Schäferdeild hrfí
  • Fréttir
    • Fréttir 2022
    • Fréttir 2021
    • Fréttir 2020
    • Fréttir 2019
    • Fréttir 2018
    • Fréttir 2017
    • Fréttir 2016
    • Fréttir 2015
    • Fréttir 2014
    • Fréttir 2013
    • Fréttir 2012
    • Fréttir 2011
    • Fréttir 2010
  • Deildin
  • Sýningar
  • VInnupróf
  • Ræktun
  • Hvolpar / got
  • Gagnagrunnur
    • 2012
    • 2013
    • 2014
    • 2015
    • 2016
    • 2017
    • 2018
    • 2019
    • 2020
    • 2021
    • 2022
    • 2023
  • Myndir

Einkunnir og borðar á sýningum


Einkunnir í dóm

1. einkunn - rauður borði - excellent


Hundurinn er dæmigerður fyrir tegundina að gerð (týpu) og byggingu, með svo augljósa kosti og það óverulega útlitsgalla, að fullyrða megi að hann sé mjög góður fulltrúi tegundarinnar.

2. einkunn - blár borði - very good
Hundurinn er góður að gerð (týpu) og byggingu og útlitsgallar ekki meira áberandi en svo, að telja megi hann góðan fulltrúa tegundarinnar.

3. einkunn - gulur borði - good
Hundurinn er viðunandi hvað varðar gerð (týpu) og útlitsgalla ekki það áberandi, að hægt sé að segja að hann sé óverðugur fulltrúi tegundarinnar.

4. einkunn - grænn borði - sufficient


0 einkunn - engin borði
Hægt er að gefa hundi einkunnina 0 sem hefur augljósa galla í byggingu, gerð (týpu) eða geðslagi (þar með taldir hundar sem eru árásagjarnir eða bíta). Rakkar sem ekki eru með tvö eðlileg og rétt staðsett eistu skal gefa einkunnina 0.

E.h.d. - ekki hægt að dæma
Merkir að dómaranum hafi verið ómögulegt að ákveða hvaða einkunn hundinum ber að fá. Þessa umsögn má einungis gefa þeim hundi sem á því augnabliki sem dómarinn er að dæma hann, hreyfir sig eða er þannig á sig kominn, að dómarinn geti ekki myndað sér örugga skoðun á hundinum (t.d. má nefna halta hunda o.s.frv.)

Meistarastig - borði í íslensku fánalitunum
Framúrskarandi og að öllu leyti rétt byggður hundur með svo augljósa kosti og það óverulega galla, að unnt er að hafa hann sem takmark sem ræktendur ættu að ásetja sér að nálgast.


Meistaraefni - bleikur borði
Hefur sömu eðliskosti og sá hundur sem hlýtur meistarastigið; er í raun einnig verðugur til að hljóta meistarastig, eða ef um er að ræða meistara, að hann sé verðugur titilsins.


Gefið er út dagskrá fyrir hverja sýningu (PM/Promemoria)
Skammstafanir í PM: (PM/Promemoria): 
BAK - Hvolpar 4-6 mánaða
HVK - Hvolpar 6-9 mánaða
JK - Ungliðaflokkur
MK - Unghundaflokkur
AK - Opinn flokkur
BK - Vinnuhundaflokkur
CHK - Meistaraflokkur
​VK - Öldungaflokkur
OPP - ræktunarhópar
AVL - afkvæmahópar

Skammstafanir á titlum og borðum.

B.R - Besti rakki

B.T - Besta tík

BHT-1 - Besti hundur tegundar I  (BOB - Best of breed)

BHT-2 - Besti hundur tegundar II (BOS - Best opposite sex - Besti hundur af gagnstæðu kyni)

BHS - Besti hundur sýningar  (BIS - best in show)

B.HV.S - Besti hvolpur sýningar   (BPS - Best puppy in show)

B.Ö.T - Besti öldungur sýningar

CACIB - Alþjóðlegt meistarastig  

V.CACIB - Vara alþjóðlegt meistarastig   (Res.CACIB - Reserve CACIB)

M.STIG - Íslenskt meistara stig   (CC)

M.NAFNB - Meistaranafnbót

M.EFNI - Meistaraefni   (CK)

HE.V - Heiðursverðlaun

E.H.D - Ekki hægt að dæma

T.H - Tegundarhópur

HV.FL - Hvolpaflokkur

UL.FL - Ungliðaflokkur

UL.KFL - Ungliðakeppnisflokkur

UH.FL - Unghundaflokkur

UH.KFL - Unghundakeppnisflokkur

O.FL. - Opinn flokkur

O.KFL - Opinn Keppnisflokkur

M.FL - Meistarflokkur

Ö.FL - Öldungarflokkur

Ö.KFL - Öldungakeppnisflokkur

AFKV.FL - Afkvæmaflokkur

RÆKT.FL - Ræktunarflokkur


​http://www.hrfi.is/uploads/2/2/3/3/22333014/%C3%9Atsk%C3%BDringar_%C3%A1_einkunum.pdf

Einkunna- og verðlaunaborðar

Besti hundur sýningar - breiður borði í íslensku fánalitunum

Besti hundur tegundar, 1. sæti - rauður og gulur borði

Besti hundur tegundar, 2. sæti - hvítur og grænn borði

Besti öldungur tegundar
- grár og bleikur borði

Alþjóðlegt meistarastig (CACIB) - hvítur borði

Vara-alþjóðlegt meistarastig (Reserve CACIB) - appelsínugulur borði

Meistarastig - mjór borði í fánalitum

Meistaraefni - bleikur borði

Meistaranafnbót - rauður og grænn borði

Heiðursverðlaun - lillablár borði

Heiðursverðlaun fyrir afkvæma/ræktunarhóp - lillablár / hvítur borði

Þátttakendur í meistaraflokki - rauður og hvítur borði

Þátttakendur í hlýðnikeppni -
rauður, svartur og gulur borði

Þátttakendur í hundafimi - svartur og appelsínugulur borði

Meistaratitlar / nafnbót

ISCh                Íslenskur meistari
ISShCh             Íslenskur sýningameistari
ISFtCh              Íslenskur veiðimeistari
ISJCh          Íslenskur ungliðameistari
ISVetCh       Íslenskur öldungameistari

ISAgCh             Íslenskur hundafimimeistari, hundur með ættbók
ISAgMe             Íslenskur hundafimimeistari, hundur án ættbókar
ISJuCh              Íslenskur hoppmeistari, hundur með ættbók
ISJuMe              Íslenskur hoppmeistari, hundur án ættbókar

ISTrCh              Íslenskur sporameistari
ISObCh             Íslenskur hlýðnimeistari
ISLcCh              Íslenskur meistari í beituhlaupi
 
Hlýðni I:  OB I – hundur þarf að hafa hlotið þrisvar sinnum 1. einkunn í hlýðni I, hjá minnst tveimur dómurum
Hlýðni II: OB II – Hundur þarf að hafa hlotið þrisvar sinnum 1. einkunn í hlýðni II, hjá minnst tveimur dómurum.
Hlýðni III: OB III – Hundur þarf að hafa hlotið þrisvar sinnum 1. einkunn í hlýðni III, hjá minnst tveimur dómurum.

Hlýðni Elite:  OBelite– Hundur þarf að hafa hlotið þrisvar sinnum 1. einkunn í hlýðni Elite hjá minnst tveimur dómurum.
ISObCh: titill sem hægt er að sækja um hafi hundur lokið 1.einkunn í Hlýðni- I, -II, -III og fá 1.einkunn a.m.k þrisvar sinnum í hlýðni Elite.

Sporameistari: ISTrCh – hundur þarf að hafa lokið 1. einkunn í spori I,II og III.

Skráning í flokka

Þeir flokkar sem í boði er að skrá í eru eftirfarandi og sé hundurinn á þeim aldri að geta valið á milli flokka þarf eigandi að velja á milli flokkana sjálfur.
Helsta ástæðan fyrir því að boðið er upp á val í flokkaskráningu er að hundarnir eru misfljótir að taka út líkamlegan þroska og gæti verið betra að skrá þá upp eða niður um flokka.
Til þess að skrá í vinnu- og veiðihundaflokk þarf að senda inn staðfestingu á vinnu/veiðiárangri hafi ekki verið skráð í flokkinn áður.
Til þess að skrá í meistaraflokk þarf hundurinn að hafa staðfestan meistaratitil frá viðurkenndu FCI félagi og hafa náð 15 mánaða aldri. Nauðsynlegt að er búið sé að sækja um/staðfesta titilinn til þess að skrá í flokkinn.

Hundarnir þurfa að hafa náð aldri daginn fyrir upphaf sýningar.

Hvolpaflokkur, 3 - 6 mánaða
Hvolpaflokkur, 6 - 9 mánaða
Ungliðaflokkur, 9 - 18 mánaða
Unghundaflokkur, 15 - 24 mánaða
Opinn flokkur, 15 mánaða og eldri
Vinnu- og veiðihundaflokkur, 15 mánaða og eldri og hafa uppfyllt þær vinnukröfur sem gerðar eru á tegundina fyrir meistaratitil.
Meistaraflokkur, 15 mánaða og eldri og hafa staðfestan meistaratitil.
Öldungaflokkur, 8 ára og eldri

Skipurit sýninga

Hundar sem sýndir eru eftir 9 mánaða aldur fá einkunn eins og kemur fram hér efst. Hundar með 1. einkunn (rauðan borða) eiga möguleika á því að fá einnig bleikan borða / meistaraefni sem kemur þeim áfram í keppni um besta rakka eða bestu tík. Í keppni um besta rakka / bestu tík er hundum raðað í efstu fjögur sæti. Hundar sem sigra keppni um besta rakka og bestu tík keppa um titilinn Besti hundur tegundar (BOB og BOS). Hundur sem sigrar tegundina og verður besti hundur tegundarinnar keppir við aðra hunda úr tegundarhópi 1 um titilinn besti hundur tegundarhóps 1. Hundur sem sigrar tegundarhóp 1 keppir um titilinn Besti hundur sýningar.

Picture
​http://www.hrfi.is/syacuteningaskipurit.html
Picture
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Fréttir
    • Fréttir 2022
    • Fréttir 2021
    • Fréttir 2020
    • Fréttir 2019
    • Fréttir 2018
    • Fréttir 2017
    • Fréttir 2016
    • Fréttir 2015
    • Fréttir 2014
    • Fréttir 2013
    • Fréttir 2012
    • Fréttir 2011
    • Fréttir 2010
  • Deildin
  • Sýningar
  • VInnupróf
  • Ræktun
  • Hvolpar / got
  • Gagnagrunnur
    • 2012
    • 2013
    • 2014
    • 2015
    • 2016
    • 2017
    • 2018
    • 2019
    • 2020
    • 2021
    • 2022
    • 2023
  • Myndir