Reglur fyrir spor I, II, III og Elite
Ath. í nýju reglunum sem tóku gildi 01.07.2017 þá er lengd sporsins í prófi:
Spor I = 300 metrar
Spor II = 1.000 metrar
Spor III = 1.200 metrar
Spor Elite = 1.500 metrar
Spor I = 300 metrar
Spor II = 1.000 metrar
Spor III = 1.200 metrar
Spor Elite = 1.500 metrar
ISTrCh: Íslenskur sporameistari
Til þess að geta sótt um titillinn ISTrCh þarf að ná 1. einkunn eða að lágmarki 90 stigum í spori I, II og III.
Til þess að geta sótt um titillinn ISTrCh þarf að ná 1. einkunn eða að lágmarki 90 stigum í spori I, II og III.
SPOR I
Margföldun: 10 Hámarksstigagjöf: 100
Spora á u.þ.b. 300 metra langa sporaslóð, sem er 35-45 mínútna gömul og lögð af sporaleggjara.
Sporaslóðin á að innihalda tvo 90° vinkla, tvo millihluti og endahlut.
Vinkill má ekki koma fyrr en eftir u.þ.b. 100 metra frá upphafspunkti sporaslóðar.
Engin tímamörk eru til að ljúka prófi.
Stjórnanda er vísað á upphafspunkt sporaslóðar.
Dómari skal fá upplýsingar frá stjórnanda um hvernig hundur markerar áður en æfing hefst.
Dómgæsla: Æfing hefst þegar dómari/prófstjóri gefur merki um að hefja æfingu og lýkur við enda sporaslóðar þegar hundur finnur endahlut.
Stjórnandi velur sjálfur upphafsstöðu hunds.
Hundur skal vinna sjálfstætt og sækja eða markera hluti sem hafa verið lagðir í slóðina.
Til þess að fá 5 stig þarf hundur að finna a.m.k. tvo hluti og þarf annar þeirra að vera endahlutur.
Ef einn hlutur finnst ekki má ekki gefa meira en 8 stig.
Ef hundur finnur ekki endahlut fær hann 0 stig.
Ef hundur er kominn meira en tvær línulengdir frá sporinu er prófið stöðvað af dómara.
Margföldun: 10 Hámarksstigagjöf: 100
Spora á u.þ.b. 300 metra langa sporaslóð, sem er 35-45 mínútna gömul og lögð af sporaleggjara.
Sporaslóðin á að innihalda tvo 90° vinkla, tvo millihluti og endahlut.
Vinkill má ekki koma fyrr en eftir u.þ.b. 100 metra frá upphafspunkti sporaslóðar.
Engin tímamörk eru til að ljúka prófi.
Stjórnanda er vísað á upphafspunkt sporaslóðar.
Dómari skal fá upplýsingar frá stjórnanda um hvernig hundur markerar áður en æfing hefst.
Dómgæsla: Æfing hefst þegar dómari/prófstjóri gefur merki um að hefja æfingu og lýkur við enda sporaslóðar þegar hundur finnur endahlut.
Stjórnandi velur sjálfur upphafsstöðu hunds.
Hundur skal vinna sjálfstætt og sækja eða markera hluti sem hafa verið lagðir í slóðina.
Til þess að fá 5 stig þarf hundur að finna a.m.k. tvo hluti og þarf annar þeirra að vera endahlutur.
Ef einn hlutur finnst ekki má ekki gefa meira en 8 stig.
Ef hundur finnur ekki endahlut fær hann 0 stig.
Ef hundur er kominn meira en tvær línulengdir frá sporinu er prófið stöðvað af dómara.
SPOR II
Hámarksstigagjöf 100 stig
Sporaleggjari leggur u.þ.b. 1000 metra langa sporaslóð sem skiptist þannig: 60 metrar í “finna spor” æfingu og 940 metrar í “spor” æfingu. Slóðin á að vera 60-80 mínútna gömul og skal innihalda fimm til sex 90° vinkla, fimm millihluti og endahlut. Tími til að ljúka prófi eru 35 mínútur. Tímataka hefst við upphafspunkt eftir merki frá dómara/prófstjóra.
Hluti A: Finna spor Margföldun: 2 Hámarksstigagjöf: 20 Hundi er hleypt að sporaslóð í u.þ.b. 15 metra fjarlægð. Stjórnandi fær að vita hvar sporaslóðin byrjar og í hvaða átt hún liggur.
Dómgæsla: Æfingin hefst þegar hundi er hleypt að sporaslóð og lýkur þegar prófstjóri lætur dómara vita að hundur hefur unnið u.þ.b. 60 metra af sporaslóð.
Stjórnandi velur sjálfur hvernig hann vill hleypa hundi að sporaslóð. Hundur skal vinna sjálfstætt. Ef stjórnandi leiðbeinir hundi hvar hann eigi að rekja sporaslóð fær hundur 0 stig. Ef hundur týnir sporaslóð er stjórnanda heimilt að fara tilbaka að síðasta punkti sem hann telur hundinn hafa verið að rekja slóð. Ef stjórnandi nýtir sér þetta leyfi skal ekki gefa meira en 8 stig fyrir æfinguna. Þessi æfing og næsta (Hluti B: Sporaslóðin) eru í beinu framhaldi af hvor annarri. Ef teymið fellur í þessari æfingu er því samt heimilt að halda áfram í næstu æfingu (Hluti B). Þá verða ekki gefnar frekari upplýsingar um hvar sporaslóðin liggur. Dómari á að geta fylgst með teyminu fyrstu 60 metra. Enginn hlutur á að liggja í sporaslóðinni á þeim hluta.
Hluti B: Sporslóðin Margföldun: 8 Hámarksstigagjöf: 80
Dómgæsla: Æfingin hefst í beinu framhaldi af æfingunni ,,finna spor“ (Hluti A) og lýkur þegar hundur hefur fundið endahlut eða þegar leyfilegur hámarkstími prófs rennur út. Dómgæsla byggir aðallega á hversu marga hluti hundur finnur í sporaslóðinni, í hvaða standi þeir eru og að hundur nái að ljúka vinnu innan hámarkstíma. Til þess að fá sem flest stig þarf hundur að finna alla hluti. Ef einn hlut vantar skal ekki gefa meira en 9 stig (x8 = 72). Ef tvo hluti vantar skal ekki gefa meira en 8 stig (x8 = 64) o.s.frv. Ef endahlut vantar fær hundur 0 stig. Ef sést á hlut (far eftir tennur) hefur það áhrif til lækkunar á stigagjöf. Því meira sem sést á hlutnum, því fleiri stig. Þó skal ekki draga stigagjöf meira niður en því sem nemur ef hundur hefði ekki fundið hlutinn. Tryggja skal að hundur villist ekki inn á sporaslóð sem er lögð fyrir annan hund. Ef það gerist á að kalla teymi strax tilbaka og skal gefa 0 stig fyrir æfinguna.
Hámarksstigagjöf 100 stig
Sporaleggjari leggur u.þ.b. 1000 metra langa sporaslóð sem skiptist þannig: 60 metrar í “finna spor” æfingu og 940 metrar í “spor” æfingu. Slóðin á að vera 60-80 mínútna gömul og skal innihalda fimm til sex 90° vinkla, fimm millihluti og endahlut. Tími til að ljúka prófi eru 35 mínútur. Tímataka hefst við upphafspunkt eftir merki frá dómara/prófstjóra.
Hluti A: Finna spor Margföldun: 2 Hámarksstigagjöf: 20 Hundi er hleypt að sporaslóð í u.þ.b. 15 metra fjarlægð. Stjórnandi fær að vita hvar sporaslóðin byrjar og í hvaða átt hún liggur.
Dómgæsla: Æfingin hefst þegar hundi er hleypt að sporaslóð og lýkur þegar prófstjóri lætur dómara vita að hundur hefur unnið u.þ.b. 60 metra af sporaslóð.
Stjórnandi velur sjálfur hvernig hann vill hleypa hundi að sporaslóð. Hundur skal vinna sjálfstætt. Ef stjórnandi leiðbeinir hundi hvar hann eigi að rekja sporaslóð fær hundur 0 stig. Ef hundur týnir sporaslóð er stjórnanda heimilt að fara tilbaka að síðasta punkti sem hann telur hundinn hafa verið að rekja slóð. Ef stjórnandi nýtir sér þetta leyfi skal ekki gefa meira en 8 stig fyrir æfinguna. Þessi æfing og næsta (Hluti B: Sporaslóðin) eru í beinu framhaldi af hvor annarri. Ef teymið fellur í þessari æfingu er því samt heimilt að halda áfram í næstu æfingu (Hluti B). Þá verða ekki gefnar frekari upplýsingar um hvar sporaslóðin liggur. Dómari á að geta fylgst með teyminu fyrstu 60 metra. Enginn hlutur á að liggja í sporaslóðinni á þeim hluta.
Hluti B: Sporslóðin Margföldun: 8 Hámarksstigagjöf: 80
Dómgæsla: Æfingin hefst í beinu framhaldi af æfingunni ,,finna spor“ (Hluti A) og lýkur þegar hundur hefur fundið endahlut eða þegar leyfilegur hámarkstími prófs rennur út. Dómgæsla byggir aðallega á hversu marga hluti hundur finnur í sporaslóðinni, í hvaða standi þeir eru og að hundur nái að ljúka vinnu innan hámarkstíma. Til þess að fá sem flest stig þarf hundur að finna alla hluti. Ef einn hlut vantar skal ekki gefa meira en 9 stig (x8 = 72). Ef tvo hluti vantar skal ekki gefa meira en 8 stig (x8 = 64) o.s.frv. Ef endahlut vantar fær hundur 0 stig. Ef sést á hlut (far eftir tennur) hefur það áhrif til lækkunar á stigagjöf. Því meira sem sést á hlutnum, því fleiri stig. Þó skal ekki draga stigagjöf meira niður en því sem nemur ef hundur hefði ekki fundið hlutinn. Tryggja skal að hundur villist ekki inn á sporaslóð sem er lögð fyrir annan hund. Ef það gerist á að kalla teymi strax tilbaka og skal gefa 0 stig fyrir æfinguna.
SPOR III
Hámarksstigagjöf: 100
Sporaleggjari leggur u.þ.b. 1200 metra langa sporaslóð (með „Finna spor“ æfingunni). Slóðin á að vera 80-100 mínútna gömul og skal innihalda sjö vinkla, þar af einn 30° vinkil, sjö millihluti og endahlut. Hámarkstími til að ljúka prófi eru 45 mínútur. Tímataka hefst við upphafspunkt eftir merki frá dómara/prófstjóra.
Hluti A: Finna spor Margföldun: 2 Hámarksstigagjöf: 20
Sporaslóð skal liggja innan ramma sem er 30 metrar x 30 metrar. Sporaslóðin innan rammans skal vera a.m.k. 30 metrar. Dómari/prófstjóri sýnir þátttakanda hvar miðjan er á þeirri hlið rammans sem æfingin hefst. Hundur leitar að sporaslóð frá þeirri hlið. Hundur skal sjálfur finna sporaslóð á innan við fimm mínútum, ef það tekst ekki er teyminu sýndur sá staður þar sem sporaslóðin liggur út úr rammanum.
Dómgæsla: Æfing hefst þegar stjórnandi sendir hund að leita að sporaslóð eftir merki frá dómara/prófstjóra og lýkur þegar teymi fer úr rammanum á réttum stað í rétta átt (eða þegar tíminn rennur út). Ef teymi er ekki búið að vinna sig út úr rammanum á réttum stað innan tímamarka eru gefin 0 stig fyrir æfinguna.
Ef hundur tekur ekki sporaslóðina í fyrsta skipti sem hann fer yfir slóðina skal ekki gefa fleiri en 7 stig (x2 = 14). Ef hundur byrjar að bakspora en leiðréttir sig án aðstoðar hefur það ekki áhrif til lækkunar á stigagjöf. Hundur fær ekki leyfi til að halda áfram í næstu æfingu sem er „spor“ (Hluti B) ef hann hefur ekki sýnt fram á neina vinnu.
Stjórnandi á að geta áttað sig á afmörkun rammans á ummerkjum eins og steinum eða runna sem liggja u.þ.b. 20 metrum frá rammanum. Ef þörf er á viðbótar merkingu skal hún vera þannig að stjórnandi sjái hana ekki. Sporaslóðin á að vera a.m.k. 30 metrar að lengd áður en hún nær inn í rammann og á ekki að þvera þá hlið sem teymi byrjar á.
Stjórnandi má ekki fara út fyrir rammann á meðan á æfingu stendur nema til þess að fylgja hundi eftir sem er kominn á rétta sporaslóð. Ef hundur baksporar verður stjórnanda tilkynnt það. Dómari/prófstjóri lætur vita þegar ein mínúta er eftir af tímamörkum æfingarinnar.
Hluti B: Sporaslóð (frh. SPOR III) Margföldun: 8 Hámarksstigagjöf: 80
Hámarkstími til að ljúka æfingu eru 40 mínútur.
Tímataka hefst þegar teymi rekur sporaslóð út úr rammanum.
Dómgæsla: Æfingin hefst í beinu framhaldi af æfingunni „finna spor“ (Hluti A) og lýkur þegar hundur hefur fundið endahlut eða þegar leyfilegur hámarkstími prófs rennur út. Dómgæsla byggir aðallega á hversu marga hluti hundur finnur í sporaslóðinni, í hvaða standi þeir eru og að hundur nái að ljúka vinnu innan hámarkstíma.
Til þess að fá sem flest stig þarf hundur að finna alla hluti. Ef einn hlut vantar skal ekki gefa meira en 9 stig (x8 = 72). Ef tvo hluti vantar skal ekki gefa meira en 8 stig (x8 = 64) o.s.frv. Ef endahlut vantar fær hundur 0 stig. Ef sést á hlut (far eftir tennur) hefur það áhrif til lækkunar á stigagjöf. Því meira sem sést á hlutnum, því fleiri stig. Þó skal ekki draga stigagjöf meira niður en því sem nemur ef hundur hefði ekki fundið hlutinn.
Tryggja skal að hundur villist ekki inn á sporaslóð sem er lögð fyrir annan hund. Ef það gerist á að kalla teymi strax tilbaka og skal gefa 0 stig fyrir æfinguna.
Hámarksstigagjöf: 100
Sporaleggjari leggur u.þ.b. 1200 metra langa sporaslóð (með „Finna spor“ æfingunni). Slóðin á að vera 80-100 mínútna gömul og skal innihalda sjö vinkla, þar af einn 30° vinkil, sjö millihluti og endahlut. Hámarkstími til að ljúka prófi eru 45 mínútur. Tímataka hefst við upphafspunkt eftir merki frá dómara/prófstjóra.
Hluti A: Finna spor Margföldun: 2 Hámarksstigagjöf: 20
Sporaslóð skal liggja innan ramma sem er 30 metrar x 30 metrar. Sporaslóðin innan rammans skal vera a.m.k. 30 metrar. Dómari/prófstjóri sýnir þátttakanda hvar miðjan er á þeirri hlið rammans sem æfingin hefst. Hundur leitar að sporaslóð frá þeirri hlið. Hundur skal sjálfur finna sporaslóð á innan við fimm mínútum, ef það tekst ekki er teyminu sýndur sá staður þar sem sporaslóðin liggur út úr rammanum.
Dómgæsla: Æfing hefst þegar stjórnandi sendir hund að leita að sporaslóð eftir merki frá dómara/prófstjóra og lýkur þegar teymi fer úr rammanum á réttum stað í rétta átt (eða þegar tíminn rennur út). Ef teymi er ekki búið að vinna sig út úr rammanum á réttum stað innan tímamarka eru gefin 0 stig fyrir æfinguna.
Ef hundur tekur ekki sporaslóðina í fyrsta skipti sem hann fer yfir slóðina skal ekki gefa fleiri en 7 stig (x2 = 14). Ef hundur byrjar að bakspora en leiðréttir sig án aðstoðar hefur það ekki áhrif til lækkunar á stigagjöf. Hundur fær ekki leyfi til að halda áfram í næstu æfingu sem er „spor“ (Hluti B) ef hann hefur ekki sýnt fram á neina vinnu.
Stjórnandi á að geta áttað sig á afmörkun rammans á ummerkjum eins og steinum eða runna sem liggja u.þ.b. 20 metrum frá rammanum. Ef þörf er á viðbótar merkingu skal hún vera þannig að stjórnandi sjái hana ekki. Sporaslóðin á að vera a.m.k. 30 metrar að lengd áður en hún nær inn í rammann og á ekki að þvera þá hlið sem teymi byrjar á.
Stjórnandi má ekki fara út fyrir rammann á meðan á æfingu stendur nema til þess að fylgja hundi eftir sem er kominn á rétta sporaslóð. Ef hundur baksporar verður stjórnanda tilkynnt það. Dómari/prófstjóri lætur vita þegar ein mínúta er eftir af tímamörkum æfingarinnar.
Hluti B: Sporaslóð (frh. SPOR III) Margföldun: 8 Hámarksstigagjöf: 80
Hámarkstími til að ljúka æfingu eru 40 mínútur.
Tímataka hefst þegar teymi rekur sporaslóð út úr rammanum.
Dómgæsla: Æfingin hefst í beinu framhaldi af æfingunni „finna spor“ (Hluti A) og lýkur þegar hundur hefur fundið endahlut eða þegar leyfilegur hámarkstími prófs rennur út. Dómgæsla byggir aðallega á hversu marga hluti hundur finnur í sporaslóðinni, í hvaða standi þeir eru og að hundur nái að ljúka vinnu innan hámarkstíma.
Til þess að fá sem flest stig þarf hundur að finna alla hluti. Ef einn hlut vantar skal ekki gefa meira en 9 stig (x8 = 72). Ef tvo hluti vantar skal ekki gefa meira en 8 stig (x8 = 64) o.s.frv. Ef endahlut vantar fær hundur 0 stig. Ef sést á hlut (far eftir tennur) hefur það áhrif til lækkunar á stigagjöf. Því meira sem sést á hlutnum, því fleiri stig. Þó skal ekki draga stigagjöf meira niður en því sem nemur ef hundur hefði ekki fundið hlutinn.
Tryggja skal að hundur villist ekki inn á sporaslóð sem er lögð fyrir annan hund. Ef það gerist á að kalla teymi strax tilbaka og skal gefa 0 stig fyrir æfinguna.
SPOR ELITE
Hámarksstigagjöf 100 stig.
Sporaleggjari leggur u.þ.b. 1500 metra langa sporaslóð (með ,,Finna spor“ æfingunni). Slóðin á að vera 100-120 mínútna gömul og skal innihalda sjö til átta vinkla, þar af tvo 30°, níu millihluti og endahlut. Sporaslóðin skal innihalda krossspor sem lagt er af öðrum sporleggjara en lagði hinn hluta sporsins. Hámarkstími til að ljúka prófi eru 55 mínútur. Tímataka hefst við upphafspunkt eftir merki frá dómara/prófstjóra.
Hluti A: Finna spor Margföldun: 2 Hámarksstigagjöf: 20
Sporaslóðin á að liggja innan ramma sem er 30 metra x 40 metra. Sporaslóðin innan rammans skal vera a.m.k. 30 metrar. Dómari/prófstjóri sýnir þátttakanda hvar miðjan er á þeirri hlið rammans sem æfingin hefst. Hundur leitar að sporaslóð frá þeirri hlið. Hundur skal sjálfur finna sporaslóð á innan við fimm mínútum, ef það tekst ekki er teyminu sýndur sá staður þar sem sporaslóðin liggur út úr rammanum.
Dómgæsla: Æfing hefst þegar stjórnandi sendir hund að leita að sporaslóð eftir merki frá dómara/prófstjóra og lýkur þegar teymi fer úr rammanum á réttum stað í rétta átt (eða þegar tíminn rennur út). Ef teymi er ekki búið að vinna sig út úr rammanum á réttum stað innan tímamarka eru gefin 0 stig fyrir æfinguna.
Ef hundur tekur ekki sporaslóðina í fyrsta skipti sem hann fer yfir slóðina skal ekki gefa fleiri en 7 stig (x2 = 14). Ef hundur byrjar að bakspora en leiðréttir sig án aðstoðar hefur það ekki áhrif til lækkunar á stigagjöf. Hundur fær ekki leyfi til að halda áfram í næstu æfingu sem er „spor“ (Hluti B) ef hann hefur ekki sýnt fram á neina vinnu. Stjórnandi á að geta áttað sig á afmörkun rammans á ummerkjum eins og steinum eða runna sem liggja u.þ.b. 20 metrum frá rammanum. Ef þörf er á viðbótar merkingu skal hún vera þannig að stjórnandi sjái hana ekki. Sporaslóðin á að vera a.m.k. 30 metrar að lengd áður en hún nær inn í rammann og á ekki að þvera þá hlið sem teymi byrjar á. Stjórnandi má ekki fara út fyrir rammann á meðan á æfingu stendur nema til þess að fylgja hundi eftir sem er kominn á rétta sporaslóð. Ef hundur baksporar verður stjórnanda tilkynnt það. Dómari/prófstjóri lætur vita þegar ein mínúta er eftir af tímamörkum æfingarinnar.
Hluti B: Sporaslóðin (frh. SPOR ELITE) Margföldun: 8 Hámarksstigagjöf: 80
Hámarkstími til að ljúka æfingunni eru 50 mínútur. Tímataka hefst þegar teymi rekur sporaslóð út úr rammanum.
Dómgæsla: Æfingin hefst í beinu framhaldi af æfingunni „finna spor“ (Hluti A) og endar þegar hundur hefur fundið endahlut eða þegar leyfilegur hámarkstími prófs rennur út. Dómgæsla byggir aðallega á hversu marga hluti hundur finnur í sporaslóðinni, í hvaða standi þeir eru og að hundur nái að ljúka vinnu innan hámarkstíma.
Til þess að fá sem flest stig þarf hundur að finna alla hluti. Ef einn hlut vantar skal ekki gefa meira en 9 stig (x8 = 72). Ef tvo hluti vantar skal ekki gefa meira en 8 stig (x8 = 64) o.s.frv. Ef endahlut vantar fær hundur 0 stig. Ef sést á hlut (far eftir tennur) hefur það áhrif til lækkunar á stigagjöf. Því meira sem sést á hlutnum, því fleiri stig. Þó skal ekki draga stigagjöf meira niður en því sem nemur ef hundur hefði ekki fundið hlutinn.
Tryggja skal að hundur villist ekki inn á sporaslóð sem er lögð fyrir annan hund. Ef það gerist á að kalla teymi strax tilbaka og skal gefa 0 stig fyrir æfinguna.
Hámarksstigagjöf 100 stig.
Sporaleggjari leggur u.þ.b. 1500 metra langa sporaslóð (með ,,Finna spor“ æfingunni). Slóðin á að vera 100-120 mínútna gömul og skal innihalda sjö til átta vinkla, þar af tvo 30°, níu millihluti og endahlut. Sporaslóðin skal innihalda krossspor sem lagt er af öðrum sporleggjara en lagði hinn hluta sporsins. Hámarkstími til að ljúka prófi eru 55 mínútur. Tímataka hefst við upphafspunkt eftir merki frá dómara/prófstjóra.
Hluti A: Finna spor Margföldun: 2 Hámarksstigagjöf: 20
Sporaslóðin á að liggja innan ramma sem er 30 metra x 40 metra. Sporaslóðin innan rammans skal vera a.m.k. 30 metrar. Dómari/prófstjóri sýnir þátttakanda hvar miðjan er á þeirri hlið rammans sem æfingin hefst. Hundur leitar að sporaslóð frá þeirri hlið. Hundur skal sjálfur finna sporaslóð á innan við fimm mínútum, ef það tekst ekki er teyminu sýndur sá staður þar sem sporaslóðin liggur út úr rammanum.
Dómgæsla: Æfing hefst þegar stjórnandi sendir hund að leita að sporaslóð eftir merki frá dómara/prófstjóra og lýkur þegar teymi fer úr rammanum á réttum stað í rétta átt (eða þegar tíminn rennur út). Ef teymi er ekki búið að vinna sig út úr rammanum á réttum stað innan tímamarka eru gefin 0 stig fyrir æfinguna.
Ef hundur tekur ekki sporaslóðina í fyrsta skipti sem hann fer yfir slóðina skal ekki gefa fleiri en 7 stig (x2 = 14). Ef hundur byrjar að bakspora en leiðréttir sig án aðstoðar hefur það ekki áhrif til lækkunar á stigagjöf. Hundur fær ekki leyfi til að halda áfram í næstu æfingu sem er „spor“ (Hluti B) ef hann hefur ekki sýnt fram á neina vinnu. Stjórnandi á að geta áttað sig á afmörkun rammans á ummerkjum eins og steinum eða runna sem liggja u.þ.b. 20 metrum frá rammanum. Ef þörf er á viðbótar merkingu skal hún vera þannig að stjórnandi sjái hana ekki. Sporaslóðin á að vera a.m.k. 30 metrar að lengd áður en hún nær inn í rammann og á ekki að þvera þá hlið sem teymi byrjar á. Stjórnandi má ekki fara út fyrir rammann á meðan á æfingu stendur nema til þess að fylgja hundi eftir sem er kominn á rétta sporaslóð. Ef hundur baksporar verður stjórnanda tilkynnt það. Dómari/prófstjóri lætur vita þegar ein mínúta er eftir af tímamörkum æfingarinnar.
Hluti B: Sporaslóðin (frh. SPOR ELITE) Margföldun: 8 Hámarksstigagjöf: 80
Hámarkstími til að ljúka æfingunni eru 50 mínútur. Tímataka hefst þegar teymi rekur sporaslóð út úr rammanum.
Dómgæsla: Æfingin hefst í beinu framhaldi af æfingunni „finna spor“ (Hluti A) og endar þegar hundur hefur fundið endahlut eða þegar leyfilegur hámarkstími prófs rennur út. Dómgæsla byggir aðallega á hversu marga hluti hundur finnur í sporaslóðinni, í hvaða standi þeir eru og að hundur nái að ljúka vinnu innan hámarkstíma.
Til þess að fá sem flest stig þarf hundur að finna alla hluti. Ef einn hlut vantar skal ekki gefa meira en 9 stig (x8 = 72). Ef tvo hluti vantar skal ekki gefa meira en 8 stig (x8 = 64) o.s.frv. Ef endahlut vantar fær hundur 0 stig. Ef sést á hlut (far eftir tennur) hefur það áhrif til lækkunar á stigagjöf. Því meira sem sést á hlutnum, því fleiri stig. Þó skal ekki draga stigagjöf meira niður en því sem nemur ef hundur hefði ekki fundið hlutinn.
Tryggja skal að hundur villist ekki inn á sporaslóð sem er lögð fyrir annan hund. Ef það gerist á að kalla teymi strax tilbaka og skal gefa 0 stig fyrir æfinguna.