15.12.2016
Skemmtileg Jólaheiðrun Schäferdeildarinnar 2016Þriðjudagskvöldið 13. desember var haldin jólaheiðrun deildarinnar þar sem stigahæstu hundar í vinnu og á sýningum ásamt stigahæsta ræktanda deildarinnar voru heiðraðir. Deildarmenn mættu, drukku kaffi, borðuðu piparkökur og spjölluðu um starf deildarinnar.
Petmark gaf glæsilega verðlaunagripi fyrir alla stigahæstu hunda ársins og stigahæsta ræktanda, en Dýrheimar gáfu einnig flotta vinninga eins og bollta og nagbein. Alla stigahæstu hundar og ræktendur má finna undir flipanum Stigakeppni deildarinnar og úrslit vinnuprófa 2016 halda utan um stig úr hlýðniprófum ársins. Myndir frá kvöldinu má finna hér 11.12.2016
Jólaheiðrun Schäferdeildarinnar 2016Á þriðjudaginn 13. desember verður schäferdeildin með árlega jólaheiðrun á skrifstofu HRFÍ Síðumúla 15 klukkan 20:00. Þar verða stigahæstu rakkar og tíkur bæði í síðhærðum og snögghærðum heiðraðir, stigahæsti öldungur og hundur deildarinnar. Stigahæstu hundar í hlýðni eftir árið verða líka sérstaklega heiðraðir, en engin sporapróf voru haldin í ár svo enginn er á lista þar. Einnig fær stigahæsti ræktandi deildarinnar viðurkenningu fyrir sinn árangur.
Heitt verður á könnunni og er öllum velkomið að koma og fanga með okkur. Þeir sem hafa áhuga á starfi deildarinnar, vilja spyrja útí hvað er væntanlegt á komandi ári eða vilja starfa með okkur endilega mætið. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest hress í jólaskapi. Petmark hefur staðið frábærlega við bakið á deildinni í ár og gefið glæsilega verðlaunagripi á allar sýningar ársins
28.11.2016
Alþjóðleg hundasýning HRFÍ 12.-13. nóvember 2016Þá er síðustu hundasýningu ársins lokið og eins og fyrr var gríðarlega mikill fjöldi schäferhunda skráður á hana. Sýningin var haldin í reiðhöllinni í víðidal helgina 12.-13. nóvember og var schäferinn sýndur á sunnudeginum 13. Tegundin er enn eins sú allra fjölmennasta, en 12 síðhærðir og 40 snögghærðir hundar voru skráðir til leiks. Dómarinn að þessu sinni var hin Finnska Irina V. Poletaeva.
Klukkan 9 mættu loðnu hundarnir í hring og valdi Irina Ice Tindra Jazz sem besta rakka tegundar. Hlaut hann sitt fyrsta Íslenska og alþjóðlega meistarastig. Irina valdi hann einnig sem besta hund tegundar. Bestu tík tegundar valdi hún úr ungliðaflokki Kolgrímu Kiss Me @Wednesday, hlaut hún sitt fyrsta íslenska meistarastig. Einnig fékk hún sitt annað ungliðameistarastig og er þessvegna orðin ungliðameistari ISJCh. Óskum við eiganda hennar og ræktanda Sirrý Höllu Stefánsdóttir innilega til hamingju. Hún endaði svo sem annar besti hundur tegundar. Besta ræktunarhóp tegundar í síðhærðum átti Ice Tindra ræktun. Í snögghærðu hundunum valdi Irina úr meistaraflokki NLW-15 ISShCh Kolgrímu For Your Eyes OnlyHólm sem besta rakka tegundar. Hlaut hann alþjóðlegt meistarastig, en þar sem að hann er orðinn meistari rann stigið niður til sonar hans 3. besta rakka tegundar, Kolgrímu Implacable. Var það hans 3. meistarastig og er hann því orðinn íslenskur sýningarmeistari, ISShCh. Óskum við aftur eiganda og ræktanda Sirrý Höllu til hamingju með árangurinn. Í fyrsta sæti í ungliðaflokki með meistaraefni var Ice Tindra King og hlaut hann þar með sitt fyrsta ungliðameistarastig. Bestu tík tegundar valdi hún svo RW-16 Kolgrímu Irresistible úr opnum flokki. Hlaut hún einnig sitt þriðja Íslenska meistarastig og annað Alþjóðlega. Irresistible varð því Íslenskur sýningarmeistari eins og got bróðir sinn, endaði hún svo á því að vera valin besti hundur tegundar. Besta tík í ungliðaflokki og önnur besta tík tegundar varð hin unga Ice Tindra Krissy og hlaut hún sitt fyrsta ungliðameistarastig. ISCh IStrCh OB1 Kolgrímu Blaze Hólm varð besti öldungur tegundar með sitt 3. og síðasta öldungameistarastig og er hún því fyrsti schaäferinn til þess að hljóta titilinn ISVCh eða öldungameistari. Óskum við Sirrý Höllu Stefánsdóttur innilega til hamingju með frábærann árangur þessarar síðustu sýningar ársins. Besta afkvæmahóp tegundar átti NLW-15 ISShCh Kolgrímu For Your Eyes OnlyHólm. Besta ræktunarhóp tegundar átti Kolgrímu ræktun og enduðu þau sem besti ræktunarhópur dagsins. Petmark styrkti deildina með glæsilegum verðlaunagripum
28.11.2016
Hvolpasýning HRFÍ og Royal Canin 11. nóvember 2016Síðasta hvolpasýning ársins fór fram í reiðhöllinni í víðidal föstudagskvöldið 11. nóvember. Dómarinn að þessu sinni var Irina V. Poletaeva frá Finnlandi. Langt er síðan að jafn margir hvolpar tóku þátt, en 14 snögghærðir og 4 síðhærðir hundar voru skráðir til leiks.
Byrjaði Irina á því að dæma snögghærðu hundana og fyrst voru það yngri hvolparnir í flokki 3-6 mánaða. Þar valdi hún besta hvolp tegundar Gunnarsholts My Name Is Hrói Höttur, besti hvolpur tegundar af gagnstæðu kyni var tíkin Ice Tindra Liv. Í eldri hvolpaflokki, 6-9 mánaða taldi Irina, Ölfus Betu besta hvolp tegundar. þá mættu til leiks 3-6 mánaða síðhærðir schäferhundar og bestu hvolpar tegundar voru BOB, Gunnarsholts My Name Is Heiðrún Ása og BOS, Ice Tindra Mozart. Deildin óskar öllum eigendum og ræktendum þessara glæsilegu hvolpa til hamingju og góðs gengis í framtíðinni. Petmark styrkti deildina með glæsilegum verðlaunagripum
04.09.2016
Stórhundadagar í Garðheimum helgina 8.-9. októberSchäferdeildin verður með bás á stórhundadögum um næstu helgi og óskum við eftir sjálfboðaliðum til þess að sitja vaktina. Gott er ef fólk getur verið í 1-2 klst. í senn.
Endilega fyllið út skráningarformið hér að neðan ef þið viljið skrá ykkur. Setjið klukkan hvað þið viljið vera, hvað lengi og hvorn daginn. Ef þið fáið engann staðfestingarpóst ýtrekið þá endilega á [email protected] Hlökkum til að sjá ykkur á Stórhundadögum um helgina 30.09.2016
Frábær haustganga deildarinnarLaugardaginn 24. september síðastliðinn fór deildin í létta göngu um paradísardal. Fáir mættu í gönguna svo ákveðið var að leyfa hundunum að hlaupa lausum sem gekk frábærlega.
Teknar voru nokkar myndir af þessum flotta hóp. 21.09.2016
Haustganga SchäferdeildarinnarNæsta laugardag 24. september verður schaferdeildin með haustgöngu. Hist verður við Morgunblaðshúsið klukkan 14:30 og gengið léttan hring.
Vonumst við til að sjá sem flesta! 14.09.2016
Alþjóðleg hundasýning HRFÍ 3. september 2016Alþjóðleg hundasýning HRFÍ var haldin í reiðhöllinni í víðidal helgina 3.-4. september s.l. Schäferinn var sýndur á laugardeginum 3. sept og dómarinn að þessu sinni var Yvonne Cannon frá Írlandi. Áfram er tegundin ein sú allra fjölmennasta á sýningum, en 15 síðhærðir og 33 snögghærðir hundar voru skráðir til leiks. Sýningin var einnig Crufts 2017 qualifictaion sýning sem þýðir að bestu hundar og bestu ungliðar sinnar tegundar fá þáttökurétt á crufts 2017.
Byrjaði Yvonne á þvía að dæma síðhærðu hundana og valdi hún ungliðann RW-16 Gjósku Usla sem besta rakka tegundar. Hlaut hann sitt annað Íslenska meistarastig, hlaut hann einnig sitt annað ungliða meistarastig og er hann því fyrsti schäferinn sem hlýtur titilinn Íslenskur ungliðameistari ISJCh, einnig varð hann Crufts 2017 qualification. Óskum við eiganda hans Kristínu Mgnúsdóttur innilega til hamingju. Endaði hann svo sem besti hundur tegundar og náði svo þeim árangri að verða í 2. sæti í tegundarhóp 1, en enginn síðhærður schäfer hefur áður náð svo langt. Annar besti rakki tegundar varð ISShCh RW-15 NLW-15 Gjósku Rökkvi-Þór og þar sem að Usli er of ungur til að hljóta Alþjóðlegt meistarastig, rann það niður til Rökkva. Var það hans 4. CACIB og býður hann því staðfestingar á Alþjóðlegum sýningameistaratitli. Óskum við eiganda hans Sóley Isabelle Heenen innilega til hamingju. Bestu tík tegundar valdi hún úr unghundaflokki Ice Tindra Joss, hlaut hún Alþjóðlegt meistarastig og sitt 7. Íslenska meistarastig, einnig fékk hún Crufts 2017 qualification. Hún endaði svo sem annar besti hundur tegundar. Besta ungliðatík tegundar og 4. besta tík varð Kolgrímu Kiss Me @ Wednesday, hlaut hún sitt fyrsta ungliðameistarastig og Crufts 2017 qualification. Besta ræktunarhóp tegundar í síðhærðum átti Gjósku ræktun. Yvonne gaf einungis 2. snögghærðum rökkum meistaraefni en besta rakka tegundar valdi hún úr meistaraflokki ISCh RW-16 RW-15 Juwika Fitness og hlaut hann Alþjóðlegt meistarastig og Crufts 2017 qualification. Bestu tík tegundar valdi hún svo RW-16 Kolgrímu Irresistible úr opnum flokki. Hlaut hún sitt annað Íslenska meistarastig og fyrsta Alþjóðlega, hlaut hún einnig Crufts 2017 qualification. Irresistible varð svo besti hundur tegundar. Kolgrímu Kiss Me Now varð í fyrsta sæti í ungliðaflokki og hlaut hún sitt fyrsta Ungliða meistarastig. ISCh IStrCh OB1 Kolgrímu Blaze Hólm varð besti öldungur tegundar og endaði hún svo sem 2. besti öldungur sýningar. Besta afkvæmahóp tegundar átti RW-14 Gjósku Mylla með afkvæmum og endaði hópurinn sem besti afkvæmahópur dagsins. Besta ræktunarhóp tegundar átti Kolgrímu ræktun og enduðu þau sem 2. besti ræktunarhópur dagsins. Petmark styrkti deildina með glæsilegum verðlaunagripum
14.09.2016
Hvolpasýning HRFÍ og Royal Canin 2. september 2016Haustsýning HRFÍ hófst föstudagskvöldið 2. september á hvolpasýningu og voru 9 schäferhvolpar skráðir til leiks. Dómararnir á sýningunni voru allir frá Írlandi og var það John Muldoon sem dæmdi hvolpana okkar. 3 síðhærðir og 6 snögghærðir hundar mættu til dóms og voru þeir allir í eldri hvolpaflokki 6-9 mánaða.
Fyrst mættu síðhærður hvolparnir og stóð uppi sem sigurvegari, besti hvolpur tegundar, tíkin Svarthamars Edda. Besti hvolpur tegundar af gagnstæðu kyni varð rakkinn Ölfus Baltasar. Þá mættu snögghærðu hvolparnir og valdi John besta hvolp tegundar tíkina Ölfus Betu. Besta hvolp tegundar af gagnstæðu kyni valdi hann Ice Tindra Karl. Petmark styrkti deildina með glæsilegum
verðlaunagripum í öllum flokkum 26.07.2016
Alþjóðleg sýning HRFÍ 24. júlí 2016 Á sunnudeginum 24. júlí fór svo fram Alþjóðleg sýning HRFÍ og kom það í hlut Åke Cronander frá Svíþjóð að dæma hundana. Aftur voru 32 snögghærðir skráðir til leiks og að þessu sinni 9 síðhærðir.
Åke byrjaði á að dæma síðhærðu hundana og valdi hann besta rakka tegundar ISShCh RW-15 NLW-15 Gjósku Rökkva-Þór og hlaut hann Alþjóðlegt meistarastig. Bestu tík tegundar og besta hund tegundar valdi hann C.I.E ISShCh RW-14-15-16 Kolgrímu Gypsy WomanHólm. Aftur gekk meistarastigið niður til Ice Tindra Joss og var það þá 6. Íslenska meistarastigið hennar, glæsilegur árangur hjá þessari ungu tík. Besta ræktunarhóp tegundar átti aftur Gjósku ræktun. Besti rakki tegundar kom úr opnum flokki, Kolgrímu Implacable og hlaut hann sitt annað Íslenska og fyrsta Alþjóðlega meistarastig. Bestu tík tegundar valdi hann úr unghundaflokki, Gjósku Theu. Hlaut hún einnig sitt fyrsta Íslenska og Alþjóðlega meistarastig. Thea stóð svo uppi sem besti hundur tegundar. ISCh IStrCh OB1 Kolgrímu Blaze Hólm endaði sem besti öldungur tegundar og hlaut sitt annað Öldunga meistarastig. Aftur átti Eldeyjar Hugi og afkvæmi hans besta afkvæmahóp tegundar og enduðu þau daginn á því að verða besti afkvæmahópur sýningar. Gjósku ræktun átti einnig aftur besta ræktunarhóp tegundar og stóðu þau uppi sem 2. besti ræktunarhópur sýningar. Myndirnar hér að neðan eru úr úrslitum sýningarinnar, smellið á þær til þess að sjá þær stærri. Fleiri myndir frá sýningunni má nálgast hér. Unnur Rut Rósinkransdóttir gjaldkeri deildarinnar tók myndirnar og er fólki velkomið að nota þær. Petmark styrkti deildina rausnarlega með verðlaunagripum á sýningunni
26.07.2016
Reykjavík Winner sýning HRFÍ 23. júlí 2016Reykjavík Winner sýningin var haldin í þriðja sinn utandyra og er óhætt að segja að hún hafi verið sú glæsilegasta til þessa. Dómarinn að þessu sinni var Ramune Kazlauskaite frá Litháen, frábær skráning var í tegundinni, 32 snögghærðir hundar voru skráðir og 11 síðhærðir.
Dagurinn byrjaði á síðhærðu hundunum og valdi Ramune ungliðann Gjósku Usla sem besta rakka tegundar. Hlaut hann sitt fyrsta Íslenska meistarastig, Íslenskt ungliða meistarastig og titilinn Reykjavík Winner 2016. Endaði hann svo sem besti hundur tegundar. Bestu tík tegundar valdi hún úr meistaraflokki C.I.E ISShCh RW-14-15 Kolgrímu Gypsy WomanHólm, hlaut hún þriðja Reykjavík Winner titilinn sinn 2016. Er hún eina síðhærða tíkin á landinu sem hlotið hefur þann titil. Meistarastigið gekk niður til Ice Tindra Joss, var það hennar 5. meistarastig en þar sem að hún hefur ekki náð tilsettum 2. ára aldri getur hún ekki hlotið meistaranafnbótina. Besta ræktunarhóp tegundar í síðhærðum var Gjósku ræktun. Besta rakka tegundar í snögghærðum valdi Ramune úr meistaraflokki ISCh RW-15 Juwika Fitness og hlaut hann því titilinn Reykjavík Winner 2016. Þar sem að Fitness er orðinn meistari rann stigið niður til Gjósku Mána, var það hans 3. meistarastig og hlítur hann því titilinn Íslenskur sýningarmeistari. Óskum við eiganda hans og ræktanda Örnu Rúnarsdóttur til hamingju. Besti öldungur tegundar varð Eldeyjar Hugi og hlaut hann sitt fyrsta Öldungameistarastig. Bestu tík tegundar valdi hún svo Kolgrímu Irresistible úr opnum flokki. Hlaut hún sitt fyrsta Íslenska meistarastig og titilinn Reykjavík Winner 2016. Irresistible varð besti hundur tegundar og endaði svo í þriðja sæti í tegundarhópi 1. Gjósku Una Buna varð í fyrsta sæti í ungliðaflokki og hlaut hún sitt fyrsta Ungliða meistarastig. ISCh IStrCh OB1 Kolgrímu Blaze Hólm varð annar besti öldungur tegundar og hlaut einnig sitt fyrsta Öldunga meistarastig. Besta afkvæmahóp tegundar átti Eldeyjar Hugi með afkvæmum og endaði hann sem 2. besti afkvæmahópur sýningar. Besta ræktunarhóp tegundar átti Gjósku ræktun og endaði hópurinn sem 3. besti ræktunarhópur sýningar. Myndirnar hér að neðan eru úr úrslitum sýningarinnar, smellið á þær til þess að sjá þær stærri. Fleiri myndir frá sýningunni má nálgast hér. Unnur Rut Rósinkransdóttir gjaldkeri deildarinnar tók myndirnar og er fólki velkomið að nota þær. Petmark styrkti deildina rausnarlega með verðlaunagripum á sýningunni
26.07.2016
Hvolpasýning HRFÍ og Royal Canin 22. júlí 2016Á föstudagskvöldinu 22. júlí fór fram dómur í hvolpaflokki á útisýningu Hundaræktarfélags Íslands. Dómari að þessu sinni var Maria-Luise Doppelreiter frá Austurríki.
6 hvolpar voru skráðir í flokk snögghærðra og 6 í síðhærðra. Besti hvolpur tegundar 6-9 mánaða snögghærður var tíkin Gjósku Úlfhildur og besti hvolpur tegundar 6-9 mánaða síðhærður var Gjósku Úlfur. Petmark styrkti deildina rausnarlega og gáfu verðlaunapeninga og verðlauna gripi í öllum hvolpaflokkum og þökkum við þeim kærlega fyrir.
30.06.2016
Sýningarþjálfun SchäferdeildarinnarSýningarþjálfanir Schäferdeildarinnar fyrir tvöföldu útisýningu HRFÍ verða haldnar þriðjudags- og fimmtudagskvöld í júlí fram að sýningu klukkan 20:00.
Þjálfanirnar verða á túninu þar sem að sýningin sjálf verður, keyrt inná malar plan beint á móti dýraspítalanum í Víðidal. Skiptið kostar 500kr sem rennur beint til deildarinnar og eru allir velkomnir. Þriðjudaginn 5. Júlí - 20:00 Fimmtudaginn 7. Júlí - 20:00 Þriðjudaginn 12. Júlí - 20:00 Fimmtudaginn 14. Júlí - 20:00 Þriðjudaginn 19. Júlí - 20:00 Fimmtudaginn 21. Júlí - 20:00 ATH!!! Stranglega bannað er að leggja á reiðstígana og biðjum við fólk að virða það. 13.06.2016
Næsta ganga deildarinnarSchäferdeildin mun halda næstu göngu sunnudaginn 26. júní klukkan 14:00.
Hist verður við Skautahöllina í Reykjavík og genginn léttur spotti hringinn í kringum fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Gangan verður ekki löng og ætti að henta öllum, ungum sem öldnum. Hlökkum til að sjá ykkur hress ! 30.05.2016
Rakkalisti SchäferdeildarinnarStjórn deildarinnar ákvað að hafa aðgengilegan rakkalista hér á síðunni þar sem fólk getur skoðað þá hunda sem hægt er að nota í ræktun. Upplýsingar um sýningar og vinnuárangur mun vera aðgengilegt ásamt mjaðma og olnboganiðurstöðum.
Ef þú hefur áhuga á að hafa þinn rakka á listanum sendu okkur endilega póst á [email protected] með upplýsingum um sýningar/vinnu árangur ásamt mynd af hundinum. Einnig er gott að nafn og símanúmer eiganda fylgi með. Til þess að hundur komist á listann þarf hann að vera myndaður ræktunarhæfur, hafa hlotið excellent og meistaraefni á sýningum HRFÍ, vera meistari frá öðrum löndum eða hafa hlotið meistarastig erlendis. Sjá má hér klausu úr sýningarreglum HRFÍ þar sem meistaraefni er útskýrt: Hvetjum við fólk endilega til þess að senda inn hundana sína, þar sem listinn er frábær leið fyrir fólk að ákveða hvaða hunda það vill nota til undaneldis og hjálpar til við að fleiri hundar fá notkun.
24.05.2016
Úrslit úr frábæru hlýðni brons prófiSchäferdeildin hélt próf í hlýðni brons laugardaginn 21. maí síðastliðinn. 8 hundar voru skráðir í prófið en 6 hundar mættu. Af þessum 6 náðu 5 hundar sér í bronsmerki HRFÍ sem verður að teljast glæsilegur árangur. Dómari í prófinu var Björn Ólafsson hundaþjálfari, prófstjóri var Hildur Pálsdóttir og ritari Arna Rúnarsdóttir. 2 schäferhundar mættu í prófið og náðu þeir báðir prófinu.
Helstu úrslit voru þessi: 1. Laufeyjar Snær - 168,5 stig 2. Heimsenda Fljúgandi Fluga - 162,5 stig 3. Bjarkar Blásól - 160 stig 4. Gjósku Tindur 155,5 stig 5. Ice Tindra Holly - 136 stig Óskum við þáttakendum og hundunum þeirra innilega til hamingju með árangurinn. Sendir stjórn einnig dómaranum Birni Ólfassini og prófstjóra Hildi Pálsdóttur frábærar þakkir fyrir. 19.05.2016
Hlýðni brons 21. maíPróf í hlýðni brons verður á laugardaginn 21. maí í reiðhöll Heimsendahunda Ögurhvarfi
Dómari: Björn Ólafsson Staðsetning: Vatnsendabletti 72, 203 Kópavogi Prófstjóri: Hildur Pálsdóttir Nafnakall er kl 10:00 15.05.2015
Breytingar á sýningareglum HRFÍNokkrar breytingar voru gerðar á sýningareglum HRFÍ og munu þær taka gildi 1. júní næstkomandi. 2 nýjir titlar bættust m.a. við, ungliðameistari og öldungameistari. Lesa má nánar um breytingarnar hér: http://www.hrfi.is/freacutettir/breytingar-a-syningareglum-ma-nyir-titlar
06.05.2016
Próf í hlýðni brons 21.maíSchäferdeildin ætlar að halda próf í hlýðni brons laugardaginn 21.maí. Dómari verður Björn Ólfasson og Hildur Pálsdóttir verður prófstjóri. Skráning fer fram á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15 eða í s. 588-5255. Takmarkaður fjöldi hunda er í prófinu og hvetjum við fólk því að vera tímanlega að skrá sig.
Hlýðni brons er fyrsta stig hlýðni prófa á vegum HRFÍ og hentar flestum hundum sem eru með komnir með grunn í hlýðni. Reglurnar má nálgast hér : http://www.hrfi.is/uploads/2/2/3/3/22333014/hlydniprofsreglur_hrfi_2013.pdf 04.05.2016
Frábær ganga 1. maí í rigningunniDeildin var með stutta og skemmtilega göngu sunnudaginn 1. maí s.l. í ekta evrópskri rigningu. 6 hundar og eigendur þeirra mættu. Göngur deildarinnar eru frábær umhverfisþjálfun og góð leið fyrir fólk með sama áhugamál til að kynnast.
f.v. Ice Tindra Flower, Gjósku Tófa Tignarlega, Ölfus Aþena, Gjósku úlfgrímur, ISShCh Gjósku Ruslana-Myrra. Á myndina vantar Xkippi von Arlett þar sem eigandinn var á bakvið myndavélina.
22.04.2016
1. maí ganga SchäferdeildarinnarSchäferdeildin hefur ákveðið að halda Baráttudag verkalýðsins hátíðlegan. Næsta ganga deildarinnar verður sunnudaginn 1. maí klukkan 13:00. Gengið verður frá Árbæjarkirkju og niður að stíflu. Gangan verður stutt og ætti að henta öllum ungum sem öldnum. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest !
21.04.2016
Gleðilegt sumarStjórn Schäferdeildarinnar vill óska öllum deildarmeðlimum gleðilegs sumars. Hlökkum við til komandi viðburða með ykkur í sumar.
17.04.2016
Frábært æfingarpróf deildarinnar 16. aprílSchäferdeildin stóð fyrir skemmtilegu æfingarprófi í Hlýðni brons í samstarfi við Björn Ólafsson hundaþjálfara og ræktanda hjá Heimsendahundum. 8 hundar voru skráðir í prófið og hefðu 6 náð bronsmerki, glæsileg framistaða og vonum við að þetta hvetji fólk til þess að skrá sig í próf á vegum HRFÍ. Góð stemning var í fólki og almenn ánægja með framtakið. Stefnir deildin á það að halda samskonar próf aftur á árinu. Viljum við þakka Birni dómara og Hildi prófstjóra sérstaklega fyrir að leggja fram vinnu sína fyrir deildina.
14.04.2016
Síðasti skráningardagur í æfingarprófiðSíðasti skráningardagur í Æfingarpróf Schäferdeildarinnar í hlýðni brons er á morgun föstudaginn 15. apríl, fyrir miðnætti. Skráning fer fram á [email protected] og kostar 1000kr á hund í prófið, greitt á staðnum.
Prófið fer fram í reiðhöllinni hjá Heimsendahundum, Vatnsendabletti 72, 203 Kópavogi. Keyrt er að húsinu fyrir neðan Skalla í Ögurhvarfi. Aðeins örfá pláss eru eftir í prófið svo hver fer að verða síðastur. 08.04.2016
Æfingarpróf Schäferdeildarinnar fyrir Hlýðni BronsDeildin ætlar að halda æfingarpróf í Hlýðni brons laugardaginn 16. apríl næstkomandi klukkan 12:00. Dómari verður Björn Ólafsson og prófstjóri verður Hildur Pálsdóttir. Staðsetning verður auglýst á næstu dögum.
Vinnuhundadeild HRFÍ verður svo með Hlýðni próf fimmtudaginn 21. apríl og framlengdu þau skráningarfrestinum í það fyrir okkur fram á mánudaginn 18. apríl svo að fólk geti tekið ákvörðun eftir æfingarprófið. Prófið kostar 1000 kr. á hund og er takmarkaður fjöldi sem kemst að. Skráning fer fram á [email protected] Prófið hentar öllum, allt frá byrjendum og lengra komnum. 13.03.2016
Páskaganga deildarinnar annan í páskumDeildin mun halda skemmtilega Páskagöngu, mánudaginn 28. mars annan í páskum. Hist verður við Kjarrhólma kl 14:00 og genginn hringur um fossvoginn. Gangan er um 4km á lengd og ætti að henta öllum, ungum sem öldnum. Hlökkum við til að sjá ykkur í páska stuði !
10.03.2016
Ný stjórn deildarinnarAðalfundur Schäferdeildarinnar fór fram miðvikudagskvöldið 09. mars. Þrjú sæti voru laus og buðu þrír aðilar sig fram. Rúna Helgadóttir og Kristjana Guðrún áttu áfram sæti í stjórn, Unnur Rut Rósinkransdóttir og Svava ósk voru kjörnar inn til tveggja ára og Arna Rúnarsdóttir til eins árs. Verkaskipting stjórnar er eftirfarandi:
Rúna Helgadóttir Borgfjörð formaður Kristjana Guðrún varaformaður Unnur Rut Rósinkransdótti gjaldkeri Svava Ósk ritari Arna Rúnarsdóttir meðstjórnandi Við bjóðum nýja stjórnarmeðlimi velkomna og hlökkum til samstarfsins. 07.03.2016
Stórhundadagar í GarðheimumTvisvar á ári bjóða Garðheimar deildum innan HRFÍ að vera með tegundakynningu og fá gestir og gangandi að kynnast fjölbreyttum tegundum og geta rætt við eigendur viðkomandi tegunda. Það var stórglæsileg mæting frá Schäferdeildinni en 9 hundar skiptu með sér vöktum á schäferbásnum. Margir voru að koma í fyrsta skipti og stóðu sig að sjálfsögðu mjög vel. Básvera er góð umhverfisþjálfun og einnig gott tækifæri fyrir okkur schäfereigendur að kynna tegundina okkar og viðhalda góðri ímynd hennar. Ljósmyndir tóku Guðfinna Kristinsdóttir og fleiri. Eftirfarandi hundar voru fulltrúar tegundarinnar um helgina:
03.03.2016
Alþjóðleg sýning HRFÍ febrúar 2016Fyrsta sýningarhelgi ársins fór fram helgina 27.-28. febrúar síðastliðinn í reiðhöllinni í Víðidal. Fékk deildin til liðs við sig nýjann styrktaraðila Petmark og gáfu þeir alla verðlaunagripi á sýningunni. Hlökkum við mikið til samstarfsins með þeim.
Þokkaleg skráning var hjá tegundinni eða 28 snögghærðir og 11 síðhærðir, á föstudagskvöldinu mættu 9 snögghærðir og 5 síðhærðir hvolpar til leiks. Dómarinn að þessu sinni var Tino Pehar frá Króatíu og var hann mjög ánægður með tegundina í heild. Allir hvolparnir á föstudagskvöldinu fengu heiðursverðlaun og fengu svo allir fullorðnu hundarnir einkunina Excellent. Besti hvolpur tegundar í snögghærðum 3-6 mánaða varð Gjósku Úranus The King Of Malaysia og varð gotsystir hans Gjósku Úrsúla besti hvolpur tegundar af gagnstæðu kyni. Í eldri hvolpaflokki varð Gjósku Una Buna besti hvolpur og annar besti hvolpur tegundar varð Gunnarsholts Zello. Gjósku Una Buna endaði svo sem 3. besti hvolpur sýningar. Bestu hvolpar tegundar í síðhærðum 3-6 mánaða urðu BOB Kolgrímu Kiss Me @ Monday og BOS Kolgrímu Kiss Me @ Wednesday. Í eldri hvolpaflokki 6-9 mánaða varð Gjósku Usli besti hvolpur tegundar. Á laugardagsmorgun mættu fullorðnu hundarnir til leiks og fengum við í fyrsta skipti stærri hring til að hlaupa í við mikla gleði sýnenda. Besta hund tegundar, í snögghærðum schäfer, valdi Tino tíkina Ice Tindra Gordjoss úr opnum flokki. Fékk hún sitt 3 Íslenska meistarastig og er hún því orðin Íslenskur sýningarmeistari, óskum við eiganda hennar og ræktanda Kristjönu Bergsteinsdóttir innilega til hamingju. Besti hundur af gagnstæðu kyni varð ISShCh Gjósku Osbourne-Tyson, þar sem að hann er nú þegar orðinn meistari rann stigið niður til ungliðans Gjósku Tinds en er það hans fyrsta meistarastig. Besta ræktunarhóp tegundar átti Ice Tindra ræktun og gerðu þau sér lítið fyrir og enduðu sem besti ræktunarhópur dagsins. Besta afkvæmahóp átti svo Eldeyjar Hugi og endaði hann sem 4. besti afkvæmahópur dagsins. Í síðhærðu hundunum varð besti hundur tegundar BOB ISShCh RW-14-15 Kolgrímu Gypsy WomanHólm, aftur rann meistarastigið niður og að þessu sinni til Ice Tindra Joss. Er hún þá komin með 4 Íslensk meistarastig en hefur ekki ennþá náð tilsettum 2 ára aldri til þess að fá staðfestan meistaratitil. Besti hundur tegundar af gangstæðu kyni varð ISShCh Gjósku Rosi-Loki, þar sem að hann kemur úr meistaraflokki rann meistarastigið niður til Gjósku Óla Hólm og er það hans annað Íslenska meistarastig. Óskum við öllum eigendum og ræktendum til hamingju með helgina og hlökkum til næstu sýningar. Fleiri myndir frá sýningunni má finna HÉR. Schäferdeildin þakkar Petmark innilega fyrir stuðninginn en verslunin gaf glæsilega verðlaunagripi á sýningunni. Petmark er umboðsaðili fyrir Orijen og Acana fóðrið.
02.03.2016
Stórhundadagar í GarðheimumUm næstu helgi verða haldnir hinir árlegu Stórhundadagar í Garðheimum. Hver deild fær úthlutaðan lítinn bás og þar munu fulltrúar hverrar tegundarinnar sitja frá kl. 13-17. Við óskum eftir áhugasömum eigendum sem geta aðstoðað okkur og verið með hunda sína á básnum. Þeir mega vera stutthærðir, síðhærðir og á öllum aldri. Hvolpar skulu vera eldri en 4 mán. og fullbólusettir og vinsamlega haldið lóðatíkum heima. Hæfileg viðvera er um 1 - 1,5 klst og fyrir þá sem vilja þá er velkomið að sitja báða daga. Básvera er góð umhverfisþjálfun og frábært tækifæri fyrir okkur til að kynna tegundina. Endilega hafið samband í vefpósti eða skráið ykkur í forminu hér fyrir neðan ef þið viljið taka þátt.
Að þessu sinni verða Garðheimar með samkeppni um best skreytta básinn. Endilega komið með hugmyndir til okkar varðandi það ef þið hafið einhverjar. 25.02.2016
Aðalfundur Schäferdeildarinnar - ath. breytt dagsetning*
Aðalfundur Schäferdeildarinnar verður haldinn miðvikudaginn 9. mars kl. 20 á skrifstofu HRFÍ að Síðumúla 15. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Farið verður yfir ársskýrslu og ársreikning deildarinnar auk þess sem kosið verður til stjórnar Schäferdeildarinnar. Þrjú sæti eru laus, tvö til tveggja ára og eitt til eins árs.
Kosningarétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild, eru skráðir í deildina og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni. *Vegna óviðráðanlegra aðstæðna hjá HRFÍ kom beiðni til deildarinnar um breyttan fundartíma. 21.02.2016
Sýningarþjálfun deildarinnarFrábær mæting hefur verið á æfingar deildarinnar fyrir fyrstu sýningu ársins. Sýningarþjálfanirnar eru frábær fjáröflun fyrir deildina ásamt því að vera góður vettvangur fyrir fólk að bæði æfa sig að sýna og umhverfisþjálfa hundana sína.
Síðasta sýningarþjálfun deildarinnar fór fram í dag sunnudag og tókum við myndir af þeim sem mættu þegar þeir voru að æfa sig að stilla hundunum upp. Alþjóðlegsýning HRFÍ fer fram helgina 27.-28. febrúar næstkomandi. Hvolpasýning HRFÍ fer fram föstudagskvöldið 26. febrúar klukkan 19:00 og eru 14 hvolpar skráðir til leiks, 9 snögghræðir og 5 síðhærðir. Á alþjóðlegu sýningunni verða schäferarnir sýndir á laugardeginum 27. feb. klukkan 09:00 og eru 39 hundar skráðir til leiks, 28 snögghærðir og 11 síðhærðir. Dómarinn Tino Pehar frá Króatíu dæmir tegundina bæði á hvolpasýningunni og á þeirri Alþjóðlegu. 30.01.2016
Þökkum Pro Pac fyrir frábærann stuðning 2015Pro Pac styrkti Schäferdeildina rausnarlega á síðasta ári 2015. Árið var örugglega það stærsta í sögunni þegar litið er til fjölda sýninga. En í heildina voru 8 sýningar og glæsilegt jólakaffi í lok árs. Pro Pac gáfu rausnarlega gripi á allar sýningar og er deildin þeim gríðarlega þakklát. Sendum við þeim okkar bestu þakkir fyrir, það er ómetanlegt fyrir deildir að njóta stuðnings frá fyrirtækjum og var samstarfið við Pro Pac á árinu 2015 frábært.
25.01.2016
Janúarganga SchäferdeildarinnarSchäferdeildin stóð fyrir göngu á síðastliðinn laugardag í blíðskapar veðri. Gengið var frá gámunum við Geldinganes og meðfram sjónum í átt að korpúlfstöðum. Mætti fólk og hundar af öllum stærðum og gerðum og höfðu gaman af. Stefnir deildin á að vera með göngu flesta mánuði ársins og er þetta frábær vettvangur fyrir fólk að hittast og umhverfisþjálfa hundana sína. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá göngunni.
20.01.2016
SchäfergangaFyrsta schäferganga ársins verður haldin í Grafarvogi laugardaginn næsta. Við ætlum að hittast við gámana við Geldinganes kl. 14 og ganga meðfram strandlengjunni í átt að Korpúlfstöðum. Við hvetjum alla til þess að koma með í hressandi útiveru. Taumganga í hóp er góð umhverfisþjálfun og skemmtileg samvera. Allir velkomnir.
|
Nýlega uppfært: Myndir, Stigakeppni
Viðburðardagatal
Síðasti skráningardagur á Alþjóðlega sýningu HRFÍ 3.-5. mars 2017
Gjaldskrá 1 - 20. janúar Gjaldskrá 2 - 3. febrúar
Láttu í þér heyraAllar almennar fyrirspurnir er varða málefni deildarinnar skulu sendast á beint á ræktunarstjórn deildarinnar. Fyrirspurnum er svarað strax eða eftir næsta stjórnarfund, allt eftir eðli málsins.
Ef þú ert með ábendingu er varða rangar upplýsingar á vefsíðunni okkar getur þú sent stjórn deildarinnar vefpóst með beiðni um leiðréttingu eða fyllt út í formið hér að ofan. Við viljum heyra hvað þú hefur að segja um starfsemi deildarinnar. Láttu okkur vita hvað þú ert ánægð/ur með og komdu með ábendingu um það sem betur má fara. Allar athugasemdir og hugmyndir eru vel þegnar. Netfang stjórnar Schäferdeildarinnar er [email protected]. Stjórn Schäferdeildarinnar
|