Skapgerðarmat
Það eru til margar gerðir af skapgerðarmati í heiminum. Það sem við á Íslandi höfum farið eftir á ættir sínar að rekja til Svíþjóðar og er í daglegu tali kallað MH mentaltest. Það er sérstaklega hannað fyrir unga hunda, og kjöraldur hunda til að fara í matið er á milli 12 og 18 mánaða. Í Svíþjóð er skylda að fara með hunda í MH skapgerðarmatið fyrir áframhaldandi þjálfun, til dæmis IPO. Úrlausnir hundanna eru mjög mismunandi eftir tegundum, og það sem teldist gott hjá einni tegund er ekki jafn gott hjá annarri. Af þessum sökum er matið einungis framkvæmt á hreinræktuðum hundum með viðurkennda ættbók. Það er mikilvægt að kynna sér vel hvað niðurstöðurnar þýða og hvað sé einkennandi fyrir hverja tegund.
Matið samanstendur af 10 mismunandi tilbúnum aðstæðum, þar sem reynt er á ýmsa þætti í atferli hundsins, svo sem vinnu- og leikgleði, forvitni, stöðugleika, hræðslu og eiginleika til að vinna úr hræðslunni. Matið er uppbyggt þannig að byrjað er á leik en gamanið kárnar því lengra sem líður á matið með ýmsum ógnunum og áreitum. Hér á eftir verður stuttlega gerð grein fyrir þessum aðstæðum.
Atriði 1 — Heilsa
Eigandi hundsins gengur til prófstjóra með hundinn og heilsar honum. Prófstjóri heilsar svo hundinum og gengur með hann stuttan spöl afsíðis. Hann kemur þá til baka til eiganda og skoðar hundinn líkt og á sýningum. Hér er hæfni hunds til að ná sambandi við ókunnuga manneskju metin.
Atriði 2 — Leikur
Eigandi og prófstjóri kasta kaðli á milli sín og að lokum hendir prófstjóri kaðlinum frá sér. Þetta er endurtekið og svo athugar prófstjóri hvort hundurinn vilji togast á við sig. Dómari athugar áhuga hunds á leik og jafnframt hvernig hundurinn beitir sér við grip á kaðlinum.
Atriði 3 — Héri
Lítil tuska er bundin við reipi og dregin á milli hjóla eftir jörðinni, svo það líti út sem lítið dýr sé að skjótast áfram. "Hérinn" er dreginn í tvígang. Í þessu atriði er verið að kanna veiðhvöt hundsins sem og grip.
Atriði 4 — Biðstaða
Eigandi stendur kyrr með hund sinn í taumi í 3 mínútur. Þarna er verið að horfa til þess hvort hundur geti slakað á eftir spennu og leik þegar allt í einu er ekkert um að vera.
Atriði 5 — Grýla / Fjarlægðarleikur
Eigandi heldur í hund sinn þegar í fjarska birtist ógnvekjandi vera í svartri skikkju og kjagast um eftir brautinni. Skyndilega fer Grýlan úr skikkju sinni, dregur upp kaðal og fer að leika sér og hleypur í felur. Eigandi sleppir hundi sínum og dularfulla veran kemur aftur úr fylgsni sínu og leikur sér af ákafa með dótið sitt. Fylgst er með því hvort forvitni hundsins yfirbugar hræðsluna og hvort hann sé reiðubúinn að fara alla leið til verunnar og leika sér með henni.
Atriði 6 — Geirfinnur / Sjónrænt áreiti
Hundur og eigandi eru á gangi þegar taugalli skýst snögglega upp frá jörðinni. Hér er verið að bregða hundinum sjónrænt og athugað hversu hræddur eða reiður hundurinn verður og hversu vel honum gengur að vinna úr áreitinu. Þegar hundi hefur tekist að skoða gallann er gengið tvívegis í kringum gallann til að kanna eftirstöðvar hræðslunnar.
Atriði 7 — Skrölt / Hljóðrænt áreiti
Líkt og hjá Geirfinni eru eigandi og hundur á gangi þegar skyndilega mikil óhljóð heyrast skammt frá. Hér er hundinum brugðið með hljóðrænu áreiti og skoðuð hræðslan og getan til að vinna úr henni. Eftir skoðun á skröltinu er gengið í tvígang fram hjá skröltinu til að skoða eftirstöðvarnar.
Atriði 8 — Draugar
Eigandi heldur í hundinn þegar 2 hvítklæddar verur koma úr fylgsnum sínum. Þær þokast hægt og rólega í átt að hundi og eiganda, önnur í einu og svo hin. "Draugarnir" eru með stór augu og stóran munn og virka því gífurlega ógnandi fyrir hund. Þegar báðar verurnar eru komnar nánast upp að hundi snúa þær sér við og láta hendur síga niður úr búningunum og á ógnin þá að vera afstaðin. Mörg atriði eru skoðuð í þessu atriði, svo sem hversu vel hundurinn fylgist með draugunum, hvort hann ógni þeim, hversu hræddur hann verður og hversu hratt hann getur yfirunnið hræðsluna þegar ógnin er liðin hjá.
Atriði 9 — Leikur 2
Farið er með hund aftur að upphafsreit og eigandi kastar kaðli á milli við prófstjóra líkt og í atriði 2. Hér er litið til þess hvort leikgleðin haldi sér eftir öll þessi áreiti sem hafa átt sér stað.
Atriði 10 — Skot
Að síðustu er framkvæmt skotpróf og er skotið úr skammbyssu 4 sinnum til að athuga hræðslu hunds við skothljóð. Skotið er tvisvar sinnum á meðan eigandi og hundur eru að leika sér og tvisvar sinnum á meðan þeir standa kyrrir og hundurinn er í taumi.
Eftir öll atriðin fer dómarinn með eigandanum inn í hús og fer með honum yfir niðurstöðurnar og reynir eftir bestu getu að gera eiganda grein fyrir kostum hundsins og göllum, og fer yfir hvernig mætti mögulega bæta galla hans.
Hægt er að fylgjast með skapgerðarmati hjá öðrum hundum, en ávalt verður að gæta þess að trufla ekki matið. Nánari upplýsingar um skapgerðarmat er hægt að nálgast á skrifstofu HRFÍ.
Matið samanstendur af 10 mismunandi tilbúnum aðstæðum, þar sem reynt er á ýmsa þætti í atferli hundsins, svo sem vinnu- og leikgleði, forvitni, stöðugleika, hræðslu og eiginleika til að vinna úr hræðslunni. Matið er uppbyggt þannig að byrjað er á leik en gamanið kárnar því lengra sem líður á matið með ýmsum ógnunum og áreitum. Hér á eftir verður stuttlega gerð grein fyrir þessum aðstæðum.
Atriði 1 — Heilsa
Eigandi hundsins gengur til prófstjóra með hundinn og heilsar honum. Prófstjóri heilsar svo hundinum og gengur með hann stuttan spöl afsíðis. Hann kemur þá til baka til eiganda og skoðar hundinn líkt og á sýningum. Hér er hæfni hunds til að ná sambandi við ókunnuga manneskju metin.
Atriði 2 — Leikur
Eigandi og prófstjóri kasta kaðli á milli sín og að lokum hendir prófstjóri kaðlinum frá sér. Þetta er endurtekið og svo athugar prófstjóri hvort hundurinn vilji togast á við sig. Dómari athugar áhuga hunds á leik og jafnframt hvernig hundurinn beitir sér við grip á kaðlinum.
Atriði 3 — Héri
Lítil tuska er bundin við reipi og dregin á milli hjóla eftir jörðinni, svo það líti út sem lítið dýr sé að skjótast áfram. "Hérinn" er dreginn í tvígang. Í þessu atriði er verið að kanna veiðhvöt hundsins sem og grip.
Atriði 4 — Biðstaða
Eigandi stendur kyrr með hund sinn í taumi í 3 mínútur. Þarna er verið að horfa til þess hvort hundur geti slakað á eftir spennu og leik þegar allt í einu er ekkert um að vera.
Atriði 5 — Grýla / Fjarlægðarleikur
Eigandi heldur í hund sinn þegar í fjarska birtist ógnvekjandi vera í svartri skikkju og kjagast um eftir brautinni. Skyndilega fer Grýlan úr skikkju sinni, dregur upp kaðal og fer að leika sér og hleypur í felur. Eigandi sleppir hundi sínum og dularfulla veran kemur aftur úr fylgsni sínu og leikur sér af ákafa með dótið sitt. Fylgst er með því hvort forvitni hundsins yfirbugar hræðsluna og hvort hann sé reiðubúinn að fara alla leið til verunnar og leika sér með henni.
Atriði 6 — Geirfinnur / Sjónrænt áreiti
Hundur og eigandi eru á gangi þegar taugalli skýst snögglega upp frá jörðinni. Hér er verið að bregða hundinum sjónrænt og athugað hversu hræddur eða reiður hundurinn verður og hversu vel honum gengur að vinna úr áreitinu. Þegar hundi hefur tekist að skoða gallann er gengið tvívegis í kringum gallann til að kanna eftirstöðvar hræðslunnar.
Atriði 7 — Skrölt / Hljóðrænt áreiti
Líkt og hjá Geirfinni eru eigandi og hundur á gangi þegar skyndilega mikil óhljóð heyrast skammt frá. Hér er hundinum brugðið með hljóðrænu áreiti og skoðuð hræðslan og getan til að vinna úr henni. Eftir skoðun á skröltinu er gengið í tvígang fram hjá skröltinu til að skoða eftirstöðvarnar.
Atriði 8 — Draugar
Eigandi heldur í hundinn þegar 2 hvítklæddar verur koma úr fylgsnum sínum. Þær þokast hægt og rólega í átt að hundi og eiganda, önnur í einu og svo hin. "Draugarnir" eru með stór augu og stóran munn og virka því gífurlega ógnandi fyrir hund. Þegar báðar verurnar eru komnar nánast upp að hundi snúa þær sér við og láta hendur síga niður úr búningunum og á ógnin þá að vera afstaðin. Mörg atriði eru skoðuð í þessu atriði, svo sem hversu vel hundurinn fylgist með draugunum, hvort hann ógni þeim, hversu hræddur hann verður og hversu hratt hann getur yfirunnið hræðsluna þegar ógnin er liðin hjá.
Atriði 9 — Leikur 2
Farið er með hund aftur að upphafsreit og eigandi kastar kaðli á milli við prófstjóra líkt og í atriði 2. Hér er litið til þess hvort leikgleðin haldi sér eftir öll þessi áreiti sem hafa átt sér stað.
Atriði 10 — Skot
Að síðustu er framkvæmt skotpróf og er skotið úr skammbyssu 4 sinnum til að athuga hræðslu hunds við skothljóð. Skotið er tvisvar sinnum á meðan eigandi og hundur eru að leika sér og tvisvar sinnum á meðan þeir standa kyrrir og hundurinn er í taumi.
Eftir öll atriðin fer dómarinn með eigandanum inn í hús og fer með honum yfir niðurstöðurnar og reynir eftir bestu getu að gera eiganda grein fyrir kostum hundsins og göllum, og fer yfir hvernig mætti mögulega bæta galla hans.
Hægt er að fylgjast með skapgerðarmati hjá öðrum hundum, en ávalt verður að gæta þess að trufla ekki matið. Nánari upplýsingar um skapgerðarmat er hægt að nálgast á skrifstofu HRFÍ.