Schäferdeild hrfí
  • Fréttir
    • Fréttir 2022
    • Fréttir 2021
    • Fréttir 2020
    • Fréttir 2019
    • Fréttir 2018
    • Fréttir 2017
    • Fréttir 2016
    • Fréttir 2015
    • Fréttir 2014
    • Fréttir 2013
    • Fréttir 2012
    • Fréttir 2011
    • Fréttir 2010
  • Deildin
  • Sýningar
  • VInnupróf
  • Ræktun
  • Hvolpar / got
  • Gagnagrunnur
    • 2012
    • 2013
    • 2014
    • 2015
    • 2016
    • 2017
    • 2018
    • 2019
    • 2020
    • 2021
    • 2022
    • 2023
  • Myndir

Alþjóðleg ræktunarsýning helgina 26.-27. febrúar 2011
   
Hægt er að skoða umsagnir allra hundanna og ýtarlegri úrslit tegundarinnar hér
  
Fjörtíu Schäfer hundar voru skráðir til dóms og var dómarinn Horst Kliebenstein frá Þýskalandi.

Byrjað var á því að dæma ungviðið og stóðu allir hvolparnir sig ofboðslega vel og eru greinilega vel umhverfisþjálfaðir hjá nýju eigendum sínum.
Hinn átta mánaða gamli Kolgrímu Diamond Hólm var valinn besti hvolpur tegundar og er Margrét Halldórsdóttir eigandi hans.
Annar besti hvolpur tegundar varð hálfsystir hans hún Kolgrímu Excellent Hólm og er eigandi hennar Jörundur Áki Sveinsson.

Besti hundur tegundar varð unghunds tíkin Gunnarsholts Trix og hún fékk sitt annað meistarastig á þessari sýningu. Einnig fékk hún sitt fyrsta alþjóðlega meistarastig. Eigandi hennar er Anna Francesca Rósudóttir.
Trix stóð sig frábærlega í úrslitum sýningarinnar og varð í öðru sæti í tegundahópi.

Annar besti hundur tegundar varð K-Nidya Feetback en hann fékk einmitt sitt þriðja og síðasta íslenska meistarastig. Verður gaman að fá nýjan íslenskan meistara í Schäfer hópinn.
Hann fékk einnig alþjóðlegt meistarastig. Eigandi hans er Yvonne D. Tix.

Besta afkvæmahóp tegundar átti ISCH Gunnarsholts Joop með afkvæmum sínum og varð sá hópur einni besti afkvæmahópur dagsins.
Eigandi hans er Haukur Örvar Weihe.

Besta ræktunarhóp tegundar átti Gunnarsholts ræktun og urðu þau í öðru sæti um besta ræktunarhóp dagsins. Eigandi Gunnarsholts ræktunar er Hjördís Helga Ágústsdóttir


Við viljum óska öllum innilega til hamingju með árangur helgarinnar og við hlökkum til að sjá ykkur á næstu sýningu!

Við viljum nota tækifærið og þakka básanefndinni og þeim sem sátu í Schäfer básnum á sýningunni og stóðu sig frábærlega vel að kynna þessa frábæru tegund sem Schäferinn er.
Bestu þakkir fá einnig Sturla "Urmu eigandi" og Kata "Kviku eigandi" fyrir að setja upp básinn.

Einnig viljum við þakka 
Bendi ehf kærlega fyrir að hafa styrkt deildina svona rausnarlega á sýningunni þar sem þau gáfu afar veglega verðlaunagripi. Það eru forréttindi að fá stuðning frá svona frábæru fyrirtæki og Bendir ehf.
Bendir er með allar mögulegar hundavörur og hvetjum við alla til þess að kíkja við hjá þeim í Híðarsmára 13 í Kópavogi.
Picture
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Fréttir
    • Fréttir 2022
    • Fréttir 2021
    • Fréttir 2020
    • Fréttir 2019
    • Fréttir 2018
    • Fréttir 2017
    • Fréttir 2016
    • Fréttir 2015
    • Fréttir 2014
    • Fréttir 2013
    • Fréttir 2012
    • Fréttir 2011
    • Fréttir 2010
  • Deildin
  • Sýningar
  • VInnupróf
  • Ræktun
  • Hvolpar / got
  • Gagnagrunnur
    • 2012
    • 2013
    • 2014
    • 2015
    • 2016
    • 2017
    • 2018
    • 2019
    • 2020
    • 2021
    • 2022
    • 2023
  • Myndir