Schäferdeild hrfí
  • Fréttir
    • Fréttir 2022
    • Fréttir 2021
    • Fréttir 2020
    • Fréttir 2019
    • Fréttir 2018
    • Fréttir 2017
    • Fréttir 2016
    • Fréttir 2015
    • Fréttir 2014
    • Fréttir 2013
    • Fréttir 2012
    • Fréttir 2011
    • Fréttir 2010
  • Deildin
  • Sýningar
  • VInnupróf
  • Ræktun
  • Hvolpar / got
  • Gagnagrunnur
    • 2012
    • 2013
    • 2014
    • 2015
    • 2016
    • 2017
    • 2018
    • 2019
    • 2020
    • 2021
    • 2022
    • 2023
  • Myndir

Síðhærður schäfer


Stjórn Schäferdeildarinnar starfsárið 2011-2012 fékk það verkefni að semja reglur fyrir síðhærða hunda á Íslandi. Stjórn HRFÍ samþykkti þær reglur og gilda þær frá 1.1.2012. Stjórn Schäferdeildarinnar hafði til hliðsjónar reglur um síðhærðan schäfer í Svíþjóð og Noregi ásamt því að skoða aðrar tegundir þar sem pörun á milli litaafbrigða/hárafara er leyfð (s.s. St. Bernhards, Weimaraner, Schnauzer ofl.). Sjá nánar skjal frá FCI. Þar er tekið fram að FCI leyfir pörun á milli hárafara hjá Schäfer (frá 1.1.2012). Þar kemur einnig fram að FCI hvetur til blöndunar á milli afbrigða til þess að auka gæði stofnsins, bæði hvað varðar heilsufar og skyldleika. Það sé ekki tegund til framdráttar að hafa of fáa einstaklinga. Þetta atriði var haft til hliðsjónar þegar stjórn deildarinnar setti saman reglur fyrir íslenska stofninn og var það talið þjóna hagsmunum stofnsins, sérstaklega þeim síðhærða, að leyfa pörun á milli hárafara.



Eftirfarandi var sett í Reglugerð um skráningu í ættbók undir lið VI. Reglur sérdeilda varðandi undaneldisdýr:


Schäfer (short-haired og long-haired)

Mjaðma- og olnbogamyndir: Undaneldisdýr skulu mynduð og niðurstaða kunn fyrir pörun. (Fyrir mjaðmamyndir gildir frá 01.11.1999 og olnbogamyndir frá 01.09. 2010).
Greinist hundur með mjaðma-og/eða olnbogalos D eða E verða afkvæmi hans ekki skráð í ættbók.(Gildir frá 01.09.2010).
Para má saman schäfer short-haired og schäfer long-haired, gildir frá 01.01.2012. 
Ættbókarfæra skal hvolpana það afbrigði sem ræktandi telur þá vera við 8 vikna aldur.

Varðandi umskráningu á schäfer short-haired /schäfer long-haired, schäfer long-haired/schäfer short-haired þá þarf hundurinn að vera sýndur eftir 9 mánaða aldur á viðurkenndri FCI sýningu áður en hann er umskráður. Telji eigandi hundinn vera annað afbrigði en hann var skráður í upphafi í ættbók skal skrá hann á sýningu sem það afbrigði sem eigandi telur hundinn vera. Ef dómari samþykkir hundinn sem það afbrigði, er hægt að láta umskrá afbrigðið í ættbók.



Eftirfarandi var sett í Sýningareglur HRFÍ undir lið 55. Sérstök ákvæði:


German Shepherd Dog (Short-haired og Long-haired)

Hvolpar eru skráðir það afbrigði sem ræktandi telur þá vera við 8 vikna aldur. Varðandi umskráningu á schäfer short-haired/schäfer long-haired, schäfer long-haired/schäfer short-haired, þá þarf hundurinn að vera sýndur eftir 9 mánaða aldur á viðurkenndri FCI sýningu áður en hann er umskráður. Telji eigandi hundinn vera annað afbrigði en hann var upphaflega skráður í ættbók, skal skrá hann á sýningu sem það afbrigði sem eigandi telur hundinn vera. Ef dómari samþykkir hundinn sem það afbrigði, er hægt að láta umskrá afbrigðið í ættbók.

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Fréttir
    • Fréttir 2022
    • Fréttir 2021
    • Fréttir 2020
    • Fréttir 2019
    • Fréttir 2018
    • Fréttir 2017
    • Fréttir 2016
    • Fréttir 2015
    • Fréttir 2014
    • Fréttir 2013
    • Fréttir 2012
    • Fréttir 2011
    • Fréttir 2010
  • Deildin
  • Sýningar
  • VInnupróf
  • Ræktun
  • Hvolpar / got
  • Gagnagrunnur
    • 2012
    • 2013
    • 2014
    • 2015
    • 2016
    • 2017
    • 2018
    • 2019
    • 2020
    • 2021
    • 2022
    • 2023
  • Myndir