Schäferdeild hrfí
  • Fréttir
    • Fréttir 2024
    • Fréttir 2023
    • Fréttir 2022
    • Fréttir 2021
    • Fréttir 2020
    • Fréttir 2019
    • Fréttir 2018
    • Fréttir 2017
    • Fréttir 2016
    • Fréttir 2015
    • Fréttir 2014
    • Fréttir 2013
    • Fréttir 2012
    • Fréttir 2011
    • Fréttir 2010
  • Deildin
  • Sýningar
  • VInnupróf
  • Ræktun
  • Hvolpar / got
  • Gagnagrunnur
    • 2014
    • 2015
    • 2016
    • 2017
    • 2018
    • 2019
    • 2020
    • 2021
    • 2022
    • 2023
    • 2024
    • 2025
  • Myndir

Úrslit úr vinnuprófum árið 2022


Picture
Tíunda Hlýðnipróf Vinnudadeildar HRFÍ var haldið í Reiðskemmu Sprettara Hattarvöllum sunnudaginn 20. nóvember. Tíu hundar voru skráðir í prófið, þar af tveir schäfer hundar.
Prófað var í fjórum flokkum tveir hundar skráðir í Brons – fimm skráðir í Hlýðni I – tveir skráðir í Hlýðni II og einn í Hlýðni III

Hlýðni I:
Í 1. sæti með 181,5 stig I. einkunn og Forynju Einstök IS31435/21 – German shepherd dog og Hildur S Pálsdóttir

Dómari: Þórhildur Bjartmarz
Prófstjóri: Marta S. Björnsdóttir
Ritari: Tinna Ólafsdóttir


Forynju Einstök og Hildur náðu I. einkunn í þriðja sinn í dag og uppfylla þar með skilyrði fyrir OB-I titil, óskar deildin ræktenda og eiganda innilega til hamingju með árangurinn.

​Myndir og upplýsingar eru fengnar hjá Hundslífspóstur.is

Picture
Picture
Hlýðnipróf Vinnudadeildar HRFÍ nr 9 var haldið í Reiðskemmu Sprettara Hattarvöllum sunnudaginn 23. október. Prófað var í þremur flokkum; 2 hundar skráðir í Brons – átta skráðir í Hlýðni I og tveir skráðir í Hlýðni II. Schäferdeildin átti sitthvorn fulltrúan í Hlýðni Brons og Hlýðni I.

Hlýðni brons:
Í I. sæti með 135 stig Forynju Gleym Mér Ei IS32349/22   – German shepherd dog og Anna Lilja Dögg Gunnarsdóttir

Hlýðni I:
Í 2. sæti með 178,5 stig I. einkunn og Silfurmerki HRFÍ Forynju Einstök IS31435/21 – German shepherd dog og Hildur S Pálsdóttir

Dómari: Silja Unnsteinsdóttir
Prófstjóri: Þórhildur Bjartmarz
Ritari: Tinna Ólafsdóttir

Deildin óskar eigendum og ræktendum innilega til hamingju með árangurinn.
​

Myndir og upplýsingar eru fengnar hjá Hundslífspóstur.is

Picture
Árlegt hlýðnipróf Svæðafélags Norðurlands og Vinnuhundadeildar HRFÍ fór fram helgina 24. og 25. september í Reiðhöll Léttis Akureyri. Ellefu hundar voru skráðir báða dagana og þar af 3 schäfer hundar sem allir tóku þátt í Hlýðni I. Þetta var sjöunda og áttunda hlýðnipróf ársins 2022. Að þessu sinni voru einungis skráningar í tveimur flokkum Hlýðni I og II.

Einkunnir laugardagsins:

Í 2 -3. sæti með 171,5 stig I. einkunn og Silfurmerki HRFÍ Gjósku Ylur IS28572/20 – German shepherd dog og Katrín Jóna Jóhannsdóttir
Í 5. sæti með 129,5 stig III. einkunn Forynju Einstök IS31435/21 – German shepherd dog og Hildur S Pálsdóttir

Einkunnir sunnudagsins:
Í 3. sæti með 160 stig I. einkunn Forynju Einstök IS31435/21 – German shepherd dog og Hildur S Pálsdóttir
Í 6. sæti með 120 stig III. einkunn Gjósku Ylur IS28572/20 – German shepherd dog og Katrín Jóna Jóhannsdóttir

Dómari: Albert Steingrímsson
Prófstjóri: Elín Þorsteinsdóttir
Ritarar: Brynja og Anna
​
Deildin óskar eigendum og ræktendum innilega til hamingju með árangurinn.

Myndir og upplýsingar eru fengnar hjá Hundslífspóstur.is

Picture
Fjórða sporapróf ársins var haldið við Nesjavallarveg sunnudaginn 18 september. Fjórir hundar voru prófaðir, allir Schäfer hundar, einn í Spori I, einn í Spori II og tveir í Spori III. Í Spori I er lögð 300 metra slóð, í Spori II 1000 metra slóð, og í Spori III 1200 metra slóð. 
Veður var afleitt fyrir sporapróf sterk suð-austan átt og rigning
Einn hundur fékk skráða einkunn í þessu prófi : 

Með 71 stig 3. einkunn í Spori II Forynju Bría IS26983/19 German shepherd dog og Karolina Aleksandra Styrna

Prófstjóri: Marta Sólveig Björnsdóttir
Dómari: Þórhildur Bjartmarz

Deildin óskar eigendum og ræktanda innilega til hamingju með glæsilegan árangur


Upplýsingar fengnar af heimasíðu Vinnuhundadeildar HRFÍ

Picture
Sjötta hlýðnipróf ársins var haldið sunnudaginn 11. september í reiðskemmu Sprettara. Sex hundar voru skráðir í prófið þar af einn schäfer hundur. Einungis fjórir voru mættir við nafnakall kl 10.

Hlýðni I
1. sæti með 178,5 stig 1.einkun IS30408/21 Tinnusteins Aurskriða

Þetta var annað prófið í röð sem Tinnusteins Aurskriða var í efsta sæti í Hlýðni I.
Deildin óskar eigenda og ræktenda innilega til hamingju með glæsilegan árangur.

Dómari: Þórhildur Bjartmarz
Prófstjóri: Berglind Gísladóttir
Ritari: Helga Þórunn

​Myndir og upplýsingar fengnar af heimasíðu Vinnuhundadeildar HRFÍ

Picture
Þriðja sporapróf ársins var haldið við Nesjavallarveg þriðjudaginn 9. september. Þrír hundar voru prófaðir og voru það allt schäferhundar, einn í Spori I og tveir í Spori II. Í Spori I er lögð 300 metra slóð og í Spori II 1000 metra slóð.
Tveir hundar fengu skráða einkunn, báðir í Spori II. 
​​
Spor II 
1. sæti: Forynju Breki  með  100 stig af 100 mögulegum og 1.einkunn 

2. sæti:  Forynju Bestla með 98 stig af 100 mögulegum og 1.einkunn 

Dómari: Albert Steingrímsson
Prófstjóri: Tinna Ólafsdóttir

Deildin óskar eigendum og ræktendum innilega til hamingju með glæsilegan árangur.

Picture
Picture
Fimmta hlýðnipróf ársins var haldið fimmtudaginn 25. ágúst í reiðskemmu Sprettara Hattarvöllum á vegum Vinnuhundadeildar HRFÍ. Niu hundar voru skráðir í prófið og þarf af voru 3 Schäfer hundar og allir náðu prófi.

Niðurstöður voru eftirfarandi : 

Hlýðni Brons 
  
3. sæti með 108,5 stig IS30411/21 Tinnusteins Alræmdur

Hlýðni I 
  
1. sæti með 189 stig I. einkunn IS30408/21 Tinnusteins Aurskriða
 
 4. sæti með 123 stig III. einkunn IS26987/19 Forynju Bestla

Tinnusteins Aurskriða var að hljóta 1. einkunn í þriðja sinn í Hlýðni I og getur eigandi hennar þar með sótt um OB-I titilinn, deildin óskar eiganda og ræktanda hennar til hamingju með árangurinn.
Við óskum öllum þeim sem tóku þátt í prófinu innilega til hamingju með glæsilegan árangur.

Myndir og upplýsingar fengar af heimasíðu Vinnuhundadeildar HRFÍ

Fjórða hlýðnipróf ársins var haldið fimmtudaginn 30. júní í reiðskemmu Sprettara Hattarvöllum.
Átta hundar voru skráðir í prófið þar af 2 schäfer hundar. 
Í hlýðni I voru það  Tinnusteins Aurskriða og Tinna Ólafsdóttir sem nældu sér í 1. einkun og 2. sætið með 178,5 stig.
Í hlýðni II voru þær OB-I OB-II Forynju Bara Vesen og Hildur Sif Pálsdóttir í 1. sæti með 1. einkun og 170 stig

Við óskum þeim innilega til hamingju með glæsilegan árangur.

Nánar má lesa um prófið HÉR 
Myndir fengar frá Þórhildi Bjartmarz​

Picture
Picture
Annað sporapróf ársins 2022 á vegum Vinnuhundadeildarinnar var haldið þriðjudagskvöldið 14. júní. Fimm hundar voru skráðir til leiks og voru allir þeir Schäfer hundar. Einn hundur var skráður í Spor I, þrír í Spor II og einn í Spor Elite. Dómari var Þórhildur Bjartmarz og prófstjóri var Marta Sólveig Björnsdóttir. Þrír hundar náðu einkunn og voru úrslitin eftirfarandi:

Spor I: 1.sæti með 1.einkunn og 90.stig var Forynju Bría og Karolína Alexsandra Styrna
Spor II: 1.sæti með 1.einkunn og 90.stig var  OB-I Forynju Bara Vesen og Hildur Sif Pálsdóttir
Spor Elite: 1.sæti með 1.einkunn og Fullt hús stiga 100.stig var ISObCh ISTrCh OB-III -OB-II OB-I Forynju Aska og Hildur Sif Pálsdóttir

Til gamans má geta þess að þetta er í annað sinn sem hundur nær viðurkenndri einkunn í spori Elite en þeir náðu báðir 100.stigum en Aska á þann heiður að vera fyrsti Schäferinn til að ná gildri einkunn í þessu krefjandi spori. Elite sporið spannar 1500 metra, slóðin á að vera 100-120 mínútna gömul og skal innihalda sjö til átta vinkla, þar af tvo 30°, níu millihluti og endahlut. Sporaslóðin skal innihalda krossspor sem lagt er af öðrum sporleggjara en lagði hinn hluta sporsins. Hámarkstími til að ljúka prófi eru 55 mínútur.

Stjórn Schäferdeildarinnar óskar eigendum og ræktendum þessa glæsi hunda til hamingju með árangurinn.

Þriðja hlýðnipróf ársins var haldið fimmtudaginn 26. maí í reiðskemmu Sprettara Hattarvöllum. Tíu hundar voru skráðir í prófið, þar af 6 Schäferhundar en 2 mættu ekki.

Hlýðni Brons: 
Í 1. sæti með 139 stig og Bronsmerki HRFÍ – Forynju Dropi IS28580/20 German shepherd og Björgvin I Ormarsson
Í 2. sæti með 135 stig – Forynju Einstök IS31435/21German shepherd og Hildur S Pálsdóttir

Hlýðni I 
1.sæti með 146 stig II. einkunn – Forynju Bestla IS26987/19 German shepherd dog og María Jónsdóttir

Hlýðni II  
1. sæti með 170 stig I. einkunn* – Forynju Bara Vesen OB-1 IS26981/19 German Shepherd og Hildur S Pálsdóttir
​*Forynju Bara Vesen var að fá I. einkunn í þriðja sinn í hlýðni II og Hildur getur sótt um titilinn OB-II
​
Ritari var Anna Vigdís Gisladóttir og til aðstoðar í prófinu Erla Heiðrún Benediktsdóttir

Prófstjóri var Marta Sólveig Björnsdóttir
Dómari var Þórhildur Bjartmarz

Fyrsta sporapróf ársins var haldið í nágrenni Guðmundarlundar miðvikudaginn 18. maí við ágætar aðstæður. Fjórir hundar voru prófaðir tveir í Spori I, einn í Spori II, og einn í Spor Elite.

Spor I:
Með 97 stig I. einkunn Forynju Bestla (Þoka) IS26987/19 German shepherd dog og María Jónsdóttir
Spor Elite:
Með 72 stig III. einkunn Forynju Aska IS23109/17 German sheperd dog og Hildur Sif Pálsdóttir
Aska og Hildur náðu einkunn þrátt fyrir að vinna sig ekki út úr ramma sem er byrjun á spori í Elíte – sporið er erfitt og alls ekki allir hundar sem komast í gengum þetta próf en þetta var í annað sinn sem hundur hlýtur viðurkennda einkunn í Spori Elíte


Annað hlýðnipróf ársins var haldið fimmtudaginn 21. apríl í reiðskemmu Sprettara Hattarvöllum. Fimmtán hundar voru skráðir í prófið þar af 7 Schäferhundar einn mætti ekki. 

Hlýðni Brons: 

 2. sæti með 159 stig og Bronsmerki HRFÍ – Forynju Einstök IS31435/21German shepherd og Hildur S Pálsdóttir
3. sæti með 132,5 stig og Bronsmerki HRFÍ – Tinnusteins Alræmdur IS30411/21 German shepherd og Ellen Helga Sigurðardóttir
4. sæti með 107,5 stig – Forynju Dropi IS28580/20 German shepherd og Björgvin I Ormarsson

Hlýðni I:
2. sæti með 181,5 stig I. einkunn og Silfurmerki HRFÍ – Tinnusteins Aurskriða IS30408721 German shepherd dog og Tinna Ólafsdóttir
4 sæti með 171 stig I. einkunn og Silfurmerki HRFÍ – Forynju Bestla IS26987/19 German shepherd dog og María Jónsdóttir

Hlýðni II:

1. sæti með 184 stig I. einkunn – Forynju Bara Vesen OB-1 IS26981/19 German Shepherd og Hildur S Pálsdóttir

​Prófstjóri: Marta Sólveig Björnsdóttir

Ritari:  Karolina Aleksandra Styrna
Dómari: Silja Unnarsdóttir


Picture
Fyrsta hlýðnipróf ársins á vegum Vinnuhundadeildar HRFÍ var haldið laugardaginn 12. febrúar í reiðskemmu Sprettara Hattarvöllum. Sex hundar voru skráðir í prófið og þar af 1 Schäferhundur 

Hlýðni Brons : 

1. sæti með 170,5 stig og Bronsmerki HRFÍ – Tinnusteins Aurskriða IS30408/21 German shepherd dog og Tinna Ólafsdóttir
​
​Prófstjóri: Berglind Gísladóttir
Ritari: Jóhanna Eyvinsdóttir
Dómari: Þórhildur Bjartmarz
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Fréttir
    • Fréttir 2024
    • Fréttir 2023
    • Fréttir 2022
    • Fréttir 2021
    • Fréttir 2020
    • Fréttir 2019
    • Fréttir 2018
    • Fréttir 2017
    • Fréttir 2016
    • Fréttir 2015
    • Fréttir 2014
    • Fréttir 2013
    • Fréttir 2012
    • Fréttir 2011
    • Fréttir 2010
  • Deildin
  • Sýningar
  • VInnupróf
  • Ræktun
  • Hvolpar / got
  • Gagnagrunnur
    • 2014
    • 2015
    • 2016
    • 2017
    • 2018
    • 2019
    • 2020
    • 2021
    • 2022
    • 2023
    • 2024
    • 2025
  • Myndir