Úrslit og árangur hjá Schäfer í Hlýðniprófum á vegum Vinnuhundadeildar HRFÍ
Hér fyrir neðan er hægt að skoða öll úrslit tegundarinnar í Hlýðniprófum á vegum Vinnuhundadeildar HRFÍ.
Helstu úrslit eru sett inn strax eftir hvert próf. Úrslitin í heild sinni ásamt einkunum eru sett inn um leið og gögn berast frá HRFÍ.
Helstu úrslit eru sett inn strax eftir hvert próf. Úrslitin í heild sinni ásamt einkunum eru sett inn um leið og gögn berast frá HRFÍ.
Hlýðnipróf 11. júlí
Fyrsta úti-hlýðnipróf ársins var haldið fimmtudaginn 11. júlí á fótboltavelli Fram í Grafarholti. Að þessu sinni áttum við tvo fulltrúa sem tóku þátt í hlýðni brons og náðu þeir frábærum árangri báðir tveir.
Niðurstöðurnar voru eftirfarandi: Forynju Ísköld Áminning og Hildur Sif Pálsdóttir í 1. sæti með 164,5 stig og bronsmerki ISJCH ISJW23 Miðvalla Alda og Marta Sólveig Björnsdóttir í 2. sæti með 157 stig og bronsmerki Til gamans má geta þess að nýtt met var slegið í prófinu þegar Forynju Ísköld Áminning lauk bronsprófi aðeins 6 mánaða gömul en hún er yngsti hundurinn sem hefur náð þeim árangri hér á landi. Hún hnuplaði þeim titli af ömmu sinni ISETrCh ISObCh ISTrCh OB-III OB-II OB-I Forynju Ösku sem lauk bronsprófi á sínum tíma 8 mánaða gömul. Við óskum eigendum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur! |
Hlýðnipróf 16. maí
Þriðja hlýðnipróf ársins var haldið í reiðhöll Sprettara Hattarvöllum. Prófað var í 3 flokkum, hlýðni Brons, Hlýðni I og Hlýðni II
Alls voru 6 hundar skráðir í prófið en 5 luku prófi þar af einn schäferhundur.
Hlýðni II
Í 2. sæti með 144,5 stig og aðra einkun ISJCH ISJW22 OB-I ISW23 Forynju Gló og Hildur Kristín Þorvarðardóttir
Óskum við Forynju Gló og Hildi Kristínu til hamingju með árangurinn
Alls voru 6 hundar skráðir í prófið en 5 luku prófi þar af einn schäferhundur.
Hlýðni II
Í 2. sæti með 144,5 stig og aðra einkun ISJCH ISJW22 OB-I ISW23 Forynju Gló og Hildur Kristín Þorvarðardóttir
Óskum við Forynju Gló og Hildi Kristínu til hamingju með árangurinn
Hlýðnipróf 25. febrúar
Fyrsta hlýðnipróf ársins var haldið síðastliðinn sunnudag þar sem sex hundar mættu til leiks og þarf af tveir schäferhundar.
Hlýðni II 2.sæti með 135,5 stig og 3.einkunn ISJCH ISJW22 OB-I ISW23 Forynju Gló og Hildur Kristín Þorvarðardóttir Hlýðni III 1.sæti með 278,5 stig og 1.einkunn ISObCh ISTrCh OB-III OB-II OB-I Forynju Bara Vesen og Hildur Sif Pálsdóttir Forynju Bara Vesen lét sér ekki nægja að klára með 1.einkunn heldur var þetta í þriðja sinn sem hún náði þeim árangri og hlaut hún þar með titlana OB-III og ISObCh! Hún er þriðji schäferhundur landsins til þess að hljóta þessa titla og gerast íslenskur hlýðnimeistari og óskum við henni og eiganda hennar innilega til hamingju með þennan árangur. |