29.12.2010
Allir verða að eignast dagatal Schäferdeildarinnar
Nú fer að líða undir lok ársins 2010 og við viljum sjá til þess að allir eignist glæsilegt dagatal Schäferdeildarinnar.
Dagatalið inniheldur fallegar myndir af Schäferhundum og nýtist frábærlega til að merkja inn þá fjölmörgu viðburði sem Schäferdeildin heldur á komandi ári.
Dagatalið er á tilboði og fæst fyrir litlar 1000 krónur þessa vikuna.
Ágóðinn af dagatalinu rennur að sjálfsögðu óskertur til uppbyggingar á Schäferdeildinni og mun hann nýtast vel á næsta ári þar sem árið verður viðburðarríkt.
Hægt er að fá það heimsent með því að senda póst á Schäferdeildina : [email protected] og gefa upplýsingar um heimilisfang.
Einnig fæst dagatalið í Bendi ehf. Hlíðarsmára 13 í Kópavogi.
Dagatalið inniheldur fallegar myndir af Schäferhundum og nýtist frábærlega til að merkja inn þá fjölmörgu viðburði sem Schäferdeildin heldur á komandi ári.
Dagatalið er á tilboði og fæst fyrir litlar 1000 krónur þessa vikuna.
Ágóðinn af dagatalinu rennur að sjálfsögðu óskertur til uppbyggingar á Schäferdeildinni og mun hann nýtast vel á næsta ári þar sem árið verður viðburðarríkt.
Hægt er að fá það heimsent með því að senda póst á Schäferdeildina : [email protected] og gefa upplýsingar um heimilisfang.
Einnig fæst dagatalið í Bendi ehf. Hlíðarsmára 13 í Kópavogi.
26.12.2010
Gleðileg jól
Schäferdeild Hundaræktarfélags Íslands óskar öllum Schäfereigendum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Schäferdeild Hundaræktarfélags Íslands óskar öllum Schäfereigendum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
18.12.2010
Schäferdeildin er þakklát Bendir ehf
Nú þegar nýtt ár er að ganga í garð langar okkur að þakka eigendum Bendir ehf innilega fyrir stuðninginn á árinu.
Eigendur Bendis hafa staðið þétt við bakið á deildinni á árinu og gefið rausnarlega af sér til deildarinnar.
Bendir er staðsett í Hlíðarsmára 13 í Kópavogi og er með heimasíðuna www.bendir.is
Nú þegar nýtt ár er að ganga í garð langar okkur að þakka eigendum Bendir ehf innilega fyrir stuðninginn á árinu.
Eigendur Bendis hafa staðið þétt við bakið á deildinni á árinu og gefið rausnarlega af sér til deildarinnar.
Bendir er staðsett í Hlíðarsmára 13 í Kópavogi og er með heimasíðuna www.bendir.is
12.12.2010
Góð mæting í jólakaffi Schäferdeildarinnar
Í gær var haldið jólakaffi deildarinnar og heppnaðist það vægast sagt vel.
Byrjað var á því að heiðra stigahæðstu hunda deildarinnar og þá hunda sem hafa náð framúrskarandi árangri á árinu. Síðan var boðið upp á kaffiveitingar og spjall um það sem framundan er.
Í gær var haldið jólakaffi deildarinnar og heppnaðist það vægast sagt vel.
Byrjað var á því að heiðra stigahæðstu hunda deildarinnar og þá hunda sem hafa náð framúrskarandi árangri á árinu. Síðan var boðið upp á kaffiveitingar og spjall um það sem framundan er.
Stigahæsti Schäferhundur deildarinnar á sýningum þetta árið varð
ISW-07 ISCH Kkl1 BH SCHH1 Gildewangens Istan
Eigandi er Hilde Wangberg og óskum við henni innilega til hamingju.
ISW-07 ISCH Kkl1 BH SCHH1 Gildewangens Istan
Eigandi er Hilde Wangberg og óskum við henni innilega til hamingju.
Ljósmynd: Rakel Sigurðardóttir
|
Umráðandi Istans mætti ekki á viðburðinn og tók því Dótla Elín á móti verðlaununum fyrir hennar hönd.
Verðlaun fyrir stigahæsta hund voru eftirfarandi: - Farandskjöldur frá Gæludýr.is - Blómvöndur frá Garðheimum - Kaffikassi frá Kaffitár - Taska og taumur frá Royal Canin - Verðlaunaskal og verðlaunapeningur frá Schäferdeild HRFÍ. |
Stigahæsta tík deildarinnar og því annar stigahæsti hundur deildarinnar á sýningum varð C.I.B. ISCH BH Caty von Oxsalis
Eigandi er Arna Rúnarsdóttir og óskum við henni innilega til hamingju.
Eigandi er Arna Rúnarsdóttir og óskum við henni innilega til hamingju.
Ljósmynd: Rakel Sigurðardóttir
|
Eigandi Caty mætti ekki viðburðinn og tók því Sigríður Halla Stefánsdóttir á móti verðlaununum fyrir hennar hönd.
Verðlaun fyrir stigahæsta hund voru eftirfarandi: - Blómvöndur frá Garðheimum - Kaffikassi frá Kaffitár - Taska og taumur frá Royal Canin - Verðlaunaskal og verðlaunapeningur frá Schäferdeild HRFÍ. |
Stigahæsti ræktandi deildarinnar á sýningum varð Gunnarsholts ræktun í eigu
Hjördísar Helgu Ágústsdóttur
Við óskum Hjördísi innilega til hamingju með frábæran árangur sinnar
ræktunar á árinu.
Hjördísar Helgu Ágústsdóttur
Við óskum Hjördísi innilega til hamingju með frábæran árangur sinnar
ræktunar á árinu.
Eigandi Gunnarsholts ræktunar mætti ekki á viðburðinn og tók því Dótla Elín á móti verðlaununum fyrir hennar hönd.
Verðlaun fyrir stigahæsta ræktanda á sýningum voru eftirfarandi:
- Blómvöndur frá Garðheimum - Glæsileg bók um Schäfer og taumur frá Royal Canin
- Verðlaunaskal og verðlaunapeningur frá Schäferdeild HRFÍ.
Verðlaun fyrir stigahæsta ræktanda á sýningum voru eftirfarandi:
- Blómvöndur frá Garðheimum - Glæsileg bók um Schäfer og taumur frá Royal Canin
- Verðlaunaskal og verðlaunapeningur frá Schäferdeild HRFÍ.
Stigahæsti sporahundur deildarinnar 2011 varð
Gunnarsholts Urma í eigu Sturlu Þórðarsonar.
Við óskum Sturlu innilega til hamingju með frábæran árangur Urmu á sporaprófi en hún náði 88 stigum af 100 mögulegum.
Gunnarsholts Urma í eigu Sturlu Þórðarsonar.
Við óskum Sturlu innilega til hamingju með frábæran árangur Urmu á sporaprófi en hún náði 88 stigum af 100 mögulegum.
Verðlaun fyrir stigahæsta sporahund voru eftirfarandi:
- Blómvöndur frá Garðheimum
- Taska, hitabrúsi og taumur frá Royal Canin
- Verðlaunaskal og verðlaunapeningur frá Schäferdeild HRFÍ.
- Blómvöndur frá Garðheimum
- Taska, hitabrúsi og taumur frá Royal Canin
- Verðlaunaskal og verðlaunapeningur frá Schäferdeild HRFÍ.
Við heiðruðum einnig þá starfandi leitarhunda sem hafa náð A prófi á árinu en deildin er afar stolt af þessum hundum og eigendum þeirra.
Kolgrímu Alpha Hólm "Gríma" náði frábærum árangri á leitarprófi á árinu.
Þann 17. mars náði hún A prófi í snjóflóðaleit. Eigandi hennar er Emil Ágústsson og óskum við honum innilega til hamingju með þennan árangur. Verðlaun fyrir leitarhundinn Grímu: - Blómvöndur frá Garðheimum - Taska, hitabrúsi handbók fyrir eigendur leitarhunda og taumur frá Royal Canin - Verðlaunaskal frá Schäferdeild HRFÍ. |
Eldeyjar Hugi náði frábærum árangri á leitarprófum á árinu.
Þann 24. mars náði hann A prófi í snjóflóðaúttekt og þann 20. júní náði hann A prófi í víðavangsúttekt. Eigandi hans er Theodór Bjarnason og óskum við honum innilega til hamingju með þennan árangur. Verðlaun fyrir leitarhundinn Huga: - Blómvöndur frá Garðheimum - Taska, hitabrúsi, handbók fyrir eigendur leitarhunda og taumur frá Royal Canin - Verðlaunaskal frá Schäferdeild HRFÍ. |
Stórkostlegu leitarhundarnir Hugi og Gríma náðu vel saman og léku sér. Gríma var ófeimin við að lauma kossum við og við að Huga.
Deildin fann vel fyrir stuðningi frá fyrirtækjum sem voru til í að gefa glæsilega vinninga.
Þeir sem heiðraðir voru fóru svo sannarlega ekki tómhentir heim.
Þeir sem heiðraðir voru fóru svo sannarlega ekki tómhentir heim.
Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir rausnarlegar gjafir:
06.12.2010
Jólakaffi Schäferdeildarinnar
Næstkomandi laugardag 11. desember mun Schäferdeildin standa fyrir opnu húsi klukkan 14:00 í skrifstofuhúsnæði Hundaræktarfélags Íslands að Síðumúla 15 í Reykjavík.
Við vonum að sem flestir sjáir sér fært um að koma og vera með okkur.
Við munum byrja á að heiðra þá Schäferhunda sem hafa náð framúrskarandi árangri á árinu; í vinnu og á sýningum og síðan verða kaffiveitingar og spjall.
Það væri gaman að skiptast á skoðunum og fá tillögur frá deildarmeðlimum um hvað þeir vilja að við gerum skemmtilegt í vor.
Dagatöl Schäferdeildarinnar verða til sölu á staðnum (enginn posi) og mun dagatalið verða á tilboði í tilefni af jólakaffinu og munu þau kosta aðeins 1000 krónur.
Þar sem ekki er hægt að halda þennan viðburð í Sólheimakoti sökum vatnsskorts þá verðum við að biðja fólk um að geyma hundana (nema þá sem heiðraðir verða) út í bíl eða heima.
Við vonumst til þess að sjá sem flesta :)
Næstkomandi laugardag 11. desember mun Schäferdeildin standa fyrir opnu húsi klukkan 14:00 í skrifstofuhúsnæði Hundaræktarfélags Íslands að Síðumúla 15 í Reykjavík.
Við vonum að sem flestir sjáir sér fært um að koma og vera með okkur.
Við munum byrja á að heiðra þá Schäferhunda sem hafa náð framúrskarandi árangri á árinu; í vinnu og á sýningum og síðan verða kaffiveitingar og spjall.
Það væri gaman að skiptast á skoðunum og fá tillögur frá deildarmeðlimum um hvað þeir vilja að við gerum skemmtilegt í vor.
Dagatöl Schäferdeildarinnar verða til sölu á staðnum (enginn posi) og mun dagatalið verða á tilboði í tilefni af jólakaffinu og munu þau kosta aðeins 1000 krónur.
Þar sem ekki er hægt að halda þennan viðburð í Sólheimakoti sökum vatnsskorts þá verðum við að biðja fólk um að geyma hundana (nema þá sem heiðraðir verða) út í bíl eða heima.
Við vonumst til þess að sjá sem flesta :)
04.12.2010
Uppfærslur á heimasíðunni og fréttir
Nú höfum við sett inn allar umsagnir hundanna sem sýndir voru á síðustu sýningu;
21. nóvember síðastliðinn ásamt ýtarlegri sýningarúrslitum.
- Þær má finna hér og einnig undir sýningar hér á síðunni til vinstri
Við höfum uppfært gagnagrunninn og bætt við myndum og upplýsingum um neðangreinda hunda:
Anja
Eldeyjar Hugi
Gunnarsholts Urma
Kolgrímu Bond Hólm
Welincha´s Yasko
Þann 13. nóvember síðastliðinn stóðust Gunnarsholts Urma og Welincha´s Yasko sporapróf á vegum Hundaræktarfélags Íslands.
Gunnarsholts Urma hlaut 88 stig, stoltur eigandi hennar er Sturla Þórðarson.
Welincha´s Yasko hlaut 78 stig, stoltur eigandi hans er Sigríður Halla Stefánsdóttir.
Deildin er afar stolt af þessum frábæra árangri og óskar eigendum hundanna innilega til hamingju.
Það hefur glæsilegur fulltrúi deildarinnar bæst í hóp alþjóðlegra meistara en það er tíkin C.I.B ISCH BH Caty Von Oxsalis. Við óskum eiganda hennar Örnu Rúnarsdóttur innilega til hamingju!
Nú höfum við sett inn allar umsagnir hundanna sem sýndir voru á síðustu sýningu;
21. nóvember síðastliðinn ásamt ýtarlegri sýningarúrslitum.
- Þær má finna hér og einnig undir sýningar hér á síðunni til vinstri
Við höfum uppfært gagnagrunninn og bætt við myndum og upplýsingum um neðangreinda hunda:
Anja
Eldeyjar Hugi
Gunnarsholts Urma
Kolgrímu Bond Hólm
Welincha´s Yasko
Þann 13. nóvember síðastliðinn stóðust Gunnarsholts Urma og Welincha´s Yasko sporapróf á vegum Hundaræktarfélags Íslands.
Gunnarsholts Urma hlaut 88 stig, stoltur eigandi hennar er Sturla Þórðarson.
Welincha´s Yasko hlaut 78 stig, stoltur eigandi hans er Sigríður Halla Stefánsdóttir.
Deildin er afar stolt af þessum frábæra árangri og óskar eigendum hundanna innilega til hamingju.
Það hefur glæsilegur fulltrúi deildarinnar bæst í hóp alþjóðlegra meistara en það er tíkin C.I.B ISCH BH Caty Von Oxsalis. Við óskum eiganda hennar Örnu Rúnarsdóttur innilega til hamingju!
29.11.2010
Vinnupróf á vegum Schäferdeildar
Við viljum minna ykkur á að Schäferdeildin heldur bronsmerkjapróf (hlýðni brons) og hlýðni 1 próf 4 desember næstkomandi.
Dómari verður Valgerður Júlíusdóttir.
Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 1. desember og þarf greiðsla að fylgja skráningu.
Hægt er að lesa sig til um æfingar í ofangreindum prófum hér á heimasíðu deildarinnar undir þjálfun og vinna.
Vonandi sjá sem flestir sér fært um að taka þátt!
Við viljum minna ykkur á að Schäferdeildin heldur bronsmerkjapróf (hlýðni brons) og hlýðni 1 próf 4 desember næstkomandi.
Dómari verður Valgerður Júlíusdóttir.
Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 1. desember og þarf greiðsla að fylgja skráningu.
Hægt er að lesa sig til um æfingar í ofangreindum prófum hér á heimasíðu deildarinnar undir þjálfun og vinna.
Vonandi sjá sem flestir sér fært um að taka þátt!
25.11.2010
Síðustu sýningu ársins lokið
Sýningin fór fram 20.-21. nóvember síðastliðið og var frábær skráning Schäfer hunda á sýninginuna. Alls 44 Schäfer hundar voru skráðir og var dómarinn Andrew Brace frá Bretlandi.
Hér fyrir neðan koma helstu úrslit:
Sýningin var án efa mjög eftirminnileg en af öllum þessum fjölda hunda voru aðeins 8 af þeim sem fengu excellent. Enginn rakki fékk excellent og voru það því tíkurnar sem stóðu upp úr hjá dómaranum.
Besti hundur tegundar var tíkin Kolgrímu Blaze Hólm en hún kom úr vinnuhundaflokki.
Frábær árangur þar á ferð hjá þessari gullfallegu tík sem hefur einnig lokið frábærum árangri í vinnuprófum.
Eigandi hennar og ræktandi er Sigríður Halla Stefánsdóttir.
Blaze endaði í fjórða sæti í stórum hópi fjár- og hjarðhunda (tegundahópi 1).
Víð óskum eiganda hennar innilega til hamingju með þennan frábæra árangur!
Besti hvolpur tegundar í yngri flokki (4-6 mánaða) varð Kolgrímu Diva Hólm og varð hún þriðji besti hvolpur dagsins! Svo sannarlega frábær árangur þar hjá þessari lofandi tík. Eigandi hennar og ræktandi er Sigríður Halla Stefánsdóttir.
Besti hvolpur tegundar í eldri flokki (6-9 mánaða) varð Gunnarsholts Vanessa og endaði hún sem fjórði besti hvolpur dagsins! Glæsilegur árangur þar og verður gaman að sjá þessa fallegu tík í framtíðinni. Eigandi hennar og ræktandi er Hjördís Helga Ágústsdóttir.
Það er frábært þegar ungviðinu gengur svona vel í úrslitum sýningar þar sem það fær að spreyta sig í stóra hringnum.
Kolgrímu ræktun í eigu Sigríðar Höllu Stefánsdóttur hélt sigurgöngu sinni áfram og varð besti ræktunarhópur tegundar og jafnframt besti ræktunarhópur dagsins.
Besti afkvæmahópur tegundar varð C.I.B. NUCH ISCH Rambo av Thorarinn með afkvæmum sínum og urðu þau annar besti afkvæmahópur dagsins. Eigandi hans er Sigríður Halla Stefánsdóttir.
Á síðustu sýningu hvers árs er haldin parakeppni þar sem tík og rakki af sömu tegund í eigu sama eiganda keppir um besta par dagsins.
Fallegu feðginin C.I.B. NUCH ISCH Rambo av Thorarinn og Kolgrímu Blaze Hólm urðu fjórða besta par sunnudagsins.
Við óskum öllum sigurvegurum innilega til hamingju og við hlökkum til að sjá vonandi sem flesta aftur á næstu sýningu!
Við viljum nota tækifærið og þakka básanefndinni og þeim sem sátu í Schäfer básnum á sýningunni og stóðu sig frábærlega vel að kynna þessa frábæru tegund sem Schäferinn er.
Einnig viljum við þakka Bendi ehf kærlega fyrir að hafa styrkt deildina svona rausnarlega á sýningunni þar sem þau gáfu afar veglega verðlaunagripi. Það eru forréttindi að fá stuðning frá svona frábæru fyrirtæki og Bendir ehf.
Bendir er með allar mögulegar hundavörur og hvetjum við alla til þess að kíkja við hjá þeim í Híðarsmára 13 í Kópavogi.
Sýningin fór fram 20.-21. nóvember síðastliðið og var frábær skráning Schäfer hunda á sýninginuna. Alls 44 Schäfer hundar voru skráðir og var dómarinn Andrew Brace frá Bretlandi.
Hér fyrir neðan koma helstu úrslit:
Sýningin var án efa mjög eftirminnileg en af öllum þessum fjölda hunda voru aðeins 8 af þeim sem fengu excellent. Enginn rakki fékk excellent og voru það því tíkurnar sem stóðu upp úr hjá dómaranum.
Besti hundur tegundar var tíkin Kolgrímu Blaze Hólm en hún kom úr vinnuhundaflokki.
Frábær árangur þar á ferð hjá þessari gullfallegu tík sem hefur einnig lokið frábærum árangri í vinnuprófum.
Eigandi hennar og ræktandi er Sigríður Halla Stefánsdóttir.
Blaze endaði í fjórða sæti í stórum hópi fjár- og hjarðhunda (tegundahópi 1).
Víð óskum eiganda hennar innilega til hamingju með þennan frábæra árangur!
Besti hvolpur tegundar í yngri flokki (4-6 mánaða) varð Kolgrímu Diva Hólm og varð hún þriðji besti hvolpur dagsins! Svo sannarlega frábær árangur þar hjá þessari lofandi tík. Eigandi hennar og ræktandi er Sigríður Halla Stefánsdóttir.
Besti hvolpur tegundar í eldri flokki (6-9 mánaða) varð Gunnarsholts Vanessa og endaði hún sem fjórði besti hvolpur dagsins! Glæsilegur árangur þar og verður gaman að sjá þessa fallegu tík í framtíðinni. Eigandi hennar og ræktandi er Hjördís Helga Ágústsdóttir.
Það er frábært þegar ungviðinu gengur svona vel í úrslitum sýningar þar sem það fær að spreyta sig í stóra hringnum.
Kolgrímu ræktun í eigu Sigríðar Höllu Stefánsdóttur hélt sigurgöngu sinni áfram og varð besti ræktunarhópur tegundar og jafnframt besti ræktunarhópur dagsins.
Besti afkvæmahópur tegundar varð C.I.B. NUCH ISCH Rambo av Thorarinn með afkvæmum sínum og urðu þau annar besti afkvæmahópur dagsins. Eigandi hans er Sigríður Halla Stefánsdóttir.
Á síðustu sýningu hvers árs er haldin parakeppni þar sem tík og rakki af sömu tegund í eigu sama eiganda keppir um besta par dagsins.
Fallegu feðginin C.I.B. NUCH ISCH Rambo av Thorarinn og Kolgrímu Blaze Hólm urðu fjórða besta par sunnudagsins.
Við óskum öllum sigurvegurum innilega til hamingju og við hlökkum til að sjá vonandi sem flesta aftur á næstu sýningu!
Við viljum nota tækifærið og þakka básanefndinni og þeim sem sátu í Schäfer básnum á sýningunni og stóðu sig frábærlega vel að kynna þessa frábæru tegund sem Schäferinn er.
Einnig viljum við þakka Bendi ehf kærlega fyrir að hafa styrkt deildina svona rausnarlega á sýningunni þar sem þau gáfu afar veglega verðlaunagripi. Það eru forréttindi að fá stuðning frá svona frábæru fyrirtæki og Bendir ehf.
Bendir er með allar mögulegar hundavörur og hvetjum við alla til þess að kíkja við hjá þeim í Híðarsmára 13 í Kópavogi.
23.11.2010
Dagatal Schäferdeildarinnar 2011
Nú er glæsilegt dagatal Schäferdeildarinnar komið í sölu og hafa nú þegar þó nokkrir fest sér kaup á slíku.
Dagatalið inniheldur fallegar myndir af íslenskum Schäferhundum og kostar það aðeins 1.500 krónur. Ágóði dagatalsins rennur til uppbyggingar á deildinni.
Pantað er dagatalið með því að senda póst á [email protected] og taka fram fullt nafn, heimilisfang, póstfang og símanúmer.
Hægt er að greiða fyrir dagatalið með því að millifæra á reikning deildarinnar og óskum við eftir að fólk skilji eftir skýringuna "dagatal" með greiðslunni
Hér koma banka upplýsingarnar: Reikningsnúmer: 586-26-691010 Kennitala: 691010-0230
Einnig er hægt að heimsækja verslunina Bendir sem staðsett er í Hlíðarsmára 13 og kaupa dagatalið þar.
Nú er glæsilegt dagatal Schäferdeildarinnar komið í sölu og hafa nú þegar þó nokkrir fest sér kaup á slíku.
Dagatalið inniheldur fallegar myndir af íslenskum Schäferhundum og kostar það aðeins 1.500 krónur. Ágóði dagatalsins rennur til uppbyggingar á deildinni.
Pantað er dagatalið með því að senda póst á [email protected] og taka fram fullt nafn, heimilisfang, póstfang og símanúmer.
Hægt er að greiða fyrir dagatalið með því að millifæra á reikning deildarinnar og óskum við eftir að fólk skilji eftir skýringuna "dagatal" með greiðslunni
Hér koma banka upplýsingarnar: Reikningsnúmer: 586-26-691010 Kennitala: 691010-0230
Einnig er hægt að heimsækja verslunina Bendir sem staðsett er í Hlíðarsmára 13 og kaupa dagatalið þar.
17.11.2010
Schäferdeildin heldur auka sýningarþjálfun fimmtudagskvöld
Schäferdeildin ætlar að bæta við sýningarþjálfun á morgun 18. nóvember vegna mikillar eftirspurnar og er öðrum meðalstórum - stórum hundategundum boðið að koma líka.
Sýningarþjálfunin verður haldin í bílastæðahúsinu fyrir neðan Hjartavernd, Holtasmára 1, 201 Kópavogi og hefst stundvíslega klukkan 19.30
Þjálfunin kostar sem fyrr 500 krónur og rennur óskert til Schäferdeildarinnar.
Munið eftir sýningartaumi, nammi eða dóti fyrir hundinn.
Með bestu kveðju,
Stjórn Schäferdeildar
Schäferdeildin ætlar að bæta við sýningarþjálfun á morgun 18. nóvember vegna mikillar eftirspurnar og er öðrum meðalstórum - stórum hundategundum boðið að koma líka.
Sýningarþjálfunin verður haldin í bílastæðahúsinu fyrir neðan Hjartavernd, Holtasmára 1, 201 Kópavogi og hefst stundvíslega klukkan 19.30
Þjálfunin kostar sem fyrr 500 krónur og rennur óskert til Schäferdeildarinnar.
Munið eftir sýningartaumi, nammi eða dóti fyrir hundinn.
Með bestu kveðju,
Stjórn Schäferdeildar
06.11.2010
Undirbúningur hundanna fyrir sýninguna
Undirbúa þarf feld hundanna sem skráðir eru á næstkomandi sýningu tímanlega.
Allir hundar sem fara á sýningu eiga að vera hreinir og þar að leiðandi þarf að baða þá hunda sem skítugir eru.
Meta þarf á feldi hundanna hvenær sé best að þeir fari í bað. Hundar hafa misgrófan feld og getur feldurinn orðið mýkri eftir baðið séu þeir ekki baðaðir rétt og er það ekki æskilegt.
Það skiptir öllu máli að nota ekki sjampo sem breytir feldgerð hundsins og alls ekki nota næringu. Eftir baðið þarf feldurinn tíma til að leggjast niður og þarf loftið að fara úr feldinum. Það gæti tekið nokkra daga.
Nánari upplýsingar má finna hér á vefnum undir sýningar eða með því að klikka hér
Sýningarþjálfunin hefst á þriðjudagskvöldið næstkomandi 9. nóvember nákvæmlega klukkan 19.30. Sýningarþjálfunin fer fram í bílastæðahúsi Smáralindar undir Debenhams
Vel verður farið yfir hvað þarf að hafa í huga þegar hundur er sýndur. Skiptið kostar 500 krónur og rennur óskert til Schäferdeildarinnar. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 616-1188 eða á netfangi deildarinnar [email protected]
Sjáumst vonandi sem flest :)
Undirbúa þarf feld hundanna sem skráðir eru á næstkomandi sýningu tímanlega.
Allir hundar sem fara á sýningu eiga að vera hreinir og þar að leiðandi þarf að baða þá hunda sem skítugir eru.
Meta þarf á feldi hundanna hvenær sé best að þeir fari í bað. Hundar hafa misgrófan feld og getur feldurinn orðið mýkri eftir baðið séu þeir ekki baðaðir rétt og er það ekki æskilegt.
Það skiptir öllu máli að nota ekki sjampo sem breytir feldgerð hundsins og alls ekki nota næringu. Eftir baðið þarf feldurinn tíma til að leggjast niður og þarf loftið að fara úr feldinum. Það gæti tekið nokkra daga.
Nánari upplýsingar má finna hér á vefnum undir sýningar eða með því að klikka hér
Sýningarþjálfunin hefst á þriðjudagskvöldið næstkomandi 9. nóvember nákvæmlega klukkan 19.30. Sýningarþjálfunin fer fram í bílastæðahúsi Smáralindar undir Debenhams
Vel verður farið yfir hvað þarf að hafa í huga þegar hundur er sýndur. Skiptið kostar 500 krónur og rennur óskert til Schäferdeildarinnar. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 616-1188 eða á netfangi deildarinnar [email protected]
Sjáumst vonandi sem flest :)
03.11.2010
Dagskrá sýningarinnar
Dagskrá næstkomandi sýningar hefur verið birt á vef HRFÍ með fyrirvara um breytingar.
Samkvæmt dagskránni eru Schäfer hundar sýndir á sunnudeginum 21. nóvember og hefst dómur klukkan 09:00. Dómari er Andrew H. Brace frá Bretlandi.
Frábær skráning er á sýninguna en alls 44 hundar eru skráðir!
Reiknað er með því að dómi á tegundinni muni ljúka rétt fyrir hádegi.
Sýningin fer fram í Reiðhöll Víðidals í Reykjavík og er auðvitað þeim sem eru ekki með skráða hunda á sýninguna velkomið að koma og vera í klappliðinu :)
Klikkið hér til að fá beinan link að dagskrá sýningarinnar
Dagskrá næstkomandi sýningar hefur verið birt á vef HRFÍ með fyrirvara um breytingar.
Samkvæmt dagskránni eru Schäfer hundar sýndir á sunnudeginum 21. nóvember og hefst dómur klukkan 09:00. Dómari er Andrew H. Brace frá Bretlandi.
Frábær skráning er á sýninguna en alls 44 hundar eru skráðir!
Reiknað er með því að dómi á tegundinni muni ljúka rétt fyrir hádegi.
Sýningin fer fram í Reiðhöll Víðidals í Reykjavík og er auðvitað þeim sem eru ekki með skráða hunda á sýninguna velkomið að koma og vera í klappliðinu :)
Klikkið hér til að fá beinan link að dagskrá sýningarinnar
29.10.2010
Myndir í dagatal Schäferdeildarinnar
Nú fer að líða að því að dagatal Schäfer deildarinnar 2011 fari í prentun og fer hver að verða síðastur að senda inn fallega mynd sem tillögu að mynd í dagatalið. Myndirnar þurfa að vera í landscape (lárréttar)
Síðasti dagur til að senda inn myndir er 5. nóvember næstkomandi.
Hlökkum til að fá myndir frá ykkur !
Nú fer að líða að því að dagatal Schäfer deildarinnar 2011 fari í prentun og fer hver að verða síðastur að senda inn fallega mynd sem tillögu að mynd í dagatalið. Myndirnar þurfa að vera í landscape (lárréttar)
Síðasti dagur til að senda inn myndir er 5. nóvember næstkomandi.
Hlökkum til að fá myndir frá ykkur !
27.10.2010
Sýningarþjálfanir á vegum deildarinnar munu fara fram í bílastæðahúsi Smáralindar (undir Debenhams) eftirfarandi daga:
Þriðjudagskvöldið 9. nóvember klukkan 19.30
Þriðjudagskvöldið 16. nóvember klukkan 19.30
Þátttökugjald eru 500 krónur og eru hundar af öðrum stórum tegundum velkomnir.
Farið verður yfir atriði sem þarf að hafa í huga þegar hundur er sýndur og er leiðsögnin ýtarleg og persónuleg.
Vinsamlegast komið með viðeigandi sýningartaum, leikfang eða góðgæti sem hundurinn kann að meta sem hægt er að nota til að verðlauna hann.
Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband í síma 616-1188 eða á e-mail deildarinnar [email protected]
Við hlökkum til að sjá ykkur!
Stjórn Schäferdeildar HRFÍ
Þriðjudagskvöldið 9. nóvember klukkan 19.30
Þriðjudagskvöldið 16. nóvember klukkan 19.30
Þátttökugjald eru 500 krónur og eru hundar af öðrum stórum tegundum velkomnir.
Farið verður yfir atriði sem þarf að hafa í huga þegar hundur er sýndur og er leiðsögnin ýtarleg og persónuleg.
Vinsamlegast komið með viðeigandi sýningartaum, leikfang eða góðgæti sem hundurinn kann að meta sem hægt er að nota til að verðlauna hann.
Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband í síma 616-1188 eða á e-mail deildarinnar [email protected]
Við hlökkum til að sjá ykkur!
Stjórn Schäferdeildar HRFÍ
25.10.2010
Opnar hlýðni æfingar í vetur!
Í vetur verða opnar æfingar á vegum Vinnuhundadeildar á fimmtudögum klukkan 20.00 í bílastæðahúsinu á Suðurlandsbraut 12 í Reykjavík.
Ekkert kostar að sækja æfingarnar!
Þetta er alveg frábært tækifæri fyrir Schäfer eigendur að fá að æfa sig innan um aðra hunda og allir eru að hjálpast að!
Við minnum á hlýðni brons prófið og hlýðni 1 prófið sem Schäfer deildin heldur þann 27. nóvember næstkomandi!
Tilvalið fyrir þá sem ætla að taka þátt í hlýðniprófi að nýta sér þessar æfingar til að vera sem best undirbúin! Auðvitað eru allir velkomnir hvort sem þeir ætla að taka þátt í prófi eður ei.
Allir eru vinsamlegast beðnir um að muna eftir skítapokum og vinsamlegast skilja lóðatíkur eftir heima af tillitsemi við ógelda rakka.
Fyrir hönd Schäfer deildarinnar,
Anna Francesca
Í vetur verða opnar æfingar á vegum Vinnuhundadeildar á fimmtudögum klukkan 20.00 í bílastæðahúsinu á Suðurlandsbraut 12 í Reykjavík.
Ekkert kostar að sækja æfingarnar!
Þetta er alveg frábært tækifæri fyrir Schäfer eigendur að fá að æfa sig innan um aðra hunda og allir eru að hjálpast að!
Við minnum á hlýðni brons prófið og hlýðni 1 prófið sem Schäfer deildin heldur þann 27. nóvember næstkomandi!
Tilvalið fyrir þá sem ætla að taka þátt í hlýðniprófi að nýta sér þessar æfingar til að vera sem best undirbúin! Auðvitað eru allir velkomnir hvort sem þeir ætla að taka þátt í prófi eður ei.
Allir eru vinsamlegast beðnir um að muna eftir skítapokum og vinsamlegast skilja lóðatíkur eftir heima af tillitsemi við ógelda rakka.
Fyrir hönd Schäfer deildarinnar,
Anna Francesca
25.10.2010
Fleiri hundar hafa lokið skapgerðarmati
Deildinni hafa borist gögn um að neðangreindir hundar hafi sótt skapgerðarmat þann 03.10.2010 og gleður okkur að taka fram að allir þessir hundar luku skapgerðarmati án athugasemdar.
Hægt er að sjá listann yfir alla þá hunda sem hafa farið í skapgerðarmat hér
Deildinni hafa borist gögn um að neðangreindir hundar hafi sótt skapgerðarmat þann 03.10.2010 og gleður okkur að taka fram að allir þessir hundar luku skapgerðarmati án athugasemdar.
- Gjósku C-Lína
- Gunnarsholts Primus
- Gunnarsholts Urma
- Ice Tindra Aragon
- Ice Tindra Bravo
- Mjölnis Amíra
Hægt er að sjá listann yfir alla þá hunda sem hafa farið í skapgerðarmat hér
23.10.2010
Skráningarfresturinn runninn út og nú við hefjumst handa við að undirbúa!
Nú er skráningarfresturinn runninn út á næstkomandi sýningu Hundaræktarfélags Íslands sem fer fram helgina 20.-21. nóvember 2010.
Schäferdeildin stefnir að því að vera með bás á sýningunni en til þess að það sé mögulegt þarf deildin á ykkur að halda. Undirbúa þarf básinn og manna hann vel. Ný dagatöl deildarinnar verða seld í básnum.
Tilgangurinn með því að hafa þennan kynningarbás er til þess að kynna okkar frábæru tegund fyrir almenningi og svara spurningum um tegundina. Þetta er auk þess frábær leið til þess að umhverfisþjálfa hundana. Athugið að hundarnir þurfa alls ekkert endilega að vera skráðir á sýninguna til að geta tekið þátt í básnum.
Þetta er afskaplega skemmtilegt og jafnframt krefjandi verkefni sem við vonumst til að sem flestir vilji taka þátt í. Þetta tekur stuttan tíma að undirbúa ef sem flestir koma að þessu og hægt er að skiptast á að vera í básnum á sýningarhelginni.
Þeir sem hafa áhuga á að vera í básanefnd deildarinnar eru beðnir um að hafa samband á e-mailið: [email protected]
Hlökkum til að heyra frá ykkur!
Nú er skráningarfresturinn runninn út á næstkomandi sýningu Hundaræktarfélags Íslands sem fer fram helgina 20.-21. nóvember 2010.
Schäferdeildin stefnir að því að vera með bás á sýningunni en til þess að það sé mögulegt þarf deildin á ykkur að halda. Undirbúa þarf básinn og manna hann vel. Ný dagatöl deildarinnar verða seld í básnum.
Tilgangurinn með því að hafa þennan kynningarbás er til þess að kynna okkar frábæru tegund fyrir almenningi og svara spurningum um tegundina. Þetta er auk þess frábær leið til þess að umhverfisþjálfa hundana. Athugið að hundarnir þurfa alls ekkert endilega að vera skráðir á sýninguna til að geta tekið þátt í básnum.
Þetta er afskaplega skemmtilegt og jafnframt krefjandi verkefni sem við vonumst til að sem flestir vilji taka þátt í. Þetta tekur stuttan tíma að undirbúa ef sem flestir koma að þessu og hægt er að skiptast á að vera í básnum á sýningarhelginni.
Þeir sem hafa áhuga á að vera í básanefnd deildarinnar eru beðnir um að hafa samband á e-mailið: [email protected]
Hlökkum til að heyra frá ykkur!
19.10.2010
Síðasti skráningardagur er á föstudaginn næstkomandi!
Alþjóðleg hundasýning Hundaræktarfélags Íslands fer fram helgina 20.-21. nóvember 2010 í Reiðhöll Fáks í Víðidal í Reykjavík.
Skráningarfresti lýkur á miðnætti, föstudaginn 22. okóber 2010.
Skráning á sýninguna fer fram í gegn um öruggan vefþjón sem finna má á heimasíðu HRFÍ www.hrfi.is eða á skrifstofu félagsins, Síðumúla 15 í Reykjavík.
Skráningar sem berast með tölvupósti eða í gegnum síma eru ekki teknar gildar.
Þátttökurétt hafa hundar sem eru með ættbók frá HRFÍ.
Dómarar að þessu sinni eru Andrew H. Brace (Bretland), Birgitta Svarstad (Svíþjóð), Hans Rosenberg (Svíþjóð), Rui Alberto Oliveira (Portugal), Rodi Hubental (Noregur) og Wera Hubental (Noregur).
Á þessari sýningu geta hundar fengið bæði íslensk- og alþjóðleg meistarastig.
Vonumst til að sjá sem flesta!
Alþjóðleg hundasýning Hundaræktarfélags Íslands fer fram helgina 20.-21. nóvember 2010 í Reiðhöll Fáks í Víðidal í Reykjavík.
Skráningarfresti lýkur á miðnætti, föstudaginn 22. okóber 2010.
Skráning á sýninguna fer fram í gegn um öruggan vefþjón sem finna má á heimasíðu HRFÍ www.hrfi.is eða á skrifstofu félagsins, Síðumúla 15 í Reykjavík.
Skráningar sem berast með tölvupósti eða í gegnum síma eru ekki teknar gildar.
Þátttökurétt hafa hundar sem eru með ættbók frá HRFÍ.
Dómarar að þessu sinni eru Andrew H. Brace (Bretland), Birgitta Svarstad (Svíþjóð), Hans Rosenberg (Svíþjóð), Rui Alberto Oliveira (Portugal), Rodi Hubental (Noregur) og Wera Hubental (Noregur).
Á þessari sýningu geta hundar fengið bæði íslensk- og alþjóðleg meistarastig.
Vonumst til að sjá sem flesta!
18.10.2010
Uppfærslur á heimasíðu deildarinnar
Bætt hefur verið inn tveimur nýjum fundargerðum, frá 13. október og 18. október og má þær finna hér
Einnig hefur verið bætt inn mynd af Mjölnis Amíru inn í gagnagrunn deildarinnar. Síðuna hennar má finna hér
Næstu daga má búast við frekari uppfærslum á heimasíðunni.
Bætt hefur verið inn tveimur nýjum fundargerðum, frá 13. október og 18. október og má þær finna hér
Einnig hefur verið bætt inn mynd af Mjölnis Amíru inn í gagnagrunn deildarinnar. Síðuna hennar má finna hér
Næstu daga má búast við frekari uppfærslum á heimasíðunni.
17.10.2010
Góð mæting í gönguna í dag
Schäfer deildin þakkar öllum þeim sem sáu sér fært um að koma í gönguna í dag!
Það var vægast sagt blautt í veðri en Schäfer eigendur láta ekki nokkra dropa stoppa sig;)
Hérna koma nokkrar myndir frá göngunni og af þessum flotta hóp!
Við þökkum Eyþóri, Týru eiganda innilega fyrir að hafa sent okkur þessar myndir.
Schäfer deildin þakkar öllum þeim sem sáu sér fært um að koma í gönguna í dag!
Það var vægast sagt blautt í veðri en Schäfer eigendur láta ekki nokkra dropa stoppa sig;)
Hérna koma nokkrar myndir frá göngunni og af þessum flotta hóp!
Við þökkum Eyþóri, Týru eiganda innilega fyrir að hafa sent okkur þessar myndir.
14.10.2010
Ganga næstkomandi sunnudag
Ganga verður haldin næstkomandi sunnudag 17. október klukkan 15:00.
Hist verður við Áslák í Mosfellsbæ og gengið þaðan fallega gönguleið inn í Dal.
Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært um að mæta!
Munið endilega eftir kúkapokum:)
Ganga verður haldin næstkomandi sunnudag 17. október klukkan 15:00.
Hist verður við Áslák í Mosfellsbæ og gengið þaðan fallega gönguleið inn í Dal.
Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært um að mæta!
Munið endilega eftir kúkapokum:)
06.10.2010
Vinnupróf á vegum Schäfer deildarinnar
Deildin hefur fengið samþykki frá HRFÍ fyrir því að halda vinnupróf með aðstoð frá Vinnuhunda deildinni þann 27. nóvember næstkomandi.
Boðið verður upp á Hlýðni Brons (Bronsmerki próf) og Hlýðni 1.
Skráning fer fram á skrifstofu Hundaræktarfélags Íslands, Síðumúla 15 í Reykjavík eða í síma 588-5255 og er síðasti skráningardagur 19. nóvember.
Hér á vefnum er hægt að nálgast auðveldlega reglur fyrir þessi próf undir Þjálfun og Vinna sem má finna hér til hliðar.
Nánari upplýsingar um staðsetningu verða auglýst síðar.
Vonandi sjáumst við sem flest !
Deildin hefur fengið samþykki frá HRFÍ fyrir því að halda vinnupróf með aðstoð frá Vinnuhunda deildinni þann 27. nóvember næstkomandi.
Boðið verður upp á Hlýðni Brons (Bronsmerki próf) og Hlýðni 1.
Skráning fer fram á skrifstofu Hundaræktarfélags Íslands, Síðumúla 15 í Reykjavík eða í síma 588-5255 og er síðasti skráningardagur 19. nóvember.
Hér á vefnum er hægt að nálgast auðveldlega reglur fyrir þessi próf undir Þjálfun og Vinna sem má finna hér til hliðar.
Nánari upplýsingar um staðsetningu verða auglýst síðar.
Vonandi sjáumst við sem flest !
02.10.2010
Ljósmyndakeppni haustsins
Nú setjum við af stað ljósmyndakeppni haustsins og er hægt að senda inn myndir til 1. nóvember.
Þemað er haust og þarf að sjálfsögðu Schäfer hundur/hundar að príða myndina.
Myndirnar sendast á [email protected] og munu þær vera birtar hér á vefnum.
Frábær vinningur er í boði !
Nú setjum við af stað ljósmyndakeppni haustsins og er hægt að senda inn myndir til 1. nóvember.
Þemað er haust og þarf að sjálfsögðu Schäfer hundur/hundar að príða myndina.
Myndirnar sendast á [email protected] og munu þær vera birtar hér á vefnum.
Frábær vinningur er í boði !
26.09.2010
Halla fóðrið!
Góð reynsla er komin á Halla foder fyrir Schäfer hunda og viljum við benda ykkur á það.
Nokkrar gerðir eru til innan Halla foder og er alltaf hægt að finna gerð við hæfi fyrir hvern og einn hund og ekki skemmir verðið fyrir ;)
Fóðrið fæst hjá Bendi ehf, Hlíðarsmára 13 í Kópavogi.
Góð reynsla er komin á Halla foder fyrir Schäfer hunda og viljum við benda ykkur á það.
Nokkrar gerðir eru til innan Halla foder og er alltaf hægt að finna gerð við hæfi fyrir hvern og einn hund og ekki skemmir verðið fyrir ;)
Fóðrið fæst hjá Bendi ehf, Hlíðarsmára 13 í Kópavogi.
22.09.2010
Íslensk kona Norðurlandameistari í IPO vinnuhundaþjálfun
Sara Halldórsdóttir Schäfer eigandi Gråmanns ræktunarinnar í Svíþjóð varð þann 19. september síðastliðinn Norðurlandameistari í IPO vinnuhundaþjálfun með tíkina sína ChaDe´s Raya.
Þetta er ekki fyrsti titillinn sem Sara vinnur en hún hreppti nýverið sænskan meistaratitil í IPO þjálfun og vann sér inn sæti í sænska landsliðinu.
Við íslendingar getum svo sannarlega verið ákaflega stolt af þessari frábæru velgengni þeirra!
Hér fyrir neðan má sjá myndband frá keppninni
Sara Halldórsdóttir Schäfer eigandi Gråmanns ræktunarinnar í Svíþjóð varð þann 19. september síðastliðinn Norðurlandameistari í IPO vinnuhundaþjálfun með tíkina sína ChaDe´s Raya.
Þetta er ekki fyrsti titillinn sem Sara vinnur en hún hreppti nýverið sænskan meistaratitil í IPO þjálfun og vann sér inn sæti í sænska landsliðinu.
Við íslendingar getum svo sannarlega verið ákaflega stolt af þessari frábæru velgengni þeirra!
Hér fyrir neðan má sjá myndband frá keppninni
17.09.2010
Myndir í væntanlegt dagatal Schäfer deildarinnar
Stjórn Schäfer deildarinnar vinnur hörðum höndum við að láta dagatal Schäfer deildarinnarinnar fyrir árið 2011 verða að veruleika.
Undirbúningurinn gengur framar björtustu vonum og fer dagatalið í prentun á næstu vikum.
Dagatalið mun verða til sölu til hundeigenda.
Við óskum eftir því að félagsmenn sendi inn fallegar myndir af hundunum sínum. Myndirnar verða síðan skoðaðar allar og 12 myndir valdar til þess að príða dagatalið.
Við óskum eftir sumarmyndum, vetrarmyndum, haustmyndum, vormyndum, hvolpamyndum og bara allskonar myndum ;)
Myndirnar sendast á [email protected] og merktar Dagatal Schäfer deildarinnar 2011
Stjórn Schäfer deildarinnar vinnur hörðum höndum við að láta dagatal Schäfer deildarinnarinnar fyrir árið 2011 verða að veruleika.
Undirbúningurinn gengur framar björtustu vonum og fer dagatalið í prentun á næstu vikum.
Dagatalið mun verða til sölu til hundeigenda.
Við óskum eftir því að félagsmenn sendi inn fallegar myndir af hundunum sínum. Myndirnar verða síðan skoðaðar allar og 12 myndir valdar til þess að príða dagatalið.
Við óskum eftir sumarmyndum, vetrarmyndum, haustmyndum, vormyndum, hvolpamyndum og bara allskonar myndum ;)
Myndirnar sendast á [email protected] og merktar Dagatal Schäfer deildarinnar 2011
06.09.2010
Hertar kröfur til undaneldishunda af tegundinni Schäfer
Við viljum minna ykkur á að 1. september síðastliðinn tóku í gildi nýjar, hertar reglur til undaneldishunda svo ættbókarskráning fáist á afkvæmi þeirra.
Undaneldisdýr skulu mjaðma- og olnbogamynduð og niðurstaða kunn fyrir pörun.
(Fyrir mjaðmamyndir gildir frá 01.11.1999 og olnbogamyndir frá 01.09.2010)
Greinist hundur með mjaðma- og/eða olnbogalos D eða E verða afkvæmi hans ekki skráð í ættbók. (Gildir frá 01.09.2010)
Við viljum minna ykkur á að 1. september síðastliðinn tóku í gildi nýjar, hertar reglur til undaneldishunda svo ættbókarskráning fáist á afkvæmi þeirra.
Undaneldisdýr skulu mjaðma- og olnbogamynduð og niðurstaða kunn fyrir pörun.
(Fyrir mjaðmamyndir gildir frá 01.11.1999 og olnbogamyndir frá 01.09.2010)
Greinist hundur með mjaðma- og/eða olnbogalos D eða E verða afkvæmi hans ekki skráð í ættbók. (Gildir frá 01.09.2010)
31.09.2010
Úrslit alþjóðlegrar ræktunarsýningar HRFÍ 28.-29.08.2010
Hægt er að skoða umsagnir hundanna og ýtarlegri úrslit tegundarinnar hér
Úrslit sýningarinnar:
Besti hvolpur 4-6 mánaða tíkur:
1. sæti: Gunnarsholts Vanessa
2. sæti: Gunnarsholts Viktoria
Bestu rakkar tegundar:
1. sæti: Gunnarsholts Primo - íslenskt og alþjóðlegt meistarastig
2. sæti: ISCH Gunnarsholts Joop
3. sæti: C.I.B NUCH ISCH Rambo av Thorarinn
4. sæti: ISCH ISW-07 BH SCHH1 Kkl1 Gildewangen´s Istan
Bestu tíkur tegundar:
1. sæti: Gunnarsholts Trix - íslenskt meistarastig
2. sæti: ISCH BH Caty von Oxsalis - alþjóðlegt meistarastig
3. sæti: Gjósku C-Lína
4. sæti: SG Indira vom Dorahaus
Besti öldungur tegundar:
1. sæti: ISCH ISW-07 BH SCHH1 Kkl1 Gildewangen´s Istan
Besti ræktunarhópur tegundar:
Gunnarsholts ræktun
Besti afkvæmahópur tegundar:
C.I.B. NUCH ISCH Rambo av Thorarinn með afkvæmum
Þetta var þriðja sýning ársins og sigurganga Schäfersins heldur áfram í úrslitum sýninga.
Að þessu sinni var 31 Schäfer hundur skráður til dóms hjá dómaranum Igor Selimovic.
Besti hvolpur tegundar í flokki 4-6 mánaða varð Gunnarsholts Vanessa og heillaði dómara sýningarinnar upp úr skónum. Hún fór alla leið og vann keppnina um besta hvolp sýningar! Eigandi og jafnframt ræktandi hennar er Hjördís Helga Ágústsdóttir.
Besti hundur tegundar varð hin unga Gunnarsholts Trix en hún er aðeins rúmlega 12 mánaða gömul. Eigandi hennar er Anna Francesca Rósudóttir og er ræktandi hennar Hjördís Helga Ágústsdóttir. Trix fékk sitt fyrsta meistarastig en er of ung til að fá alþjóðlega stigið. Það rann því niður til ISCH BH Caty von Oxsalis sem varð önnur besta tík tegundar.
Besti öldungur tegundar ISCH ISW-07 SCHH1 KKl1 Gildewangen´s Istan heldur sigurgöngu sinni áfram og varð í annað skiptið á þessu ári besti öldungur sýningar. Eigandi hans og ræktandi er Hilde Wangberg.
Besti ræktunarhópur tegundar, Gunnarsholts ræktun varð í öðru sæti í keppni um besta ræktunarhóp dagsins og samanstóð ræktunarhópurinn af 5 hundum úr ræktun Hjördísar Helgu Ágústsdóttur.
Besti afkvæmahópur tegundar varð C.I.B. NUCH ISCH Rambo av Thorarinn með afkvæmum sínum fjórum. Rambo er í eigu Sirryar Höllu Stefánsdóttur, eiganda Kolgrímu ræktunar.
Afkvæmahópurinn varð í öðru sæti í keppni um besta afkvæmahóp dagsins.
Við óskum öllum sigurvegurum innilega til hamingju með frábæran árangur og þökkum Bendi ehf innilega fyrir að hafa gefið bikara fyrir þessa sýningu.
Hægt er að skoða umsagnir hundanna og ýtarlegri úrslit tegundarinnar hér
Úrslit sýningarinnar:
Besti hvolpur 4-6 mánaða tíkur:
1. sæti: Gunnarsholts Vanessa
2. sæti: Gunnarsholts Viktoria
Bestu rakkar tegundar:
1. sæti: Gunnarsholts Primo - íslenskt og alþjóðlegt meistarastig
2. sæti: ISCH Gunnarsholts Joop
3. sæti: C.I.B NUCH ISCH Rambo av Thorarinn
4. sæti: ISCH ISW-07 BH SCHH1 Kkl1 Gildewangen´s Istan
Bestu tíkur tegundar:
1. sæti: Gunnarsholts Trix - íslenskt meistarastig
2. sæti: ISCH BH Caty von Oxsalis - alþjóðlegt meistarastig
3. sæti: Gjósku C-Lína
4. sæti: SG Indira vom Dorahaus
Besti öldungur tegundar:
1. sæti: ISCH ISW-07 BH SCHH1 Kkl1 Gildewangen´s Istan
Besti ræktunarhópur tegundar:
Gunnarsholts ræktun
Besti afkvæmahópur tegundar:
C.I.B. NUCH ISCH Rambo av Thorarinn með afkvæmum
Þetta var þriðja sýning ársins og sigurganga Schäfersins heldur áfram í úrslitum sýninga.
Að þessu sinni var 31 Schäfer hundur skráður til dóms hjá dómaranum Igor Selimovic.
Besti hvolpur tegundar í flokki 4-6 mánaða varð Gunnarsholts Vanessa og heillaði dómara sýningarinnar upp úr skónum. Hún fór alla leið og vann keppnina um besta hvolp sýningar! Eigandi og jafnframt ræktandi hennar er Hjördís Helga Ágústsdóttir.
Besti hundur tegundar varð hin unga Gunnarsholts Trix en hún er aðeins rúmlega 12 mánaða gömul. Eigandi hennar er Anna Francesca Rósudóttir og er ræktandi hennar Hjördís Helga Ágústsdóttir. Trix fékk sitt fyrsta meistarastig en er of ung til að fá alþjóðlega stigið. Það rann því niður til ISCH BH Caty von Oxsalis sem varð önnur besta tík tegundar.
Besti öldungur tegundar ISCH ISW-07 SCHH1 KKl1 Gildewangen´s Istan heldur sigurgöngu sinni áfram og varð í annað skiptið á þessu ári besti öldungur sýningar. Eigandi hans og ræktandi er Hilde Wangberg.
Besti ræktunarhópur tegundar, Gunnarsholts ræktun varð í öðru sæti í keppni um besta ræktunarhóp dagsins og samanstóð ræktunarhópurinn af 5 hundum úr ræktun Hjördísar Helgu Ágústsdóttur.
Besti afkvæmahópur tegundar varð C.I.B. NUCH ISCH Rambo av Thorarinn með afkvæmum sínum fjórum. Rambo er í eigu Sirryar Höllu Stefánsdóttur, eiganda Kolgrímu ræktunar.
Afkvæmahópurinn varð í öðru sæti í keppni um besta afkvæmahóp dagsins.
Við óskum öllum sigurvegurum innilega til hamingju með frábæran árangur og þökkum Bendi ehf innilega fyrir að hafa gefið bikara fyrir þessa sýningu.
30.08.2010
Laugvegsganga Hundaræktarfélags Íslands
Næstkomandi laugardag 4. september stendur Hundaræktarfélag Íslands fyrir árlegri göngu niður Laugarveg í miðbæ Reykjarvíkur.
Lagt verður af stað frá Hlemmi klukkan 13.00 nákvæmlega, gengið þaðan niður Laugarveg og endað í Hljómskálagarðinum.
Skólahljómsveit Kópavogs slær taktinn í göngunni.
Við vonum að sem flestir Schäfer eigendur sjái sér fært um að mæta svo að við verðum sýnileg með okkar frábæru tegund!
Munið endilega eftir kúkapokum enda skiptir öllu að við séum til fyrirmyndar og hirðum upp eftir hundana.
Sjáumst á laugardaginn!
Næstkomandi laugardag 4. september stendur Hundaræktarfélag Íslands fyrir árlegri göngu niður Laugarveg í miðbæ Reykjarvíkur.
Lagt verður af stað frá Hlemmi klukkan 13.00 nákvæmlega, gengið þaðan niður Laugarveg og endað í Hljómskálagarðinum.
Skólahljómsveit Kópavogs slær taktinn í göngunni.
Við vonum að sem flestir Schäfer eigendur sjái sér fært um að mæta svo að við verðum sýnileg með okkar frábæru tegund!
Munið endilega eftir kúkapokum enda skiptir öllu að við séum til fyrirmyndar og hirðum upp eftir hundana.
Sjáumst á laugardaginn!
28.08.2010
Deildin óskar öllum góðs gengis á morgun!
Á morgun, sunnudaginn 29. ágúst verður Schäfer sýndur á alþjóðlegri hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands. Dómurinn byrjar klukkan 10.20 og eru þeir sýndir í hring númer 5.
Deildin hefur fengið til liðs við sig fagaðila í kvikmyndagerð og mun hann taka upp alla þá Schäfer hunda sem sýndir verða á morgun.
Hægt verður síðan að kaupa upptökuna á dvd diski.
Panta þarf í gegn um deildina á e-mailið [email protected]
Þetta er frábært tækifæri fyrir sýnendur enda er margt hægt að læra af því að sjá sig sjálfan sýna og sjá hvað hefði mátt fara betur.
Diskurinn mun kosta 3000 krónur.
Á morgun, sunnudaginn 29. ágúst verður Schäfer sýndur á alþjóðlegri hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands. Dómurinn byrjar klukkan 10.20 og eru þeir sýndir í hring númer 5.
Deildin hefur fengið til liðs við sig fagaðila í kvikmyndagerð og mun hann taka upp alla þá Schäfer hunda sem sýndir verða á morgun.
Hægt verður síðan að kaupa upptökuna á dvd diski.
Panta þarf í gegn um deildina á e-mailið [email protected]
Þetta er frábært tækifæri fyrir sýnendur enda er margt hægt að læra af því að sjá sig sjálfan sýna og sjá hvað hefði mátt fara betur.
Diskurinn mun kosta 3000 krónur.
25.08.2010
Breyting á dagskrá sýningarinnar næstkomandi helgi
Því miður hafa tveir dómarar til viðbótar afboðað sig á sýninguna næstkomandi helgi en hafa tveir aðrir verið fengnir í þeirra stað. Þetta breytir tímaröðuninni talsvert.
Við Schäfer eigendur vorum heppin og sluppum við allar breytingar.
Schäferinn er sýndur á sunnudaginn klukkan 10.20
Endilega látið þetta berast til annarra hundeigenda með aðrar tegundir svo að allt gangi smurt á sýningardaginn.
Nýja dagskrá er að finna á www.hrfi.is
Því miður hafa tveir dómarar til viðbótar afboðað sig á sýninguna næstkomandi helgi en hafa tveir aðrir verið fengnir í þeirra stað. Þetta breytir tímaröðuninni talsvert.
Við Schäfer eigendur vorum heppin og sluppum við allar breytingar.
Schäferinn er sýndur á sunnudaginn klukkan 10.20
Endilega látið þetta berast til annarra hundeigenda með aðrar tegundir svo að allt gangi smurt á sýningardaginn.
Nýja dagskrá er að finna á www.hrfi.is
23.08.2010
Síðasta sýningarþjálfunin fyrir sýninguna!
Minni ykkur á sýningarþjálfun annað kvöld, þriðjudaginn 24. ágúst klukkan 20.00.
Þjálfunin er haldin á bílaplani Reiðhallar Víðidals og kostar hún 500 krónur og rennur ágóðinn óskertur til uppbyggingar á deildinni.
Þetta er síðasta sýningarþjálfunin sem deildin heldur fyrir sýninguna!
Æfingin skapar meistarann :)
Athugið að hægt er að lesa grein hérna inn á heimasíðu deildarinnar um hvernig eigi að undirbúa feld hundsins fyrir sýninguna. Hana getið þið lesið hér og er hana einnig að finna undir "sýningar" hér inn á vefnum.
Minni ykkur á sýningarþjálfun annað kvöld, þriðjudaginn 24. ágúst klukkan 20.00.
Þjálfunin er haldin á bílaplani Reiðhallar Víðidals og kostar hún 500 krónur og rennur ágóðinn óskertur til uppbyggingar á deildinni.
Þetta er síðasta sýningarþjálfunin sem deildin heldur fyrir sýninguna!
Æfingin skapar meistarann :)
Athugið að hægt er að lesa grein hérna inn á heimasíðu deildarinnar um hvernig eigi að undirbúa feld hundsins fyrir sýninguna. Hana getið þið lesið hér og er hana einnig að finna undir "sýningar" hér inn á vefnum.
22.08.2010
Laugarvegsganga HRFÍ
Laugardaginn 4. september verður Laugarvegsganga Hundaræktarfélags Íslands haldin.
Lagt verður af stað frá Hlemmi klukkan 13.00, gengið niður Laugarveg og endað í Hljómskálagarðinum.
Skólahljómsveit Kópavogs slær taktinn í göngunni.
Mikilvægt er að þátttakendur mæti tímanlega.
Við Schäfer eigendur verðum vonandi áberandi í göngunni.
Verum til fyrirmyndar, komið með skítapoka og hirðið upp eftir hundana.
Laugardaginn 4. september verður Laugarvegsganga Hundaræktarfélags Íslands haldin.
Lagt verður af stað frá Hlemmi klukkan 13.00, gengið niður Laugarveg og endað í Hljómskálagarðinum.
Skólahljómsveit Kópavogs slær taktinn í göngunni.
Mikilvægt er að þátttakendur mæti tímanlega.
Við Schäfer eigendur verðum vonandi áberandi í göngunni.
Verum til fyrirmyndar, komið með skítapoka og hirðið upp eftir hundana.
16.08.2010
Skemmtilegt námskeið framundan!
Næstkomandi laugardag, 21. ágúst mun Schäfer deildin standa fyrir einkatímum í spori.
Leiðbeinandinn er Drífa Gestsdóttir, hundaþjálfari.
Staðsetning: Sólheimakot (staðsett 5 mínútum fyrir utan Reykjavík, nánari upplýsingar fást við skráningu).
Fyrirkomulagið verður þannig að tveir mæta í einu með sína hunda og eru í tvo klukkutíma í senn. Hver sporar tvisvar sinnum og er farið ýtarlega yfir sporin og hvað mætti fara betur.
Verðið er aðeins 2.000 krónur.
Um leiðbeinandann: Drífa fór árið 2000 til Svíþjóðar og byrjaði sem lærlingur við þjálfun leiðsöguhunda hjá Hundaskolan i Sollefteå. Þar starfaði hún við þjálfun leiðsöguhunda þar til hún fór í nám í Dressörskolan i Sollefteå og útskrifaðist þaðan árið 2004 sem hundaþjálfari.
Drífa vann sem hundaþjálfari hjá lögreglunni í Skåne þar sem þjálfað var spor, varnarþjálfun og víðavangsleit.
Einnig hefur hún þjálfað fíkniefnahunda fyrir Lögregluna og Tollinn.
Í dag starfar hún sem yfirþjálfari hunda blindrafélagsins.
Þetta verður án efa afskaplega skemmtilegt og lærdómsríkt!
Við hvetjum alla til þess að skrá sig sem fyrst og velja sér tíma sem hentar!
Næstkomandi laugardag, 21. ágúst mun Schäfer deildin standa fyrir einkatímum í spori.
Leiðbeinandinn er Drífa Gestsdóttir, hundaþjálfari.
Staðsetning: Sólheimakot (staðsett 5 mínútum fyrir utan Reykjavík, nánari upplýsingar fást við skráningu).
Fyrirkomulagið verður þannig að tveir mæta í einu með sína hunda og eru í tvo klukkutíma í senn. Hver sporar tvisvar sinnum og er farið ýtarlega yfir sporin og hvað mætti fara betur.
Verðið er aðeins 2.000 krónur.
Um leiðbeinandann: Drífa fór árið 2000 til Svíþjóðar og byrjaði sem lærlingur við þjálfun leiðsöguhunda hjá Hundaskolan i Sollefteå. Þar starfaði hún við þjálfun leiðsöguhunda þar til hún fór í nám í Dressörskolan i Sollefteå og útskrifaðist þaðan árið 2004 sem hundaþjálfari.
Drífa vann sem hundaþjálfari hjá lögreglunni í Skåne þar sem þjálfað var spor, varnarþjálfun og víðavangsleit.
Einnig hefur hún þjálfað fíkniefnahunda fyrir Lögregluna og Tollinn.
Í dag starfar hún sem yfirþjálfari hunda blindrafélagsins.
Þetta verður án efa afskaplega skemmtilegt og lærdómsríkt!
Við hvetjum alla til þess að skrá sig sem fyrst og velja sér tíma sem hentar!
14.08.2010
Úrslit úr ljósmyndakeppninni
Rakel Sigurðardóttir ljósmyndari hefur valið myndina sem nú hefur unnið ljósmyndakeppni sumarsins 2010.
Fallegi hundurinn sem þessa mynd príðir heitir Kolgrímu Blake Hólm en er dags daglega kölluð Ronja. Hún er í eigu Ingibjargar Þórisdóttur en sendandi myndarinnar var dóttir hennar Þórunn Hannesdóttir.
Við óskum þeim innilega til hamingju með sigurinn!
Í vinning fá fá eigendurnir afar veglega gjöf frá Dýrheimum - Royal Canin á Íslandi.
Í vinning fá fá eigendurnir afar veglega gjöf frá Dýrheimum - Royal Canin á Íslandi.
Deildin þakkar öllum þeim sem sendu inn myndir í keppnina og við hlökkum til að halda aðra ljósmyndakeppni í haust.
09.08.2010
Sýningarþjálfun á morgun
- æfingin skapar meistarann
Við minnum á sýningarþjálfun á morgun, þriðjudaginn 10. ágúst klukkan 20.00 á bílaplani Reiðhallar Víðidals.
Skiptið kostar 500 krónur og rennur óskert til deildarinnar.
Sjáumst hress ;)
- æfingin skapar meistarann
Við minnum á sýningarþjálfun á morgun, þriðjudaginn 10. ágúst klukkan 20.00 á bílaplani Reiðhallar Víðidals.
Skiptið kostar 500 krónur og rennur óskert til deildarinnar.
Sjáumst hress ;)
08.08.2010
Samstarf með Björgunarhundasveitunum!
Stjórn deildarinnar hefur fengið til liðs við sig frábæra einstaklinga frá Björgunarhundasveitum landsins.
Deildin óskaði eftir því við Björgunarhundasveitirnar, að það yrði tengiliður frá þeim við Schäfer deildina sem gæti verið til taks ef einhverjar spurningar myndu vakna.
Einnig ef fólk hefði áhuga fyrir því að kynna sér störf Björgunarhundasveitanna þá væri hægt að hafa samband við tengiliðina.
Deildin vinnur hörðum höndum við að afla upplýsinga fyrir umsókn að því að fá prófin hjá Björgunarhundasveitunum samþykkt sem vinnupróf hjá HRFÍ og er það ákaflega mikilvægt að það sé í samstarfi við Björgunarhundasveitirnar til að líklegra sé að við fáum þetta í gegn.
Tengiliðirnir eru að sjálfsögðu Schäfer eigendur og heita þau Emil Ágústson frá Björgunarhundasveit Íslands og Íris Bjarnadóttir frá Leitarhundum.
Við þökkum þeim báðum innilega fyrir og hlökkum til samstarfsins.
Stjórn deildarinnar hefur fengið til liðs við sig frábæra einstaklinga frá Björgunarhundasveitum landsins.
Deildin óskaði eftir því við Björgunarhundasveitirnar, að það yrði tengiliður frá þeim við Schäfer deildina sem gæti verið til taks ef einhverjar spurningar myndu vakna.
Einnig ef fólk hefði áhuga fyrir því að kynna sér störf Björgunarhundasveitanna þá væri hægt að hafa samband við tengiliðina.
Deildin vinnur hörðum höndum við að afla upplýsinga fyrir umsókn að því að fá prófin hjá Björgunarhundasveitunum samþykkt sem vinnupróf hjá HRFÍ og er það ákaflega mikilvægt að það sé í samstarfi við Björgunarhundasveitirnar til að líklegra sé að við fáum þetta í gegn.
Tengiliðirnir eru að sjálfsögðu Schäfer eigendur og heita þau Emil Ágústson frá Björgunarhundasveit Íslands og Íris Bjarnadóttir frá Leitarhundum.
Við þökkum þeim báðum innilega fyrir og hlökkum til samstarfsins.
06.08.2010
Fréttir af stjórnarstörfum deildarinnar
Stjórn deildarinnar hefur mikið fyrir stafni þessa dagana.
Verið er að vinna hörðum höndum að umsókn um að við fáum að halda deildarsýningu næsta sumar en þeirri umsókn þarf að skila inn til Hundaræktarfélagsins eigi síðar en 1. september næstkomandi.
Umsókninni þarf að fylgja fjárhagsáætlun, tillögur að dómara, staðsetning og dagsetning
Við þurfum að sýna fram á að sýningin standi undir sér og erum við því að vinna hörðum höndum að því að finna styrkjendur.
Tillögur að dómara eru vel þegnar en gaman væri ef sá sami gæti einnig dæmt vinnupróf.
Hugmyndin er sú að halda sýningu annan daginn og vinnupróf hinn daginn.
Sýningin verður utandyra eins og tíðkast erlendis og höldum við þannig kostnaðinum niðri.
Hugmyndin er að halda sýninguna um miðjan júlí.
Eins og fram kom hér fyrir ofan eru tillögur vel þegnar og skiptir miklu máli að félagsmenn sýni samstöðu svo að við fáum þennan deildarviðburð samþykktan.
Annað sem framundan er, er alþjóðleg ræktunarsýning Hundaræktarfélags Íslands.
Stjórnin leitar eftir styrkjendum að verðlaunagripum fyrir tegundina. Um er að ræða upphæð upp á 15 þúsund krónur um það bil og verður nafn gefandans tekið fram á hverjum verðlaunagrip. Ekki lítur út fyrir að haldið verði áfram með farandsgripi þar sem ekki gengur nógu vel að fá þá tilbaka frá fyrri vinningshöfum.
Einnig er óákveðið hvort við verðum með bás á næstu sýningu þar sem illa hefur gengið að manna básinn. Básinn er frábært kynningartæki fyrir deildina og tegundina en ómannaður bás gefur af sér litla kynningu.
Sýningarþjálfun verður haldin á vegum deildarinnar á þriðjudagskvöldum fram að sýningu.
Um er að ræða 10. ágúst, 17. ágúst og 24 ágúst klukkan 20.00 á bílaplaninu hjá Reiðhöll Víðidals. Ef túnið er laust fyrir neðan reiðhöllina munum við færa okkur þangað.
Skiptið kostar 500 krónur og óskert rennur til deildarinnar.
Næsta sunnudag hinsvegar verður ganga á vegum deildarinnar. Hittumst á bílaplani Morgunblaðshússins klukkan 14. Ef einhverjar spurningar eru þá er hægt að hringja í síma 616-1188.
Sjáumst ;)
Stjórn deildarinnar hefur mikið fyrir stafni þessa dagana.
Verið er að vinna hörðum höndum að umsókn um að við fáum að halda deildarsýningu næsta sumar en þeirri umsókn þarf að skila inn til Hundaræktarfélagsins eigi síðar en 1. september næstkomandi.
Umsókninni þarf að fylgja fjárhagsáætlun, tillögur að dómara, staðsetning og dagsetning
Við þurfum að sýna fram á að sýningin standi undir sér og erum við því að vinna hörðum höndum að því að finna styrkjendur.
Tillögur að dómara eru vel þegnar en gaman væri ef sá sami gæti einnig dæmt vinnupróf.
Hugmyndin er sú að halda sýningu annan daginn og vinnupróf hinn daginn.
Sýningin verður utandyra eins og tíðkast erlendis og höldum við þannig kostnaðinum niðri.
Hugmyndin er að halda sýninguna um miðjan júlí.
Eins og fram kom hér fyrir ofan eru tillögur vel þegnar og skiptir miklu máli að félagsmenn sýni samstöðu svo að við fáum þennan deildarviðburð samþykktan.
Annað sem framundan er, er alþjóðleg ræktunarsýning Hundaræktarfélags Íslands.
Stjórnin leitar eftir styrkjendum að verðlaunagripum fyrir tegundina. Um er að ræða upphæð upp á 15 þúsund krónur um það bil og verður nafn gefandans tekið fram á hverjum verðlaunagrip. Ekki lítur út fyrir að haldið verði áfram með farandsgripi þar sem ekki gengur nógu vel að fá þá tilbaka frá fyrri vinningshöfum.
Einnig er óákveðið hvort við verðum með bás á næstu sýningu þar sem illa hefur gengið að manna básinn. Básinn er frábært kynningartæki fyrir deildina og tegundina en ómannaður bás gefur af sér litla kynningu.
Sýningarþjálfun verður haldin á vegum deildarinnar á þriðjudagskvöldum fram að sýningu.
Um er að ræða 10. ágúst, 17. ágúst og 24 ágúst klukkan 20.00 á bílaplaninu hjá Reiðhöll Víðidals. Ef túnið er laust fyrir neðan reiðhöllina munum við færa okkur þangað.
Skiptið kostar 500 krónur og óskert rennur til deildarinnar.
Næsta sunnudag hinsvegar verður ganga á vegum deildarinnar. Hittumst á bílaplani Morgunblaðshússins klukkan 14. Ef einhverjar spurningar eru þá er hægt að hringja í síma 616-1188.
Sjáumst ;)
04.08.2010
Ganga næstkomandi sunnudag!
Næstkomandi sunnudag 9. ágúst ætlum við að hittast við Morgunblaðshúsið og ganga á þeim frábæru gönguleiðum sem nágreni Rauðavatns hefur upp á að bjóða.
Við áttum svo frábæra göngu síðast þegar við gengum við Rauðavatnið og eru margar ólíkar gönguleiðir sem hægt er að velja.
Við leggjum af stað frá bílaplani Morgunblaðshússins klukkan 14.00.
Allir velkomnir og við hlökkum til að sjá sem flesta :)
Næstkomandi sunnudag 9. ágúst ætlum við að hittast við Morgunblaðshúsið og ganga á þeim frábæru gönguleiðum sem nágreni Rauðavatns hefur upp á að bjóða.
Við áttum svo frábæra göngu síðast þegar við gengum við Rauðavatnið og eru margar ólíkar gönguleiðir sem hægt er að velja.
Við leggjum af stað frá bílaplani Morgunblaðshússins klukkan 14.00.
Allir velkomnir og við hlökkum til að sjá sem flesta :)
01.08.2010
Sýningarþjálfun og undirbúningur
Nú hefur skráningarfresturinn runnið út á ágúst sýningu Hundaræktarfélags Íslands og við vonum að sem flestir hafi munað eftir að skrá.
Gaman væri ef sýningarþjálfun væri haldin á vegum deildarinnar en aðeins ef það er áhugi hjá félagsmönnum. Á sýningarþjálfuninni verður farið yfir alla þætti sýningarinnar og kennt sýnendum að draga fram það besta út úr hundunum.
Aðeins verður haldin sýningarþjálfun ef áhugi er fyrir henni frá félagsmönnum.
Sendu okkur póst hér fyrir neðan ef þú hefur áhuga....
Nú hefur skráningarfresturinn runnið út á ágúst sýningu Hundaræktarfélags Íslands og við vonum að sem flestir hafi munað eftir að skrá.
Gaman væri ef sýningarþjálfun væri haldin á vegum deildarinnar en aðeins ef það er áhugi hjá félagsmönnum. Á sýningarþjálfuninni verður farið yfir alla þætti sýningarinnar og kennt sýnendum að draga fram það besta út úr hundunum.
Aðeins verður haldin sýningarþjálfun ef áhugi er fyrir henni frá félagsmönnum.
Sendu okkur póst hér fyrir neðan ef þú hefur áhuga....
25.07.2010
Alþjóðleg hundasýning Hundaræktarfélags Íslands
Sýningin verður haldin helgina 28.-29. ágúst næstkomandi og rennur skráningarfresturinn út næstkomandi föstudag 30. ágúst!
Hægt er að skrá á sýninguna á skrifstofu félagsins að Síðumúla 15 og í gegn um öruggan vefþjón sem hægt er að finna á heimasíðu félagsins www.hrfi.is
Búið er að gera ráð fyrir því að dómari Schäfer hundanna verði Igor Selimovic frá Króatíu.
Við vonumst til að sem flestir skrái á sýninguna enda gaman þegar sem flestir taka þátt!
Unglingadeild Hundaræktarfélags Íslands mun sjá um sýningarþjálfun fyrir félagið og svo er aldrei að vita nema deildin muni hafa sýningarþjálfun einnig ef áhugi er fyrir.
Sýningarþjálfanir verða auglýstar þegar nær dregur.
Ef einhverjar spurningar vakna, hikið ekki við að hafa samband við deildina: [email protected]
Sýningin verður haldin helgina 28.-29. ágúst næstkomandi og rennur skráningarfresturinn út næstkomandi föstudag 30. ágúst!
Hægt er að skrá á sýninguna á skrifstofu félagsins að Síðumúla 15 og í gegn um öruggan vefþjón sem hægt er að finna á heimasíðu félagsins www.hrfi.is
Búið er að gera ráð fyrir því að dómari Schäfer hundanna verði Igor Selimovic frá Króatíu.
Við vonumst til að sem flestir skrái á sýninguna enda gaman þegar sem flestir taka þátt!
Unglingadeild Hundaræktarfélags Íslands mun sjá um sýningarþjálfun fyrir félagið og svo er aldrei að vita nema deildin muni hafa sýningarþjálfun einnig ef áhugi er fyrir.
Sýningarþjálfanir verða auglýstar þegar nær dregur.
Ef einhverjar spurningar vakna, hikið ekki við að hafa samband við deildina: [email protected]
11.07.2010
Ljósmyndakeppni Schäferdeildarinnar
Schäferdeildin verður með ljósmyndakeppni í júlí og vonumst við til þess að sem flestir taki þátt.
Þemað er Sumar og að sjálfsögðu þarf Schäfer hundur eða Schäfer hundar að prýða myndina.
Myndin má vera gömul eða ný, skiptir engu máli ;)
Hægt er að senda inn myndir inn á netfang deildarinnar [email protected] út júlí mánuð og nokkrum dögum síðar verður birt hver sumarmynd Schäferdeildarinnar 2010 er.
Allar myndir sem sendar eru inn í keppnina verða birtar hér á vefnum og á facebook síðu deildarinnar (undir: Schäfer deild HRFÍ) :)
Vinningshafi fær vægast sagt glæsilegan vinning frá Dýrheimum (Royal Canin).
Við sendum Dýrheimum bestu þakkir fyrir stuðninginn.
Schäferdeildin verður með ljósmyndakeppni í júlí og vonumst við til þess að sem flestir taki þátt.
Þemað er Sumar og að sjálfsögðu þarf Schäfer hundur eða Schäfer hundar að prýða myndina.
Myndin má vera gömul eða ný, skiptir engu máli ;)
Hægt er að senda inn myndir inn á netfang deildarinnar [email protected] út júlí mánuð og nokkrum dögum síðar verður birt hver sumarmynd Schäferdeildarinnar 2010 er.
Allar myndir sem sendar eru inn í keppnina verða birtar hér á vefnum og á facebook síðu deildarinnar (undir: Schäfer deild HRFÍ) :)
Vinningshafi fær vægast sagt glæsilegan vinning frá Dýrheimum (Royal Canin).
Við sendum Dýrheimum bestu þakkir fyrir stuðninginn.
29.06.2010
Úrslit prófa hjá Björgunarhundasveitum landsins
Við erum svo stolt af þeim frábæru teymum sem starfa í Björgunarhundasveitum landsins!
Að baki liggur mikil vinna og eiga þessi teymi svo sannarlega hrós skilið!
Þó nokkrir eigendur Schäfer hunda hafa tekið þátt í prófum á þessu ári og eru niðurstöður komnar inn á vefinn okkar undir fréttum og svo undir úrslit vinnuprófa.
Ýtið hér til að fara beint að slóðinni.
Einnig erum við með lista yfir teymin hér inn á síðunni undir tegundin og svo starfandi björgunarhundasveitateymi. Ef þú veist um eitthvað/einhver teymi sem ekki er á þessum lista, þá tökum við vel á móti ábendingum.
Hér fyrir neðan sjáið þið úrslit prófanna hjá Björgunarhundasveitunum á þessu ári :
20. júní 2010 - Víðavangsúttekt
- Eldeyjar Hugi og Theodór luku A prófi
24. mars 2010 - Snjóflóðaúttekt
- Eldeyjar Hugi og Theodór luku A prófi
- Askur og Reynhildur luku B prófi
- Kiza og Steinar luku B prófi
- Vaka og Stefán Karl luku B prófi
- Grámanns Nanuc og Valgerður luku C prófi
17. mars 2010 - Snjóflóðaleit
- Kolgrímu Alpha Hólm náði A prófi
- Gunnarsholts Senjorita náði C prófi
Enn og aftur óskum við teymunum innilega til hamingju!
Við erum svo stolt af þeim frábæru teymum sem starfa í Björgunarhundasveitum landsins!
Að baki liggur mikil vinna og eiga þessi teymi svo sannarlega hrós skilið!
Þó nokkrir eigendur Schäfer hunda hafa tekið þátt í prófum á þessu ári og eru niðurstöður komnar inn á vefinn okkar undir fréttum og svo undir úrslit vinnuprófa.
Ýtið hér til að fara beint að slóðinni.
Einnig erum við með lista yfir teymin hér inn á síðunni undir tegundin og svo starfandi björgunarhundasveitateymi. Ef þú veist um eitthvað/einhver teymi sem ekki er á þessum lista, þá tökum við vel á móti ábendingum.
Hér fyrir neðan sjáið þið úrslit prófanna hjá Björgunarhundasveitunum á þessu ári :
20. júní 2010 - Víðavangsúttekt
- Eldeyjar Hugi og Theodór luku A prófi
24. mars 2010 - Snjóflóðaúttekt
- Eldeyjar Hugi og Theodór luku A prófi
- Askur og Reynhildur luku B prófi
- Kiza og Steinar luku B prófi
- Vaka og Stefán Karl luku B prófi
- Grámanns Nanuc og Valgerður luku C prófi
17. mars 2010 - Snjóflóðaleit
- Kolgrímu Alpha Hólm náði A prófi
- Gunnarsholts Senjorita náði C prófi
Enn og aftur óskum við teymunum innilega til hamingju!
27.06.2010
Nagbein á góðu verði
Bendir ehf er með nagbein á góðu verði.
Við mælum með að þú komir við í Bendi, Hlíðarsmára 13 í Kópavogi og kynnir þér úrvalið.
Það er afskaplega gott fyrir hunda að fá nagbein stöku sinnum sem þeir þurfa að hafa fyrir því að naga. Nagbeinin geta hjálpað við að hreinsa burt tannstein úr tönnum hunda og þar af leiðandi minnkað andfýlu úr hundum.
Það finnst flestum hundum afskaplega gott að fá nagbein og mælum við með beinunum frá Bendi ehf.
Við mælum með að þú komir við í Bendi, Hlíðarsmára 13 í Kópavogi og kynnir þér úrvalið.
Það er afskaplega gott fyrir hunda að fá nagbein stöku sinnum sem þeir þurfa að hafa fyrir því að naga. Nagbeinin geta hjálpað við að hreinsa burt tannstein úr tönnum hunda og þar af leiðandi minnkað andfýlu úr hundum.
Það finnst flestum hundum afskaplega gott að fá nagbein og mælum við með beinunum frá Bendi ehf.
23.06.2010
Úrslit úr Hlýðnikeppni Vinnuhundadeildarinnar
Hlýðnikeppni Vinnuhundadeildar HRFÍ var haldin 23. júní síðastliðinn og var hún opin fyrir allar tegundir hunda af öllum stærðum og gerðum.
Aðeins einn Schäfer tók þátt af þrettán þátttakendum og var það Gjósku Halla Karólína í eigu Viggó Sigurðssonar og lentu þau í 5.-6. sæti af 9 í flokki hunda 1 árs og eldri.
Þau hlutu 90 stig ad 110 mögulegum.
Þessi gamni keppni var frábær viðburður hjá Vinnuhundadeildinni og vonum við að deildin standi fyrir fleiri slíkum viðburðum sem fyrst.
Hlýðnikeppni Vinnuhundadeildar HRFÍ var haldin 23. júní síðastliðinn og var hún opin fyrir allar tegundir hunda af öllum stærðum og gerðum.
Aðeins einn Schäfer tók þátt af þrettán þátttakendum og var það Gjósku Halla Karólína í eigu Viggó Sigurðssonar og lentu þau í 5.-6. sæti af 9 í flokki hunda 1 árs og eldri.
Þau hlutu 90 stig ad 110 mögulegum.
Þessi gamni keppni var frábær viðburður hjá Vinnuhundadeildinni og vonum við að deildin standi fyrir fleiri slíkum viðburðum sem fyrst.
17.06.2010
Þriggja daga sporanámskeiði Schäferdeildarinnar lokið
Schäferdeildin stóð fyrir þriggja daga sporanámskeiði dagana 11, 12 og 17 júní.
Leiðbeinandi námskeiðsins var Albert Steingrímsson, hundaþjálfari og þökkum við honum kærlega fyrir frábært námskeið.
Námskeiðið heppnaðist afskaplega vel og voru þátttakendur mjög ánægðir :)
Hámarksskráning náðist á námskeiðið og er það bara hvatning fyrir okkur að halda ótrauð áfram þó að á móti blási.
Við þökkum Bryndísi, Dagrúnu, Guðrúnu Önnu, Sturlu, Karen, Helga og hundunum þeirra kærlega fyrir samveruna og hlökkum til að hittast og æfa saman!
Við þökkum einnig Bendi ehf fyrir að útvega frábær sporabeisli til landsins með stuttum fyrirvara.
Schäferdeildin stóð fyrir þriggja daga sporanámskeiði dagana 11, 12 og 17 júní.
Leiðbeinandi námskeiðsins var Albert Steingrímsson, hundaþjálfari og þökkum við honum kærlega fyrir frábært námskeið.
Námskeiðið heppnaðist afskaplega vel og voru þátttakendur mjög ánægðir :)
Hámarksskráning náðist á námskeiðið og er það bara hvatning fyrir okkur að halda ótrauð áfram þó að á móti blási.
Við þökkum Bryndísi, Dagrúnu, Guðrúnu Önnu, Sturlu, Karen, Helga og hundunum þeirra kærlega fyrir samveruna og hlökkum til að hittast og æfa saman!
Við þökkum einnig Bendi ehf fyrir að útvega frábær sporabeisli til landsins með stuttum fyrirvara.
16.06.2010
Ganga næstkomandi sunnudag!
Schäferdeildin stendur fyrir göngu næstkomandi sunnudag 20 júní klukkan 14.00
Við ætlum að hittast í miðbæ Reykjavíkur þannig að þetta verður góð umhverfisþjálfun fyrir hundana ásamt skemmtilegum göngutúr.
Hittst verður fyrir framan Ráðhúsið og gengið hringinn í kring um Tjörnina.
Með von um að sjá sem flesta!
Fyrir hönd stjórnar Schäferdeildarinnar,
Eva Björk
Schäferdeildin stendur fyrir göngu næstkomandi sunnudag 20 júní klukkan 14.00
Við ætlum að hittast í miðbæ Reykjavíkur þannig að þetta verður góð umhverfisþjálfun fyrir hundana ásamt skemmtilegum göngutúr.
Hittst verður fyrir framan Ráðhúsið og gengið hringinn í kring um Tjörnina.
Með von um að sjá sem flesta!
Fyrir hönd stjórnar Schäferdeildarinnar,
Eva Björk
15.06.2010
Hlýðnikeppni Vinnuhundadeildar
Vinnuhundadeild býður áhugafólki um hlýðni velkomið á einfalda og skemmtilega hlýðnikeppni sem sem haldin verður miðvikudaginn 23. júní stundvíslega klukkan 18:00.
Þátttökugjaldi verður stillt í hóf en gjald fyrir hvern hund er 1.000 krónur.
Stjórnandi/eigandi má þó taka þátt með fleiri en einn hund.
Skráningar og greiðsla fer fram á staðnum. - Ath. Það veðrur ekki posi á staðnum
Keppt er í fjórum æfingum sem eru auðveldar og henta öllum hundum.
Allir mega nota orð og handahreyfingu í æfingunum. Það er sömuleiðis leyfilegt að nota hrós og verðlaun. Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal og þrír efstu keppendur fá verðlaun.
Takið með stól til að sitja á og nesti og við minnum fólk á að taka með sér hundaskítspoka.
Allir eru hartanlega velkomnir!
Staðsetning auglýst síðar.
Keppnis fyrirkomulag og æfingar:
1. Sýna tennur - Hámarksstigagjöf 10 stig.
- Hundur á að sitja kyrr við vinstra hné stjórnanda á meðan tennur eru skoðaðar í hundinum.
2. Liggja kyrr í 30 sekúndur - Hámarksstigagjöf 30 stig.
- Stjórnandi skipar hundi að liggja, síðan liggja kyrr. Eftir boð frá dómara gengur stjórnandi u.þ.b. 3 metra, snýr sér við og stendur kyrr (30 sek) þar til dómarinn segir honum að ganga aftur til hundsins.
3. Hælganga í taum - Hámarksstigagjöf 30 stig.
- Stjórnandi hefur hund við vinstri hlið með slakan taum. Gengur 3 metra með hund á hæl og stöðvar við boð frá dómara. Dómari segir stjórnanda að ganga áfram u.þ.b. 2 metra og beygja til hægri/vinstri. Ganga 3 metra og stöðva við boð frá dómara. Ganga síðan 2 metra áfram og snúa við og stöðva.
Hundurinn á að setjast við vinstra hné stjórnanda í hvert sinn sem hann stöðvar.
4. Að liggja úr sitjandi stöðu - Hámarksstigagjöf 20 stig.
- Stjórnandi gengur með hund við vinstra hné að þeim stað sem dómari sýnir og stöðvar þar stjórnandi. Hundurinn á að setjast og stjórnandi skipar honum síðan að leggjast. Stjórnandi gengur frá hundi við boð dómara og snýr við og stöðvar þar til dómari segir stjórnanda að ganga til hundsins. Stjórnandi biður eftir boði frá dómara um að láta hundinn setjast upp.
5. Innkall úr sitjandi stöðu - Hámarksstigagjöf 20 stig.
- Æfingin byrjar með hundinn í upphafsstöðu við vinstri hlið stjórnanda. Með skipun segir stjórnandi hundinum að sitja kyrr. Stjórnandi gengur sirka 15 metra frá hundinum, snýr við og staðnæmist. Stjórnandinn fær síðan skipun frá dómara að kalla á hundinn sinn inn í upphafsstöðu.
Við hvetjum alla Schäfer eigendur að taka þátt í þessari frábæru uppákomu hjá Vinnuhundadeild HRFÍ
Vinnuhundadeild býður áhugafólki um hlýðni velkomið á einfalda og skemmtilega hlýðnikeppni sem sem haldin verður miðvikudaginn 23. júní stundvíslega klukkan 18:00.
Þátttökugjaldi verður stillt í hóf en gjald fyrir hvern hund er 1.000 krónur.
Stjórnandi/eigandi má þó taka þátt með fleiri en einn hund.
Skráningar og greiðsla fer fram á staðnum. - Ath. Það veðrur ekki posi á staðnum
Keppt er í fjórum æfingum sem eru auðveldar og henta öllum hundum.
Allir mega nota orð og handahreyfingu í æfingunum. Það er sömuleiðis leyfilegt að nota hrós og verðlaun. Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal og þrír efstu keppendur fá verðlaun.
Takið með stól til að sitja á og nesti og við minnum fólk á að taka með sér hundaskítspoka.
Allir eru hartanlega velkomnir!
Staðsetning auglýst síðar.
Keppnis fyrirkomulag og æfingar:
1. Sýna tennur - Hámarksstigagjöf 10 stig.
- Hundur á að sitja kyrr við vinstra hné stjórnanda á meðan tennur eru skoðaðar í hundinum.
2. Liggja kyrr í 30 sekúndur - Hámarksstigagjöf 30 stig.
- Stjórnandi skipar hundi að liggja, síðan liggja kyrr. Eftir boð frá dómara gengur stjórnandi u.þ.b. 3 metra, snýr sér við og stendur kyrr (30 sek) þar til dómarinn segir honum að ganga aftur til hundsins.
3. Hælganga í taum - Hámarksstigagjöf 30 stig.
- Stjórnandi hefur hund við vinstri hlið með slakan taum. Gengur 3 metra með hund á hæl og stöðvar við boð frá dómara. Dómari segir stjórnanda að ganga áfram u.þ.b. 2 metra og beygja til hægri/vinstri. Ganga 3 metra og stöðva við boð frá dómara. Ganga síðan 2 metra áfram og snúa við og stöðva.
Hundurinn á að setjast við vinstra hné stjórnanda í hvert sinn sem hann stöðvar.
4. Að liggja úr sitjandi stöðu - Hámarksstigagjöf 20 stig.
- Stjórnandi gengur með hund við vinstra hné að þeim stað sem dómari sýnir og stöðvar þar stjórnandi. Hundurinn á að setjast og stjórnandi skipar honum síðan að leggjast. Stjórnandi gengur frá hundi við boð dómara og snýr við og stöðvar þar til dómari segir stjórnanda að ganga til hundsins. Stjórnandi biður eftir boði frá dómara um að láta hundinn setjast upp.
5. Innkall úr sitjandi stöðu - Hámarksstigagjöf 20 stig.
- Æfingin byrjar með hundinn í upphafsstöðu við vinstri hlið stjórnanda. Með skipun segir stjórnandi hundinum að sitja kyrr. Stjórnandi gengur sirka 15 metra frá hundinum, snýr við og staðnæmist. Stjórnandinn fær síðan skipun frá dómara að kalla á hundinn sinn inn í upphafsstöðu.
Við hvetjum alla Schäfer eigendur að taka þátt í þessari frábæru uppákomu hjá Vinnuhundadeild HRFÍ
13.06.2010
Nóg að gera hjá Schäfer eigendum um helgina!
Sporanámskeiðið sem Schäfer deildin er að standa fyrir er í fullum gangi og eru þátttakendur námskeiðiðsins afskaplega ánægðir! Síðasti dagur námskeiðsins er á fimmtudaginn 17 júní næstkomandi. Við þökkum Alberti Steingrímssyni hundaþjálfara og leiðbeinanda námskeiðsins kærlega fyrir gott lærdómsríkt námskeið!
Í dag fór fram skapgerðarmat á vegum Schäfer deildarinnar. Matið fór vel fram og er frábært að hafa þetta öfluga tæki sem skapgerðarmat er til þess að sjá stöðu tegundarinnar í skapgerð.
Við vonumst til að sem flestir fari með hundana sína í skapgerðarmat á þessu ári en hver fer að verða síðastur að komast að. Skráning fer fram á skrifstofu HRFÍ.
Við þökkum stýrihóp skapgerðarmatsins og starfsfólki kærlega fyrir að gera það mögulegt að hægt var að halda skapgerðarmat fyrir Schäfer deildina!
Við erum búin að bæta inn í gagnagrunninn, hundum sem eru fæddir á þessu ári.
Við óskum eftir því að eigendur Schäfer hunda sendi eina mynd af hundinum sínum á netfang deildarinnar [email protected]
Myndin getur verið af hundinum við hvaða tilefni sem er!
Að lokum er Schäfer deildin er með Facebook síðu undir nafninu Schäfer deild HRFÍ og væri gaman ef fólk myndi nýta sér þann fréttavef til að fylgjast með og taka þátt í starfinu hjá deildinni.
Sporanámskeiðið sem Schäfer deildin er að standa fyrir er í fullum gangi og eru þátttakendur námskeiðiðsins afskaplega ánægðir! Síðasti dagur námskeiðsins er á fimmtudaginn 17 júní næstkomandi. Við þökkum Alberti Steingrímssyni hundaþjálfara og leiðbeinanda námskeiðsins kærlega fyrir gott lærdómsríkt námskeið!
Í dag fór fram skapgerðarmat á vegum Schäfer deildarinnar. Matið fór vel fram og er frábært að hafa þetta öfluga tæki sem skapgerðarmat er til þess að sjá stöðu tegundarinnar í skapgerð.
Við vonumst til að sem flestir fari með hundana sína í skapgerðarmat á þessu ári en hver fer að verða síðastur að komast að. Skráning fer fram á skrifstofu HRFÍ.
Við þökkum stýrihóp skapgerðarmatsins og starfsfólki kærlega fyrir að gera það mögulegt að hægt var að halda skapgerðarmat fyrir Schäfer deildina!
Við erum búin að bæta inn í gagnagrunninn, hundum sem eru fæddir á þessu ári.
Við óskum eftir því að eigendur Schäfer hunda sendi eina mynd af hundinum sínum á netfang deildarinnar [email protected]
Myndin getur verið af hundinum við hvaða tilefni sem er!
Að lokum er Schäfer deildin er með Facebook síðu undir nafninu Schäfer deild HRFÍ og væri gaman ef fólk myndi nýta sér þann fréttavef til að fylgjast með og taka þátt í starfinu hjá deildinni.
08.06.2010
Frábær sýningarhelgi að baki!
Schäfer hundar voru sýndir á sýningu Hundaræktarfélags Íslands nú síðustu helgi og gekk Schäfer hundum afskaplega vel.
Þeir voru sýndir til dóms laugardaginn 5. júní klukkan 12.06 undir dómaranum Annukka Paloheimo frá Finnlandi. 33 Schäfer hundar voru skráðir en voru þó nokkrir sem mættu ekki.
Besti hundur tegundar varð öldungurinn ISCH ISW-07 SCHH1 BH Kkl 1 Gildewangens Istan.
Annar besti hundur tegundar varð dóttir hans Gunnarsholts Angelita og fékk hún sitt fyrsta meistarastig!
Besti öldungur tegundar varð einnig ISCH ISW-07 SCHH1 BH Kkl 1 Gildewangens Istan en hann er rúmlega átta ára gamall.
Besti hvolpur tegundar og jafnframt eini hvolpurinn sem skráður var, var hún Birta og keppti hún í flokki 4-6 mánaða hvolpa. Þessi lofandi tíkarhvolpur fékk frábæra umsögn frá dómaranum og endaði sem besti hvolpur dagsins yfir allar tegundir! Við óskum eiganda hennar innilega til hamingju!
Istan keppti í tegundahópi 1 síðar á laugardeginum og hélt sigurganga hans þar áfram og vann hann tegundahópinn! Hann mætti galvaskur síðan í keppni um besta hund sýningar, heillaði áhorfendur og dómara upp úr skónum og endaði sem annar besti hundur sýningar undir dómaranum Paul Stanton!
Við óskum eiganda hans innilega til hamingju með þennan frábæra árangur!
Við ræddum við Annukku, dómara tegundarinnar og var ákaflega fróðlegt að fá að heyra hennar skoðun á stöðu tegundarinnar miða við þá hunda sem mættu til dóms.
Hún taldi of marga hunda vera of stóra og mælti með því að ræktendur myndu hafa það til hliðsjónar þegar þeir para saman hunda. Henni fannst hæklar margra hundanna of veikir og baklínan of brött. Einnig voru þó nokkrir hundar sem henni þóttu afskaplega fallegir og hefðu getað verið ofar í sætaröðun ef þeir hefðu verið í réttu holdafari.
Hún var afskaplega ánægð með hundana sem hún raðaði niður í sæti og taldi sigurvegarana geta unnið á sýningum hvar sem er í heiminum.
Hér koma gróf úrslit af sýningunni en hér (klikka á tengilinn) er hægt að sjá sætaröðun í flokka, einkunn og umsagnir.
Hvolpur 4-6 mánaða:
Birta
Bestu rakkar tegundar:
1.sæti: ISCH ISW-07 SCHH1 BH Kkl 1 Gildewangens Istan
2.sæti: C.I.B ISCH BH SCHH1 Odin von den Dolomiten
3.sæti: Eldeyjar Hugi - meistarastig
Bestu tíkur tegundar:
1.sæti: Gunnarsholts Angelita - meistarastig
2.sæti: Gunnarsholts Queen
3.sæti: Gjósku Janis
4.sæti: C.I.B. ISCH Sleggjubeina Argintæta
Bestu öldungar tegundar:
1.sæti: ISCH ISW-07 SCHHI1 BH Kkl 1 Gildewangens Istan
2.sæti: C.I.B ISCH Sleggjubeina Argintæta
Við þökkum Lífland hf innilega fyrir að hafa gefið glæsilega verðlaunagripi fyrir sigurvegara tegundarinnar!
Einnig þökkum við Bendir ehf kærlega fyrir að hafa lánað okkur vörur til að hafa í básnum.
Stjórn þakkar þeim meðlimum sem tóku þátt í að vera í básnum kærlega fyrir. Við lentum í því að nokkrir af þeim sem ætluðu að vera í básnum sáu sér ekki fært um það á síðustu stundu og varð því básinn því miður frekar tómlegur. En við reyndum okkar besta og hlökkum til að gera betur á næstu sýningu!
Schäfer hundar voru sýndir á sýningu Hundaræktarfélags Íslands nú síðustu helgi og gekk Schäfer hundum afskaplega vel.
Þeir voru sýndir til dóms laugardaginn 5. júní klukkan 12.06 undir dómaranum Annukka Paloheimo frá Finnlandi. 33 Schäfer hundar voru skráðir en voru þó nokkrir sem mættu ekki.
Besti hundur tegundar varð öldungurinn ISCH ISW-07 SCHH1 BH Kkl 1 Gildewangens Istan.
Annar besti hundur tegundar varð dóttir hans Gunnarsholts Angelita og fékk hún sitt fyrsta meistarastig!
Besti öldungur tegundar varð einnig ISCH ISW-07 SCHH1 BH Kkl 1 Gildewangens Istan en hann er rúmlega átta ára gamall.
Besti hvolpur tegundar og jafnframt eini hvolpurinn sem skráður var, var hún Birta og keppti hún í flokki 4-6 mánaða hvolpa. Þessi lofandi tíkarhvolpur fékk frábæra umsögn frá dómaranum og endaði sem besti hvolpur dagsins yfir allar tegundir! Við óskum eiganda hennar innilega til hamingju!
Istan keppti í tegundahópi 1 síðar á laugardeginum og hélt sigurganga hans þar áfram og vann hann tegundahópinn! Hann mætti galvaskur síðan í keppni um besta hund sýningar, heillaði áhorfendur og dómara upp úr skónum og endaði sem annar besti hundur sýningar undir dómaranum Paul Stanton!
Við óskum eiganda hans innilega til hamingju með þennan frábæra árangur!
Við ræddum við Annukku, dómara tegundarinnar og var ákaflega fróðlegt að fá að heyra hennar skoðun á stöðu tegundarinnar miða við þá hunda sem mættu til dóms.
Hún taldi of marga hunda vera of stóra og mælti með því að ræktendur myndu hafa það til hliðsjónar þegar þeir para saman hunda. Henni fannst hæklar margra hundanna of veikir og baklínan of brött. Einnig voru þó nokkrir hundar sem henni þóttu afskaplega fallegir og hefðu getað verið ofar í sætaröðun ef þeir hefðu verið í réttu holdafari.
Hún var afskaplega ánægð með hundana sem hún raðaði niður í sæti og taldi sigurvegarana geta unnið á sýningum hvar sem er í heiminum.
Hér koma gróf úrslit af sýningunni en hér (klikka á tengilinn) er hægt að sjá sætaröðun í flokka, einkunn og umsagnir.
Hvolpur 4-6 mánaða:
Birta
Bestu rakkar tegundar:
1.sæti: ISCH ISW-07 SCHH1 BH Kkl 1 Gildewangens Istan
2.sæti: C.I.B ISCH BH SCHH1 Odin von den Dolomiten
3.sæti: Eldeyjar Hugi - meistarastig
Bestu tíkur tegundar:
1.sæti: Gunnarsholts Angelita - meistarastig
2.sæti: Gunnarsholts Queen
3.sæti: Gjósku Janis
4.sæti: C.I.B. ISCH Sleggjubeina Argintæta
Bestu öldungar tegundar:
1.sæti: ISCH ISW-07 SCHHI1 BH Kkl 1 Gildewangens Istan
2.sæti: C.I.B ISCH Sleggjubeina Argintæta
Við þökkum Lífland hf innilega fyrir að hafa gefið glæsilega verðlaunagripi fyrir sigurvegara tegundarinnar!
Einnig þökkum við Bendir ehf kærlega fyrir að hafa lánað okkur vörur til að hafa í básnum.
Stjórn þakkar þeim meðlimum sem tóku þátt í að vera í básnum kærlega fyrir. Við lentum í því að nokkrir af þeim sem ætluðu að vera í básnum sáu sér ekki fært um það á síðustu stundu og varð því básinn því miður frekar tómlegur. En við reyndum okkar besta og hlökkum til að gera betur á næstu sýningu!
Enn og aftur óskum við sigurvegurum innilega til hamingju og við sjáumst hress á næstu sýningu!
01.06.2010
Hundasýningin næstu helgi
Júní sýning Hundaræktarfélags Íslands verður haldin helgina 4.-6. júní næstkomandi.
Schäfer hundarnir eru sýndir á laugardeginum 5. júní klukkan 12.08
Dómari er: Annukka Paloheimo frá Finnlandi.
Við bendum þó fólki á að vera komin á sýningarstað tímanlega því að tíminn getur auðveldlega færst til um einhverjar mínútur.
Góð regla er að vera komin minnst 40 mínútum áður en hundurinn á að fara inn í sýningarhring.
Schäferdeildin verður með kynningarbás á sýningunni.
Við óskum eftir fólki til þess að vera í básnum á sýningarhelginni. Um er að ræða 1-2 klukkutímar í senn. Vinsamlegast sendið póst á deildina [email protected]
Dagskrá hundasýningarinnar má finna inn á vef Hundaræktarfélagsins eða bara með því að ýta hér
Sjáumst hress á hundasýningunni !
Júní sýning Hundaræktarfélags Íslands verður haldin helgina 4.-6. júní næstkomandi.
Schäfer hundarnir eru sýndir á laugardeginum 5. júní klukkan 12.08
Dómari er: Annukka Paloheimo frá Finnlandi.
Við bendum þó fólki á að vera komin á sýningarstað tímanlega því að tíminn getur auðveldlega færst til um einhverjar mínútur.
Góð regla er að vera komin minnst 40 mínútum áður en hundurinn á að fara inn í sýningarhring.
Schäferdeildin verður með kynningarbás á sýningunni.
Við óskum eftir fólki til þess að vera í básnum á sýningarhelginni. Um er að ræða 1-2 klukkutímar í senn. Vinsamlegast sendið póst á deildina [email protected]
Dagskrá hundasýningarinnar má finna inn á vef Hundaræktarfélagsins eða bara með því að ýta hér
Sjáumst hress á hundasýningunni !
30.05.2010
Sólheimakot
Kæru félagsmenn,
Sólheimakot er húsnæði í eigu Hundaræktarfélags Íslands og er mikið notað til funda og annarra uppákoma.
Það er staðsett rétt fyrir utan Reykjavík og fylgir því stórt landsvæði sem meðal annars er notað undir göngur, skapgerðarmöt og fleira.
Húsið er ekki í nógu góðu standi og þarfnast viðhalds og lagfæringar bæði innan og utan dyra!
Stofnuð hefur verið nefnd sem sér um að koma þessu máli í farveg og vantar nú sjálfboðaliða og leitar því nefndin til félagsmanna sem hefðu áhuga á að hjálpast að við smá málningarvinnu og annað tilfallandi.
Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í sjálfboðavinnu, vinsamlegast sendið e-mail á Sólmheimakotsnefndina:
Ragnhildur Gísladóttir, schnauzerdeild, [email protected]
Guðbjörg Guðmundsdóttir, retrieverdeild, [email protected]
Daníel Hinriksson, chihuahuadeild, [email protected]
Jóna Karlotta Herbertsdóttir, papillon- og phalenedeild, [email protected]
Stefnt verður að því að fara í þetta verkefni í byrjun september en þarf að láta vita fyrir næstu mánaðarmót hverjir hafa áhuga á því að vera með og hjálpa til að koma húsnæði okkar félagsmanna í lag.
Fyrir hönd Schäferdeildar,
Anna Francesca Rósudóttir
Kæru félagsmenn,
Sólheimakot er húsnæði í eigu Hundaræktarfélags Íslands og er mikið notað til funda og annarra uppákoma.
Það er staðsett rétt fyrir utan Reykjavík og fylgir því stórt landsvæði sem meðal annars er notað undir göngur, skapgerðarmöt og fleira.
Húsið er ekki í nógu góðu standi og þarfnast viðhalds og lagfæringar bæði innan og utan dyra!
Stofnuð hefur verið nefnd sem sér um að koma þessu máli í farveg og vantar nú sjálfboðaliða og leitar því nefndin til félagsmanna sem hefðu áhuga á að hjálpast að við smá málningarvinnu og annað tilfallandi.
Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í sjálfboðavinnu, vinsamlegast sendið e-mail á Sólmheimakotsnefndina:
Ragnhildur Gísladóttir, schnauzerdeild, [email protected]
Guðbjörg Guðmundsdóttir, retrieverdeild, [email protected]
Daníel Hinriksson, chihuahuadeild, [email protected]
Jóna Karlotta Herbertsdóttir, papillon- og phalenedeild, [email protected]
Stefnt verður að því að fara í þetta verkefni í byrjun september en þarf að láta vita fyrir næstu mánaðarmót hverjir hafa áhuga á því að vera með og hjálpa til að koma húsnæði okkar félagsmanna í lag.
Fyrir hönd Schäferdeildar,
Anna Francesca Rósudóttir
25.05.2010
Skapgerðarmat 13. júní !
Schäferdeildin sótti um fyrir nokkru að haldið yrði sérstakt skapgerðarmat á vegum deildarinnar í ár.
Stýrihópur skapgerðarmatsins hefur nú samþykkt þessa beiðni okkar og verður matið haldið þann 13. júní næstkomandi.
Prófdómari verður Albert Steingrímsson og má nefna það að fjölmargir sjálfboðaliðar standa að baki við svona mati yfir sumartímann ár hvert. Stjórn Schäferdeildarinnar er afskaplega þakklát stýrihópnum og starfsmönnum matsins fyrir að gera skapgerðarmat fyrir Schäferdeildina að veruleika.
Aðeins 6 Schäfer hundar komast í matið þennan dag þannig að Schäfer eigendur þurfa að hafa hraðar hendur og hafa samband við Hundaræktarfélag Íslands og skrá hundinn sinn.
Hægt er að hringja upp á HRFÍ í síma 588-5255 eða senda póst á [email protected] og telst tíminn bókaður þegar greiðsla (4.500) hefur borist félaginu.
Skráning þarf að berast fyrir 4. júní.
Við hvetjum alla Schäfer eigendur til þess að fara með hundana sína í skapgerðarmat.
Hægt er að lesa um skapgerðarmat undir Fræðslu hér á síðunni eða með því að ýta hér.
Við vekjum athygli á því að ekki má fara með tíkur á lóðaríi í skapgerðarmat og ekki er æskilegt að fara með hunda yngri en 14 mánaða.
Við fögnum þessari nýju viðbót sem Schäferdeildin hefur upp á að bjóða og höldum áfram að vinna ótrauð að því að styrkja og efla deildina.
Fyrir hönd stjórnar,
Anna Francesca
Schäferdeildin sótti um fyrir nokkru að haldið yrði sérstakt skapgerðarmat á vegum deildarinnar í ár.
Stýrihópur skapgerðarmatsins hefur nú samþykkt þessa beiðni okkar og verður matið haldið þann 13. júní næstkomandi.
Prófdómari verður Albert Steingrímsson og má nefna það að fjölmargir sjálfboðaliðar standa að baki við svona mati yfir sumartímann ár hvert. Stjórn Schäferdeildarinnar er afskaplega þakklát stýrihópnum og starfsmönnum matsins fyrir að gera skapgerðarmat fyrir Schäferdeildina að veruleika.
Aðeins 6 Schäfer hundar komast í matið þennan dag þannig að Schäfer eigendur þurfa að hafa hraðar hendur og hafa samband við Hundaræktarfélag Íslands og skrá hundinn sinn.
Hægt er að hringja upp á HRFÍ í síma 588-5255 eða senda póst á [email protected] og telst tíminn bókaður þegar greiðsla (4.500) hefur borist félaginu.
Skráning þarf að berast fyrir 4. júní.
Við hvetjum alla Schäfer eigendur til þess að fara með hundana sína í skapgerðarmat.
Hægt er að lesa um skapgerðarmat undir Fræðslu hér á síðunni eða með því að ýta hér.
Við vekjum athygli á því að ekki má fara með tíkur á lóðaríi í skapgerðarmat og ekki er æskilegt að fara með hunda yngri en 14 mánaða.
Við fögnum þessari nýju viðbót sem Schäferdeildin hefur upp á að bjóða og höldum áfram að vinna ótrauð að því að styrkja og efla deildina.
Fyrir hönd stjórnar,
Anna Francesca
23.05.2010
Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands
Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 26.maí klukkan 20:00.
Dagskrá:
1. Skipan fundarstjóra, fundarritara og lögmæti fundarins kannað.
2. Skýrsla stjórnar HRFÍ.
3. Ársreikninar félagsins ásamt skýrslum löggilts endurskoðanda og félagskjörinna skoðunarmanna fyrir síðastliðið ár, lagðir fram til staðfestingar.
4. Skýrsla um starfsemi siðanefndar.
5. Starfs- og fjárhagsáætlun stórnar samþykkt fyrir næsta starfstímabil.
6. Lagabreytingar.
7. Kosning stjórnarmanna skv. 10.gr.
8. Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna og tveggja til vara.
9. Kosning siðanefndar.
10. Önnur mál.
Kosningarétt og kjörgengi hafa þeir sem greitt hafa félagsgjald sitt fyrir það ár sem aðalfundur er haldinn á, fimm virkum dögum fyrir aðalfund.
Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 26.maí klukkan 20:00.
Dagskrá:
1. Skipan fundarstjóra, fundarritara og lögmæti fundarins kannað.
2. Skýrsla stjórnar HRFÍ.
3. Ársreikninar félagsins ásamt skýrslum löggilts endurskoðanda og félagskjörinna skoðunarmanna fyrir síðastliðið ár, lagðir fram til staðfestingar.
4. Skýrsla um starfsemi siðanefndar.
5. Starfs- og fjárhagsáætlun stórnar samþykkt fyrir næsta starfstímabil.
6. Lagabreytingar.
7. Kosning stjórnarmanna skv. 10.gr.
8. Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna og tveggja til vara.
9. Kosning siðanefndar.
10. Önnur mál.
Kosningarétt og kjörgengi hafa þeir sem greitt hafa félagsgjald sitt fyrir það ár sem aðalfundur er haldinn á, fimm virkum dögum fyrir aðalfund.
19.05.2010
Svo gaman að geta hjálpast að!
- vantar þig sporabeisli?
Við höfum fundið söðlasmið sem gerir glæsileg sporabeisli á mjög viðráðanlegu verði.
Hafið samband við okkur á netfangið [email protected] ef þið
viljið vera með í pöntun á sporabeislunum.
Með bestu kveðju frá
stjórn Schäferdeildarinnar
Hafið samband við okkur á netfangið [email protected] ef þið
viljið vera með í pöntun á sporabeislunum.
Með bestu kveðju frá
stjórn Schäferdeildarinnar
18.05.2010
Síðastliðinn sunnudag var haldin ganga á vegum Schäferdeildarinnar!
Það var sól á himni og allir brosandi út að eyrum!
Það var gengið í um það bil klukkutíma og í miðri göngunni fengu hundarnir sér sundsprett í Rauðavatni.
Hundarnir voru allir lausir að þessu sinni og gekk það svona glimrandi vel enda allir hundarnir sem mættu svo yndislegir og ljúfir!
Það var sól á himni og allir brosandi út að eyrum!
Það var gengið í um það bil klukkutíma og í miðri göngunni fengu hundarnir sér sundsprett í Rauðavatni.
Hundarnir voru allir lausir að þessu sinni og gekk það svona glimrandi vel enda allir hundarnir sem mættu svo yndislegir og ljúfir!
Þökkum Guðrúnu Önnu kærlega fyrir myndirnar
Kærar þakkir fyrir samveruna!
17.05.2010
Hér fyrir neðan eru tvö myndbönd frá Working Dog Championship (Vinnuhunda meistaramóti) sem haldið var erlendis fyrr á þessu ári.
Það sem er svo sérstakt við myndbandið sem við sýnum hér fyrir neðan er að stjórnandi hundsins er aðeins 7 ára gömul stúlka. Nafn stúlkunnar er Samantha Jimenez og sýnir hún hér æfingar með Schäfer hundinn sinn Hesy Nespo. Það er ekki hægt að segja annað en að hún Samantha er hörku dugleg ung stúlka og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér í hundaþjálfun.
Það sem er svo sérstakt við myndbandið sem við sýnum hér fyrir neðan er að stjórnandi hundsins er aðeins 7 ára gömul stúlka. Nafn stúlkunnar er Samantha Jimenez og sýnir hún hér æfingar með Schäfer hundinn sinn Hesy Nespo. Það er ekki hægt að segja annað en að hún Samantha er hörku dugleg ung stúlka og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér í hundaþjálfun.
16.05.2010
Gleðilegt sumar!
Kæru hundeigendur!
Nú er farið að hlýna úti og er margt sem þarf að huga að varðandi hundana okkar!
Þegar hundurinn er einn heima er mikilvægt að hann sé á stað þar sem hann kemst í skugga og hafi aðgengi að vatni.
Gott væri ef hægt væri að hafa viftu í gangi svo að svo að einhver hreyfing sé á loftinu.
Aldrei skal skilja hunda eftir í bíl í heitu veðri.
Margir halda að það sé nóg að skilja eftir rifu á glugganum en er það hinn mesti misskilningur. Það tekur aðeins örfáar mínútur verða óbærilega heitt í bílnum sem getur valdið hjartaslagi, ofþornun og þar af leiðandi getur hundurinn dáið.
Í göngutúr skal alltaf taka með sér vatnsbrúsa fyrir hundinn og ekki að ofkeyra hundinn með hreyfingu þegar mjög heitt er úti.
Verum varkár og tillitsöm gagnvart dýrunum.
Við óskum ykkur enn og aftur gleðilegt sumar!
Nú er farið að hlýna úti og er margt sem þarf að huga að varðandi hundana okkar!
Þegar hundurinn er einn heima er mikilvægt að hann sé á stað þar sem hann kemst í skugga og hafi aðgengi að vatni.
Gott væri ef hægt væri að hafa viftu í gangi svo að svo að einhver hreyfing sé á loftinu.
Aldrei skal skilja hunda eftir í bíl í heitu veðri.
Margir halda að það sé nóg að skilja eftir rifu á glugganum en er það hinn mesti misskilningur. Það tekur aðeins örfáar mínútur verða óbærilega heitt í bílnum sem getur valdið hjartaslagi, ofþornun og þar af leiðandi getur hundurinn dáið.
Í göngutúr skal alltaf taka með sér vatnsbrúsa fyrir hundinn og ekki að ofkeyra hundinn með hreyfingu þegar mjög heitt er úti.
Verum varkár og tillitsöm gagnvart dýrunum.
Við óskum ykkur enn og aftur gleðilegt sumar!
Hundur á mynd: Gunnarsholts Udessa "Hekla" - eigandi: Thelma Þorbjörg
13.05.2010
Ganga klukkan 13.00 og sýningarþjálfun klukkan 14.30 næstkomandi sunnudag, 16. mai !
Sunnudaginn 16. mai næstkomandi ætlar Schäferdeildin að standa fyrir göngu og sýningarþjálfun.
Lagt verður af stað í gönguna klukkan 13.00 frá Morgunblaðshúsinu og gengið í nágreni Rauðavatns en þó ekki sömu leið og síðast enda bíður staðurinn upp á fjölbreyttar og skemmtilegar gönguleiðir.
Við reiknum með að klára gönguna um klukkan 14.00 og þá geta þeir sem ætla að verða áfram til þess að fara í sýningarþjálfun sest niður og borðað nesti saman eða farið og komið svo aftur.
Klukkan 14.30 ætlum við að hafa sýningarþjálfun á bílastæðinu við Morgunblaðshúsið.
Það styttist óðum í sýninguna og skiptir þar máli að vera vel æfður:)
Þar sem deildin er að safna fyrir glæsilegum kynningarbæklingi um Schäfer sem við vonumst til að verði tilbúinn fyrir næstu sýningu þá kostar sýningarþjálfunin 500 krónur á hund.
Við vonumst til að sjá sem flesta og ekki gleyma að taka með kúkapoka, ólar, tauma og auðvitað góða skapið!
Við vekjum athygli á að gangan og sýningarþjálfunin eru aðskilin, allir eru velkomnir í gönguna þó svo að þeir ætli ekki í sýningarþjálfunina og öfugt!
Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband
Sunnudaginn 16. mai næstkomandi ætlar Schäferdeildin að standa fyrir göngu og sýningarþjálfun.
Lagt verður af stað í gönguna klukkan 13.00 frá Morgunblaðshúsinu og gengið í nágreni Rauðavatns en þó ekki sömu leið og síðast enda bíður staðurinn upp á fjölbreyttar og skemmtilegar gönguleiðir.
Við reiknum með að klára gönguna um klukkan 14.00 og þá geta þeir sem ætla að verða áfram til þess að fara í sýningarþjálfun sest niður og borðað nesti saman eða farið og komið svo aftur.
Klukkan 14.30 ætlum við að hafa sýningarþjálfun á bílastæðinu við Morgunblaðshúsið.
Það styttist óðum í sýninguna og skiptir þar máli að vera vel æfður:)
Þar sem deildin er að safna fyrir glæsilegum kynningarbæklingi um Schäfer sem við vonumst til að verði tilbúinn fyrir næstu sýningu þá kostar sýningarþjálfunin 500 krónur á hund.
Við vonumst til að sjá sem flesta og ekki gleyma að taka með kúkapoka, ólar, tauma og auðvitað góða skapið!
Við vekjum athygli á að gangan og sýningarþjálfunin eru aðskilin, allir eru velkomnir í gönguna þó svo að þeir ætli ekki í sýningarþjálfunina og öfugt!
Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband
12.5.2010
Fjör í hundafimi síðastliðinn sunnudag!
Hundafimikynning var haldin síðastliðinn sunnudag 9.mai á vegum Schäferdeildarinnar og Íþróttadeildar HRFÍ.
Fámennt en góðmennt var í hundafiminni og skemmtu bæði hundar og menn sér konunglega!
Það hlakka allir þátttakendur tímans til að fara á námskeið enda kom hundafimin þeim skemmtilega á óvart!
Hér koma nokkrar myndir sem voru teknar í tímanum en þær eru því miður allar hreyfðar og því í lélegum gæðum. Þetta sýnir þó bara brotabrot af allri skemmtuninni ;)
Hundafimikynning var haldin síðastliðinn sunnudag 9.mai á vegum Schäferdeildarinnar og Íþróttadeildar HRFÍ.
Fámennt en góðmennt var í hundafiminni og skemmtu bæði hundar og menn sér konunglega!
Það hlakka allir þátttakendur tímans til að fara á námskeið enda kom hundafimin þeim skemmtilega á óvart!
Hér koma nokkrar myndir sem voru teknar í tímanum en þær eru því miður allar hreyfðar og því í lélegum gæðum. Þetta sýnir þó bara brotabrot af allri skemmtuninni ;)
Við þökkum Íþróttadeildinni kærlega fyrir okkur!
Nánari upplýsingar um hundafimi má finna í www.hundafimi.is
Skráning á námskeið fer fram á [email protected]
Nánari upplýsingar um hundafimi má finna í www.hundafimi.is
Skráning á námskeið fer fram á [email protected]
9.5.2010
Nýr hundur kominn til landsins
Welincha´s Yasko er ný kominn til landsins frá Noregi.
Hann er í eigu Sigríðar Höllu Stefánsdóttur, eiganda Kolgrímu ræktunar.
Yasko er fæddur 14.10.2008 og er HD frír (frír frá mjaðmalosi) og AD frír (frír frá olnbogalosi).
Hann er með yndislega skapgerð og hvers manns hugljúfi.
Faðir Yasko er BH AD SCHH3 Kkl 1 VA4 Kwantum Vom Klostermoor og er HD A-Normal en afi Yasko er hinn heimsþekkti hundur VA1 Zamp vom Thermodos.
Móðir Yasko er BH AD BHP1 Kkl 1 NUCH Cayira´s Froyha og er HD-C.
Hann er í eigu Sigríðar Höllu Stefánsdóttur, eiganda Kolgrímu ræktunar.
Yasko er fæddur 14.10.2008 og er HD frír (frír frá mjaðmalosi) og AD frír (frír frá olnbogalosi).
Hann er með yndislega skapgerð og hvers manns hugljúfi.
Faðir Yasko er BH AD SCHH3 Kkl 1 VA4 Kwantum Vom Klostermoor og er HD A-Normal en afi Yasko er hinn heimsþekkti hundur VA1 Zamp vom Thermodos.
Móðir Yasko er BH AD BHP1 Kkl 1 NUCH Cayira´s Froyha og er HD-C.
Deildin óskar Sigríði Höllu og fjölskyldu innilega til hamingju
með þennan glæsilega hund!
með þennan glæsilega hund!
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá eiganda Yasko,
Sigríði Höllu í síma: 897-0702 eða inn á heimasíðu Kolgrímuræktunar www.kolgrima.is
Sigríði Höllu í síma: 897-0702 eða inn á heimasíðu Kolgrímuræktunar www.kolgrima.is
Opinn kynningartími í hundafimi -
Í dag, 9. maí!
Kynning fyrir Schäfer hunda og eigendur þeirra á hundafimi verður haldin í reiðhöll Gusts í Kópavogi 9. maí klukkan 19.00
Íþróttadeild HRFÍ sér um kynninguna og kostar hún 700 krónur fyrir hund. Gjaldið þarf að greiða á staðnum og er fyrir kostnaðinum á leigunni á höllinni.
Skráning fer fram á [email protected]
Við hvetjum alla Schäfer eigendur til að gera sér glaðan dag og fá að kynnast þessari frábæru íþrótt og leyfa hundunum að spreyta sig í tækjunum undir góðri leiðsögn þjálfara.
Hundafimi er fjörug íþrótt fyrir eiganda og hund. Eigandi kennir hundinum að þræða braut fulla af skemmtilegum þrautum og þarf hundurinn að gera það eins fljótt og eins rétt og hann getur.
Hundafimi er góð leið til að skemmta sér með hundinum sínum. Allir geta tekið þátt og getur stjórnandi verið á öllum aldri.
Við biðjum ykkur um að vera búin að viðra hundana áður en þið komið en munið eftir kúkapokum til öryggis.
Nánar um hundafimi má finna á heimasíðu Íþróttadeildar HRFÍ.
Hlökkum til að sjá ykkur ;)
Íþróttadeild HRFÍ sér um kynninguna og kostar hún 700 krónur fyrir hund. Gjaldið þarf að greiða á staðnum og er fyrir kostnaðinum á leigunni á höllinni.
Skráning fer fram á [email protected]
Við hvetjum alla Schäfer eigendur til að gera sér glaðan dag og fá að kynnast þessari frábæru íþrótt og leyfa hundunum að spreyta sig í tækjunum undir góðri leiðsögn þjálfara.
Hundafimi er fjörug íþrótt fyrir eiganda og hund. Eigandi kennir hundinum að þræða braut fulla af skemmtilegum þrautum og þarf hundurinn að gera það eins fljótt og eins rétt og hann getur.
Hundafimi er góð leið til að skemmta sér með hundinum sínum. Allir geta tekið þátt og getur stjórnandi verið á öllum aldri.
Við biðjum ykkur um að vera búin að viðra hundana áður en þið komið en munið eftir kúkapokum til öryggis.
Nánar um hundafimi má finna á heimasíðu Íþróttadeildar HRFÍ.
Hlökkum til að sjá ykkur ;)
Deildin okkar starfar af fullum krafti
Höfum uppfært og endurorðað hér á síðunni kröfur til undaneldishunda til þess að ættbók fáist á hvolpa þeirra. Þetta má finna hér til vinstri með því að klikka á ræktun eða þá að klikka hér.
Með þessum viðbættu reglum vonumst við til að heilbrigði Schäfer hunda verði til batnaðar hér á landi. Við vonum að fólk hugsi um framtíð tegundarinnar og noti aðeins hunda sem eru tegundinni til framdráttar í skapgerð, heilsufari og útliti.
Höfum uppfært og endurorðað hér á síðunni kröfur til undaneldishunda til þess að ættbók fáist á hvolpa þeirra. Þetta má finna hér til vinstri með því að klikka á ræktun eða þá að klikka hér.
Með þessum viðbættu reglum vonumst við til að heilbrigði Schäfer hunda verði til batnaðar hér á landi. Við vonum að fólk hugsi um framtíð tegundarinnar og noti aðeins hunda sem eru tegundinni til framdráttar í skapgerð, heilsufari og útliti.
3.5.2010
Hundasýning HRFÍ 5.-6. júní 2010 - Deildin mun bjóða upp á sýningarþjálfun!
Hundasýning Hundaræktarfélags Íslands fer fram helgina 5.-6. júní 2010 í Reiðhöll Fáks í Víðidal í Reykjavík.
Skráningarfresti lýkur föstudaginn 7.maí 2010 (föstudaginn næstkomandi)
Á þessari sýningu geta hundar fengið íslensk meistarastig en þátttökurétt hafa hundar sem eru með ættbók frá HRFÍ.
Skráning á sýninguna fer fram í gegn um öruggan vefþjón hér
Að auki er hægt að senda skráningu með pósti eða faxi.
Greiða þarf fyrir sýninguna með greiðslukorti eða koma við á skrifstofu félagsins,
ekki er tekið við greiðslu í gegn um heimabanka.
Schäferdeildin mun vera með bás á þessari sýningu þar sem starfsemi deildarinnar verður kynnt.
Nánari upplýsingar er hægt að fá með því að hafa samband við
Hundaræktarfélag Íslands - www.hrfi.is og auðvitað er alltaf velkomið að hafa samband við Schäferdeildina ef einhverjar spurningar vakna.
Vonandi sjáum við sem flesta ;)
Hundasýning Hundaræktarfélags Íslands fer fram helgina 5.-6. júní 2010 í Reiðhöll Fáks í Víðidal í Reykjavík.
Skráningarfresti lýkur föstudaginn 7.maí 2010 (föstudaginn næstkomandi)
Á þessari sýningu geta hundar fengið íslensk meistarastig en þátttökurétt hafa hundar sem eru með ættbók frá HRFÍ.
Skráning á sýninguna fer fram í gegn um öruggan vefþjón hér
Að auki er hægt að senda skráningu með pósti eða faxi.
Greiða þarf fyrir sýninguna með greiðslukorti eða koma við á skrifstofu félagsins,
ekki er tekið við greiðslu í gegn um heimabanka.
Schäferdeildin mun vera með bás á þessari sýningu þar sem starfsemi deildarinnar verður kynnt.
Nánari upplýsingar er hægt að fá með því að hafa samband við
Hundaræktarfélag Íslands - www.hrfi.is og auðvitað er alltaf velkomið að hafa samband við Schäferdeildina ef einhverjar spurningar vakna.
Vonandi sjáum við sem flesta ;)
Sigurvegari besta hunds tegundar og tegundahóps 1
Indira vom Dorahaus í eigu Hauks Birgissonar
ljósmynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir
Indira vom Dorahaus í eigu Hauks Birgissonar
ljósmynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir
Tökum þátt í að gera deildina okkar að betri deild!
Deildin óskar eftir fallegum/skemmtilegum myndum af Schäfer hundum/hvolpum við hin ýmsu tilefni.
Við munum nota myndirnar með fréttum deildarinnar og príða deildarsíðuna með þeim.
Einnig óskum við eftir áhugasömu fólki til að taka þátt í starfi deildarinnar!
Deildin er með starfandi kynningarnefnd/básanefnd, sýningarnefnd og göngunefnd sem gaman væri ef sem flestir tækju þátt í.
Áhugasamir geta sent póst á vefpóstfang deildarinnar [email protected]
Deildin óskar eftir fallegum/skemmtilegum myndum af Schäfer hundum/hvolpum við hin ýmsu tilefni.
Við munum nota myndirnar með fréttum deildarinnar og príða deildarsíðuna með þeim.
Einnig óskum við eftir áhugasömu fólki til að taka þátt í starfi deildarinnar!
Deildin er með starfandi kynningarnefnd/básanefnd, sýningarnefnd og göngunefnd sem gaman væri ef sem flestir tækju þátt í.
Áhugasamir geta sent póst á vefpóstfang deildarinnar [email protected]
Skemmtileg aðsend mynd frá Söru Rut af fallega hvolpinum hennar
honum Rökkva, 11 vikna (Ice Tindra Captain)
honum Rökkva, 11 vikna (Ice Tindra Captain)
Væntanlegt got
Væntanlegt got er undan ISCH SG BH Caty von Oxsalis og Eldeyjar Rex og er áætlað að það fæðist 24. mai næstkomandi.
Nánari upplýsingar um gotið má finna á listanum yfir got hér á síðunni. (staðsett undir ræktun)
Væntanlegt got er undan ISCH SG BH Caty von Oxsalis og Eldeyjar Rex og er áætlað að það fæðist 24. mai næstkomandi.
Nánari upplýsingar um gotið má finna á listanum yfir got hér á síðunni. (staðsett undir ræktun)
Sporanámskeiðið, örlítil breyting frá fyrri auglýsingu!
Breytingar á reglugerð um skráningu í ættbók fyrir Schäfer!
Neðangreint atriði tekur gildi frá 01.09.2010
Mjaðma- og olnbogamyndir: Undaneldisdýr skulu mynduð og niðurstaða kunn fyrir pörun.
Greinist hundur með mjaðma- og/eða olnbogalos D eða E verða afkvæmi hans ekki skráð í ættbók.
Neðangreint atriði tekur gildi frá 01.09.2010
Mjaðma- og olnbogamyndir: Undaneldisdýr skulu mynduð og niðurstaða kunn fyrir pörun.
Greinist hundur með mjaðma- og/eða olnbogalos D eða E verða afkvæmi hans ekki skráð í ættbók.
Póstlisti Schäferdeildarinnar
Schäferdeildin vill hafa öflugt upplýsingaflæði til félagsmanna og biður því félagsmenn um að skrá sig á póstlista deildinnar.
Hægt er að skrá sig á póstlistann með því að senda póst á [email protected]
Schäferdeildin vill hafa öflugt upplýsingaflæði til félagsmanna og biður því félagsmenn um að skrá sig á póstlista deildinnar.
Hægt er að skrá sig á póstlistann með því að senda póst á [email protected]
Ræktunarnámskeið 15.-16. maí - Einstakt tækifæri!
Dómararnir Liz-Beth Liljeqvist og Ann-Chatrin Edoff verða með ræktunarnámskeið fyrir félagsmenn HRFÍ helgina 15.-16. maí klukkan 09.00-17.00 báða dagana.
Ann-Chatrin sér um skapgerð og skapgerðarmat hunda en Liz-Beth um það sem snýr að byggingu og heildarútliti hunda. Áhersla verður lögð á 5 hundategundir og verður ákveðið þegar skráningu lýkur.
Námskeiðsgjald 9.500
Námskeiðið hentar öllu áhugafólki um hunda og ættu metnaðargjarnir Schäfer ræktendur ekki að láta þetta fram hjá sér fara!
Skráning fer fram á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15 eða á netfangið [email protected]
Dómararnir Liz-Beth Liljeqvist og Ann-Chatrin Edoff verða með ræktunarnámskeið fyrir félagsmenn HRFÍ helgina 15.-16. maí klukkan 09.00-17.00 báða dagana.
Ann-Chatrin sér um skapgerð og skapgerðarmat hunda en Liz-Beth um það sem snýr að byggingu og heildarútliti hunda. Áhersla verður lögð á 5 hundategundir og verður ákveðið þegar skráningu lýkur.
Námskeiðsgjald 9.500
Námskeiðið hentar öllu áhugafólki um hunda og ættu metnaðargjarnir Schäfer ræktendur ekki að láta þetta fram hjá sér fara!
Skráning fer fram á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15 eða á netfangið [email protected]
Bendir - Verslun með hundavörur styrkir Schäfer deildina
Schäfer deildin hefur hlotið rausnarlegan styrk frá versluninni Bendir sem ætlar að greiða fyrir ársgjald lénsins að vefsíðu deildarinnar sem mun verða www.schaferdeildin.is
Deildin þakkar kærlega fyrir!
Deildin þakkar kærlega fyrir!
Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands
Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, miðvikudaginn 26. maí klukkan 20.00
Dagsskrá:
1. Skipan fundarstjóra, fundarritara og lögmæti fundarins kannað.
2. Skýrsla stjórnar H.R.F.Í.
3. Ársreikningar félagsins ásamt skýrslum löggilts endurskoðanda og félagskjörinna skoðunarmanna fyrir síðastliðið ár, lagðir fram til staðfestingar.
4. Skýrsla um starfsemi siðanefndar.
5. Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar samþykkt fyrir næsta starfstímabil.
6. Lagabreytingar.
7. Kosning stjórnarmanna skv. 10.gr.
8. Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna og tveggja til vara.
9. Kosning siðanefndar.
10. Önnur mál.
Kosningarétt og kjörgengi hafa þeir sem greitt hafa félagsgjald fyrir það ár sem aðalfundur er haldinn á, fimm virkum dögum fyrir aðalfund.
Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, miðvikudaginn 26. maí klukkan 20.00
Dagsskrá:
1. Skipan fundarstjóra, fundarritara og lögmæti fundarins kannað.
2. Skýrsla stjórnar H.R.F.Í.
3. Ársreikningar félagsins ásamt skýrslum löggilts endurskoðanda og félagskjörinna skoðunarmanna fyrir síðastliðið ár, lagðir fram til staðfestingar.
4. Skýrsla um starfsemi siðanefndar.
5. Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar samþykkt fyrir næsta starfstímabil.
6. Lagabreytingar.
7. Kosning stjórnarmanna skv. 10.gr.
8. Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna og tveggja til vara.
9. Kosning siðanefndar.
10. Önnur mál.
Kosningarétt og kjörgengi hafa þeir sem greitt hafa félagsgjald fyrir það ár sem aðalfundur er haldinn á, fimm virkum dögum fyrir aðalfund.
3.4.2010
Vel var mætt í páskagöngu Schäfer deildarinnar sem haldin var í dag. Veðrið var okkur hliðholt og skemmtu bæði hundar og menn sér vel.
Við óskum öllum gleðilegra páska!
Vel var mætt í páskagöngu Schäfer deildarinnar sem haldin var í dag. Veðrið var okkur hliðholt og skemmtu bæði hundar og menn sér vel.
Við óskum öllum gleðilegra páska!
30.3.2010
Páskaganga Schäfer deildarinnar!
Næstkomandi laugardag, 3. aríl ætlum við að gera okkur glaðan dag og ganga saman í umhverfi Rauðavatns. Lagt verður af stað frá Morgunblaðshúsinu klukkan 13.00 og eru allir velkomnir!
Minnum ykkur á að taka kúkapoka með og auðvitað ólarnar á hundana.
Páskaganga Schäfer deildarinnar!
Næstkomandi laugardag, 3. aríl ætlum við að gera okkur glaðan dag og ganga saman í umhverfi Rauðavatns. Lagt verður af stað frá Morgunblaðshúsinu klukkan 13.00 og eru allir velkomnir!
Minnum ykkur á að taka kúkapoka með og auðvitað ólarnar á hundana.
18.3.2010
Ársfundur Schäfer deildarinnar fór fram í kvöld og var mjög góð mæting á fundinn.
Kosið var í nýja stjórn deildarinnar.
Arna Rúnarsdóttir, Eva Kristinsdóttir og Eva Björk Atladóttir sátu áfram og kosnar voru inn til tveggja ára Anna Francesca Rósudóttir og Kristlaug Elín Gunnlaugsdóttir (Dótla).
Ársfundur Schäfer deildarinnar fór fram í kvöld og var mjög góð mæting á fundinn.
Kosið var í nýja stjórn deildarinnar.
Arna Rúnarsdóttir, Eva Kristinsdóttir og Eva Björk Atladóttir sátu áfram og kosnar voru inn til tveggja ára Anna Francesca Rósudóttir og Kristlaug Elín Gunnlaugsdóttir (Dótla).
28.02.2010
Um helgina fór fram hundasýning Hundaræktarfélags Íslands og var góð þátttaka hjá tegundinni.
Úrslit sýningarinnar voru:
Besti hvolpur tegundar: Gunnarsholts Tristan
Besta tík í hvolpaflokki: Gunnarsholts Trix
Besti hundur tegundar: Indira vom Dorahaus
Besti rakki tegundar: Kolgrímu Blade Hólm
Besti öldungur tegundar: ISW-07 ISCH Gildewangen´s Istan
Besti ræktunar- og afkvæmahópur tegundar: Kolgrímu ræktun í eigu Sirryar Höllu Stefánsdóttur.
Í úrslitum átti tegundin ákaflega gott gengi. Hin fagra Indira vom Dorahaus sem sýnd var af eiganda sínum Hauki Birgissyni vann stóran hóp fjár-og hjarðhunda í tegundahóp 1.
Kolgrímuræktun gekk frábærlega vel í úrslitum um besta afkvæmahóp sýningar með sinn fagra hóp sem samanstóð af móður (Ebafarmens X-wife) og afkvæmum hennar fjórum og enduðu þau í þriðja sæti.
Gildewangen´s Istan í eigu Hilde Wangberg er kominn á sín efri ár og keppti við aðra öldunga í keppni um besta öldung sýningar og stóð uppi sem sigurvegari,Óskum eigendum þessara hunda innilega til hamingju með þennan frábæra árangur!
Um helgina fór fram hundasýning Hundaræktarfélags Íslands og var góð þátttaka hjá tegundinni.
Úrslit sýningarinnar voru:
Besti hvolpur tegundar: Gunnarsholts Tristan
Besta tík í hvolpaflokki: Gunnarsholts Trix
Besti hundur tegundar: Indira vom Dorahaus
Besti rakki tegundar: Kolgrímu Blade Hólm
Besti öldungur tegundar: ISW-07 ISCH Gildewangen´s Istan
Besti ræktunar- og afkvæmahópur tegundar: Kolgrímu ræktun í eigu Sirryar Höllu Stefánsdóttur.
Í úrslitum átti tegundin ákaflega gott gengi. Hin fagra Indira vom Dorahaus sem sýnd var af eiganda sínum Hauki Birgissyni vann stóran hóp fjár-og hjarðhunda í tegundahóp 1.
Kolgrímuræktun gekk frábærlega vel í úrslitum um besta afkvæmahóp sýningar með sinn fagra hóp sem samanstóð af móður (Ebafarmens X-wife) og afkvæmum hennar fjórum og enduðu þau í þriðja sæti.
Gildewangen´s Istan í eigu Hilde Wangberg er kominn á sín efri ár og keppti við aðra öldunga í keppni um besta öldung sýningar og stóð uppi sem sigurvegari,Óskum eigendum þessara hunda innilega til hamingju með þennan frábæra árangur!
24.2.2010
Ársfundur Schäfer deildarinnar verður haldinn fimmtudaginn 18.03.2010 klukkan 20.00 í húsnæði HRFÍ Síðumúla 15.
Dagskrá: Venjuleg ársfundarstörf
Kveðja,
Stjórn Schäfer deildarinnar
Ársfundur Schäfer deildarinnar verður haldinn fimmtudaginn 18.03.2010 klukkan 20.00 í húsnæði HRFÍ Síðumúla 15.
Dagskrá: Venjuleg ársfundarstörf
Kveðja,
Stjórn Schäfer deildarinnar