Ræktun
Hundaræktarfélag Íslands ættbókarfærir hreinræktaða hunda í ættbók samkvæmt þeim reglum sem stjórn félagsins setur og og þeim kröfum sem FCI gerir til aðildarfélaga sinna um ættbókarskráningar hunda.
Skráning í ættbók
Félagsmaður sem notar hund sinn til ræktunar skal vera trúr ræktunarstefnu HRFÍ. Nota í hundaræktun aðeins viðurkennda hunda og vera vel að sér um það ræktunarmarkmið sem gildir fyrir schäfer. Hér eru nokkur atriði sem hafa þarf í huga þegar farið er út í ræktun.
- Einungis er heimilt að ættbókarfæra hund hjá HRFÍ séu báðir foreldrar hans af sama hundakyni og ættbókarfærðir hjá HRFÍ eða erlendu hundaræktarfélagi viðurkenndu af HRFÍ.
- Undaneldisdýr skulu vera mjaðma- og olnbogamynduð og niðurstaða kunn fyrir pörun. Greinist hundur með mjaðma- og/eða olnbogalos D eða E verða afkvæmi hans ekki skráð í ættbók. Lágmarksaldur hunda í mjaðma- og olnbogamyndatöku er 12 mánuðir.
- Óheimilt er að ættbókarfæra afkvæmi hunds séu eistu hans ekki eðlileg og rétt staðsett (launeistu).
- Undaneldistík verður að vera fullra 24 mánaða gömul fyrir pörun
Sérstakar reglur Schäferdeildarinnar varðandi undaneldisdýr
- Mjaðma- og olnbogamyndir: Undaneldisdýr skulu mynduð og niðurstaða kunn fyrir pörun. (Fyrir mjaðmamyndir gildir frá 01.11.1999 og olnbogamyndir frá 01.09. 2010). Greinist hundur með mjaðma- og/eða olnbogalos D eða E verða afkvæmi hans ekki skráð í ættbók.(Gildir frá 01.09.2010).
- Schäfer short-haired og long haired: Para má saman schäfer short-haired og schäfer long-haired, gildir frá 01.01.2012. Ættbókarfæra skal hvolpana það afbrigði sem ræktandi telur þá vera við 8 vikna aldur. Varðandi umskráningu á schäfer short-haired/schäfer long-haired, schäfer long-haired/schäfer short-haired þá þarf hundurinn að vera sýndur eftir 9 mánaða aldur á viðurkenndri FCI sýningu áður en hann er umskráður. Telji eigandi hundinn vera annað afbrigði en hann var skráður í upphafi í ættbók skal skrá hann á sýningu sem það afbrigði sem eigandi telur hundinn vera. Ef dómari samþykkir hundinn sem það afbrigði, er hægt að láta umskrá afbrigðið í ættbók.
Reglur Hundaræktarfélags Íslands fyrir ræktendur
Almennar upplýsingar um schäfer
Ræktendur Schäferhunda á Íslandi
Eftirtaldir aðilar eru skráðir schäfer ræktendur hjá Hundaræktarfélagi Íslands.
Til að fá ræktunarnafn sitt á lista hjá schäferdeild verður viðkomandi að hafa: Skráður schäfer ræktandi með ræktunarnafn hjá Hundaræktunarfélagi Íslands. Hafa verið með got síðustu 3 árin eða eiga von á goti næstu 12 mánuði. Vera ekki í ræktunarbanni hjá Siðanefnd Hundaræktunarfélagi Íslands. Eftirtaldir ræktendur teljast virkir, þ.e. hafa verið með got síðastliðin þrjú ár eða eiga von á goti næstu 12 mánuði. Ræktunarnöfnum er raðað í stafrófsröð.
Til að fá ræktunarnafn sitt á lista hjá schäferdeild verður viðkomandi að hafa: Skráður schäfer ræktandi með ræktunarnafn hjá Hundaræktunarfélagi Íslands. Hafa verið með got síðustu 3 árin eða eiga von á goti næstu 12 mánuði. Vera ekki í ræktunarbanni hjá Siðanefnd Hundaræktunarfélagi Íslands. Eftirtaldir ræktendur teljast virkir, þ.e. hafa verið með got síðastliðin þrjú ár eða eiga von á goti næstu 12 mánuði. Ræktunarnöfnum er raðað í stafrófsröð.
- Dimmuspors - Eygló Anna Ottesen Guðlaugsdóttir
- Eldbergs - Íris Hlín Bjarnadóttir / Theodór Bjarnason
- Forynju - Hildur Sif Pálsdóttir
- Ice Tindra - Kristjana Bergsteinsdóttir
- Íslands-Ísafoldar - Ásta Dóra Ingadóttir
- Kolgrímu - Sirrý Halla Stefánsdóttir
- Miðnes - Ása Lilja Rögnvaldsdóttir
- Miðvalla - Marta Sólveig Björnsdóttir
- Trölla - María Jónsdóttir / Helgi Hjörleifsson
- Ölfus - Guðrún Pálína Haraldsdóttir
- Ösku - Hjörleifur Rörbeck
Eftirtaldir aðilar eru skráðir Schafer ræktendur hjá Hundaræktarfélagi Íslands en hafa ekki verið með got lengi og teljast því óvirkir.
Ræktunarnöfnum er raðað í stafrófsröð.
Ræktunarnöfnum er raðað í stafrófsröð.
- Ásgarðs Freyju - Tara María Hertervig Línudóttir
- Elliðaeyjar - Margrét Eyjólfsdóttir
- Gunnarsholts - Hjördís H. Ágústsdóttir
- Gull gæfu - eigandi: Bára Einarsdóttir
- Grámanns - eigandi: Þorvaldur A. Steinsson
- Fagraness - eigandi: Jón Þórarinn Magnússon
- Heiðarbæjar - eigendur: Haukur Birgisson / Anna Birna Snæbjörnsdóttir
- Hestasteins - eigandi: Díana Sveinbjörnsdóttir
- Hlíðarenda - eigandi: Diljá Óladóttir
- Hrúteyjar - eigandi: Höskuldur Birkir Erlingsson
- Jötna - eigandi: Guðmundur Brynjólfsson
- Kötlu - eigandi: Steinunn Lilja Gísladóttir
- Mjölnis - eigandi: Þórður Bogason
- Orku - eigandi: Elsa Björk Harðardóttir
- Óðalsdreka - eigandi: Kristlaug Elín Gunnlaugsdóttir
- Ólafs Ræktun - eigandi: Kristinn Karl Ólafsson
- Seturs - eigandi: Júlíus Ævarsson
- Sleggjubeina - eigendur: Hanna Björk Kristinsdóttir / Helgi Vattnes Þrastarsson
- Svarthamars - Eva Kristinsdóttir / Guðmundur Rafn Ásgeirsson
- Tinnusteins - Tinna Ólafsdóttir
- True Bliss - eigandi: Anna Fransesca Rósudóttir
Nýjir og óvirkir ræktendur sem hyggja á got á næstu 12 mánuðum geta sent beiðni til deildarinnar og fengið ræktunarnafn sitt skráð í flokkinn Virkir ræktendur. Séu 12 mánuðir liðnir án þess að got sé fætt fellur viðkomandi aftur af listanum. Allar athugasemdir berist til stjórnar Schäferdeildarinnar.