25 ára afmælissýning Schäferdeildarinnar
Glæsileg afmælissýning fór fram á laugardaginn 6. júlí 2013. Besti hundur sýningarinnar varð C.I.B. ISCH RW-13 Welincha's Yasko. En hann var besti hundur tegundar í snögghærðum Schafer. Annar besti hundur sýningar varð Svarthamars Garpur, sem var besti hundur tegundar í flokki síðhærðra Schaferahunda. Færa varð sýninguna inn í Reiðhöll Fáks vegna veðurs en það kom ekki að sök og allir skemmtu sér vel og var góð stemning hjá fólki og hundum.
Dómari á sýningunni var Karl Otto Ojala frá Noregi og var mikill fengur fyrir okkur að fá hann til landsins. Með fullri virðingu fyrir öðrum Schafer dómurum sem komið hafa á klakann er hann sennilega sá allra færasti sem dæmt hefur hundana okkar. Karl Otto er með hæstu gráðu frá SV í Þýskalandi í að dæma Schaferhunda bæði á sýningum og í vinnu. Stjórn Schaferdeildarinna vill þakka öllum sem komu að framkvæmd og uppsetningu sýningarinnar innilega fyrir hjálpina. Einnig viljum við þakka styrktaraðilum sýningarinnar fyrir stuðninginn, án þeirra hefði þetta ekki verið hægt. |
Styrktaraðilar sýningarinnar
Þökkum þessum frábæru fyrirtækjum fyrir að hjálpa okkur að gera þessa sýningu að veruleika.
Bendir
Dýrakotsnammi
Dýrheimar
Eric the red Guesthouse
Garminbúðin
Kökuhornið
Lífland
Nínó
Sjóklæðagerðin
Sláturfélag suðurlands
Vistor
Þeytingur ehf
Ölgerðin Egill Skallagrímsson
Bendir
Dýrakotsnammi
Dýrheimar
Eric the red Guesthouse
Garminbúðin
Kökuhornið
Lífland
Nínó
Sjóklæðagerðin
Sláturfélag suðurlands
Vistor
Þeytingur ehf
Ölgerðin Egill Skallagrímsson