Sérstök ákvæði fyrir Schäfer í Sýningareglum HRFÍ
Sérstakt ákvæði Schäferdeildarinnar varðandi stutthærð og síðhærð afbrigði tegundarinnar í Sýningareglum HRFÍ
Hvolpar eru skráðir það afbrigði sem ræktandi telur þá vera við 8 vikna aldur. Varðandi umskráningu á schäfer short-haired/schäfer long-haired, schäfer long-haired/schäfer short-haired, þá þarf hundurinn að vera sýndur eftir 9 mánaða aldur á viðurkenndri FCI sýningu áður en hann er umskráður. Telji eigandi hundinn vera annað afbrigði en hann var upphaflega skráður í ættbók, skal skrá hann á sýningu sem það afbrigði sem eigandi telur hundinn vera. Ef dómari samþykkir hundinn sem það afbrigði, er hægt að láta umskrá afbrigðið í ættbók.
(sýningareglur HRFÍ undir lið 55, sérstök ákvæði)
Sérákvæði um meistarareglur fyrir vinnuhunda (Gildir fyrir hunda sem fæddir eru eftir 1. janúar 1999).
Grein nr. 71. Ákvæði fyrir schäfer hund (166) í tegundarhópi 1.
Schäfer hundur þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði til að hljóta titilinn íslenskur meistari (ISCh):
a. Að hafa hlotið þrjú meistarastig á sýningum HRFÍ, hjá þremur mismunandi dómurum, þar af eitt stig eftir 24 mánaða aldur (24 mán.+1 dagur).
b. Hundur þarf að vera röntgenmyndaður m.t.t. mjaðmaloss (HD) og olnbogaloss (AD)* og niðurstöður þurfa að liggja fyrir. (*Gildir fyrir hunda fædda eftir 1. janúar 2005)
c. Hundur þarf að hafa varanlegt auðkenni (örmerki/húðflúr).
d. Hundur þarf að hafa staðist vinnueiginleikapróf sem hér segir:
I. Skapgerðarmat. (Fellt niður frá og með 01.04.2011)
II. Sporleitarpróf viðurkennt af HRFÍ eftir 9 mánaða aldur.
III. Bronsmerki í hlýðni. (Gildir fyrir hunda fædda eftir 1. janúar 2004).
e. Innfluttur hundur með IPOI próf (Schutzhund, SCHH1) jafngildir lið II og III.
f. Hundur sem hefur staðist B-próf frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu; Björgunarhundasveit Íslands eða Leitarhundum SL, jafngildir lið II.
g. Hundur sem hefur staðist A-próf frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu; Björgunarhundasveit Íslands eða Leitarhundum SL, jafngildir lið II og III.
(Sýningarreglur fyrir hundasýningar HRFÍ og sérdeilda þess.)
Hvolpar eru skráðir það afbrigði sem ræktandi telur þá vera við 8 vikna aldur. Varðandi umskráningu á schäfer short-haired/schäfer long-haired, schäfer long-haired/schäfer short-haired, þá þarf hundurinn að vera sýndur eftir 9 mánaða aldur á viðurkenndri FCI sýningu áður en hann er umskráður. Telji eigandi hundinn vera annað afbrigði en hann var upphaflega skráður í ættbók, skal skrá hann á sýningu sem það afbrigði sem eigandi telur hundinn vera. Ef dómari samþykkir hundinn sem það afbrigði, er hægt að láta umskrá afbrigðið í ættbók.
(sýningareglur HRFÍ undir lið 55, sérstök ákvæði)
Sérákvæði um meistarareglur fyrir vinnuhunda (Gildir fyrir hunda sem fæddir eru eftir 1. janúar 1999).
Grein nr. 71. Ákvæði fyrir schäfer hund (166) í tegundarhópi 1.
Schäfer hundur þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði til að hljóta titilinn íslenskur meistari (ISCh):
a. Að hafa hlotið þrjú meistarastig á sýningum HRFÍ, hjá þremur mismunandi dómurum, þar af eitt stig eftir 24 mánaða aldur (24 mán.+1 dagur).
b. Hundur þarf að vera röntgenmyndaður m.t.t. mjaðmaloss (HD) og olnbogaloss (AD)* og niðurstöður þurfa að liggja fyrir. (*Gildir fyrir hunda fædda eftir 1. janúar 2005)
c. Hundur þarf að hafa varanlegt auðkenni (örmerki/húðflúr).
d. Hundur þarf að hafa staðist vinnueiginleikapróf sem hér segir:
I. Skapgerðarmat. (Fellt niður frá og með 01.04.2011)
II. Sporleitarpróf viðurkennt af HRFÍ eftir 9 mánaða aldur.
III. Bronsmerki í hlýðni. (Gildir fyrir hunda fædda eftir 1. janúar 2004).
e. Innfluttur hundur með IPOI próf (Schutzhund, SCHH1) jafngildir lið II og III.
f. Hundur sem hefur staðist B-próf frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu; Björgunarhundasveit Íslands eða Leitarhundum SL, jafngildir lið II.
g. Hundur sem hefur staðist A-próf frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu; Björgunarhundasveit Íslands eða Leitarhundum SL, jafngildir lið II og III.
(Sýningarreglur fyrir hundasýningar HRFÍ og sérdeilda þess.)
Sýningarreglur HRFÍ
Sýningarreglur HRFÍ | |
File Size: | 136 kb |
File Type: |