03.02.2025
Ársskýrsla og ársreikningarÞann 27. janúar var aðalfundur félagsins haldinn í húsnæði HRFÍ. Mætingin var frekar slæm miða við félagsmenn deildarinnar og fjölda ræktenda. En tveir utan að komandi einstaklingar mættu ásamt stjórn. Farið var yfir ársskýrslu og ársreikningadeildarinnar.
Nýir stjórnarmeðlimir mættu til leiks en það voru þær, Hildur Kristín og Birgitta Olsen sem bættust við. Marta Sólveig bauð kost á sér aftur og Eygló Anna og Hildur Sif eru enn inn í stjórn. Þökkum Önnu Lilju og Karolínu fyrir þeirra störf síðasta árið. Ársskýrslu og ársreikningar deildarinnar má finna hér 02.02.2025
Deildarsýning Schäferdeildarinnar 5. og 6. aprílSpennan magnast!
Búið er að opna fyrir skráningu á tvöfalda deildarsýningu schäferdeildarinnar helgina 5. og 6. apríl. Skráning fer fram á hundavef HRFÍ. Það stefnir í stórskemmtilega helgi þar sem félagarnir Erich Bösl og Rainer Mast dæma og verðar sýningarnar staðsettar í reiðhöll hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi. Við hlökkum til að eiga frábæra helgi með skemmtilegu fólki á Selfossi. Skráningu lýkur föstudaginn 21. mars. 17.01.2025
Aðalfundur Schäferdeildarinnar Mánudaginn 27. janúar klukkan 18:30 – 20:00 verður aðalfundur félagsins haldinn. Fundurinn verður haldinn í húsnæði HRFÍ - Melabraut 17, 220 Hafnarfirði.
Við munum fara yfir viðburði og árangur ársins, ræða komandi verkefni og kjósa í nýja stjórn - þrjú pláss laus Allir félagsmenn hvattir til að mæta og minnum á að vera búin að greiða félagsgjöld hjá félaginu. Hlökkum til að sjá ykkur! |
Nýlega uppfært:
Viðburðardagatal:
Láttu í þér heyra. Allar almennar fyrirspurnir er varða málefni deildarinnar skulu sendast á beint á ræktunarstjórn deildarinnar. Fyrirspurnum er svarað strax eða eftir næsta stjórnarfund, allt eftir eðli málsins.
Ef þú ert með ábendingu er varða rangar upplýsingar á vefsíðunni okkar getur þú sent stjórn deildarinnar vefpóst með beiðni um leiðréttingu eða fyllt út í formið hér að ofan. Við viljum heyra hvað þú hefur að segja um starfsemi deildarinnar. Láttu okkur vita hvað þú ert ánægð/ur með og komdu með ábendingu um það sem betur má fara. Allar athugasemdir og hugmyndir eru vel þegnar. Netfang stjórnar Schäferdeildarinnar er [email protected]. |