Um hundasveitir og prófgráður þeirra
Hundabjörgunarsveitir á Íslandi eru tvær og starfa undir Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu. Þær eru BHSÍ (Björgunarhundasveit Íslands) og Leitarhundar.
Hundar sem hafa staðist A og B próf eru skráðir á útkallslista. Hundar sem hafa staðist C próf teljast byrjendur, þeir eru ekki skráðir á útkallslista og eru ekki viðurkenndir til leitar. Hundar með B próf eru svokallaðir vinnuhundar en A hundar eru fullþjálfaðir útkallshundar og hafa forgang í útköll og leitir.
Til þess að geta verið með hund á útkallslista þarf viðkomandi að vera fullgildur björgunarsveitarmaður.
Nauðsynlegt er að þreyta próf á 12 mánaða fresti til þess að viðhalda gráðu eða reyna við þá næstu. Undantekning á þessari reglu er hjá Leitarhundum, en hundar sem hafa lokið A prófi er nægilegt að þreyta A-endurmat á tveggja ára fresti.
Hjá báðum sveitum er gerð krafa um að hundar standist hlýðnipróf.