Schäferdeild hrfí
  • Fréttir
    • Fréttir 2024
    • Fréttir 2023
    • Fréttir 2022
    • Fréttir 2021
    • Fréttir 2020
    • Fréttir 2019
    • Fréttir 2018
    • Fréttir 2017
    • Fréttir 2016
    • Fréttir 2015
    • Fréttir 2014
    • Fréttir 2013
    • Fréttir 2012
    • Fréttir 2011
    • Fréttir 2010
  • Deildin
  • Sýningar
  • VInnupróf
  • Ræktun
  • Hvolpar / got
  • Gagnagrunnur
    • 2014
    • 2015
    • 2016
    • 2017
    • 2018
    • 2019
    • 2020
    • 2021
    • 2022
    • 2023
    • 2024
    • 2025
  • Myndir

Deildarsýningar 2026!

Það er komið að því! 
Við erum búnar að vinna hörðum höndum á skipulagningu næstu deildarsýninga. Taka tvö á að fá dómarana okkar sem áttu að dæma síðustu sýningu hjá okkur, þá Erik Bösl og Rainer Mast frá Þýskalandi, 
Helgina 9. og 10. maí 2026. 
Við ætlum að færa okkur um set og fara á nýjan og glæsilegan stað í Reykholti Bláskógabyggð. 
Þar er stór fótboltavöllur og stefnum við í að halda eina flottustu og almennilega deildarsýningu. 

Á svæðinu eru hótel, gistiheimili, saumabústaðir og tjaldsvæði. Svo ætti að henta öllum þeim sem vilja dvelja á svæðinu þessa helgi. 

Við erum gríðarlega spenntar fyrir þessu og munum auglýsa sýninguna þegar nær dregur. 
Picture
15.10.25

Tvöfalt hlýðnipróf og nýr íslenskur hlýðnimeistari

Helgina 11.-12. október hélt VHD tvöfalt hlýðnipróf í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli. Eins og oft áður átti  Schaferdeildin fulltrúa í prófunum.
 
Á laugardeginum tóku þátt í Hlýðni III
NORDICCh ISCh ISJCh ISW-23-24 ISJW-22 ISTrCh OB-II OB-I Forynju Gló ásamt Hildi Kristínu Þorvarðardóttur. Gló var í fyrsta sæti með 285 stig og fyrstu einkunn. Frábær árangur sem við óskum Hildi Kristínu til hamingju með. 
Litla systur Gló, undrabarnið ISJCh ISTRCh OB-II OB-I Forynju Ísköld Áminning ásamt Hildi Sif Pálsdóttur tók einnig þátt í Hlýðni III. Minning varð í öðru sæti með 271 stig og fyrstu einkunn. Minning hefur með þessu prófi lokið þeim árangri að fá þrisvar sinnum fyrstu einkunn í Hlýðni III og er hún yngsti hundurinn til þess að verða íslensku hlýðni meistari - ISOBCH. Það er jafnframt gaman að segja frá því að hún er fjórði ættliðurinn sem hlýtur þennan titil. Schaferdeildin óskar eiganda hennar og ræktanda til hamingju með frábæran árangur. 

Á sunnudeginum tóku Minning og Hildur Sif Pálsdóttir aftur þátt í prófi og reyndi hún núna við Hlýðni Elite en mamma hennar var fyrst hunda á Íslandi til að klára það próf á árinu. Hún stóð sig gríðarlega vel og fékk 194,5 stig, þriðju einkunn og fyrsta sæti. 

Enn eru nokkur próf á vegum VHD eftir á árinu og ennþá hægt að taka þátt í þeim þó ósennilegt sé að einhver eigi eftir að taka topp sætið yfir stigahæsta vinnuhund ársins af Minningu.

Picture
Picture
15.10.25

​Hvolpasýning og Haustsýning HRFÍ

​Föstudagskvöldið 3. október var í fyrsta sinn í mörg ár hvolpasýning og helgina 4. og 5. október var haldin Alþjóðleg sýning á vegum hundaræktarfélags Íslands. Dómarinn að þessu sinni var José Homem de Mello frá Portúgal. 

Á föstudeginum mættu 3. síðhærðir hvolpar og 4. snögghærðir og byrjaði dómur á þeim síðhærðu. Besti hvolpur tegundar varð Forynju Karma og bestu hvolpur tegundar af gagnstæðu kyni var Forynju Krúttmundur.

Besti snögghærði hvolpur tegundar varð  Kolgrímu Unbelievably Handsome og besti hvolpur af gagnstæðu kyni varð að þessu sinni Ösku Elja. 

Óskar stjórn eigendum og ræktendum þessara fallegu hvolpa til hamingju.

Á sunnudeginum mættu svo eldri hundarnir til dóms og aftur voru það síðhærðu hundarnir sem riðu á vaðið.

Besti rakki og besti hundur tegundar varð ISSHCH CIE NORDICCH ISW24 Ice Tindra Rocky. Þar sem að hann er nú þegar bæði Íslenskur- og Alþjóðlegur sýningar meistari hlaut annar besti rakki tegundar, Ice Tindra Team Günter sitt annað Alþjóðlega meistara stig og þriðji besti rakki tegundar ISJCh Ice Tindra J Jax sitt 6. íslenska meistarastig.
Besti ungliði tegundar varð ISJCH Dimmuspors Áfram Gakk og hlaut hann þar sitt annað Alþjóðlega ungliða meistarastig, hann varð einnig í 4. sæti í ungliða tegundarhópi 1.

Besta tík tegundar og besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni með sitt fyrsta Íslenska- og Alþjóðlega meistarastig varð Dimmuspors A Star Is Born. Besti ungliði af gagnstæðu kyni með sitt fyrsta Íslenska- og Alþjóðlega ungliða meistarastig varð Ösku Dekur Tása. Besta ræktunar hóp tegundar átti Ice Tindra ræktun. 

Þá voru það snögghærðu hundarnir og valdi Jose úr unghundaflokki Ice Tindra J Jubel sem besta rakka og besta hund tegundar af gagnstæðu kyni. Hann hlaut þar sitt fyrsta Íslenska- og Alþjóðlega meistarastig. 

Besti ungliði tegundar varð Forynju Jaki með sitt annað Íslenska- og Alþjóðlega ungliða meistarastig. Hefur hann nú þegar fengið staðfestingu á titlinum Íslenskur ungliðameistari. Jaki kláraði daginn á því að sigra ungliða tegundarhóp 1 og varð svo 3. Besti ungliði sýningar. 

Óskar stjórn eiganda og ræktanda hans innilega til hamingju með árangurinn.

Besta tík tegundar og besti hundur tegundar varð ISJCH ISCH NORDICCH ISJW22 OB-I ISW23 24 OB-II ISTrCh Forynju Gló og hlaut hún þar sitt þriðja Alþjóðlega meistarastig. Þar sem að Gló hefur lokið vinnukröfum tegundarinnar og meira en ár og einn dagur var á milli tveggja stiganna bíður hún nú staðfestingar á titlinum CIB Alþjóðlegur meistari. Sigurgöngu Gló lauk þó ekki þar, en hún sigraði tegundarhóp 1 og endaði daginn sem þriðji besti hundur sýningar. 

Óskar stjórn eiganda og ræktanda hennar innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.

Besti ungliði tegundar af gagnstæðu kyni einnig að klára ungliða meistaratitilinn, fá sitt annað Íslenska- og Alþjóðlega ungliða meistarastig og þar að auki sitt fyrsta Íslenska meistarastig varð Forynju Játning.

Óskar stjórn eiganda og ræktanda hennar innilega til hamingju með nýja titilinn.

Besti ræktunarhópur tegundar og besti ræktunarhópur dagsins varð hópur  Forynju ræktunar.

Vil stjórn deildarinnar óska öllum til hamingju með frábæran árangur á sýningunni og senda styrktaraðila deildarinnar Belcando - Dýrafóður.is kærar þakkir fyrir stuðninginn.
7.10.2025

Síðasta sporapróf ársins og nýr íslenskur sporameistari 

Fimmta sporapróf ársins var haldið þann 3. október, við Nesjavallaveg. Fjórir hundar voru skráðir og náðu þrír hundar einkunn. Þar með einn Schäfer sem lauk prófi með trompi.
Dómari var Albert Steingrímsson og prófstjóri var Björn Ómarsson.
Spor 3
1. sæti með 90 stig og fyrstu einkunn: OB-I OB-II ISJCh Forynju Ísköld Áminning og Hildur Sif Pálsdóttir

Minning eins og hún er kölluð vann sér þarmeð inn titilinn Íslenskur Sporameistari eða ISTrCh. Þess má geta að Minning er yngsti hundurinn til að hljóta þennan titil og óskum við eigenda og ræktenda hennar innilega til hamingju með árangurinn. 
Picture

Rallýpróf Vinnuhundadeildar 

Þann 7. september var haldið Rallýpróf á vegum Vinnuhundadeildar HRFÍ. Prófið var haldið í Blíðubakkahúsinu í Mosfellsbæ. 
Átta hundar af 10 náðu einkunn og þar með einn schafer hundur. En það voru þær ISETrCh ​ISTrCh ISEObCh ISObCh OB-I OB-II OB-III RL-I Forynju Bara Vesen og Hildur Sif Pálsdóttir. 
Tóku þær annað sætið í Rallý 2 með 96 stig. 
​Prófdómarinn var Andrea Björk Hannesdóttir
​Óskum við þeim til hamingju með árangurinn. 

Hlýðnipróf  á ágústkveldi

Síðasta úti hlýðni próf ársins hélt Vinnuhundadeild HRFÍ þann 21. ágúst síðastliðinn. Prófið fór fram á æfingarvelli Fram í Úlfarsárdal. 10 hundar voru skráðir til leiks og níu náðu einkunn. Tveir Schafer hundar voru skráðir til leiks og slóu þar með heldur betur í gegn. 
Dómari var Þórhildur Bjartmarz, prófstjóri Hilde Ulvatne Marthinsen og ritari Andrea Björk
​
Hlýðni I voru það  ISJCH Rustøl's Zaiko og Hildur Kristín Þorvarðardóttir í öðru sæti með 166,5 stig og fyrstu einkun. 

í Hlýðni II voru það þær OB-I ISJCh Forynju Ísköld Áminning og Hildur Sif Pálsdóttir í fyrsta sæti með 167,5 stig og fyrstu einkun. 

Zaiko vann sér þarmeð inn titilinn OB-I, og Minning titilinn OB-II. Óskum við eigendum og ræktendum til hamingju með árangurinn. 
Picture

Fjórða sporapróf ársins

Fjórða sporapróf ársins var haldið þann 16. ágúst, við Nesjavallaveg. Veðrið lét öllum illum látum yfir daginn en svo rættist eitthvað úr og fór prófið fram í þokuog hægri vestanátt. Sex hundar voru skráðir en tveir forfölluðust og náðu þrír einkunn í Spori 1 og spori 3. 

Dómari var Albert Steingrímsson og prófstjóri var Björn Ómarsson.

Úrslit prófsins voru:
Spor 1:
2. sæti með 80 stig og aðra einkunn: Rustøl’s Zaiko og Hildur Kristín Þorvarðardóttir.
Spor 3: 
1. sæti með 80 stig og aðra einkunn: Forynju Ísköld Áminning og Hildur Sif Pálsdóttir.

​Óskum við eigendum og ræktendum til hamingju með árangurinn 

Picture

Síðsumarsýning HRFÍ 16.-17. ágúst - Volcano Winner og alþjóðleg sýning

Seinni tvöfalda útisýning ársins fór fram helgina 16. og 17. ágúst sl á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Fullt var á sýningarnar og flott skráning var í Schäfernum. 

Á laugardeginum var Norðurlanda og Volcano Winner sýning og Ítalinn Pietro Bottagisio dæmdi tegundina þann daginn. Fyrstir í dóm voru síðhærðu hundarnir og varð besti hundur tegundar Miðvalla Ásynja. Hlaut hún þar sitt annað Íslenska meistarastig og sitt fyrsta Norðurlanda meistarastig og titilinn Volcano Winner 2025. 

Besti ungliði tegundar og annar besti ungliði í tegundarhópi 1 með titilinn Volcano Junior Winner 2025 og sitt annað Norðurlanda ungliða meistarastig varð ISJCh Ice Tindra K Kriss. Hefur hún nú hlotið staðfestingu á titlinum Norðurlanda ungliðameistari, NORDICJh. Óskar stjórn eiganda og ræktanda hennar innilega til hamingju með titilinn. 

Besti öldungur tegundar var ISCh OB-I RVW-25 Gjósku Vænting, hlaut hún þar sitt þriðja og síðasta Íslenska Öldunga meistarastig og bíður hún nú staðfestingar á titlinum ISVETCh, annað  Norðurlanda öldunga meistarastig og titilinn Volcano Veteran Winner 2025. Óskar stjórn eiganda og ræktendum hennar til hamingju með árangurinn. 

Þá voru það snögghærðu hundarnir og byrjað var að vanda á hvolpunum og voru bestu hvolpar tegundar systkinin Miðvalla Berzerkur BOS og Miðvalla Bára BOB. 

Besta rakka og besta hins tegundar valdi Pietro RW-25 Rustøl’s Natz, hann hlaut þar með sitt þriðja Íslenska meistarastig og bíður nú staðfestingar á titlinum ISShCh. Einnig hlaut hann sitt annað Norðurlanda meistarastig og titilinn Volcano Winner 2025. Natz kláraði daginn svo sem sigurvegari tegundarhóps 1. Óskar stjórn eiganda hans innilega til hamingju með árangurinn.

Besta tík tegundar og besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni varð ISShCh RW-24 Gjósku Örlagadís og hlaut þar sitt annað Norðurlanda meistarastig og titilinn Volcano Winner 2025. Önnur besta tík tegundar með sitt fyrsta Íslenska meistarastig varð Kolgrímu Real Life.

Besti ungliði tegundar varð ISJCh RJW-25 Ice Tindra L Liss og hlaut hún sitt síðara  Norðurlanda ungliða meistarastig og titilinn Volcano junior Winner 2025. Hefur hún hlotið staðfestingu á titlinum NORDICJCh, óskar stjórn eiganda og ræktanda hennar innilega til hamingju með þennan flotta árangur. 

Besti öldungur tegundar með titilinn Volcano Veteran Winner 2025 varð ISSHCH ISJCH CIE ISVETCH NORDICVCH CIB-V ISVW24 Ice Tindra Liv og besta ræktunarhóp tegundar átti Ice Tindra ræktun.


Á sunnudeginum 17. ágúst kom það í hlut Króatans Igor Selimovic að dæma tegundina og að þessu sinni hófst dómur á snögghærða afbrigðinu.

Aftur voru það systkinin Miðvalla Bára og Miðvalla Berzerkur sem vöru hlutskörpust en að þessu sinni varð Miðvalla Berzerkur besti hvolpur tegundar. Hann gerði gott betur og endaði daginn sem 3. Besti hvolpur sýningar.

Besti rakki tegundar með sitt fjórða Íslenska meistarastig og fyrsta Alþjóðlega meistarastigi varð ISJCh ISJW-24 OB-I Forynju Ísbjörn. 

Besti ungliði tegundar af gagnstæðu kyni varð Forynju Jaki og hlaut hann þar sitt fyrsta Íslenska- og Alþjóðlega ungliða meistarastig. 

Annar besti öldungur tegundar varð hinn síungi ISSHCH ISVETCH CIB-V NORDICCH NORDICVCH ISW22 ISVW22 23 24 Ice Tindra Jessy.

Besta tík tegundar og besti hundur tegundar með sitt annað Alþjóðlega meistarastig varð ISJCH ISSHCH ISCH NORDICCH ISJW22 OB-I ISW23 24 OB-II Forynju Gló. Fjórða besta tík tegundar með sitt þriðja íslenska meistarastig varð systir hennar hún ISTrCh ISObCh OB-I OB-II OB-III RL-I ISETrCh ISEOBCH Forynju Bara Vesen og hefur hún nú þegar hlotið staðfestingu á titlinum ISCh. Óskar stjórn eiganda og ræktanda hennar innilega til hamingju með árangurinn.

Besti ungliði tegundar og fjórði besti ungliði í tegundarhópi 1 varð Forynju Játning og hlaut hún þar sitt fyrsta Íslenska- og Alþjóðlega ungliða meistarastig. 

Besti öldungur tegundar varð ISSHCH ISJCH CIE ISVETCH NORDICVCH CIB-V ISVW24 Ice Tindra Liv og besta ræktunarhóp átti Forynju ræktun.

Eftir hádegið mættu síðhærðu hundarnir í dóm og valdi dómarinn besta hvolp tegundar, Ice Tindra M Mocca og besti hvolpur tegundar af gagnstæðu kyni varð Miðvalla Búi.

Besti rakki og besti hundur tegundar varð ISSHCH CIE NORDICCH ISW24 Ice Tindra Rocky. Þar sem að hann er nú þegar bæði Íslenskur- og Alþjóðlegur sýningar meistari hlaut annar besti rakki tegundar stigin, en það var ISJCh Ice Tindra J Jax með sitt 5. íslenska meistarastig og fyrsta Alþjóðlega meistarastig. 

Besta tík tegundar varð aftur VW-25 Miðvalla Ásynja með sitt þriðja Íslenska meistarastig og fyrsta Alþjóðlega meistarastig. 

Besti ungliði tegundar og annar besti ungliði í tegundarhópi 1, með sitt annað alþjóðlega ungliða meistarastig varð ISJCh Ice Tindra K Kriss.

Besti öldungur tegundar var ISCh OB-I RVW-25 Gjósku Vænting, hlaut hún þar sitt annað  alþjóðlega öldunga meistarastig. Besta ræktunarhóp tegundar átti Ice Tindra ræktun.
​16.07.2025

Ljósmyndadagur Schäferdeildarinnar


Þann 06. júlí bauð schäferdeildin upp á myndatöku fyrir áhugasama. Það varð fljótt fullbókað í myndatökuna og áttum við von á flottum hundum og eigendum sem óskuðu eftir að fá fallegar myndir af hundunum sínum. 
Við hefðum ekki getað óskað eftir betra veðri þegar myndatakan fór fram og fór myndatakan fram úr okkar björtustu vonum. Við vonumst til að geta boðið aftur upp á myndatöku með haustinu og vonumst til að sjá fleiri þá. 

Á sama tíma og myndatakan fór fram var boðið upp á að máta nýjar peysur sem deildin ætlar að panta og verða með lógói deildarinnar. Þeir sem hafa áhuga á að skoða og máta peysurnar geta sett sig í samband við stjórn en einnig verður boðið upp á annan dag til mátunar. 

Stjórn vill þakka öllum þeim sem komu og styrktu starf deildarinnar einnig viljum koma sérstökum þökkum til Hildar Pálsdóttur fyrir að koma og taka myndir fyrir okkar.

Picture
16.07.2025

Schäfer hundar eru vinnuhundar


Við höfum marg oft séð að hundarnir okkar eru frábærir vinnuhundar og er það sannað sí og æ í prófum sem haldin eru á vegum Vinnuhundadeildar HRFÍ. Undanfarið hafa verið haldin ansi mörg próf bæði í hlýðni og spori og höfum við séð þar árangur sem ekki hefur sést áður á Íslandi.

Sporapróf var haldið 27. maí þar sem ISJCh Rustøl's Zaiko og Hildur Kristín Þorvarðardóttir mættu í Spor I og uppskáru 80 stig og annað sæti. Til hamingju Zaiko og Hildur

Vinnuhundadeildin hélt fyrsta útipróf sitt í lok maí og átti schäferdeildin tvo fulltrúa þar sem voru emæðgurnar ISJCH OB-I Forynju Ísköld Áminning og  ​ISObCh ISTrCh OB-III OB-II OB-I RL-I Forynju Bara Vesen ásamt eiganda sínum og stjórnanda Hildi Sif Pálsdóttur.
Minning tók þátt í Hlýðni II og var þar í fyrsta sæti með fyrstu einkunn og mamma hennar Vesen var í Hlýðni Elite og fékk hún einnig fyrsta sæti og fyrstu einkunn. Frábær árangur hjá þeim mæðgum. Til hamingju með þær Hildur.

Næsta hlýðnipróf var haldið 12. júní og var það einnig útipróf. Þar mættu mæðgurnar Minning og Vesen aftur til leiks í sömu flokkum og í lok maí. Leikar fóru þannig að ISJCH OB-I Forynju Ísköld Áminning fékk 2 sæti og 3 einkunn í Hlýðni II og í þessu prófi náði ​ISObCh ISTrCh OB-III OB-II OB-I RL-I Forynju Bara Vesen þeim merka árangri að klára ISOBEliteCH fyrst allra hunda á Íslandi. Viljum við óska henni og eiganda hennar Hildi Sif Pálsdóttur innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.

Þann 19. júní var haldið sporapróf þar sem Hildur Kristín Þorvarðardóttir mætti með tvo fulltrúa þau ISJCh Rustøl's Zaiko sem tók þátt í Spori I og ISCH ISSHCH ISJCH ISJW22 ISW23 OB-I Forynju Gló sem tók þátt í Spori III.
Zaiko fékk 80 stig og fyrstu einkunn og Gló fékk fullt hús stiga eða 100 stig og fyrstu einkunn. Með því að ná fyrstu einkunn í Spori III er Gló búin að ná fyrstu einkunn í öllum sporaflokkum og fær því nýjan titil eða ISTrCh!  Við óskum henni og Hildi innilega til hamingju með árangurinn.

Næst á dagskrá var hlýðnihelgi VHD sem haldin var 12.-13. júlí voru það einnig útipróf
Þar átti schäferdeildin öfluga fulltrúa sem voru tegundinni til sóma. ISJCh Rustøl’s Zaiko og Hildur Kristín Þorvarðardóttir fengu 2. sæti og fyrstu einkunn báða dagana.
ISJCH OB-I Forynju Ísköld Áminning og Hildur Sif Pálsdóttir fékk 1. sæti og fyrstu einkunn báða dagana. Frábær árangur hjá þessum ungu hundum.
​
Sporapróf var haldið í hitabylgju 15. júlí þar mættu 3 scäferhundar en 2 þeirra náðu einkunn
ISJCH OB-I Forynju Ísköld Áminning og Hildur Sif Pálsdóttir fengu 100 stig og fyrsta sæti í Spori II og ISTrCh ISCH ISSHCH ISJCH ISJW22 ISW23 OB-I Forynju Gló og Hildur Kristín Þorvarardóttir fengu 86 stig og fyrsta sæti í Spori Elite. Til hamingju með frábæran árangur!
 
Við hlökkum til að fylgjast með þessum öflugu hundum ásamt öðrum sem hafa mætt í próf og munu mæta í próf í framtíðinni. 
8.07.2025

Alþjóðleg sýning 22.06.202


​Vegna mikillar skráningar á sýningunni og þá sérstaklega í tegundinni okkar varð að fá tvo dómara til þess að dæma sitthvort afbrigði tegundarinnar. Auglýstur dómari fyrir sýninguna var Davor Javor frá Króatíu og dæmdi hann síðhærðan Schäfer og snögghærðu hvolpana en fullorðnu hundarnir voru dæmdir af Auði Sif Sigurgeirsdóttur frá Íslandi. 

Í mun betra veðri byrjaði dómur á síðhærðu hundunum. Fyrstir mættu 4-6 mánaða hvolpar og varð besta ungviði tegundar Ice Tindra M Mocca, besta ungviði tegundar af gagnstæðu kyni varð bróðir hennar hann Ice Tindra M Milo.

Fullorðnu rakkarnir mættu þá til leiks og besti rakki tegundar varð aftur meistarinn ISShCh ISJCh ISJW-23 RW-25 Ice Tindra Günther, hann hlaut þar sitt fyrsta  alþjóðlega meistarastig. Fjórði besti rakki tegundar og besti ungliði tegundar af gagnstæðu kyni, með sitt annað íslenska meistarastig og fyrsta alþjóðlega ungliða meistarastig varð RJW-25 Dimmuspors Áfram Gakk, þar með kláraði hann titilinn ISJCh, óskar stjórnin eiganda og  ræktanda hans innilega til hamingju með árangurinn. Þriðji besti rakki tegundar með sitt fjórða íslenska meistarastig varð ISJCh Ice Tindra J Jax, en hann hefur enn ekki náð tilsettum 2 ára aldri til þess að geta sótt um titilinn íslenskur syningarmeistari. 

Besta tík og besti öldungur tegundar var hin sí unga ISCh ISJCh OB-I RVW-25 Gjósku Vænting og hlaut þar sitt annað íslenska öldunga meistarastig og fyrsta alþjóðlega öldunga meistarastig. Önnur besta tík tegundar með alþjóðlegt meistarastig varð ISShCh Ice Tindra Romy. Fjórða besta tík tegundar og besti ungliði tegundar var RJW-25 Ice Tindra K Kriss og hlaut hún þar sitt annað íslenska meistarastig, annað Íslenska ungliða meistarastig og fyrsta alþjóðlega ungliða meistarastig. Hefur hún þá klárað titilinn ISJCh, óskar stjórnin eiganda og  ræktanda hennar innilega til hamingju með árangurinn. 

Besta ræktunarhóp tegundar átti Ice Tindra ræktun og besti hundur tegundar varð ISCh ISJCh OB-I RVW-25 Gjósku Vænting.

Þá mættu í hringinn snögghærðu ungviðin 4-6 mánaða og aftur urðu besta ungviði tegundar, Ösku Eiðfaxi og besta ungviði tegundar af gagnstæðu kyni, Miðvalla Bára.

Í hvolpa flokki 6-9 mánaða snerust úrslit laugardagsins við og að þessu sinni var það Forynju Jaki sem var besti hvolpur tegundar og  Forynju Játning besti hvolpur tegundar af gagnstæðu kyni.

Þá færðist dómur yfir í hringinn til Auðar Sifjar frá Íslandi og valdi dómarinn besta rakka tegundar RW-25 Rustøl’s Natz og hlaut hann sitt annað íslenska meistarastig og fyrsta alþjóðlega meistarastig. Besti öldungur tegundar varð ISSHCH ISVETCH CIB-V NORDICCH NORDICVCH ISW22 ISVW-22-23-24 RW-23-24 RVW-25 Ice Tindra Jessy.

Besta tík tegundar kom úr meistaraflokki og var það hún ISShCh Rw-24 Gjósku Örlagadís og hlaut hún þá sitt annað alþjóðlega meistarastig. Íslenska meistarastigið rann niður til þriðju bestu tíkar tegundar Ice Tindra Team Foxy. Besti ungliði tegundar varð aftur hin 9.5 mánaða RJW-25 Ice Tindra L Liss, hún hlaut þar sitt annað Íslenska- og fyrsta alþjóðlega ungliða meistarastig. Hefur hún þá klárað titilinn ISJCh, óskar stjórnin eiganda og  ræktanda hennar innilega til hamingju með árangurinn. Besti öldungur tegundar af gagnstæðu kyni varð ISSHCH ISJCH CIE ISVETCH NORDICVCH CIB-V ISVW24 RVW-25 Ice Tindra Liv.

Besta ræktunarhóp tegundar valdi Auður Ice Tindra ræktun og þótti henni besti hundur tegundar vera ISShCh RW-24 Gjósku Örlagadís. 

Óskar stjórn deildarinnar öllum til hamingju með árangur þessarar fyrstu tvöföldu utisýningar sumarsins og hlakkar til að sjá ykkur á þeirri næstu sem haldin verður helgina 16. og 17. Ágúst nk.

Vill stjórn einnig koma á þakklæti til styrktaraðila deildarinnar Dýrafóður.is - Belcando fyrir frábæran stuðning með verðlaunagripum.
6.07.2025

Reykjavík Winner og Norðurlanda sýning HRFÍ 2025


Fyrri tvöfalda útisýning ársins fór fram helgina 21. og 22. júní sl. Mikil skráning var í Schäfernum og var gaman að sjá góða stemningu og fyrirmyndar hegðun hjá fulltrúum tegundarinnar.
 
A laugardeginum 21. júní var það dómarinn Cathrina Dunne frá Írland sem dæmdi tegundina í kulda og rigningu, þrátt fyrir bleytuna var hún mjög ánægð með gæði hundanna.
 
Fyrstir í hring voru það snögghærðu hundarnir og ungviðin 4-6 mánaða riðu á vaðið. Besta ungviði tegundar varð Ösku Eiðfaxi og besta ungviði tegundar af gagnstæðu kyni var Miðvalla Bára. Ösku Eiðfaxi kláraði daginn sem Besta ungviði sýningar.
 
Bestu hvolpar 6-9 mánaða urðu fallegu systkinin, Forynju Jaki besti hvolpur tegundar af gagnstæðu kyni og  Forynju Játning besti hvolpur tegundar.
 
Þá hófust leikar í fullorðnu hundunum og valdi dómarinn besta rakka tegundar Rustøl’s Natz og hlaut hann sitt fyrsta íslenska og Norðurlanda meistarastig ásamt titlinum Reykjavík Winner 2025 RW-25. Besti öldunga rakki tegundar varð ISSHCH ISVETCH CIB-V NORDICCH NORDICVCH ISW22 ISVW-22-23-24 RW-23-24 Ice Tindra Jessy og hlaut hann titilinn Reykjavík Veteran Winner 2025 RVW-25.
 
Besta tík tegundar kom úr meistaraflokki og var það hún ISShCh CHCh Gjósku Ægifagra Easy Unudóttir og hlaut hún þá sitt fyrsta Norðurlanda meistarastig og titilinn Reykjavík Winner 2025 RW-25. Íslenska meistarastigið rann niður til annarrar bestu tíkar tegundar ISJCh NORDICJCh ISJW-24 Ice Tindra H Halo. Besti ungliði tegundar varð hin 9.5 mánaða Ice Tindra L Liss, hún hlaut þar sinn fyrsta Íslenska- og Norðurlanda ungliða meistarastig sem og titilinn Reykjavík Junior Winner 2025 RJW-25. Besti öldungur tegundar og annar besti Öldungur sýningar varð ISSHCH ISJCH CIE ISVETCH NORDICVCH CIB-V ISVW24 Ice Tindra Liv og hlaut hún þar titilinn Reykjavík Veteran Winner 2025 RVW-25.
 
Cathrina valdi svo besta ræktunarhóp tegundar Forynju ræktun. Besta hund tegundar valdi hún RW-25 Rustøl’s Natz sem mætti inn í tegundarhóp 1 og sigraði þar með glæsibrag. En sigurgöngunni lauk ekki þar heldur í grenjandi rigningu í keppni um besta hund sýningar hrifsaði Natz annað sætið. Glæsilegur árangur það og óskar stjórn eiganda og ræktanda hans innilega til hamingju með árangurinn.
 
Seinnipartinn mættu síðhærðu hundarnir til leiks og í flokki 4-6 mánaða varð besta ungviði tegundar Miðvalla Búi og besta ungviði tegundar af gagnstæðu kyni Ice Tindra M Mocca.
 
Fullorðnu rakkarnir mættu þá til leiks og besti rakki tegundar varð meistarinn ISShCh ISJCh ISJW-23 Ice Tindra Günther, hann hlaut þar sitt fyrsta  Norðurlanda meistarastig og titilinn Reykjavík Winner 2025 RW-25. Annar besti rakki tegundar og besti ungliði tegundar, með sitt fyrsta íslenska meistarastig, fyrsta Íslenska- og Norðurlanda ungliða meistarastig og titilinn Reykjavík Junior Winner 2025 RJW-25 varð Dimmuspors Áfram Gakk. Hann gerði sér svo lítið fyrir og sigraði ungliða tegundarhóp 1.
 
Besta tík tegundar varð úr meistaraflokki ISSHCH NORDICCH CIB ISW23
Kolgrímu Oh My God og hlaut hún titilinn Reykjavík Winner 2025 RW-25. Önnur besta tík tegundar og besta ungliða tíkin var Ice Tindra K Kriss og hlaut hún þar sitt fyrsta íslenska meistarastig, fyrsta Íslenska- og Norðurlanda ungliða meistarastig og titilinn Reykjavík Junior Winner 2025 RJW-25. Besti öldungur tegundar með sitt fyrsta Íslenska- og Norðurlanda öldunga meistarastig og titilinn Reykjavík Veteran Winner 2025 RVW-25 varð ISCh OB-I Gjósku Vænting.
 
Besta hund tegundar valdi dómarinn ISShCh ISJCh ISJW-23 Ice Tindra Günther og besta ræktunarhóp tegundar átti Dimmusporsræktun.
29.06.2025

Myndataka Schäferdeildarinnar ​


Schaferdeildin ætlar að standa fyrir fjáröflun sunnudaginn 6. júlí næstkomandi. Stjórnin ákvað að bjóða uppá myndatöku fyrir fólk á Víðistaðatúni í Hafnarfirði, boðið verður uppá uppstilli mynd, profile/haus mynd og mynd með eiganda. Aðstoð verður á svæðinu við uppstillingu kjósi fólk það.

Myndatakan er öllum opin, bæði schäferhundum og öllum öðrum tegundum. Myndirnar verða unnar hratt og skilað í hárri upplausn.

​Verð:
1 x mynd - 5.000 kr
2 x myndir - 7.500 kr
3 x myndir - 10.000 kr

Skráning fer fram á [email protected] og er opið fyrir skráningu til miðvikudagsins 2. júlí eða þegar hámarksfjölda hunda er náð. Stefnt er að því að hefja myndatökuna kl 10:00 og fær fólk úthlutaðan tíma á fimmtudeginum 3. Júlí.

Einnig verða á staðnum nýjar og glæsilegar Schäferdeildar peysur frá IQ þar sem hægt verður að máta og panta þær.
Picture
22.05.2025

Taumar og keðjur 

Vantar þig keðju og eða taum fyrir komandi sýningar? Við eigum enn til keðjur og tauma :)
Pantanir eru í gegnum netfangið okkar [email protected] ​
Picture
05.05.2025

Þriðja hlýðni próf Vinnuhundadeildar HRFÍ


Vinnuhundadeild HRFÍ hélt þriðja hlýðnipróf ársins í HorseDay höllinni að Ingólfshvoli sumardaginn fyrsta, 24. apríl. Tveir Schäfer hundar voru skráðir til leiks. 
Dómari: Albert Steingrímsson
Prófstjórar: Silja Unnarsdóttir og Þórhildur Bjartmarz
Ritarar: Jóhanna Eivinsdóttir

Hlýðni I
2. sæti með 180,5 stig og fyrstu einkunn ISJCH ISJW24 Forynju Ísbjörn og Hildur Sif Pálsdóttir

Hlýðni Elite
1. sæti með 213 stig og þriðju einkunn ​ISObCh ISTrCh OB-III OB-II OB-I RL-I Forynju Bara Vesen og Hildur Sif Pálsdóttir

Forynju Ísbjörn kláraði þar með titilinn Hlýðni 1 meistari eða OB-I og óskum við eigenda og ræktenda hans til hamingju með árangurinn.

​ Myndirnar eru teknar af heimasíðu Vinnuhundadeildar. 
Picture
Picture
8.4.2025

​Deidarsýningar Schäferdeildarinnar árið 2025


Þá er glæsilegu deildarsyningum ársins lokið og má með sanni segja að fall er farar heill. Stuttu fyrir sýningarnar kom í ljós að dómararnir frá Þýskalandi kæmust ekki. Hafði stjórnin því örskamman tíma til þess að finna nýtt dómarateymi og prófaði að hafa samband við íslandsvininn hann Leif Belgen frá Noregi. Leif var laus þessa helgi og bæði var hann laus og náði að finna annan frábæran dómara með sér, hann Fritz Bennedbæk frá Danmörku. Sýningin fór vel fram í reiðhöll Sleipnismanna á Selfossi, voru rúmlega 70 hundar skráðir til dóms hvorn daginn og dómararnir voru virkilega ánægðir með heildargæði tegundarinnar á landinu.
 
Á laugardaginn kom það á hlut Leif Belgen að dæma og byrjaði dagurinn á öllum hvolpum. Fyrst voru það snögghærðir hvolpar 3-6 mánaða, systkinin Forynju Jaki og Forynju Játning voru hlutskörpust og valdi dómarinn hana Forynju Játningu sem besta snögga ungviði sýningar. Bestu hvolpur sýningar 6-9 mánaða var Ice Tindra L Liss. Þá voru það síðhærðir hvolpar og besta ungviði sýningar var Miðvalla Búi, bestu hvolpar tegundar 6-9 mánaða voru  Dimmuspors Áfram Gakk og Ösku Dekur Tása. Besti síðhærði hvolpur sýningar varð Ösku Dekur Tása.
 
Þá hófst dómur í fullorðnu hundunum og fyrstir í hringinn voru snögghærðir hundar. Besti rakki tegundar að þessu sinni var hinn ungi ISJCh ISJW-24 Forynju Ísbjörn og hlaut hann þar sitt annað Íslenska meistarastig. Þar sem að ísbjörn er nú þegar ungliðameistari rann ungliðameistarastigið niður til annars besta rakka tegundar Rustøl’s Zaiko og þar sem að það var hans annað ungliðameistarastig bíður hann nú staðfestingar á titlinum ISJCh. Óskar stjórn eiganda hans innilega til hamingju með árangurinn.
 
Besta tík í ungliðaflokki var OB-I Forynju Ísköld Áminning og hlaut hún þar sitt annað ungliðameistarastig og bíður nú staðfestingar á titlinum ISJCh. Óskar stjórn eiganda og ræktanda hennar innilega til hamingju með titillinn.
Besta tík tegundar kom svo úr vinnuhundaflokki en það var hún ISObCh ISETrCh ISTrCh RL-I OB-III OB-II OB-I 
Forynju Bara Vesen og hlaut þar sitt annað íslenska meistarastig.
 
Besti öldungur sýningar varð hinn sí ungi C.I.B-V ISVetCh ISShCh NORDICCh ISVW-22-23 ISW-22 RW-23 -24 Ice Tindra Jessy. Besti snögghærði ungliði sýningar varð ISJCh ISJW-24 Forynju Ísbjörn. Besta afkvæmahóp sýningar átti C.I.E ISShCh Pablo vom Team Panoniansee og besta snögghærða ræktunarhóp sýningar átti Ice Tindra ræktun.
 
Besti snögghærði hundur sýningar varð svo hinn stórglæsilegi ungliði ISJCh ISJW-24 Forynju Ísbjörn.
 
Það hófst dómur í síðhærða afbrigði tegundarinnar og valdi Leif besta rakka tegundar C.I.E ISShCh NORDICCH NLM RW-21-22-23-24 Ice Tindra Rocky. Annar besti rakki tegundar með sitt annað íslenska meistarastig varð ungliðinn ISJCh ISJW-24 Ice Tindra J Jax.
 
Besta tík í ungliðaflokki varð hin svarta Ösku Blökk og hlaut hún þar sitt fyrsta ungliðameistarastig. Fjórða besta tík tegundar með sitt fyrsta íslenska meistarastig varð Ice Tindra team Floria. Besta tík tegundar varð ISShCh Ice Tindra Romy.
 
Besti síðhærði ungliði sýningar var ISJCh ISJW-24 Ice Tindra J Jax og besta síðhærða ræktunarhóp sýningar átti Ice Tindra ræktun.
 
Besti síðhærði hundur sýningar varð svo hin hreyfingafallega ISShCh Ice Tindra Romy.
 
 
Sunnudagurinn gekk í garð og nú var það Fritz Bennedbæk sem var mættur að dæma. Aftur hófst dagurinn á öllum hvolpum, en að þessu sinni hófst dómur á síðhærðu hundunum. Aftur varð besta síðhærða ungviði sýningar Miðvalla Búi, bestu síðhærðu hvolpar tegundar voru  Dimmuspors Áfram Gakk og Ice Tindra K Kriss. Besti síðhærði hvolpur sýningar var Ice Tindra K Kriss.
 
Bestu ungviði tegundar í snögghærðu hundunum voru aftur Forynju Jaki og Forynju Játning en að þessu sinni varð það Forynju Jaki sem varð besta snögghærða ungviði sýningar. Bestu snögghærðu hvolpar tegundar voru Íslands-ísafoldar Mímir og  Ice Tindra L Liss. Besti snögghærði Hvolpur sýningar var svo Ice Tindra L Liss.
 
Þá var komið að fullorðnu síðhærðu hundunum og aftur varð besti rakki tegundar hinn sigursæli C.I.E ISShCh NORDICCH NLM RW-21-22-23-24 Ice Tindra Rocky. Annar besti rakki tegundar þennan daginn varð ISJCh ISJCW-23 Ice Tindra Team Günter, hlaut hann þar sitt fjórða Íslenska meistarastig og fyrsta eftir 2. ára aldur og biður hann því nú staðfestingar á titlinum ISShCh, óskar stjórn eigendum hans og ræktanda innilega til hamingju með árangurinn.
 
Besta tík í ungliðaflokki varð Miðvalla Ásynja og hlaut hún bæði sitt fyrsta ungliðameistarastig og íslenska meistarastig. Besta tík tegundar varð ISShCh Ice Tindra Romy.
 
Besti síðhærði ungliði sýningar var Miðvalla Ásynja og besta síðhærða ræktunarhóp sýningar átti Ice Tindra ræktun.
 
Besti síðhærði hundur sýningar varð svo aftur hin glæsilega ISShCh Ice Tindra Romy.
 
Eftir hádegi var komið að snögghærðu hundunum og aftur varð besti rakki tegundar hinn eftirtektarverði ungliði ISJCh ISJW-24 Forynju Ísbjörn með sitt þriðja íslenska meistarastig.
 
Besta tík tegundar varð gotsystir hans hún ISJCh OB-I Forynju Ísköld Áminning með sitt fyrsta íslenska meistarastig. Glæsilegur árangur hjá þessum ungu systkinum.
 
Besti snögghærði öldungur sýningar varð sem svo oft áður  C.I.B-V ISVetCh ISShCh NORDICCh ISVW-22-23 ISW-22 RW-23 -24 ​ Ice Tindra Jessy.
 
Besti snögghærði ungliði sýningar varð ISJCh ISJW-24 Forynju Ísbjörn.
 
Besti afkvæmahópir sýningar varð enn og aftur CIE ISShCh Pablo vom Team Panoniansee með afkvæmum og besta snögghærða ræktunarhóp sýningar átti Ice Tindra ræktun.
 
Aftur varð það glæsigripurinn hann ISJCh ISJW-24 Forynju Ísbjörn sem var valinn besti snögghærði hundur sýningar.
 
Stjórn deildarinnar vill koma á þakkir til allra frábæru styrktaraðila sýningarinnar. Einnig viljum við óska eigendum og ræktendum hundanna innilega til hamingju með frábæra deildarsýningu.
Myndir frá laugardeginum 
Myndir frá sunnudeginum 
4.4.2025

Styrktaraðilar deildarsýninganna 2025 


Nú fer heldur betur að styttast í tvöföldu deildarsýningu ársins. Við erum orðnar spenntar fyrir helginni og hlökkum til að sjá ykkur öll á Selfossi. 
Það er vert að nefna að án okkar dyggu styrktaraðila hefði framkvæmd þessarar deildarsýningar verið erfið þá sérstaklega vegna óhjákvæmilegrar breytingar á dómurum með afar stuttum fyrirvara.
Styrktaraðili deildarinnar er að sjálfsögðu Dýrafóður.is og erum við þeim virkilega þakklátar fyrir frábært samstarf. 

Annars bárust okkur virkilega góðir styrkir frá:
Ösku ræktun -  JBÓ Pípulagnir - Tinnusteins ræktun - Doggo.is - Bragabátar - Miðvalla ræktun - Forynju ræktun og svo Ice Tindra ræktun. 

Nokkrir nytsamlegir hlutir fyrir helgina:
Lagt er norðan megin við reiðhöllina á Selfossi og gengið inn þar.
Pössum umgengni og hirðum upp eftir hundana okkar.
Veitingasala verður á staðnum til styrktar deildarinnar, gos, pönnukökur, skúffukökur og fl. Endilega komið við og styrkið starf deildarinnar. 

Minnum einnig á að í dag er síðasti dagur til að skrá sig í dómara dinnerinn, skráning lokar 17:00 
​Hlökkum til að sjá ykkur!

​​
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
​26.03.2025

Dagskrá og PM fyrir deildarsýninguna


Nú styttist óðfluga í deildarsýningu hjá okkur sem verður haldin að þessu sinni í reiðhöll hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi og því tími til að birta dagskrá og PM helgarinnar. Húsið opnar 9:45 og geta þá allir komið sér fyrir og sett upp sinn búnað fyrir daginn. Þar sem höllin er í útleigu eftir að sýningu lýkur báða dagana þá verða þátttakendur að taka saman dótið sitt og fjarlægja af staðnum á milli daga. Annars er áætlað að sýningin standi frá 10-16 báða dagana.
 
 Dagskrá deildarsýningar Schäferdeildar

Laugardagurinn 5. apríl
Dónari Leif Vidar Belgen

Byrjum kl 10.

Snögghærðir hvolpar 3-6 mánaða
Snögghærðir hvolpar 6-9 mánaða
 Síðhærðir hvolpar 3-6 mánaða
Síðhærðir hvolpar 6-9 mánaða
Snögghærðir hundar, byrjað á rökkum
Síðhærðir hundar, byrjað á rökkum

Sunnudagurinn 6. apríl
Dómari Fritz Bennedbæk 

Byrjum kl 10.

Síðhærðir hvolpar 3-6 mánaða
Síðhærðir hvolpar 6-9 mánaða
Snögghærðir hvolpar 3-6 mánaða
Snögghærðir hvolpar 6-9 mánaða
Síðhærðir hundar, byrjað á rökkum
Snögghærðir hundar, byrjað á rökkum


24.03.2025

Áríðandi tilkynning - Breyting á dómaraliði fyrir tvöfalda deildarsýningu Schäferdeildarinnar 5.–6. apríl 


​Vegna óviðráðanlegra aðstæðna hefur orðið breyting á þeim dómurum sem dæma munu á tvöfaldri deildarsýningu Schäferdeildar HRFÍ, sem fram fer á Selfossi helgina 5.–6. apríl 2025.

Upphaflega stóð til að dómararnir Erich Bösl og Rainer Mast frá Þýskalandi dæmdu sýninguna, en því miður hefur komið í ljós að þeir komast ekki til landsins að þessu sinni.

Við erum þó afar þakklát fyrir að hafa fengið til liðs við okkur tvo reynda og virtar dómara með skömmum fyrirvara: Leif Vidar Belgen kemur frá Noregi og er vel þekktur í heimi þýsku fjárhundanna. Hann hefur dæmt víða um Evrópu og er meðlimur í Norsk Schäferhund Klub. Leif Vidar er sjálfur ræktandi og hefur lagt áherslu á bæði vinnueiginleika og byggingu í sinni ræktun. Hann nýtur mikillar virðingar fyrir fagmennsku sína og skarpt auga fyrir hreyfingum og byggingu hundsins.

Fritz Bennedbæk frá Danmörku er einnig margreyndur dómari og virkur meðlimur í Dansk Schæferhund Klub. Fritz hefur áratuga reynslu í ræktun og dómgæslu og hefur oft verið fenginn til að dæma á stórum sýningum innan SV-samfélagsins. Hann er þekktur fyrir yfirvegaðan og nákvæman dómsstíl þar sem fagleg sjónarmið eru í forgrunni.

Við hlökkum til glæsilegrar helgar á Selfossi
​Stjórn Schäferdeildar HRFÍ
Picture

Skráning í árlega DómaraDinnerinn 

Eins spennt og við erum fyrir deildarsýningunum tveimur, hlakkar okkur mikið til að eyða sunnudagskvöldinu með ykkur ásamt dómara. Að sinni höfum við pantað borð hjá veitingastaðnum Ask á Suðurlandsbraut. Skráning er því opinn til föstudagsins 4. apríl. 
Matseðillinn er einfaldur en það er SUNNUDAGSSTEIKARHLAÐBORÐIÐ vinsæla! 
Möguleiki er á bæði grænmetis og vegan valmöguleika. 
​
Vinsamlegast skráið ykkur tímalega svo við getum staðfest fjölda. 
Skráning er hér. 
Picture
Picture
17.03.2025

​Sýningarþjálfun fyrir Deildarsyningu


Þá líður senn að tvöföldu deildarsýningu Schäferdeildarinnar, en hún verður haldin helgina 5.-6. apríl nk. á Selfossi.
 
Skráning er enn í fullum gangi og líkur 21. mars eða þegar fyllist á sýninguna.
 
Stjórn deildarinnar ætlar að standa fyrir sýningarþjálfun á þriðjudagskvöldum fram að sýningu og er sú fyrsta  annað kvöld. Æfingarnar verða í Blíðubakkahúsinu í Mosfellsbæ kl 20:00 og kostar skiptið 1000kr
 
Á staðnum verður stjórnin með keðjur og tauma fyrir þá sem voru búnir að panta sér og öðrum gefst þá kostur á að skoða og finna sér stærðir.
 
Það er mikilvægt að mæta tímanlega því höllin er einungis leigð í klukkustund og því ekki hægt að teygja tímann lengur en til 21:00.
 
Hlökkum til að sjá ykkur á næstu þriðjudagskvöldum
18. mars
25. mars
1. apríl
Picture
04.03.2025

​Norðurljósa sýning - Alþjóðleg sýning Reykjavík 1.-2. mars


Þá er fyrsta sýning ársins búin og var fín skráning í tegundinni, 44 snöggir hundar og 25 síðhærðir og dómarinn að þessu sinni var Eva Liljekvist Borg frá Svíþjóð.
 
Fyrstir í hringinn voru snögghærðir Schäferar og ungviðin hvolpar 4-6 mánaða voru fyrstir í dóm. Rakkana sigraði Forynju Jaki og besta tíkin varð Forynju Játning.
Forynju Játning mætti í úrslit um besta ungviði dagsins þar sem hún bar sigur úr bítum. Í eldri hvolpa flokki 6-9 mánaða voru það Ösku Dagur sem varð besti hvolpur tegundar og Ice Tindra K Karma besti hvolpur af gagnstæðu kyni.
 
Besti ungliði tegundar með sitt annað Íslenska ungliðameistarastig og fyrsta Alþjóðlega ungliðameistarastig varð ISJW-24 Forynju Ísbjörn og býður hann nú staðfestingar á titlinum íslenskur ungliðameistari ISJCh. Gerði ungliðinn svo enn betur og varð besti rakki tegundar með sitt fyrsta Íslenska meistarastig. Annar besti rakki tegundar var ISCH BH IGP1 AD Kkl1 WH ISW23 Ibra Del Rione Antico með sitt fyrsta Alþjóðlega meistarastig.
 
Besta tík tegundar var ISShCh CHCh Gjósku Ægifagra Easy Unudóttir og hlaut þar sitt fyrsta Alþjóðlega meistarastig og þar sem að allar 4 tíkurnar í röð um bestu tík tegundar voru meistarar rann Íslenska meistarastigið til Ice Tindra X-Esju og var það hennar fyrsta meistarastig.
 
Keppnin um besta öldung tegundar fór síðan fram, en það voru þau C.I.B-V ISVetCh ISShCh NORDICCh ISVW-22-23 ISW-22 RW-23 -24 Ice Tindra Jessy og C.I.E ISVetCh ISShCh ISJCh Ice Tindra ​Liv sem kepptu um titilinn besta öldung tegundar. Varð það tíkin Ice Tindra Liv sem sigraði og fékk þar með sitt þriðja alþjóðlega öldunga meistarastig, og bíður því nú eftir staðfestingu á titlinum C.I.B.-V.  Keppti hún því í úrslitum um besta öldung sýningar og endaði þar í fjórða sæti. Óskar deildin eigenda og ræktenda hennar til hamingju með árangurinn. 

Valdi svo dómarinn ISJW-24 Forynju Ísbjörn sem besta hund tegundar og ISShCh CHCh Gjósku Ægifagra Easy Unudóttir varð besti hundur af gagnstæðu kyni. 
Besta ræktunarhóp tegundar átti Ice Tindra ræktun og  í úrslitum voru þau valin sem besti ræktunarhópur dagsins.
 
Sigurgöngu ISJW-24 Forynju Ísbjörns var þó ekki lokið, en hann sigraði bæði tegundarhóp 1 ungliða og tegundar hóp 1. Hann gerði sér svo lítið fyrir og varð Besti ungliði sýningar og 4. Besti hundur sýningar. Þetta er ótrúlegur árangur hjá þessum efnilega ungliða og óskar stjórn deildarinnar eiganda og ræktanda hans innilega til hamingju með þessa framúrskarandi frammistöðu.
 
Þá hófst dómur á síðhærðu hundunum og fyrstir inn voru hvolpar 6-9 mánaða. Besti rakka hvolpurinn og besti hvolpur af gagnstæðu kyni varð Dimmuspors Áfram Gakk og besta tíkin og besti hvolpur tegundar var Ösku Dekur Tása.
 
Besti ungliði tegundar og besti rakki tegundar var Ice Tindra J Jax. En hann hlaut þar sitt annað ungliðameistarastig og annað Alþjóðlega ungliðameistarastig. Bíður hann því staðfestingar á titlinum ISJCh. Hann hlaut einnig sitt fyrsta íslenska meistarastig. Óskar stjórn deildarinnar eiganda og ræktanda hans til hamingju.
 
Besta tík tegundar og besti hundur tegundar var úr meistaraflokki ISSHCH NORDICCH ISW-23 RW-21 Kolgrímu Oh My God og hlaut hún sitt 5. Alþjóðlega meistarastig. 2. Besta tík tegundar með sitt þriðja og seinasta Íslenska meistarastig varð Ice Tindra Team Gabby sem biður nú staðfestingar á titlinum ISShCh Íslenskur sýningar meistari, óskar stjórn deildarinnar eiganda og ræktanda hennar innilega til hamingju með nýjan titil.
 
Vil stjórnin koma á þakklæti til frábæra styrktaraðila deildarinnar fyrir frábæran stuðning að vanda en það er Dýrafóður.is
​
Einnig viljum við minna á að skráning á tvöföldu deildarsýninguna okkar er í fullum gangi og viljum við hvetja alla til þess að skrá sig til leiks á sýninguna 5.-6. apríl nk.
25.02.2025

Fyrsta hlýðni próf ársins 


Fyrsta hlýðni prófið hjá Vinnuhundadeild HRFÍ var haldið þann 16. febrúar í reiðhöll Spretts að Hattarvöllum. Átta skráningar voru í prófið og þar með tveir Schäfer hundar. 

Dómari: Albert Steingrímsson
Prófstjóri: Silja Unnarsdóttir
Ritari: Andrea Björk Hannesdóttir

Einkunnir
Brons
2. sæti með 109 stig Rustøl's Zaiko og Hildur Kristín Þorvarðardóttir

Hlýðni I 
1. sæti með 190,5 stig og fyrstu einkunn ISJW24 Forynju Ísbjörn og Hildur Sif Pálsdóttir 

​Óskum þeim til hamingju með árangurinn í prófinu. 
03.02.2025

Ársskýrsla og ársreikningar


Þann 27. janúar var aðalfundur félagsins haldinn í húsnæði HRFÍ. Mætingin var frekar slæm miða við félagsmenn deildarinnar og fjölda ræktenda. En tveir utan að komandi einstaklingar mættu ásamt stjórn. Farið var yfir ársskýrslu og ársreikningadeildarinnar.

​Nýir stjórnarmeðlimir mættu til leiks en það voru þær, Hildur Kristín og Birgitta Olsen sem bættust við. Marta Sólveig bauð kost á sér aftur og Eygló Anna og Hildur Sif eru enn inn í stjórn.
Þökkum Önnu Lilju og Karolínu fyrir þeirra störf síðasta árið. 
​
Ársskýrslu og ársreikningar deildarinnar má finna hér
Picture
02.02.2025

Deildarsýning Schäferdeildarinnar 5. og 6. apríl


Spennan magnast!
Búið er að opna fyrir skráningu á tvöfalda deildarsýningu schäferdeildarinnar helgina 5. og 6. apríl. Skráning fer fram á hundavef HRFÍ. 
Það stefnir í stórskemmtilega helgi þar sem félagarnir Erich Bösl og Rainer Mast dæma og verðar sýningarnar staðsettar í reiðhöll hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi. Við hlökkum til að eiga frábæra helgi með skemmtilegu fólki á Selfossi.

Skráningu lýkur föstudaginn 21. mars. 
Picture
17.01.2025

Aðalfundur Schäferdeildarinnar ​


Mánudaginn 27. janúar klukkan 18:30 – 20:00 verður aðalfundur félagsins haldinn. Fundurinn verður haldinn í húsnæði HRFÍ - Melabraut 17, 220 Hafnarfirði.

Við munum fara yfir viðburði og árangur ársins, ræða komandi verkefni og kjósa í nýja stjórn - þrjú pláss laus
Allir félagsmenn hvattir til að mæta og minnum á að vera búin að greiða félagsgjöld hjá félaginu. 

Hlökkum til að sjá ykkur! 
Picture

 Nýlega uppfært:
​Gagnagrunur 2025

​Viðburðardagatal: ​

    Sendu ábendingu eða  fyrirspurn

Submit
Láttu í þér heyra. Allar almennar fyrirspurnir er varða málefni deildarinnar skulu sendast á beint á ræktunarstjórn deildarinnar. Fyrirspurnum er svarað strax eða eftir næsta stjórnarfund, allt eftir eðli málsins.

Ef þú ert með ábendingu er varða rangar upplýsingar á vefsíðunni okkar getur þú sent stjórn deildarinnar vefpóst með beiðni um leiðréttingu eða fyllt út í formið hér að ofan.

Við viljum heyra hvað þú hefur að segja um starfsemi deildarinnar. Láttu okkur vita hvað þú ert ánægð/ur með og komdu með ábendingu um það sem betur má fara. Allar athugasemdir og hugmyndir eru vel þegnar.

Netfang stjórnar Schäferdeildarinnar er [email protected].
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Fréttir
    • Fréttir 2024
    • Fréttir 2023
    • Fréttir 2022
    • Fréttir 2021
    • Fréttir 2020
    • Fréttir 2019
    • Fréttir 2018
    • Fréttir 2017
    • Fréttir 2016
    • Fréttir 2015
    • Fréttir 2014
    • Fréttir 2013
    • Fréttir 2012
    • Fréttir 2011
    • Fréttir 2010
  • Deildin
  • Sýningar
  • VInnupróf
  • Ræktun
  • Hvolpar / got
  • Gagnagrunnur
    • 2014
    • 2015
    • 2016
    • 2017
    • 2018
    • 2019
    • 2020
    • 2021
    • 2022
    • 2023
    • 2024
    • 2025
  • Myndir