til að hjálpa til við að kosta deildarsýninguna og fékk schaferdeildin til liðs við sig þrjá aðra styrktaraðila sem styrktu deildina skiptir sköpum. 
​
Stjórn Schäferdeildar þakkar einnig öllum þeim sem lögðu hönd á plóg fyrir og eftir sýningu fyrir alla þá hjálp við sýninguna sem þeir inntu af hendi
. 

Hlakkar stjórn mikið til næstu schäferdeildarsýningar að ári. 
Picture
Picture
Picture

28-10-2019

Sporapróf 20.okt 2019

Þriðja sporapróf ársins á vegum vinnuhundadeildar fór fram sunnudaginn 20. okt við Nesjavallarveg.

Sporaprófið:

Tveir schäferhundar voru skráðir í Spor I og náði annar þeirra prófi og 1.sæti.
Einn
schäferhundur var skráður í Spor II og náði hann prófi og 1.sæti 
Einn schäferhundur var skráður í Spor III og náði hann prófi og 1.sæti 

Spor I
1. sæti ISJCH Ivan von Arlett með 90 stig og 1. einkunn

Spor II
1.sæti C.I.B ISCH RE-15-16 Juwika Fitness
með 90 stig og 1 einkunn

Spor III
​1. sæti OB-I Forynju Aska með 72 stig og 3. einkunn

Dómari: Þórhildur Bjartmarz
Prófstjóri: Kristjana Bergsteinsdóttir

Deildin óskar eigendum þessara hunda innilega til hamingju með árangurinn.
Picture
Picture

18-10-2019

​Schäferdeildarsýning 12.okt 2019

Laugardaginn 12. Október 2019 hélt Schaferdeildin glæsilega deildarsýningu í reiðhöllinni á Mánagrund.
Umgjörð og hringur voru sérlega glæsileg en var hringurinn sá stærsti sem hefur verið á deildarsýningu Schaferdeildarinnar. Verðlaun voru einnig mjög vegleg en Belcando gaf öllum hvolpum sem tóku þátt veglegan gjafapakka og allir hundar sem komust í úrslit fengu sömuleiðis mjög glæsilega vinninga. Belcando gaf einnig alla bikara.
Dómari var Peter Snijders frá Hollandi. 53 hundar voru skráðir, 24 síðhærðir og 29 snögghærðir.

Hvolparnir voru fyrstir en það voru 15 hvolpar skráðir á sýninguna.

Síðhærðu hvolparnir byrjuðu og var Ice Tindra Silo valinn besti hvolpur tegundar 3-6 mánaða. Peter valdi Ice Tindra Penny sem besta hvolp tegundar 6-9 mánaða.

Snögghærðu hvolparnir voru næstir til leiks og var Kolgrímu Never Walk Alone valinn besti hvolpur tegundar 3-6 mánaða. Besti hvolpur tegundar 6-9 mánaða var Svarthamars Freyja.

Þá var byrjað á fullorðnu síðhærðu hundunum.

Besta rakka valdi Peter C.I.E ISShCh RW-15 NLW-15 Gjósku Rökkvi-Þór. Þar sem hann er orðinn Íslenskur sýningarmeirstari rann Íslenska meistarastigið niður til Svarthamars Erpur sem var annar besti rakki.

Besta tík tegundar var C.I.E ISShCh NORDICCHh NLM RW-17 Ice Tindra Joss. Þar sem hún er orðinn Íslenskur sýningarmeistari ran Íslenska meistarstigið niður til ISJCh Gjósku Vænting sem var önnur besta tík.

Besti ungliði tegundar var Ice Tindra Orka og fékk hún ungliðameistarstig.

Besti öldungur tegundar var ISShCh RW-14 Svarthamars Garpur og fékk hann öldungarmeistarastig.

Besti hundur tegundar var C.I.E ISShCh NORDICCHh NLM RW-17 Ice Tindra Joss.

Annar besti hundur tegundar var C.I.E ISShCh RW-15 NLW-15 Gjósku Rökkvi-Þór.

Besta ræktunarhóp tegundar átti Gjósku ræktun.

Þá var komið að snögghærðu hundunum.

Peter valdi besta rakka BH AD Kkl1 IPO1 Ghazi von Nordsee Sturm og fékk hann íslenskt meistarastig.

Besta tík tegundar var ISShCh ISJCh Ice Tindra Nina og þar sem hún er orðinn Íslenskur sýningarmeistari rann íslenska meistarastigið niður til Gjósku Rispa sem var þriðja besta tík.

Besti ungliði tegundar varð Kolgrímu Maybe Later og annar besti ungliði var Kolgrímu Maybe You're Gonna Save Me og fengu þau bæði ungliðameistarstig.

Besti hundur tegundar varð BH AD Kkl1 IPO1 Ghazi von Nordsee Sturm.

Annar besti hundur tegundar var ISShCh ISJCh Ice Tindra Nina.

Besti öldungur tegundar var Gjósku Mikki-Refur og fékk hann öldungameistarastig.

Besta ræktunarhóp átti Gjósku ræktun.

Besti afkvæmahópur var C.I.B ISCh RW-15-16 Juwika Fitness og afkvæmi

Í lok sýningar mættust síðhærðir og snögghærðir í úrslitahringnum og voru úrslitin svona:

Besti hvolpur sýningar 3-6 mánaða Kolgrímu Never Walk Alone
Annar besti hvolpur sýningar 3-6 mánaða Ice Tindra Silo

Besti hvolpur sýningar 6-9 mánaða Ice Tindra Penny
Annar besti hvolpur sýningar 6-9 mánaða Svarthamars Freyja

Besti ungliði sýningar var Ice Tindra Orka.
Annar besti ungliði sýningar var Kolgrímu Maybe Later.

Besti öldungur sýningar var Gjósku Mikki-Refur
Annar besti öldungur sýningar var ISShCh RW-14 Svarthamars Garpur

Besti hundur sýningar varð BH AD Kkl1 IPO1 Ghazi von Nordsee Strum
Annar besti hundur sýningar varð C.I.E ISShCh NORDICCHh NLM RW-17 Ice Tindra Joss

Eftir sýningu var dómaranum og starfsfólki sýningar boðið út að borða í glæsilegan kvöldverð á Hótel Keflavík  KEF-Restaurant  og mættu 30 deildarmeðlimir og skemmtu sér saman.

Stjórn schaferdeildar langar að óska öllum innilega til hamingju með hundana sína og viljum við þakka öllum sem lögðu hönd á plóg að gera sýninguna svona stórglæsilega!
Þá langar okkur að þakka mikið frábærum styrktaraðilum sýningarinnar:
Belcando /dyrafodur.is
Eldberg ehf

Ice Tindra ræktun

Svarthamars ræktun

Hlökkum til næstu deildarsýningu á næsta ári.

11-10-2019

Schäferdeildarsýning 12.okt 2019 Dagskrá

Schäferdeildar sýningin okkar verður á morgun 12.okt 2019 sem byrjar kl 10
Dómari er Peter Snijder frá Hollandi og er hann sérfræðingu í schäfer og ræktandi til fjölda ára.
Allir ættu að vera komin með sýninganúmer fyrir sinn hund, ef ekki hafið samband við þær á skrifstofu Hundaræktafélag Íslands sími 588-5255.

Muna eftir að koma með sýninganúmerið, sýningaskrá verður á staðnum. Allar umsagnir fara beint inn í danska kerfið DKK.

Sýningin byrjar kl 10

Síðhærðir hvolpar 3-6 mán

Síðhærðir hvolpar 6-9 mán

Snögghærðir hvolpar 3-6 mán

Snögghærðir hvolpar 6-9 mán

Síðhærðir fullorðnu hundar

Hádegishlé 30 mín

Snögghærðir fullorðnu hundar

Kaffihlé 15 mín

Úrslit

BIS -Besti Hvolpur 3-6 mán sýningar

BIS -Besti Hvolpur 6-9 mán sýningar

BIS -Besti Ungliði sýningar

BIS -Besti Öldungur sýningar

BIS -Besti Afkvæmahópur

BIS -Besti Ræktunarhópur

BIS -Besti Hundur sýningar

Það verður sjoppa á staðnum, munum ekki vera með posa, þannig vinsamlega komið með pening.

Í boði verður súpa, samloka, súkkulaði og gos.

Hlökkum mikið til að sjá ykkur og eyða deginum/kvöldinu með ykkur öllum. Minnu á að það er ókeypis inn á sýninguna.

Stjórn schäferdeildar þakkar styrktaraðilum innilega fyrir stuðningin og eignið öllum þeim sem hjálpa til við að gera sýninguna sem glæsilegasta.

Bestu kveðjur stjórn schäferdeildar

Picture
Picture
Picture
Picture
Picture

02-10-2019

Skráning á deildarsýningu 12.okt 2019 lokið

Skráningu á deildarsýningu okkar er lokið, sem verður haldin í glæsilegri reiðhöll á Mánagrund í Reykjanesbæ Sörlagrund 6.

53 flottir hundar er skráðir, nú ættu allir að vera búnir að fá sýninganúmerið fyrir sinn hund/a ef ekki hafið samband við þær á  skrifstofu HRFÍ sími 588-5255.

Dómarinn kemur frá Hollandi og heitir Peter Snijder.

Sýningin mun byrja kl 10 og verður dagskrá auglýst síðar.

Verðum við með sjoppu á staðnum, einungis hægt að greiða með pening.

Svo um kvöldið ætlum við að sameinast aftur í dómar dinner og fara út að borða með dómaranum á frábærum stað í hjarta Keflavíkur á KEF Restaurant. Upplýsingar og skráning í auglýstum viðburði á FB undir heitinu:
Schäferdeildar Dómara dinner 12.okt 2019 kl 20
​

Hlökkum til að sjá ykkur og eyða deginum /kvöldinu með ykkur.
Gangi ykkur öllum sem best.


Bestu kveðja stjórn Schäferdeildarinnar.
Picture
Picture
Picture
Picture

27-09-2019

Minna á skráningafrest vegna deildarsýningu 12.okt 2019

Picture
Picture
Picture
​Viljum minna á skráningu á deildarsýningu okkar 12.okt
Síðasti dagur í dag 27.sept til að fara á eða hafa samband við skrifstofu HRFÍ til að skrá,
opið til kl 15 í dag í Síðurmúla 15.  Sími 588-5255
Hægt verðu að skrá í gegnum netskráningu til kl 00 29.sept.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Bestu kveðjur stjórnin Schäferdeildar.

20-09-2019

Schäferdeildasýning 12.okt 2019

Nú er skráning í fullum gangi á deildarsýninguna okkar 12.okt þar sem dómarinn Peter Snijders kemur frá Hollandi, hann er sérfræðingur í að dæma schafer.

Skráningfrestur stendur til 29.sept og nú þegar búið að skrá yfir 20 hunda.
​
Minnum ræktendur á að það er komið nýtt í skráningarferlið hjá HRFÍ í Danska kerfinu, skrá þarf núna ræktunar - og afkvæmahópa í kerfinu um leið og er skráð er á sýninguna. 
Sjá frétt hér um breyttar sýningareglur.

​​Eins og flestir vita þurfum við að leita til styrktaraðila til að hjálpa okkur að standa undir kostnaði við að halda svona sýningu.
Picture
Picture

Aðalstyrktaraðili deildarinnar Belcando gefur alla verlaunabikara og ásamt fleiru sem til þarf.

Belcando ætlar að bjóða upp á 20 % afslátt af öllu vörum sem fást á heimasíðu þeirra fyrir þá sem mæta á sýninguna, sýnendum og gestum.
Fær fólk afsláttarkóða sem það getur notað í vefverslun.

Einnig ætla þau að gefa öllum sýnendum sem vilja sýninganúmera armband ásamt fleiru sem verður gefins.
​Að auki er komin 2 styrktaraðilar fyrir deildarsýninguna og er það Eldberg ehf og Ice Tindra ræktun. Vonandi koma fleiri.
Ef áhugi er fyrir því að styrkja deildina þá senda póst á deildina schaferdeild@gmail.com

Gaman væri að sjá sem flesta og eiga með okkur skemmtilegan dag.

Á laugardagskvöldið förum við svo út að borða með dómaranum. Mun verða auglýst síðar.
​
Bestu kveðjur stjórn schaferdeildar.
Picture
Picture

11-09-2019

Fjórða og fimmta hlýðnipróf vinnuhundadeilar HRFÍ

Fimmta hlýðnipróf Vinnuhundadeildar HRFÍ 10.sept 2019
haldið í reiðhöll Sprettar á Hattarvöllum.
4 hundar skráðir í hlýðnipróf, þar af var 1 schäferhundur.
​
Hlýðni I:
2.sæti ISJCH Gjósku Vænting með 180 stig og 1. einkunn

Dómari: Silja Unnarsdóttir
Prófstjóri: Hildur Pálsdóttir
Ritari: Guðbjörg Guðmundsdóttir

Deildin óskar eiganda innilega til hamingju með árangurinn
-----------------------------------------------------------------------------------------------------

Fjórða hlýðnipróf Vinnuhundadeildar HRFÍ 18.júní 2019
haldið úti í Guðmundalundi 
3 hundar skráðir í hlýðnipróf, þar af var 1 schäferhundur.

Hlýðni I:
ISJCH Gjósku Vænting með 2. einkunn

Dómari: Þórhildur Bjartmarz
Prófstjóri: Ingibjörg Friðriksdóttir

​Deildin óskar eiganda innilega til hamingju með árangurinn
Picture

09-09-2019

Schäferdeildasýning 12.okt 2019

Picture
Picture
Belcando aðalstyrkaraðili Schäferdeildar
Mynd: VA1 IPO3 BSZS 2019 og 2018
Willy vom Kuckucksland

Schäferdeildin verður með deildarsýningu laugardaginn 12.okt 2019

Sýningin verður haldin í reiðhöllinni Mánagrund í Reykjanesbæ.
Dómari að þessu sinn er Peter Snijders frá Hollandi og er hann sérhæfður schäferdómari.
Hvetjum sem flesta að taka þátt og vera með í fjörinu.

Búið er að opna fyrir skráningu og hægt að skrá sig í gegnum DKK danska skráningarkerfið eða á skrifstofu Hundaræktarfélags Íslands sem er í Síðumúla 15 108 Reykjavík og síminn er 588-5255, opið á milli 10-15 greiða þarf við skráningu.

Boðið verður upp á að skrá á sýninguna frá 3.mán aldri og upp úr.
Skráningargjald fyrir hvolpaflokk 3-6.mán og 6-9.mán er 3.100 kr
Skráningargjaldið fyrir hunda eldri en 9.mán er 6.100 kr

Skráningarfrestur er til sunnudagsins 29. september 2019

Hlökkum til að sjá sem flesta.
Stjórn schäferdeildar.

06-09-2019

50.ára afmælissýning HRFÍ
Alþjóðleg sýning sunnudaginn 25. Ágúst 2019
Útisýning á Víðistaðatúni í Hafnarfirði.


Sunnudaginn 25. Ágúst 2019 var haldin Alþjóðleg sýning á Víðistaðatúni í Hafnarfirði í roki og rigningu. Dómari dagsins var Sonny Ström frá Svíþjóð og voru 28 hundar skráðir, 20 snögghærðir og 8 síðhærðir.

Síðhærðu hundarnir voru fyrstir í dóm og byrjað var á hvolpunum.
Besta hvolp tegundar valdi Sonny, Ice Tindra Orka.

Besti rakki tegundar var C.I.E. ISShCh RW-15 NLW-15 Gjósku Rökkvi með Alþjólegtmeistarastig. Hann varð síðan besti hundur tegundar.

Besta ræktunarhóp tegundar átti Gjósku ræktun

Þá var komið að snögghærðu hundunum.
Sonny valdi sem besta hvolp tegundar 6-9 mánaða, Gunnarsholts Chica Jefe Kvika.

Besti rakki tegundarvar Kolgrímu Maybe Later úr ungliðaflokki og fékk hann Íslenskt meistarastig og ungliðameistarastig. Annar besti rakki tegundar var AD BH IPO1 KKL1 Ghazi von Nordsee Sturm og rann Alþjóðlega meistarastigið niður til hans. Vara-alþjóðlegtmeistarastig rann niður til fjórða besta rakka, C.I.B ISCH RW-15-16 Juwika Fitness.

Besta tík tegundar var Gjósku Rispa úr opnum flokki og fékk hún Aþjóðlegt meistarastig og íslenskt meistarastig. Önnur besta tík var ISShCh ISJCH Ice Tindra Liv og fékk hún vara-Alþjóðlegtmeistarastig.

Besta hund tegundar valdi Sonny, Gjósku Rispa fór áfram á rauða dregilinn og endaði sem 2. besti hundur í tegundahópi 1.

Besti öldungur var Gjósku Mikki-Refur með öldungameistarastig. Annar besti öldungur, Gjósku Mylla fékk einnig öldungameistarastig.

Besti ungliði var Kolgrímu Maybe Later.

Besta ræktunarhóp tegundar átti Gjósku ræktun

Besta afkvæmahóp tegundar átti ISCh RW-14 Gjósku Mylla og afkvæmi, varð besti afkvæmahópur sýningar.

Stjórn Schaferdeilar óskar öllum ræktendum og sýnendum til hamingju.

Belcando er aðalstyrktaraðili schaferdeildar og sendum við þeim okkar bestu þakkir fyrir stuðninginn. Belcando gaf alla verlaunagripi.

Picture
Picture

06-09-2019

50.ára afmælissýning HRFÍ
NKU Norðurlandasýning laugardaginn 24.ágúst 2019. Útisýning á Víðistaðatúni í Hafnarfirði.

Laugardaginn 24. Ágúst 2019 var haldin Norðurlandasýning í sól og blíðu á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Dómari dagsins var Thomas Rohlin frá Danmörku og voru 29 hundar skráðir, 20 snögghærðir og 9 síðhærðir.

Snögghærðu hundarnir voru fyrstir og byrjað var á hvolpunum. Besti hvorlpur tegundar úr hvolpaflokki 6-9 mánaða var Gunnarsholts Chica Jefe Kvika.

Besti rakki tegundar var AD BH IPO1 KKL1 Ghazi von Nordsee Sturm úr vinnuhundaflokki og fékk hann Norðurlandameistarastig og Íslenskt meistarastig. Annar besti rakki var C.I.B ISCH RW-15-16 Juwika Fitness og fékk hann vara-norðurlandameistarastig.

Besta tík var ISShCh RW-18 Gjósku Una Buna úr meistaraflokki með Norðurlandameistarastig. Önnur besta tík var ISCh RW-14 Gjósku Myllu og fékk hún vara-norðurlandameistarastig, hún varð einnig besti öldungur og fékk öldungameistarastig. Íslenska meistarastigið rann niður til þriðju bestu tíkar, ISJCH Ice Tindra Nina.

Besta hund tegundar valdi Thomas, AD BH IPO1 KKL1 Ghazi von Nordsee Sturm sem fór áfram á rauða dregilinn og endaði sem 3. besti hundur í tegundahópi 1.

Besta ræktunarhóp tegundar átti Ice Tindra ræktun.

Besta afkvæmahóp tegundar átti ISCh RW-14 Gjósku Mylla og afkvæmi


Þá var komið að síðhærðu hundunum og aftur var byrjað á hvolpunum.
Besta hvolp tegundar úr hvolpaflokki 6-9 mánaða valdi Thomas Ice Tindra Penny.

Besti rakki tegundar var C.I.E. ISShCh RW-15 NLW-15 Gjósku Rökkvi úr meistaraflokki og fékk hann Norðurlandameistarastig.

Besta tík tegundar var C.I.E ISShCh NLM RW-17 Ice Tindra Joss  úr meistaraflokki og fékk hún Norðurlandameistarastig.

Besti hundur tegundar valdi Thomas, C.I.E. ISShCh RW-15 NLW-15 Gjósku Rökkvi.
Besta ræktunarhóp tegundar átti Gjósku ræktun

Stjórn Schaferdeilar óskar öllum ræktendum og sýnendum til hamingju.

Belcando er aðalstyrktaraðili schaferdeildar og sendum við þeim okkar bestu þakkir fyrir stuðninginn. Belcando gaf alla verlaunagripi.

Picture
Picture

31-08-2019

Sporapróf 20.júní 2019

Picture
Sporaprófið:

Tveir schäferhundar voru skráðir í Spor I og náði annar þeirra prófi og 1.sæti.

Spor I
1. sæti ISJCH Ivan von Arlett með 70 stig og 3. einkunn

Dómari: Þórhildur Bjartmarz
Prófstjóri: Kristjana Bergsteinsdóttir

Deildin óskar eiganda innilega til hamingju með árangurinn.

22-08-2019

Alþjóðlegsýning HRFÍ 9.júní 2019. Útisýning á Víðistaðatúni í Hafnarfirði.

Picture
Picture
​Alþjóðlegsýning HRFÍ 9.júní 2019. Dómari var Jadranka Mijatovic Króatíu

Alþjóðleg sýning Hundaræktarfélags Íslands var haldin á Víðistaðatúni þann 9. Júní 2019. Dómari dagsins var Jadranka Mijatovic frá Króatíu og voru 44 hundar skráðir, 32 snöggir og 12 síðhærðir.

Eins og á Laugardeginum var byrjað á síðhærðu hundunum. Byrjað var á hvolpunum og varð Ice Tindra Orka valin besti hvolpur 4-6 mánaða.

Jadranka valdi úr meistaraflokki ISShCh ISJCH RW-19 Ice Tindra Mozart besta rakka tegundar og fékk hann Alþjóðlegt meistarastig. Annar besti rakki var C.I.E. ISShCh RW-15 NLW-15 Gjósku Rökkvi Þór fékk vara-Alþjóðlegt meistarastig.

Bestu tík tegundar valdi hún ISJCH RW-19 Gjósku Valkyrja og fékk hún Alþjóðlegt meistarastig. Önnur besta tík var Gjósku Snjó-Blondý fékk vara-Alþjóðlegt meistarastig.

Besti hundur tegundar var ISShCh ISJCh RW-19 Ice Tindra Mozart.

Besta ræktunarhóp tegundar átti Gjósku ræktun.

32 snögghærðir hundar voru skráðir og valdi Jadranka úr opnum flokki, Ice Tindra Jessy besta rakka tegundar með Íslenskt og Alþjóðlegt meistarastig. Annar besti rakki var AD BH IPO1 KKL1 Ghazi von Nordsee Sturm með vara-Alþjóðlegt meistarstig.

Bestu tík tegundar valdi Jadranka úr meistaraflokki ISShCh ISJCH Ice Tindra Liv og fékk hún Alþjóðlegt meistarastig.    Önnur besta tík var ISTrCh OB-11 OB-1 Forynju Aska með íslenskt meistarstig og vara-Alþjóðlegt meistarastig.

Besti hundur tegundar var ISShCh ISJCH Ice Tindra Liv.

Besti ungliði tegundar var Kolgrímu Maybe Baby og fékk Ungliða meistarastig. Annar besti ungliði tegundar var Kolgrímu Maybe Later og fékk íslenskt Ungliða meistarastig.

Besti öldungur tegundar var ISCh RW-14 Gjósku Mylla fékk Íslenskt Öldunga meistarastig og endaði hún í 4.sæti í besti öldungur sýningar

Besta ræktunarhóp tegundar átti Ice Tindra ræktun.

Besta afkvæmahóp tegundar átti ISCh RW-14 Gjósku Mylla og afkvæmi og enduðu þau 2.sæti í besti afkvæmahópur sýningar

Stjórn Schaferdeilar óskar öllum ræktendum og sýnendum til hamingju.
Belcando er aðalstyrktaraðili schaferdeildar og sendum við þeim okkar bestu þakkir fyrir stuðninginn. Belcando gaf alla verlaunagripi.
Picture
Picture

22-08-2019

NKU Norðurlandasýning og Reykjavík Winner HRFÍ 8.júní 2019. Útisýning á Víðistaðatúni í Hafnarfirði.

Picture
Picture
NKU Norðurlandasýning og Reykjavík Winner HRFÍ 8.júní 2019. Dómari var Terje Lindstrøm frá Noregi

Laugardaginn 8. Júní 2019 var haldin NKU Norðurlandasýning og Reykjavík winner HRFÍ á Víðistaðatúni. Skráðir voru 42 hundar, 31 snögghærðir og 11 síðhærðir. Dómari dagsins var Terje Lindstrøm frá Noregi.

Byrjað var á hvolpunum þar sem Ice Tindra Orka varð besti hvolpur tegundar 4-6 mánaða.

ISJCH Gjósku Valkyrja úr opnum flokki var valin besta tík tegundar með RW-19 titill, íslenskt meistarastig og Norðurlanda meistarastig. Önnur besta tík var Gjósku www.Píla. is og fékk hún vara-Norðurlanda meistarastig.

Besti rakki tegundar var ISShCh ISJCH Ice Tindra Mozart úr meistaraflokki með RW-19 titill og Norðurlanda meistarastig. Annar besti rakki var C.I.E. ISShCh RW-15 NLW-15 Gjósku Rökkvi  og fékk hann vara-Norðurlanda meistarstig

ISJCH Gjósku Valkyrja var svo valin besti hundur tegundar.

Besta ræktunarhóp dagsins átti Gjósku ræktun.

Þá var komið að snögghærðu. Terje valdi bestu tík ISShCh RW-18 Gjósku Una Buna úr meistaraflokki og fékk hún RW-19 titill og Norðurlanda meistarstig. Önnur besta tík var ISShCh ISJCH Ice Tindra Liv og fékk hún vara-Norðurlanda meistarastig. Íslenska meistarstigið rann niður til Svarthamars Högnu sem varð 3.besta tík tegundar.

Besti rakki var Lider Von Panoniansee úr unghundaflokki og fékk hann RW-19 titill, íslenskt meistarastig og Norðurlandameistarastig. Lider Von Panoniansee var annar besti í tegundarhóp 1

Kolgrímu Maybe You're Gonna Save Me varð besti ungliði í tíkum og fékk Íslenskt Ungliða meistarstig. Vox av Røstadgården varð besti ungliði í rökkum og fékk Íslenskt Ungliða meistarstig.

Lider Von Panoniansee var svo valinn besti hundur tegundar.

Besta öldung tegundar var ISCh RW-14 Gjósku Myllu fékk Íslenskt Öldunga meistarastig og endaði hún í 4. Sæti í besti öldungur sýningar.

Besta ræktunarhóp dagsins átti Gjósku ræktun og endaði hann sem besti ræktunarhópur sýningar.

Besta afkvæmahóp dagsins átti ISCh RW-14 Gjósku Mylla og afkvæmi og endaði hann sem annar besti afkvæmahópur sýningar.

Stjórn Schaferdeilar óskar öllum ræktendum og sýnendum til hamingju.
Belcando er aðalstyrktaraðili schaferdeildar og sendum við þeim okkar bestu þakkir fyrir stuðninginn. Belcando gaf alla verlaunagripi.

Picture
Picture

04-06-2019

Þriðja hlýðniprófið og fyrsta sporapróf ársins 30.maí 

Tvöfalt vinnupróf var haldið á vegum Vinnuhundadeildar HRFÍ 30. maí 2019 bæði hlýðni- og spora próf. Hlýðniprófið var haldið í reiðskemmu Sprettara á Hattarvöllum og sporaprófið var haldið á Hólmsheiði.
10 hundar voru skráðir í hlýðnipróf, þar af voru 3 schäferhundar.
4 hundar voru skráðir í sporapróf, þar af voru 3 schäferhundar.

Hlýðniprófið:
Einn schäferhundur var skráður í Bronspróf og náði hann prófi og fékk 1.sæti og bronsmerki HRFÍ.
Einn schäferhundur var skráður í Hlýðni I og náði hann prófi og 4.sæti 
Einn schäferhundur var skráður í Hlýðni II próf og náði hann prófi og 1.sæti.

Brons próf:
1. sæti Forynju Aston með 162,5 stig

Hlýðni I:
4. sæti ISJCh Gjósku Vænting með 133 stig og 3. einkunn

Hlýðni II:
​1. sæti OB-I Forynju Aska með 194 stig og 1.einkunn
Þetta var í þriðja sinn sem Forynju Aska fær I. einkunn í Hlýðni II og því hægt að sækja um  nýjan titill OB-2

Dómari: Albert Steingrímsson
Prófstjóri: Valgerður Stefánsdóttir
Ritari: Sólrún Dröfn Helgadóttir

Deildin óskar eigendum þessara hunda innilega til hamingju með árangurinn.
​
Picture
​Sporaprófið:

Tveir schäferhundar voru skráðir í Spor I og náði annar þeirra prófi og 1.sæti.
Einn schäferhundur var skráður í Spor III og náði hann prófi og 2.sæti 

Spor I
1. sæti ISJCh Gjósku Vænting með 85 stig og 2. einkunn

Spor III
​2. sæti OB-I Forynju Aska með 94 stig og 1. einkunn
Forynja Aska er búin að ná fyrstu einkunn í Spori I, Spori II og núna í Spor III því hægt að sækja um Sporameistartitill ISTrCh fyrir Forynju Ösku.

Dómari: Albert Steingrímsson
Prófstjóri: Valgerður Stefánsdóttir
Aðstoðamaður: Gunnhildur Jakobsdóttir


Deildin óskar eigendum þessara hunda innilega til hamingju með árangurinn.

21-05-2019

Mjaðma og olnboga listi HD/ED

Stjórn schaferdeildar hefur ákveðið að leyfa deildarmeðlimum schaferdeildar að senda inn link/tengill eða myndir af mjaðma og olnboga niðurstöðum frá OFFA www.offa.org

Því fjölmargir hundar eru myndaðir og koma þær niðurstöður ekki til deildarinnar til að skrá inn í gagnagrunn deildarinnar fyrr og ef hundur er notaður í ræktun.

​Ef hundur er Excellent - A1, Good - A2 eða Fair - B1 er nóg að senda link/tengill frá síðu Offa með hundinum þínum en ef hann er C þarf að senda mynd af niðurstöðum sem hundur fékk frá Offa og ættbókarnúmerið hans á netfang deildarinnar
schaferdeild@gmail.com   merkt Offa í skýringu.

​Búið er að setja upp nýtt form á HD/ED listann og biðjum við fólk að senda okkur ábendingar ef einhverjar villur eru í listanum.

17-05-2019

Stigahæðsti Ungliði Schäferdeildarinnar

Samþykkt var á aðalfundi 13.mars 2019 að telja stig til ungliða og verðu það svo hjóðandi:

Reglur um stigahæsta Ungliða Schäferdeildarinnar
(Gildir frá jan 2019, samþ. á aðalfundi 13.mars 2019)

Stigin fyrir stigahæstu ungliða deildarinnar eru talin á eftirfarandi hátt:
Fyrsta sæti í besta ungliða tegundar: 2 stig BOB
Annað sæti í besta ungliða tegundar: 1 stig BOS

Komist sá hundur í sæti um besta ungliða sýningar allar tegundir stigast það á eftirfarandi hátt:
Fyrsta sæti í besta ungliða sýningar allar tegundir: 2 stig
Annað sæti til fjórða sæti í besta ungliða sýningar allar tegundir: 1 stig


05-05-2019

Sýningarþjálfun Schaferdeildarinnar 

Fyrsta sýningarþjálfun Schaferdeildarinnar verður kl 20 næsta miðvikudag, 8. Maí og verður hún haldin á Víðistaðtúni í Hafnafirði. Sýningarþjálfunin kostar 750 kr. skiptið.
Allir velkomnir til okkar og við verðum með borð á staðnum. Hlökkum til að sjá ykkur og minnum við á að koma með taum og keðju og nammi fyrir hundinn.

Dagsetingar sýningarþjálfana hjá okkur eru:

8.Maí kl 20:00
15.Maí kl 18:00
22.Maí kl 20:00
29.Maí kl 20:00
5.Júní kl 20:00

Mynd með staðsetningu hér að neðan 
Picture

02-05-2019

Annað hlýðnipróf ársins 2019

Hlýnðipróf vinnuhundadeildarinnar var haldið miðvikudaginn 1.maí  2019 í reiðskemmu Sprettara á Kjólavöllum. 11 hundar voru skráðir í próf og þar af voru 4 schäferhundar.

Einn hundur var skráður í Bronspróf og náði hann prófi og 1.sæti og fékk bronsmerki HRFÍ.
Einn hundur var skráður í Hlýðni I og náði hann prófi og 3.sæti 
Einn hundur var skráður í Hlýðni II próf og náði hann prófi og 1.sæti.
Einn hundur var skráður í hlýðni III og náði hann prófi og 1.sæti.

Brons próf:
1.sæti ISJCh Ivan von Arlett með 163,5 stig 

Hlýðni I:
3.sæti ISJCh Gjósku Vænting með 192,5 stig og 1.einkunn

Hlýðni II:
​1.sæti OB-I Forynju Aska með 162,5 stig og 1.einkunn
Hlýðni III:
1.sæti OB-II OB-I Vonziu's Asynja með 280 stig og 1.einkunn

Dómari: Björn Ólafsson
Prófstjóri: Erla Heiðrún Benediktsdóttir
Ritari: Marta Sólveig Björnsdóttir

Deildin óskar eigendum þeirra innilega til hamingju með árangurinn.
Picture
Picture

16-04-2019

Nýr Aðalstyrktaraðili Schäferdeildarinnar 

Stjórn Schaferdeildar kynnir með miklu stolti nýjan aðalstyrktaraðila schaferdeildar Belcando / Dýrafóður.is sem mun styrkja okkur með verðlaunagripum á sýningum og fleira.
​Frábært að fá svona stuðning við deildina.
Dýrafóður er með hágæða þýskt hundafóður ásamt mörgu öðrum vörum, svo sem leikföng, bæli og margt fleira. 
Hér er hægt að fara inn á heimasíðu þeirra  ​Dýrafóður.is 

En schaferdeildin hafur ekki verið með aðalstyrktaraðila síðan árið 2016.

Jafnframt þakkar deildin öllu þeim sem hafa styrkt deildina síðustu 2 ár sem hafa verið fjölmargir.

Picture
Picture

11-04-2019

Páskabingó Schäferdeildarinnar 2019

Mikið fjör var á páskabingó schaferdeildar í gær, þó það hafi verið fámennt en það var góðmennt.
Fullt af flottum vinningum og þakkar schaferdeildin fyrir alla vinningana. Fóru allir mjög sáttir og glaðir því flestir fengu vinning eða smá glaðning. Gaman að sjá hvað krökkunum fannst gaman og skemmtu fullorðnu sér mjög vel hvað það var komið kapp í kinn hjá þeim yngstu að vinna BINGÓ.
Schaferdeildin þakkar þeim sem komu og styrktu deildina.
Schaferdeildin þakkar aftur styrktaraðilum sem gáfu vinninga á páskabingó, en þeir eru :
Belcando/Dýrafóður.is
4 Loppur
Natan & Olesn
Melabúðin
Dekurdýr.is
Dominos
Ice Tindra ræktun
Svarthamars ræktun


04-04-2019
Picture

Páskabingó Schäferdeildarinnar 2019

Páskabingó Schäferdeildarinnar verður haldið miðvikudaginn 10. apríl 2019
á skrifstofu HRFÍ Síðumúla 15 2.hæð.
Bingóið byrjar á slaginu kl 18.00 og kostar spjaldið 500 kr.
Öllum er velkomið að koma og vera með og verða fullt af glæsilegum vinningum í boði.

Frábærir styrktaraðilar Páskabingósins eru:
Belcando/Dýrafóður.is
4 Loppur
Natan & Olsen
Melabúðin
Dekurdýr.is
Dominos
Ice Tindra ræktun
Svarthamars ræktun


01-04-2019

Fyrsta hlýðnipróf ársins 2019

Hlýnðipróf vinnuhundadeildarinnar var haldið sunnudaginn 24.mars 2019 í reiðskemmu Sprettara á Kjólavöllum. 10 hundar voru skráðir í próf og þar af voru 2 schäferhundar.

Einn hundur var skráður í Hlýðni II próf og náði hann prófi og 2.sæti og fékk gullmerki HRFÍ.
Einn hundur var skráður í hlýðni III og náði hann prófi og 1.sæti.

Hlýðni II:
​2.sæti OB-I Forynju Aska með 177 stig og 1.einkunn
Hlýðni III:
1.sæti OB-II OB-I Vonziu's Asynja með 249,5 stig og 2.einkunn

Dómari: Silja Unnarsdóttir
Prófstjóri: Marta Sólveig Björnsdóttir
Ritari: Stefanía H. Sigurðardóttir

Deildin óskar eigendum þeirra innilega til hamingju með árangurinn.

Picture

21.03.2019

Ný stjórn Schäferdeildarinnar 2019-2020



Ný stjórn schaferdeildar árið 2019-2020
Aðalfundur var haldin 13.mars 2019 á skrifstofu Hundræktunarfélagi Íslands, 12 manns mættu á fundinn.
2 sæti voru laus til 2ja ára og buðu sig 3 fram til stjórnar
Tinna Ólafsdóttir gaf aftur kost á sér, Sara Pálsdóttir og Kristjana Bergsteinsdóttir.
Sara Pálsdóttir og Kristjana Bergsteinsdóttir hlutu flest atkvæði og óskar stjórn þeim velkomnar til starfa og jafnframt þakkar Tinnu Ólafsdóttir og Sigríði H. Pálsdóttir fyrir sín störf.

Stjórn hefur skipað í stöður
Formaður Kristjana Bergsteinsdóttir
Vara formaður Eva Kristinsdóttir
Gjaldkeri Sara Pálsdóttir
Ritari Katrín J. Jóhannsdóttir
Meðstjórnandi Hildur Pálsdóttir

Hlakkar stjórn til komandi starfsárs

28.02.2019

Aðalfundur ​Schäferdeildarinnar 2019


Aðalfundur Schäferdeildarinnar verður haldinn miðvikudaginn 13. mars kl. 20 á skrifstofu HRFÍ að Síðumúla 15. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Farið verður yfir ársskýrslu og ársreikning deildarinnar auk þess sem kosið verður til stjórnar Schäferdeildarinnar. 2 sæti eru laus til tveggja ára. Hvetjum við áhugasama um að mæta á fundinn.
​
*Kosningarétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild, eru skráðir í deildina og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni.*
26.02.2019

Norðurljósasýning HRFÍ 24.febrúar 2019


​Þá er fyrsta sýning ársins yfirstaðin og var hún haldin í reiðhöllini í Víðidal helgina 23-24.febrúar.
Að þessu sinni voru hvolparnir hafðir sama dag og fullorðnu hundarnir og voru 4 snögghærðir hvolpar skráðir. Í fullorðnu hundunum voru 9 síðhærðir og 20 snögghærðir skráðir.
Dómari að þessu sinni var Zoran Brancovic frá Serbíu.

Zoran byrjaði á því að dæma síðhærðu hundana og valdi hann besta rakka tegundar úr meistaraflokki hann C.I.E ISShCh RW-15 NLW-15 Gjósku Rökkva-Þór og hlaut hann alþjóðlegt og norðurljósa meistarastig. Bestu tík tegundar valdi hann einnig úr meistaraflokki hana C.I.E NLM RW-17 ISShCh Ice Tindra Joss og hlaut hún alþjóðlegt og norðurljósa meistarastig. Íslenska meistarastigið rann niður til Gjósku www.Píla.is sem var önnur besta tík tegundar.

Besti ungliði tegundar var Gjósku www.Píla.is og hlaut hún sitt annað Íslenska ungliðameistarastig og bíður hún því staðfestingar á titlinum Íslenskur Ungliðameistari og óskum við eigendum hennar og ræktendum þeim Örnu Rúnarsdóttir og Rúnu Helgadóttir innilega til hamingju.

Besta ræktunarhóp tegundar átti Ice Tindra ræktun.
Besti hundur tegundar var svo C.I.E ISShCh RW-15 NLW-15 Gjósku Rökkvi-Þór.


Þá var komið að snögghærðu hundunum og byrjaði Zoran á því að dæma hvolpana og valdi hann sem besta hvolp tegundar hann Kolgrímu Maybe Later. Annar besti hvolpur tegundar var Kolgrímu Maybe You‘re Gonna Save Me.
Kolgrímu Maybe Later endaði svo sem besti hvolpur sýningar 6-9 mánaða.

Þá var komið að eldri hundunum og valdi Zoran besta rakka tegundar úr meistaraflokki hann NUCh DKCh Welincha‘s Whimpy og hlaut hann Íslenskt, alþjóðlegt og norðurljósa meistarastig. Þar sem hann Whimpy er bæði norskur og danskur meistari þarf hann einungis eitt Íslenskt meistarastig til að verða Íslenskur meistari svo hann bíður staðfestingar á titlinum Íslenskur meistari og óskum við eiganda hans Rúnu Helgadóttur innilega til hamingju.
Besta tík tegundar kom úr meistaraflokki hún ISShCh RW-18 Gjósku Una Buna og hlaut hún alþjóðlegt og norðurljósa meistarastig. Íslenska meistarastigið rann niður til þriðju bestu tíkar tegundar hennar ISJCh Ice Tindra Ninu.

Besti ungliði tegundar var Vox av Røstadgården og hlaut hann sitt fyrsta Íslenska ungliðameistarastig.
Besti öldungur tegundar var Gjósku Komma og hlaut hún sitt annað Íslenska öldungameistarastig.

Besta ræktunarhóp tegundar átti Gjósku ræktun og enduðu þau sem besti ræktunarhópur dagsins.

Besti hundur tegundar var NUCh DKCh Welincha‘s Whimpy, sigraði hann svo tegundarhóp 1 og gerði sér síðan lítið fyrir og varð besti hundur sýningar.

Við viljum svo þakka dýrheimum og Royal Canin kærlega fyrir að styrkja okkur á þessari sýningu með glæsilegum verðlaunum.

Picture
Picture
10.02.2019

Ganga deildarinnar


Önnur ganga ársinns var haldin laugardaginn 9 feb. Ágætis mæting var í gönguna en við fengum æðislegt veður og gengum við léttann hring um Grasagarðinn. Að lokinni göngu  settumst við inná bakaríið í Glæsibænum og fengum okkur smá kaffi sopa yfir léttu spjalli.
Picture
Picture
04.02.2019

Ganga Schäferdeildarinnar


Næsta ganga hjá deildinni verður haldin laugardaginn 9.febrúar. Við ætlum að hittast á bílaplaninu við Glæsibæ kl 14.00 og ganga þar léttan hring í Laugardalnum.

Göngurnar eru skemmtilegar og góð umhverfisþjálfun fyrir hundana.
​
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest hress og kát.
Picture
16.01.2019

Breytt staðsetning á nýársgöngunni


Við ætlum að hittast við Grillhúsið hjá Sprengisandi kl 14.00 og rölta saman um Elliðárdalinn.
​
Hlökkum til að sjá ykkur.
16.01.2019

Nýársganga ​Schäferdeildarinnar


Nú er komið að fyrstu göngu ársinns ! Við ætlum að hittast sunnudaginn 20. janúar við Guðmundarlund í Kópavogi kl 14.00.

Göngur schäferdeildarinnar eru skemmtilegar og góð umhverfisþjálfun fyrir hundana okkar.
​Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Picture


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Fréttir
    • Fréttir 2022
    • Fréttir 2021
    • Fréttir 2020
    • Fréttir 2019
    • Fréttir 2018
    • Fréttir 2017
    • Fréttir 2016
    • Fréttir 2015
    • Fréttir 2014
    • Fréttir 2013
    • Fréttir 2012
    • Fréttir 2011
    • Fréttir 2010
  • Deildin
  • Sýningar
  • VInnupróf
  • Ræktun
  • Hvolpar / got
  • Gagnagrunnur
    • 2012
    • 2013
    • 2014
    • 2015
    • 2016
    • 2017
    • 2018
    • 2019
    • 2020
    • 2021
    • 2022
    • 2023
  • Myndir