Þjálfun og vinnupróf
Schäfer hundar eru afar fjölhæfir og hafa ríkt vinnueðli. Þeir eru námsfúsir og ætti ekkert verkefni að vefjast fyrir þeim með réttri þjálfun og leiðsögn. Að vinna með hundinn sinn er frábær leið til þess að styrkja samband manns við hund. Hundur sem fær verkefni, hvort sem það er hlýðniþjálfun, sporaþjálfun, leitarþjálfun, hundafimi o.s.frv. er í betra jafnvægi, lærir að treysta eigandanum og nýtur þess að vera með eigandanum. Við viljum gjarnan fá sendar myndir ef þið eigið fallegar myndir af hundunum ykkar í vinnu.
Lögreglu- og tollgæsluhundar
Lögreglu- og tollgæsluhundar |