Deildarsýning 3.okt 2015 Dómari var Louis Donald frá Ástralíu
Besti hundur sýningar BIS-I : ISShCh RW-15 Juwika Fitness
Annar besti hundur sýningar BIS-II : ISShCh Kolgrímu Gypsy WomanHólm
Annar besti hundur sýningar BIS-II : ISShCh Kolgrímu Gypsy WomanHólm
Deildarsýning Schäferdeildarinnar 3. október 2015. Dómari var Louis Donald frá Ástralíu
Schäfer, snögghærður (45)
Besti hundur tegundar: ISShCh RW-15 Juwika Fitness - Besti hundur sýningar Annar besti hundur tegundar: ISCh ISTrCh OB-1 Kolgrímu Blaze Hólm Besti öldungur tegundar: Eldeyjar Hugi - Besti öldungur sýningar Besti ræktunarhópur tegundar: Kolgrímu ræktun - Annar besti ræktunarhópur sýningar Besti afkvæmahópur: Eldeyjar Hugi með afkvæmum - Besti afkvæmahópur sýningar Schäfer, síðhærður (16) Besti hundur tegundar: ISShCh Kolgrímu Gypsy WomanHólm - Annar besti hundur sýningar Annar besti hundur tegundar: ISShCh Gjósku Rosi-Loki Besti ræktunarhópur tegundar: Gjósku ræktun - Besti ræktunarhópur sýningar |
Allir verðlaunagripir voru í boði
Pro Pac |
23.10.2015
Fyrirlestur dómarans eftir deildarsýninguna
Fyrirlestur dómarans eftir deildarsýninguna
Louis Donald frá Ástralíu dæmdi á deildarsýningu Schäferdeildarinnar sem fram fór laugardaginn 3. október. Louis er vel þekktur erlendis, hann hefur mikla sérþekkingu á tegundinni, áratuga reynslu sem dómari og hefur skrifað margar greinar sem bæði eru birtar á heimasíðu hans og í tímaritum og dagblöðum erlendis. Louis er meðal annars með dómararéttindi frá SV sem er Alþjóðlega schäfersambandið.
Eftir sýninguna hélt hann fyrirlestur fyrir gesti þar sem hann tók lauslega saman upplifun sína af þeim hundum sem höfðu komið í dóm hjá honum yfir daginn. Alls var 61 hundur skráður, jafn margir og á deildarsýningunni 2013, og var þetta því ágætis þverskurður af íslenska stofninum. Louis útskýrði sérstaklega samspil byggingu og hreyfinga hjá hundunum, hvernig æskileg bygging og hreyfingar ættu að vera og hvað það er sem við íslendingar þurfum að hafa í huga út frá okkar stofni.
Croup
Skv. Louis voru nokkur atriði sem einkenna íslenska schäferstofninn en það var meðal annars of stuttur spjaldhryggur (croup). Tegundin ætti að hafa langan spjaldhrygg og hann má ekki vera of brattur. Ástæðan fyrir því er að hundarnir þurfa að vera styrkir í skrefi að aftan, lyfta upp með krafti, taka gott skref áfram og það þarf að myndast góð lengd á milli þess fótar sem fer fram og þess sem er aftar. Ef spjaldhryggurinn er langur eru hreyfingar hundsins að aftan góðar. Hundarnir á Íslandi lyfta vel en skrefið fram er ekki gott. Lærið þarf einnig að vera breitt, því breiðara læri sem hundur hefur því meiri vöðvamassi og því sterkari fætur. Mjaðmagrindin þarf einnig að vera nægilega löng, ef hundur hefur breitt læri má leiða líkur að því að mjaðmagrindin sé löng og þá er byggingin rétt. Halli á spjaldhryggnum skal vera helmingur af 45° eða í kringum 23° eins og myndin sýnir.
Upper arm
Upper arm (upphandleggur) eða efri hluti framfótleggs er kallaður bógarmur eða armleggur. Armleggurinn þarf að vera 10% lengri en herðablaðið. Hundarnir á Íslandi hafa sumir hverjir helmingi styttri armlegg heldur en lengd herðablaðsins (shoulder blade). Louis sagði þetta vandamál sérstaklega algengt hjá okkur og voru langflestir hundarnir með of stuttan armlegg. Of stuttur armleggur veldur því að skref hundins að framan verður of stutt. Um 90% hunda hér hafa of stuttar hreyfingar, bæði vegna þess að þeir hafa of stuttan spjaldhrygg og of stuttan armlegg og má líkja því við að hundarnir séu að skokka eða tipla.
Tegundin á að hafa langan velvinklaðan armlegg og langan velvinklaðan spjaldhrygg en langstærstur hluti hunda hér skortir það. Hann hafði einnig athugasemdir varðandi geðslag sumra hunda, margir þyrftu að vera sjálfsöruggari og félagslega opnari. Louis hafði sterka skoðun á okkur sem sýnendur. Honum fannst keðjurnar flestar of strektar á hundunum og fannst honum furðulegt hversu margir væru að gefa hundunum nammi.
Louis var kröfuharður og gagnrýninn en gaf góð ráð varðandi það hvernig bæta megi gæði stofnsins. Í heildina litið fannst honum stór hluti stofnsins ekki nægilega góður og var einkunnagjöf hans í takt við það. Þeir sem bera hag tegundarinnar og ábyrga ræktun fyrir brjósti ættu að íhuga þessi atriði vel enda komu sömu áherslupunktar fram hjá Karl Otto Ojala sem dæmdi á deildarsýningunni þar á undan sem haldin var 2013. Mikil þörf er á endurnýjun undaneldisdýra hér á landi og ættu ræktendur að hafa þessi atriði sérstaklega í huga við val á rökkum og tíkum til innflutnings.
Louis gaf öllum hundum nokkuð ítarlegan dóm en umsagnir um hvern og einn má lesa hér.
Hér má lesa viðtal við dómarann Karl Otto Ojala sem dæmdi stofninn fyrir tveimur árum síðan en Brynja Tomer ræddi við hann eftir sýninguna.
Eftir sýninguna hélt hann fyrirlestur fyrir gesti þar sem hann tók lauslega saman upplifun sína af þeim hundum sem höfðu komið í dóm hjá honum yfir daginn. Alls var 61 hundur skráður, jafn margir og á deildarsýningunni 2013, og var þetta því ágætis þverskurður af íslenska stofninum. Louis útskýrði sérstaklega samspil byggingu og hreyfinga hjá hundunum, hvernig æskileg bygging og hreyfingar ættu að vera og hvað það er sem við íslendingar þurfum að hafa í huga út frá okkar stofni.
Croup
Skv. Louis voru nokkur atriði sem einkenna íslenska schäferstofninn en það var meðal annars of stuttur spjaldhryggur (croup). Tegundin ætti að hafa langan spjaldhrygg og hann má ekki vera of brattur. Ástæðan fyrir því er að hundarnir þurfa að vera styrkir í skrefi að aftan, lyfta upp með krafti, taka gott skref áfram og það þarf að myndast góð lengd á milli þess fótar sem fer fram og þess sem er aftar. Ef spjaldhryggurinn er langur eru hreyfingar hundsins að aftan góðar. Hundarnir á Íslandi lyfta vel en skrefið fram er ekki gott. Lærið þarf einnig að vera breitt, því breiðara læri sem hundur hefur því meiri vöðvamassi og því sterkari fætur. Mjaðmagrindin þarf einnig að vera nægilega löng, ef hundur hefur breitt læri má leiða líkur að því að mjaðmagrindin sé löng og þá er byggingin rétt. Halli á spjaldhryggnum skal vera helmingur af 45° eða í kringum 23° eins og myndin sýnir.
Upper arm
Upper arm (upphandleggur) eða efri hluti framfótleggs er kallaður bógarmur eða armleggur. Armleggurinn þarf að vera 10% lengri en herðablaðið. Hundarnir á Íslandi hafa sumir hverjir helmingi styttri armlegg heldur en lengd herðablaðsins (shoulder blade). Louis sagði þetta vandamál sérstaklega algengt hjá okkur og voru langflestir hundarnir með of stuttan armlegg. Of stuttur armleggur veldur því að skref hundins að framan verður of stutt. Um 90% hunda hér hafa of stuttar hreyfingar, bæði vegna þess að þeir hafa of stuttan spjaldhrygg og of stuttan armlegg og má líkja því við að hundarnir séu að skokka eða tipla.
Tegundin á að hafa langan velvinklaðan armlegg og langan velvinklaðan spjaldhrygg en langstærstur hluti hunda hér skortir það. Hann hafði einnig athugasemdir varðandi geðslag sumra hunda, margir þyrftu að vera sjálfsöruggari og félagslega opnari. Louis hafði sterka skoðun á okkur sem sýnendur. Honum fannst keðjurnar flestar of strektar á hundunum og fannst honum furðulegt hversu margir væru að gefa hundunum nammi.
Louis var kröfuharður og gagnrýninn en gaf góð ráð varðandi það hvernig bæta megi gæði stofnsins. Í heildina litið fannst honum stór hluti stofnsins ekki nægilega góður og var einkunnagjöf hans í takt við það. Þeir sem bera hag tegundarinnar og ábyrga ræktun fyrir brjósti ættu að íhuga þessi atriði vel enda komu sömu áherslupunktar fram hjá Karl Otto Ojala sem dæmdi á deildarsýningunni þar á undan sem haldin var 2013. Mikil þörf er á endurnýjun undaneldisdýra hér á landi og ættu ræktendur að hafa þessi atriði sérstaklega í huga við val á rökkum og tíkum til innflutnings.
Louis gaf öllum hundum nokkuð ítarlegan dóm en umsagnir um hvern og einn má lesa hér.
Hér má lesa viðtal við dómarann Karl Otto Ojala sem dæmdi stofninn fyrir tveimur árum síðan en Brynja Tomer ræddi við hann eftir sýninguna.
17.10.2015
Deildasýning Schäferdeildarinnar 3. október
Glæsileg deildarsýning deildarinnar fór fram 3. október síðastliðinn í reiðhöllinni í Keflavík. Aðstæður voru góðar bæði fyrir sýnendur og áhorfendur. 61 hundur var skráður til leiks og fenginn var schäfer sérfræðingurinn Louis Donald frá Ástralíu. Eftir sýninguna hélt hann áhugaverðan fyrirlestur um byggingu hunda og sagði fólki hvað það þyrfti að varast í ræktun.
Eins og á síðustu deildarsýningu 2013 talaði Louis um frampart hundana og þá aðallega efri legginn, passa þarf sérstaklega upp á lengdina á honum í hundunum hér á landi. SV- dómarar dæma eftir ströngustu skilyrðum í heimi og er frábært fyrir ræktendur að fá hreinskilna og gangrýna dóma á hundana sína. Tók Louis verulega hart á þessum göllum og reyndi eftir bestu getu að útskýra fyrir ræktendum hvað þeir þyrftu að laga, sem er akkurat tilgangur deildarsýninga.
Besta hvolp tegundar og jafnframt Besta hvolp sýningar valdi Louis síðhærðru tíkina Kolgrímu Jolie.
Hóf hann svo dóm á snögghærðu hundunum og valdi hann besta rakka tegundar úr meistaraflokki ISShCh RW-15 Juwika Fitness. Íslenska meistarastigið rann niður til 2. besta rakka, Gjósku Mána. ISShCh RW-15 Juwika Fitness endaði sem besti hundur tegundar og endði daginn svo á því að verða besti hundur sýningar.
Besta hund tegundar af gagnstæðu kyni valdi hann meistara tíkina ISCh ISTrCh OB-1 Kolgrímu Blaze Hólm. Engin önnur snögghærð tík hlaut excellent (1. einkunn) á sýningunni.
Besti öldungur tegundar og jafnframt besti öldungur sýningar var Eldeyjar Hugi og átti hann einnig besta afkvæmahóp sýningar.
Besta ræktunarhóp tegundar átti Kolgrímu ræktun og endaði hann svo sem 2. besti ræktunarhópur sýningar.
Tók þá við hópur síðhærðu hundana og valdi hann úr meistaraflokki ISShCh RW-14-15 Kolgrímu Gypsy WomanHólm sem besta hund tegundar, Íslenska meistarastigið hjá tíkunum rann niður til Gjósku Ruslönu-Myrru. ISShCh RW-14-15 Kolgrímu Gypsy WomanHólm varð svo annar besti hundur sýningar.
Besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni var ISShCh Gjósku Rosi-Loki, þar sem að hann er einnig meistari rann Íslenska meistarastigið niður til Gjósku Óla Hólm.
Besta ræktunarhóp tegundar átti Gjósku ræktun og endaði hópurinn sem besti ræktunarhópur sýningar.
Um kvöldið hittust deildarmeðlimir og fögnuðu á Gamla Vínhúsinu í Hafnarfirði. Borðaður var góður matur og rætt var við dómarann um hitt og þetta. Frábær stemning var í hópnum og gleðin hélt áfram fram eftir kvöldi.
Pro pac styrkti deildina að vanda með glæsilegum verðlaunagripum og þökkum við þeim vel fyrir.
Allar umsagnir hunda eru birtar hér á síðunni og eru þær undir hnappnum Sýningar. Umsagnir frá deildarsíðunni má finna hér.
Deildasýning Schäferdeildarinnar 3. október
Glæsileg deildarsýning deildarinnar fór fram 3. október síðastliðinn í reiðhöllinni í Keflavík. Aðstæður voru góðar bæði fyrir sýnendur og áhorfendur. 61 hundur var skráður til leiks og fenginn var schäfer sérfræðingurinn Louis Donald frá Ástralíu. Eftir sýninguna hélt hann áhugaverðan fyrirlestur um byggingu hunda og sagði fólki hvað það þyrfti að varast í ræktun.
Eins og á síðustu deildarsýningu 2013 talaði Louis um frampart hundana og þá aðallega efri legginn, passa þarf sérstaklega upp á lengdina á honum í hundunum hér á landi. SV- dómarar dæma eftir ströngustu skilyrðum í heimi og er frábært fyrir ræktendur að fá hreinskilna og gangrýna dóma á hundana sína. Tók Louis verulega hart á þessum göllum og reyndi eftir bestu getu að útskýra fyrir ræktendum hvað þeir þyrftu að laga, sem er akkurat tilgangur deildarsýninga.
Besta hvolp tegundar og jafnframt Besta hvolp sýningar valdi Louis síðhærðru tíkina Kolgrímu Jolie.
Hóf hann svo dóm á snögghærðu hundunum og valdi hann besta rakka tegundar úr meistaraflokki ISShCh RW-15 Juwika Fitness. Íslenska meistarastigið rann niður til 2. besta rakka, Gjósku Mána. ISShCh RW-15 Juwika Fitness endaði sem besti hundur tegundar og endði daginn svo á því að verða besti hundur sýningar.
Besta hund tegundar af gagnstæðu kyni valdi hann meistara tíkina ISCh ISTrCh OB-1 Kolgrímu Blaze Hólm. Engin önnur snögghærð tík hlaut excellent (1. einkunn) á sýningunni.
Besti öldungur tegundar og jafnframt besti öldungur sýningar var Eldeyjar Hugi og átti hann einnig besta afkvæmahóp sýningar.
Besta ræktunarhóp tegundar átti Kolgrímu ræktun og endaði hann svo sem 2. besti ræktunarhópur sýningar.
Tók þá við hópur síðhærðu hundana og valdi hann úr meistaraflokki ISShCh RW-14-15 Kolgrímu Gypsy WomanHólm sem besta hund tegundar, Íslenska meistarastigið hjá tíkunum rann niður til Gjósku Ruslönu-Myrru. ISShCh RW-14-15 Kolgrímu Gypsy WomanHólm varð svo annar besti hundur sýningar.
Besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni var ISShCh Gjósku Rosi-Loki, þar sem að hann er einnig meistari rann Íslenska meistarastigið niður til Gjósku Óla Hólm.
Besta ræktunarhóp tegundar átti Gjósku ræktun og endaði hópurinn sem besti ræktunarhópur sýningar.
Um kvöldið hittust deildarmeðlimir og fögnuðu á Gamla Vínhúsinu í Hafnarfirði. Borðaður var góður matur og rætt var við dómarann um hitt og þetta. Frábær stemning var í hópnum og gleðin hélt áfram fram eftir kvöldi.
Pro pac styrkti deildina að vanda með glæsilegum verðlaunagripum og þökkum við þeim vel fyrir.
Allar umsagnir hunda eru birtar hér á síðunni og eru þær undir hnappnum Sýningar. Umsagnir frá deildarsíðunni má finna hér.
13.10.2015
Styrktaraðilar deildarsýningar Schäferdeildarinnar
Styrktaraðilar deildarsýningar Schäferdeildarinnar
Fjölmargir styrktaraðilar gerðu okkur kleift að halda glæsilega deildarsýningu þann 3. okt. síðastliðinn en það voru Pro Pak, Best Western Hotel Reykjavík, Byko, Arion gæludýrafóður, J&A lögmannsstofa, Josera og Dýralæknastofa Suðurnesja.
Einnig komu fjölmargir til aðstoðar þennan dag, bæði starfsfólk á sýningunni og sjálfboðaliðar vegna aksturs dómara og sendum við þeim okkar bestu þakkir.
Einnig komu fjölmargir til aðstoðar þennan dag, bæði starfsfólk á sýningunni og sjálfboðaliðar vegna aksturs dómara og sendum við þeim okkar bestu þakkir.
02.10.2015
Deildarsýning 3. okt.
Deildarsýning 3. okt.
Húsið opnar kl 9:30. Sýningarnúmer afhent við inngang inn á völlinn. Komið vel klædd því húsið er ekki upphitað. Sjoppa verður á staðnum með ýmsu góðgæti.
Dómarinn Louis Donald ætlar svo eftir sýninguna að halda spennandi fyrirlestur í reiðhöll Mána og eru velkomnir á. Það verður frítt inn á sýninguna og fyrirlesturinn.
Hlökkum til að eiga með ykkur skemmtilegan dag.
Munið að keyra varlega í gegnum hesthúsahverfið.
Dómarinn Louis Donald ætlar svo eftir sýninguna að halda spennandi fyrirlestur í reiðhöll Mána og eru velkomnir á. Það verður frítt inn á sýninguna og fyrirlesturinn.
Hlökkum til að eiga með ykkur skemmtilegan dag.
Munið að keyra varlega í gegnum hesthúsahverfið.
02.10.2015
Athugið breytt dagskrá
Hvolpar:
Snöggir 6-9 mán (1) : 10.00
Síðhærðir 6-9 mán (2) : 10.04
Schafer snögghærður (44) : 10.19
Schafer síðhærður (14) : 13.30
Áætluð úrslit : 14.45
ATH. Síðhærðu hundarnir byrja beint á eftir þeim snöggu þannig að það er gott að vera tímanlega ef að við verðum á undan áætlun.
Athugið breytt dagskrá
Hvolpar:
Snöggir 6-9 mán (1) : 10.00
Síðhærðir 6-9 mán (2) : 10.04
Schafer snögghærður (44) : 10.19
Schafer síðhærður (14) : 13.30
Áætluð úrslit : 14.45
ATH. Síðhærðu hundarnir byrja beint á eftir þeim snöggu þannig að það er gott að vera tímanlega ef að við verðum á undan áætlun.
1.10.2015
Sjoppa á deildarsýningunni 3. okt 2015
Deildarsýning 3.okt 2015
Það verður sjoppa á sýningunni, hægt verður að fá veitingar, gos og eitthvað góðgæti.
Posi verður á staðnum
Sjoppa á deildarsýningunni 3. okt 2015
Deildarsýning 3.okt 2015
Það verður sjoppa á sýningunni, hægt verður að fá veitingar, gos og eitthvað góðgæti.
Posi verður á staðnum
29.09.2015
Dagskrá deildarsýningarinnar
Hérna er áætluð dagskrá fyrir deildarsýninguna næstu helgi.
Hvolpar:
Snöggir 6-9 mán (1) : 10.00
Síðhærðir 6-9 mán (2) : 10.05
Schafer snögghærður (44) : 10.25
Hlé 14.15
Schafer síðhærður (14) : 14.45
Áætluð úrslit : 16.00
Við mælum með því að fólk mæti tímalega þar sem dagskráin getur breyst.
Dagskrá deildarsýningarinnar
Hérna er áætluð dagskrá fyrir deildarsýninguna næstu helgi.
Hvolpar:
Snöggir 6-9 mán (1) : 10.00
Síðhærðir 6-9 mán (2) : 10.05
Schafer snögghærður (44) : 10.25
Hlé 14.15
Schafer síðhærður (14) : 14.45
Áætluð úrslit : 16.00
Við mælum með því að fólk mæti tímalega þar sem dagskráin getur breyst.
29.09.2015
Deildarsýning á laugardaginn og sameiginlegur kvöldverður
Deildarsýningin verður haldin í reiðhöll Mána í Keflavík og hefst hún á hvolpaflokkum, bæði kl. 10. Snögghærðir verða sýndir fyrst og svo síðhærðir. Í lok sýningar fara fram úrslit um bestu hunda og hópa sýningar en þar keppa snögghærðir og síðhærðir saman.
Deildarsýning á laugardaginn og sameiginlegur kvöldverður
Deildarsýningin verður haldin í reiðhöll Mána í Keflavík og hefst hún á hvolpaflokkum, bæði kl. 10. Snögghærðir verða sýndir fyrst og svo síðhærðir. Í lok sýningar fara fram úrslit um bestu hunda og hópa sýningar en þar keppa snögghærðir og síðhærðir saman.
Hér má sjá kort af leiðinni. Neðst til vinstri er Keflavíkurflugvöllur. Þegar komið er að hringtorginu við Keflavíkurflugvöll er beygt til hægri eins og verið sé að aka í átt að Garði. Við næsta hringtorg er farið út þriðju götu í hringtorginu eins og ekið sé í Sandgerði. Beygið til hægri fyrsta afleggjara inn í hesthúsahverfi Keflavíkur. Þar er ekið í gegnum hverfið, niður til hægri, beygt til vinstri og fljótlega aftur til vinstri og þar má sjá stóra reiðhöll.
Sýninganúmer verða afhent við innganginn á laugardagsmorgun.
Um kvöldið munum við fagna deginum saman. Við munum hittast á veitingastaðnum Gamla Vínhúsinu í Hafnarfirði. Í boði er þriggja rétta hópmatseðill á 4.580 kr á mann. Við verðum með efri hæðina fyrir okkur, tilboð á barnum og er opið hjá þeim til kl. 3.
Sýninganúmer verða afhent við innganginn á laugardagsmorgun.
Um kvöldið munum við fagna deginum saman. Við munum hittast á veitingastaðnum Gamla Vínhúsinu í Hafnarfirði. Í boði er þriggja rétta hópmatseðill á 4.580 kr á mann. Við verðum með efri hæðina fyrir okkur, tilboð á barnum og er opið hjá þeim til kl. 3.
21.09.2015
Framlengdur skráningarfrestur til 23. sept á deilarsýninguna
Skráningin er góð á deildarsýninguna, nú hafa 60 hundar verið skráðir.
Skráningarfresti hefur þó verið framlengt fram á miðvikudag 23. sept ef fleiri vilja vera með.
Hafið samband við skrifstofu HRFÍ í síma 588-5255 milli kl. 10-15.
Lokað í dag á skrifstofunni vegna sýningarinnar um helgina en opnar á morgun.
Minnum á sýningaþjálfun deildarinnar sem fer fram á mánudagskvöldum fram að deildarsýningu.
Í kvöld verður hún í bílastæðahúsinu við Lyngháls 3 kl. 20:00
og í reiðhöll Mána í Keflavík næsta mánudag kl. 20:00 þar sem sýningin verður haldin.
Bestu kveðjur
Stjórn Schäferdeildarinnar
Framlengdur skráningarfrestur til 23. sept á deilarsýninguna
Skráningin er góð á deildarsýninguna, nú hafa 60 hundar verið skráðir.
Skráningarfresti hefur þó verið framlengt fram á miðvikudag 23. sept ef fleiri vilja vera með.
Hafið samband við skrifstofu HRFÍ í síma 588-5255 milli kl. 10-15.
Lokað í dag á skrifstofunni vegna sýningarinnar um helgina en opnar á morgun.
Minnum á sýningaþjálfun deildarinnar sem fer fram á mánudagskvöldum fram að deildarsýningu.
Í kvöld verður hún í bílastæðahúsinu við Lyngháls 3 kl. 20:00
og í reiðhöll Mána í Keflavík næsta mánudag kl. 20:00 þar sem sýningin verður haldin.
Bestu kveðjur
Stjórn Schäferdeildarinnar
07.09.2015
Deildarsýning Schäferdeildarinnar
Deildarsýning Schäferdeildarinnar
Við hvetjum alla til þess að skrá á þessa glæsilegu deildarsýningu Schäferdeildarinnar. Deildarsýningar eru aðeins haldnar á tveggja ára fresti og nýtum við þá tækifærið og fáum dómara sem sérhæfir sig í að dæma schäfer.
Við verðum með sýningaþjálfanir vikulega fram að deildarsýningu. Næsta sýningaþjálfun verður sunnudaginn 13. sept. kl. 14 í bílastæðahúsi við Lyngháls 3. Sýningaþjálfanir verða síðan á mánudögum eftir það, sjá viðburðardagatal hér til hægri. Ef einhvern vantar sýnanda á hundinn sinn er velkomið að hafa samband við stjórn deildarinnar og við munum aðstoða eftir bestu getu við að finna góðan sýnanda. Styrktaraðilar deildarsýningarinnar eru: PRO PAC Best Western Hotel Reykjavík ARION gæludýrafóður |
28.08.2015
Sýningarþjálfun hjá Schäferdeild fyrir næstu sýningu
Schäferdeildin verður með sýningarþjálfun fyrir næstu sýningu hjá HFRÍ og deildarsýninguna hjá Schäferdeildin í bílastæðahúsinu á móti Líflandi á Lynghálsi 3 á sunnudögum kl 14.
30. ágúst leiðbeinandi Rúna Helgadóttir
6. sept leiðbeinandi Kristjana Bergsteinsdóttir
13. sept Leiðbeinandi Rúna Helgadóttir
Skiptið kostar 500 kr. og rennur óskipt til deildarinnar.
Munið eftir góða skapinu, taum, ól, nammi, dót og pokum.
Hlökkum til að sjá ykkur
Sýningarþjálfun hjá Schäferdeild fyrir næstu sýningu
Schäferdeildin verður með sýningarþjálfun fyrir næstu sýningu hjá HFRÍ og deildarsýninguna hjá Schäferdeildin í bílastæðahúsinu á móti Líflandi á Lynghálsi 3 á sunnudögum kl 14.
30. ágúst leiðbeinandi Rúna Helgadóttir
6. sept leiðbeinandi Kristjana Bergsteinsdóttir
13. sept Leiðbeinandi Rúna Helgadóttir
Skiptið kostar 500 kr. og rennur óskipt til deildarinnar.
Munið eftir góða skapinu, taum, ól, nammi, dót og pokum.
Hlökkum til að sjá ykkur
10.08.2015
Deildarsýning Schäferdeildarinnar
Deildarsýning Schäferdeildarinnar verður haldin laugardaginn 3. október n.k. Dómari verður Louis Donald frá Ástralíu. Hann er sérhæfður schäferdómari með áratuga reynslu bæði sem dómari og ræktandi. Louis Donald er með ýmis dómararéttindi, meðal annars frá SV, og hefur ræktað undir ræktunarnafninu Bratara í Ástralíu.
Líkt og á síðustu tveimur deildarsýningum verður Louis Donald með munnlegan dóm, þ.e. hann tilkynnir áhorfendum jafnóðum um dóm sinn á hverjum hundi. Auk hefðbundinna titla einstakra hunda og hópa verður einnig boðið upp á parakeppni, valinn verður besti ungliði tegundar og sýningar ásamt því að bestu hundar tegundar af hvorri tegund keppa um titilinn besti hundur sýningar.
Schäferdeildin hefur undanfarin ár lagt metnað sinn í að halda deildarsýningu annað hvert ár og bjóða schäfereigendum upp á að fá dómara sem er sérhæfður í tegundinni. Þetta er frábært og einstakt tækifæri til þess að fá schäferdómara til þess að dæma tegundina og hvetjum við alla til þess að taka þátt. Skráning fer fram í gegnum skrifstofu HRFÍ og verður síðasti skráningardagur auglýstur síðar.
Deildarsýning Schäferdeildarinnar
Deildarsýning Schäferdeildarinnar verður haldin laugardaginn 3. október n.k. Dómari verður Louis Donald frá Ástralíu. Hann er sérhæfður schäferdómari með áratuga reynslu bæði sem dómari og ræktandi. Louis Donald er með ýmis dómararéttindi, meðal annars frá SV, og hefur ræktað undir ræktunarnafninu Bratara í Ástralíu.
Líkt og á síðustu tveimur deildarsýningum verður Louis Donald með munnlegan dóm, þ.e. hann tilkynnir áhorfendum jafnóðum um dóm sinn á hverjum hundi. Auk hefðbundinna titla einstakra hunda og hópa verður einnig boðið upp á parakeppni, valinn verður besti ungliði tegundar og sýningar ásamt því að bestu hundar tegundar af hvorri tegund keppa um titilinn besti hundur sýningar.
Schäferdeildin hefur undanfarin ár lagt metnað sinn í að halda deildarsýningu annað hvert ár og bjóða schäfereigendum upp á að fá dómara sem er sérhæfður í tegundinni. Þetta er frábært og einstakt tækifæri til þess að fá schäferdómara til þess að dæma tegundina og hvetjum við alla til þess að taka þátt. Skráning fer fram í gegnum skrifstofu HRFÍ og verður síðasti skráningardagur auglýstur síðar.