Schäferdeild hrfí
  • Fréttir
    • Fréttir 2022
    • Fréttir 2021
    • Fréttir 2020
    • Fréttir 2019
    • Fréttir 2018
    • Fréttir 2017
    • Fréttir 2016
    • Fréttir 2015
    • Fréttir 2014
    • Fréttir 2013
    • Fréttir 2012
    • Fréttir 2011
    • Fréttir 2010
  • Deildin
  • Sýningar
  • VInnupróf
  • Ræktun
  • Hvolpar / got
  • Gagnagrunnur
    • 2012
    • 2013
    • 2014
    • 2015
    • 2016
    • 2017
    • 2018
    • 2019
    • 2020
    • 2021
    • 2022
    • 2023
  • Myndir

Nýjar hlýðniprófsreglur frá 01.05.2013

Hlýðniprófsreglur    pdf        
Hæðsta stigagjöf í Bronsprófi er 180 stig.

Hlýðni I:  OB I – hundur þarf að hafa hlotið þrisvar sinnum 1. einkunn í hlýðni I, hjá minnst tveimur dómurum
Hlýðni II: OB II – Hundur þarf að hafa hlotið þrisvar sinnum 1. einkunn í hlýðni II, hjá minnst tveimur dómurum.
Hlýðni III: OB III – Hundur þarf að hafa hlotið þrisvar sinnum 1. einkunn í hlýðni III, hjá minnst tveimur dómurum.

Hlýðni Elite:  OBelite– Hundur þarf að hafa hlotið þrisvar sinnum 1. einkunn í hlýðni Elite hjá minnst tveimur dómurum.

ISObCh: titill sem hægt er að sækja um hafi hundur lokið 1.einkunn í Hlýðni- I, -II, -III og fá 1.einkunn a.m.k þrisvar sinnum í hlýðni Elite.

Einkunnagjöf í hlýðni I og II:
1. einkunn fá þeir hundar sem ná 160-200 stigum
2. einkunn fá þeir hundar sem ná 140-159,5 stigum
3. einkunn fá þeir hundar sem ná 100-139,5 stigum


Allir hundar sem ná einkunn í Hlýðni I og með viðurkennda einkunn í öllum æfingum fá
afhent silfurmerki.
Allir hundar sem ná einkunn í Hlýðni II og með viðurkennda einkunn í öllum æfingum fá
afhent gullmerki.
Merkin eru einungis afhent einu sinni í hverjum flokk.

Einkunnagjöf í Hlýðni III og Hlýðni Elite:
1. einkunn fá þeir hundar sem ná 256-320 stigum
2. einkunn fá þeir hundar sem ná 224-255,5 stigum
3. einkunn fá þeir hundar sem ná 192-223,5 stigum


Dómari gefur skriflega umsögn fyrir hvern hund og þátttakendur fá eintak af umsögninni.
Hundar sem náð hafa 1. einkunn er raðað í sæti á dómalista og á umsagnarblöðum.

CACIOB og vara-CACIOB eru einungis veitt á alþjóðlegum keppnum. Til þess að taka
við CACIOB og vara-CACIOB þurfa hundar að vera orðnir fullra 15 mánaða, vera
skráðir í HRFÍ eða erlendu félagi viðurkenndu af HRFÍ. Rakkar þurfa að hafa bæði eistun
rétt staðsett.
CACIOB fær besti hundurinn með 1. einkunn í Elite flokknum. Vara-CACIOB fær næst
besti hundurinn með 1. einkunn í Elite flokknum.

Í öllum 4 flokkum í hlýðni skal raða í allt að 6 verðlaunasæti. Verðlaunin eru veitt þeim
hundum sem ná 1. einkunn og hafa flest stig sama hvaða stig þeir hafa fengið í einstökum
æfingum. Hundur sem verður meistari í tilteknu prófi fær verðlaun þó hann sé ekki meðal
þeirra sex hæstu.

Allir hundar fá þátttökuborða sem er svartur/rauður/gulur.
Allir hundar sem fá 1. einkunn fá rauðan borða.
Allir hundar sem fá 2. einkunn fá bláan borða.
Allir hundar sem fá 3. einkunn fá gulan borða.
Hundar sem fá CACIOB fá hvítan borða.
Hundar sem fá vara-CACIOB fá appelsínugulan borða.
Einkunnir eru opinberar og eru skráðar í ættbók.



Picture

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Fréttir
    • Fréttir 2022
    • Fréttir 2021
    • Fréttir 2020
    • Fréttir 2019
    • Fréttir 2018
    • Fréttir 2017
    • Fréttir 2016
    • Fréttir 2015
    • Fréttir 2014
    • Fréttir 2013
    • Fréttir 2012
    • Fréttir 2011
    • Fréttir 2010
  • Deildin
  • Sýningar
  • VInnupróf
  • Ræktun
  • Hvolpar / got
  • Gagnagrunnur
    • 2012
    • 2013
    • 2014
    • 2015
    • 2016
    • 2017
    • 2018
    • 2019
    • 2020
    • 2021
    • 2022
    • 2023
  • Myndir