08.12.2022Heiðrun Schaferdeildarinnar fyrir árið 2022Hin árlega heiðrun Schaferdeildarinnar var haldinn í kvöld þann 7. desember og voru það stigahæstu hundarnir af sýningum ársins og úr vinnuprófum sem fengu veitta viðurkenningu fyrir árangur ársins.
Byrjað var á sýningar hundunum. - RW-22 Dior av Røstadgården - stigahæsta tík schafer snögghærður - ISShCh ISJCH RW-21-22 Ice Tindra Merlin - stigahæsti hundur schafer snögghærður - ISJCh Eldbergs Birta - stigahæsti ungliði schafer snögghærður - ISVW-22 ISW-22 SObCh OB-III OB-II OB-I Vonziu's Asynju - stigahæsti öldungur schafer snögghærður - IC.I.E. ISVW-22 ISShCh NORDICCHh NLM RW-17 Ice Tindra Joss - Stigahæsta tik schafer síðhærður - ISShCh RW-21-22 Ice Tindra Rocky - Stigahæsti rakki schafer síðhærður - ISJCh Ice Tindra Zia- Stigahæsti ungliði schafer síðhærður - C.I.E ISShCh RW-15 NLW-15 Gjósku Rökkvi-Þór - Stigahæsti öldungur schafer síðhærður Efstu þrír vinnuhundarnir í vinnuprófum voru svo heiðraðir fyrir árangurinn sinn á árinu. Hlýðni brons: 1, OB-I Tinnusteins Aurskriða 2. OB-I Forynju Einstök 3. Forynju Dropi Hlýðni I: 1. OB-I Tinnusteins Aurskriða 2. OB-I Forynju Einstök 3. Gjósku Ylur Hlýðni II: 1. OB-I OB-II Forynju Bara Vesen Spor I: 1. Forynju Bestla 2. Forynju Bría Spor II: 1. Forynju Breki 2. Forynju Bestla 3, OB-I OB-II Forynju Bara Vesen Spor Elite: ISEliteTrCh ISObCh ISTrCh OB-III OB-II OB-I Forynju Aska Þetta er í fyrsta sinn sem að Schafer hundur líkur Spor Elite prófi og var því Ösku og eiganda hennar gefin blóm ásamt verðlaunagrip fyrir þennan glæsilega árangur. Óskar deildin eigenda hennar til hamingju með árangurinn. Einnig heiðruðum við stigahæstu ræktun ársins fyrir sýningar en það var Ice Tindra ræktun, eigandi Kristjana Bergsteinsdóttir sem fékk viðurkenningu og blómvönd fyrir árangurinn. En og aftur til hamingju með árangurinn. Viljum við óska eigendum og ræktendum þessara hunda innilega til hamingju með árangurinn og vonir um áframhaldandi velgengni í framtíðinni. Einnig viljum við þakka þeim hjá Dýrafóður.is - Belcando fyrir virkilega gott samstarf á árinu, en allir þeir verðlaunagripir sem veittir hafa verið fyrir árið er í boði þeirra. Þúsund þakkir. 02.12.2022
Ísland Winner og Winter Wonderland sýning HRFÍ 26-27. nóvember Eftir ansi þétt og langt sýningar ár var síðasta sýning ársins hjá HRFÍ haldin með pompi og prakt helgina 26-27 nóvember sl. 54 snögghærðir og 26 síðhærðir schäferhundar voru skráðir til leiks og dómarinn að þessu sinni var hinn Norski Per Kr. Andersen.
Dómur hófst á snögghærða afbrigði tegundarinnar og fyrst var það ungviðaflokkur 4-6 mánaða. Besti hvolpur tegundar í þeim flokki varð Miðvalla Amigo og systir hans hún Miðvalla Aría var annar besti hvolpur tegundar. Í hvolpaflokki 6-9 mánaða voru það Ice Tindra Team Fulfur sem varð annar besti hvolpur tegundar. Besti hvolpur tegundar sem og besti hvolpur dagsins varð þriðju sýninguna í röð Kolgrímu Real Feelings. Óskar stjórn deildarinnar eigendum og ræktendum þessara efnilegu hvolpa til hamingju. Að loknum dómi hvolpanna mættu hundar frá 9. mánaða aldri og uppúr. Á sýningunni voru nýir titlar veittir í fyrsta sinn, eða svokallaðir Ísland Winner titlar sem bestu ungliðar- öldungar og hundar af hvoru kyni tegundar hljóta. Bestu ungliðar tegundar urðu got systkinin Forynju Gizmo og Forynju Gló. Hlutu þau bæði sín fyrstu ungliða meistarastig og titlana ISJW-22. Gizmo tók gullið af systur sinni og valdi Per hann sem besta ungliða tegundar BOB junior. Bestu öldungar sem og bestu hundar tegundar voru þau Ice Tindra Jessy og ISVETCH ISObCh OB-I OB-II OB-III Vonziu's Asynja. Ice Tindra Jessy var valinn annar besti hundur tegundar og hlaut þar með sitt þriðja íslenska meistarastig og geta eigendur hans nú sótt um staðfestingu á Íslenskum sýningarmeistaratitli. Óskar stjórnin eigendum og ræktanda hans innilega til hamingju með það. Jessy hlaut einnig sitt annað öldunga meistarastig, fyrsta Norðurlanda meistarastig sem og titlana ISVW-22 og ISW-22. Vonziu's Asynja stóð uppi sem sigurvegari tegundarinnar aðeins nokkrum dögum frá 9 ára afmælinu sínu. Asynja hlaut þar sitt annað Íslenska meistara stig, sitt fyrsta Norðurlanda meistarastig og titlana ISVW-22 og ISW-22. Síðar um daginn mætti hún í tegundarhóp 1 þar sem hún gerði sér lítið fyrir og hreppti 2. Sætið. Besta ræktunarhóp tegundar og annan besta ræktunarhóp dagsins átti Ice Tindra ræktun. Eftir hádegið mættu svo síðhærðu hundarnir á svæðið. Hvolpaflokkur 6-9 mánaða var fyrstur og varð Dimmuspors All I Ever Wanted annar besti hvolpur tegundar og Ice Tindra Team Fura besti hvolpur tegundar. Óskar stjórn eigendum og ræktendum þessara fallegi hvolpa til hamingju með árangurinn. Besta ungliða tegundar valdi Per Ice Tindra Zia, og hlaut hún titilinn ISJW-22. Þar sem að hún er þegar orðin ungliðameistari þa rann stigið niður til systur hennar, Ice Tindra Zasha. Besti öldungur tegundar varð C.I.E. NORDICCh ISShCh RW-17 NLM Ice Tindra Joss. En bætir hún þá við sig enn öðrum titli ISVW-22, en hún hlaut einnig sitt annað öldungameistarastig. Besti rakki tegundar kom að þessu sinni úr unghundaflokki og var það hinn ungi Svarthamars Mosi. Hlaut hann þar sín fyrstu meistarastig, Íslenskt og Norðurlanda. Einnig hlaut hann titilinn ISW-22 og varð annar besti hundur tegundar, BOS. Besta tík og besti hundur tegundar varð Svarthamars Jara úr opnum flokki. Eins og Mosi hlaut hún sín fyrstu meistarastig bæði Íslenskt og Norðurlanda sem og titilinn ISW-22. Besta ræktunarhóp tegundar átti Svarthamars ræktun. Stjórn deildarinnar vill óska öllum til hamingju með velgengni helgarinnar og þakka fyrir stórt og mjög viðburðaríkt ár. Einnig vil stjórnin senda sérstakar þakkir til styrktaraðila deildarinnar, Belcando - dýrafóður.is fyrir ómetanlegan stuðning á árinu. 21.11.2022
Hlýðnipróf 20. nóvemberTíunda Hlýðnipróf Vinnudadeildar HRFÍ var haldið í Reiðskemmu Sprettara Hattarvöllum sunnudaginn 20. nóvember. Tíu hundar voru skráðir í prófið, þar af tveir schäfer hundar.
Prófað var í fjórum flokkum tveir hundar skráðir í Brons – fimm skráðir í Hlýðni I – tveir skráðir í Hlýðni II og einn í Hlýðni III Hlýðni I: Í 1. sæti með 181,5 stig I. einkunn og Forynju Einstök IS31435/21 – German shepherd dog og Hildur S Pálsdóttir Dómari: Þórhildur Bjartmarz Prófstjóri: Marta S. Björnsdóttir Ritari: Tinna Ólafsdóttir Forynju Einstök og Hildur náðu I. einkunn í þriðja sinn í dag og uppfylla þar með skilyrði fyrir OB-I titil, óskar deildin ræktenda og eiganda innilega til hamingju með árangurinn. Myndir og upplýsingar eru fengnar hjá Hundslífspóstur.is 20.11.2022
Hlýðnipróf 23. októberHlýðnipróf Vinnudadeildar HRFÍ nr 9 var haldið í Reiðskemmu Sprettara Hattarvöllum sunnudaginn 23. október. Prófað var í þremur flokkum; 2 hundar skráðir í Brons – átta skráðir í Hlýðni I og tveir skráðir í Hlýðni II. Schäferdeildin átti sitthvorn fulltrúan í Hlýðni Brons og Hlýðni I.
Hlýðni brons: Í I. sæti með 135 stig Forynju Gleym Mér Ei IS32349/22 – German shepherd dog og Anna Lilja Dögg Gunnarsdóttir Hlýðni I: Í 2. sæti með 178,5 stig I. einkunn og Silfurmerki HRFÍ Forynju Einstök IS31435/21 – German shepherd dog og Hildur S Pálsdóttir Dómari: Silja Unnsteinsdóttir Prófstjóri: Þórhildur Bjartmarz Ritari: Tinna Ólafsdóttir Deildin óskar eigendum og ræktendum innilega til hamingju með árangurinn. Myndir og upplýsingar eru fengnar hjá Hundslífspóstur.is 19.11.2022
Tvöfalt hlýðnipróf á Akureyri 24. og 25. septemberÁrlegt hlýðnipróf Svæðafélags Norðurlands og Vinnuhundadeildar HRFÍ fór fram helgina 24. og 25. september í Reiðhöll Léttis Akureyri. Ellefu hundar voru skráðir báða dagana og þar af 3 schäfer hundar sem allir tóku þátt í Hlýðni I. Þetta var sjöunda og áttunda hlýðnipróf ársins 2022. Að þessu sinni voru einungis skráningar í tveimur flokkum Hlýðni I og II. Einkunnir laugardagsins: Í 2 -3. sæti með 171,5 stig I. einkunn og Silfurmerki HRFÍ Gjósku Ylur IS28572/20 – German shepherd dog og Katrín Jóna Jóhannsdóttir Í 5. sæti með 129,5 stig III. einkunn Forynju Einstök IS31435/21 – German shepherd dog og Hildur S Pálsdóttir Einkunnir sunnudagsins: Í 3. sæti með 160 stig I. einkunn Forynju Einstök IS31435/21 – German shepherd dog og Hildur S Pálsdóttir Í 6. sæti með 120 stig III. einkunn Gjósku Ylur IS28572/20 – German shepherd dog og Katrín Jóna Jóhannsdóttir Dómari: Albert Steingrímsson Prófstjóri: Elín Þorsteinsdóttir Ritarar: Brynja og Anna Deildin óskar eigendum og ræktendum innilega til hamingju með árangurinn. Myndir og upplýsingar eru fengnar hjá Hundslífspóstur.is 15.10.2022
Alþjóðleg haustsýning HRFÍ 8 okt.Næst síðasta hundasýning ársins fór fram helgina 8.-9. október í Samskipahöllinni Kópavogi. Samtals voru um 80 hundar skráðir til leiks í snögghærðum og síðhærðum schäfer. Dómari tegundarinnar var Markku Kipinä frá Finnlandi.
Markku byrjaði daginn á að dæma síðhærðan schäfer og voru þar hvolpar fyrstir í dóm. Þar stóð upp úr sem besta ungviði 4-6 mánaða hvolpurinn Dimmuspors Addicted To You. Í eldri hvolpaflokk voru það gotsystkinin Ice Tindra Team Bac og Ice Tindra Team Blues sem fóru með sigur að hólmi í sínum flokkum en endaði tíkin Ice Tindra Team Blues sem sigurvegari í hvolpaflokki 6-9 mánaða. Þá var komið að eldri hundunum og byrjað var á rökkunum sem voru sex samtals. Það var ISShCh RW-21-22 Ice Tindra Rocky úr meistaraflokk sem varð besti rakki tegundar. Fékk hann sitt fjórða og síðasta alþjóðlega meistarastig og bíður hann því staðfestingar á titlinum C.I.E. eða Alþjóðlegur Sýningarmeistari. Óskar stjórn eigendum og ræktanda innilega til hamingju með árangurinn. Þar sem að Rocky er orðinn íslenskur meistari þá gekk íslenska meistarastigið niður til 2. besta rakka tegundar, Forynju Ecco, en var þetta hans annað íslenska meistarastig. Fékk hann einnig sitt annað íslenska ungliða meistarastig og bíður nú staðfestingar á titlinum ISjCh eða Íslenskur Ungliðameistari. Óskar stjórn eiganda og ræktenda hans til hamingju með titilinn. Besta tík tegundar kom að þessu sinni úr öldungaflokk og var það C.I.E ISShCh NORDICCHh NLM RW-17 Ice Tindra Joss og hlaut hún sitt fyrsta íslenska öldunga meistarastig. En þar sem Joss er bæði íslenskur og alþjóðlegur sýningarmeistari þá rann alþjóðlega meistarastigið niður til ISShCh RW-21 Kolgrímu Oh My God sem var 2. besta tík tegundar og íslenska meistarastigið rann niður til Eldbergs Öskju sem var 3. besta tík tegundar. Það var síðan hún Ice Tindra Zia sem hreppti íslenska ungliða meistarastigið í flokki tíka en þetta var hennar annað ungliða meistarastig og bíður hún nú staðfestingar á titlinum ISjCh eða Íslenskur Ungliðameistari. Óskar stjórn eigendum og ræktenda hennar til hamingju með árangurinn. Þá var komið að velja bestu hunda tegundar og fyrst var það besti ungliði tegundar en þar kepptu Forynju Ecco og Ice Tindra Zia og valdi Markku hann Forynju Ecco sem besta ungliða tegundar. Síðan var besti öldungur tegundarinnar og var það hún C.I.E ISShCh NORDICCHh NLM RW-17 Ice Tindra Joss. Þá var það besti hundur tegundar, en þá öttu kappi mæðginin C.I.E ISShCh NORDICCHh NLM RW-17 Ice Tindra Joss. og ISShCh RW-21-22 Ice Tindra Rocky. En að þessu sinni var það hún C.I.E ISShCh NORDICCHh NLM RW-17 Ice Tindra Joss sem endaði uppi sem sigurvegari. Joss fór þaðan og keppti um sæti í tegundarhóp 1 og uppskar hún 2. sætið. Besta ræktunarhóp átti Ice Tindra ræktun Strax í framhaldi var komið að þeim snögghærðu og byrjað var á hvolpum 4-6 mánaða. Þar valdi Markku Kolgrímu Real Feelings sem bestu tík og Ice Tindra Team Fulfur besta rakka. Var það Kolgrímu Real Feelings sem var valin besta ungviði tegundar og fór síðan og keppti um besta ungviði dagsins og landaði hún þar 1.sætinu. Í eldri hvolpaflokk var Gjósku Örlaganorn valin besta tík og Ice Tindra Team Bruno besti rakki. Gjósku Örlaganorn var í framhaldi valin sem sigurvegari eldri hvolpa. Fullorðnu hundarnir voru 42 talsins. Besta rakki tegundar var öldungurinn Ice Tindra Jessy. Hann fékk við valið sitt fyrsta öldunga meistarastig og annað íslenska meistarastig. Alþjóðlega meistarastigið stigið gekk til meistarans Lider von Panoniansee sem var 2.besti rakki tegundar. Besta tík tegundar var meistarinn ISShCh ISjCh Ice Tindra Liv og hlaut hún alþjóðlegt meistarastig. Íslenska meistarastigið gekk til ungliðans Gjósku Ægifagra Easy Unudóttir en hún var 2.besta tík tegundar og fékk hún einnig sitt fyrsta íslenska ungliða meistarastig. Þá var komið að því að velja bestu hundana í flokki snögghærðra og var það hún Gjósku Ægifagra Easy Unudóttir sem varð besti ungliði tegundar, í framhaldi fór hún og keppti um sæti í besta ungliða í tegundarhóp 1 og landaði hún 1. sætinu og á sunnudeginum fór hún og keppti um besta ungliða sýningar og hreppti hún 4. sæti. Besti öldungur tegundar varð Ice Tindra Jessy. Þá var valið um besta hund tegundar en þar mættust Ice Tindra Jessy og ISShCh ISjCh Ice Tindra Liv. Markku valdi Ice Tindra Jessy sem besta hund tegundar. Besta ræktunarhóp átti Kolgrímu ræktun og endaði sá hópur sem besti ræktunarhópur dagsins. Óskar deildin öllum til hamingju með árangurinn og hlökkum til að sjá ykkur á næstu sýningu. Allir verðlauna gripir sem sigurvegarar fengu eru gefnir af Belacando- Dýrafóður.is og þakkar deildin þeim kærlega fyrir flott samstarf 21.09.2022
Þriðja ganga deildarinnar 2022Þann 18. september héldu vaskir göngumenn af stað í göngu um Heiðmörk.
Gangan átti að fara fram deginum áður en vegna Bakgarðs hlaupsins var ákveðið að færa hana um einn dag. Veðrið lék við þá sem mættu og er alltaf gaman að sjá slíka fyrirmyndar hunda saman. Deildin vill þakka öllum þeim sem gáfu sér tíma til að mæta og hlökkum við til að sjá sem flesta aftur í næstu göngu ! 21.09.2022
Sporapróf 18. septemberFjórða sporapróf ársins var haldið við Nesjavallarveg sunnudaginn 18 september. Fjórir hundar voru prófaðir, allir Schäfer hundar, einn í Spori I, einn í Spori II og tveir í Spori III. Í Spori I er lögð 300 metra slóð, í Spori II 1000 metra slóð, og í Spori III 1200 metra slóð.
Veður var afleitt fyrir sporapróf sterk suð-austan átt og rigning Einn hundur fékk skráða einkunn í þessu prófi : Með 71 stig 3. einkunn í Spori II Forynju Bría IS26983/19 German shepherd dog og Karolina Aleksandra Styrna Prófstjóri: Marta Sólveig Björnsdóttir Dómari: Þórhildur Bjartmarz Deildin óskar eigendum og ræktanda innilega til hamingju með glæsilegan árangur Upplýsingar fengnar af heimasíðu Vinnuhundadeildar HRFÍ 16.09.2022
Hlýðnipróf 11. septemberSjötta hlýðnipróf ársins var haldið sunnudaginn 11. september í reiðskemmu Sprettara. Sex hundar voru skráðir í prófið þar af einn schäfer hundur. Einungis fjórir voru mættir við nafnakall kl 10.
Hlýðni I 1. sæti með 178,5 stig 1.einkun IS30408/21 Tinnusteins Aurskriða Þetta var annað prófið í röð sem Tinnusteins Aurskriða var í efsta sæti í Hlýðni I. Deildin óskar eigenda og ræktenda innilega til hamingju með glæsilegan árangur. Dómari: Þórhildur Bjartmarz Prófstjóri: Berglind Gísladóttir Ritari: Helga Þórunn Myndir og upplýsingar fengnar af heimasíðu Vinnuhundadeildar HRFÍ 13.09.2022
Ganga með deildinni 18.sept ! ATH breytt dagsetning! Næsta ganga deildarinnar verður haldin sunnudaginn 18 september kl 13.00 í Heiðmörk.
Við munum hittast á bílastæðinu við Heiðmerkurveg (þar sem grill aðstaðan er), keyrt er inn hjá Rauðhólum, yfir brúnna og er bílastæðið sem við ætlum að hittast á við brúnna. Genginn verður góður hringur frá bílastæðinu. Eftir gönguna þá þá mun deildin bjóða upp á pylsur sem við grillum saman en hver og einn kemur með sína drykki. Hlökkum til að sjá sem flesta ! 12.09.2022
Sporapróf vinnuhundadeildar 9.septÞriðja sporapróf ársins var haldið við Nesjavallarveg þriðjudaginn 9. september. Þrír hundar voru prófaðir og voru það allt schäferhundar, einn í Spori I og tveir í Spori II. Í Spori I er lögð 300 metra slóð og í Spori II 1000 metra slóð.
Tveir hundar fengu skráða einkunn, báðir í Spori II. Spor II 1. sæti: Forynju Breki með 100 stig af 100 mögulegum og 1.einkunn 2. sæti: Forynju Bestla með 98 stig af 100 mögulegum og 1.einkunn Dómari: Albert Steingrímsson Prófstjóri: Tinna Ólafsdóttir Deildin óskar eigendum og ræktendum innilega til hamingju með glæsilegan árangur. 5.09.2022
Deildarsýning Schäferdeildarinnar 3. september '22Eftir langa Covid pásu, hélt schäferdeildin loksins glæsilega deildarsýningu. Sýningin var sú allra stærsta í sögu deildarinnar, en 98 hundar voru skráðir til leiks.
Svein Egil Vagle frá Noregi var dómarinn okkar að þessu sinni. Dæmdi hann hundana af kostgæfni og fólk hafði orð á því hversu gaman var að mæta til hans í hringinn. Fyrst mættu til leiks 9 síðhærðir hvolpar og 20 snöggir. Í yngri flokki síðhærðra hvolpa voru það Ice Tindra Team Fura og Dimmuspors After All sem þóttu best í sínum flokkum. Ice Tindra Team Fura varð besti hvolpur tegundar og beið eftir úrslitum um besta ungviði sýningar. Í hvolpaflokki 6-9 mánaða voru það systkinin Ice Tindra Team Bac og Ice Tindra Team Blues sem stóðu upp úr og var það tíkin Ice Tindra Team Blues sem varð besti hvolpur tegunda og beið einnig í eftirvæntingu eftir besta hvolpi sýningar. Í snögghærðu hvolpunum þóttu hlutskörpust í 3-6 mánaða flokki, systkinin Kolgrímu Real Player og Kolgrímu Real Feelings. Svein valdi Kolgrímu Real Feelings sem besta hvolp tegundar og tók því einnig bið eftir best in show hjá henni. Í eldri flokki hvolpa voru það Ice Tindra Team Boss og Forynju Grace sem Svein fannst skera sig úr fjöldanum og varð það svo Forynju Grace sem hann valdi sem besta hvolp tegundar. Þá stóð hr. Egil Vagle uppi með 2 ungviði og 2 hvolpa og erfitt val um bestu hvolpa sýningar. Í flokki 3-6 mánaða varð það Kolgrímu Real Feelings sem bar sigur úr bítum og besti hvolpur sýningar 6-9 mánaða varð Forynju Grace. Um 11 leitið hófst svo dómur í eldri flokkum og byrjað var á að dæma síðhærða afbrigði tegundarinnar. Til leiks voru 27 hundar skráðir. Besta rakka tegundar valdi Svein úr meistaraflokki ISShCh RW-21-22 Ice Tindra Rocky, þar sem að hann er orðinn meistari rann íslenska meistarastigið niður til 2. Besta rakka tegundar, Ásgarðsfreyju Skaðvalds, en er það hans 3. Meistarastig og bíður hann því staðfestingar á titlinum Íslenskur sýningar meistari, ISShCh. Óskar stjórn eiganda og ræktanda hans innilega til hamingju. Besti ungliða rakki var Forynju Efi og hlaut hann sitt fyrsta ungliðameistarastig. Besta tík tegundar kom einnig úr meistaraflokki, en það var hin tæplega 8 ára gamla C.I.E ISShCh NORDICCHh NLM RW-17 Ice Tindra Joss. Rann íslenska meistarastigið niður til dóttur Joss, hennar Ice Tindra Romy. Besta ungliða tíkin var svo Gjósku Þula og hlaut hún þar sitt annað ungliðameistarastig og bíður því staðfestingar á titlinum Íslenskur ungliða meistari. Óskar stjórn eiganda og ræktendum hennar til hamingju með titilinn. Besta hund tegundar valdi Svein C.I.E ISShCh NORDICCHh NLM RW-17 Ice Tindra Joss. Besti Ungliði tegundar varð Forynju Efi, ISShCh ISJCh Gjósku www.Píla. is átti besta afkvæmahóp tegundar og Ice Tindra ræktun átti besta ræktunar hóp tegundar. Biðu þessir hundar eftir úrslitum seinna um daginn. Þá tók við dómur í 42 snögghærðum hundum, en þar valdi dómarinn úr opnum flokki besta rakka tegundar RW-19 Lider von Panoniansee. Hlaut hann þar sitt 3. Íslenska meistarastig og bíður hann nú staðfestingar á titlinum Íslenskur sýningar meistari. Óskar stjórn eiganda hans innilega til hamingju. Besta tík tegundar kom svo úr vinnuhunda flokki, en það var ISEliteTrCh ISObCh ISTrCh OB-III OB-II OB-I Forynju Aska og hlaut hún sitt 2. Íslenska meistarastig. Besti öldungur tegundar var ISObCh OB-III OB-II OB-I Vonziu's Asynja, en hún fékk þar með sitt 3. Öldungameistarastig og bíður nú staðfestingar á titlinum ISVetCh. Óskar stjórn eiganda hennar til hamingju með nýjan titil. Besti hundur tegundar varð ISEliteTrCh ISObCh ISTrCh OB-III OB-II OB-I Forynju Aska. Besti öldungur varð ISObCh OB-III OB-II OB-I Vonziu's Asynja. Besta afkvæmahóp átti RW-19 Lider von Panoniansee og besti ræktunarhópur tegundar var Forynju ræktun. Þá hófust úrslit um bestu hunda sýningar. En fyrst mætti Besti Ungliði sýningar Forynju Efi og tók sigur hring. Besti Öldungur sýningar var ISObCh OB-III OB-II OB-I Vonziu's Asynja. Í keppni um besta ræktunarhóp sýningar var það besti snögghærði hópurinn, Forynju ræktun sem dómarinn valdi í fyrsta sæti. Loka hnykkur sýningarinnar og rúsínan í pylsuendanum var Besti hundur sýningar. Þar mættust 2 tíkur C.I.E ISShCh NORDICCHh NLM RW-17 Ice Tindra Joss og ISEliteTrCh ISObCh ISTrCh OB-III OB-II OB-I Forynju Aska. Báðar mikið titlaðar tíkur og glæsilegir fulltrúar hvors afbrigðis fyrir sig. Svein Egil Vagle valdi að lokum þá snögghærðu ISEliteTrCh ISObCh ISTrCh OB-III OB-II OB-I Forynju Ösku sem besta hund sýningar. Óskar stjórn schäferdeildarinnar öllum sigurvegurum til hamingju og öllum öðrum sem áttu góðu gengi að fagna eftir daginn. Veðrið lék við okkur og ekki er hægt að segja annað en að þessi sýning hafi verið sú allra glæsilegasta frá upphafi deildarinnar. Stjórn vil einnig koma til skila þökkum til allra þeirra frábæru styrktaraðila sem styrktu sýninguna, góða starfsfólks og til allra bæði innan og utan hrings fyrir góða skemmtun og framkomu. 5.09.2022
Hlýðnipróf 25. ágústFimmta hlýðnipróf ársins var haldið fimmtudaginn 25. ágúst í reiðskemmu Sprettara Hattarvöllum á vegum Vinnuhundadeildar HRFÍ. Niu hundar voru skráðir í prófið og þarf af voru 3 Schäfer hundar og allir náðu prófi.
Niðurstöður voru eftirfarandi : Hlýðni Brons 3. sæti með 108,5 stig IS30411/21 Tinnusteins Alræmdur Hlýðni I 1. sæti með 189 stig I. einkunn IS30408/21 Tinnusteins Aurskriða 4. sæti með 123 stig III. einkunn IS26987/19 Forynju Bestla Tinnusteins Aurskriða var að hljóta 1. einkunn í þriðja sinn í Hlýðni I og getur eigandi hennar þar með sótt um OB-I titilinn, deildin óskar eiganda og ræktanda hennar til hamingju með árangurinn. Við óskum öllum þeim sem tóku þátt í prófinu innilega til hamingju með glæsilegan árangur. Myndir og upplýsingar fengar af heimasíðu Vinnuhundadeildar HRFÍ 31.08.2022
Sýningarþjálfun 30. ágústSeinasta sýningarþjálfunin fyrir deildarsýninguna var haldin í gær. Góð mæting var á þjálfunina og var kominn smá spenningur í liðið fyrir sýninguna. Óskum við öllum góðs gengis um helgina !
Hérna koma nokkrar myndir frá þjálfuninni í gær. 26.08.2022
Dagsskrá og PM deildarsýningarinnar.Nú styttist óðfluga í deildarsýninguna okkar sem verður haldin með pomp og prakt laugardaginn 3.sept
Met skráning er á sýninguna eða 98 hundar í heildina, 29 hvolpar og 69 fullorðnir. En hún Lilja Dóra mun byrja á því að dæma hvolpana og þegar hvolparnir eru búnir þá mun hann Svein Egil Vagle taka við og dæma fullorðnu hundana. Dagskrá deildarsýningar Schäferdeildar 09.00 Sýning hefst Síðhærðir hvolpar Snögghærðir hvolpar Úrslit hvolpar 11.00 Síðhærðir : Allir flokkar nema hvolpar 13.00 Hádegishlé 13.30 Snögghærðir : Allir flokkar nema hvolpar 17.00 Úrslit ATH dagskráin er einungis áætlun, tímarnir geta breyst þar sem dómur getur tekið skemmri eða lengri tíma, það er alfarið á ábyrgð sýnenda að vera mætt á réttum tíma 23.08.2022
NKU Norðurlandasýning HRFÍ 20.-21. ÁgústÞann 20. ágúst var NKU Norðurlandasýning haldin á vegum HRFÍ á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Skráðir voru til leiks 95 Schäfer hundar í báðum feldgerðum til leiks, 55 snögghærðir og 40 síðhærðir.
Líkt og á síðustu sýningu þyrfti að skipta tegundinni upp á tvo dómara en dómur byrjaði fyrst hjá síðhærðu hundunum undir dómaranum Annette Bystrup frá Danmörku. Byrjað var á yngri hvolpaflokki og valdi Annette besta rakka hvolp tegundar Dimmuspors Addicted To You og Ice Tindra Team Fura sem besta tíkar hvolp. Dimmuspors Addicted To You var svo valin besti hvolpur tegundar 4-6 mánaða. Í eldri hvolpaflokki valdi Annette Ice Tindra Team Bac sem besta rakka hvolp og systur hans Ice Tindra Team Blues sem besta tíkar hvolp, og hafði Ice Tindra Team Bac betur að þessu sinni og endaði sem besti hvolpur tegundar 6-9 mánaða. Þá var komið að fullorðnu hundunum og byrjað var á rökkunum , það mættu alls til leiks 12 rakkar en Annette valdi þar sem besta rakka tegundar hann Ásgarðs Freyju Skaðvald úr opnum flokki og fékk hann þar með sitt annað Íslenska meistarastig og fyrsta Norðurlanda meistarastig. Íslenska ungliðameistarastigið hreppti hann Ice Tindra Zir. Besta tík tegundar kom úr ungliðaflokki en það var hún Gjósku Þula sem fór með sigur að hólmi. Hún hlaut bæði sitt fyrsta íslenska ungliða meistarastig,íslenska meistarastig og norðurlanda meistarastig. Þá var komið að velja bestu hunda tegundar og fyrst var það besti ungliði tegundar en þar kepptu Ice Tindra Zir og Gjósku Þula og valdi Annette hana Gjósku Þulu sem besta ungliða tegundar. Síðan var besti öldungur tegundarinnar hann C.I.E. ISShCh RW-15 NLM Gjósku Rökkvi-Þór. Þá var það besti hundur tegundar, en þá öttu kappi Ásgarðs Freyju Skaðvaldur og Gjósku Þula og valdi dómarinn hana Gjósku Þulu sem besta hund tegundar. Þula fór þaðan að keppti í tegundarhóp 1 og uppskar hún 1.sætið og var þar með fyrsti síðhærði schäfer hundurinn á Íslandi til að hljóta fyrsta sætið í tegundahóp 1 og vann hún sér inn réttindi til að keppa um besta hund sýningar. Þula stoppaði ekki þar, en hún fór og keppti einnig um besta ungliða sýningar og landaði þar 2. sæti í sterkum hópi ungliða. Óskar deildin eigenda og ræktenda hennar til hamingju með glæsilegan árangur á sýningu helgarinnar. Besta ræktunarhóp tegundar átti Forynju Ræktun. Snögghærðu hundarnir mættu síðan til leiks hjá dómaranum Laurent Heinesche frá Lúxemborg. Að venju var byrjað á yngri hvolpaflokki, en Ice Tindra Team Fulfur var valinn besti rakka hvolpur tegundar og systir hans Ice Tindra Team Foxy besti tíkar hvolpur, en þar valdi Laurent Ice Tindra Team Foxy sem besta hvolp tegundar og fór hún síðan og keppti um sæti í besta hvolp dagsins 4-6 mánaða og hlaut hún fjórða sætið. Í eldri hvolpaflokki var það Forynju Gizmo sem var valinn besti rakka hvolpur tegundar og besti tíkar hvolpur var hún Gjósku Örlagadís. Forynju Gizmo endaði sem besti hvolpur tegundar að þessu sinni og fór hann síðan og keppti um besta hvolp dagsins í flokki 6-9 mánaða og hreppti hann annað sætið. Fullorðnu hundarnir voru ekki langt undan en það var byrjað á rökkunum. Besti rakki tegundar kom úr vinnuhundaflokki og var það hann Iban von Bad-Boll með sitt fyrsta íslenska meistarastig og norðurlanda meistarastig. Besta tík tegundar var, úr unghundaflokki, Kolgrímu Party All The Night og hlaut hún sitt annað íslenska meistarastig og norðurlanda meistarastig. Besti ungliðinn var Eldbergs Birta sem fékk sitt annað íslenska ungliða meistarastig og getur hún þá sótt um ungliðameistara titilinn ISJCh. Óskum við eiganda og ræktanda hennar til hamingju með titilinn. Besti öldungur tegundar var ISObCh OB-III OB-II OB-I Vonziu‘s Asynja sem fékk sitt annað íslenska öldunga meistarastig. Þá var komið að keppninni um besta hund tegundar og stóð valið á milli Iban von Bad-Boll og Kolgrímu Party All The Night og að lokum valdi Laurent hann Iban von Bad-Boll sem besta hund tegundar. Besta ræktunarhóp tegundar átti Forynju ræktun sem hreppti svo 1.sæti í Besti ræktunarhópur dagsins. Bikarar á sýningunni voru gefnir frá Dýrafóður.is / Belcando og þakkar stjórnin þeim innilega fyrir stuðninginn. Óskum við því einnig öllum sem tóku þátt á sýningunni, eigendum og ræktendum, til hamingju með árangurinn og hlökkum til að sjá ykkur á deildarsýningunni okkar þann 3. september næst komandi 08.08.2022
Bingó og SumargleðiFimmtudaginn 4. ágúst síðastliðinn hélt Schäferdeildin Bingó og Sumargleði í Sólheimakoti. Viðburðurinn var mjög vel sóttur og þakkar stjórnin öllum þeim sem gáfu sér tíma til að mæta og skemmta sér með okkur ásamt frábærum styrktaraðilum sem gáfu glæsilega vinninga í bingóið. Sérstakar þakkir fá félagsmenn sem lögðu fram hjálpar hönd við að útvega og sækja styrki og vinninga fyrir bingóið.
Stjórnin ákvað einnig að nýta tækifærið til að heiðra stigahæstu hunda árið 2021. Byrjað var á að heiðra stigahæstu vinnuhunda ársins 2021. Í Hlýðni Brons : 1. sæti Forynju Bría með 175 stig 2. sæti Forynju Drama með 164,5 stig 3. sæti IGP-1 SV AD BH WB Iban von Bad Boll með 163 stig Í Hlýðni I : 1. sæti OB-I Forynju Bara Vesen með 195,5 stig 2. sæti OB-I Forynju Brjálaði Fenris Úlfurinn með 192 stig 3. sæti OB-I Forynju Brjálaði Fenris Úlfurinn með 189.5 stig Í Hlýðni II 1. sæti OB-I Forynju Bara Vesen með 162,5 stig 2. sæti OB-I Forynju Bara Vesen með 150,5 stig 3. sæti OB-I Forynju Bara Vesen með 143 stig Í Hlýni III 1. sæti ISTrCh ISObCh OB-I OB-II OB-III Forynju Aska með 270 stig 2. sæti ISTrCh ISObCh OB-I OB-II OB-III Forynju Aska með 268.5 stig 3. sæti ISObCh OB-III OB-II OB-I Vonziu's Asynju með 263 stig Í Spori I: 1. sæti OB-I OB-I Forynju Bara Vesen með 90 stig 2. sæti OB-I Forynju Brjálaði Fenris Úlfurinn með 85 stig Árið 2021 eignuðumst við fyrstu Schäfer hlýðni meistarana, já ekki einn heldur tvo! En það eru mæðgurnar Vonziu's Asynja og Forynju Aska. Vonziu's Asynja er fyrsti hundurinn innan HRFÍ til að hljóta þennan titil en ISObCh titilinn fær sá hundur sem hefur hlotið 1.einkun í hlýðni I og hlýðni II og fengið 1. einkun þrisvar sinnum í hlýðni III. Viljum við óska eigendum og ræktendum þessara hunda innilega til hamingju með árangurinn og vonir um áframhaldandi velgengni í framtíðinni. Síðan voru stigahæstu hundar á sýningum árið 2021 heiðraðir. Snögghærðir hundar Rakkar: 1-2. sæti ISCH BH AD Kkl1 IPO1 Ghazi von Nordsee Sturm - 7.stig 1-2. sæti ISShCh ISJCH RW-21 Ice Tindra Merlin - 7. stig Tíkur: 1. sæti C.I.E ISShCh Gunnarsholts Whoopy - 7. stig Ungliði: 1-2. sæti Ice Tindra Vulkan - 3. stig 1-2. sæti Kolgrímu Party All The Night - 3. stig Öldungur: 1. sæti C.I.E ISShCh Gunnarsholts Whoopy - 7. stig Síðhærðir hundar Rakkar: 1. sæti ISShCh RW-21 Ice Tindra Rocky - 12. stig Tíkur: 1. sæti RW-21 Kolgrímu Oh My God - 12. stig Ungliði: 1. sæti Gjósku Ydda - 2. stig Öldungur: 1. sæti C.I.E ISShCh RW-14-15-17 Kolgrímu Gypsy WomanHólm - 6. stig Stigahæsta ræktun Schäferdeildarinnar árið 2021 var Ice Tindra ræktun með 71. stig. Viljum við óska eigendum og ræktendum þessara hunda innilega til hamingju með árangurinn og vonir um áframhaldandi velgengni í framtíðinni. Styrktaraðilar kvöldins voru: Arcanum Leiðsögumenn Barion Mosó Bastard Bifreiðaverkstæði Páls Helgasonar Casa Dekurdýr Detail Classic Dýrabær Dýrafóður.is Dýrheimar Elding Hvalaskoðun Feel Iceland Fjallakofinn Hamborgarabúlla Tómasar Hundadót.is Hundasveitin Lemon Lífland Mekka Wine & Spirits Minigarðurinn Móri verlsun Myndform Nammi.net Nespresso Ormsson Platinum Skógarböðin Snærún Ynja Terma Vök baths Wokon Xmist 31.07.2022
Bingó og SumargleðiSchäferdeildin heldur bingó þann 4. ágúst kl 18:00!
Við bjóðum alla velkomna í skemmtilega kvöldstund í Sólheimakoti (hús HRFÍ) þar sem við ætlum að halda glæsilegt bingó með fullt af frábærum vinningum ásamt því að nýta tækifærið til að heiðra stigahæstu hunda ársins 2021. Til sölu verður á staðnum súpa og brauð. Hlökkum til að sjá ykkur 21.07.2022
Hvolpasýning HRFÍ 21. júlíFimmtudagskvöldið 21. júlí hélt Hundaræktarfélag Íslands hvolpasýningu á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Skráðir voru til leiks tveir snögghærðir hvolpar og einn síðhærður. Dómari var Auður Sif Sigurgeirsdóttir.
Besti hvolpur tegundar 6-9 mánaða í snögghærðum var Forynju Gleym Mér Ei Besti hvolpur tegundar 6-9 mánaða í síðhærðum var Ice Tindra Team Bac Í úrslitahring dæmdi Daníel Örn Hinriksson og hreppti Ice Tindra Team Bac þriðja sætinu þar. Stjórnin óskar eigendum og ræktendum þessara hvolpa innilega til hamingju. 14.07.2022
Deildarsýning Schäferdeildarinnar 2022Deildarsýning Schäferdeildarinnar verður haldin laugardaginn 3. september n.k. Dómari verður Svein Egil Vagle frá Noregi. Hann er sérhæfður schäferdómari og ræktar undir ræktunarnafninu Schäferborgen. Sýningin mun fara fram á glæsilegu útisvæði í Guðmundarlundi, á svæðinu er frábær grill aðstaða svo deildin mun bjóða uppá mat gegn vægu gjaldi.
Skráning er hafin og fer fram í gegnum hundavefur.is og lýkur 14. ágúst. Fari skráning fram úr hámarks fjölda leyfðar hunda á dómara á dag (sem eru 80 hundar) mun Lilja Dóra Halldórsdóttir stíga inní og dæma hvolpana okkar. Lilja Dóra er þaulvanur dómari og hefur meira að segja verið fengin til að dæma Schäferinn á European dog show 2023 í Danmörku. Einnig ræktar hún hunda í tegundarhópi 1, Sheltie og ástralska fjárhunda. Schäferdeildin hefur lagt metnað í að halda glæsilegar deildarsýningar og bjóða þannig schäfer eigendum og ræktendum upp á að fá dómara sem er sérhæfður í tegundinni. Að lokinni sýningu verður farið út að borða með stjórninni og dómara sýningarinnar þar sem hægt verður að fagna, skála og njóta kvöldsins. Hvetjum við alla til þess að taka þátt, nýta þetta frábæra tækifæri og hafa góða stund með okkur. 13.07.2022
Önnur ganga SchäferdeildarinnarFrábær mæting var í gönguna sem var haldin í gær, eða yfir tuttugu hundar og eigendur þeirra mættu í gönguna.
En við hittumst við Hallgrímskirkju og gengum niður á Ingólfstorg, fjölmennt var í bænum og vöktu hundarnir mikla lukku og voru allir til fyrirmyndar. Deildin þakkar öllum þeim sem mættu og eyddu kvöldinu með okkur og hlökkum til að sjá sem flesta í næstu göngu ! 03.07.2022
Ganga með Schäferdeildinni 12. júlíÖnnur ganga Schäferdeildarinnar verður haldin 12.júlí. Við ætlum ađ hittast við Hallgrímskirkju kl 20 og rölta léttan hring í miðbænum.
Hlökkum til að sjá sem flesta, göngur eru skemmtileg umhverfisþjálfun fyrir alla ferfætlinga og góð skemmtun fyrir tvífætta. Allir velkomnir, bara að muna eftir góða skapinu og kúkapokum! 02.07.2022
Hlýðnipróf 30.júníFjórða hlýðnipróf ársins var haldið fimmtudaginn 30. júní í reiðskemmu Sprettara Hattarvöllum.
Átta hundar voru skráðir í prófið þar af 2 schäfer hundar. Í hlýðni I voru það Tinnusteins Aurskriða og Tinna Ólafsdóttir sem nældu sér í 1. einkun og 2. sætið með 178,5 stig. Í hlýðni II voru þær OB-I OB-II Forynju Bara Vesen og Hildur Sif Pálsdóttir í 1. sæti með 1. einkun og 170 stig Við óskum þeim innilega til hamingju með glæsilegan árangur. Nánar má lesa um prófið HÉR Myndir fengar frá Þórhildi Bjartmarz
20.06.2022
Fyrsta ganga deildarinnar 2022Góð mæting var í gönguna sem var haldin miðvikudaginn 15. júní í blíðskaparveðri. 17 fjórfættir og 14 tvífættir voru mættir í gönguna og gengum við góðan hring frá Víkingsheimilinu niður í Elliðarárdal. Vöktu hundarnir mikla og jákvæða athygli enda stór og flottur hópur þarna á ferð og allir til fyrirmyndar.
Deildin þakkar öllum sem komu fyrir góða göngu og hlökkum til næstu. 17.06.2022
Annað sporapróf ársinsAnnað sporapróf ársins 2022 á vegum Vinnuhundadeildarinnar var haldið þriðjudagskvöldið 14. júní. Fimm hundar voru skráðir til leiks og voru allir þeir Schäfer hundar. Einn hundur var skráður í Spor I, þrír í Spor II og einn í Spor Elite. Dómari var Þórhildur Bjartmarz og prófstjóri var Marta Sólveig Björnsdóttir. Þrír hundar náðu einkunn og voru úrslitin eftirfarandi:
Spor I: 1.sæti með 1.einkunn og 90.stig var Forynju Bría og Karolína Alexsandra Styrna Spor II: 1.sæti með 1.einkunn og 90.stig var OB-I Forynju Bara Vesen og Hildur Sif Pálsdóttir Spor Elite: 1.sæti með 1.einkunn og Fullt hús stiga 100.stig var ISObCh ISTrCh OB-III -OB-II OB-I Forynju Aska og Hildur Sif Pálsdóttir Til gamans má geta þess að þetta er í annað sinn sem hundur nær viðurkenndri einkunn í spori Elite en þeir náðu báðir 100.stigum en Aska á þann heiður að vera fyrsti Schäferinn til að ná gildri einkunn í þessu krefjandi spori. Elite sporið spannar 1500 metra, slóðin á að vera 100-120 mínútna gömul og skal innihalda sjö til átta vinkla, þar af tvo 30°, níu millihluti og endahlut. Sporaslóðin skal innihalda krossspor sem lagt er af öðrum sporleggjara en lagði hinn hluta sporsins. Hámarkstími til að ljúka prófi eru 55 mínútur. Stjórn Schäferdeildarinnar óskar eigendum og ræktendum þessa glæsi hunda til hamingju með árangurinn. 15.06.2022
Reykjavík Winner og Alþjóðleg sýning HRFÍ 11-12. júníReykjavík Winner og Alþjóðleg sýning HRFÍ var haldin með pompi og prakt helgina 11-12. júní síðastliðin á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Sýningin var sú allra stærsta sem haldin hefur verið á Íslandi, en 1230 hundar voru skráðir til leiks. Þar af voru 102 schäfer hundar, 62 snögghærðir og 40 síðhærðir.
Vegna fjölda skráninga þurfti að skipta tegundinni upp á tvo dómara, en dagurinn byrjaði á síðhærðum schäfer undir Írska dómaranum Michael Leonard. Úr yngri hvolpaflokki valdi Michael besta rakka hvolp tegundundar Ice Tindra Team Bac og systur hans Ice Tindra Team Blues besta tíkarhvolp. Ice Tindra Team Blues var svo valin besti hvolpur tegundar 4-6 mánaða og endaði hún svo uppi sem annar besti hvolpur sýningar 4-6 mánaða. Í eldri hvolpaflokki 6-9 mánaða var það Forynju Ég Man Þig sem var valinn besti hvolpur tegundar. Þá mættu til leiks fullorðnu hundarnir og valdi dómarinn þar meistara rakkann ISShCh RW-21 Ice Tindra Rocky sem besta rakka tegundar og hlaut hann þá sitt 3. Alþjóðlega meistarastig og hlýtur nafnbótina RW-22 eða Reykjavík Winner 2022. Óskar stjórnin ræktanda og eiganda hans til hamingju með nafnbótina. Þar sem að Ice Tindra Rocky er orðinn meistari gekk Íslenska meistarastigið niður til annars besta rakka, en það var úr ungliðaflokki hann Forynju Ecco, en hann hlaut einnig Íslenskt ungliða meistarastig. Þá kom að því að velja bestu tík tegundar, en hlutskörpust að þessu sinni var úr unghundaflokki Gjósku Ydda, en hún hlaut sitt fyrsta Íslenska- og Alþjóðlega meistarastig, ásamt því að fá nafnbótina RW-22 Reykjavíkur Winner 2022. Óskar deildin eiganda og ræktendum hennar til hamingju. 3. besta tík tegundar var ungliðinn Ice Tindra Zia, en hlaut hún sitt fyrsta Íslenska ungliða meistarastig. Þá varð Michael að velja bestu hunda tegundar og fyrst var það öldungur, en sigurvegarinn var C.I.E. ISShCh RW-15 NLM Gjósku Rökkvi-Þór, en hann hlaut sitt 3. og síðasta Íslenska öldunga meistarastig og getur hann því sótt um titilinn ISvetCh. Óskum við eiganda og ræktanda hans til hamingju. Gjósku Rökkvi-Þór var svo valinn áfram í top 8 í Besti öldungur sýningar, en hlaut ekki sæti. Val um besta ungliða tegundar stóð á milli Forynju Ecco og Ice Tinra Zia, og hafði Ice Tindra Zia betur að þessu sinni. Þá var það besti hundur tegundar, en þá öttu kappi Ice Tinra Rocky og Gjósku Ydda og valdi dómarinn tíkina að þessu sinni. Gjósku Ydda endaði daginn svo á því að landa 2. sæti í sterkum tegundarhópi 1. Besta ræktunarhóp tegundar átti svo Ice Tindra ræktun. Á meðan að á öllu þessu stóð hófst keppni í snögghærðu hundunum, en þar var það Astrid Lund frá Eistlandi sem dæmdi. Að venju var byrjað leikar á 4-6 mánaða hvolpum, en þar valdi Astrid úr rakka flokki Ice Tindra Team Boss og úr tíka flokki Gjósku Örlagadís. Besti hvolpur tegundar í yngri flokki varð svo Gjósku Örlagadís en hún kláraði svo daginn sem besti hvolpur sýningar í yngri flokki. Í eldri flokki voru það Forynju Ég Er Kominn Heim og Kamilla Gelezenis Vilkas sem heilluðu dómarann í það sinnið. Kamilla Gelezenis Vilkas var svo valin sem besti hvolpur tegundar og mætti hún í úrslitakeppni um besta hvolp sýningar 6-9 mánaða, þar sem hún hreppti 2. sætið. Í fullorðnu hundunum var það úr meistaraflokki ISShCh ISJCh RW-21 Ice Tindra Merlin sem var besti rakki tegundar, hlaut hann þar sitt fyrsta Alþjóðlega meistarastig og nafnbótina RW-22 Reykjavík Winner 2022. Óskum við eiganda og ræktanda hans til hamingju. Þar sem að Ice Tindra Merlin er orðinn meistari þá gekk Íslenska meistarastigið niður til 2. Besta rakka tegundar Pablo vom Team Panoniansee. Íslenska ungliða meistarastigið hreppti Kolgrímu Party All The Time, en var þetta hans 2. ungliða stig og getur hann því sótt um ungliða meistara titilinn, ISJCh. Óskum við Eiganda og ræktanda hans til hamingju með titlinn. Þá voru það tíkurnar sem tóku við, en bestu tík tegundar valdi Astrid úr ungliðaflokki, Dior av Røstadgården. Hún hlaut bæði sitt fyrsta Íslenska ungliða meistarastig og Íslenska meistarastig. Þar sem að hún var of ung fyrir Alþjóðlega meistarastigið, rann það niður til 2. bestu tík tegundar Gjósku Xtru. Dior fékk einnig nafnbótina RW-22 og óskum við eiganda hennar og ræktanda til hamingju með það. Astrid átti erfitt val fyrir höndum, en besta Öldung tegundar valdi hún ISObCh OB-III OB-II OB-I Vonziu's Asynja, en hún fékk þar sitt fyrsta Íslenska öldunga meistarastig. Besta ungliða tegundar sem og besta hund tegundar valdi hún tíkina RW-22 Dior av Røstadgården, glæsileg frammistaða hjá þessari ungu tík. Dior var þó ekki hætt, en hún endaði í 3. sæti í tegundarhópi 1 og gerði svo enn betur í keppni um besta ungliða sýningar en þar hreppti hún 2. sætið. Besta ræktunarhóp tegundar átti svo Forynju ræktun, en í stóra úrslita hringnum komu þau sáu og sigruðu Besti ræktunarhópur sýningar. Óskar stjórn Schäferdeildarinnar öllum innilega til hamingju með frábæran árangur. Við viljum koma á sérstöku þakklæti til frábæra styrktaraðila deildarinnar Dýrafóður.is stjórnin kann virkilega að meta stuðningin sem þau sýna deildinni. 13.06.2022
Ganga með Schäferdeildinni 15 júní.Fyrsta ganga deildarinnar verður haldin miðvikudaginn 15. júní. Við ætlum ađ hittast á bílaplaninu við Víkingsheimilið kl 20 og ganga þar léttan hring í dalnum.
Hlökkum til að sjá sem flesta, göngur eru skemmtileg umhverfisþjálfun fyrir alla ferfætlinga og góð skemmtun fyrir tvífætta. Allir að muna eftir góða skapinu og kúkapokum! 06.06.2022
Ársfundur Schäferdeildar HRFÍ Ársfundur Schäferdeildar HRFÍ var haldinn þriðjudaginn 31. maí á skrifstofu HRFÍ.
Góð mæting var á fundinn. Öll 5. sæti voru laus í stjórn,3 til 2ja ára og 2 til 1 árs. 5 buðu sig fram til 2ja ára og 3 til 1 árs. Þeir sem kjörnir voru: Eygló Anna Ottesen Guðlaugsdóttir - Formaður Kristín Erla Benediktsdóttir - Varaformaður Marta Sólveig Björnsdóttir - Gjaldkeri Tinna Ólafsdóttir - Ritari Hildur Sif Pálsdóttir - Meðstjórnandi Viljum við byrja á því að þakka fráfarandi stjórn þeirra störf og ný stjórn fer full tilhlökkunar inn í nýtt starfsár. Ársfundur Schäferdeildar HRFÍÁrsfundur Schäferdeildar HRFÍ verður haldinn þriðjudaginn 31. Mai 2022 kl.19 á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15. 2.hæð.
Dagskrá fundar 1. Kosning fundastjóra og ritara 2. Ársskýrsla deildar 3. Reikningar deildarinnar 4. Kosning stjórnar (3 sæti laus til tveggja ára og 2 sæti til eins árs) 5. Önnur mál Hlökkum til að sjá sem flesta. Kosningarétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda eða hafa verið skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild í tvö ár og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgegni hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni. Stjórn Schäferdeildar |
Láttu í þér heyra. Allar almennar fyrirspurnir er varða málefni deildarinnar skulu sendast á beint á ræktunarstjórn deildarinnar. Fyrirspurnum er svarað strax eða eftir næsta stjórnarfund, allt eftir eðli málsins.
Ef þú ert með ábendingu er varða rangar upplýsingar á vefsíðunni okkar getur þú sent stjórn deildarinnar vefpóst með beiðni um leiðréttingu eða fyllt út í formið hér að ofan. Við viljum heyra hvað þú hefur að segja um starfsemi deildarinnar. Láttu okkur vita hvað þú ert ánægð/ur með og komdu með ábendingu um það sem betur má fara. Allar athugasemdir og hugmyndir eru vel þegnar. Netfang stjórnar Schäferdeildarinnar er [email protected]. |