Schäferdeild hrfí
  • Fréttir
    • Fréttir 2022
    • Fréttir 2021
    • Fréttir 2020
    • Fréttir 2019
    • Fréttir 2018
    • Fréttir 2017
    • Fréttir 2016
    • Fréttir 2015
    • Fréttir 2014
    • Fréttir 2013
    • Fréttir 2012
    • Fréttir 2011
    • Fréttir 2010
  • Deildin
  • Sýningar
  • VInnupróf
  • Ræktun
  • Hvolpar / got
  • Gagnagrunnur
    • 2012
    • 2013
    • 2014
    • 2015
    • 2016
    • 2017
    • 2018
    • 2019
    • 2020
    • 2021
    • 2022
    • 2023
  • Myndir

Síðhærður schäfer


Áður fyrr var síðhærður feldur álitinn galli hjá tegundinni og ekki álitlegur til undaneldis. Ástæður þess var að feldurinn var ekki talinn hafa sömu eiginleika og sá stutthærði með tilliti til vinnueiginleika. Síði feldurinn er mýkri og dregur í sig vatn á meðan sá stutti hrindir vatninu frá og einangrar því vel þó ytri feldurinn sé blautur. Síði feldurinn er einnig erfiðari að vetri til, þófar hundanna eru loðnir og þar getur snjór safnast saman og hundarnir átt erfitt með gang.

FCI breytti reglum varðandi schäfer og samþykkir nú síðhærðan schäfer sem sértegund (frá 1.1.2011). Síðhærður schäfer hefur sama standard og stutthærður en á sýningum eru tegundirnar sýndar í sitthvoru lagi.

Munur á síðhærðum og stutthærðum schäfer:
  • Síðhærður schäfer þarf meiri feldhirðu. Hann er mjúkur, flækist og þarf að vera kembdur reglulega.
  • Síðhærður schäfer hefur ólíka feldgerð, þ.e. mjúkan feld. Hann hrindir ekki frá sér vatni og virkar sem svampur.
  • Síðhærðir hundar hafa síðan feld inni í þófunum. Hann þarf að klippa niður á veturna til þess að koma í veg fyrir að snjór safnist þar saman sem myndi gera þeim erfitt fyrir að ganga.
  • Enginn erfðafræðilegur munur er á stutthærðum og síðhærðum schäfer fyrir utan víkjandi og ríkjandi genið sem ræður feldgerðinni.

Víkjandi gen og erfðir

Síðhærður feldur orsakast af víkjandi geni. Til þess að hundur verði síðhærður þarf hann að bera tvö víkjandi gen, þ.e. eitt frá móður og eitt frá föður. Stutthærðir hundar geta verið berar fyrir víkjandi genið vegna þess að genið sem orsakar stuttan feld er ríkjandi.

Setjum upp dæmi um arfgerðir í töflu þar sem S táknar shortcoat og L táknar longcoat. Foreldar koma yst, lárétt og lóðrétt. SS eru arfhreinir stutthærðir hvolpar. SL eru stutthærðir hvolpar sem eru berar fyrir síðhærðu geni. LL eru arfhreinir síðhærðir hvolpar.



Arfhreinn stutthærður (SS) x Arfhreinn stutthærður (SS)
Ef tveir arfhreinir stutthærðir hundar eru paraðir verða hvolpar undan þeim aðeins stutthærðir.
100% líkur á stutthærðum hvolpum


Arfhreinn stutthærður (SS) x Arfblendinn stutthærður (SL)
Ef tveir stutthærðir hundar eru paraðir og aðeins annar beri fyrir víkjandi genið verða hvolpar undan þeim aðeins stutthærðir. Helmingur verða arfhreinir stutthærðir hundar. Helmingur verða stutthærðir hundar sem eru berar fyrir síðhærða genið.
100% líkur á stutthærðum hvolpum


Arfblendinn stutthærður (SL) x Arblendinn stutthærður (SL)
Ef tveir stutthærðir hundar eru paraðir saman og báðir eru arfberar fyrir síðhærða genið verða u.þ.b. fjórðungur hvolpa síðhærðir og ¾ stutthærðir.
25% líkur á síðhærðum og 75% líkur á stutthærðum hvolpum



Arfhreinn stutthærður (SS) x Arfhreinn síðhærður (LL)
Ef stutthærður hundur sem er arfhreinn, þ.e. ekki beri fyrir síðhært gen, er paraður við síðhærðan schäfer verða allir hvolpar stutthærðir. Allir hvolparnir verða þó berar fyrir síðhærða genið.
100% líkur á stutthærðum hvolpum



Arfblendinn stutthærður (SL) x Arfhreinn síðhærður (LL)
Ef stutthærður hundur sem er beri fyrir víkjandi gen er paraður við síðhærðan hund verður helmingur gotsins síðhærður og hinn helmingurinn verður stutthærður en beri fyrir síðhærða genið.
50% líkur á síðhærðum og 50% líkur á stutthærðum hvolpum



Arfhreinn síðhærður (LL) x Arfhreinn síðhærður (LL)
Ef tveir síðhærðir hundar eru paraðir saman verður allir hvolparnir síðhærðir.
100% líkur á síðhærðum hvolpum
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Fréttir
    • Fréttir 2022
    • Fréttir 2021
    • Fréttir 2020
    • Fréttir 2019
    • Fréttir 2018
    • Fréttir 2017
    • Fréttir 2016
    • Fréttir 2015
    • Fréttir 2014
    • Fréttir 2013
    • Fréttir 2012
    • Fréttir 2011
    • Fréttir 2010
  • Deildin
  • Sýningar
  • VInnupróf
  • Ræktun
  • Hvolpar / got
  • Gagnagrunnur
    • 2012
    • 2013
    • 2014
    • 2015
    • 2016
    • 2017
    • 2018
    • 2019
    • 2020
    • 2021
    • 2022
    • 2023
  • Myndir