Schäferdeild hrfí
  • Fréttir
    • Fréttir 2022
    • Fréttir 2021
    • Fréttir 2020
    • Fréttir 2019
    • Fréttir 2018
    • Fréttir 2017
    • Fréttir 2016
    • Fréttir 2015
    • Fréttir 2014
    • Fréttir 2013
    • Fréttir 2012
    • Fréttir 2011
    • Fréttir 2010
  • Deildin
  • Sýningar
  • VInnupróf
  • Ræktun
  • Hvolpar / got
  • Gagnagrunnur
    • 2012
    • 2013
    • 2014
    • 2015
    • 2016
    • 2017
    • 2018
    • 2019
    • 2020
    • 2021
    • 2022
    • 2023
  • Myndir

ATh nýjar reglur frá 01.05.2013
Sjá hér

Hluti 1
BRONSMERKJAPRÓF
 
Bronsmerkjapróf er einungis hægt að framkvæma af Hundaræktarfélagi Íslands (HRFÍ) eða deildum innan þess. Dómarar skulu viðurkenndir af HRFÍ.  Prófið telst ekki til nafnbóta í ættbók. Bronsmerkjapróf eru opin öllum hundum, þ.m.t. blendingum og eineistungum. Lóðatíkur mega taka þátt í bronsmerkjaprófi en þurfa að vera síðastar og mega ekki koma inn á prófsvæðið fyrr en allir eru búnir að ljúka prófi.  

Æfing 1: Skoða tennur

Margföldun: 1   Hámarks stigagjöf: 10 Skipanir: Orð eða merki fyrir „kyrr”.
Framkvæmd: Æfingin hefst með hundinn í upphafsstöðu. Dómarinn stillir sér upp u.þ.b. 5 metrum fyrir framan stjórnandann, snýr sér að honum og spyr hvort hann sé tilbúið. Dómarinn gengur að stjórnandanum, stjórnandinn skipar hundinum að vera kyrr og nú skal dómarinn skoða bit hundsins. Þátttaka í æfingunni er krafa til að geta haldið áfram í prófinu.

Dómaraleiðbeiningar: Þegar stig eru gefin skal almenn hegðun hundsins tekin til greina. Hundur sem sýnir árásargjarna hegðun fellur og skal vísað úr prófinu. Til þess að fá æfinguna viðurkennda er sú krafa gerð að dómarinn geti skoðað bitið á eðlilegan hátt, án þess að hundurinn sýni mótþróa. Hundur sem ekki sýnir grimmd en leyfir ekki af öðrum ástæðum að dómari skoði upp í hann fær 0 stig fyrir æfinguna, en hundinum þarf ekki endilega að vera vísað burt úr prófinu.
 
Æfing 2: Hælganga í taumi

Margföldun: 2  Hámarks stigagjöf: 20 Skipanir: Orð eða merki fyrir „hæll”. Leyft frá kyrrstöðu og í hraðabreytingum.
Framkvæmd: Æfingin hefst með hundinn í upphafsstöðu. Stjórnandinn skal hafa tauminn í vinstri hendi. Hundurinn skal ganga viljugur í slökum taumi við vinstri hlið stjórnandans með höfuð eða herðar í beinni línu við vinstri fót stjórnandans. Æfingin skal fela í sér eðlilega göngu með beygjum og stoppum, hæga og hraða göngu án beygja. Hundurinn skal fara fljótt og án skipunar í upphafsstöðu í hvert sinn sem stjórnandinn stoppar.    
 
Dómaraleiðbeiningar: Öll frávik sem teymið gerir skulu endurspeglast í stigagjöf. Hundur sem togar stöðugt í tauminn eða þarf að „draga” áfram, skal ekki fá æfinguna viðurkennda. Atriði eins og skortur á vinnuvilja, athygli eða það að hundurinn liggi í taumnum,  sé skakkur í upphafsstöðu sem og notkun aukaskipana eru villur og skulu hafðar í huga við stigagjöf.
 
Æfing 3: Liggja úr kyrrstöðu

Margföldun: 2  Hámarks stigagjöf: 20 Skipanir: Orð eða merki fyrir „hæll”, „liggja” og „upphafsstaða ”.
Framkvæmd: Æfingin hefst með hundinn í upphafsstöðu. Eftir merki gengur stjórnandinn með hundinn lausan við hæl u.þ.b. 10 metra. Eftir nýtt merki stoppar stjórnandinn og skipar hundinum að leggjast. Gengur síðan u.þ.b. 10 metra frá hundinum sem er enn í liggjandi stöðu, þar til dómarinn gefur merki um að stoppa og snúa við. Stjórnandinn fær eftir það merki um að ganga til baka, snúa við og stoppa u.þ.b. tveimur skrefum fyrir aftan hundinn. Stjórnandinn fær nýtt merki til þess að ganga upp að hundinum og eftir annað merki frá dómaranum skal skipa hundinum í upphafsstöðu.
Dómaraleiðbeiningar: Æfingin dæmist þar til stjórnandinn hefur stöðvað og snúið sér við u.þ.b. 10 metra frá hundinum. Að leggjast niður er aðalþáttur æfingarinnar og skal stigagjöf endurspegla hversu viljugur hundurinn er til að leggjast og hversu rólegur hann liggur.   Hafi hundurinn ekki lagst eftir tvær skipanir er æfingin ekki viðurkennd.  Leggist hundurinn ekki við fyrstu skipun skal ekki gefa fleiri stig en 7.  Hundur sem stendur eða sest upp (eftir að hafa lagst niður) skal ekki fá fleiri stig en 5, ef hann gerir það áður en stjórnandi hefur stoppað og snúið sér við.  Við dóm á æfingunni skal hælganga án taums einnig koma til athugunar við stigagjöf.
 
Æfing 4: Innkall frá sitjandi stöðu

Margföldun: 3  Hámarks stigagjöf: 30 Skipanir: Orð eða merki fyrir „sitja kyrr” og „hæll”.
Framkvæmd: Æfingin hefst með hundinn sitjandi við vinstri hlið stjórnandans. Eftir merki skipar stjórnandinn hundinum að vera kyrr sitjandi. Eftir nýtt merki gengur stjórnandinn u.þ.b. 15 metra frá hundinum og snýr sér svo við og stoppar til móts við hundinn. Stjórnandinn fær svo nýtt merki um að kalla hundinn inn í upphafsstöðu.

Dómaraleiðbeiningar: Ef hundurinn er ekki viljugur í þessari æfingu hefur það í för með sér verulega fækkun á stigum. Ef hundurinn kemur ekki til stjórnandans eftir fyrstu innkallsskipun skal hann ekki fá fleiri stig en 8.  Ef hundurinn er ekki kominn til stjórnandans eftir tvær skipanir, skal ekki gefa fleiri stig en 6.  Ef hundurinn er ekki kominn til stjórnandans eftir þrjár skipanir, fæst æfingin ekki viðurkennd.  Færi hundurinn sig úr stöðu sem jafngildir þrefaldri eigin lengd áður en stjórnandinn hefur stoppað og snúið sér við, skal æfingin ekki viðurkennd.  Færi hann sig minna en þrefalda eigin lengd skal ekki gefa fleiri stig en 7.  Ef hundurinn byrjar að hreyfa sig í átt að stjórnandanum fyrir innkallsskipunina eftir að stjórnandinn hefur stoppað og snúið sér við, skal ekki gefa fleiri stig en 7.  Hundur sem reisir sig upp eða leggst niður án þess að færa sig úr stað, áður en innkallsskipun er gefin, skal ekki fá fleiri stig en 8.  Mikil áhersla er lögð á að hundurinn velji stystu leið og komi á góðum hraða til stjórnandans.
 
Æfing 5: Standa á göngu

Margföldun: 3  Hámarks stigagjöf: 30 Skipanir: Orð eða merki fyrir „hæll” og „standa”.
Framkvæmd: Æfingin hefst með hundinn í upphafsstöðu. Eftir merki gengur stjórnandinn með hundinn lausan við hæl u.þ.b. 10 metra að fyrirfram ákveðnum stað þar sem stjórnandinn skipar hundinum að standa á göngu. Stjórnandinn heldur áfram göngu u.þ.b. 10 metra. Stjórnandinn stoppar við merki frá dómara og snýr sér við. Stjórnandinn fær merki um að ganga u.þ.b. tvö skref aftur fyrir hundinn þar sem hann snýr sér við og stoppar. Við nýtt merki gengur stjórnandinn upp að hundinum og tekur hann með sér í göngu lausan við hæl ca. 3 metra, þar sem hann fær merki um að stoppa.  

Dómaraleiðbeiningar: Dómur á æfingunni lýkur þegar stjórnandinn hefur stoppað og snúið sér við u.þ.b. 10 metrum frá hundinum. Hundurinn skal stoppa snarlega í standandi stöðu til að ná flestum stigum.  Hundur sem stoppar ekki við tvær skipanir fær æfinguna ekki viðurkennda. Stoppar hann ekki við fyrstu skipun skal ekki gefa fleiri stig en 7.  Til þess að fá æfinguna viðurkennda þarf hundurinn að stoppa innan marka sem eru tvisvar sinnum eigin lengd eftir að stjórnandinn hefur gefið skipun.  Hundur sem leggst eða sest eftir að hafa fyrst stoppað í standandi stöðu skal ekki fá fleiri stig en 5, ef þetta gerist áður en stjórnandinn hefur stoppað og snúið sér við. Ef þetta gerist eftir að stjórnandinn hefur snúið sér við skal ekki gefa fleiri stig en 8. Við dóm á æfingunni skal hælganga án taums einnig koma til álita við stigagjöf.
 
 
Æfing 6: Liggja í 1 mínútu

Margföldun: 4          Hámarks stigagjöf: 40
Skipanir: Orð eða merki fyrir „liggja”, „kyrr” og „upphafsstaða”.
Framkvæmd: Æfingin hefst með hundinn í upphafsstöðu. Eftir merki skal stjórnandinn gefa hundinum skipun um að leggjast, við nýtt merki skipar hann hundinum að vera kyrrum. Stjórnandinn fer frá hundinum u.þ.b. 15 metra og snýr sér við og stendur andspænis honum í 1 mínútu. Tímatakan hefst þegar stjórnandinn stoppar og snýr sér við. Þegar tíminn er liðinn fær stjórnandinn merki um að ganga u.þ.b. tvö skref aftur fyrir hundinn þar sem hann snýr sér við og stoppar. Eftir nýtt merki gengur stjórnandinn til hundsins og fær merki um að skipa hundinum í upphafsstöðu.

Dómaraleiðbeiningar:  Hundur sem reisir sig upp áður en tímataka á æfingunni hefst, fær æfinguna ekki viðurkennda.  Hundur sem sest upp án þess þó að færa sig úr stað, þegar tímataka er hafin, skal ekki gefiö fleiri stig en 5. Skilyrði til þess að æfingin verði viðurkennd, er að hundurinn setjist ekki upp fyrr en minnst helmingur tímans er liðinn.  Færi hundurinn sig styttra en þrefalda eigin lengd, geltir eða vælir, skal ekki gefa fleiri stig en 8.  Færi hundurinn sig lengra en þrefalda eigin lengd, fæst æfingin ekki viðurkennd ef þetta gerist áður en tíminn er liðinn. Gerist þetta eftir að tíminn er liðinn skal ekki gefa fleiri stig en 8.
 
Æfing 7: Heildarmat

Margföldun: 3   Hámarks stigagjöf: 30
Dómaraleiðbeiningar: Með heildarmati er fyrst og fremst átt við samvinnu milli hunds og stjórnanda, auk vilja og vinnugleði hundsins í gegnum allar æfingarnar. Taka skal tillit til hegðunar hunds og stjórnanda meðan á æfingunum stendur og á milli þeirra. Þá skal einnig tekið tillit til skapgerðar viðkomandi hundakyns. Heildarmatið er sjálfstæður dómur og skal ekki endilega endurspegla stigagjöf annarra æfinga.
 
Hámarks stigagjöf: 180  
 
Athugasemd: Ef hundi mistekst í einhverri æfingu og dómarinn telur að það byggist á misskilningi, er leyfilegt að teymið endurtaki æfinguna. Fyrir ítarlegri umfjöllum á útfærslu sjá „Þátttökureglur og dómaraskilmálar“.
Sjá hér

+++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++
 
 
Gömlu reglurnar
Bronsmerkipróf

Bronsmerki próf er einungis hægt að framkvæma af Hundaræktarfélagi Íslands eða deildum innan þess. Dómarar skulu viðurkenndir af HRFÍ.  Prófið telst ekki til nafnbóta í ættbók. Einkunnargjöf 0 þar næst 5-5,5-6-6,5 o.s.frv. upp í 10 eru svo margfölduð með tölum sem gefnar eru upp fyrir hverja æfingu og gefur heildar stigafjölda. Einkunnargjöfin 0 þýðir að æfingin er ekki viðurkennd og prófið ekki gilt.Allir hundar sem ná 90 stigum eða meira og eru með viðurkennda einkunn í öllum æfingum fá afhent brons merki HRFÍ. Merkið sjálft er einungis veitt einu sinni.

Æfing 1 - Skoða tennur 
Margföldun: 1 
Hámarks stigagjöf: 10 
Skipanir: Orð eða merki fyrir "kyrr" 
Framkvæmd: Æfingin byrjar með hundinn í upphafsstöðu (sitjandi viðvinstri hlið leiðandans). Dómarinn stillir sér upp u.þ.b. 5 metrum fyrir framan parið, snýr sér að þeim og spyr hvort þeir séu tilbúnir. Dómarinn gengur að parinu, leiðandinn skipar hundinum að vera kyrr og nú skal dómari skoða upp í hundinn (athuga bitið). Viðurkenning á æfingunni er krafa til að geta haldið áfram í prófinu.
Dómaraleiðbeiningar: Öll frávik sem parið gerir skulu endurspeglast í einkunnargjöf.Hundur sem togar stöðugt í tauminn eða þarf að "draga" áfram, skal ekki fá viðurkennda einkunn. 

Æfing 2 - Hælganga í taumi 
Margföldun: 2 
Hámarks stigagjöf: 20 
Skipanir: Orð eða merki fyrir "hæll". Leyfð frá kyrrstöðu og í hraðabreytingum. 
Framkvæmd: Æfingin byrjar með hundinn í upphafsstöðu. Leiðandi skal halda í tauminn með vinstri hendi. Hundurinn skal ganga viljugur í lausum taumi við vinstri hlið leiðandans með höfuðið eða herðar í beinni línu við vinstri fót leiðandans. Æfingin skal fela í sér eðlilega göngu með beygjum og stoppum, hæga göngu og hraða göngu án beygja. Hundurinn á að setjast hratt og án skipunar í upphafsstöðu í hvert sinn sem leiðandi stoppar.
Dómaraleiðbeiningar: Öll frávik sem parið gerir skulu endurspeglast í einkunnargjöf.Hundur sem togar stöðugt í tauminn eða þarf að "draga" áfram, skal ekki fá viðurkennda einkunn.  


Æfing 3 - Liggja úr kyrrstöðu. 
Margföldun: 2 
Hámarksstigagjöf: 20 
Skipanir: Orð eða merki fyrir "kyrr", "liggja" og "hæll". 
Framkvæmd: Æfingin byrjar með hundinn í upphafsstöðu. Eftir merki frá dómara/prófstjóra gengur leiðandi með hundinn lausan við hæl u.þ.b.10 metra.Eftir nýtt merki stoppar leiðandinn og skipar hundinum að leggjast.  Gengur síðan u.þ.b.10 metra frá hundinum sem er enn í liggjandi stöðu, þar til dómari gefur merki um að stoppa og snúa við.Leiðandi fær eftir það merki um að fara til baka til hundsins. Eftir merki frá dómara skal skipa hundinum að setjast upp í upphafsstöðu. 
Dómaraleiðbeiningar: Æfingin dæmist þar til leiðandi hefur stöðvað og snúið sér við u.þ.b.10 metra frá hundinum. Að leggjast niður er aðalþáttur æfingarinnar og skal einkunn endurspegla hversu viljugur hundurinn er til að leggjast og hversu rólegur hann liggur kyrr. Hundur sem reisir sig upp eða sest upp (eftir að hafa lagst niður) skal ekki fá hærri einkunn en 5, ef hann gerir það áður en leiðandi hefur stoppað og snúið sér við. Ef hundurinn sest upp eða reisir sig eftir að leiðandi hefur stoppað og snúið sér við, skal hann ekki fá hærri einkunn en 8. 

Æfing 4 - Innkall úr sitjandi stöðu 
Margföldun: 3
Hámarksstigagjöf: 30
Skipanir: Orð eða merki fyrir "sitja kyrr" og "hæll". 
Framkvæmd: Æfingin byrjar með hundinn sitjandi við vinstri hlið leiðandans. Eftir merki skipar leiðandinn hundinum að vera kyrr sitjandi. Eftir nýtt merki gengur leiðandi u.þ.b.15 metra frá hundinum og snýr sér svo á móti hundinum. Leiðandi fær svo nýja skipun um að kalla hundinn inn í upphafsstöðu. 
Dómaraleiðbeiningar: Ef hundurinn er ekki viljugur í þessari æfingu hefur það í för með sér verulega lækkun á einkunn. Ef hundurinn kemur ekki til leiðanda eftir fyrstu innkallsskipun skal hann ekki fá hærri einkunn en 8. Ef hundur er ekki kominn til leiðanda eftir 2 skipanir, skal ekki gefa hærri einkunn en 6. Ef hundurinn er ekki kominn til leiðanda eftir 3 skipanir, fæst æfingin ekki viðurkennd. Færi hundurinn sig úr stöðu sem jafngildir þrefaldri eigin lengd áður en leiðandi hefur stoppað og snúið sér við, skal æfingin ekki viðurkennd Færi hann sig minna en þrefalda eigin lengd skal einkunnin ekki vera hærri en 7. Ef hundurinn byrjar að hreyfa sig í átt að leiðanda fyrir innkallsskipunina eftir að leiðandi hefur stoppað og snúið sér við, skal ekki gefa hærri einkunn en 7. Hundur sem reisir sig upp eða leggst niður án þess að færa sig úr stað, áður en innkall er gefið, skal ekki fá hærri einkunn en 8. Mikil áhersla er lögð á að hundurinn velji styttstu leið og komi á góðum hraða til leiðanda.  

Æfing 5 - Standa á göngu. 
Margföldun: 3 
Hámarksstigagjöf: 30 
Skipanir: Orð eða merki fyrir "hæll" og "standa". 
Framkvæmd: Æfingin byrjar með hundinn í upphafsstöðu. 
Eftir merki gengur parið u.þ.b. 10 metra laus við hæl, þar til leiðandi fær merki um að skipa hundinum að standa á göngu, á meðan leiðandi heldur áfram göngu u.þ.b. 10 metra. Leiðandi stoppar við skipun dómara og snýr sér við.  Leiðandinn fær svo skipun um að ganga til hundsins. Eftir merki skal hundinum skipað í upphafsstöðu.
Dómaraleiðbeiningar: Dómur á æfingunni endar þegar leiðandi hefur stoppað og snúið sér við u.þ.b. 10 metrum frá hundinum. Hundurinn skal stoppa snarlega innan marka sem eru tvöföld eigin lengd eftir að leiðandi hefur gefið skipun. Hundur sem leggst eða sest eftir að hafa fyrst stoppað í standandi stöðu skal ekki fá hærri einkunn en 5, gerist það áður en leiðandi hefur stoppað og snúið sér við. Ef það gerist eftir að leiðandi hefur snúið sér við skal ekki gefa hærri einkunn en 8

Æfing 6 - Liggja í 1 mínútur. 
Margföldun: 4 
Hámarksstigagjöf: 40 
Skipanir: Orð eða merki fyrir "liggja", "kyrr" og "setjast upp".
Framkvæmd: Parið stillir sér upp með hundinn í upphafsstöðu. Eftir merki skal leiðandi gefa hundinum skipun um að leggjast, við nýtt merki skipar hann hundinum að vera kyrr. Leiðandi fer frá hundinum u.þ.b. 15 metra og snýr sér við og stendur andspænis honum í 1 mínútur. Þegar tíminn er liðinn fær leiðandi merki um að ganga u.þ.b. 1 metra aftur fyrir hundinn þar sem hann stoppar og snýr sér við. Eftir nýtt merki gengur leiðandi til hundsins og fær merki um að skipa hundinum í upphafsstöðu. 
Dómaraleiðbeiningar:Hundur sem reisir sig upp áður en tímataka á æfingunni hefst fær ekki viðurkennda einkunn. Hundur sem sest upp án þess þó að færa sig úr stöðu, þegar tímataka er hafin, skal ekki gefa hærri einkunn en 5, ef þetta gerist áður en 1 mínútur eru liðnar. Skilyrði til að fá viðurkennda einkunn er (samt sem áður) að hundurinn setjist ekki upp fyrr en minnst hálfur tíminn er liðinn. Færi hundurinn sig styttra en þrefalda eigin lengd, geltir eða vælir, skal ekki gefa hærri einkunn en 8. Færi hundurinn sig lengra en þrefalda eigin lengd, fæst æfingin ekki viðurkennd ef þetta gerist áður en tíminn (2 mínútur) er liðinn. Gerist þetta eftir að tíminn er liðinn skal ekki gefa hærra einkunn en 8. 

Æfing 7 - Heildarmat. 
Margföldun: 3
Hámarksstigagjöf: 30
Dómaraleiðbeiningar: Með heildarmati er fyrst og fremst átt við samvinnu milli hunds og leiðanda, auk vilja og vinnugleði hundsins í gegnum allar æfingar. Taka skal tillit til hegðunar hunds og leiðanda meðan á æfingunum stendur og á milli þeirra. Þá skal einnig tekið tillit til skapgerðar viðkomandi hundakyns.

Hámarks stigagjöf: 180

Athugasemd:  Ef hundi mistekst í einhverri æfingu og dómarinn telur að það byggist á misskilningi, er leyfilegt að parið endurtaki æfinguna.
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Fréttir
    • Fréttir 2022
    • Fréttir 2021
    • Fréttir 2020
    • Fréttir 2019
    • Fréttir 2018
    • Fréttir 2017
    • Fréttir 2016
    • Fréttir 2015
    • Fréttir 2014
    • Fréttir 2013
    • Fréttir 2012
    • Fréttir 2011
    • Fréttir 2010
  • Deildin
  • Sýningar
  • VInnupróf
  • Ræktun
  • Hvolpar / got
  • Gagnagrunnur
    • 2012
    • 2013
    • 2014
    • 2015
    • 2016
    • 2017
    • 2018
    • 2019
    • 2020
    • 2021
    • 2022
    • 2023
  • Myndir