Deildarstarfið
Markmið okkar í stjórn Schäferdeildarinnar er að bjóða upp á fjölbreytt deildarstarf. Það sem hefur verið í boði síðastliðið ár eru t.d.
- Deildarsýning
- Sýningaþjálfanir
- Deildargöngur
- Jólakaffi
- Fyrirlestar
- Námskeið
- Vinnupróf
- Skapgerðarmat
- kynningabásar
- ljósmyndakeppni
Stjórn Schäferdeildarinnar er alltaf opin fyrir nýjum hugmyndum að viðburðum. Endilega hafið samband ef þið hafið eitthvað spennandi í huga. Einnig er alltaf þörf á fólki sem er tilbúið til að starfa fyrir deildina. Hafðu samband ef þú hefur áhuga á að starfa í göngunefnd eða kynninga- og básanefnd.
Deildarsýningar Schäferdeildarinnar
Deildin hélt glæsilega útisýningu þann 16. júlí 2011. Deildarmeðlimir settu skráningarmet hjá tegundinni en 54 hundar voru skráðir til leiks. Sýningin fór fram í hinum fallega Guðmundarlundi og dómari var Fredrik Steen. Myndir af sýningunni má sjá hér. Sjá eldri auglýsingu um sýninguna hér.
Dagatal deildarinnar 2011
Schäferdeildin var með flott dagatal fyrir árið 2011 með myndum af íslenskum Schäferhundum. Sjá nánar hér.