Schäferdeild hrfí
  • Fréttir
    • Fréttir 2022
    • Fréttir 2021
    • Fréttir 2020
    • Fréttir 2019
    • Fréttir 2018
    • Fréttir 2017
    • Fréttir 2016
    • Fréttir 2015
    • Fréttir 2014
    • Fréttir 2013
    • Fréttir 2012
    • Fréttir 2011
    • Fréttir 2010
  • Deildin
  • Sýningar
  • VInnupróf
  • Ræktun
  • Hvolpar / got
  • Gagnagrunnur
    • 2012
    • 2013
    • 2014
    • 2015
    • 2016
    • 2017
    • 2018
    • 2019
    • 2020
    • 2021
    • 2022
    • 2023
  • Myndir


Almenn umhirða

Feldgerðin á Schäfer samanstendur af þykkum, þéttum, ullarkenndum undirfeld og meðal grófum yfirhárum.

Við hárlos, sem gerist um það bil tvisvar sinum á ári, losnar undirfeldurinn og kemur nýr og fallegur undirfeldur í staðinn. Góð leið til að flýta hárlosi er dagleg burstun yfir feld hundsins.
Ekki er sama hvernig bursta er notað og er góð regla að forðast alla bursta sem brjóta hárin, rífa feldinn og/eða særa húð hundsins.

Bursti sem mælt er með er pinna bursti með sterkum meðal-hörðum hárum og litlum kúlum á endunum. Einnig er gott að eiga við höndina stálgreiðu með þéttu bili milli pinnana og greiða yfir hundinn þegar búið er að bursta hann með pinna burstanum.

Mikilvægt er að greiða alveg frá húð hundsins og í gegn um hárin.
Bæði pinna burstinn og stálgreiðuna er hægt að nálgast flestum dýravöruverslunum.

Mjög gott er fyrir feld hundsins að fá böðun reglulega upp úr góðu sjampói sem breytir ekki feldgerð hundsins.
Til að fá feldinn hreinann þarf að setja sjampo tvisvar í feld hundsins því í fyrstu umferð fer aðeins fita úr feldinum og í seinni umferð hreinsast feldurinn algjörlega.

Mjög mikilvægt er að nota aldrei hárnæringu í feld hundsins til að viðhalda grófleika feldsins.

Undirbúningur felds fyrir sýningu

Allir hundar sem eru að fara á sýningu eiga að vera hreinir og þar af leiðandi þarf að baða þá fyrir sýningar.

Gott er að baða hundinn 2-7 dögum fyrir sýningardag.

Svona mælum við með að farið er að:
Feldurinn er bleyttur vel upp og síðan sett sjampó í feldinn. Athugið að nota ekki sjampo sem mýkir feldinn. Sjampoið er síðan skolað úr og sett aftur í.

Athugið að það freyðir vel í feldi hundsins þegar seinni umferð sjampós er sett í.
Það gefur til kynna að feldur hundsins sé orðinn hreinn.

Óþarfi er að sjampoið liggi í feldinum, heldur skiptir meira máli að nudda vel yfir allan búk hundsins. Seinni umferð sjampósins er síðan skoluð afar vel og vandlega úr.

Aldrei skal nota hárnæringu í feldinn því hún hefur mýkjandi áhrif á feldgerð hundsins sem er ekki æskileg.

Við þvott feldsins lyftist hann upp og loft kemst á milli háranna. Þess vegna er mikilvægt að feldurinn fái 2-7 daga til þess að leggjast niður fyrir sýnngardag.

Þegar feldurinn er orðinn þurr, hvort sem hann er látinn þorna sjálfur eða þurrkaður með blásara, þarf að greiða vel og vandlega yfir feldinn. Ef feldurinn er blásinn með kröftugum hundablásara fæst töluvert betri útkoma og feldurinn virðist meiri en hann er.

Eftir þvott og fram að sýningu þarf að passa að hundurinn skítni ekki út. 

Eftir Önnu Francescu Rósudóttur
Óheimilt er að afrita efnið í þessari grein
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Fréttir
    • Fréttir 2022
    • Fréttir 2021
    • Fréttir 2020
    • Fréttir 2019
    • Fréttir 2018
    • Fréttir 2017
    • Fréttir 2016
    • Fréttir 2015
    • Fréttir 2014
    • Fréttir 2013
    • Fréttir 2012
    • Fréttir 2011
    • Fréttir 2010
  • Deildin
  • Sýningar
  • VInnupróf
  • Ræktun
  • Hvolpar / got
  • Gagnagrunnur
    • 2012
    • 2013
    • 2014
    • 2015
    • 2016
    • 2017
    • 2018
    • 2019
    • 2020
    • 2021
    • 2022
    • 2023
  • Myndir