Sporapróf 25.05Fyrsta sporapróf ársisns var haldið við Nesjavallaleið þann 25. maí
Sex Schafer hundar voru skráðir, fjórir mættu í profið og þrír þeirra náðu einkun. Spor I Í 1. sæti með 86 stig og 2. einkunn var Forynju Gló og Hildur Krístin Þorvarðardóttir Í 2. sæti með 80 stig og 2. einkunn var Welincha´s Izla fra Noregi og Ingibjörg Hauksdóttir Spor III Í 1. sæti með 100 stig og 1. einkunn var Forynju Bara Vesen og Hildur Sif Pálsdóttir Forynju Bara Vesen er búin að ná fyrstu einkunn í spori I, spori II og spori III. Þar með hefur hún lokið öllum kröfum fyrir titilinn ISTrCh eða Íslenskur Sporameistari Deildin óskar eigeindum og ræktendum innilega til hamingju með stórglæsilegan árangur ! 23.05.2023
Sýningaþjálfun 23.05Vegna veðurs verður sýningaþjálfun sem átti að fara fram í kvöld aflýst! Við hlökkum þó til að sjá ykkur öll hress og kát í næstu viku.
19.05.2023
Hlýðnipróf 18.05Annað hlýðnipróf ársins var haldið í reiðhöll Spretts, Hattarvöllum þann 18. maí.
Ellefu hundar vöru skráðir, þar af fimm Schafer hundar og allir þeir náðu prófi. Prófað var í fjórum flokkum og Schaferdeildin átti flotta fulltrúa í þeim öllum. Hlýðni Brons Í 1. sæti með 156 stig og bronsmerki var Fornyju Glem Mér Ei og Anna Lilja Dögg Gunnarsdóttir Hlýðni I Í 1. sæti með 168 stig og 1. einkunn var Forynju Einstök og Hildur Sif Pálsdóttir Í 4. sæti með 140 stig og 2. einkunn var Forynju Bestla og Berglind Rán Helgadóttir Hlýðni II Í 1. sæti með 158 stig, 2. einkunn og gullmerki var Gjósku Vænting og Tinna Ólafsdóttir Í 2. sæti með 154 stig og 2. einkunn var Tinnusteins Aurskriða og Tinna Ólafsdóttir Hlýðni III Í 1. sæti með 252 stig og 2. einkunn var Forynju Bara Vesen og Hildur Sif Pálsdóttir Deildin óskar eigendum og ræktendum innilega til hamingju með glæsilegan árangur ! 14.05.2023
PeysusalaÞar sem það var mikill eftirspurn, þá ætlum við að henda í aðra peysusölu !
Peysurnar kosta 8.900 kr sem greiða þarf inná reikning deildarinnar til að staðfesta pöntunina Kt. 691010-0230 Reikn. 0586-26-691010 Koma í stærðum XS - XXL Pöntunarfrestur er til og með 2. júli og peysurnar verða afhentar stuttu eftir það ! 09.05.2023
Sýningaþjálfun SchäferdeildarinnarÞað styttist í tvöföldu sýningu !
Byrjum aftur með sýningaþjálfarnir þriðjudaginn 23.5 ! Hlökkum til að sjá ykkur öll ! 25.04.2023
35 ára afmælissýning Schäferdeildarinnar35 ára afmælissýning Schäferdeildarinnar fór fram með pompi og prakt laugardaginn 22. apríl sl.
89 hundar voru skráðir til leiks að þessu sinni og til að dæma mætti frá Þýskalandi, Christoph Ludwig. Hafði dómarinn orð á því að hundarnir á Íslandi væru almennt af ágætum gæðum og lítið um stórfellda galla sem við þyrftum að varast. Hann var ánægður með skipulagningu og umgjörð sýningarinnar en fannst skrítið að einungis 1 hvolpur var skráður í dóm. Um morguninn hófst dómur í síðhærðum Schäfer og mætti þar eini hvolpur sýningarinnar fyrst í hring. Örlaga-Argentína aka Gjósku hlaut dóminn sérlega lofandi og var besti hvolpur tegundar 6-9 mánaða. Besta rakka tegundar valdi Christoph úr meistaraflokki ISShCh CIE RW-21-22 Ice Tindra Rocky og rann því Íslenska meistarastigið niður til 2. besta rakka tegundar ungliðans Ice Tindra Team Duke en var það hans fyrsta Íslenska meistarastig og hlaut hann einnig sitt fyrsta ungliða meistarastig. Besta tík tegundar, besti öldungur tegundar og besti hundur tegundar varð svo hin sigursæla C.I.E ISShCh NORDICCHh NLM RW-17 Ice Tindra Joss og hlaut hún þar með sitt 3. öldungameistarastig og getur því sótt um titilinn ISVetCh. Óskar stjórn eiganda og ræktanda hennar innilega til hamingju. Þar sem Joss er nú þegar meistari rann stigið niður til 2. bestu tímar tegundar en það var úr opnum flokki Svarthamars Mekkín. Besta ungliða tíkin var Ice Tindra Team Blues en hún hlaut þar sitt fyrsta ungliðameistarastig og varð besti Ungliði tegundar. Besta ræktunarhóp tegundar átti Ice Tindra ræktun og besta afkvæmahóp átti ISShCh RW-21 Kolgrimu Oh My God með afkvæmum. Þá hófst dómur í snögghærðu Schäferunum. Fyrst mættu rakkarnir til leiks og valdi dómarinn úr vinnuhunda flokki OB-I Forynju Brjálaða Fenris Úlfinn. Hlaut hann þar sitt fyrsta Íslenska meistarastig. Besti öldungur tegundar varð ISVetCh ISShCh ISVW-22 Ice Tindra Jessy. Besta tík tegundar, besti ungliði tegundar og besti hundur tegundar varð ISJW-22 Forynju Gló, hlaut hún þar sitt fyrsta Íslenska meistarastig og sitt annað ungliðameistarastig, getur hún því nú sótt um titilinn ISJCh. Óskum við eiganda og ræktanda hennar innilega til hamingju með nýjan titil. Besta ræktunarhóp tegundar átti Forynju ræktun og besta afkvæmahóp átti ISETrCh ISObCh ISTrCh OB-III -OB-II OB-I Forynju Aska með afkvæmi sín. Vil stjórn deildarinnar þakka öllum sem komu að sýningunni, frábærum styrktaraðilum, sýnendum og eigendum. Sýningin fór ofboðslega vel fram og allir voru til fyrirmyndar. Hlökkum við strax til næstu deildarsýningar, en hún verður í ágúst og verður auglýst þegar nær dregur. 21.04.2023
Deildarsýning - UpplýsingarJæja kæru félagsmenn
Nú er liðið af fyrri deildarsýningunni okkar og er metskráning fullorðna hunda. - Húsið opnar 08:30 og er gengið inn á skammhliðinni vestan megin - Við viljum benda fólki og eigendum hunda á það að ekki er í boði að fara upp í stúkuna með þá - Hirðum upp eftir hundana okkar og reynum að láta þá ekki merkja á veggi innan reiðhallarinnar - Leggjum í bílastæðin fyrir utan reiðhöllina en ekki á reiðveginum, sýnum hestamönnum tillitsemi og reynum að hafa stjórn á gjammandi hundum út í bíl. -Sýnum tillitsemi og kurteisi og eigum góðan dag saman Styrktaraðilar sýningarinnar eru: Belcando - Dýrafóður.is við hefðum ekki getað haldið sýninguna án allra þessa glæsilegu vinninga sem þau eru að gefa Dimmuspors ræktun Reykjavík Fish Ölfus ræktun Þökkum við þeim öllum fyrir stuðninginn og aðstoðina við að halda þessa sýningu. Hlökkum til að sjá ykkur Kveðja Stjórn Schäferdeildarinnar 20.04.2023
Hlýðnipróf 20. apríl![]() Fyrsta hlýðnipróf ársins var haldið fimmtudaginn 20. apríl í HorseDay reiðhöllinni að Ingólfshvoli.
Átta hundar vöru skráðir í prófið, þar af einn Schäfer hundur. Hlýðni I: Í fyrsta sæti með 180,5 stig og I. einkunn Forynju Bestla IS26987/19 – German shepherd dog og Berglind Rán Helgadóttir Dómari: Silja Unnarsdóttir Deildin óskar eigendum og ræktanda innilega til hamingju með glæsilegan árangur! 19.04.2023
Deildarsýninginn 22. apríl![]() 35 ára afmælissýning Schäferdeildarinnar
Þá er komið að fyrri deildarsýningu ársins og verður hún haldin laugardaginn 22. apríl. Sýningin er 35 ára afmælissýning deildarinnar og verður hún haldin á sama stað og 25 ára afmælissýning deildarinnar var haldin, í reiðhöllinni í Víðidal. Alls eru 88 fullorðnir hundar skráðir á sýninguna, 1 hvolpur og 10 afkvæma/ræktunarhópar. Aldrei hafa fleiri fullorðnir schäfer hundar verið skráðir á sýningu hér á landi svo sýningin verður sú allra glæsilegasta.. Sýningin hefst kl 09:00 á laugardeginum og byrjar dómur á síðhærða afbrigði tegundarinnar og stutt hlé verður áður en snögghærðu hundarnir byrja í dóm. Ekki verður keppt á milli afbrigða í þetta sinn, þannig engin úrslit verða í lok dags. Dómari að þessu sinni er hinn virti dómari og ræktandi Christoph Ludwig frá Þýskalandi. C.Ludwig ræktar ásamt eiginkonu sinni undir hinu þekkta ræktunarnafni von der Zenteiche og frá honum hafa komið fjölmargir af þekktustu hundum í Schäfer heiminum. Hvetjum við fólk til að mæta tímanlega, ganga snyrtilega um og að sjálfsögðu að hafa gaman með okkur í tilefni 35 ára afmæli schäferdeildarinnar. Gangi öllum vel og við hlökkum svo til að sjá ykkur á laugardagskvöldið í kvöldverði á Sæta Svíninu. - Stjórn Schäferdeildarinnar 17.04.2023
Dagskrá deildarsýningar 22. aprílDómur hefst stundvíslega klukkan 09:00
Byrjað verður á Síðhærðir hvolpar Síðhærðir hundar Hlé Snögghærðir hundar Minnum svo á skráning í kvöldmatinn með dómaranum um kvöldið er enn í fullum gangi Hlökkum til að sjá ykkur og eigum góðan dag saman Stjórn Schäferdeildarinnar 22.03.2023
Sýninga þjálfanirNú styttist í fyrri deildarsýninguna okkar og ætlum við að halda sýningaþjálfanir á þriðjudagskvöldum fram að sýningu, skiptið kostar 1500kr.
Hlökkum til að sjá ykkur 22.03.2023
Fyrstu göngu ársins aflýst!Stjórn deildarinnar hefur tekið þá ákvörðun að hætta við fyrstu göngu ársins vegna kennel hóstans.
Margir hundar hafa verið hóstandi núna og þá sérstaklega eftir síðustu sýningu. Til þess að halda þessu niðri fellum við niður gönguna sem átti að vera kl 13:00 laugardaginn 25. mars á undan bingóinu. Hins vegar hlökkum við til að sjá ykkur á Bingóinu og óskum við veiku hundunum góðs bata. 16.03.2023
Schäferganga og Bingó!Schäferdeildin heldur bingó þann 25. mars kl 14:00! Við bjóðum alla velkomna í skemmtilega stund í Sólheimakoti (hús HRFÍ) þar sem við ætlum að halda glæsilegt bingó með fullt af frábærum vinningum ásamt því að nýta tækifærið og henda í Schafergöngu kl 13:00 áður en Bingóið hefst. Til sölu verða svo veitingar og peysu salan heldur áfram í fullum gangi. Hlökkum til að sjá ykkur Þeir sem hafa styrkt bingóið okkar að sinni eru: Arcanum Leiðsögumenn Artica Axarkast Betri Hundar Beutyklúbburinn Búvörur Cu2 Dýrfinna - Hundasveitin Dominos Essei heildverslun Forynju ræktun Garðheimar Hundasnyrting og þjálfun Ellenar Húsdýragarðurinn Josera búðin Danól Dýrabær Dýrafóður.is Lífland Móri verlsun Terma Vök baths Klifurhúsið Laxnes hestaleiga Litla Gældudýrabúðinn Mín áskrift Mjólkursamsalan Nocco Íslandi Petria.is Platinum.is Snyrtistofan Dimmalimm Sunday and co Ölfus hundar / Frú Pálina 13.03.2023
Schäferdeildar peysurSchaferdeildin stendur fyrir sölu á peysum til styrktar deildinni okkar.
Um er að ræða svartar hettupeysur í stæð XS-XXL og verður logo deildarinnar aftan á peysunni. Peysan mun kosta 8900 krónur og pantað verður þann 2. apríl svo pantanir þurfa að sendast á netfang deildarinnar fyrir þann tíma, schaferdeild@gmail.com Einnig þarf greiðsla að hafa borist fyrir 2. apríl á reikning deildarinnar annars er pöntun ekki gild Kt 691010-0230 reikn 0586-26-691010 Hægt verður að máta slíkar peysur á bingó viðburði deildarinnar þann 25. mars í Sólheimakoti. 6.03.2023
Norðurljósasýning HRFÍ 5. marsFyrsta sýning ársins var haldinn helgina 4-5. mars í Samskipahöllinni í Kópavogi. Dómarinn var að þessu sinni Espen Engh frá Noregi. 55 snögghærðir hundar voru skráðir og 31 í síðhærðum flokk.
Dómur hófst á síðhærðum schafer og var það hvolpur úr eldri hvolpaflokk sem mætti til leiks sem sigraði þar með einkunnina sérlega lofandi og komst því í úrslit um besta hvolp sýningar, en það var tíkin Örlaga-Argentína AKA Gjósku Aðeins einn rakki og ein tík fengu meistaraefni en það var það rakkinn ISShCh C.I.E RW-21-22 Ice Tindra Rocky úr meistaraflokk sem stóð upp úr sem sigurvegari rakka og tíkin OB-I Forynju Einstök úr unghunda flokk sem sigraði tíkurnar. Kepptu þau um titilinn Besti hundur tegundar og fór þar OB-I Forynju Einstök með sigur. Þetta var þar með fyrsta alþjóðlega- og íslenska stig sem OB-I Forynju Einstök fékk. En ISShCh C.I.E RW-21-22 Ice Tindra Rocky hefur hlotið öll þau stig. Enginn öldungur né ungliði fengu þau stig sem þarf til að hljóta stigahæsti öldungur / ungliði tegundar að þessu sinni. Besta ræktunarhóp átti Forynju ræktun. Snögghærðu hundarnir mættu síðan til leiks og var byrjað á hvolpunum. Enginn hvolpur komst þaðan upp úr að sinni. Snögghærðu rakkarnir komu því til leiks og voru það tveir rakkar sem fengu meistaraefni og kepptu um besta rakka tegundar. Rakkinn Forynju Dropi kom úr opnum flokk og síðan úr öldungaflokk kom ISShCh ISVW-22 ISW-22 Ice Tindra Jessy Var það Forynju Dropi sem var valinn besti rakki tegundar og hlaut þar með sitt fyrsta alþjóðlega- og íslenska stig. Tíkurnar tóku svo yfir en þar stóð bara ein upp úr með meistara efni og var það tík úr vinnuhunda flokknum, OB-II OB-I Forynju Bara Vesen og hlaut þar með sitt fyrsta íslenska- og alþjóðlega stig. Þar með hófst keppni um besta hund tegundar á milli Forynju Dropi og OB-II OB-I Forynju Bara Vesen og var það rakkinn sem fór með sigur að hólmi. Öldungarnir ISShCh ISVW-22 ISW-22 Ice Tindra Jessy og ISVW-22 ISW-22 ISVetCh ISObCh OB-III OB-II OB-I Vonziu's Asynja kepptu um besta öldung tegundar og var það ISShCh ISVW-22 ISW-22 Ice Tindra Jessy sem sigraði. Hlaut Jessy þar með sitt 3. öldungameistarastig og getur því sótt um titilinn ISVetCh. Óskar stjórn eiganda og ræktanda hennar innilega til hamingju. Enginn ungliði komst áfram að sinni. Besta ræktunarhóp átti Forynju ræktun Óskar deildin öllum til hamingju með árangurinn og hlökkum til að sjá ykkur á næstu sýningu sem er Schaferdeildarsýningin 22. apríl. Deildin vill einnig þakka Dýrafóður.is / Belcando fyrir styrki á verðlaunagripum og erum við þeim gríðarlega þakklát. 27.02.2023
Páskabingó og ganga SchäferdeildarinnarÞann 25.mars ætlar Schäferdeildin að halda sína fyrstu göngu sem og Páskabingó.
Við viljum endilega hitta ykkur kl 13 og labba með ykkur smá hring frá Sólheimakoti. Endum svo þar aftur og kl 14 munum við starta bingó veislu. Við erum þegar byrjaðar að safna bingóvinningum og getum við lofað glæsilegum vinningum fyrir heppna bingóspilara en myndir af vinningum og kynning á styrktaraðilum munu koma inn á facebook viðburð sem og instagram deildarinnar. Hvetjum ykkur til að fylgjast með þar! Kaffiveitingar verða til sölu í Sólheimakoti meðan birgðir endast. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest eiga góðan dag með okkur þann 25.mars! 13.02.2023
Fyrsta deildarsýning ársins
Schäferdeild HRFÍ kynnir fyrstu deildarsýningu ársins. Í tilefni af 35 ára afmæli deildarinnar hefur verið ákveðið að halda tvær sýningar árið 2023.
Fyrri sýningin verður þann 22.apríl í Reiðhöll Fáks í Víðidal. Dómarinn að þessu sinni verður Christoph Ludwig frá Þýskalandi. Skráning opnar miðnætti 14. febrúar og mun standa til 7.apríl. Athugið að takmörkuð pláss eru í boði á sýninguna og mun skráning loka fyrir tilsettan tíma ef hámarks fjölda skráninga er náð 30.01.2023
Hvolpasýning HRFÍ 29.janúarFyrsta hundasýning ársins var haldin þann 29. janúar en var það Hvolpasýning HRFÍ. Sýningin var haldin í Keflavík og voru það íslenskir dómaranemar sem dæmdu hátt í 120 hvolpa. Schäfer hvolparnir voru sex talsins, tveir síðhærðir og fjórir snögghærðir. Dómarinn var Erna Ómarsdóttir.
Fyrst mættu tveir síðhærðir rakkar til leiks í eldri hvolpaflokk, en það voru bræðurnir Dimmuspors All I Ever Wanted og Dimmuspors Addicted To You. Valdi Erna Dimmuspors Addicted To You sem besta hvolpinn, BOB Puppy. Snöggu hvolparnir mættu síðan til leiks en það var einn rakki skráður til leiks Dimmuspors Adventure. Snöggur tíkurnar voru þrjár, Miðvalla Alda, Miðvalla Aría og Dimmuspors Action. Vann Dimmuspors Action besta tík tegundar og keppti því við bróðir sinn um besta hvolpinn í snögghærðum schäfer, BOB Puppy. En það var tíkin Dimmuspors Action sem vann og endaði hún sem topp átta af Besta hvolp sýningar af öllum tegundum. Framtíðin er björt hjá þessum flottu hvolpum og óskum við eigendum þeirra og ræktendum til hamingju með árangurinn. 25.01.2023
Stigakeppni deildarinnar uppfærðTillaga Stjórnar Schäferdeildar að breytingu á fyrirkomulagi stigahæsta ræktanda schäferdeildarinnar var samþykkt á aðalfundi 18. janúar 2023.
Schäferdeildin stendur fyrir stigakeppni ár hvert þar sem bæði er keppt um stigahæstu hunda ársins í vinnu og á sýningum. Einnig er stigahæsti ræktandi deildarinnar heiðraður, en eins og fyrirkomulagið var, var eingöngu tekinn árangur á sýningum inn í myndina. Ekki má gleyma því að Schäferinn er fyrst og fremst vinnu tegund. Hundarnir eiga að uppfylla öll skilyrði tegundarinnar og er vinnueðlið alls ekki minna virði en útlit hundanna. Á mörgum stöðum erlendis getur hundur ekki klárað meistaratitilinn nema að hann ljúki vinnuprófum. Á Íslandi eru reglurnar mun léttvægari. Þess vegna vill stjórn deildarinnar gera sitt til þess að hvetja ræktendur og eigendur hunda til þess að taka þátt í vinnuprófum. Ræktun schäferhunda ætti ekki að snúast eingöngu um ræktun á sýningar hundum, eins og fram hefur komið er tegundin vinnu tegund og því jafn mikilvægt að stuðla að góðu vinnueðli. Stigahæsti ræktandi schäferhunda snýst alls ekki eingöngu um hundasýningar heldur ræktun tegundarinnar í heild sinni. Lagði því deildin til að bæta vinnuprófum við keppni um stigahæsta ræktanda deildarinnar. Samkvæmt reglum HRFÍ eiga stjórnin ræktunardeilda að standa vörð um ræktun viðkomandi hundakyns/kynja. Með því að gera vinnuprófunum jafn hátt undir höfði og sýningum, hvetur það ræktendur til þess að skrá í vinnupróf og hvetja fólkið sitt áfram. Með því verður ríkari krafa um að ræktunarhundar hafi lokið vinnuprófum og bætir þar með ræktun tegundarinnar á landinu. Einnig bætti stjórn því við að þegar hundur hlýtur meistaraefni, CK, á sýningum mun hundur fá eitt stig í keppninni um stigahæsta hunda á sýningum. Hérna má lesa um reglur stigakeppninnar 19.01.2023
Ársfundur deildarinnar lokiðÁrsfundur deildarinnar var haldinn í gær og var góð mæting.
Kosið var í nýja stjórn en þær Eygló Anna og Kristín Erla halda sínum sætum sem formaður og varaformaður. Inn í deildina komu þrjár nýjar dömur en meira um fundinn má lesa í fundargerðinni. Lesa hér. Ársskýrsla deildarinnar var lesin upp fyrir gesti en einnig er hægt að lesa hana hér. Takk fyrir komuna þið sem mættuð og óskum við nýrri stjórn velgengni á árinu. 5.01.2023
Ársfundur Schaferdeildarinnar
Ársfundur Schäferdeildar HRFÍ verður haldinn miðvikudaginn 18. janúar 2023 kl.19 á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15. 2. hæð.
Dagskrá fundar 1. Kosning fundarstjóra og ritara 2. Ársskýrsla deildar 3. Reikningar deildarinnar 4. Kosning stjórnar (3 sæti laus. Tvö til tveggja ára og 1 sæti til eins árs) 5. Önnur mál Kosningarétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda eða hafa verið skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild í tvö ár og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni. Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla. Hlökkum til að sjá ykkur Stjórn Schäferdeildar |
Viðburðardagatal:
Sýningaþjálfun 06.06 Láttu í þér heyra. Allar almennar fyrirspurnir er varða málefni deildarinnar skulu sendast á beint á ræktunarstjórn deildarinnar. Fyrirspurnum er svarað strax eða eftir næsta stjórnarfund, allt eftir eðli málsins.
Ef þú ert með ábendingu er varða rangar upplýsingar á vefsíðunni okkar getur þú sent stjórn deildarinnar vefpóst með beiðni um leiðréttingu eða fyllt út í formið hér að ofan. Við viljum heyra hvað þú hefur að segja um starfsemi deildarinnar. Láttu okkur vita hvað þú ert ánægð/ur með og komdu með ábendingu um það sem betur má fara. Allar athugasemdir og hugmyndir eru vel þegnar. Netfang stjórnar Schäferdeildarinnar er schaferdeild@gmail.com. |