Alþjóðleg ræktunarsýning 27-28.02.2010
Úrslit sýningarinnar:
Besti hvolpur tegundar: Gunnarsholts Tristan
Besta tík í hvolpaflokki: Gunnarsholts Trix
Besti hundur tegundar: SCHH 1 Indira vom Dorahaus
Besti rakki tegundar: Kolgrímu Blade Hólm
Besti öldungur tegundar: ISW-07 ISCH BH SCHH1 Kkl 1Gildewangen´s Istan
Besti ræktunarhópur tegundar: Kolgrímuræktun
Besti afkvæmahópur tegundar: Ebafarmens X-wife með afkvæmum
Í úrslitum átti tegundin ákaflega gott gengi. Hin fagra SCHH1 Indira vom Dorahaus sem sýnd var af eiganda sínum Hauki Birgissyni vann stóran hóp fjár-og hjarðhunda í tegundahóp 1.
Kolgrímuræktun gekk frábærlega vel í úrslitum um besta afkvæmahóp dagsins með sinn fagra hóp sem samanstóð af móður (Ebafarmens X-wife) og afkvæmum hennar fjórum og enduðu þau í þriðja sæti.
ISCH ISW-07 SCHH1 BH Kkl 1 Gildewangen´s Istan í eigu Hilde Wangberg er kominn á sín efri ár og keppti við aðra öldunga í keppni um besta öldung sýningar og stóð uppi sem sigurvegari.
Við óskum eigendum þessara hunda innilega til hamingju með þennan frábæra árangur