___Stjórn Schäferdeildarinnar
óskar öllum gleðilegs nýs árs og þakkar ánægjulegar samverustundir á
árinu sem er að líða.
Einnig sendum við okkar bestu óskir til þeirra sem hafa stutt við deildina og þökkum þeim samstarfið á árinu.
Minnum að lokum á næstu göngu sem verður laugardaginn 7. janúar. Nánari tími og staðsetning verður auglýst síðar.
Einnig sendum við okkar bestu óskir til þeirra sem hafa stutt við deildina og þökkum þeim samstarfið á árinu.
Minnum að lokum á næstu göngu sem verður laugardaginn 7. janúar. Nánari tími og staðsetning verður auglýst síðar.
Hægt er að smella á myndina til að sjá hana stærri
_18.12.2011
Okkar bestu þakkir til styrktaraðila
Okkar bestu þakkir til styrktaraðila
_13.12.2011
Jólagleði Schäferdeildarinnar
Við minnum á jólagleði Schäferdeildarinnar næsta laugardag kl. 13. Hvetjum alla til þess að koma og eiga með okkur ánægjulega stund. Kaffi og léttar veitingar í boði.
Jólagleði Schäferdeildarinnar
Við minnum á jólagleði Schäferdeildarinnar næsta laugardag kl. 13. Hvetjum alla til þess að koma og eiga með okkur ánægjulega stund. Kaffi og léttar veitingar í boði.
Á jólagleði deildarinnar í fyrra voru hundar og menn heiðraðir fyrir góðan árangur í vinnu og á sýningum.
_09.12.2011
Nýjársganga Schäferdeildarinnar
Næsta ganga verður haldin laugardaginn 7. janúar kl. 13. Nánari staðsetning verður auglýst síðar. Stefnum svo á að hittast í kaffi eftir gönguna. Allir velkomnir.
Nýjársganga Schäferdeildarinnar
Næsta ganga verður haldin laugardaginn 7. janúar kl. 13. Nánari staðsetning verður auglýst síðar. Stefnum svo á að hittast í kaffi eftir gönguna. Allir velkomnir.
Mikið fjör eftir síðustu göngu. Hér má sjá þau Týru, Huga og Freyju hlaupa og leika sér saman.
_07.12.2011
Myndbönd frá úrslitum sýningarinnar
Schäferdeildin fékk ábendingu frá aðila sem tók upp úrslit úr nokkrum flokkum á síðustu sýningu. Myndböndin eru inni á youtube.com og má finna þau hér.
Schäferhundar voru áberandi í úrslitum sýningarinnar en að þessu sinni náði viðkomandi því miður færri atriðum en á sýningunni í ágúst.
Við birtum hér þá hluti þar sem Schäfer kemur við sögu en það var í úrslitum um besta hund sýningar: fyrri hluti og seinni hluti.
Myndbönd frá úrslitum sýningarinnar
Schäferdeildin fékk ábendingu frá aðila sem tók upp úrslit úr nokkrum flokkum á síðustu sýningu. Myndböndin eru inni á youtube.com og má finna þau hér.
Schäferhundar voru áberandi í úrslitum sýningarinnar en að þessu sinni náði viðkomandi því miður færri atriðum en á sýningunni í ágúst.
Við birtum hér þá hluti þar sem Schäfer kemur við sögu en það var í úrslitum um besta hund sýningar: fyrri hluti og seinni hluti.
_01.12.2011
Jólagleði Schäferdeildarinnar
Jólagleði deildarinnar verður haldin laugardaginn 17. des. kl. 13 á skrifstofu HRFÍ að Síðumúla 15.
Þá verða heiðraðir stigahæstu hundar deildarinnar bæði á sýningum og í vinnuprófum, stigahæsti ræktandi verður heiðraður fyrir árangur afkvæma á sýningum ásamt því að björgunarsveitahundar verða heiðraðir fyrir góðan árangur í leitarprófum. Allir velkomnir. Kaffi og léttar veitingar í boði.
Jólagleði Schäferdeildarinnar
Jólagleði deildarinnar verður haldin laugardaginn 17. des. kl. 13 á skrifstofu HRFÍ að Síðumúla 15.
Þá verða heiðraðir stigahæstu hundar deildarinnar bæði á sýningum og í vinnuprófum, stigahæsti ræktandi verður heiðraður fyrir árangur afkvæma á sýningum ásamt því að björgunarsveitahundar verða heiðraðir fyrir góðan árangur í leitarprófum. Allir velkomnir. Kaffi og léttar veitingar í boði.
29.11.2011
Tegundarbás á sýningunni
Schäferdeildin var með kynningarbás á síðustu sýningu eins og áður. Nokkrir eigendur mættu með hundana sína og þökkum við þeim kærlega fyrir.
Tegundabásinn er mikilvægur í starfi deildarinnar. Með því gerum við tegundina sýnilega, kynnum starf deildarinnar ásamt því að viðhalda góðri ímynd schäferhundsins. Við erum því afar þakklát þeim sem geta gefið tíma sinn og stutt deildina og tegundina með þessum hætti. Þessir eigendur og hundar voru á básnum um helgina:
Theodór og Ice Tindra Captain "Rökkvi"
Eyþór og Gunnarsholts Venus "Týra"
Smári og Eldeyjar Strákur "Hector"
Íris og Eldeyjar Hugi
Tegundarbás á sýningunni
Schäferdeildin var með kynningarbás á síðustu sýningu eins og áður. Nokkrir eigendur mættu með hundana sína og þökkum við þeim kærlega fyrir.
Tegundabásinn er mikilvægur í starfi deildarinnar. Með því gerum við tegundina sýnilega, kynnum starf deildarinnar ásamt því að viðhalda góðri ímynd schäferhundsins. Við erum því afar þakklát þeim sem geta gefið tíma sinn og stutt deildina og tegundina með þessum hætti. Þessir eigendur og hundar voru á básnum um helgina:
Theodór og Ice Tindra Captain "Rökkvi"
Eyþór og Gunnarsholts Venus "Týra"
Smári og Eldeyjar Strákur "Hector"
Íris og Eldeyjar Hugi
23.11.2011
Deildarganga Schäferdeildarinnar
Á laugardaginn verður næsta ganga Schäferdeildarinnar. Við ætlum að hittast á bílastæðinu við stífluna í Elliðaárdal kl. 13:30 og ganga stífluhringinn.
Bílastæðið er við Vatnsveituveg sem er Breiðholtsmegin við Elliðaárnar. Beygt er út af Höfðabakka og er bílastæðið þar rétt hjá.
Deildarganga Schäferdeildarinnar
Á laugardaginn verður næsta ganga Schäferdeildarinnar. Við ætlum að hittast á bílastæðinu við stífluna í Elliðaárdal kl. 13:30 og ganga stífluhringinn.
Bílastæðið er við Vatnsveituveg sem er Breiðholtsmegin við Elliðaárnar. Beygt er út af Höfðabakka og er bílastæðið þar rétt hjá.
20.11.2011
Helstu úrslit sýningarinnar
Besti hvolpur tegundar 4-6 mánaða var Gjósku Nikita og endaði hún sem þriðji besti hvolpur dagsins.
Besti hvolpur tegundar 6-9 mánaða var Kolgrímu XoXo Gossip Girl og endaði hún sem annar besti hvolpur dagsins.
Besti hundur tegundar var SchH3 BH AD Kkl1 Bethomin´s Ajax sem er nýinnfluttur rakki á vegum Gunnarsholts ræktunar. Hann fékk bæði íslenskt og alþjóðlegt meistarastig, sigraði tegundarhóp 1 og endaði sem fjórði besti hundur sýningar. Annar besti hundur tegundar og besta tík tegundar var Kolgrímu Blake Hólm "Ronja" og fékk hún einnig sín fyrstu meistarastig, bæði íslenskt og alþjóðlegt.
Besta ræktunarhóp tegundar átti Kolgrímuræktun og varð sá hópur besti ræktunarhópur dagsins. Besti afkvæmahópur var Welincha´s Yasko ásamt afkvæmum sínum og endaði sá hópur einnig sem besti afkvæmahópur dagsins.
Óskum öllum þátttakendum innilega til hamingju með árangur dagsins. Nánari úrslit koma inn seinna.
Helstu úrslit sýningarinnar
Besti hvolpur tegundar 4-6 mánaða var Gjósku Nikita og endaði hún sem þriðji besti hvolpur dagsins.
Besti hvolpur tegundar 6-9 mánaða var Kolgrímu XoXo Gossip Girl og endaði hún sem annar besti hvolpur dagsins.
Besti hundur tegundar var SchH3 BH AD Kkl1 Bethomin´s Ajax sem er nýinnfluttur rakki á vegum Gunnarsholts ræktunar. Hann fékk bæði íslenskt og alþjóðlegt meistarastig, sigraði tegundarhóp 1 og endaði sem fjórði besti hundur sýningar. Annar besti hundur tegundar og besta tík tegundar var Kolgrímu Blake Hólm "Ronja" og fékk hún einnig sín fyrstu meistarastig, bæði íslenskt og alþjóðlegt.
Besta ræktunarhóp tegundar átti Kolgrímuræktun og varð sá hópur besti ræktunarhópur dagsins. Besti afkvæmahópur var Welincha´s Yasko ásamt afkvæmum sínum og endaði sá hópur einnig sem besti afkvæmahópur dagsins.
Óskum öllum þátttakendum innilega til hamingju með árangur dagsins. Nánari úrslit koma inn seinna.
19.11.2011
Sýning á morgun
Schäferinn verður í hring 6 á morgun og hefst kl 10:08. Skráðir voru 36 hundar og mun því ljúka um hálf 1. Dómari er Rony Doedijns frá Hollandi. Við óskum eigendum og sýnendum góðs gengis.
Dagskrá sýningarinnar má nálgast hér. Úrslit sýningarinnar hefjast kl 13:30 og er dagskrá í úrslitum eftirfarandi:
Sunnudagur
13:30 Besti hvolpur dagsins 4-6 mán.
13:45 Besti hvolpur dagsins 6-9 mán.
14:00 Besti ræktunarhópur dagsins
14:15 Besti afkvæmahópur dagsins
14:30 Tegundahópur 1
14:45 Tegundahópur 3
15:00 Tegundahópur 5
15:15 Tegundahópur 8
15:30 Besti öldungur sýningar
15:45 Stigahæsti öldungur ársins heiðraður
16:00 Besti hundur sýningar
16:15 Stigahæsti hundur árins heiðraður
Sýning á morgun
Schäferinn verður í hring 6 á morgun og hefst kl 10:08. Skráðir voru 36 hundar og mun því ljúka um hálf 1. Dómari er Rony Doedijns frá Hollandi. Við óskum eigendum og sýnendum góðs gengis.
Dagskrá sýningarinnar má nálgast hér. Úrslit sýningarinnar hefjast kl 13:30 og er dagskrá í úrslitum eftirfarandi:
Sunnudagur
13:30 Besti hvolpur dagsins 4-6 mán.
13:45 Besti hvolpur dagsins 6-9 mán.
14:00 Besti ræktunarhópur dagsins
14:15 Besti afkvæmahópur dagsins
14:30 Tegundahópur 1
14:45 Tegundahópur 3
15:00 Tegundahópur 5
15:15 Tegundahópur 8
15:30 Besti öldungur sýningar
15:45 Stigahæsti öldungur ársins heiðraður
16:00 Besti hundur sýningar
16:15 Stigahæsti hundur árins heiðraður
16.11.2011
Bás um næstu helgi
Við minnum á að enn vantar okkur hunda og eigendur til þess að koma á bás um helgina og kynna tegundina.
Um er að ræða viðveru í stutta stund, klst. til eina og hálfa en má að sjálfsögðu vera styttra. Við stefnum á að manna básinn frá kl 10-13 báða daga.
Allir eru velkomnir, hvort sem hundar eru skráðir á sýninguna eða ekki.
Endilega hafið samband ef þið hafið áhuga á að vera með.
Bás um næstu helgi
Við minnum á að enn vantar okkur hunda og eigendur til þess að koma á bás um helgina og kynna tegundina.
Um er að ræða viðveru í stutta stund, klst. til eina og hálfa en má að sjálfsögðu vera styttra. Við stefnum á að manna básinn frá kl 10-13 báða daga.
Allir eru velkomnir, hvort sem hundar eru skráðir á sýninguna eða ekki.
Endilega hafið samband ef þið hafið áhuga á að vera með.
14.11.2011
Breyting á staðsetningu sýningarþjálfunarinnar
Breyting hefur orðið á sýningarþjálfun Schäferdeildarinnar. Við ætlum að halda opna sýningarþjálfun með Am. Cocker Spaniel.
Þjálfunin verður á morgun í Reiðhöll Gusts (Álalind 3, Kópavogi).
Við minnum ykkur á að koma með sýningartaum, nammi og/eða dót fyrir hundinn og skítapoka. Þáttökugjald er 500 kr. Allir velkomnir.
Breyting á staðsetningu sýningarþjálfunarinnar
Breyting hefur orðið á sýningarþjálfun Schäferdeildarinnar. Við ætlum að halda opna sýningarþjálfun með Am. Cocker Spaniel.
Þjálfunin verður á morgun í Reiðhöll Gusts (Álalind 3, Kópavogi).
Við minnum ykkur á að koma með sýningartaum, nammi og/eða dót fyrir hundinn og skítapoka. Þáttökugjald er 500 kr. Allir velkomnir.
09.11.2011
Bás á næstu sýningu
Alþjóðleg hundasýning HRFÍ fer fram helgina 19. - 20. nóvember. Schaferdeildin verður með kynningarbás eins og svo oft áður og óskum við eftir áhugasömum eigendum og hundum til þess að kynna tegundina. Um er að ræða viðveru í eina til tvær klukkustundir en við miðum við að manna básinn frá kl. 10-14 báða daga.
Básveran er góð umhverfisþjálfun fyrir hundinn en hún fellst aðallega í því að gestir fá að klappa hundunum og eigendur svara spurningum er snúa að tegundinni.
Endilega hafið samband við deildina með því að senda póst á [email protected] ef þið hafið áhuga á að vera með
Bás á næstu sýningu
Alþjóðleg hundasýning HRFÍ fer fram helgina 19. - 20. nóvember. Schaferdeildin verður með kynningarbás eins og svo oft áður og óskum við eftir áhugasömum eigendum og hundum til þess að kynna tegundina. Um er að ræða viðveru í eina til tvær klukkustundir en við miðum við að manna básinn frá kl. 10-14 báða daga.
Básveran er góð umhverfisþjálfun fyrir hundinn en hún fellst aðallega í því að gestir fá að klappa hundunum og eigendur svara spurningum er snúa að tegundinni.
Endilega hafið samband við deildina með því að senda póst á [email protected] ef þið hafið áhuga á að vera með
06.11.2011
Sýningarþjálfun á vegum Schäferdeildarinnar
Við minnum á sýningarþjálfun deildarinnar sem haldin verður næstu tvo þriðjudaga fram að sýningu. Næsta sýningarþjálfun verður haldin á bílaplaninu við reiðhöllina í Víðidal kl. 20.
Dótla Elín mun sjá um þjálfunina en hún hefur mikla reynslu af því að sýna Schäfer. Henni til aðstoðar verður Eva Björk.
Munið eftir 500 kr., nammi eða dóti fyrir hundinn, kúkapoka, taum (sýningataum) og sýningakeðju.
Þetta eru þær sýningaþjálfanir sem verða framundan:
Þriðjudaginn 8. nóvember í Víðidal kl. 20
Þriðjudaginn 15. nóvember í Víðidal kl. 20
Sýningarþjálfun á vegum Schäferdeildarinnar
Við minnum á sýningarþjálfun deildarinnar sem haldin verður næstu tvo þriðjudaga fram að sýningu. Næsta sýningarþjálfun verður haldin á bílaplaninu við reiðhöllina í Víðidal kl. 20.
Dótla Elín mun sjá um þjálfunina en hún hefur mikla reynslu af því að sýna Schäfer. Henni til aðstoðar verður Eva Björk.
Munið eftir 500 kr., nammi eða dóti fyrir hundinn, kúkapoka, taum (sýningataum) og sýningakeðju.
Þetta eru þær sýningaþjálfanir sem verða framundan:
Þriðjudaginn 8. nóvember í Víðidal kl. 20
Þriðjudaginn 15. nóvember í Víðidal kl. 20
03.11.2011
Laugavegsganga HRFÍ
Laugavegsganga HRFÍ
Fulltrúar deildarinnar í Laugavegsgöngu HRFÍ sem haldin var 22. október: Sirrý, Stefán, Guðni og Inga með Kolgrímu Dee Hólm, Welincha´s Yasko og Kolgrímu Blaze Hólm.
Ljósmynd Ágúst Ágústson
Björgunarhundar frá Leitarhundum og BHSÍ ásamt heimsóknarhundum Rauða krossins leiddu gönguna. Schäfertíkin Gjósku Kvika og Kata gengu fremst með björgunarhundunum en Kvika starfar með BHSÍ.
30.10.2011
Uppfærslur á heimasíðunni
Heimasíða deildarinnar er í stöðugri endurskoðun og höfum við verið að bæta miklu efni inn undanfarið.
Búið er að uppfæra lista yfir stigahæstu hunda og ræktendur deildarinnar. Við erum að vinna að því að tengja gagnagrunninn betur saman þannig að hægt sé að fara beint frá viðkomandi hundi og yfir á foreldrana. Einnig erum við að vinna í því að setja öll afkvæmi hvers hunds inn í gagnagrunninn og má sjá dæmi um það hjá helstu rökkum sem hafa verið notaðir síðustu ár. Sú vinna er stutt á veg komin en það mun bætast við það öðru hverju. Fundargerðir síðustu stjórnarfunda eru komnar inn. Listi yfir hunda sem hafa farið í hlýðni- og sporapróf HRFÍ er kominn inn. Því miður fáum við ekki eldri gögn heldur en tveggja ára og því höfum við bara upplýsingar til ársins 2009. Einnig er búið að yfirfara lista yfir starfandi björgunarsveitahunda auk þess að bæta við efni varðandi björgunarsveitahunda.
Á döfinni:
Búið er að bæta við nokkrum viðburðum en stefnt er að því að halda deildargöngu í lok nóvember og jólakaffi um miðjan desember. HRFÍ verður með aðventukvöldverð á næstunni og verður það auglýst þegar frekari upplýsingar berast.
Væntanlegt:
Listi yfir allar mjaðma- og olnboganiðurstöður Schäferhunda á Íslandi er langt kominn og verður hann vonandi birtur fljótlega. Einnig höfum við grein eftir Fredrik Norgren sem við ætlum að setja inn. Hann dæmdi fyrstu deildarsýninguna 1988 en í greininni ræðir hann íslenska stofninn eftir sýninguna. Fleiri greinar og fræðsluefni er einnig væntanlegt. Einnig á eftir að taka saman og birta lista yfir stigahæstu hunda í hlýðni- og sporaprófum.
Uppfærslur á heimasíðunni
Heimasíða deildarinnar er í stöðugri endurskoðun og höfum við verið að bæta miklu efni inn undanfarið.
Búið er að uppfæra lista yfir stigahæstu hunda og ræktendur deildarinnar. Við erum að vinna að því að tengja gagnagrunninn betur saman þannig að hægt sé að fara beint frá viðkomandi hundi og yfir á foreldrana. Einnig erum við að vinna í því að setja öll afkvæmi hvers hunds inn í gagnagrunninn og má sjá dæmi um það hjá helstu rökkum sem hafa verið notaðir síðustu ár. Sú vinna er stutt á veg komin en það mun bætast við það öðru hverju. Fundargerðir síðustu stjórnarfunda eru komnar inn. Listi yfir hunda sem hafa farið í hlýðni- og sporapróf HRFÍ er kominn inn. Því miður fáum við ekki eldri gögn heldur en tveggja ára og því höfum við bara upplýsingar til ársins 2009. Einnig er búið að yfirfara lista yfir starfandi björgunarsveitahunda auk þess að bæta við efni varðandi björgunarsveitahunda.
Á döfinni:
Búið er að bæta við nokkrum viðburðum en stefnt er að því að halda deildargöngu í lok nóvember og jólakaffi um miðjan desember. HRFÍ verður með aðventukvöldverð á næstunni og verður það auglýst þegar frekari upplýsingar berast.
Væntanlegt:
Listi yfir allar mjaðma- og olnboganiðurstöður Schäferhunda á Íslandi er langt kominn og verður hann vonandi birtur fljótlega. Einnig höfum við grein eftir Fredrik Norgren sem við ætlum að setja inn. Hann dæmdi fyrstu deildarsýninguna 1988 en í greininni ræðir hann íslenska stofninn eftir sýninguna. Fleiri greinar og fræðsluefni er einnig væntanlegt. Einnig á eftir að taka saman og birta lista yfir stigahæstu hunda í hlýðni- og sporaprófum.
23.10.2011
Fyrsta hjálp fyrir hunda
Okkur langar til þess að forvitnast hvort deildarmeðlimir hafi áhuga á því að sækja skyndihjálparnámskeið fyrir hunda. Við auglýstum slíkt námskeið í vikunni í gegnum póstlistann og fylltist námskeiðið á nokkrum klukkustundum. Auk þess eru nokkur nöfn komin á biðlista. Við höfum því í hyggju að skipuleggja annað námskeið til þess að anna eftirspurn.
Hanna dýralæknir í Garðabæ mun sjá um námskeiðið og er hámarksfjöldi 5-6 manns. Farið verður nákvæmt í gegnum verklega hlutann svo sem handbrögð, að setja umbúðir á, stöðva blæðingu, endurlífgun o.fl.
Í lok námskeiðins fá þátttakendur afhent skírteini líkt og á fyrstu hjálpar námskeiðum Rauða krossins, þar sem það er vottað að viðkomandi hafi setið og hlotið þjálfun í fyrstu hjálp fyrir hunda/ketti. Námskeiðsgjaldið er 7500 kr m/vsk. Innifalið í verði er fyrirlestur, hefti, verkleg kennsla (sem mesti tíminn fer í) og svo gefst einnig tími fyrir spurningar. Námskeiðið tekur um það bil 1,5 - 2 klst.
Endilega sendið okkur póst á [email protected] ef þið hafið áhuga að sitja svona námskeið. Upplýsingar um dag- og tímasetningu koma þegar nægilegur fjöldi hefur náðst.
Fyrsta hjálp fyrir hunda
Okkur langar til þess að forvitnast hvort deildarmeðlimir hafi áhuga á því að sækja skyndihjálparnámskeið fyrir hunda. Við auglýstum slíkt námskeið í vikunni í gegnum póstlistann og fylltist námskeiðið á nokkrum klukkustundum. Auk þess eru nokkur nöfn komin á biðlista. Við höfum því í hyggju að skipuleggja annað námskeið til þess að anna eftirspurn.
Hanna dýralæknir í Garðabæ mun sjá um námskeiðið og er hámarksfjöldi 5-6 manns. Farið verður nákvæmt í gegnum verklega hlutann svo sem handbrögð, að setja umbúðir á, stöðva blæðingu, endurlífgun o.fl.
Í lok námskeiðins fá þátttakendur afhent skírteini líkt og á fyrstu hjálpar námskeiðum Rauða krossins, þar sem það er vottað að viðkomandi hafi setið og hlotið þjálfun í fyrstu hjálp fyrir hunda/ketti. Námskeiðsgjaldið er 7500 kr m/vsk. Innifalið í verði er fyrirlestur, hefti, verkleg kennsla (sem mesti tíminn fer í) og svo gefst einnig tími fyrir spurningar. Námskeiðið tekur um það bil 1,5 - 2 klst.
Endilega sendið okkur póst á [email protected] ef þið hafið áhuga að sitja svona námskeið. Upplýsingar um dag- og tímasetningu koma þegar nægilegur fjöldi hefur náðst.
21.10.2011
Úrslit sporaprófa
Þrír Schäferhundar luku sporaprófum um síðustu helgi:
Kristjana og Ice Tindra Aragon luku Spori II með 98 stigum. Aragon leiðir því keppni deildarinnar um stigahæsta Schäferhund ársins í Spori II.
Friðrik og Kolgrímu Bond Hólm luku Spori II með 90 stigum. Hann er annar stigahæsti Schäferhundurinn í Spori II á þessu ári.
Bryndís og Ice Tindra Bravo luku Spori I með 98 stigum. Bravo situr nú í 1.-2. sæti með bróður sínum, Aragoni, í keppninni um stigahæsta hund deildarinnar í Spori I.
Óskum keppendum innilega til hamingju með glæsilegan árangur en þessir þrír hundar voru stigahæstu hundarnir í sporaprófi Schnauzer- og Vinnuhundadeildar sem fram fór þann 16. október sl.
Úrslit sporaprófa
Þrír Schäferhundar luku sporaprófum um síðustu helgi:
Kristjana og Ice Tindra Aragon luku Spori II með 98 stigum. Aragon leiðir því keppni deildarinnar um stigahæsta Schäferhund ársins í Spori II.
Friðrik og Kolgrímu Bond Hólm luku Spori II með 90 stigum. Hann er annar stigahæsti Schäferhundurinn í Spori II á þessu ári.
Bryndís og Ice Tindra Bravo luku Spori I með 98 stigum. Bravo situr nú í 1.-2. sæti með bróður sínum, Aragoni, í keppninni um stigahæsta hund deildarinnar í Spori I.
Óskum keppendum innilega til hamingju með glæsilegan árangur en þessir þrír hundar voru stigahæstu hundarnir í sporaprófi Schnauzer- og Vinnuhundadeildar sem fram fór þann 16. október sl.
*****
Munið eftir Laugavegsgöngu HRFÍ á morgun. Lagt verður af stað frá Hlemmi kl 13, gengið niður Laugaveg og endað í Hljómskálagarðinum. Þar munu Íþrótta- og Vinnuhundadeild HRFÍ sjá um skemmtiatriði. Skólahljómsveit Kópavogs slær taktinn en heimsóknahundar Rauða krossins og björgunarsveitahundar munu einnig leiða gönguna.
16.10.2011
Alþjóðleg sýning HRFÍ
Síðasta sýning ársins hjá HRFÍ fer fram helgina 19. - 20. nóvember. Á þessari sýningu geta hundar fengið íslenskt og alþjóðlegt meistarastig. Skráningarvefur HRFÍ er ekki enn tilbúinn en félagið mun taka á móti skráningum á skrifstofunni eða í gegnum síma, 588-5255 .
Síðasti skráningardagur er á föstudaginn næsta, 21. október.
Nánari upplýsingar um opnunartíma skrifstofunnar hér.
Dómarar að þessu sinni eru: Blaz Kävcic (Sólvenía), Gert Christensen (Danmörk), Marija Kävcic (Sólvenía), Rony Doedijns (Holland), Saija Juutilainen (Finnland), Stelios Makaritus (Grikkland).
Þeir sem hafa áhuga á að vera á Schäferbásnum mega gjarnan hafa samband við okkur [email protected].
Alþjóðleg sýning HRFÍ
Síðasta sýning ársins hjá HRFÍ fer fram helgina 19. - 20. nóvember. Á þessari sýningu geta hundar fengið íslenskt og alþjóðlegt meistarastig. Skráningarvefur HRFÍ er ekki enn tilbúinn en félagið mun taka á móti skráningum á skrifstofunni eða í gegnum síma, 588-5255 .
Síðasti skráningardagur er á föstudaginn næsta, 21. október.
Nánari upplýsingar um opnunartíma skrifstofunnar hér.
Dómarar að þessu sinni eru: Blaz Kävcic (Sólvenía), Gert Christensen (Danmörk), Marija Kävcic (Sólvenía), Rony Doedijns (Holland), Saija Juutilainen (Finnland), Stelios Makaritus (Grikkland).
Þeir sem hafa áhuga á að vera á Schäferbásnum mega gjarnan hafa samband við okkur [email protected].
10.10.2011
Vinnupróf
Nokkrir Schäferhundar hafa lokið vinnuprófum síðustu vikur, bæði innan HRFÍ, björgunarsveitanna sem og annarra félaga.
Sirrý og Kolgrímu Blaze Hólm luku Hlýðni 1 prófi Vinnuhundadeildar með 187 stig af 200 mögulegum. Blaze leiðir nú keppni deildarinnar um stigahæsta Schäferhund í Hlýðni 1.
Anna og Gunnarsholts Senjorita "Urður" luku A prófi í víðavangsleit hjá BHSÍ. Urður lést í hörmulegu slysi nokkrum dögum seinna. Urður hafði starfað lengi með björgunarsveitinni og var bæði á útkallslista í snjóflóða- og víðavangi. Við vottum eigendum hennar okkar dýpstu samúð.
Emil og Kolgrímu Alpha Hólm "Gríma" luku B prófi í víðavangsleit hjá BHSÍ. Gríma er á útkallslista björgunarsveitanna og starfar bæði í snjóflóða- og víðavangsleit.
Theodór og Ice Tindra Captain "Rökkvi" kepptu í Íslandsmeistaramóti Sleðahundaklúbbs Íslands í Bikejöring (8 km einn hundur og hjól) og lentu þeir í 2. sæti.
Við óskum mönnum og hundum til hamingju með góðan árangur.
Vinnupróf
Nokkrir Schäferhundar hafa lokið vinnuprófum síðustu vikur, bæði innan HRFÍ, björgunarsveitanna sem og annarra félaga.
Sirrý og Kolgrímu Blaze Hólm luku Hlýðni 1 prófi Vinnuhundadeildar með 187 stig af 200 mögulegum. Blaze leiðir nú keppni deildarinnar um stigahæsta Schäferhund í Hlýðni 1.
Anna og Gunnarsholts Senjorita "Urður" luku A prófi í víðavangsleit hjá BHSÍ. Urður lést í hörmulegu slysi nokkrum dögum seinna. Urður hafði starfað lengi með björgunarsveitinni og var bæði á útkallslista í snjóflóða- og víðavangi. Við vottum eigendum hennar okkar dýpstu samúð.
Emil og Kolgrímu Alpha Hólm "Gríma" luku B prófi í víðavangsleit hjá BHSÍ. Gríma er á útkallslista björgunarsveitanna og starfar bæði í snjóflóða- og víðavangsleit.
Theodór og Ice Tindra Captain "Rökkvi" kepptu í Íslandsmeistaramóti Sleðahundaklúbbs Íslands í Bikejöring (8 km einn hundur og hjól) og lentu þeir í 2. sæti.
Við óskum mönnum og hundum til hamingju með góðan árangur.
*****
Að gefnu tilefni þá langar okkur til að taka fram að gagnagrunnurinn er í stöðugri vinnslu og eru nánast allir ættbókafærðir Schäferhundar á Íslandi komnir inn.
Til þess að gera gagnagrunninn áhugaverðari og virkari þá langar okkur til þess að biðja ykkur um að senda eina mynd af hundinum ykkar fyrir gagnagrunninn, hvort sem hundurinn er látinn eða á lífi. Einnig væri gott að fá upplýsingar um það ef eitthvað vantar inn, svo sem sýningarárangur, vinnupróf eða niðurstöður úr myndum.
Til þess að gera gagnagrunninn áhugaverðari og virkari þá langar okkur til þess að biðja ykkur um að senda eina mynd af hundinum ykkar fyrir gagnagrunninn, hvort sem hundurinn er látinn eða á lífi. Einnig væri gott að fá upplýsingar um það ef eitthvað vantar inn, svo sem sýningarárangur, vinnupróf eða niðurstöður úr myndum.
07.10.2011
Laugavegsganga HRFÍ
Árleg Laugavegsganga HRFÍ verður haldin laugardaginn 22. október. Lagt verður af stað frá Hlemmi kl. 13, gengið niður Laugaveginn og endað í Hljómskálagarðinum.
Við hvetjum alla Schäfereigendur til að koma og ganga saman. Munið eftir pokum til þess að hirða upp eftir hundinn. Vonumst til að sjá sem flesta.
Laugavegsganga HRFÍ
Árleg Laugavegsganga HRFÍ verður haldin laugardaginn 22. október. Lagt verður af stað frá Hlemmi kl. 13, gengið niður Laugaveginn og endað í Hljómskálagarðinum.
Við hvetjum alla Schäfereigendur til að koma og ganga saman. Munið eftir pokum til þess að hirða upp eftir hundinn. Vonumst til að sjá sem flesta.
24.09.2011
Upptökur frá síðustu sýningu
Schäferdeildin fékk senda ábendingu um að upptökur af úrslitum síðustu sýningar væru komnar inn á youtube.com. Myndböndin má finna hér.
Við áttum nokkra góða fulltrúa tegundarinnar í úrslitum, svo sem besta hvolp dagsins 6-9 mánaða, annan besta hund sýningar (BIS seinni hluti hér), besta afkvæmahóp dagsins og fjórða besta afkvæmahóp dagsins (því miður var ekkert myndband af því).
Sá sem sá um upptökurnar benti einnig á að hægt er að vista myndböndin í gegnum vefinn keepvid.com.
Upptökur frá síðustu sýningu
Schäferdeildin fékk senda ábendingu um að upptökur af úrslitum síðustu sýningar væru komnar inn á youtube.com. Myndböndin má finna hér.
Við áttum nokkra góða fulltrúa tegundarinnar í úrslitum, svo sem besta hvolp dagsins 6-9 mánaða, annan besta hund sýningar (BIS seinni hluti hér), besta afkvæmahóp dagsins og fjórða besta afkvæmahóp dagsins (því miður var ekkert myndband af því).
Sá sem sá um upptökurnar benti einnig á að hægt er að vista myndböndin í gegnum vefinn keepvid.com.
21.09.2011
Úrslit úr sumarmyndakeppninni
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna úrslitin í sumarmyndakeppninni. Keppnin var hörð og þátttakan mjög góð.
Sigurvegari keppninnar að þessu sinni er Kolbrún Ýr Gísladóttir sem sendi inn mynd af tíkinni sinni Svarthamars Gyðju "Rökkvu." Hún fær að launum álplötu frá Merkiverk með vinningsmyndinni sinni á.
Til hamingju Kolbrún! Við verðum í sambandi við þig varðandi framhaldið.
Úrslit úr sumarmyndakeppninni
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna úrslitin í sumarmyndakeppninni. Keppnin var hörð og þátttakan mjög góð.
Sigurvegari keppninnar að þessu sinni er Kolbrún Ýr Gísladóttir sem sendi inn mynd af tíkinni sinni Svarthamars Gyðju "Rökkvu." Hún fær að launum álplötu frá Merkiverk með vinningsmyndinni sinni á.
Til hamingju Kolbrún! Við verðum í sambandi við þig varðandi framhaldið.
Dómarinn, Rakel Ósk Sigurðardóttir, hafði þetta að segja um myndina: "Myndbyggingin er falleg, bakgrunnurinn fallegur og alveg laus við að vera truflandi. En aðalatriðið er að sjálfsögðu hundurinn og hann er mjög flottur á myndinni, hreyfingin á honum vel fryst og staðsetningin góð."
Við þökkum Rakel kærlega fyrir aðstoðina en þetta var önnur keppnin hjá okkur í ár sem hún dæmir.
Við þökkum Rakel kærlega fyrir aðstoðina en þetta var önnur keppnin hjá okkur í ár sem hún dæmir.
11.09.2011
Myndbirting við frétt á vef Vísis
Stjórn Schäferdeildarinnar fékk ábendingu frá deildarmeðlim varðandi frétt á vefsíðu Vísis þann 8. sept. sem fjallaði um árás hunds á barn. Með fréttinni fylgdi óviðeigandi mynd af Schäferhundi. Stjórn deildarinnar sendi bréf til fréttastofunnar daginn eftir að myndin birtist þar sem óskað var eftir að myndin yrði fjarlægð enda bendir ekkert í fréttinni til þess að umræddur hundur hafi verið af þeirri tegund. Þann 11. sept. var myndin enn inni svo stjórn ítrekaði aftur beiðni sína til fréttastofunnar. Það er von okkar að fréttamenn vandi betur fréttaflutning og bendli ekki ákveðna tegund við umfjöllun um árás hunds sem ekki er af tiltekinni tegund.
Myndbirting við frétt á vef Vísis
Stjórn Schäferdeildarinnar fékk ábendingu frá deildarmeðlim varðandi frétt á vefsíðu Vísis þann 8. sept. sem fjallaði um árás hunds á barn. Með fréttinni fylgdi óviðeigandi mynd af Schäferhundi. Stjórn deildarinnar sendi bréf til fréttastofunnar daginn eftir að myndin birtist þar sem óskað var eftir að myndin yrði fjarlægð enda bendir ekkert í fréttinni til þess að umræddur hundur hafi verið af þeirri tegund. Þann 11. sept. var myndin enn inni svo stjórn ítrekaði aftur beiðni sína til fréttastofunnar. Það er von okkar að fréttamenn vandi betur fréttaflutning og bendli ekki ákveðna tegund við umfjöllun um árás hunds sem ekki er af tiltekinni tegund.
08.09.2011
Alþjóðleg ræktunarsýning HRFÍ helgina 27-28. ágúst
Að þessu sinni voru 34 Schäferhundur skráðir til leik. Dómarinn kom frá Belgíu og heitir Monique Van Brempt.
Byrjað var á því að dæma hvolpaflokk. Engir hvolpar á aldrinum 4-6 mánaða voru skráðir. Byrjað var því á 6-9 mánaða hvolpaflokki.
Hin 6 mánaða gamla Gjósku Mylla var valinn besti hvolpur tegundar og jafnframt besti hvolpur sýningar á sunnudeginum og er Arna Rúnarsdóttir eigandi hennar.
Annar besti hvolpur tegundar varð gotbróðir hennar, Gjósku Mikki-Refur, og er Rósa Guðmundsdóttir eigandi hans.
Besti hundur tegundar varð rakkinn Welincha´s Yasko og fékk hann sitt síðasta íslenska meistarastig. Þar sem hann hefur lokið kröfum um vinnupróf er hann orðinn Íslenskur meistari. Eigandi hans er Sirrý Halla Stefánsdóttir.
Yasko stóð sig vel í úrslitum sýningarinnar og varð í fyrsta sæti í tegundarhópi. Hann keppti því í úrslitum um Besta hund sýningar og varð annar besti hundur sýningar! Frábær árangur hjá honum Yasko og óskum við Sirrý til hamingju með flottan árangur.
Annar besti hundur tegundar varð Gunnarsholts Trix en hún fékk sitt síðasta íslenska meistarastig. Er hún því orðin Íslenskur sýningameistari. Eigandi hennar er Anna Francesca Rósudóttir.
Besta afkvæmahóp tegundar átti Welincha´s Yasko með afkvæmum sínum og varð sá hópur Besti afkvæmahópur dagsins. Eigandi hans er Sigríður Halla Stefánsdóttir
Besta ræktunarhóp tegundar átti Gunnarsholts ræktun og urðu þau í fjórða sæti um besta ræktunarhóp dagsins. Eigandi Gunnarsholts ræktunar er Hjördís Helga Ágústsdóttir.
Hægt er að skoða umsagnir allra hundanna og ýtarlegri úrslit tegundarinnar hér.
Sýningarúrslit og umsagnir fyrri sýninga má finna undir hnappnum Sýningar.
Við viljum óska öllum innilega til hamingju með árangur helgarinnar og við hlökkum til að sjá ykkur á næstu sýningu.
Við viljum þakka Bendi ehf kærlega fyrir að hafa styrkt deildina svona rausnarlega á sýningunni þar sem þau gáfu afar veglega verðlaunagripi. Það eru forréttindi að fá stuðning frá svona frábæru fyrirtæki og Bendir ehf.
Bendir er með allar mögulegar hundavörur og hvetjum við alla til þess að kíkja við hjá þeim í Híðarsmára 13 í Kópavogi.
Alþjóðleg ræktunarsýning HRFÍ helgina 27-28. ágúst
Að þessu sinni voru 34 Schäferhundur skráðir til leik. Dómarinn kom frá Belgíu og heitir Monique Van Brempt.
Byrjað var á því að dæma hvolpaflokk. Engir hvolpar á aldrinum 4-6 mánaða voru skráðir. Byrjað var því á 6-9 mánaða hvolpaflokki.
Hin 6 mánaða gamla Gjósku Mylla var valinn besti hvolpur tegundar og jafnframt besti hvolpur sýningar á sunnudeginum og er Arna Rúnarsdóttir eigandi hennar.
Annar besti hvolpur tegundar varð gotbróðir hennar, Gjósku Mikki-Refur, og er Rósa Guðmundsdóttir eigandi hans.
Besti hundur tegundar varð rakkinn Welincha´s Yasko og fékk hann sitt síðasta íslenska meistarastig. Þar sem hann hefur lokið kröfum um vinnupróf er hann orðinn Íslenskur meistari. Eigandi hans er Sirrý Halla Stefánsdóttir.
Yasko stóð sig vel í úrslitum sýningarinnar og varð í fyrsta sæti í tegundarhópi. Hann keppti því í úrslitum um Besta hund sýningar og varð annar besti hundur sýningar! Frábær árangur hjá honum Yasko og óskum við Sirrý til hamingju með flottan árangur.
Annar besti hundur tegundar varð Gunnarsholts Trix en hún fékk sitt síðasta íslenska meistarastig. Er hún því orðin Íslenskur sýningameistari. Eigandi hennar er Anna Francesca Rósudóttir.
Besta afkvæmahóp tegundar átti Welincha´s Yasko með afkvæmum sínum og varð sá hópur Besti afkvæmahópur dagsins. Eigandi hans er Sigríður Halla Stefánsdóttir
Besta ræktunarhóp tegundar átti Gunnarsholts ræktun og urðu þau í fjórða sæti um besta ræktunarhóp dagsins. Eigandi Gunnarsholts ræktunar er Hjördís Helga Ágústsdóttir.
Hægt er að skoða umsagnir allra hundanna og ýtarlegri úrslit tegundarinnar hér.
Sýningarúrslit og umsagnir fyrri sýninga má finna undir hnappnum Sýningar.
Við viljum óska öllum innilega til hamingju með árangur helgarinnar og við hlökkum til að sjá ykkur á næstu sýningu.
Við viljum þakka Bendi ehf kærlega fyrir að hafa styrkt deildina svona rausnarlega á sýningunni þar sem þau gáfu afar veglega verðlaunagripi. Það eru forréttindi að fá stuðning frá svona frábæru fyrirtæki og Bendir ehf.
Bendir er með allar mögulegar hundavörur og hvetjum við alla til þess að kíkja við hjá þeim í Híðarsmára 13 í Kópavogi.
28.08.2011
Kærar þakkir
Stjórn Schäferdeildarinnar sendir sínar bestu þakkir til Sirrýjar, Stjána, Önnu, Svandísar Ernu og Kjartans sem gáfu tíma sinn og aðstoðuðu okkur við að manna þær stöður á sýningunni sem deildin fékk í hendur. Einnig sendum við bestu þakkir til Þórðar, Kolbrúnar og Evu fyrir að koma á básinn með hundana sína og kynntu tegundina og starf deildarinnar fyrir gestum.
Fimm Schäferhundar voru á básnum á laugardaginn. Hér má sjá Evu og Svarthamars Goða, Kolbrúnu og Svarthamars Gyðju "Rökkvu" og Íris með Eldeyjar Huga. Fyrr um morguninn voru Þórður, Gunnarsholts Pollýanna "Pollý" og Mjölnis Amíra.
19.08.2011
Við minnum ykkur á að...
Síðasti skiladagur fyrir ljósmyndakeppnina er á morgun. Myndirnar munu allar birtast hér á deildarsíðunni og eru þær nú að týnast inn. Hægt verður að skoða allar myndir hér. Endilega látið okkur vita ef ykkar mynd vantar þar inn.
Við viljum einnig minna á að okkur bráðvantar aðstoðarfólk fyrir sýninguna sem fer fram eftir viku. Okkur vantar fólk til þess að leggja teppi á föstudegi og taka af á sunnudegi, í dyravörslu á laugardegi og sunnudegi ásamt því að manna Schäferbásinn. Þeir sem geta aðstoðað mega gjarnan senda okkur póst á [email protected].
Enn er eitt laust sæti í hlýðni brons próf deildarinnar. Skráning fer fram hjá HRFÍ.
15.08.2011
Sýningin, hlýðnipróf, ljósmyndakeppni ofl.
Athugið að breyting hefur orðið á dagskrá sýningarinnar. Schäferinn hefst kl 10:04 á sunnudeginum.
Deildin verður með bás að venju á sýningunni og vantar okkur nokkra skemmtilega hunda og eigendur til þess að sitja á básnum og kynna tegundina. Básveran er góð umhverfisþjálfun fyrir hundinn en hún fellst aðallega í því að gestir fá að klappa hundunum og eigendur svara spurningum er snúa að tegundinni. Vinsamlega sendið okkur póst ef þið hafið áhuga á að taka þátt. Tíminn sem um ræðir er aðallega á laugardeginum, frá 9-14, og er hæfilegt að hver hundur sé í ca 1-2 tíma. Schäferinn verður í hring frá kl 10-12:20 á sunnudeginum en ef einhver hefur áhuga á að vera á bás á þeim tíma þá má einnig hafa samband við okkur. Öllum er síðan velkomið að tylla sér á básinn hvenær sem er þó ekki sé búið að skrá sig, svo framarlega sem pláss leyfir.
Að auki vantar okkur góða sjálfboðaliða til að aðstoða við uppsetningu á sýningunni. Schäferdeildin fékk það verkefni að manna nokkrar stöður, okkur vantar fjóra til að leggja teppi fyrir sýningu og taka af eftir hana og tvo í miðasölu/eftirlit við hurð, hvorn dag. Starfsmenn sýningarinnar eru velkomnir í kvöldverð á sunnudeginum með stjórn HRFÍ og dómurum sýningarinnar. Uppsetning hefst á fimmtudeginum 25. ágúst kl. 17:45. Áhugasamir vinsamlega hafið samband við stjórn deildarinnar með því að senda póst á [email protected].
Við minnum svo á Hlýðni brons próf á vegum Schäferdeildarinnar sem fer fram 3. september. Síðasti skráningardagur er 19. ágúst. Vegleg verðlaun eru í boði. Prófið er opið öllum tegundum sem þýðir að það telst til stiga í keppni Vinnuhundadeildarinnar um stigahæsta hund ársins í Hlýðni brons. Einnig telja stigin til keppni Schäferdeildarinnar um stigahæsta Schäferhund ársins.
Ljósmyndakeppni deildarinnar fer senn að ljúka. Þemað er sumar og fær sigurvegari mynd sína afhenda á álplötu í boði Merkiverk. Síðasti skiladagur er 20. ágúst.
Sýningin, hlýðnipróf, ljósmyndakeppni ofl.
Athugið að breyting hefur orðið á dagskrá sýningarinnar. Schäferinn hefst kl 10:04 á sunnudeginum.
Deildin verður með bás að venju á sýningunni og vantar okkur nokkra skemmtilega hunda og eigendur til þess að sitja á básnum og kynna tegundina. Básveran er góð umhverfisþjálfun fyrir hundinn en hún fellst aðallega í því að gestir fá að klappa hundunum og eigendur svara spurningum er snúa að tegundinni. Vinsamlega sendið okkur póst ef þið hafið áhuga á að taka þátt. Tíminn sem um ræðir er aðallega á laugardeginum, frá 9-14, og er hæfilegt að hver hundur sé í ca 1-2 tíma. Schäferinn verður í hring frá kl 10-12:20 á sunnudeginum en ef einhver hefur áhuga á að vera á bás á þeim tíma þá má einnig hafa samband við okkur. Öllum er síðan velkomið að tylla sér á básinn hvenær sem er þó ekki sé búið að skrá sig, svo framarlega sem pláss leyfir.
Að auki vantar okkur góða sjálfboðaliða til að aðstoða við uppsetningu á sýningunni. Schäferdeildin fékk það verkefni að manna nokkrar stöður, okkur vantar fjóra til að leggja teppi fyrir sýningu og taka af eftir hana og tvo í miðasölu/eftirlit við hurð, hvorn dag. Starfsmenn sýningarinnar eru velkomnir í kvöldverð á sunnudeginum með stjórn HRFÍ og dómurum sýningarinnar. Uppsetning hefst á fimmtudeginum 25. ágúst kl. 17:45. Áhugasamir vinsamlega hafið samband við stjórn deildarinnar með því að senda póst á [email protected].
Við minnum svo á Hlýðni brons próf á vegum Schäferdeildarinnar sem fer fram 3. september. Síðasti skráningardagur er 19. ágúst. Vegleg verðlaun eru í boði. Prófið er opið öllum tegundum sem þýðir að það telst til stiga í keppni Vinnuhundadeildarinnar um stigahæsta hund ársins í Hlýðni brons. Einnig telja stigin til keppni Schäferdeildarinnar um stigahæsta Schäferhund ársins.
Ljósmyndakeppni deildarinnar fer senn að ljúka. Þemað er sumar og fær sigurvegari mynd sína afhenda á álplötu í boði Merkiverk. Síðasti skiladagur er 20. ágúst.
07.08.2011
Sýniþjálfun á vegum Schäferdeildarinnar
Við minnum á sýningarþjálfun deildarinnar sem haldin verður alla miðvikudaga fram að sýningu. Næsta sýningarþjálfun verður haldin í Guðmundalundi í Kópavogi kl. 19.
Munið eftir 500 kr., nammi eða dóti fyrir hundinn, kúkapoka, taum (sýningataum) og sýningakeðju.
Þetta eru þær sýningaþjálfanir sem verða framundan:
Miðvikudag 10.ágúst Guðmundarlundi kl. 19
Miðvikudag 17.ágúst Guðmundarlundi kl. 19
Miðvikudag 24.ágúst Guðmundarlundi kl. 19
Sýniþjálfun á vegum Schäferdeildarinnar
Við minnum á sýningarþjálfun deildarinnar sem haldin verður alla miðvikudaga fram að sýningu. Næsta sýningarþjálfun verður haldin í Guðmundalundi í Kópavogi kl. 19.
Munið eftir 500 kr., nammi eða dóti fyrir hundinn, kúkapoka, taum (sýningataum) og sýningakeðju.
Þetta eru þær sýningaþjálfanir sem verða framundan:
Miðvikudag 10.ágúst Guðmundarlundi kl. 19
Miðvikudag 17.ágúst Guðmundarlundi kl. 19
Miðvikudag 24.ágúst Guðmundarlundi kl. 19
05.08.2011
Myndir frá deildarsýningunni
Á vefsíðunni motivmedia.123.is má sjá tæplega 1400 myndir frá deildarsýningunni. Ljósmyndari og eigandi myndanna er Jón Svavarsson. Endilega kíkið á myndirnar.
Ljósmyndari: Eva Björk
Kolgrímuræktun átti bæði bestu tík sýningar og besta rakka sýningar. Hér má sjá eigendur ræktunarinnar og hundanna, þau Sirrý og Guðna, fagna sigrinum ásamt Fredrik, dómara sýningarinnar.
03.08.2011
Sporapróf deildarinnar
Sporapróf deildarinnar
Sporapróf deildarinnar fór fram í gær, 2. ágúst. Aðeins einn hundur lauk prófi og var það Gunnarsholts Urma. Hún náði glæsilegum árangri, 94 stigum af 100, og er nú annar stigahæsti Schäfer í spori 1 árið 2011. Við óskum eiganda hennar innilega til hamingju með árangurinn.
Platinum Ísland ehf. gaf glæsilega vinninga, bæði verðlaunagripi og fóður. Við þökkum þeim kærlega fyrir stuðninginn.
Platinum Ísland ehf. gaf glæsilega vinninga, bæði verðlaunagripi og fóður. Við þökkum þeim kærlega fyrir stuðninginn.
Platinum náttúrulegt hundafóður
- inniheldur 70% hreint kjöt og náttúruleg hráefni
- með K1 vítamíni
- engin aukaefni
- sérstaklega framleitt til að fullnægja næringarþörf hundsins
- hágæðafóður sem dýralæknar mæla með
- inniheldur 70% hreint kjöt og náttúruleg hráefni
- með K1 vítamíni
- engin aukaefni
- sérstaklega framleitt til að fullnægja næringarþörf hundsins
- hágæðafóður sem dýralæknar mæla með
28.07.2011
Næsta sýning HRFÍ
Síðasti skráningardagur á ágústsýningu HRFÍ er föstudagurinn 29. júlí.
Sjá frétt frá HRFÍ:
Skrifstofa Hundaræktarfélags Íslands verður opin frá kl.11:00 – 17:00 miðvikudaginn 27. júlí og fimmtudaginn 28. júlí. Föstudaginn 29. júlí verður opið frá kl. 9:00 – 13:00. Hægt er að senda skráningar til skrifstofu með tölupósti.
Næsta sýning HRFÍ
Síðasti skráningardagur á ágústsýningu HRFÍ er föstudagurinn 29. júlí.
Sjá frétt frá HRFÍ:
Skrifstofa Hundaræktarfélags Íslands verður opin frá kl.11:00 – 17:00 miðvikudaginn 27. júlí og fimmtudaginn 28. júlí. Föstudaginn 29. júlí verður opið frá kl. 9:00 – 13:00. Hægt er að senda skráningar til skrifstofu með tölupósti.
24.07.2011
Úrslit frá deildarsýningu Schäferdeildar
Hægt er að skoða umsagnir allra hundanna og ítarlegri úrslit tegundarinnar hér.
Að þessu sinni voru 54 Schäferhundur skráðir til leiks á okkar annarri deildarsýningu síðan 1988. Dómarinn að þessu sinni kom frá Svíþjóð og heitir Fredrik Steen.
Byrjað var á því að dæma yngri hvolpaflokk. Þar fara af stað hvolpar á aldrinum 4-6 mánaða gamlir.
Þar fór með sigur úr býtum Gjósku Mikki-Refur og var valinn besti hvolpur sýningar og er Rósa Guðmundsdóttir eigandi hans.
Annar besti hvolpur sýningar varð hún Ice Tindra Daizy og er eigandi hennar Kristrún Steinunn Sigmarsdóttir.
Eldri hvolpaflokkur kom síðan, þar fara af stað hvolpar á aldrinum 6-9 mánaða gamlir. Besti hvolpur sýningar varð hún Svarthamars Gyðja og er eigandinn hennar hún Kolbrún Ýr Gísladóttir.
Annar besti hvolpur varð gotbróðir hennar, hann Svarthamars Goði. Eigendur hans eru Eva Kristinsdóttir og Guðmundur Rafn Ásgeirsson.
Sú nýjung var á sýningunni að valin var besti ungliði sýningar sem saman stendur af hundum á aldrinum 9-18 mánaða gamlir. Besti ungliði sýningarinnar varð Kolgrímu Double O Seven og er Steinar Freyr Sigurðsson eigandinn hans.
Annar besti ungliði sýningarinnar varð Kolgrímu Energy Hólm og er Diljá Óladóttir eigandinn hennar.
Besti hundur sýningar var valinn úr vinnuhundaflokki hann Welincha´s Yasko og fékk hann sitt annað íslenska meistarastig á þessari sýningu. Eigandi hans er Sigríður Halla Stefánsdóttir.
Annar besti hundur sýningar kom einnig úr vinnuhundaflokki hún Kolgrímu Blaze Hólm en hún fékk einnig sitt annað íslenska meistarastig. Eigandi hennar er Sigríður Halla Stefánsdóttir.
Besta afkvæmahóp sýningar átti Welincha´s Yasko með afkvæmum sínum. Eigandi hans er Sigríður Halla Stefánsdóttir
Besta ræktunarhóp sýningar átti Kolgrímu ræktun. Eigandi Kolgrímu ræktunar er Sigríður Halla Stefánsdóttir
Besta par sýningar voru Welincha´s Yasko og Kolgrímu Diva Hólm. Eigandinn Sigríður Halla Stefánsdóttir.
Við viljum óska öllum innilega til hamingju með árangur helgarinnar og við hlökkum til að sjá ykkur á næstu sýningu.
Stjórn vill enn og aftur þakka þeim fyrirtækjum sem styrktu okkur og einnig þeim sem aðstoðu okkur yfir daginn.
Við þökkum Kolgrímu og Ice Tindra ræktunum fyrir sitt framlag, Royal Canin fyrir lánið á tjaldinu ásamt öðrum gögnum og gistiheimilinu Eiríki Rauða fyrir að bjóða dómaranum okkar upp á gistingu.
Bikarar og verðlaunapeningar á sýningunni voru í boði verslunarinnar Bendis. Lífland og Hill´s gáfu fjárstuðning fyrir sýningunni.
Úrslit frá deildarsýningu Schäferdeildar
Hægt er að skoða umsagnir allra hundanna og ítarlegri úrslit tegundarinnar hér.
Að þessu sinni voru 54 Schäferhundur skráðir til leiks á okkar annarri deildarsýningu síðan 1988. Dómarinn að þessu sinni kom frá Svíþjóð og heitir Fredrik Steen.
Byrjað var á því að dæma yngri hvolpaflokk. Þar fara af stað hvolpar á aldrinum 4-6 mánaða gamlir.
Þar fór með sigur úr býtum Gjósku Mikki-Refur og var valinn besti hvolpur sýningar og er Rósa Guðmundsdóttir eigandi hans.
Annar besti hvolpur sýningar varð hún Ice Tindra Daizy og er eigandi hennar Kristrún Steinunn Sigmarsdóttir.
Eldri hvolpaflokkur kom síðan, þar fara af stað hvolpar á aldrinum 6-9 mánaða gamlir. Besti hvolpur sýningar varð hún Svarthamars Gyðja og er eigandinn hennar hún Kolbrún Ýr Gísladóttir.
Annar besti hvolpur varð gotbróðir hennar, hann Svarthamars Goði. Eigendur hans eru Eva Kristinsdóttir og Guðmundur Rafn Ásgeirsson.
Sú nýjung var á sýningunni að valin var besti ungliði sýningar sem saman stendur af hundum á aldrinum 9-18 mánaða gamlir. Besti ungliði sýningarinnar varð Kolgrímu Double O Seven og er Steinar Freyr Sigurðsson eigandinn hans.
Annar besti ungliði sýningarinnar varð Kolgrímu Energy Hólm og er Diljá Óladóttir eigandinn hennar.
Besti hundur sýningar var valinn úr vinnuhundaflokki hann Welincha´s Yasko og fékk hann sitt annað íslenska meistarastig á þessari sýningu. Eigandi hans er Sigríður Halla Stefánsdóttir.
Annar besti hundur sýningar kom einnig úr vinnuhundaflokki hún Kolgrímu Blaze Hólm en hún fékk einnig sitt annað íslenska meistarastig. Eigandi hennar er Sigríður Halla Stefánsdóttir.
Besta afkvæmahóp sýningar átti Welincha´s Yasko með afkvæmum sínum. Eigandi hans er Sigríður Halla Stefánsdóttir
Besta ræktunarhóp sýningar átti Kolgrímu ræktun. Eigandi Kolgrímu ræktunar er Sigríður Halla Stefánsdóttir
Besta par sýningar voru Welincha´s Yasko og Kolgrímu Diva Hólm. Eigandinn Sigríður Halla Stefánsdóttir.
Við viljum óska öllum innilega til hamingju með árangur helgarinnar og við hlökkum til að sjá ykkur á næstu sýningu.
Stjórn vill enn og aftur þakka þeim fyrirtækjum sem styrktu okkur og einnig þeim sem aðstoðu okkur yfir daginn.
Við þökkum Kolgrímu og Ice Tindra ræktunum fyrir sitt framlag, Royal Canin fyrir lánið á tjaldinu ásamt öðrum gögnum og gistiheimilinu Eiríki Rauða fyrir að bjóða dómaranum okkar upp á gistingu.
Bikarar og verðlaunapeningar á sýningunni voru í boði verslunarinnar Bendis. Lífland og Hill´s gáfu fjárstuðning fyrir sýningunni.
22.07.2011
Okkar bestu þakkir til allra
Þá er deildarsýningunni lokið og erum við í stjórn deildarinnar alveg í skýjunum. Allt gekk eins og best var á kosið og af viðtökunum að dæma voru aðrir einnig á sama máli. Okkur fannst skemmtileg viðbót að fá opinn dóm en það setti sérstakan og góðan svip á sýninguna. Veðrið lék við okkur og voru þónokkrir vel brenndir eftir daginn.
Okkur langar til að þakka öllum sem aðstoðuðu okkur við undirbúning, framkvæmd og frágang sýningarinnar svo sem starfsfólki, fjölskyldu og vinum auk dyggra styrktaraðila.
Eftirfarandi fyrirtæki og einstaklingar styrktu sýninguna:
Lífland styrkti okkur með fjárstuðningi og lánaði okkur staura fyrir sýningaborðann.
Hill´s styrkti okkur með fjárstuðningi og gaf keppendum fóðurprufur.
Við erum afar þakklát fjárstuðningi frá Hill´s og Líflandi. Styrkirnir voru okkur mikilvægir til þess að fá fjárhagsáætlunina samþykkta og þar með leyfi til þess að halda sýninguna.
Bendir gaf bikara og verðlaunapeninga.
Eiríkur rauði gistiheimili bauð dómaranum upp á gistingu. Þann styrk fengum við fyrir tilstuðlan Gjósku ræktunar.
Royal Canin lánaði okkur dómaratjald, borða umhverfis sýningarhringinn, útbjó sýninganúmer og gaf keppendum plastvasa fyrir sýninganúmerin.
Kolgrímu ræktun gaf brauð, bakkelsi og álegg fyrir dómara og starfsfólk sýningarinnar.
Ice Tindra ræktun útbjó veglega sýningaskrá.
Vodafone gaf deildinni hálsbönd fyrir starfsmenn sýningarinnar.
Einnig viljum við þakka Evu (Svarthamars ræktun) og Kristjönu (Ice Tindra ræktun) kærlega fyrir að sjá um sýningarþjálfunina fyrir deildina. Sýningaþjálfunin var vel sótt og þökkum við viðtökurnar enda er þetta góð fjáröflun fyrir deildina.
Að lokum sendum við okkar bestu þakkir til þátttakenda sýningarinnar og áhorfenda. Stemingin var frábær, andrúmsloftið afslappað og höfum við fengið að heyra frá mörgum að sýningin hafi verið sú skemmtilegasta sem þeir hafi tekið þátt í.
Stjórn vinnur að skýrslu um sýninguna þar sem munu koma fram allar helstu upplýsingar varðandi skipulag og framgang sýningarinnar. Við munum taka fram allt sem gekk vel og annað sem betur mátti fara. Ef þið viljið koma á framfæri athugasemdum þá værum við afar þakklát að fá þær.
Bestu þakkir til allra fyrir að gera sýninguna svo eftirminnilega. Án ykkar allra hefði þetta ekki verið hægt!
Okkur langar til að þakka öllum sem aðstoðuðu okkur við undirbúning, framkvæmd og frágang sýningarinnar svo sem starfsfólki, fjölskyldu og vinum auk dyggra styrktaraðila.
Eftirfarandi fyrirtæki og einstaklingar styrktu sýninguna:
Lífland styrkti okkur með fjárstuðningi og lánaði okkur staura fyrir sýningaborðann.
Hill´s styrkti okkur með fjárstuðningi og gaf keppendum fóðurprufur.
Við erum afar þakklát fjárstuðningi frá Hill´s og Líflandi. Styrkirnir voru okkur mikilvægir til þess að fá fjárhagsáætlunina samþykkta og þar með leyfi til þess að halda sýninguna.
Bendir gaf bikara og verðlaunapeninga.
Eiríkur rauði gistiheimili bauð dómaranum upp á gistingu. Þann styrk fengum við fyrir tilstuðlan Gjósku ræktunar.
Royal Canin lánaði okkur dómaratjald, borða umhverfis sýningarhringinn, útbjó sýninganúmer og gaf keppendum plastvasa fyrir sýninganúmerin.
Kolgrímu ræktun gaf brauð, bakkelsi og álegg fyrir dómara og starfsfólk sýningarinnar.
Ice Tindra ræktun útbjó veglega sýningaskrá.
Vodafone gaf deildinni hálsbönd fyrir starfsmenn sýningarinnar.
Einnig viljum við þakka Evu (Svarthamars ræktun) og Kristjönu (Ice Tindra ræktun) kærlega fyrir að sjá um sýningarþjálfunina fyrir deildina. Sýningaþjálfunin var vel sótt og þökkum við viðtökurnar enda er þetta góð fjáröflun fyrir deildina.
Að lokum sendum við okkar bestu þakkir til þátttakenda sýningarinnar og áhorfenda. Stemingin var frábær, andrúmsloftið afslappað og höfum við fengið að heyra frá mörgum að sýningin hafi verið sú skemmtilegasta sem þeir hafi tekið þátt í.
Stjórn vinnur að skýrslu um sýninguna þar sem munu koma fram allar helstu upplýsingar varðandi skipulag og framgang sýningarinnar. Við munum taka fram allt sem gekk vel og annað sem betur mátti fara. Ef þið viljið koma á framfæri athugasemdum þá værum við afar þakklát að fá þær.
Bestu þakkir til allra fyrir að gera sýninguna svo eftirminnilega. Án ykkar allra hefði þetta ekki verið hægt!
15.07.2011
Áríðandi tilkynningar
Við viljum minna ykkur á nokkur atriði varðandi morgundaginn:
Deildin verður með veitingasölu á staðnum. Í boði verða grillaðar pylsur, gos og safi á góðu verði. Athugið að það verður ekki posi svo vinsamlega munið eftir lausafé.
Spáin fyrir morgundaginn er mjög góð. Hugið vel að hundunum vegna hitans, hafið glugga í bílum opna og munið eftir vatni/vatnsdöllum fyrir þá.
Sýninganúmer verða afhend við innganginn frá kl 9. Með hverju númeri fylgir sýningaskrá en einnig verða sýningaskrár til sölu á sama stað. Sýningin hefst kl. 10.
Leiðin að Guðmundarlundi verður áberandi en það verða blöðrur í nágrenninu til leiðbeiningar.
Að lokum ítrekum við að óheimilt er að vera með aðra hunda á sýningarsvæðinu en þá sem skráðir eru til sýningar. Sjá nánar hér reglur um hundasýningar HRFÍ og sérdeilda þess. Einnig bendum við fólki á að vera ekki með hunda á meðal áhorfenda við sýningarhringinn.
Annars óskum við ykkur góðs gengis og hlökkum til að sjá ykkur. Það er enn opið fyrir skráningu í kvöldmatinn eftir sýninguna, sendið bara póst á deildina með upplýsingum um fjölda.
Áríðandi tilkynningar
Við viljum minna ykkur á nokkur atriði varðandi morgundaginn:
Deildin verður með veitingasölu á staðnum. Í boði verða grillaðar pylsur, gos og safi á góðu verði. Athugið að það verður ekki posi svo vinsamlega munið eftir lausafé.
Spáin fyrir morgundaginn er mjög góð. Hugið vel að hundunum vegna hitans, hafið glugga í bílum opna og munið eftir vatni/vatnsdöllum fyrir þá.
Sýninganúmer verða afhend við innganginn frá kl 9. Með hverju númeri fylgir sýningaskrá en einnig verða sýningaskrár til sölu á sama stað. Sýningin hefst kl. 10.
Leiðin að Guðmundarlundi verður áberandi en það verða blöðrur í nágrenninu til leiðbeiningar.
Að lokum ítrekum við að óheimilt er að vera með aðra hunda á sýningarsvæðinu en þá sem skráðir eru til sýningar. Sjá nánar hér reglur um hundasýningar HRFÍ og sérdeilda þess. Einnig bendum við fólki á að vera ekki með hunda á meðal áhorfenda við sýningarhringinn.
Annars óskum við ykkur góðs gengis og hlökkum til að sjá ykkur. Það er enn opið fyrir skráningu í kvöldmatinn eftir sýninguna, sendið bara póst á deildina með upplýsingum um fjölda.
10.07.2011
Kvöldverður með dómara
Kæru deildarmeðlimir
Næstkomandi laugardagskvöld, 16. júlí, er planið að fara út að borða með dómarann og er félagsmönnum velkomið að taka þátt.
Til stendur að fara út að borða á Nítjándu, Turninum í Kópavogi og kostar hlaðborðið 4.900 kr. á manninn. Mæting væri upp úr 19:30.
Gott væri að þeir sem vilja koma sendi skráningu á [email protected], til að sjá c.a. fjöldann fyrir fimmtudaginn 14. júlí.
Vonumst við að sjá sem flesta til þess að enda þennan skemmtilega viðburð með glæsibrag.
Kv. Stjórnin
Kvöldverður með dómara
Kæru deildarmeðlimir
Næstkomandi laugardagskvöld, 16. júlí, er planið að fara út að borða með dómarann og er félagsmönnum velkomið að taka þátt.
Til stendur að fara út að borða á Nítjándu, Turninum í Kópavogi og kostar hlaðborðið 4.900 kr. á manninn. Mæting væri upp úr 19:30.
Gott væri að þeir sem vilja koma sendi skráningu á [email protected], til að sjá c.a. fjöldann fyrir fimmtudaginn 14. júlí.
Vonumst við að sjá sem flesta til þess að enda þennan skemmtilega viðburð með glæsibrag.
Kv. Stjórnin
08.07.2011
Úrslit úr haustmyndakeppni 2010
Síðasta stjórn Schäferdeildarinnar efndi til ljósmyndakeppni í október í fyrra og var þemað haust. Niðurstöður úr þeirri keppni voru aldrei kynntar og var eitt af markmiðum nýrrar stjórnar að ljúka þeirri keppni formlega.
Við fengum til liðs við okkur ljósmyndara HRFÍ, Rakeli Ósk, til þess að lesa úr myndunum. Sjá allar myndir hér. Hún komst að þeirri niðurstöðu að þessi mynd hér að neðan bæri sigur úr býtum. Hún hafði þetta að segja um myndina:
"Mjög falleg haustbirta í myndinni og áberandi gott samband við hundinn. Hundurinn afslappaður og líður greinilega vel. Bakgrunnurinn fallegur og alveg laus við að vera truflandi."
Úrslit úr haustmyndakeppni 2010
Síðasta stjórn Schäferdeildarinnar efndi til ljósmyndakeppni í október í fyrra og var þemað haust. Niðurstöður úr þeirri keppni voru aldrei kynntar og var eitt af markmiðum nýrrar stjórnar að ljúka þeirri keppni formlega.
Við fengum til liðs við okkur ljósmyndara HRFÍ, Rakeli Ósk, til þess að lesa úr myndunum. Sjá allar myndir hér. Hún komst að þeirri niðurstöðu að þessi mynd hér að neðan bæri sigur úr býtum. Hún hafði þetta að segja um myndina:
"Mjög falleg haustbirta í myndinni og áberandi gott samband við hundinn. Hundurinn afslappaður og líður greinilega vel. Bakgrunnurinn fallegur og alveg laus við að vera truflandi."
Myndina prýðir Schäferhundurinn Gjósku Fróði. Eigandi hans og sendandi myndar er Rósa Lilja Gunnþórsdóttir. Við óskum henni innilega til hamingju. Bendir ehf. er styrktaraðili keppninnar og gefur vinningshöfum gjafakörfu sem inniheldur hundabein og leikföng.
Við minnum að lokum á ljósmyndakeppni sumarsins en henni lýkur 20. ágúst. Í boði er glæsilegur vinningur en það er álplata með vinningsmyndinni sem Merkiverk gefur. Sjá nánar auglýsingu deildarinnar hér.
Við minnum að lokum á ljósmyndakeppni sumarsins en henni lýkur 20. ágúst. Í boði er glæsilegur vinningur en það er álplata með vinningsmyndinni sem Merkiverk gefur. Sjá nánar auglýsingu deildarinnar hér.
06.07.2011
Dagskrá deildarsýningarinnar
Staðsetning á sýningarsvæðinu hefur nú verið kynnt hér á heimasíðunni, sjá frétt 4. júlí, en þar má sjá kort af svæðinu og leiðarlýsingu.
Vð viljum benda fólki á að koma tímanlega á svæðið til að sækja númerin sín, en þeim verður úthlutað við innganginn á sýningarsvæðinu. Með hverju númeri fylgir svo sýningaskrá.
Sýningin hefst kl. 10. Gert er ráð fyrir hléi um kl. 13 eða eftir síðasta flokkinn. Sýningaúrslit munu hefjast hálftíma seinna eða um kl. 13:30.
Það verður grill á staðnum og hægt verður að kaupa pylsur og gos á góðu verði.
Vinsamlega hafið samband ef það eru einhverjar spurningar.
Dagskrá sýningarinnar má nálgast hér.
Dagskrá deildarsýningarinnar
Staðsetning á sýningarsvæðinu hefur nú verið kynnt hér á heimasíðunni, sjá frétt 4. júlí, en þar má sjá kort af svæðinu og leiðarlýsingu.
Vð viljum benda fólki á að koma tímanlega á svæðið til að sækja númerin sín, en þeim verður úthlutað við innganginn á sýningarsvæðinu. Með hverju númeri fylgir svo sýningaskrá.
Sýningin hefst kl. 10. Gert er ráð fyrir hléi um kl. 13 eða eftir síðasta flokkinn. Sýningaúrslit munu hefjast hálftíma seinna eða um kl. 13:30.
Það verður grill á staðnum og hægt verður að kaupa pylsur og gos á góðu verði.
Vinsamlega hafið samband ef það eru einhverjar spurningar.
Dagskrá sýningarinnar má nálgast hér.
04.07.2011
Sýningaþjálfun í Guðmundarlundi
Næstu tvær sýningaþjálfanir verða haldnar í Guðmundarlundi í Kópavogi, á sama stað og deildarsýningin verður. Þetta er því gott tækifæri til að venja hundinn við staðinn og umhverfið. Núna eru aðeins 12 dagar fram að sýningu.
Guðmundarlundur er staðsettur fyrir ofan Kóra- og Þingahverfi í Kópavogi. Ekið er eftir malarvegi framhjá hesthúsahúsahverfinu í Heimsenda. Guðmundarlundur er skógræktarsvæði í eigu Kópavogs og eru bílastæði við hliðið.
Ef einhverjir verða í vandræðum með að finna Guðmundarlund má hringja í Evu eða Kristjönu sem sjá um sýningarþjálfanirnar. Síminn hjá Evu er 822 2888.
Munið eftir 500 kr., nammi eða dóti fyrir hundinn, kúkapoka, taum (sýningataum) og sýningakeðju.
Hér fyrir neðan er kort af svæðinu. Hægt er að zooma inn og út og færa það til.
Sýningaþjálfun í Guðmundarlundi
Næstu tvær sýningaþjálfanir verða haldnar í Guðmundarlundi í Kópavogi, á sama stað og deildarsýningin verður. Þetta er því gott tækifæri til að venja hundinn við staðinn og umhverfið. Núna eru aðeins 12 dagar fram að sýningu.
Guðmundarlundur er staðsettur fyrir ofan Kóra- og Þingahverfi í Kópavogi. Ekið er eftir malarvegi framhjá hesthúsahúsahverfinu í Heimsenda. Guðmundarlundur er skógræktarsvæði í eigu Kópavogs og eru bílastæði við hliðið.
Ef einhverjir verða í vandræðum með að finna Guðmundarlund má hringja í Evu eða Kristjönu sem sjá um sýningarþjálfanirnar. Síminn hjá Evu er 822 2888.
Munið eftir 500 kr., nammi eða dóti fyrir hundinn, kúkapoka, taum (sýningataum) og sýningakeðju.
Hér fyrir neðan er kort af svæðinu. Hægt er að zooma inn og út og færa það til.
30.06.2011
Hundadagur í Viðey
Við minnum á árlega hundadaginn í Viðey sem haldinn verður á laugardaginn næsta, þann 2. júlí. Deildum innan HRFÍ gefst kostur á að kynna sína tegund líkt og gert er á sýningarbásum og í Garðheimum.
Þeir sem hafa áhuga á að fara sem fulltrúar okkar tegundar fá frítt í ferjuna en annars eru allir velkomnir, bæði hundar og menn. Kaffihúsið í Viðey verður opið og er fólki frjálst að ganga um eyjuna. Athugið að hundar verða ávallt að vera í taumi og að sjálfsögðu er skylda að hreinsa upp eftir þá.
Við þökkum kærlega fyrir þetta flotta framtak og vonandi að sem flestir nýti sér þetta skemmtilega tækifæri. Sjá nánar fréttatilkynningu frá Viðey hér.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt geta haft samband við rekstraraðila Viðeyjarferjunnar sem er einnig skipuleggjandi hundadagsins og skráð sig. Nánari upplýsingar hjá Guðlaugi í síma 824-1076 eða með því að senda póst á [email protected].
Hundadagur í Viðey
Við minnum á árlega hundadaginn í Viðey sem haldinn verður á laugardaginn næsta, þann 2. júlí. Deildum innan HRFÍ gefst kostur á að kynna sína tegund líkt og gert er á sýningarbásum og í Garðheimum.
Þeir sem hafa áhuga á að fara sem fulltrúar okkar tegundar fá frítt í ferjuna en annars eru allir velkomnir, bæði hundar og menn. Kaffihúsið í Viðey verður opið og er fólki frjálst að ganga um eyjuna. Athugið að hundar verða ávallt að vera í taumi og að sjálfsögðu er skylda að hreinsa upp eftir þá.
Við þökkum kærlega fyrir þetta flotta framtak og vonandi að sem flestir nýti sér þetta skemmtilega tækifæri. Sjá nánar fréttatilkynningu frá Viðey hér.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt geta haft samband við rekstraraðila Viðeyjarferjunnar sem er einnig skipuleggjandi hundadagsins og skráð sig. Nánari upplýsingar hjá Guðlaugi í síma 824-1076 eða með því að senda póst á [email protected].
29.06.2011
Eitt sæti laust í sporapróf deildarinnar
Sporaprófið verður haldin sunnudaginn 17. júlí, daginn eftir deildarsýninguna. Dómari verður Albert Steingrímsson. Skráning í Spor 2 er lokið en enn er eitt laust sæti eftir í Spor 1. Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig geta gert það í gegnum deildina. Þar sem skrifstofa HRFÍ er lokuð þarf að senda okkur póst á schaferdeild@gmail með nöfnum þátttakenda og millifæra svo á reikning HRFÍ 515-26-707729 og kennitalan er 680481-0249. Vinsamlega sendið kvittun bæði á [email protected] og [email protected].
Eitt sæti laust í sporapróf deildarinnar
Sporaprófið verður haldin sunnudaginn 17. júlí, daginn eftir deildarsýninguna. Dómari verður Albert Steingrímsson. Skráning í Spor 2 er lokið en enn er eitt laust sæti eftir í Spor 1. Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig geta gert það í gegnum deildina. Þar sem skrifstofa HRFÍ er lokuð þarf að senda okkur póst á schaferdeild@gmail með nöfnum þátttakenda og millifæra svo á reikning HRFÍ 515-26-707729 og kennitalan er 680481-0249. Vinsamlega sendið kvittun bæði á [email protected] og [email protected].
27.06.2011
Sýningaþjálfun Schäferdeildarinnar
Við minnum á sýningarþjálfun deildarinnar sem haldin verður alla miðvikudaga fram að deildarsýningu. Næsta sýningarþjálfun verður haldin á Víðistaðatúni í Hafnarfirði kl. 19.
Munið eftir 500 kr., nammi eða dóti fyrir hundinn, kúkapoka, taum (sýningataum) og sýningakeðju.
Þetta eru þær sýningaþjálfanir sem verða framundan:
Miðvikudag 29. júní Víðistaðatúni kl. 19
Miðvikudag 6. júlí Guðmundarlundi kl. 19
Miðvikudag 13. júlí Guðmundarlundi kl. 19
Sýningaþjálfun Schäferdeildarinnar
Við minnum á sýningarþjálfun deildarinnar sem haldin verður alla miðvikudaga fram að deildarsýningu. Næsta sýningarþjálfun verður haldin á Víðistaðatúni í Hafnarfirði kl. 19.
Munið eftir 500 kr., nammi eða dóti fyrir hundinn, kúkapoka, taum (sýningataum) og sýningakeðju.
Þetta eru þær sýningaþjálfanir sem verða framundan:
Miðvikudag 29. júní Víðistaðatúni kl. 19
Miðvikudag 6. júlí Guðmundarlundi kl. 19
Miðvikudag 13. júlí Guðmundarlundi kl. 19
21.06.2011
Sporanámskeið Schäferdeildarinnar
Námskeiðið mun standa yfir helgina frá föstudegi til sunnudags. Það hefst kl 19:00 á föstudeginum og mun svo standa yfir frá kl 10:00-17:00 á laugardag og sunnudag.
Þjálfari námskeiðisins er Drífa Gestsdóttir schäfereigandi, hundaþjálfari að mennt
og starfar meðal annars með Björgunarhundasveit Íslands og við þjálfun blindrahunda.
Verðið á námskeiðinu er 15.000 kr.
Hámarksfjöldi hunda eru 10. Kennslu verður háttað eftir getu hvers og eins.
Skráning fer fram í gegnum e-mail deildarinnar [email protected].
Síðasti skráningardagur er 20. júlí.
Sporanámskeið Schäferdeildarinnar
Námskeiðið mun standa yfir helgina frá föstudegi til sunnudags. Það hefst kl 19:00 á föstudeginum og mun svo standa yfir frá kl 10:00-17:00 á laugardag og sunnudag.
Þjálfari námskeiðisins er Drífa Gestsdóttir schäfereigandi, hundaþjálfari að mennt
og starfar meðal annars með Björgunarhundasveit Íslands og við þjálfun blindrahunda.
Verðið á námskeiðinu er 15.000 kr.
Hámarksfjöldi hunda eru 10. Kennslu verður háttað eftir getu hvers og eins.
Skráning fer fram í gegnum e-mail deildarinnar [email protected].
Síðasti skráningardagur er 20. júlí.
18.06.2011
Alþjóðleg ræktunarsýning HRFÍ helgina 4. - 5. júní
Að þessu sinni voru 41 Schäferhundur skráðir til leiks og vorum við þriðja fjölmennasta tegundin. Dómarinn kom frá Danmörku og heitir Kresten Scheel.
Byrjað var á því að dæma yngri hvolpaflokk. Þar fara af stað hvolpar á aldrinum 4-6 mánaða gamlir og stóðu allir hvolparnir sig rosalega vel.
Hin fjögurra mánaða gamla Gjósku Mylla var valinn besti hvolpur tegundar og jafnframt besti hvolpur sýningar á laugardeginum og er Arna Rúnarsdóttir eigandi hennar.
Annar besti hvolpur tegundar varð gotbróðir hennar, hann Gjósku Máni og er eigandi hans Guðrún Valdimarsdóttir.
Besti hundur tegundar varð ungliða tíkin True Bliss Royal-Reina og hún fékk sitt fyrsta meistarastig á þessari sýningu. Eigandi hennar er Anna Francesca Rósudóttir.
Reina stóð sig vel í úrslitum sýningarinnar og varð í öðru sæti í tegundahópi.
Annar besti hundur tegundar varð Welincha´s Yasko en hann fékk sitt fyrsta íslenska meistarastig. Eigandi hans er Sigríður Halla Stefánsdóttir.
Besta afkvæmahóp tegundar átti Welincha´s Yasko með afkvæmum sínum og varð sá hópur þriðji besti afkvæmahópur dagsins. Eigandi hans er Sigríður Halla Stefánsdóttir
Besta ræktunarhóp tegundar átti Gunnarsholts ræktun og urðu þau í fjórða sæti um besta ræktunarhóp dagsins. Eigandi Gunnarsholts ræktunar er Hjördís Helga Ágústsdóttir.
Hægt er að skoða umsagnir allra hundanna og ýtarlegri úrslit tegundarinnar hér. Sýningarúrslit og umsagnir fyrri sýninga má finna undir hnappnum Sýningar.
Við viljum óska öllum innilega til hamingju með árangur helgarinnar og við hlökkum til að sjá ykkur á næstu sýningu.
Við viljum þakka Bendi ehf kærlega fyrir að hafa styrkt deildina svona rausnarlega á sýningunni þar sem þau gáfu afar veglega verðlaunagripi. Það eru forréttindi að fá stuðning frá svona frábæru fyrirtæki og Bendir ehf.
Bendir er með allar mögulegar hundavörur og hvetjum við alla til þess að kíkja við hjá þeim í Híðarsmára 13 í Kópavogi.
Alþjóðleg ræktunarsýning HRFÍ helgina 4. - 5. júní
Að þessu sinni voru 41 Schäferhundur skráðir til leiks og vorum við þriðja fjölmennasta tegundin. Dómarinn kom frá Danmörku og heitir Kresten Scheel.
Byrjað var á því að dæma yngri hvolpaflokk. Þar fara af stað hvolpar á aldrinum 4-6 mánaða gamlir og stóðu allir hvolparnir sig rosalega vel.
Hin fjögurra mánaða gamla Gjósku Mylla var valinn besti hvolpur tegundar og jafnframt besti hvolpur sýningar á laugardeginum og er Arna Rúnarsdóttir eigandi hennar.
Annar besti hvolpur tegundar varð gotbróðir hennar, hann Gjósku Máni og er eigandi hans Guðrún Valdimarsdóttir.
Besti hundur tegundar varð ungliða tíkin True Bliss Royal-Reina og hún fékk sitt fyrsta meistarastig á þessari sýningu. Eigandi hennar er Anna Francesca Rósudóttir.
Reina stóð sig vel í úrslitum sýningarinnar og varð í öðru sæti í tegundahópi.
Annar besti hundur tegundar varð Welincha´s Yasko en hann fékk sitt fyrsta íslenska meistarastig. Eigandi hans er Sigríður Halla Stefánsdóttir.
Besta afkvæmahóp tegundar átti Welincha´s Yasko með afkvæmum sínum og varð sá hópur þriðji besti afkvæmahópur dagsins. Eigandi hans er Sigríður Halla Stefánsdóttir
Besta ræktunarhóp tegundar átti Gunnarsholts ræktun og urðu þau í fjórða sæti um besta ræktunarhóp dagsins. Eigandi Gunnarsholts ræktunar er Hjördís Helga Ágústsdóttir.
Hægt er að skoða umsagnir allra hundanna og ýtarlegri úrslit tegundarinnar hér. Sýningarúrslit og umsagnir fyrri sýninga má finna undir hnappnum Sýningar.
Við viljum óska öllum innilega til hamingju með árangur helgarinnar og við hlökkum til að sjá ykkur á næstu sýningu.
Við viljum þakka Bendi ehf kærlega fyrir að hafa styrkt deildina svona rausnarlega á sýningunni þar sem þau gáfu afar veglega verðlaunagripi. Það eru forréttindi að fá stuðning frá svona frábæru fyrirtæki og Bendir ehf.
Bendir er með allar mögulegar hundavörur og hvetjum við alla til þess að kíkja við hjá þeim í Híðarsmára 13 í Kópavogi.
17.06.2011
Sporaæfing og skráning á deildarsýninguna
Deildin verður með sporaæfingu um helgina. Mæting á N1 í Hafnarfirði á sunnudaginn kl. 12.
Skráningu á deildarsýninguna er lokið og undirbúningur í fullum gangi. Við erum afar ánægð með viðtökurnar og fór þetta fram úr okkar björtustu vonum því skráningarmet tegundarinnar var slegið. Alls eru 54 hundar skráðir en mest hafa 44 verið skráðir á sýningu hjá HRFÍ.
Sporaæfing og skráning á deildarsýninguna
Deildin verður með sporaæfingu um helgina. Mæting á N1 í Hafnarfirði á sunnudaginn kl. 12.
Skráningu á deildarsýninguna er lokið og undirbúningur í fullum gangi. Við erum afar ánægð með viðtökurnar og fór þetta fram úr okkar björtustu vonum því skráningarmet tegundarinnar var slegið. Alls eru 54 hundar skráðir en mest hafa 44 verið skráðir á sýningu hjá HRFÍ.
16.06.2011
Sumarljósmyndakeppni
Sumarljósmyndakeppni Schäferdeildarinnar er hafin. Sjá auglýsingu hér að neða, smellið á myndina til að sjá hana stærri.
Sumarljósmyndakeppni
Sumarljósmyndakeppni Schäferdeildarinnar er hafin. Sjá auglýsingu hér að neða, smellið á myndina til að sjá hana stærri.
15.06.2011
Ný facebook síða
Deildin er komin með nýja facebook síðu: www.facebook.com/schaferdeildin. Síðuna má einnig finna á facebook með því að slá inn: Schäferdeild HRFÍ.
Nýja facebook síðan verður góð viðbót við deildarsíðuna og póstlistann en við munum einnig setja þar inn fréttir, viðburði, myndir og fleira.
Við viljum gjarnan fá myndir sendar á emaili eða deilt á okkur á facebook, við stefnum á að koma upp nokkrum myndaalbúmum þar.
Ný facebook síða
Deildin er komin með nýja facebook síðu: www.facebook.com/schaferdeildin. Síðuna má einnig finna á facebook með því að slá inn: Schäferdeild HRFÍ.
Nýja facebook síðan verður góð viðbót við deildarsíðuna og póstlistann en við munum einnig setja þar inn fréttir, viðburði, myndir og fleira.
Við viljum gjarnan fá myndir sendar á emaili eða deilt á okkur á facebook, við stefnum á að koma upp nokkrum myndaalbúmum þar.
14.06.2011
Sýningaþjálfun
Sýningaþjálfun deildarinnar fyrir deildarsýninguna verður alla miðvikudaga fram að sýningu. Fyrsta sýningaþjálfunin verður haldin á morgun, miðvikudag, á Víðistaðatúninu í Hafnarfirði kl. 19. Sýningaþjálfanir deildarinnar verða eftirfarandi:
Miðvikudag 15. júní Víðistaðatúni kl. 19
Miðvikudag 22. júní Víðistaðatúni kl. 19
Miðvikudag 29. júní Víðistaðatúni kl. 19
Miðvikudag 6. júlí Guðmundarlundi kl. 19
Miðvikudag 13. júlí Guðmundarlundi kl. 19
Hvert skipti kostar 500 kr. og rennur allur ágóði beint til Schäferdeildarinnar. Mikilvægt er að taka með sér nammi eða dót fyrir hundinn, kúkapoka, taum (sýningataum) og einnig er gott að hafa keðju meðferðis.
Hér fyrir neðan má sjá kort af Hafnarfirði og er Víðistaðatún merkt með rauðu. Athugið að hægt er að hreyfa kortið til ásamt því að stækka og minnka það.
Sýningaþjálfun
Sýningaþjálfun deildarinnar fyrir deildarsýninguna verður alla miðvikudaga fram að sýningu. Fyrsta sýningaþjálfunin verður haldin á morgun, miðvikudag, á Víðistaðatúninu í Hafnarfirði kl. 19. Sýningaþjálfanir deildarinnar verða eftirfarandi:
Miðvikudag 15. júní Víðistaðatúni kl. 19
Miðvikudag 22. júní Víðistaðatúni kl. 19
Miðvikudag 29. júní Víðistaðatúni kl. 19
Miðvikudag 6. júlí Guðmundarlundi kl. 19
Miðvikudag 13. júlí Guðmundarlundi kl. 19
Hvert skipti kostar 500 kr. og rennur allur ágóði beint til Schäferdeildarinnar. Mikilvægt er að taka með sér nammi eða dót fyrir hundinn, kúkapoka, taum (sýningataum) og einnig er gott að hafa keðju meðferðis.
Hér fyrir neðan má sjá kort af Hafnarfirði og er Víðistaðatún merkt með rauðu. Athugið að hægt er að hreyfa kortið til ásamt því að stækka og minnka það.
12.06.2011
Uppfært á síðunni
Stjórn vinnur að því öðru hverju að uppfæra deildarsíðuna. Núna er meðal annars unnið að því að klára gagnagrunninn. Það væri mjög gaman að fá senda eina mynd af hverjum hundi og frekari upplýsingar um hann, svo sem varðandi árangur á sýningu eða í vinnuprófum. Einnig er unnið að því að gera grunninn gagnvirkari, t.d. verður hægt að fara beint frá hverjum hundi yfir í foreldrana.
Við fengum ábendingu varðandi efni á síðuna og bættum því við upplýsingum um þá Schäferhunda sem hafa verið valdir Þjónustuhundur ársins hjá HRFÍ. Það efni má finna undir hnappnum Þjálfun og vinna hér til vinstri. Við þökkum kærlega fyrir þessa góðu hugmynd.
Fundargerðir hafa einnig bæst við, ein frá aðalfundinum og önnur frá opna deildarfundinum. Þær má finna undir hnappnum Deildin.
Undir hnappnum Sýningar má finna aðra viðbót en það eru nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga áður en hundur er sýndur.
Uppfært á síðunni
Stjórn vinnur að því öðru hverju að uppfæra deildarsíðuna. Núna er meðal annars unnið að því að klára gagnagrunninn. Það væri mjög gaman að fá senda eina mynd af hverjum hundi og frekari upplýsingar um hann, svo sem varðandi árangur á sýningu eða í vinnuprófum. Einnig er unnið að því að gera grunninn gagnvirkari, t.d. verður hægt að fara beint frá hverjum hundi yfir í foreldrana.
Við fengum ábendingu varðandi efni á síðuna og bættum því við upplýsingum um þá Schäferhunda sem hafa verið valdir Þjónustuhundur ársins hjá HRFÍ. Það efni má finna undir hnappnum Þjálfun og vinna hér til vinstri. Við þökkum kærlega fyrir þessa góðu hugmynd.
Fundargerðir hafa einnig bæst við, ein frá aðalfundinum og önnur frá opna deildarfundinum. Þær má finna undir hnappnum Deildin.
Undir hnappnum Sýningar má finna aðra viðbót en það eru nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga áður en hundur er sýndur.
08.06.2011
Viðburðir á vegum deildarinnar
Skráningarfrestur á deildarsýningu Schäferdeildarinnar hefur verið framlengdur fram á næsta föstudag, þann 10. júní.
Næsta ganga er fyrirhuguð á mánudaginn næsta, 13. júní, sem er Annar í hvítasunnu. Við munum hittast við Grillhúsið Sprengisandi kl 14 og taka um það bil klukkustundargöngu um Elliðaárdalinn. Eftir gönguna geta þeir sem vilja sest niður inn á Grillhúsið í smá spjall.
Sporapróf Schäferdeildarinnar verður haldið sunnudaginn 17. júlí. Sporaprófið er haldið í tengslum við deildarsýninguna og mun vonandi nýtast fólki vel að geta sótt sýningu og próf sömu helgi. Albert Steingrímsson verður dómari og er prófgjald það sama og í önnur próf á vegum Vinnuhundadeildarinnar. Skráning fer í gegnum deildina. Vinsamlega sendið okkur póst á [email protected] með helstu upplýsingum og hægt verður að millifæra á reikning deildarinnar. Upplýsingar sem þurfa að koma fram eru: nafn hunds, nafn eiganda, hvaða sporapróf (1,2,3) ásamt símanúmeri og emaili sem hægt er að ná í ef breytingar verða. Reikningsnúmer deildarinnar er 0586-26-691010 og kt. er 691010-0230. Vinsamlega setjið nafn hunds sem skýringu með millifærslunni.
Á laugardagskvöldinu, eftir deildarsýninguna, verður farið út að borða. Allir meðlimir deildarinnar eru velkomnir og dómari sýningarinnar, Fredrik Steen, mun eyða kvöldinu með okkur. Stjórn deildarinnar er að leita eftir tilboðum á veitingastöðum og eru allar ábendingar vel þegnar.
Sýningarúrslit síðustu sýningar koma inn fljótlega ásamt umsögnum.
Viðburðir á vegum deildarinnar
Skráningarfrestur á deildarsýningu Schäferdeildarinnar hefur verið framlengdur fram á næsta föstudag, þann 10. júní.
Næsta ganga er fyrirhuguð á mánudaginn næsta, 13. júní, sem er Annar í hvítasunnu. Við munum hittast við Grillhúsið Sprengisandi kl 14 og taka um það bil klukkustundargöngu um Elliðaárdalinn. Eftir gönguna geta þeir sem vilja sest niður inn á Grillhúsið í smá spjall.
Sporapróf Schäferdeildarinnar verður haldið sunnudaginn 17. júlí. Sporaprófið er haldið í tengslum við deildarsýninguna og mun vonandi nýtast fólki vel að geta sótt sýningu og próf sömu helgi. Albert Steingrímsson verður dómari og er prófgjald það sama og í önnur próf á vegum Vinnuhundadeildarinnar. Skráning fer í gegnum deildina. Vinsamlega sendið okkur póst á [email protected] með helstu upplýsingum og hægt verður að millifæra á reikning deildarinnar. Upplýsingar sem þurfa að koma fram eru: nafn hunds, nafn eiganda, hvaða sporapróf (1,2,3) ásamt símanúmeri og emaili sem hægt er að ná í ef breytingar verða. Reikningsnúmer deildarinnar er 0586-26-691010 og kt. er 691010-0230. Vinsamlega setjið nafn hunds sem skýringu með millifærslunni.
Á laugardagskvöldinu, eftir deildarsýninguna, verður farið út að borða. Allir meðlimir deildarinnar eru velkomnir og dómari sýningarinnar, Fredrik Steen, mun eyða kvöldinu með okkur. Stjórn deildarinnar er að leita eftir tilboðum á veitingastöðum og eru allar ábendingar vel þegnar.
Sýningarúrslit síðustu sýningar koma inn fljótlega ásamt umsögnum.
03.06.2011
Myndbirting á vefsíðu DV
Stjórn Schäferdeildarinnar fékk senda ábendingu vegna óviðeigandi ljósmyndar við frétt DV þann 2. júní 2011. Stjórn sendi bréf til DV í framhaldi af því og birtist það hér fyrir neðan:
"Stjórn Schäferdeildar HRFÍ lýsir yfir óánægju með myndbirtingu DV af schäferhundi við frétt um árás 17 hunda á konu á Reykjanesi. Fréttin birtist þann 2. júní og var skrifuð af Ástu Sigrúnu Magnúsdóttur. Ekkert í grein Ástu bendir til að um sé að ræða hunda af schäferkyni.
Að birta ljósmynd af ákveðni tegund hunds við slíka frétt bæði svertir og gefur ranga mynd af tegundinni. Hvetur deildin bæði Ástu Sigrúnu og aðra fréttamenn að vanda fréttamennsku betur og óskar deildin eftir því að umrædd mynd verði fjarlægð hið fyrsta.
Stjórn Schäferdeildar HRFÍ."
Ljósmyndin sem fylgdi fréttinni hefur nú verið fjarlægð. Við þökkum kærlega fyrir þessa ábendingu og hvetjum fólk til að senda okkur línu ef það rekst á aðra sambærilega hluti er varðar schäfertegundina.
Myndbirting á vefsíðu DV
Stjórn Schäferdeildarinnar fékk senda ábendingu vegna óviðeigandi ljósmyndar við frétt DV þann 2. júní 2011. Stjórn sendi bréf til DV í framhaldi af því og birtist það hér fyrir neðan:
"Stjórn Schäferdeildar HRFÍ lýsir yfir óánægju með myndbirtingu DV af schäferhundi við frétt um árás 17 hunda á konu á Reykjanesi. Fréttin birtist þann 2. júní og var skrifuð af Ástu Sigrúnu Magnúsdóttur. Ekkert í grein Ástu bendir til að um sé að ræða hunda af schäferkyni.
Að birta ljósmynd af ákveðni tegund hunds við slíka frétt bæði svertir og gefur ranga mynd af tegundinni. Hvetur deildin bæði Ástu Sigrúnu og aðra fréttamenn að vanda fréttamennsku betur og óskar deildin eftir því að umrædd mynd verði fjarlægð hið fyrsta.
Stjórn Schäferdeildar HRFÍ."
Ljósmyndin sem fylgdi fréttinni hefur nú verið fjarlægð. Við þökkum kærlega fyrir þessa ábendingu og hvetjum fólk til að senda okkur línu ef það rekst á aðra sambærilega hluti er varðar schäfertegundina.
31.05.2011
Deildarsýning Schäferdeildarinnar
Deildarsýning Schäferdeildarinnar
Skráningarfrestur á sýninguna rennur út eftir eina viku: miðvikudaginn 8. júní.
Skráning fer fram í gegnum skrifstofu HRFÍ, s. 588-5255.
Hundaeigendur sem vilja sýna hundinn sinn en treysta sér ekki til þess geta haft samband við stjórn deildarinnar og við aðstoðum við að finna sýnanda.
Einnig minnum við á síðustu sýningarþjálfun deildarinnar að þessu sinni. Hún fer fram annað kvöld kl 19 og kostar aðeins 500 kr. Athugið að það er breytt staðsetning, sýningaþjálfunin fer fram í bílastæðahúsi undir Turninum Smáralind.
Einnig minnum við á síðustu sýningarþjálfun deildarinnar að þessu sinni. Hún fer fram annað kvöld kl 19 og kostar aðeins 500 kr. Athugið að það er breytt staðsetning, sýningaþjálfunin fer fram í bílastæðahúsi undir Turninum Smáralind.
26.05.2011
Á döfinni
Næsta sunnudag, 29. maí, verður deildin með sporaæfingu. Mæting á Olís við Norðlingaholt kl. 12. Við höfum fengið til liðs við okkur hundaþjálfara, Drífu Gestsdóttur, sem mun leiðbeina á æfingunni. Drífa er schäfereigandi, hundaþjálfari að mennt og starfar meðal annars með Björgunarhundasveit Íslands og við þjálfun blindrahunda. Við hvetjum alla til þess að koma og nýta sér þetta skemmtilega tækifæri.
Nýlega fór fram sporapróf á vegum Vinnuhundadeildar HRFÍ. Þrír Schäferhundar voru skráðir og luku tveir prófi. Það voru Ice Tindra Aragon og Gunnarsholts Urma. Aragon náði framúrskarandi árangri á prófinu, 98 stig af 100 mögulegum, og leiðir nú keppni Schäferdeildarinnar um stigahæsta Schäferhund í Spori 1. Óskum eigendum Urmu og Aragon innilega til hamingju með árangurinn.
Hundasýning HRFÍ fer fram eftir rúmlega viku og verður Schäferinn sýndur á laugardeginum kl. 11:04. Athugið að breyting hefur orðið á dagskrá sýningarinnar. Sjá nánar hér.
Næsta sýningarþjálfun verður á miðvikudaginn næsta, 1. júní, kl. 19. Leiðbeinendur á sýningarþjálfunum deildarinnar eru Schäferræktendurnir Eva Kristins og Kristjana og sendum við þeim okkar bestu þakkir fyrir aðstoðina.
Á döfinni
Næsta sunnudag, 29. maí, verður deildin með sporaæfingu. Mæting á Olís við Norðlingaholt kl. 12. Við höfum fengið til liðs við okkur hundaþjálfara, Drífu Gestsdóttur, sem mun leiðbeina á æfingunni. Drífa er schäfereigandi, hundaþjálfari að mennt og starfar meðal annars með Björgunarhundasveit Íslands og við þjálfun blindrahunda. Við hvetjum alla til þess að koma og nýta sér þetta skemmtilega tækifæri.
Nýlega fór fram sporapróf á vegum Vinnuhundadeildar HRFÍ. Þrír Schäferhundar voru skráðir og luku tveir prófi. Það voru Ice Tindra Aragon og Gunnarsholts Urma. Aragon náði framúrskarandi árangri á prófinu, 98 stig af 100 mögulegum, og leiðir nú keppni Schäferdeildarinnar um stigahæsta Schäferhund í Spori 1. Óskum eigendum Urmu og Aragon innilega til hamingju með árangurinn.
Hundasýning HRFÍ fer fram eftir rúmlega viku og verður Schäferinn sýndur á laugardeginum kl. 11:04. Athugið að breyting hefur orðið á dagskrá sýningarinnar. Sjá nánar hér.
Næsta sýningarþjálfun verður á miðvikudaginn næsta, 1. júní, kl. 19. Leiðbeinendur á sýningarþjálfunum deildarinnar eru Schäferræktendurnir Eva Kristins og Kristjana og sendum við þeim okkar bestu þakkir fyrir aðstoðina.
17.05.2011
Deildarsýning og sýningaþjálfun
Nú hefur verið opnað fyrir skráningu á deildarsýningu Schäferdeildarinnar. Skráning fer fram í gegnum skrifstofu HRFÍ í síma 588-5255. Upplýsingar um sýninguna má finna hér á stikunni til vinstri, undir Deildarsýning 2011.
Minnum á sýningaþjálfun deildarinnar á morgun, miðvikudag, kl 18. Hún fer fram á bílaplani fyrir aftan Frumherja Hesthálsi og kostar 500 kr. Mikilvægt er að taka með sér nammi eða dót fyrir hundinn, kúkapoka, taum (sýningataum) og einnig er gott að hafa keðju meðferðis.
Deildarsýning og sýningaþjálfun
Nú hefur verið opnað fyrir skráningu á deildarsýningu Schäferdeildarinnar. Skráning fer fram í gegnum skrifstofu HRFÍ í síma 588-5255. Upplýsingar um sýninguna má finna hér á stikunni til vinstri, undir Deildarsýning 2011.
Minnum á sýningaþjálfun deildarinnar á morgun, miðvikudag, kl 18. Hún fer fram á bílaplani fyrir aftan Frumherja Hesthálsi og kostar 500 kr. Mikilvægt er að taka með sér nammi eða dót fyrir hundinn, kúkapoka, taum (sýningataum) og einnig er gott að hafa keðju meðferðis.
12.05.2011
Viðburðir og annað deildarstarf
Næsta sporaæfing verður haldin sunnudaginn 15. maí. Hist verður við Olís Norðlingaholti kl. 13. Nánari upplýsingar hjá Sturlu í síma 868-6264.
Sporaæfingar deildarinnar hafa gengið vel og margir sem hafa fengið tækifæri til þess að kynnast þessari skemmtilegu vinnu. Við fáum til okkar reyndan hundaþjálfara seinna í mánuðinum sem mun leiðbeina fólki með framhaldið.
Deildarfundur Schäferdeildarinnar var haldinn í byrjun maí. Rædd voru ýmis mál er varða skipulagningu deildarsýningarinnar. Meðal annars kom fram að búið er að leigja svæði auk þess að fá fólk í helstu stöður svo sem sýningastjóra, hringstjóra, ritara og aðstoðarritara. Enn vantar okkur þó fólk til ýmissa starfa, bæði meðan á sýningu stendur auk uppsetningu að morgni og frágangi að henni lokinni. Það væri afar vel þegið ef einhver sæi sér fært um að aðstoða því margar hendur vinna létt verk.
Þrír Schäferhundar fóru í skapgerðarmat í lok apríl og luku því án athugasemda. Það voru hundarnir Gunnarsholts Tristan, Gunnarsholts Trix og Kolgrímu Blade Hólm. Við óskum eigendum þeirra innilega til hamingju.
Viðburðir og annað deildarstarf
Næsta sporaæfing verður haldin sunnudaginn 15. maí. Hist verður við Olís Norðlingaholti kl. 13. Nánari upplýsingar hjá Sturlu í síma 868-6264.
Sporaæfingar deildarinnar hafa gengið vel og margir sem hafa fengið tækifæri til þess að kynnast þessari skemmtilegu vinnu. Við fáum til okkar reyndan hundaþjálfara seinna í mánuðinum sem mun leiðbeina fólki með framhaldið.
Deildarfundur Schäferdeildarinnar var haldinn í byrjun maí. Rædd voru ýmis mál er varða skipulagningu deildarsýningarinnar. Meðal annars kom fram að búið er að leigja svæði auk þess að fá fólk í helstu stöður svo sem sýningastjóra, hringstjóra, ritara og aðstoðarritara. Enn vantar okkur þó fólk til ýmissa starfa, bæði meðan á sýningu stendur auk uppsetningu að morgni og frágangi að henni lokinni. Það væri afar vel þegið ef einhver sæi sér fært um að aðstoða því margar hendur vinna létt verk.
Þrír Schäferhundar fóru í skapgerðarmat í lok apríl og luku því án athugasemda. Það voru hundarnir Gunnarsholts Tristan, Gunnarsholts Trix og Kolgrímu Blade Hólm. Við óskum eigendum þeirra innilega til hamingju.
09.05.2011
Sýningaþjálfun deildarinnar
Schäferdeildin mun halda sýningaþjálfun á miðvikudögum fram að næstu sýningu HRFÍ. Þær verða haldnar á bílaplani á bakvið Frumherja Hesthálsi. Hvert skipti kostar 500 kr. og rennur allur ágóði beint til Schäferdeildarinnar.
Mikilvægt er að taka með sér nammi eða dót fyrir hundinn, kúkapoka, taum (sýningataum) og einnig er gott að hafa keðju meðferðis.
Sýningaþjálfunin verður vanalega kl. 19 en þó verður gerð undantekning miðvikudaginn 18. maí en þá er aðalfundur HRFÍ sama kvöld svo sýningaþjálfunin verður kl. 18 þann dag.
Sýningaþjálfun Schäferdeildarinnar verður eftirfarandi daga:
Miðvikudaginn 11. maí kl. 19
Miðvikudaginn 18. maí kl. 18
Miðvikudaginn 25. maí kl. 19
Miðvikudaginn 1. júní kl. 19
Sýningaþjálfun deildarinnar
Schäferdeildin mun halda sýningaþjálfun á miðvikudögum fram að næstu sýningu HRFÍ. Þær verða haldnar á bílaplani á bakvið Frumherja Hesthálsi. Hvert skipti kostar 500 kr. og rennur allur ágóði beint til Schäferdeildarinnar.
Mikilvægt er að taka með sér nammi eða dót fyrir hundinn, kúkapoka, taum (sýningataum) og einnig er gott að hafa keðju meðferðis.
Sýningaþjálfunin verður vanalega kl. 19 en þó verður gerð undantekning miðvikudaginn 18. maí en þá er aðalfundur HRFÍ sama kvöld svo sýningaþjálfunin verður kl. 18 þann dag.
Sýningaþjálfun Schäferdeildarinnar verður eftirfarandi daga:
Miðvikudaginn 11. maí kl. 19
Miðvikudaginn 18. maí kl. 18
Miðvikudaginn 25. maí kl. 19
Miðvikudaginn 1. júní kl. 19
06.05.2011
Sporaæfing á morgun
Næsta sporaæfing deildarinnar verður haldin á morgun, laugardag. Hittumst við N1 í Hafnarfirði kl 13. Nánari upplýsingar hjá Sturlu í síma 868-6264.
Sporaæfing á morgun
Næsta sporaæfing deildarinnar verður haldin á morgun, laugardag. Hittumst við N1 í Hafnarfirði kl 13. Nánari upplýsingar hjá Sturlu í síma 868-6264.
29.04.2011
Áríðandi tilkynningar
Opinn deildarfundur Schäferdeildarinnar
Deildarfundurinn verður á mánudaginn næsta, 2. maí kl 20, á skrifstofu HRFÍ að Síðumúla 15. Rætt verður um fyrirhugaða deildarsýningu Schäferdeildarinnar í sumar og skipulag hennar. Sýning sem þessi krefst mikils undirbúnings og margt sem þarf að huga að. Því hvetjum við alla til þess að koma á fundinn. Kaffi og með því í boði.
Hundasýning HRFÍ helgina 4.-5. júní
Skráningarfrestur rennur út 6. maí.
Deildarsýning Schäferdeildarinnar laugardaginn 16. júlí
Skráningarfrestur rennur út 8. júní.
Dómari verður Fredrik Steen sem er sérhæfður Schäferdómari.
Á báðum sýningum er möguleiki á íslensku meistarastigi og báðar sýningar telja til stigahæsta hunds Schäferdeildarinnar.
Póstlisti deildarinnar
Stjórn hefur ákveðið að draga úr póstsendingum á póstlistanum. Framvegis verða aðeins sendar út auglýsingar um viðburði og mikilvægar tilkynningar til deildarmeðlima.
Við minnum á að hægt er að lesa fundargerðir stjórnar en þær eru staðsettar undir hnappnum "Deildin" hér til vinstri. Ef meðlimir hafa einhverjar spurningar, athugasemdir eða ábendingar þá hvetjum við ykkur til þess að hafa samband.
Sporaæfing deildarinnar
Næsta æfing verður haldin á sunnudaginn næsta, 1. maí. Mæting á bílastæðið fyrir aftan Olís við Norðlingaholt kl hálf 2. Sturla mun sjá um æfinguna, síminn hjá honum er 868-6264.
Áríðandi tilkynningar
Opinn deildarfundur Schäferdeildarinnar
Deildarfundurinn verður á mánudaginn næsta, 2. maí kl 20, á skrifstofu HRFÍ að Síðumúla 15. Rætt verður um fyrirhugaða deildarsýningu Schäferdeildarinnar í sumar og skipulag hennar. Sýning sem þessi krefst mikils undirbúnings og margt sem þarf að huga að. Því hvetjum við alla til þess að koma á fundinn. Kaffi og með því í boði.
Hundasýning HRFÍ helgina 4.-5. júní
Skráningarfrestur rennur út 6. maí.
Deildarsýning Schäferdeildarinnar laugardaginn 16. júlí
Skráningarfrestur rennur út 8. júní.
Dómari verður Fredrik Steen sem er sérhæfður Schäferdómari.
Á báðum sýningum er möguleiki á íslensku meistarastigi og báðar sýningar telja til stigahæsta hunds Schäferdeildarinnar.
Póstlisti deildarinnar
Stjórn hefur ákveðið að draga úr póstsendingum á póstlistanum. Framvegis verða aðeins sendar út auglýsingar um viðburði og mikilvægar tilkynningar til deildarmeðlima.
Við minnum á að hægt er að lesa fundargerðir stjórnar en þær eru staðsettar undir hnappnum "Deildin" hér til vinstri. Ef meðlimir hafa einhverjar spurningar, athugasemdir eða ábendingar þá hvetjum við ykkur til þess að hafa samband.
Sporaæfing deildarinnar
Næsta æfing verður haldin á sunnudaginn næsta, 1. maí. Mæting á bílastæðið fyrir aftan Olís við Norðlingaholt kl hálf 2. Sturla mun sjá um æfinguna, síminn hjá honum er 868-6264.
27.04.2011
Hundasýning HRFÍ
Næsta hundasýning HRFÍ verður haldin helgina 4. - 5. júní. Skráningarfrestur rennur út föstudaginn 6. maí eða eftir rúma viku.
Breytingar hafa orðið á skráningu hjá HRFÍ. Nýr skráningarvefur félagsins verður ekki tilbúinn fyrir þessa sýningu en hægt er að skrá í gegnum síma eða með emaili. Sjá nánar á vef HRFÍ.
Deildin mun hafa bás á sýningunni eins og áður. Við óskum eftir hundum og eigendum sem vilja vera á kynningarbásnum. Áhugasamir mega hafa samband við deildina.
Sýningarþjálfun deildarinnar fer fram í maí en hún verður nánar auglýst síðar. Ef einhverjir hafa áhuga á að aðstoða við sýningarþjálfunina þá má gjarnan hafa samband við okkur í gegnum email deildarinnar [email protected].
Hundasýning HRFÍ
Næsta hundasýning HRFÍ verður haldin helgina 4. - 5. júní. Skráningarfrestur rennur út föstudaginn 6. maí eða eftir rúma viku.
Breytingar hafa orðið á skráningu hjá HRFÍ. Nýr skráningarvefur félagsins verður ekki tilbúinn fyrir þessa sýningu en hægt er að skrá í gegnum síma eða með emaili. Sjá nánar á vef HRFÍ.
Deildin mun hafa bás á sýningunni eins og áður. Við óskum eftir hundum og eigendum sem vilja vera á kynningarbásnum. Áhugasamir mega hafa samband við deildina.
Sýningarþjálfun deildarinnar fer fram í maí en hún verður nánar auglýst síðar. Ef einhverjir hafa áhuga á að aðstoða við sýningarþjálfunina þá má gjarnan hafa samband við okkur í gegnum email deildarinnar [email protected].
25.04.2011
Sporaæfingar um síðustu helgi
Schäferdeildin hélt tvær sporaæfingar um páskana. Ágætis mæting var á báðar æfingar sem gengu vel þrátt fyrir nokkurn vind. Þar af voru tveir hundar að mæta í fyrsta skipti og erum við ánægð með hversu vel deildarmeðlimir taka í þessa nýjung hjá okkur.
Markmið deildarinnar með sporaæfingunum er að kynna þessa skemmtilegu vinnu fyrir fólki og sýna hvernig hægt er að nýta þá miklu hæfileika sem Schäferinn hefur sem vinnuhundur. Auk þess skapast vettvangur til þess að meðlimir deildarinnar geti hist og æft saman. Deildin mun halda opið sporapróf í júlí en hægt er að sækja sporanámskeið til að afla sér frekari þekkingar.
Deildin hefur fengið til liðs við sig hundaþjálfara sem mun koma á sporaæfingu til okkar fljótlega og leiðbeina fólki með framhaldið. Einnig hefur deildin hug á að halda sérstakt sporanámskeið undir leiðsögn hundaþjálfara. Þeir viðburðir verða auglýstir síðar.
Vinnuhundadeild HRFÍ verður með sporapróf dagana 14. - 15. maí en skráningarfrestur rennur út 29. apríl.
Sporaæfingar um síðustu helgi
Schäferdeildin hélt tvær sporaæfingar um páskana. Ágætis mæting var á báðar æfingar sem gengu vel þrátt fyrir nokkurn vind. Þar af voru tveir hundar að mæta í fyrsta skipti og erum við ánægð með hversu vel deildarmeðlimir taka í þessa nýjung hjá okkur.
Markmið deildarinnar með sporaæfingunum er að kynna þessa skemmtilegu vinnu fyrir fólki og sýna hvernig hægt er að nýta þá miklu hæfileika sem Schäferinn hefur sem vinnuhundur. Auk þess skapast vettvangur til þess að meðlimir deildarinnar geti hist og æft saman. Deildin mun halda opið sporapróf í júlí en hægt er að sækja sporanámskeið til að afla sér frekari þekkingar.
Deildin hefur fengið til liðs við sig hundaþjálfara sem mun koma á sporaæfingu til okkar fljótlega og leiðbeina fólki með framhaldið. Einnig hefur deildin hug á að halda sérstakt sporanámskeið undir leiðsögn hundaþjálfara. Þeir viðburðir verða auglýstir síðar.
Vinnuhundadeild HRFÍ verður með sporapróf dagana 14. - 15. maí en skráningarfrestur rennur út 29. apríl.
20.04.2011
Sporaæfingar
Deildin verður með tvær sporaæfingar um páskana. Á morgun, fimmtudag, ætlum við að hittast á Olís við Rauðavatn kl 12:30. Á laugardaginn er mæting kl 12:30 á N1 við Lækjargötu í Hafnarfirði. Sturla mun sjá um æfingarnar, síminn hjá honum er 868-6264. Allir velkomnir.
Sporaæfingar
Deildin verður með tvær sporaæfingar um páskana. Á morgun, fimmtudag, ætlum við að hittast á Olís við Rauðavatn kl 12:30. Á laugardaginn er mæting kl 12:30 á N1 við Lækjargötu í Hafnarfirði. Sturla mun sjá um æfingarnar, síminn hjá honum er 868-6264. Allir velkomnir.
19.04.2011
Schäfersýning í sumar
Fyrsta deildarsýning Schäferdeildarinnar síðan 1988 verður haldin þann 16. júlí næstkomandi. Dómari sýningarinnar er sænski dómarinn Fredrik Steen. Hann sérhæfir sig sem dómari á Schäfer og hefur FCI réttindi til að dæma tegundahóp 1.
Mánudaginn 2. maí kl. 20 verður haldinn deildarfundur á skrifstofu félagsins vegna deildarsýningarinnar. Vonumst til að sjá sem flesta á fundinum.
Schäfersýning í sumar
Fyrsta deildarsýning Schäferdeildarinnar síðan 1988 verður haldin þann 16. júlí næstkomandi. Dómari sýningarinnar er sænski dómarinn Fredrik Steen. Hann sérhæfir sig sem dómari á Schäfer og hefur FCI réttindi til að dæma tegundahóp 1.
Mánudaginn 2. maí kl. 20 verður haldinn deildarfundur á skrifstofu félagsins vegna deildarsýningarinnar. Vonumst til að sjá sem flesta á fundinum.
17.04.2011
Sporaæfing í Hafnarfirði
Í gær var haldin sporaæfing hjá deildinni. Fjórir hundar mættu ásamt eigendum sínum og þökkum við þeim kærlega fyrir þátttökuna.
Við bendum á að það er öllum eigendum Schaferhunda velkomið að koma á sporaæfingu hjá okkur, kynna sér vinnuna og fá að prófa á eigin hundi. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, bara mæta. Gott er að hafa uppáhalds dót hundsins meðferðis en beisli og sporataum er hægt að fá lánað á staðnum.
Við fengum sendar frábærar myndir af æfingunni, kærar þakkir til Gumma og Evu fyrir það. Stefnan er að búa til myndaalbúm hér á síðunni þannig að ef þið lumið á góðum ljósmyndum þá myndum við gjarnan vilja fá nokkrar sendar til okkar.
Sporaæfing í Hafnarfirði
Í gær var haldin sporaæfing hjá deildinni. Fjórir hundar mættu ásamt eigendum sínum og þökkum við þeim kærlega fyrir þátttökuna.
Við bendum á að það er öllum eigendum Schaferhunda velkomið að koma á sporaæfingu hjá okkur, kynna sér vinnuna og fá að prófa á eigin hundi. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, bara mæta. Gott er að hafa uppáhalds dót hundsins meðferðis en beisli og sporataum er hægt að fá lánað á staðnum.
Við fengum sendar frábærar myndir af æfingunni, kærar þakkir til Gumma og Evu fyrir það. Stefnan er að búa til myndaalbúm hér á síðunni þannig að ef þið lumið á góðum ljósmyndum þá myndum við gjarnan vilja fá nokkrar sendar til okkar.
13.04.2011
Sporaæfing
Schaferdeildin mun halda aðra sporaæfingu á laugardaginn næsta, þann 16. apríl. Stefnt er að því að hittast við N1 bensínstöðina í Hafnarfirði kl 13 og fara svo í samfloti þaðan á svæði í nágrenni við Hafnarfjörð. Við hvetjum alla áhugasama að koma og kíkja, hvort sem það er til að taka þátt eða fylgjast með.
Sturla mun sjá um æfinguna fyrir hönd stjórnar. Síminn hjá honum er 868-6264. Ef einhverjar spurningar vakna má einnig hafa samband með því að senda póst á [email protected]. Hlökkum til að sjá ykkur.
Sporaæfing
Schaferdeildin mun halda aðra sporaæfingu á laugardaginn næsta, þann 16. apríl. Stefnt er að því að hittast við N1 bensínstöðina í Hafnarfirði kl 13 og fara svo í samfloti þaðan á svæði í nágrenni við Hafnarfjörð. Við hvetjum alla áhugasama að koma og kíkja, hvort sem það er til að taka þátt eða fylgjast með.
Sturla mun sjá um æfinguna fyrir hönd stjórnar. Síminn hjá honum er 868-6264. Ef einhverjar spurningar vakna má einnig hafa samband með því að senda póst á [email protected]. Hlökkum til að sjá ykkur.
13.04.2011
Stjórn deildarinnar
Vegna persónulegra ástæðna hefur fráfarandi formaður deildarinnar, Anna Francesca Rósudóttir, sagt af sér. Eva Björk Atladóttir, varaformaður, hefur tekið við formannsstöðunni í hennar stað. Verkaskipting stjórnar er eftirfarandi:
Eva Björk Atladóttir, formaður
Sturla Þórðarson, varaformaður og gjaldkeri
Íris Hlín Bjarnadóttir, ritari
Hallgerður Kata Óðinsdóttir, meðstjórnandi
Stjórn deildarinnar
Vegna persónulegra ástæðna hefur fráfarandi formaður deildarinnar, Anna Francesca Rósudóttir, sagt af sér. Eva Björk Atladóttir, varaformaður, hefur tekið við formannsstöðunni í hennar stað. Verkaskipting stjórnar er eftirfarandi:
Eva Björk Atladóttir, formaður
Sturla Þórðarson, varaformaður og gjaldkeri
Íris Hlín Bjarnadóttir, ritari
Hallgerður Kata Óðinsdóttir, meðstjórnandi
07.04.2011
Vetrarpróf björgunarsveitanna
Nú hafa hundasveitirnar lokið vetrarúttektum sínum. Úttekt Leitarhunda fór fram á Ólafsfirði dagana 12. – 16. mars og úttekt BHSÍ var haldin við Kröflu dagana 26. – 31. mars.
Einn schaferhundur lauk prófi en það var tíkin Gunnarsholts Senjorita "Urður", og lauk hún B prófi í vetrarleit hjá BHSÍ. Urður er því komin á úttkallslista björgunarsveitanna í snjóflóðaleit. Við óskum eigendum hennar, Önnu og Eyþóri, innilega til hamingju með árangurinn.
Vetrarpróf björgunarsveitanna
Nú hafa hundasveitirnar lokið vetrarúttektum sínum. Úttekt Leitarhunda fór fram á Ólafsfirði dagana 12. – 16. mars og úttekt BHSÍ var haldin við Kröflu dagana 26. – 31. mars.
Einn schaferhundur lauk prófi en það var tíkin Gunnarsholts Senjorita "Urður", og lauk hún B prófi í vetrarleit hjá BHSÍ. Urður er því komin á úttkallslista björgunarsveitanna í snjóflóðaleit. Við óskum eigendum hennar, Önnu og Eyþóri, innilega til hamingju með árangurinn.
04.04.2011
Sporaæfing á Hólmsheiði
Í gær var haldin sporaæfing hjá okkur og mættu 6 hundar með eigendum sínum. Hundarnir voru mislangt komnir í þjálfun, allt frá byrjendum og upp í lengra komna. Áttum við góðan dag saman og öllum gekk vel að spora. Við ætlum að endurtaka leikinn í næstu viku og verður það auglýst þegar nær dregur.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum fengum við mjög gott veður. Stjórn sendir bestu þakkir til allra sem tóku þátt en alls mættu 14 manns að meðtöldum börnum, mökum og áhorfendum.
Í gær var haldin sporaæfing hjá okkur og mættu 6 hundar með eigendum sínum. Hundarnir voru mislangt komnir í þjálfun, allt frá byrjendum og upp í lengra komna. Áttum við góðan dag saman og öllum gekk vel að spora. Við ætlum að endurtaka leikinn í næstu viku og verður það auglýst þegar nær dregur.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum fengum við mjög gott veður. Stjórn sendir bestu þakkir til allra sem tóku þátt en alls mættu 14 manns að meðtöldum börnum, mökum og áhorfendum.
Sporaleit er ein tegund af vinnu sem hægt er að stunda. Hundar hafa ávallt gaman af því að hafa eitthvað fyrir stafni, sérstaklega hundar af vinnuhundakyni, líkt og Schafer. Öll vinna styrkir sambandið á milli manns og hunds og báðir aðilar verða ánægðari fyrir vikið. Þeir sem hafa áhuga á að kynnast sporaþjálfun frekar geta meðal annars lesið um það hér.
29.03.2011
Sporaæfing
Næstkomandi sunnudag, 3. apríl, ætlum við að halda sporaæfingu fyrir deildina þar sem allir eru velkomnir, bæði til að vera með og horfa á. Við munum hittast á Olís við Rauðavatn kl 12:30 og fara þaðan saman upp á Hólmsheiði sem er þar rétt hjá.
Með von um að sjá sem flesta,
stjórn Schaferdeildarinnar
Næstkomandi sunnudag, 3. apríl, ætlum við að halda sporaæfingu fyrir deildina þar sem allir eru velkomnir, bæði til að vera með og horfa á. Við munum hittast á Olís við Rauðavatn kl 12:30 og fara þaðan saman upp á Hólmsheiði sem er þar rétt hjá.
Með von um að sjá sem flesta,
stjórn Schaferdeildarinnar
28.03.2011
Schaferganga í Nauthólsvík
Önnur deildarganga ársins fór fram í gær og var rosalega góð mæting, 25 manns og 13 hundar, þarf af 11 Schafer. Hundarnir voru á öllum aldri en í gönguna mættu einnig 4 hvolpar, tvær rúmlega 3 mánaða systur og tvær tæplega 8 mánaða systur. Þónokkrir voru að mæta í fyrsta skipti og er alltaf gaman að sjá ný andlit. Vonandi sjáum við sem flesta aftur. Að göngu lokinni settumst við inn á kaffihúsið í smá spjall.
Stjórn deildarinnar þakkar öllum sem mættu kærlega fyrir daginn sem heppnaðist afar vel. Myndir úr göngunni má meðal annars sjá inn á facebook síðu deildarinnar sem er undir nafninu: Schafer deild HRFI. Hægt er að smella á myndina hér að neðan til að sjá fulla stærð.
Önnur deildarganga ársins fór fram í gær og var rosalega góð mæting, 25 manns og 13 hundar, þarf af 11 Schafer. Hundarnir voru á öllum aldri en í gönguna mættu einnig 4 hvolpar, tvær rúmlega 3 mánaða systur og tvær tæplega 8 mánaða systur. Þónokkrir voru að mæta í fyrsta skipti og er alltaf gaman að sjá ný andlit. Vonandi sjáum við sem flesta aftur. Að göngu lokinni settumst við inn á kaffihúsið í smá spjall.
Stjórn deildarinnar þakkar öllum sem mættu kærlega fyrir daginn sem heppnaðist afar vel. Myndir úr göngunni má meðal annars sjá inn á facebook síðu deildarinnar sem er undir nafninu: Schafer deild HRFI. Hægt er að smella á myndina hér að neðan til að sjá fulla stærð.
26.03.2011
Schaferganga á morgun
Minnum á gönguna á morgun, sunnudag. Hittumst á bílastæðinu við Nauthólsvík kl 14. Gert er ráð fyrir um klukkustundargöngu og svo ætlum við að setjast inn á kaffihúsið Nauthól á eftir. Allir velkomnir.
Kveðja,
stjórn Schaferdeildarinnar
Minnum á gönguna á morgun, sunnudag. Hittumst á bílastæðinu við Nauthólsvík kl 14. Gert er ráð fyrir um klukkustundargöngu og svo ætlum við að setjast inn á kaffihúsið Nauthól á eftir. Allir velkomnir.
Kveðja,
stjórn Schaferdeildarinnar
25.03.2011
Aðalfundur Schaferdeildarinnar
Aðalfundurinn fór fram á skrifstofu HRFÍ fimmtudaginn 10. mars. Farið var yfir ársskýrslu deildarinnar fyrir síðasta ár, kosið var í laus sæti til stjórnar auk þess að rædd voru ýmis mál sem brenna á deildarmeðlimum.
Þrjú sæti voru laus. Nýjir meðlimir stjórnar eru Sturla Þórðarson, Hallgerður Kata Óðinsdóttir og Íris Hlín Bjarnadóttir. Þau eru kosin til tveggja ára. Fráfarandi stjórnarmeðlimur var Kristlaug Elín Gunnlaugsdóttir. Sitjandi eru þær Anna Francesca Rósudóttir og Eva Björk Atladóttir og eiga báðar eitt ár eftir.
Aðalfundurinn fór fram á skrifstofu HRFÍ fimmtudaginn 10. mars. Farið var yfir ársskýrslu deildarinnar fyrir síðasta ár, kosið var í laus sæti til stjórnar auk þess að rædd voru ýmis mál sem brenna á deildarmeðlimum.
Þrjú sæti voru laus. Nýjir meðlimir stjórnar eru Sturla Þórðarson, Hallgerður Kata Óðinsdóttir og Íris Hlín Bjarnadóttir. Þau eru kosin til tveggja ára. Fráfarandi stjórnarmeðlimur var Kristlaug Elín Gunnlaugsdóttir. Sitjandi eru þær Anna Francesca Rósudóttir og Eva Björk Atladóttir og eiga báðar eitt ár eftir.
22.03.2011
Deildarganga
Næstkomandi sunnudag, 27. mars, verður farið í göngutúr um Nauthólsvík og Öskjuhlíð. Þetta verður sirka klukkutíma göngutúr og ætlum við að hittast á bílaplaninu hjá Nauthól klukkan 14 (sama stæði og er fyrir ylströndina). Eftir gönguna ætlum við að setjast niður inn á Nauthól og fá okkur kaffisopa og spjalla saman þar sem það vakti mikla lukku í síðasta göngutúr. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Kveðja,
Stjórn Schäferdeildarinnar
Næstkomandi sunnudag, 27. mars, verður farið í göngutúr um Nauthólsvík og Öskjuhlíð. Þetta verður sirka klukkutíma göngutúr og ætlum við að hittast á bílaplaninu hjá Nauthól klukkan 14 (sama stæði og er fyrir ylströndina). Eftir gönguna ætlum við að setjast niður inn á Nauthól og fá okkur kaffisopa og spjalla saman þar sem það vakti mikla lukku í síðasta göngutúr. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Kveðja,
Stjórn Schäferdeildarinnar
21.03.2011
Stórhundadagar í Garðheimum
Um helgina fóru fram Stórhundadagar í Garðheimum. Hægt var að kynnast hinum ýmsu hundategundum auk þess sem fyrirtæki, Vinnuhundadeild HRFÍ og hjálparhundar Rauða krossins voru með kynningu á sinni starfsemi, svo eitthvað sé nefnt.
Schaferdeildin var einnig með kynningarbás og komu fjölmargir og kynntu sér tegundina og starfsemi deildarinnar, nokkur dagatöl seldust og fólk skráði sig á póstlistann.
Stjórn deildarinnar þakkar öllum þeim schaferhundaeigendum sem aðstoðu okkur við básinn kærlega fyrir. Það skiptir miklu máli að hafa gott fólk og góða hunda sem er tilbúið til þess að leggja sitt af mörkum til að efla deildina. Básveran er fín umhverfisþjálfun fyrir hundana og hvetjum við fólk til að hafa samband ef það hefur áhuga á að vera einhvern tímann á bás. Einnig minnum við á að alltaf hægt er að skrá sig á póstlistann og þá berast allar fréttir og tilkynningar deildarinnar til ykkar með emaili.
Eftirtaldir eigendur og hundar sátu vaktina um helgina:
Um helgina fóru fram Stórhundadagar í Garðheimum. Hægt var að kynnast hinum ýmsu hundategundum auk þess sem fyrirtæki, Vinnuhundadeild HRFÍ og hjálparhundar Rauða krossins voru með kynningu á sinni starfsemi, svo eitthvað sé nefnt.
Schaferdeildin var einnig með kynningarbás og komu fjölmargir og kynntu sér tegundina og starfsemi deildarinnar, nokkur dagatöl seldust og fólk skráði sig á póstlistann.
Stjórn deildarinnar þakkar öllum þeim schaferhundaeigendum sem aðstoðu okkur við básinn kærlega fyrir. Það skiptir miklu máli að hafa gott fólk og góða hunda sem er tilbúið til þess að leggja sitt af mörkum til að efla deildina. Básveran er fín umhverfisþjálfun fyrir hundana og hvetjum við fólk til að hafa samband ef það hefur áhuga á að vera einhvern tímann á bás. Einnig minnum við á að alltaf hægt er að skrá sig á póstlistann og þá berast allar fréttir og tilkynningar deildarinnar til ykkar með emaili.
Eftirtaldir eigendur og hundar sátu vaktina um helgina:
Gulli og Kolgrímu Elexa Hólm "Miss E"
Karen og Gunnarsholts Tristan "Uggi" Valgerður og Grámanns Nanuc Steinunn og Kolgrímu Diva Hólm Drífa og Hrúteyjar Illugi Svarti "Lúkas" |
Kata og Gjósku Kvika
Anna og Gunnarsholts Trix Sturla og Gunnarsholts Urma Íris og Eldeyjar Hugi |
Að auki komu tveir hundar í heimsókn til okkar í Garðheima með eigendum
sínum. Þeir hefðu sómað sér vel á bás en hann var því miður
fullmannaður, það voru Steinar Smári og Eldeyjar Strákur "Hector", og Gestur og Harpa með Krumma.
Hér fyrir neðan má sjá myndir frá laugardeginum. Þetta eru hundarnir Uggi (19 mán.) og Miss E (7 mán.) ásamt eigendum sínum. Mikil umferð var um básinn alla helgina og fengu hundarnir að njóta góðs af því, fengu að sjálfsögðu mikla athygli og fullt af nammi.
Hér fyrir neðan má sjá myndir frá laugardeginum. Þetta eru hundarnir Uggi (19 mán.) og Miss E (7 mán.) ásamt eigendum sínum. Mikil umferð var um básinn alla helgina og fengu hundarnir að njóta góðs af því, fengu að sjálfsögðu mikla athygli og fullt af nammi.
Hægt er að smella á myndirnar hér að ofan til að sjá þær í fullri stærð
16.03.2011
Hlýðni brons próf Schäferdeildarinnar
Síðastliðinn laugardag 12.mars fór fram hlýðni brons próf Schäferdeildarinnar.
10 keppendur tóku þátt í prófinu sem haldið var í reiðhöll Gusts í Kópavogi.
Prófið var opið öllum tegundum hunda þrátt yrir að vera á vegum Schäferdeildarinnar til þess að það myndi nást lágmarksþátttaka.
Deildin vill þakka dómara prófsins Alberti Steingrímssyni, prófstjóra Hauki Birgissyni og ritara Lovísu Bragadóttur innilega fyrir!
Úr þeim hópi voru fjórir Schäferhundar skráðir til prófs og náði einn þeirra bronsmerki.
Í fyrsta sæti í prófinu varð Border Collie blendingurinn Grímur.
Í öðru til þriðja sæti með nákvæmlega sama stigafjölda urðu Schäferinn Welincha´s Yasko og Flatcoated Retriever hundurinn ISshCH Almanza Let´s Join The Joyride.
Welincha´s Yasko hlaut 160.5 stig af 180 mögulegum og leiðir núna keppnina um stigahæsta Schäfer hund ársins í hlýðni brons. Yasko er í eigu Sigríðar Höllu Stefánsdóttur og óskum við þeim innilega til hamingju með frábæran árangur!
Síðastliðinn laugardag 12.mars fór fram hlýðni brons próf Schäferdeildarinnar.
10 keppendur tóku þátt í prófinu sem haldið var í reiðhöll Gusts í Kópavogi.
Prófið var opið öllum tegundum hunda þrátt yrir að vera á vegum Schäferdeildarinnar til þess að það myndi nást lágmarksþátttaka.
Deildin vill þakka dómara prófsins Alberti Steingrímssyni, prófstjóra Hauki Birgissyni og ritara Lovísu Bragadóttur innilega fyrir!
Úr þeim hópi voru fjórir Schäferhundar skráðir til prófs og náði einn þeirra bronsmerki.
Í fyrsta sæti í prófinu varð Border Collie blendingurinn Grímur.
Í öðru til þriðja sæti með nákvæmlega sama stigafjölda urðu Schäferinn Welincha´s Yasko og Flatcoated Retriever hundurinn ISshCH Almanza Let´s Join The Joyride.
Welincha´s Yasko hlaut 160.5 stig af 180 mögulegum og leiðir núna keppnina um stigahæsta Schäfer hund ársins í hlýðni brons. Yasko er í eigu Sigríðar Höllu Stefánsdóttur og óskum við þeim innilega til hamingju með frábæran árangur!
Okkar bestu þakkir fá fyrirtækin sem gáfu verðlaun fyrir þetta próf!
Platínum Ísland ehf en gáfu þau efstu sætum prófsins vægast sagt glæsileg verðlaun; fóðurpoka, verðlaunapeninga og bikar. Platinum er nýtt náttúrulegt hundafóður á markaði hér á landi sem allir ættu að kynna sér. Hægt er að skoða vörurnar á www.platinum.is
Petco ehf gaf sigurvegara prófsins sjampo; Pet Head Dirty Talk og ætti hann að ilma dásamlega núna eftir veruna í reiðhöllinni á laugardaginn. Hægt er að skoða vörurnar á www.pethead.is
Schäferdeildin gaf öllum keppendum og starfsmönnum prófsins dagatal Schäferdeildarinnar 2011.
Platínum Ísland ehf en gáfu þau efstu sætum prófsins vægast sagt glæsileg verðlaun; fóðurpoka, verðlaunapeninga og bikar. Platinum er nýtt náttúrulegt hundafóður á markaði hér á landi sem allir ættu að kynna sér. Hægt er að skoða vörurnar á www.platinum.is
Petco ehf gaf sigurvegara prófsins sjampo; Pet Head Dirty Talk og ætti hann að ilma dásamlega núna eftir veruna í reiðhöllinni á laugardaginn. Hægt er að skoða vörurnar á www.pethead.is
Schäferdeildin gaf öllum keppendum og starfsmönnum prófsins dagatal Schäferdeildarinnar 2011.
13.03.2011
Stórhundadagar Garðheima helgina 19.-20. mars 2011
Um næstu helgi verða Stórhundadagar í Garðheimum. Schaferdeildin verður með bás þar eins og fyrri ár og óskum við eftir áhugasömum eigendum og hundum til þess að kynna tegundina. Um er að ræða viðveru í eina til tvær klukkustundir en dagskráin er frá kl 12 - 17 bæði laugardag og sunnudag.
Endilega hafið samband við deildina með því að senda póst [email protected] ef þið hafið áhuga á að vera með.
Um næstu helgi verða Stórhundadagar í Garðheimum. Schaferdeildin verður með bás þar eins og fyrri ár og óskum við eftir áhugasömum eigendum og hundum til þess að kynna tegundina. Um er að ræða viðveru í eina til tvær klukkustundir en dagskráin er frá kl 12 - 17 bæði laugardag og sunnudag.
Endilega hafið samband við deildina með því að senda póst [email protected] ef þið hafið áhuga á að vera með.
04.03.2011
Alþjóðleg ræktunarsýning helgina 26.-27. febrúar 2011
Fjörtíu Schäfer hundar voru skráðir til dóms og var dómarinn Horst Kliebenstein frá Þýskalandi.
Byrjað var á því að dæma ungviðið og stóðu allir hvolparnir sig ofboðslega vel og eru greinilega vel umhverfisþjálfaðir hjá nýju eigendum sínum.
Hinn átta mánaða gamli Kolgrímu Diamond Hólm var valinn besti hvolpur tegundar og er Margrét Halldórsdóttir eigandi hans.
Annar besti hvolpur tegundar varð hálfsystir hans hún Kolgrímu Excellent Hólm og er eigandi hennar Jörundur Áki Sveinsson.
Besti hundur tegundar varð unghunds tíkin Gunnarsholts Trix og hún fékk sitt annað meistarastig á þessari sýningu. Einnig fékk hún sitt fyrsta alþjóðlega meistarastig. Eigandi hennar er Anna Francesca Rósudóttir.
Trix stóð sig frábærlega í úrslitum sýningarinnar og varð í öðru sæti í tegundahópi.
Annar besti hundur tegundar varð K-Nidya Feetback en hann fékk einmitt sitt þriðja og síðasta íslenska meistarastig. Verður gaman að fá nýjan íslenskan meistara í Schäfer hópinn.
Hann fékk einnig alþjóðlegt meistarastig. Eigandi hans er Yvonne D. Tix.
Besti öldungur tegundar var Gunnarsholts Izola en hún er orðin níu ára gömul.
Hún mætti svo í keppni um besta öldung sýningar á sunnudeginum og hafnaði þar í fjórða sæti af fjölmörgum fallegum öldungum. Eigandi hennar er Díana Sif Sveinbjörnsdóttir.
Besta afkvæmahóp tegundar átti ISCH Gunnarsholts Joop með afkvæmum sínum og varð sá hópur einni besti afkvæmahópur dagsins.
Eigandi hans er Haukur Örvar Weihe.
Besta ræktunarhóp tegundar átti Gunnarsholts ræktun og urðu þau í öðru sæti um besta ræktunarhóp dagsins. Eigandi Gunnarsholts ræktunar er Hjördís Helga Ágústsdóttir
Við viljum óska öllum innilega til hamingju með árangur helgarinnar og við hlökkum til að sjá ykkur á næstu sýningu!
Við viljum nota tækifærið og þakka básanefndinni og þeim sem sátu í Schäfer básnum á sýningunni og stóðu sig frábærlega vel að kynna þessa frábæru tegund sem Schäferinn er.
Bestu þakkir fá einnig Sturla "Urmu eigandi" og Kata "Kviku eigandi" fyrir að setja upp básinn.
Einnig viljum við þakka Bendi ehf kærlega fyrir að hafa styrkt deildina svona rausnarlega á sýningunni þar sem þau gáfu afar veglega verðlaunagripi. Það eru forréttindi að fá stuðning frá svona frábæru fyrirtæki og Bendir ehf.
Bendir er með allar mögulegar hundavörur og hvetjum við alla til þess að kíkja við hjá þeim í Híðarsmára 13 í Kópavogi.
03.02.2011
Síðasti skráningardagur á morgun i hlýðni brons próf
Á föstudaginn næstkomandi 4. mars er síðasti skráningardagur á hlýðni brons próf Schäferdeildarinnar sem haldið verður þann 12. mars næstkomandi.
Hægt er að skrá sig með því að hafa samband við skrifstofu HRFÍ í síma 588-5255 eða á netfangið: [email protected] en greiðsla verður að fylgja með skráningu.
Góð skráning er komin í prófið og verður það haldið í reiðhöll Gusts í Kópavogi.
Dómari verður Albert Steingrímsson.
Sjáumst hress:)
Á föstudaginn næstkomandi 4. mars er síðasti skráningardagur á hlýðni brons próf Schäferdeildarinnar sem haldið verður þann 12. mars næstkomandi.
Hægt er að skrá sig með því að hafa samband við skrifstofu HRFÍ í síma 588-5255 eða á netfangið: [email protected] en greiðsla verður að fylgja með skráningu.
Góð skráning er komin í prófið og verður það haldið í reiðhöll Gusts í Kópavogi.
Dómari verður Albert Steingrímsson.
Sjáumst hress:)
25.02.2011
Ársfundur Schäferdeildarinnar
Ársfundur deildarinnar verður haldinn, fimmtudaginn 10. mars kl. 19.30 á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2010-2011
2. Kosning til stjórnar (kosið er um 3 sæti)
Ræktunarstjórn er skipuð 5 félagsmönnum, sem kosnir eru til 2ja ára í senn. Nú er kosið um 3 sæti. Kosningarétt og kjörgengi hafa þeir sem eru skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni.
3. Önnur mál
Fyrir hönd stjórnar,
Dótla Elín
Ársfundur deildarinnar verður haldinn, fimmtudaginn 10. mars kl. 19.30 á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2010-2011
2. Kosning til stjórnar (kosið er um 3 sæti)
Ræktunarstjórn er skipuð 5 félagsmönnum, sem kosnir eru til 2ja ára í senn. Nú er kosið um 3 sæti. Kosningarétt og kjörgengi hafa þeir sem eru skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni.
3. Önnur mál
Fyrir hönd stjórnar,
Dótla Elín
21.02.2011
Óskum eftir skemmtilegum hundum!
Schäferdeildin verður með bás á næstu sýningu og við óskum eftir skemmtilegum hundum og eigendum þeirra til að príða básinn okkar!
Sýningin fer fram komandi helgi, 26.-27. febrúar næstkomandi.
Um er að ræða eins til tveggja klukkustunda viðveru í básnum þar sem gestir og gangandi geta kynnt sér okkar frábæru hundategund.
Þetta er frábær umhverfisþjálfun fyrir hundana og hvetjum við alla til þess að vera með!
Endilega sendið okkur póst ef þið hafið áhuga!
[email protected]
Með bestu kveðju,
Stjórn Schäferdeildar
Schäferdeildin verður með bás á næstu sýningu og við óskum eftir skemmtilegum hundum og eigendum þeirra til að príða básinn okkar!
Sýningin fer fram komandi helgi, 26.-27. febrúar næstkomandi.
Um er að ræða eins til tveggja klukkustunda viðveru í básnum þar sem gestir og gangandi geta kynnt sér okkar frábæru hundategund.
Þetta er frábær umhverfisþjálfun fyrir hundana og hvetjum við alla til þess að vera með!
Endilega sendið okkur póst ef þið hafið áhuga!
[email protected]
Með bestu kveðju,
Stjórn Schäferdeildar
17.02.2011
Sýningarþjálfun í kvöld, fimmtudag!
Við minnum ykkur á sýningarþjálfunina í kvöld í bílastæðahúsi Smáralindar klukkan 21.00.
Stutt er í sýningu svo að nú þarf heldur betur að fara að æfa svo allir séu klárir fyrir stóra daginn!
Þjálfunin kostar 500 krónur og stendur yfir í um það bil klukkustund.
Sjáumst í kvöld!
Við minnum ykkur á sýningarþjálfunina í kvöld í bílastæðahúsi Smáralindar klukkan 21.00.
Stutt er í sýningu svo að nú þarf heldur betur að fara að æfa svo allir séu klárir fyrir stóra daginn!
Þjálfunin kostar 500 krónur og stendur yfir í um það bil klukkustund.
Sjáumst í kvöld!
08.02.2011
Sýningarþjálfanirnar fara á fullt!
Sýningarþjálfun Schäferdeildar fyrir Schäfer hunda
- Fimmtudaginn 10. febrúar: Sýningarþjálfun í bílastæðahúsi Smáralindar klukkan 21.00
- Fimmtudaginn 17. febrúar: Sýningarþjálfun í bílastæðahúsi Smáralindar klukkan 21.00
- Fimmtudaginn 24. febrúar: Sýningarþjálfun í bílastæðahúsi Smáralindar klukkan 21:00
Þjálfunin kostar 500 krónur og stendur hún yfir í um það bil klukkustund.
Allur ágóði af sýningarþjálfuninni rennur til deildarinnar.
Við bendum á að það er nauðsynlegt fyrir alla hunda og eigendur að koma á sýningarþjálfun. Þjálfunin er mikilvægur þáttur að umhverfisþjálfun fyrir hundinn og auðvitað æfing fyrir bæði eiganda og hundinn fyrir sýningardaginn!
Við biðjum þátttakendur um að taka með sér kúkapoka, dót og/eða nammi, sýningartaum og ekki gleyma góða skapinu.
Hægt er að hafa samband við deildina ef vantar ráðleggingar varðandi hentugar sýningarkeðjur og/eða tauma: [email protected]
Hlökkum til að sjá ykkur,
Stjórn Schäferdeildar
Sýningarþjálfun Schäferdeildar fyrir Schäfer hunda
- Fimmtudaginn 10. febrúar: Sýningarþjálfun í bílastæðahúsi Smáralindar klukkan 21.00
- Fimmtudaginn 17. febrúar: Sýningarþjálfun í bílastæðahúsi Smáralindar klukkan 21.00
- Fimmtudaginn 24. febrúar: Sýningarþjálfun í bílastæðahúsi Smáralindar klukkan 21:00
Þjálfunin kostar 500 krónur og stendur hún yfir í um það bil klukkustund.
Allur ágóði af sýningarþjálfuninni rennur til deildarinnar.
Við bendum á að það er nauðsynlegt fyrir alla hunda og eigendur að koma á sýningarþjálfun. Þjálfunin er mikilvægur þáttur að umhverfisþjálfun fyrir hundinn og auðvitað æfing fyrir bæði eiganda og hundinn fyrir sýningardaginn!
Við biðjum þátttakendur um að taka með sér kúkapoka, dót og/eða nammi, sýningartaum og ekki gleyma góða skapinu.
Hægt er að hafa samband við deildina ef vantar ráðleggingar varðandi hentugar sýningarkeðjur og/eða tauma: [email protected]
Hlökkum til að sjá ykkur,
Stjórn Schäferdeildar
03.02.2011
Opinn deildarfundur næstkomandi mánudag
Árið verður viðburðaríkt hjá Schäferdeildinni og viljum við því núna í byrjun árs boða alla Schäfereigendur á opinn deildarfund næstkomandi mánudag 7. febrúar 2011.
Fundurinn hefst klukkan 19.30 stundvíslega og verður haldin á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15 í Reykjavík.
Þar verður dagskrá ársins lauslega kynnt og verður vel tekið á móti hugmyndum og spurningum!
Aðallega verður farið yfir deildarviðburð Schäferdeildar (sýning og sporapróf) sem verður haldinn í sumar (16-17 júlí 2011).
Nokkur vinnupróf verða á árinu, göngur og svo margt fleira!
Dagatal Schäferdeildarinnar verður að sjálfsögðu til sölu á staðnum á aðeins 1.000 krónur.
Hlökkum til að sjá ykkur :)
Með bestu kveðju,
Stjórn Schäferdeildar
Árið verður viðburðaríkt hjá Schäferdeildinni og viljum við því núna í byrjun árs boða alla Schäfereigendur á opinn deildarfund næstkomandi mánudag 7. febrúar 2011.
Fundurinn hefst klukkan 19.30 stundvíslega og verður haldin á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15 í Reykjavík.
Þar verður dagskrá ársins lauslega kynnt og verður vel tekið á móti hugmyndum og spurningum!
Aðallega verður farið yfir deildarviðburð Schäferdeildar (sýning og sporapróf) sem verður haldinn í sumar (16-17 júlí 2011).
Nokkur vinnupróf verða á árinu, göngur og svo margt fleira!
Dagatal Schäferdeildarinnar verður að sjálfsögðu til sölu á staðnum á aðeins 1.000 krónur.
Hlökkum til að sjá ykkur :)
Með bestu kveðju,
Stjórn Schäferdeildar
31.janúar 2011
Skráningarfresturinn hefur verið framlengdur til miðnættis í dag,
mánudaginn 31. janúar.
Skráning á sýninguna fer fram í gegn um tölvupóst [email protected] þar sem nafn hundsins sem á að skrá þarf að fylgja ásamt kreditkortanúmeri.
Einnig er hægt að skrá á sýninguna í gegnum síma 588-5255 en síminn verður opinn til klukkan 17.00 í dag, mánudag!
mánudaginn 31. janúar.
Skráning á sýninguna fer fram í gegn um tölvupóst [email protected] þar sem nafn hundsins sem á að skrá þarf að fylgja ásamt kreditkortanúmeri.
Einnig er hægt að skrá á sýninguna í gegnum síma 588-5255 en síminn verður opinn til klukkan 17.00 í dag, mánudag!
26.01.2011
Skráningarfrestur að renna út
Nú fer að líða að því að skráningarfrestur á febrúarsýningu HRFÍ renni út!
Febrúarsýningin fer fram dagana 27.-28. febrúar og verða Schäfer hunda sýndir annan hvorn daginn.
Síðasti skráningardagur er föstudagurinn 28. janúar næstkomandi.
Við ýtrekum að ekki er hægt að skrá í gegn um netið að þessu sinni vegna bilunar heldur er hringd inn skráningin á skrifstofu HRFÍ í síma 588-5255.
Opnunartími skrifstofu næstu tvo daga er 10.00-17.00 og á föstudag frá 9.00-13.00
Athugið að greiðslukortanúmer verður að fylgja skráningu!
Schäferdeildin ætlar að standa fyrir sýningarþjálfun fyrir Schäferhunda:
Fimmtudagurinn 10. febrúar: Bílastæðahúsi Smáralindar klukkan 21.00
Fimmtudagurinn 17. febrúar: Bílastæðahúsi Smáralindar klukkan 21.00
Fimmtudagurinn 24. febrúar: Bílastæðahúsi Smáralindar klukkan 21.00
Þjálfunin kostar 500 krónur og stendur hún yfir í um það bil klukkustund.
Allur ágóði rennur til uppbyggingar á Schäferdeildinni og við vonumst til að sem flestir komi á okkar þjálfun þar sem viðburðir á vegum deildarinnar eru margir í ár og væri gaman að hafa gott fjármagn til að hafa þá sem glæsilegasta.
Við biðjum þátttakendur um að taka með sér kúkapoka, dót og/eða nammi, sýningartaum og ekki gleyma góða skapinu.
Hægt er að hafa samband við deildina ef vantar ráðleggingar varðandi hentugar sýningarkeðjur og/eða tauma: [email protected]
Við hlökkum til að sjá ykkur,
Stórn Schäferdeildar
Nú fer að líða að því að skráningarfrestur á febrúarsýningu HRFÍ renni út!
Febrúarsýningin fer fram dagana 27.-28. febrúar og verða Schäfer hunda sýndir annan hvorn daginn.
Síðasti skráningardagur er föstudagurinn 28. janúar næstkomandi.
Við ýtrekum að ekki er hægt að skrá í gegn um netið að þessu sinni vegna bilunar heldur er hringd inn skráningin á skrifstofu HRFÍ í síma 588-5255.
Opnunartími skrifstofu næstu tvo daga er 10.00-17.00 og á föstudag frá 9.00-13.00
Athugið að greiðslukortanúmer verður að fylgja skráningu!
Schäferdeildin ætlar að standa fyrir sýningarþjálfun fyrir Schäferhunda:
Fimmtudagurinn 10. febrúar: Bílastæðahúsi Smáralindar klukkan 21.00
Fimmtudagurinn 17. febrúar: Bílastæðahúsi Smáralindar klukkan 21.00
Fimmtudagurinn 24. febrúar: Bílastæðahúsi Smáralindar klukkan 21.00
Þjálfunin kostar 500 krónur og stendur hún yfir í um það bil klukkustund.
Allur ágóði rennur til uppbyggingar á Schäferdeildinni og við vonumst til að sem flestir komi á okkar þjálfun þar sem viðburðir á vegum deildarinnar eru margir í ár og væri gaman að hafa gott fjármagn til að hafa þá sem glæsilegasta.
Við biðjum þátttakendur um að taka með sér kúkapoka, dót og/eða nammi, sýningartaum og ekki gleyma góða skapinu.
Hægt er að hafa samband við deildina ef vantar ráðleggingar varðandi hentugar sýningarkeðjur og/eða tauma: [email protected]
Við hlökkum til að sjá ykkur,
Stórn Schäferdeildar
23.01.2011
Við minnum á dagatal Schäferdeildarinnar
Schäferdeildin er deild allra Schäfer eigenda og getum við öll haft áhrif á framtíð deildarinnar.
Dagatalið er okkar eina tekjulind eins og er og hvetjum við alla til þess að láta dagatalið ekki fram hjá sér fara enda inniheldur það fallegar myndir og afar nytsamlegt og þægilegt í notkun.
Dagatalið fæst fyrir litlar 1.500 krónur og fæst með því að senda póst á [email protected]
Schäferdeildin er komið með eigið reikningsnúmer:
586-26-691010 Kennitala: 691010-0230
Styrkjum framtíð Schäferdeildarinnar!
Dagatalið er okkar eina tekjulind eins og er og hvetjum við alla til þess að láta dagatalið ekki fram hjá sér fara enda inniheldur það fallegar myndir og afar nytsamlegt og þægilegt í notkun.
Dagatalið fæst fyrir litlar 1.500 krónur og fæst með því að senda póst á [email protected]
Schäferdeildin er komið með eigið reikningsnúmer:
586-26-691010 Kennitala: 691010-0230
Styrkjum framtíð Schäferdeildarinnar!
16.01.2011
Kynning á hundafóðrinu Halla Foder
Fimmtudaginn 20. janúar næstkomandi ætlar Bendir ehf að bjóða áhugasömum eigendum vinnuhunda á kynningu og fræðslu á sænska hundafóðrinu Halla Foder.
Sara Halldósdóttir starfar sem fóðurráðgjafi og kemur hún til landsins á vegum Halla Foder.
Sara hefur mikla reynslu í fóðrun og næringu hunda og hefur hún einnig sótt sér fróðleik á námskeiðum, fyrirlestrum og af eigin reynslu af ræktun og þjálfun vinnuhunda.
Fjallað verður um fóðrun og næringu vinnu og veiðihunda og ýmislegt fleira sem tengist heilbrigði hunda meðal annars teygjur á vöðvum og liðkun.
Ræktendur og fólk með hunda sem eru í vinnu og/eða hunda undir álagi ætti ekki að missa af þessum viðburði.
Einnig verður farið yfir fóðrun hvolpa, hvolpafullra tíka og hins almenna hunds.
Á fyrirlestrium er fólki velkomið að koma með spurningar og um að gera að nýta sér það.
Gott er að taka hundana með og hafa í bílnum svo hægt sé að sækja þá og skoða ef eigandi vill fá ráðgjöf um holdafar, feld eða annað sem tengist heilsu.
Fyrirlesturinn hefst klukkan 20.00 og verður haldinn í sal að Hlíðasmára 13 (Sama húsi og Bendir ehf) og má búast við því að fyrirlesturinn taki um það bil 2 klukkustundir.
Aðgangur er ókeypis!
Þeir sem ætla að mæta, vinsamlegast sendið netpóst á [email protected] með nafni og hundategund eða hafa samband í síma 511-4444 og skrá sig.
Þeir sem vilja leitast við að fá umföllun eða svör við sérstöku efni eru beðnir um að segja frá því í skráningarpóstinum, með því er hægt að gera efninu betri skil á fundinum.
Þeir sem ekki sjá sér fært um að mæta þann 20 janúar næstkomandi geta haft samband við Bendi ehf og fengið einkaráðgjöf hjá Söru á föstudeginum 21. janúar á opnunartíma verslunarinnar en panta þarf tímanlega fyrir það.
Látið þennan fyrirlestur ekki fram hjá ykkur fara enda er hér um að ræða einstakt tækifæri!
Sjáumst á fimmtudaginn!
Fimmtudaginn 20. janúar næstkomandi ætlar Bendir ehf að bjóða áhugasömum eigendum vinnuhunda á kynningu og fræðslu á sænska hundafóðrinu Halla Foder.
Sara Halldósdóttir starfar sem fóðurráðgjafi og kemur hún til landsins á vegum Halla Foder.
Sara hefur mikla reynslu í fóðrun og næringu hunda og hefur hún einnig sótt sér fróðleik á námskeiðum, fyrirlestrum og af eigin reynslu af ræktun og þjálfun vinnuhunda.
Fjallað verður um fóðrun og næringu vinnu og veiðihunda og ýmislegt fleira sem tengist heilbrigði hunda meðal annars teygjur á vöðvum og liðkun.
Ræktendur og fólk með hunda sem eru í vinnu og/eða hunda undir álagi ætti ekki að missa af þessum viðburði.
Einnig verður farið yfir fóðrun hvolpa, hvolpafullra tíka og hins almenna hunds.
Á fyrirlestrium er fólki velkomið að koma með spurningar og um að gera að nýta sér það.
Gott er að taka hundana með og hafa í bílnum svo hægt sé að sækja þá og skoða ef eigandi vill fá ráðgjöf um holdafar, feld eða annað sem tengist heilsu.
Fyrirlesturinn hefst klukkan 20.00 og verður haldinn í sal að Hlíðasmára 13 (Sama húsi og Bendir ehf) og má búast við því að fyrirlesturinn taki um það bil 2 klukkustundir.
Aðgangur er ókeypis!
Þeir sem ætla að mæta, vinsamlegast sendið netpóst á [email protected] með nafni og hundategund eða hafa samband í síma 511-4444 og skrá sig.
Þeir sem vilja leitast við að fá umföllun eða svör við sérstöku efni eru beðnir um að segja frá því í skráningarpóstinum, með því er hægt að gera efninu betri skil á fundinum.
Þeir sem ekki sjá sér fært um að mæta þann 20 janúar næstkomandi geta haft samband við Bendi ehf og fengið einkaráðgjöf hjá Söru á föstudeginum 21. janúar á opnunartíma verslunarinnar en panta þarf tímanlega fyrir það.
Látið þennan fyrirlestur ekki fram hjá ykkur fara enda er hér um að ræða einstakt tækifæri!
Sjáumst á fimmtudaginn!
10.01.2011
Áríðandi frétt frá skrifstofu Hundaræktarfélags Íslands
- Varðandi alþjóðlega hundasýningu HRFÍ 26.-27. febrúar 2011
Vegna aukinna öryggiskrafna frá kreditkortafyrirtækjum getum við því miður ekki tekið við greiðslukortaupplýsingum á vef félagsins eins og gert hefur verið undanfarin ár.
Hundaræktarfélagið er að láta búa til skráningarvef sem stenst kröfur kreditkortafyrirtækjanna en hann verður því miður ekki tilbúinn fyrir næstu sýningu.
Félagið hefur því ákveðið að taka á móti skráningum í gegnum síma þar sem félagsmenn geta greitt með kreditkorti.
Vegna ofangreindra breytinga verður síminn á skrifstofu HRFÍ opinn frá klukkan 10.00-17:00 alla daga fram að síðasta skráningardegi. Síðasta skráningardegi, föstudaginn 28. janúar verður síminn opinn frá 09.00-13.00.
Til að forðast óþarfa bið í síma eru félagsmenn hvattir til að skrá á sýninguna sem fyrst!
Breytingin mun hafa í för með sér tafir sem geta orðið á almennum störfum á skrifstofunni og eru félagsmenn beðnir að sýna biðlund á meðan þetta ástand varir.
Hundaræktarfélag Íslands er staðsett í Síðumúla 15 í Reykjavík og er síminn þar 588-5255
- Varðandi alþjóðlega hundasýningu HRFÍ 26.-27. febrúar 2011
Vegna aukinna öryggiskrafna frá kreditkortafyrirtækjum getum við því miður ekki tekið við greiðslukortaupplýsingum á vef félagsins eins og gert hefur verið undanfarin ár.
Hundaræktarfélagið er að láta búa til skráningarvef sem stenst kröfur kreditkortafyrirtækjanna en hann verður því miður ekki tilbúinn fyrir næstu sýningu.
Félagið hefur því ákveðið að taka á móti skráningum í gegnum síma þar sem félagsmenn geta greitt með kreditkorti.
Vegna ofangreindra breytinga verður síminn á skrifstofu HRFÍ opinn frá klukkan 10.00-17:00 alla daga fram að síðasta skráningardegi. Síðasta skráningardegi, föstudaginn 28. janúar verður síminn opinn frá 09.00-13.00.
Til að forðast óþarfa bið í síma eru félagsmenn hvattir til að skrá á sýninguna sem fyrst!
Breytingin mun hafa í för með sér tafir sem geta orðið á almennum störfum á skrifstofunni og eru félagsmenn beðnir að sýna biðlund á meðan þetta ástand varir.
Hundaræktarfélag Íslands er staðsett í Síðumúla 15 í Reykjavík og er síminn þar 588-5255
08.01.2011
Frábær ganga í dag!
Frábær mæting var í nýársgöngu Schäferdeildarinnar sem haldin var í dag!
Kalt var í veðri en þó alveg einstaklega fallegt og létum ekki kuldan á okkur fá!
Eftir yndislegan göngutúr með með frábæru fólki var sest niður og fengið sér heitt kakó/kaffi og meðlæti í Bakaríinu í Mosfellsbæ.
Gaman að sjá einnig ný andlit og vonandi geta enn fleiri séð sig fært um að koma á komandi viðburði. Komandi viðburði má skoða hér til hliðar á síðunni undir flipanum Viðburðir
Frábær mæting var í nýársgöngu Schäferdeildarinnar sem haldin var í dag!
Kalt var í veðri en þó alveg einstaklega fallegt og létum ekki kuldan á okkur fá!
Eftir yndislegan göngutúr með með frábæru fólki var sest niður og fengið sér heitt kakó/kaffi og meðlæti í Bakaríinu í Mosfellsbæ.
Gaman að sjá einnig ný andlit og vonandi geta enn fleiri séð sig fært um að koma á komandi viðburði. Komandi viðburði má skoða hér til hliðar á síðunni undir flipanum Viðburðir
05.01.2011
Nýársganga!
Við förum öflug af stað í nýja árið og vonumst til þess að sem flestir sjái sér fært um að koma í nýársgöngu Schäferdeildarinnar næstkomandi laugardag 8. janúar.
Við ætlum að hittast stundvíslega klukkan 13.30 á bílaplani Ásláks í Mosfellsbæ og göngum út að og með Varmánni.
Þetta er fallegt og skemmtilegt svæði sem gaman er að ganga um.
Mætum öll, vel klædd, vopnuð skítapokum og eigum skemmtilega stund saman :)
Sjáumst á laugardaginn!
Við förum öflug af stað í nýja árið og vonumst til þess að sem flestir sjái sér fært um að koma í nýársgöngu Schäferdeildarinnar næstkomandi laugardag 8. janúar.
Við ætlum að hittast stundvíslega klukkan 13.30 á bílaplani Ásláks í Mosfellsbæ og göngum út að og með Varmánni.
Þetta er fallegt og skemmtilegt svæði sem gaman er að ganga um.
Mætum öll, vel klædd, vopnuð skítapokum og eigum skemmtilega stund saman :)
Sjáumst á laugardaginn!