08.12.2013
Stigahæstu hundar og stigahæstu ræktendur heiðraðir í dagStigahæstu hundar og stigahæstu ræktendur Schäferdeildarinnar voru heiðraðir í dag. Stigahæsti rakki í flokki snögghærðra Schäferhunda varð RW-13 C.I.B. ISCh Welincha's Yasko. Stigahæsta tík og jafnframt stigahæsti hundur deildarinnar í flokki snögghærðra varð RW-13 ISCh Kolgrímu Dee Hólm. Stigahæsti rakki í flokki síðhærðra Schäferhunda varð Svarthamars Garpur og stigahæsta tík í flokki síðhærða Schäfer hunda varð Kolgrímu Gypsy woman Hólm. Þessir tveir hundar fengu jafn mörg stig á árinu og deila því titlinum stigahæsti síðhærði Schäfer hundur deildarinnar 2013. Í keppni stigahæsta ræktenda enduðu tveir ræktendur með nákvæmlega jafn mörg stig. Það voru Arna Rúnarsdóttir (Gjóskuræktun) og Sirrý Halla Stefánsdóttir (Kolgrímuræktun). Stjórn Schäferdeildarinnar óskar Vinningshöfum dagsins innilega til hamingju með frábæran árangur á árinu.
30.11.2013
Jólakaffi SchäferdeildarinnarJólakaffi Schäferdeildarinnar mun fara fram sunnudaginn 8. desember kl. 17:00 í husakynnum HRFÍ við Síðumúla 15. Við verðurm í jólaskapi og munum bjóða upp á kósý stemmningu, kaffi og konfekt.
Komin er hefð fyrir því að félagsmenn Schäferdeildarinnar hittist í desember á hverju ári og fari yfir árangur ársins á sýningum og í vinnu. Heiðraðir eru stigahæstu hundar og stigahæstu ræktendur Schäferdeildarinnar á sýningum. Þar gildir samanlagður árangur á sýningum ársins samkvæmt reglum deildarinnar. Stigahæstu hundar í vinnuprófum ársins eru einnig heiðraðir. Sjá lokastöðu hér. Fjögur frábær fyrirtæki styrktu okkur rausnalega með verðlaunum af ýmsu tagi fyrir jólakaffi deildarinnar og kunnum við þeim bestu þakkir. 20.11.2013 Úrslit Alþjóðlegrar sýningar HRFÍ um síðustu helgiNóvembersýning HRFÍ fór farm um síðustu helgi. Að þessu sinni voru skráðir 42 snögghærðir Schäfer hundar og 10 síðhærðir. Dómari hjá snögghærðum Schäfer var Hollendingurinn Gerard Jipping. Þar varð besti hundur tegundar, Gjósku Mylla en annar besti hundur varð Gjósku Olli. Gjósku Mylla endaði svo í þriðja sæti í Tegundarhópi 1. Gjósku Rósant varð besti hvolpur tegundar 4-6 mánaða og varð síðan Besti hvolpur sýningar. Þá varð RW-13 C.I.B ISCH Welincha’s Yasko með afkvæmum, Besti afkvæmahópur dagsins. Dómari hjá síðhærðum Schafer var Seamus Oates frá Írlandi. Besti hundur tegundar hjá síðhærðum Schafer varð Svarthamars Garpur og annar besti hundur varð Kolgrímu Gypsy WomanHólm. Besti hvolpur tegundar varð Gjósku Rosi-Loki.
Sjá úrslit hér. 28.10.2013
Sýningarþjálfun deildarinnar laugardaginn 2. nóvember n.k.Schäferdeildin mun halda sýningarþjálfun laugardaginn 2. nóvember n.k. í versluninni Gæludýr.is, Korputorgi klukkan 14:00 og 15:00. Þeir sem vilja koma með hvolpa á æfingu mæti klukkan 14:00 og þeir sem eru með hunda eldri en níu mánaða mæti klukkan 15:00.
Þetta er mjög góð æfing fyrir hunda og sýnendur þar sem farið verður yfir undirstöðuatriði í sýningu á Schäfer. Leiðbeinendur okkar eru með margra ára reynslu í að sýna tegundina með góðum árangri. Æfingin kostar kr. 500.- sem rennur óskert til deildarinnar. 25.10.2013
Helgafellsganga á morgunFjallgönguhópur Schaferdeildar ætlar að ganga Helgarfell í hafnarfirði á morgun laugardaginn 26.okt.
Við hittumst á bílastæði Fjarðarkaups klukkan 11.30 fyrir þá sem ekki rata og getum keyrt saman þaðan. Þetta er mikið gengin leið þannig allir hafa með sér tauma, kúkapoka og auðvitað vatn fyrir hundinn. Spáð er ágætis veðri, en auðvitað búum við á íslandi og veðrið breytist fljótt og ráðlagt er að vera með góðan klæðnað og góða skó þar sem jarðvegurinn gæti verið blautur. Hlökkum til að sjá sem flesta, allir velkomnir með 20.10.2013
Sýningaþjálfun Schäferdeildarinnar í verslun gæludýr.isSchäferdeildin ætlar að standa fyrir tveimur sýningarþjálfunum í húsakynnum gæludýr.is fyrir næstu sýningu. Fyrri sýningaþjálfunin fer fram laugardaginn 2. nóvember klukkan 14:00 - 16:00 en sú seinni viku síðar, laugardaginn 9. nóvember á sama tíma. Við eigum bókaðann tíma frá klukkan 14:00 - 16:00 og ætlum að skipta honum í tvennt. Hvolpar (4-9 mánaða) mæti klukkan 14:00 og eldri hundar (9 mánaða og eldri) mæti klukkan 15:00.
Þetta er mjög góð æfing fyrir hunda og sýnendur þar sem farið verður yfir undirstöðuatriði í sýningu á Schäfer. Leiðbeinendur okkar eru með margra ára reynslu í að sýna tegundina með góðum árangri. Hvert skipti kostar kr. 500.- sem rennur óskert til deildarinnar. 19.10.2013
Flottur hópur í haustgöngu Schäferdeildarinnar13.10.2013 Síðasti skráningadagur á nóvembersýningu HRFÍ er 18. októberAlþjóðleg hundasýning Hundaræktarfélags Íslands verður haldin helgina 16. - 17. nóvember 2013. Dómari í okkar tegund verður Gerard Jipping frá Hollandi. Skráningafrestur er til 18. október n.k. sem er út næstu viku. Frekari upplýsingar á vefsíðu HRFí.
11.10.2013
Haustganga Schäferdeildarinnar á sunnudaginn 13. okt.Næsta sunnudag ætlum við að halda göngu og hitting í Hafnarfirði fyrir Schäfer eigendur. Við ætlum við að hittast klukkan 13:00 á bílastæði Hafnarfjarðarkirku sem stendur við Strandgötu. Gangan mun ekki reyna mikið á úthald hundana og mun því henta bæði ungum og gömlum hundum. Sérstaklega viljum við bjóða velkomin hvolpaskott sem hafa verulega gott af þessari skemmtilegu umhverfisþjálfun. Eftir gönguna ætlum við að kíkja á kaffihús og spjalla saman um hunda og fleira.
01.10.2013
Laugavegsganga næsta laugardagLaugardaginn 5. október mun Hundaræktarfélag Íslands standa fyrir árlegri göngu með hunda niður Laugaveginn í Reykjavík. Lagt verður af stað frá Hlemmi kl. 13:00 og mun gangan mun svo enda í Hljómskálagarðinum. Við hvetjum að sjálfsögðu alla Schäfereigendur að mæta með flottu hundana sína.
25.09.2013
Tegundakynning í Garðheimum um næstu helgiUm næstu helgi verða haldnir hinir árlegu stórhundadagar í Garðheimum, Schäferdeildin hefur tekið þátt í þessum skemmtilega viðburði frá upphafi og mun engin breyting verða þar á. Við óskum eftir hressum og jákvæðum hundum ásamt eigendum þeirra til að taka þátt í þessu með okkur. Endilega hafðu samband í síma 822 6696 eða sendu póst á netfangið schaferdeild@gmail.com, ef þú hefur áhuga á að kynna tegundina okkar og sýna hundinn þinn í básnum okkar í um það bil klukkustund eða svo annað hvorn daginn. Athugið að hvolpar verða að vera orðnir a.m.k. fjögurra mánaða til að vera með.
11.09.2013
Alþjóðleg hundasýning HRFÍ 7. og 8. septemberAlþjóðleg hundasýning HRFÍ fór farm um síðustu helgi. Að þessu sinni voru skráðir 29 snögghærðir Schäfer hundar og 4 síðhærðir. Besti hundur tegundar varð Gjósku Osbourne-Tyson og annar besti hundur varð RW-13 ISCh Kolgrímu Dee Hólm. Gjósku Osbourne-Tyson endaði í öðru sæti í Tegundarhópi 1. Helstu úrslit er hægt að sjá hér.
31.08.2013
ISCh OB 1 Kolgrímu Blaze Hólm er fyrsti íslenski sporameistarinÞann 24. ágúst hlaut ISCh OB 1 Kolgímu Blaze Hólm titilinn ISTrCh (Icelandic Tracking champion) með því að klára spor 3. Schäfer tíkin Kolgrímu Blaze er fyrsti hundur á Íslandi til að hljóta Sporameistara titilinn, en til þessa að verðskulda titilinn þarf að klára sporapróf 1, 2 og 3. Stjórn Schäferdeildarinnar óskar eiganda og stjórnanda Blaze, Sirrý Höllu innilega til hamingju með þennan frábæra árangur, einnig viljum við þakkar henni fyrir að koma tegundinni okkar á spjöld sögunnar hjá HRFÍ. Það er von okkar að þetta sé bara fyrsti af mörgum sporameisturum í tegundinni á komandi árum.
09.08.2013
Nýir Íslenskir meistarar
Tveir hundar hafa hlotið titilinn ISCh Íslenskur Meistari.
ISCh CIB NORD SE NO DK UCh DKW-09 NW-09 KBHW-09&10 SCHH3 BH AD Xen Av Quantos eigandi Gísli V. Gunnarsson. ISCh RW-13 Kolgrímu Dee Hólm eigandi Sirrý Halla Stefánsdóttir og Leif Vidar Belgen. Óskum við eigendum innilega til hamingju. 08.08.2013
Úrslit afmælissýningar deildarinnarHeildarúrslit 25 ára afmælissýningar deildarinnar eru komin í hús. Smelltu hér til að skoða. Umsagnir hunda munu koma inn á síðuna fljótlega. Stjórn Schäferdeildarinnar vill enn og aftur þakka þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem hjálpuðu okkur að setja upp þessa frábæri sýningu.
19.07.2013
Myndir frá afmælissýningunni11.07.2013
Rætt við norska dómarann Karl Otto Ojala
Viðtal: Brynja Tomer
Hæpin veðurspá, dumbungur og gegnvot grund eftir langvarandi rigningar urðu til þess að 25 ára afmælissýning deildarinnar var færð úr Guðmundarlundi inn í reiðhöll Fáks í Víðidalnum. Telja má fullvíst að sýnendur, starfsmenn og áhorfendur hafi allir verið ánægðir með þá ákvörðun, enda hitastigið 8 gráður og heilmikil slysahætta á rennvotu grasinu utan dyra. Lesa meira 08-07-2013
Glæsileg 25 ára afmælissýning deildarinnar að bakiGlæsileg afmælissýning fór fram á laugardaginn. Besti hundur sýningarinnar varð C.I.B. ISCH RW-13 Welincha's Yasko. En hann var besti hundur tegundar í stutthærðum Schafer. Annar besti hundur sýningar varð Svarthamars Garpur, sem var besti hundur tegundar í flokki síðhærðra Schaferahunda. Færa varð sýninguna inn í Reiðhöll Fáks vegna veðurs en það kom ekki að sök og allir skemmtu sér vel og var góð stemning hjá fólki og hundum.
Dómari á sýningunni var Karl Otto Ojala frá Noregi og var mikill fengur fyrir okkur að fá hann til landsins. Með fullri virðingu fyrir öðrum Schafer dómurum sem komið hafa á klakann er hann sennilega sá allra færasti sem dæmt hefur hundana okkar. Karl Otto er með hæstu gráðu frá SV í Þýskalandi í að dæma Schaferhunda bæði á sýningum og í vinnu. Stjórn Schaferdeildarinna vill þakka öllum sem komu að framkvæmd og uppsetningu sýningarinnar innilega fyrir hjálpina. Einnig viljum við þakka styrktaraðilum sýningarinnar fyrir stuðninginn, án þeirra hefði þetta ekki verið hægt. Frekari úrslit verða birt fljótlega. 02.07.2013 Skráning stendur yfir í glæsilegt afmælispartý deildarinnarSkráning í afmælispartý Schäferdeildarinnar í Hestamiðstöðinni í Víðidal stendur yfir. Hægt er að skrá sig fram að hádegi næsta föstudag. Glæsilegur matseðill og góð skemmtun.
30.06.2013
Dagskrá 25 ára afmælishátíðar SchaferdeildarinnarNæsta helgi verður stútfull af skemmtilegheitum fyrir áhugafólk um tegundina. Dagskráin hefst laugardaginn 6. júlí með afmælissýningu deildarinnar í Guðmundarlundi. Fyrsti hundur fer í dóm hjá Karl Otto Ojala schäferdómara frá Noregi kl.10:00 stundvíslega. Sýninganúmer verða afhent á staðnum (í veitingasölutjaldi) og eru sýniendur beðnir að mæta tímanlega til að fá sýninganúmer og gera sig tilbúina þannig að allt gangi smurt fyrir sig. Veitingasala verður á staðnum og verður selt kaffi, kaldar samlokur, gos og sætindi. Allir að taka með sér reiðufé því engin posi verður á staðnum. Enginn aðgangseyrir er inn á svæðið allir velkomnir til að sjá flotta hunda og hvetja sitt fólk
Afmælispartý deildarinnar verður haldið að kvöldi sama dags í Hestamiðstöðinni í Víðidal (litla húsið fyrir neðan Reiðhöllina). Grillmeistarar koma og grilla ofan í okkur ljúfengan grillmat með öllu tilheyrandi. Engir drykkir verða í boði og er gestum velkomið að hafa með sér drykkjarföng að eigin vali til að skála fyrir árangri dagsins. Húsið opnar kl.19:00 og matur verður borinn fram kl. 20:00. Við munum svo skemmta okkur saman fram á kvöld. Miðinn kostar 4.000 krónur pr. mann og er hægt að skrá sig hér. Matseðillinn verður birtur um leið og hann berst. Sporapróf verður haldið á sunnudeginum 7. júlí kl. 12:00. Prófað verður í spori I, II og III. Dómari verður Karl Otto Ojala frá Noregi. Staðsetning auglýst síðar. Áhorfendur velkomnir. Sækja dagskrá sýningar hér. ![]()
26.06.2013
Afmælispartý SchäferdeildarinnarSchäferdeildin ætlar að slá upp afmælispartýi að kvöldi sýningardagsins 6. júlí n.k. Partýið verður haldið á litlum og skemmtilegum stað í Víðidal. Fenginn verður kokkur til að grilla ofan í okkur ljúfengan grillmat með öllu tilheyrandi og ætlum við að skemmta okkur saman fram eftir kvöldi. Hægt verður að skrá sig á gestalistann gegn hóflegu gjaldi. Engin drykkir verða í boði og er gestum velkomið að hafa með sér drykkjarföng að eigin vali til að skála fyrir árangri dagsins. Opnað verður fyrir skráningu þann 1. júlí. Nánar auglýst síðar.
24.06.2013
Framlengdur frestur til skráningar í sporapróf deildarinnarFramlengdur frestur til skráningar í sporapróf 7. júlí er til 1. júlí
Þar sem starfsfólk á skrifstofu HRFÍ er komi í sumarfrí þarf að skrá sig svona: Lagt inn á reik hjá HRFÍ 515-26-707729 kt:680481-0249 og senda staðfestingu á greiðslu á schaferdeild@gmail.com Koma þarf einnig fram hvaða próf er verið að skrá hundinn í spor I,II eða III, og ættbókarnafn/nafn á hundinum. Prófið kostar 4.500 kr 18.06.2013
SýningarþjálfunMinna á sýningarþjálfun á morgun 19.júni kl 20 í Hafnarfirði við Viðistaðarkirkju.
Koma með nammi/dót, poka og góða skapið. Hlökkum til að sjá ykkur. Skoða dagskrá sýningaræfinga fram að sýningu 12.06.2013
Sporapróf Schaferdeildarinnar 7. júlí 2013Í tengslum við afmælissýningu deildarinnar 6. júlí og komu dómarans Karl Otto Ojala ætlar Schaferdeildin að standa fyrir sporaprófum daginn eftir afmælissýninguna þann 7. júlí. Prófað verður í Spori I, II og III þennan dag. Þetta verða opin próf og teljast því til stiga hjá Vinnuhundadeild HRFÍ. Við hvetjum alla sem eru að vinna með hundana sína í sporavinnu að nýta sér þetta einstaka tækifæri og skrá hundana sína í sporapróf þennan dag.
Skráningarfrestur er til 21. júní og skráning fer fram á skrifstofu HRFÍ í Síma 588 5255 11.06.2013
60 hundar skráðir á afmælissýningunaLokað hefur verið fyrir skráningu á 25 ára afmælissýningu deildarinnar. Þátttakan er aldeilis frábær og eru 60 flottir Schaferhundar skráðir til leiks. Það er vel við hæfi á afmælisári að met séu slegin því aldrei hafa jafn margir Schaferhundar verið skráðir til keppni á einni sýningu í sögu deildarinnar.
07.06.2013
Búið að framlengja skráningartímann til 11. júni.
Skráning í síma 588-5255 og á skrifstofu HRFÍ. Allir schaferhundar sem eru með ættbók frá HRFÍ velkomnir að skrá sig. Taktu þátt í að gera þessa sýningu að flottri og skemmtilegri schaferhunda sýningu.
04.06.2013
Minnum á síðasta skráningardagMinnum á að síðasti skráningardagur er 7. júní 2013 á flottu deildarsýninguna okkar allra.
Skráning í síma 588-5255 hjá skrifstofu HRFÍ www.hrfi.is Upplýsingar 30.05.2013
Sýningarþjálfun hjá schaferdeildinni fyrir 25 ára afmælissýninguna.
1. æfing 5. júní miðvikudag í Hafnarfirði við Víðistaðakirkju kl 20
2. æfing 12. júní miðvikudag í Hafnarfirði við Víðistaðakirkju kl 20 3. æfing 19. júni miðvikudag í Hafnarfirði við Víðistaðakirkju kl 20 4. æfing 25. júni þriðjudag í Hafnarfirði við Víðistaðakirkju kl 20 5. æfing 27. júni fimmtudag í Hafnarfirði við Víðistaðakirkju kl 20 6. æfing 1. júlí Mánudag í Guðmundalundi kl 20 7. æfing 3. júlí Miðvikuda í Guðmundalundi kl 20 Hlökkum til að sjá ykkur. Kveðja stjórnin. 26.05.2013
Besti hundur sýningar á RW-13 sýningu HRFÍRW-13 Kolgrímu Dee Hólm varð besti hundur sýningar á RW-13 sýningu HRFÍ í dag. Ræktandi og eigandi Dee er Sirrý Halla Stefánsdóttir og Leif Vidar Belgen. Óskum við henni innilega til hamingju með þennan frábæra árangur. Það er ekki á hverjum degi sem Schäferhundur er Besti hundur sýningar, af öllum tegundum. Hvað þá hundur sem er ræktaður hér á litla Íslandi.
26.05.2013
Helstu úrslit á Reykjavík Winner sýningu HRFÍÍ gær kepptu Schäferhundar í Reykjavík Winner sýningu HRFÍ. Dómari var Jörgen Hindse frá Danmörku. Besti hundur tegundar varð RW-13 Kolgrímu Dee Hólm sem gerði sér lítið fyrir og sigraði grúbbu eitt og er komin í úrslit Best in show í dag. Við erum búin að setja inn helstu úrlit hjá Schafernum. Skoða úrslit hér.
22.05.2013
Göngutúr og spjall um afmælissýninguÞriðjudaginn 28 maí n.k. er fyrsti skráningardagur á 25 ára afmælissýningu Schäferdeildarinnar, sem haldin verður þann 6. júlí. Að því tilefni ætlum við hittast í tvennum tilgangi. Fyrst förum við í stuttann göngutúr í kringum Reykjavíkurtjörn með hundana okkar. Að því búnu ætlum við að spjalla saman um undirbúning og framkvæmd sýningarinnar sem styttist óðum í. Undirbúningur sýningarinnar gengur vel þó ennþá eigi nóg eftir að gera.
Við í stjórninni ætlum að kynna stuttlega hvað búið er að gera og hvað við viljum gera til að gera sýninguna sem glæsilegasta. Við viljum gjarnan heyra hvað þú hefur að segja um framvindu mála hjá okkur. Endilega láttu sjá þig ef þú hefur skoðun á málefninu eða vilt leggja hönd á plóginn því okkur vantar alla þá hjálp sem við getum fengið til að gera þessa sýningu þá glæsilegustu og eftirminnilegustu sem þú hefur tekið þátt í. Mæting á bílaplani Kvennaskólans kl.19:00. 02.05.2013
Breytingar á vefsíðu deildarinnarUm þessar mundir erum við að fríska upp á útlit og uppsetningu vefsíðunnar okkar. Þú munt eflaust rekast á ýmsa augljósa agnúa og undarlegheit á meðan á þessum breytingum stendur. Eitthvað mun hverfa af síðunni tímabundið eða alveg og annað nýtt mun bætast við. Við vonum að þetta tímabundna ástand muni ekki koma sér illa, og að á endanum verði vefsíðan þægilegri og betri fyrir alla.
21.04.2013
Schaferdeildar gangan 20. apríl 2013![]() Stjórn schaferdeildar þakkar öllum innlega fyrir komuna í gönguna í dag.Það mættu 12 hundar á öllum aldri, prúðir og flottir.Fórum góðan göngutúr um Elliðaárdal.Þetta var mjög góð umhverfisþjálfum fyrir hundana þeir fóru í undirgöng, yfir göngubrúnna, sáu kanínur, gæsir, barnavagna, hjólandi- og hlaupandi fólk, með fram læknum og ganga með hinum hundunum. Nokkrir hundar vildu fara meira út í lækinn en aðrir :-)
Svo eftir gönguna fórum við inn á Grillhúsið og fengum okkur kaffi og fleira. Takk fyrir daginn stjórn schaferdeildar Fleiri myndir frá göngunni hér. 14.04.2013
Schäferdeildar ganga verður í Elliðaárdal.Næsta schaferdeildar ganga verður 20. apríl 2013 kl:13:00. Við ætlum að ganga um Elliðaárdalinn. Við hittumst á bílaplaninu við Grillhúsið Sprengisandi. Eftir gönguna ætlum við að fá okkur kaffi og fl. á Grillhúsinu. Hlökkum til að sjá ykkur.
08.04.2013
25 ára afmælissýning Schäferdeildarinnar![]() Karl Otto Ojala dómari
í tilefni af tuttugu og fimm ára afmæli Schäferdeildarinnar í ár munum við halda glæsilega afmælissýningu laugardaginn 6. júlí í Guðmundarlundi í Kópavogi. Dómari sýningarinnar verður Karl Otto Ojala frá Noregi, en hann hefur getið af sér gott orð sem Schäfer dómari um allan heim og mun hann meðal annars verða einn af dómurum Norsk vinner í sumar. Við höfum einnig fengið hann til að dæma í vinnuprófum hjá okkur á sunnudeginum eftir sýninguna. Skráning á sýninguna hefst skömmu eftir sumarsýningu HRFÍ kringum mánaðarmótin maí/júní. Nánar auglýst síðar.
06.04.2013
Schäferdeildar ganga í Hafnarfirði 6. aprílStjórn schaferdeildar þakkar öllum innlega fyrir komuna í gönguna í dag. Frábært að sjá alla fallegu hundana ykkar allir svo prúðir og góðir.
Fórum góðan göngutúr með fram bakkanum og röltum við svo í miðbæin og komum við á Súfustanum. Sátum úti með hundana og fengum okkur kaffisopa og fleira. Hér er hægt að sjá fleiri myndir úr gögunni: Myndir 02.04.2013
Skráning í SchäferdeildinaEf þú átt Hreinræktaðan Schafer hund getur þú gengið í Hundaræktarfélag Íslands (HRFÍ). Við inngöngu í Hundaræktarfélagið eru eigendur Schafer hunda ekki skráðir sjálfkrafa í Schaferdeildina. Athugaðu samt að forsenda þess að þú getir skráð þig í Schäferdeildina er að þú sérst félagsmaður í HRFÍ. Hér fyrir neðan getur þú skráð þig í deildina og tekið þátt í því skemmtilega starfi sem þar fer fram. Þess ber að geta að það er alveg ókeypis að vera í Schäferdeildinni. Skrá mig í deildina
26.03.2013
Ganga og hittingur í HafnarfirðiÞað verður schafer páskaganga laugardaginn 6.apríl klukkan 13.00.
Gengin verður hringur í Hafnarfirði, byrjum hjá Íþróttahúsinu á Strandgötunni.Eftir gönguna geta þeir sem vilja sest niður á kaffihúsi og fengið sér kaffi og kökusneið :) Hlökkum til að sjá sem flesta. 22.03.2013 Hundur mánaðarinsVið ætlum að fara á stað með þá nýbreytni að hafa 1-2 hunda sem hund mánaðarins á hér á heimasíðu schaferdeildarinnar. Til að taka þátt þá svarið þið eftirtöldum spurningum og sendið 1 mynd og hundurinn þinn mun eiga möguleika á að vera hundur mánaðarins.
1. Hvað heitir hundurinn þinn? 2. Hvað er hundurinn gamall? 3. Af hverju valdir þú þér schafer? 4. Eitthvað skemmtilegt sem hefur komið uppá í sambandi við hundinn? Sendið mynd og svör við spurningum á netfang schaferdeildar, schaferdeild@gmail.com. 15.03.2013
Ný stjórn SchäferdeildarinnarFjórir nýjir einstaklingar voru kjörnir í stjórn Schaferdeildarinnar á aðalfundi deildarinnar. Stjórnin hefur skipt með sér verkum og er skipuð sem hér segir:
Guðmundur Rafn Ásgeirsson, formaður Rúna Helgadóttir Borgfjörð, varaformaður Kristjana Bergsteinsdóttir, gjaldkeri Kristjana Svansdóttir, ritari Steinunn Harpa Einarsdóttir, meðstjórnandi Fyrirspurnir sendist sem fyrr á netfang deildarinnar schaferdeild@gmail.com. Ný stjórn Schaferdeildar þakkar fráfarandi stjórnarmeðlimum: Íris Hlín Bjarnadóttir, Hallgerður Kata Óðinsdóttir og Eva Kristinsdóttir. Bestu þakkir fyrir gott starf í þágu schaferdeildar á liðnu starfsári. 09.03.2013
Aðalfundur Schäferdeildarinnar 14. mars
Aðalfundur Schäferdeildarinnar verður haldinn fimmtudaginn næsta kl. 20 á skrifstofu HRFÍ. Farið verður yfir ársskýrslu stjórnar og kosið í laus sæti. Fjögur sæti eru laus, þrjú til tveggja ára og eitt til eins árs.
Í starfsreglum ræktunardeilda segir meðal annars: "Stjórn ræktunardeildar skal skipuð fimm félagsmönnum. Einungis þeir sem hafa verið félagsmenn í HRFÍ í tvö ár geta gefið kost á sér í stjórn ræktunardeildar. Kosning í stjórn ræktunardeildar fer fram á ársfundi deildarinnar ár hvert. Hver stjórnarmaður er kosinn til tveggja ára í senn. Endurkjör er leyfilegt. Kosningarétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild, eru skráðir í deildina og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni." Sjá nánar um starfsreglurnar hér. |
Viðburðadagatal
Láttu í þér heyraAllar almennar fyrirspurnir er varða málefni deildarinnar skulu sendast á beint á ræktunarstjórn deildarinnar. Fyrirspurnum er svarað strax eða eftir næsta stjórnarfund, allt eftir eðli málsins.
Ef þú ert með ábendingu er varða rangar upplýsingar á vefsíðunni okkar getur þú sent stjórn deildarinnar vefpóst með beiðni um leiðréttingu. Við viljum heyra hvað þú hefur að segja um starfsemi deildarinnar. Láttu okkur vita hvað þú ert ánægð/ur með og komdu með ábendingu um það sem betur má fara. Allar athugasemdir og hugmyndir eru vel þegnar. Netfang stjórnar Schäferdeildarinnar er schaferdeild@gmail.com Skráning í SchaferdeildinaStjórn SchäferdeildarinnarGuðmundur Rafn Ásgeirsson
Rúna Helgadóttir Borgfjörð Kristjana Bergsteinsdóttir Kristjana Svansdóttir Steinunn Harpa Einarsdóttir |
04.03.2013
Stórhundadagar í Garðheimum 9. - 10. mars
Garðheimar halda sína árlegu stórhundadaga um næstu helgi en þá gefst gestum kostur á að kynnast meðalstórum og stórum hundategundum.
Schäferdeildin verður með bás að venju og óskum við eftir áhugasömum eigendum með hunda sína sem eru tilbúnir til að sitja fyrir hönd deildarinnar og kynna tegundina. Stórhundadagarnir eru frá kl. 12-17 báða daga en hæfilegur tími á bás er ca 1-1,5 klst.
Vinsamlega látið vita í gegnum vefpóst deildarinnar schaferdeild@gmail.com eða facebooksíðuna okkar www.facebook.com/schaferdeildin ef þið hafið áhuga á að taka þátt eða fá frekari upplýsingar.
Stórhundadagar í Garðheimum 9. - 10. mars
Garðheimar halda sína árlegu stórhundadaga um næstu helgi en þá gefst gestum kostur á að kynnast meðalstórum og stórum hundategundum.
Schäferdeildin verður með bás að venju og óskum við eftir áhugasömum eigendum með hunda sína sem eru tilbúnir til að sitja fyrir hönd deildarinnar og kynna tegundina. Stórhundadagarnir eru frá kl. 12-17 báða daga en hæfilegur tími á bás er ca 1-1,5 klst.
Vinsamlega látið vita í gegnum vefpóst deildarinnar schaferdeild@gmail.com eða facebooksíðuna okkar www.facebook.com/schaferdeildin ef þið hafið áhuga á að taka þátt eða fá frekari upplýsingar.
Margir fallegir hundar mættu á básinn á síðustu stórhundadögum sem haldnir voru í september.
28.02.2012
Úrslit sýningarinnar
Alls voru 57 schäferhundar skráðir til leiks, þar af 10 síðhærðir. Dómari var Hanne Laine Jensen frá Danmörku.
Að þessu sinni var byrjað að dæma í snögghærðum schäfer:
Aðeins var keppt í yngri hvolpaflokk 4-6 mánaða. Besti hvolpur tegundar var hin 4 mánaða Gunnarsholts Xandra. Hún varð einnig annar besti hvolpur dagsins. Eigandi hennar er Hjördís Helga Ágústsdóttir. Annar besti hvolpur tegundar var Ice Tindra Forest. Eigandi hans er Kristjana Bergsteinsdóttir.
Besti hundur tegundar varð rakkinn ISCh SchH3 BH AD kkL1 Bethomin´s Ajax. Hann fékk sitt síðasta alþjóðlega meistarastig og er því orðin alþjóðlegur meistari.
Ajax stóð sig vel í úrslitum og varð í þriðja sæti í tegundarhópi 1. Eigandi hans er Øystein Berg-Thomas.
Annar besti hundur tegundar varð Gunnarsholts Vanessa og fékk hún bæði íslenskt og alþjóðlegt meistarastig. Eigandi hennar er Hjördís Helga Ágústsdóttir.
Besti öldungur tegundar varð Sleggjubeina Z-Esja. Eigandi hennar er Kristinn Óskarsson.
Besta afkvæmahóp tegundar átti INTCh ISCh Welincha´s Yasko með afkvæmum sínum og varð sá hópur annar besti afkvæmahópur dagsins. Eigandi Yasko er Sirrý Halla Stefánsdóttir.
Besta ræktunarhóp tegundar átti Kolgrímuræktun og varð sá hópur einnig besti ræktunarhópur dagsins. Eigandi Kolgrímuræktunar er Sirrý Halla Stefánsdóttir.
Úrslit í síðhærðum schäfer eru eftirfarandi:
Keppt var í hvolpaflokki 4-6 mánaða. Besti hvolpur tegundar var Ice Tindra Frida. Eigandi hennar er Kristjana Bergsteinsdóttir. Annar besti hvolpur var Ice Tindra Fenrir. Eigandi hans er Kristjana Svansdóttir.
Besti hundur tegundar varð tíkin Gjósku Gola Glæsilega og fékk hún bæði íslenskt og alþjóðlegt meistarastig. Eigendur hennar eru Rúna Helgadóttir og Arna Rúnarsdóttir.
Í fyrsta sinn var sýndur ræktunarhópur í síðhærðum schäfer. Það var hópur frá Gjóskuræktun og var hann valinn besti ræktunarhópur tegundar. Eigandi Gjóskuræktunar er Arna Rúnarsdóttir.
Hér má sjá nánar um sætaröðun í hvolpaflokkum og keppni um bestu rakka og bestu tíkur tegundar.
Við sendum eigendum verslunarinnar Bendis okkar bestu þakkir en þau styrktu deildina enn og aftur með glæsilegum verðlaunum. Það eru forréttindi að fá þann stuðning sem eigendur Bendis hafa veitt okkur. Verslunin Bendir er í Híðarsmára 13 í Kópavogi.
Úrslit sýningarinnar
Alls voru 57 schäferhundar skráðir til leiks, þar af 10 síðhærðir. Dómari var Hanne Laine Jensen frá Danmörku.
Að þessu sinni var byrjað að dæma í snögghærðum schäfer:
Aðeins var keppt í yngri hvolpaflokk 4-6 mánaða. Besti hvolpur tegundar var hin 4 mánaða Gunnarsholts Xandra. Hún varð einnig annar besti hvolpur dagsins. Eigandi hennar er Hjördís Helga Ágústsdóttir. Annar besti hvolpur tegundar var Ice Tindra Forest. Eigandi hans er Kristjana Bergsteinsdóttir.
Besti hundur tegundar varð rakkinn ISCh SchH3 BH AD kkL1 Bethomin´s Ajax. Hann fékk sitt síðasta alþjóðlega meistarastig og er því orðin alþjóðlegur meistari.
Ajax stóð sig vel í úrslitum og varð í þriðja sæti í tegundarhópi 1. Eigandi hans er Øystein Berg-Thomas.
Annar besti hundur tegundar varð Gunnarsholts Vanessa og fékk hún bæði íslenskt og alþjóðlegt meistarastig. Eigandi hennar er Hjördís Helga Ágústsdóttir.
Besti öldungur tegundar varð Sleggjubeina Z-Esja. Eigandi hennar er Kristinn Óskarsson.
Besta afkvæmahóp tegundar átti INTCh ISCh Welincha´s Yasko með afkvæmum sínum og varð sá hópur annar besti afkvæmahópur dagsins. Eigandi Yasko er Sirrý Halla Stefánsdóttir.
Besta ræktunarhóp tegundar átti Kolgrímuræktun og varð sá hópur einnig besti ræktunarhópur dagsins. Eigandi Kolgrímuræktunar er Sirrý Halla Stefánsdóttir.
Úrslit í síðhærðum schäfer eru eftirfarandi:
Keppt var í hvolpaflokki 4-6 mánaða. Besti hvolpur tegundar var Ice Tindra Frida. Eigandi hennar er Kristjana Bergsteinsdóttir. Annar besti hvolpur var Ice Tindra Fenrir. Eigandi hans er Kristjana Svansdóttir.
Besti hundur tegundar varð tíkin Gjósku Gola Glæsilega og fékk hún bæði íslenskt og alþjóðlegt meistarastig. Eigendur hennar eru Rúna Helgadóttir og Arna Rúnarsdóttir.
Í fyrsta sinn var sýndur ræktunarhópur í síðhærðum schäfer. Það var hópur frá Gjóskuræktun og var hann valinn besti ræktunarhópur tegundar. Eigandi Gjóskuræktunar er Arna Rúnarsdóttir.
Hér má sjá nánar um sætaröðun í hvolpaflokkum og keppni um bestu rakka og bestu tíkur tegundar.
Við sendum eigendum verslunarinnar Bendis okkar bestu þakkir en þau styrktu deildina enn og aftur með glæsilegum verðlaunum. Það eru forréttindi að fá þann stuðning sem eigendur Bendis hafa veitt okkur. Verslunin Bendir er í Híðarsmára 13 í Kópavogi.
23.02.2013
Breytt stigagjöf deildarinnar
Á stjórnarfundi þann 11. nóv. 2012 samþykkti stjórn Schäferdeildarinnar breytingar á stigagjöf vegna stigahæsta ræktanda og stigahæstu hunda í vinnu og á sýningum. Aðalbreytingin er sú að bætt var við stigamöguleikum fyrir keppni um stigahæstu ræktun. Nú telja einnig meistarastig, heiðursverðlun og árangur í vinnuprófum til stiga. Breytingin tók gildi 1. jan. 2013 og er nýja stigagjöfin eftirfarandi:
Stigahæsta ræktun
4 - 1 stig - Besti hundur og besta tík tegundar 1. - 4. sæti
1 stig – meistaraefni
1 stig – íslenskt og alþjóðlegt meistarastig (nýtt)
1 stig – heiðursverðun í ræktunarhóp (nýtt)
1 stig – heiðursverðlaun í afkvæmahóp (nýtt)
1 stig – heiðursverðlaun fyrir hvolpa 4-6 mán. og 6-9 mán. (nýtt)
1 stig – gild einkunn í vinnuprófi og fyrir A og B próf í björgunarhundastarfi (nýtt)
1 stig – Fyrir skapgerðarmat án athugasemda (nýtt)
Stigahæðsti rakki / stigahæsta tík (tveir flokkar, eftir hárafari)
Besti hundur sýningar 1. - 4. sæti
Besti hundur tegundarhóps 1. - 4. sæti
Besti hundur og tík tegundar 1. - 4. sæti
1. sæti - 4 stig
2. sæti - 3 stig
3. sæti - 2 stig
4. sæti - 1 stig
Breytt stigagjöf deildarinnar
Á stjórnarfundi þann 11. nóv. 2012 samþykkti stjórn Schäferdeildarinnar breytingar á stigagjöf vegna stigahæsta ræktanda og stigahæstu hunda í vinnu og á sýningum. Aðalbreytingin er sú að bætt var við stigamöguleikum fyrir keppni um stigahæstu ræktun. Nú telja einnig meistarastig, heiðursverðlun og árangur í vinnuprófum til stiga. Breytingin tók gildi 1. jan. 2013 og er nýja stigagjöfin eftirfarandi:
Stigahæsta ræktun
4 - 1 stig - Besti hundur og besta tík tegundar 1. - 4. sæti
1 stig – meistaraefni
1 stig – íslenskt og alþjóðlegt meistarastig (nýtt)
1 stig – heiðursverðun í ræktunarhóp (nýtt)
1 stig – heiðursverðlaun í afkvæmahóp (nýtt)
1 stig – heiðursverðlaun fyrir hvolpa 4-6 mán. og 6-9 mán. (nýtt)
1 stig – gild einkunn í vinnuprófi og fyrir A og B próf í björgunarhundastarfi (nýtt)
1 stig – Fyrir skapgerðarmat án athugasemda (nýtt)
Stigahæðsti rakki / stigahæsta tík (tveir flokkar, eftir hárafari)
Besti hundur sýningar 1. - 4. sæti
Besti hundur tegundarhóps 1. - 4. sæti
Besti hundur og tík tegundar 1. - 4. sæti
1. sæti - 4 stig
2. sæti - 3 stig
3. sæti - 2 stig
4. sæti - 1 stig
21.02.2013
Alþjóðleg sýning HRFÍ
Alþjóðleg hundasýning HRFÍ verður haldin um næstu helgi í Klettagörðum 6. Schäfer verður sýndur í hring 6 á sunnudeginum. Stutthærður schäfer hefst kl. 9 og síðhærður verður sýndur þar á eftir um 12 leytið. Schäfereigendur settu nýtt skráningarmet en alls eru samtals 57 hundar skráðir á sýninguna, þar af 10 síðhærðir.
Úrslit sýningarinnar á sunnudeginum hefjast kl. 14:30, sjá yfirlit hér fyrir neðan:
HRFÍ vill benda gestum á að hægt er að leggja á lóð fyrirtækisins Kletts, Klettagörðum 8-10. Leyfilegt er að nota bílastæðin en ekki að leggja við húsið. Vinsamlega leggið ekki við bensíndælur Orkunnar né við húsnæði ET. Til að forðast lögreglusektir þá er gestum bent á að leggja ekki bílum upp á gangstéttir eða grasbala.
08.02.2013
Sýningaþjálfun
Schäferdeildin verður ekki með sýningaþjálfun að þessu sinni en viljum við benda schäfereigendum á aðra aðila sem verða með sýningaþjálfun en tveir ræktendur hafa auglýst opna tíma.
Arna og Rúna verða með sýningaþjálfun í reiðhöll sinni alla mánudaga fram að sýningu. Sýningaþjálfunin er opin fyrir alla schäferhunda og er frá kl. 20 - 21. Reiðhöllin er í C-tröð í Víðidal og kostar skiptið 500 kr.
Á Suðurnesjum eru opnar sýningaþjálfanir í Bláu reiðhöllinni á Mánagrund. Á þriðjudögum kl. 19 er sýningaþjálfun fyrir hvolpa og kl. 20 er sýningaþjálfun fyrir eldri hunda. Á fimmtudögum kl. 20 er sýningaþjálfun bæði fyrir hvolpa og eldri hunda. Leiðbeinandi er Kristjana og kostar skiptið 500 kr.
Unglingadeild HRFÍ verður með sýningaþjálfun á sunnudögum fram að sýningu og verður hún haldin í húsnæði Gæludýr.is í Korputorgi. Tegundahópur 1 (schäfer) hefst kl. 15. Skiptið kostar 500 kr. og rennur til Unglingadeildarinnar.
Á sýningaþjálfun er gott að hafa með sér dót, nammi, sýningataum, sýningakeðju og kúkapoka.
Sýningaþjálfun
Schäferdeildin verður ekki með sýningaþjálfun að þessu sinni en viljum við benda schäfereigendum á aðra aðila sem verða með sýningaþjálfun en tveir ræktendur hafa auglýst opna tíma.
Arna og Rúna verða með sýningaþjálfun í reiðhöll sinni alla mánudaga fram að sýningu. Sýningaþjálfunin er opin fyrir alla schäferhunda og er frá kl. 20 - 21. Reiðhöllin er í C-tröð í Víðidal og kostar skiptið 500 kr.
Á Suðurnesjum eru opnar sýningaþjálfanir í Bláu reiðhöllinni á Mánagrund. Á þriðjudögum kl. 19 er sýningaþjálfun fyrir hvolpa og kl. 20 er sýningaþjálfun fyrir eldri hunda. Á fimmtudögum kl. 20 er sýningaþjálfun bæði fyrir hvolpa og eldri hunda. Leiðbeinandi er Kristjana og kostar skiptið 500 kr.
Unglingadeild HRFÍ verður með sýningaþjálfun á sunnudögum fram að sýningu og verður hún haldin í húsnæði Gæludýr.is í Korputorgi. Tegundahópur 1 (schäfer) hefst kl. 15. Skiptið kostar 500 kr. og rennur til Unglingadeildarinnar.
Á sýningaþjálfun er gott að hafa með sér dót, nammi, sýningataum, sýningakeðju og kúkapoka.
27.01.2013
Verslunin Bendir
Stjórn Schäferdeildarinnar langar til að þakka eigendum Bendis innilega fyrir stuðninginn á síðasta ári sem og fyrri ár. Verslunin hefur staðið þétt við bakið á deildinni og styrkt deildina með verðlaunagripum á öllum sýningum ársins auk ýmissa styrkja við önnur tilefni. Bestu þakkir fyrir gott samstarf síðustu ár.
Verslunin Bendir
Stjórn Schäferdeildarinnar langar til að þakka eigendum Bendis innilega fyrir stuðninginn á síðasta ári sem og fyrri ár. Verslunin hefur staðið þétt við bakið á deildinni og styrkt deildina með verðlaunagripum á öllum sýningum ársins auk ýmissa styrkja við önnur tilefni. Bestu þakkir fyrir gott samstarf síðustu ár.
Bendir er verslun sem sérhæfir sig í sölu á hundavörum. Bendir er staðsett í Hlíðarsmára 13 í Kópavogi. Heimasíðan þeirra er www.bendir.is.
23.01.2013
Aðalfundur Schäferdeildarinnar
Aðalfundur Schäferdeildarinnar verður haldinn fimmtudaginn 14. mars á skrifstofu HRFÍ.
Á fundinum verður farið yfir ársskýrslu deildarinnar, kosið í laus sæti stjórnar auk annarra aðalfundastarfa. Hver stjórnarmaður er kosinn til tveggja ára og eru þrjú sæti laus, að auki er eitt sæti laust til eins árs.
Aðalfundur Schäferdeildarinnar
Aðalfundur Schäferdeildarinnar verður haldinn fimmtudaginn 14. mars á skrifstofu HRFÍ.
Á fundinum verður farið yfir ársskýrslu deildarinnar, kosið í laus sæti stjórnar auk annarra aðalfundastarfa. Hver stjórnarmaður er kosinn til tveggja ára og eru þrjú sæti laus, að auki er eitt sæti laust til eins árs.
16.01.2013
Alþjóðleg hundasýning HRFÍ
Næsta hundasýning HRFÍ verður haldin helgina 23. - 24. febrúar 2013. Skráningafresti lýkur föstudaginn 25. janúar 2013. Dómari verður Hanne Laine Jensen frá Danmörku. Sýningastjórn hefur nú birt bráðabirgðadómaraáætlun og gæti því breyst eftir lok síðasta skráningadags. Sjá nánar hér. Tekið verður á móti skráningum á sýninguna á skrifstofu HRFÍ, í gegnum síma félagsins og tölvupóst.
Alþjóðleg hundasýning HRFÍ
Næsta hundasýning HRFÍ verður haldin helgina 23. - 24. febrúar 2013. Skráningafresti lýkur föstudaginn 25. janúar 2013. Dómari verður Hanne Laine Jensen frá Danmörku. Sýningastjórn hefur nú birt bráðabirgðadómaraáætlun og gæti því breyst eftir lok síðasta skráningadags. Sjá nánar hér. Tekið verður á móti skráningum á sýninguna á skrifstofu HRFÍ, í gegnum síma félagsins og tölvupóst.