Schäferdeild hrfí
  • Fréttir
    • Fréttir 2022
    • Fréttir 2021
    • Fréttir 2020
    • Fréttir 2019
    • Fréttir 2018
    • Fréttir 2017
    • Fréttir 2016
    • Fréttir 2015
    • Fréttir 2014
    • Fréttir 2013
    • Fréttir 2012
    • Fréttir 2011
    • Fréttir 2010
  • Deildin
  • Sýningar
  • VInnupróf
  • Ræktun
  • Hvolpar / got
  • Gagnagrunnur
    • 2012
    • 2013
    • 2014
    • 2015
    • 2016
    • 2017
    • 2018
    • 2019
    • 2020
    • 2021
    • 2022
    • 2023
  • Myndir

Saga tegundarinnar

Picture
Þýski fjárhundurinn (e. German Shepherd, Alsatian, þ. Schäferhund) er sennilega frægasta hundakyn sem komið hefur frá Þýskalandi. Þessir hundar eru annálaðir fyrir trygglyndi, greind, hugrekki og aðlögunarhæfni. Þeir henta ákaflega vel til þjálfunar og eru mikið notaðir til lögreglu- og herstarfa, sem leitar- og björgunarhundar og einnig sem blindrahundar.

Þjóðverjinn Max von Stephanitz ræktaði þýska fjárhundinn upphaflega til að sinna fjárgæslu, eins og nafnið gefur til kynna. Von Stephanitz hafði afburða þekkingu á ýmsum þáttum sem sneru að líffærafræði og þróun spendýra, og þá sérstaklega rándýra (carnivora), og tókst með mikilli vinnu að rækta þetta hundakyn undir lok 19. aldar. Þýsku fjárhundarnir urðu fljótlega vinsælir, og ekki bara innan þýsku landamæranna, heldur breiddust þeir fljótt út til nágrannaríkja, nú eru þeir algengir  og einn vinsælasti fjölskyldu hundurinn um allan heim.

Reyndar eru menn ekki alveg sammála um forsögu þýska fjárhundsins áður en von Stephanitz kom til. Sumir segja að kynið eiga uppruna sinn í æxlun mismunandi fjárhunda í Þýskalandi um nokurra alda skeið, en aðrir telja að það hafi komið fram vegna pörunnar þýskra fjárhunda af ákveðnu kyni sem nú er útdautt, og úlfa, sem voru algengir í skóglendi Þýskalands fyrr á öldum. Menn eru þó sammála um að von Stephanitz hafi lokið verkinu og kallað fram þá eiginleika sem þýski fjárhundurinn er þekktur fyrir.

Von Stephanitz kynnti þýska fjárhundinn, eins og við þekkjum hann, á sýningu í Hannover árið 1882. Hann stofnaði ennfremur fyrsta hundaræktarfélagið í kringum þetta nýja hundakyn sitt og nefndist það Verein für Deutsche Schäferhunde (SV),stofnsett 22. Apríl 1899.


Þýski fjárhundurinn er mjög umburðarlyndur. Margir hafa haft dýr af öðrum tegundum á heimili með þeim, svo sem ketti,og önnur dýr  virðist slíkt sambýli oft heppnast mjög vel. Þýskir fjárhundar geta verið varir um sig meðal ókunnugra en fyrst og fremst eru þeir vinnuhundar, þeir þurfa oft að hafa eitthvað fyrir stafni og þess vegna er mikilvægt að fólk sem fær sér þýskan fjárhund, sinni honum vel og sjái honum fyrir mjög góðri hreyfingu.

Aðalsmerki þýskra fjárhunda er húsbóndahollusta og það hversu auðvelt er að þjálfa þá. Góður fjárhundur er ekki fjandsamlegur við ókunnuga en er öruggur með sig og stendur á sínu. Hundarnir sýna börnum umhyggju og gæta þeirra stundum eins og þau væru lömb eða kiðlingar. Börn geta hamast í þýskum fjárhundum þar sem þeir eru ákaflega jafnlyndir, en ekki er rétt að mæla með slíkum látum undir venjulegum kringumstæðum, nema börnin þekki vel til viðkomandi hunds.

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Fréttir
    • Fréttir 2022
    • Fréttir 2021
    • Fréttir 2020
    • Fréttir 2019
    • Fréttir 2018
    • Fréttir 2017
    • Fréttir 2016
    • Fréttir 2015
    • Fréttir 2014
    • Fréttir 2013
    • Fréttir 2012
    • Fréttir 2011
    • Fréttir 2010
  • Deildin
  • Sýningar
  • VInnupróf
  • Ræktun
  • Hvolpar / got
  • Gagnagrunnur
    • 2012
    • 2013
    • 2014
    • 2015
    • 2016
    • 2017
    • 2018
    • 2019
    • 2020
    • 2021
    • 2022
    • 2023
  • Myndir