Schäferdeild hrfí
  • Fréttir
    • Fréttir 2022
    • Fréttir 2021
    • Fréttir 2020
    • Fréttir 2019
    • Fréttir 2018
    • Fréttir 2017
    • Fréttir 2016
    • Fréttir 2015
    • Fréttir 2014
    • Fréttir 2013
    • Fréttir 2012
    • Fréttir 2011
    • Fréttir 2010
  • Deildin
  • Sýningar
  • VInnupróf
  • Ræktun
  • Hvolpar / got
  • Gagnagrunnur
    • 2012
    • 2013
    • 2014
    • 2015
    • 2016
    • 2017
    • 2018
    • 2019
    • 2020
    • 2021
    • 2022
    • 2023
  • Myndir

30.01.2023

Fyrsta sýning ársins

Fyrsta hundasýning ársins var haldin þann 29. janúar en var það Hvolpasýning HRFÍ. Sýningin var haldin í Keflavík og voru það íslenskir dómaranemar sem dæmdu hátt í 120 hvolpa. Schäfer hvolparnir voru sex talsins, tveir síðhærðir og fjórir snögghærðir. Dómarinn var Erna Ómarsdóttir. 
Fyrst mættu tveir síðhærðir rakkar til leiks í eldri hvolpaflokk, en það voru bræðurnir Dimmuspors All I Ever Wanted og Dimmuspors Addicted To You. Valdi Erna Dimmuspors Addicted To You sem besta hvolpinn, BOB Puppy. 
Snöggu hvolparnir mættu síðan til leiks en það var einn rakki skráður til leiks Dimmuspors Adventure. 
Snöggur tíkurnar voru þrjár, Miðvalla Alda, Miðvalla Aría og Dimmuspors Action. Vann Dimmuspors Action besta tík tegundar og keppti því við bróðir sinn um besta hvolpinn í snögghærðum schäfer, BOB Puppy.  En það var tíkin Dimmuspors Action sem vann og endaði hún sem topp átta af Besta hvolp sýningar af öllum tegundum. 
Framtíðin er björt hjá þessum flottu hvolpum og óskum við eigendum þeirra og ræktendum til hamingju með árangurinn. 
Picture
Picture
25.01.2023

Stigakeppni deildarinnar uppfærð 


Tillaga Stjórnar Schäferdeildar að breytingu á fyrirkomulagi stigahæsta ræktanda schäferdeildarinnar var samþykkt á aðalfundi 18. janúar 2023.

Schäferdeildin stendur fyrir stigakeppni ár hvert þar sem bæði er keppt um stigahæstu hunda ársins í vinnu og á sýningum. Einnig er stigahæsti ræktandi deildarinnar heiðraður, en eins og fyrirkomulagið var, var eingöngu tekinn árangur á sýningum inn í myndina.

Ekki má gleyma því að Schäferinn er fyrst og fremst vinnu tegund. Hundarnir eiga að uppfylla öll skilyrði tegundarinnar og er vinnueðlið alls ekki minna virði en útlit hundanna. Á mörgum stöðum erlendis getur hundur ekki klárað meistaratitilinn nema að hann ljúki vinnuprófum. Á Íslandi eru reglurnar mun léttvægari. Þess vegna vill stjórn deildarinnar gera sitt til þess að hvetja ræktendur og eigendur hunda til þess að taka þátt í vinnuprófum. 

Ræktun schäferhunda ætti ekki að snúast eingöngu um ræktun á sýningar hundum, eins og fram hefur komið er tegundin vinnu tegund og því jafn mikilvægt að stuðla að góðu vinnueðli. Stigahæsti ræktandi schäferhunda snýst alls ekki eingöngu um hundasýningar heldur ræktun tegundarinnar í heild sinni. Lagði því deildin til að bæta vinnuprófum við keppni um stigahæsta ræktanda deildarinnar. 

Samkvæmt reglum HRFÍ eiga stjórnin ræktunardeilda að standa vörð um ræktun viðkomandi hundakyns/kynja. Með því að gera vinnuprófunum jafn hátt undir höfði og sýningum, hvetur það ræktendur til þess að skrá í vinnupróf og hvetja fólkið sitt áfram. Með því verður ríkari krafa um að ræktunarhundar hafi lokið vinnuprófum og bætir þar með ræktun tegundarinnar á landinu. 

Einnig bætti stjórn því við að þegar hundur hlýtur meistaraefni, CK, á sýningum mun hundur fá eitt stig í keppninni um stigahæsta hunda á sýningum.    
​
Hérna má lesa um reglur stigakeppninnar

19.01.2023

Ársfundur deildarinnar lokið 


Ársfundur deildarinnar var haldinn í gær og var góð mæting. 
Kosið var í nýja stjórn en þær Eygló Anna og Kristín Erla halda sínum sætum sem formaður og varaformaður.
Inn í deildina komu þrjár nýjar dömur en meira um fundinn má lesa í fundargerðinni.
Lesa hér. 

Ársskýrsla deildarinnar var lesin upp fyrir gesti en einnig er hægt að lesa hana hér. 
​
Takk fyrir komuna þið sem mættuð og óskum við nýrri stjórn velgengni á árinu. 
5.01.2023

​Ársfundur Schaferdeildarinnar


Ársfundur Schäferdeildar HRFÍ verður haldinn miðvikudaginn 18. janúar 2023 kl.19 á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15. 2. hæð.
Dagskrá fundar
1. Kosning fundarstjóra og ritara
2. Ársskýrsla deildar
3. Reikningar deildarinnar
4. Kosning stjórnar (3 sæti laus. Tvö til tveggja ára og 1 sæti til eins árs)
5. Önnur mál 

Kosningarétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda eða hafa verið skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild í tvö ár og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni.

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla. Hlökkum til að sjá ykkur
Stjórn Schäferdeildar
Picture
Nýlega uppfært:
Fréttir 
​Viðburðardagatal: 

    Sendu ábendingu eða  fyrirspurn.

Submit
Láttu í þér heyra. Allar almennar fyrirspurnir er varða málefni deildarinnar skulu sendast á beint á ræktunarstjórn deildarinnar. Fyrirspurnum er svarað strax eða eftir næsta stjórnarfund, allt eftir eðli málsins.

Ef þú ert með ábendingu er varða rangar upplýsingar á vefsíðunni okkar getur þú sent stjórn deildarinnar vefpóst með beiðni um leiðréttingu eða fyllt út í formið hér að ofan.

Við viljum heyra hvað þú hefur að segja um starfsemi deildarinnar. Láttu okkur vita hvað þú ert ánægð/ur með og komdu með ábendingu um það sem betur má fara. Allar athugasemdir og hugmyndir eru vel þegnar.

Netfang stjórnar Schäferdeildarinnar er schaferdeild@gmail.com.
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Fréttir
    • Fréttir 2022
    • Fréttir 2021
    • Fréttir 2020
    • Fréttir 2019
    • Fréttir 2018
    • Fréttir 2017
    • Fréttir 2016
    • Fréttir 2015
    • Fréttir 2014
    • Fréttir 2013
    • Fréttir 2012
    • Fréttir 2011
    • Fréttir 2010
  • Deildin
  • Sýningar
  • VInnupróf
  • Ræktun
  • Hvolpar / got
  • Gagnagrunnur
    • 2012
    • 2013
    • 2014
    • 2015
    • 2016
    • 2017
    • 2018
    • 2019
    • 2020
    • 2021
    • 2022
    • 2023
  • Myndir