Grein sem birtist í Sám um Schäfer og deildarsýninguna

Schäferhundurinn er þjóðarhundur Þjóðverja og er talinn útbreiddasti hundur heims og sá hundur sem oftast er aftur á vinsældarlistum í flestum löndum. Schäferhundurinn var upprunalega fjárhundur og er talið að hann sem slíkur eigi rætur sínar að rekja til hunds frá bronsöld, sem var uppi fyrir 3000 árum síðan. Reyndar hefur verið hægt að sanna þetta með rannsóknum og samanburði á leifum af beinagrindum hunda sem fundist hafa í kumlum frá þeim tíma.
Á meðan bændur og hirðingjar ræktuðu hunda, var aðaláherslan lögð á noktunargildi hundsins, en útlit skipti engu máli. Mikið vinnuálag varð til þess að það voru aðeins sterkustu og best byggðu hundarnir, sem lifðu af og fjölguðu sér.
Ekki var þó alltaf unnið með góðum líkamsburðum, ekki var síður nauðsynlegt að taka tillit til andlegs jafnvægis hundsins, því hundar sem ekki voru nægilega skarpir, duglegir til dáða eða framsæknir voru gagnlausir til noktunar.
Eftir því sem fólksfjölgunin varð meiri í Þýskalandi og akuryrkja jókst, úlfum og bjarndýrum sem áður höfðu ráðist á hjarðirnar fækkaði, minnkaði þörfin fyrir fjárhunda að mun, en áhuginn á að rækta þýskan þjóðarhund jókst að sama skapi.
Um 1870 var reynt að safna saman síðustu fjárhundunum sem fundust í einangraðri héruðum landsins, en það var afskaplega takmarkað hvað eftir var af nýtanlegum undaneldisdýrum. Ekki gerði það málið auðveldara, að ekki var samstaða um hvernig hundurinn ætti í það heila tekið að líta út, og héldust deilurnar allt til ársins 1899 að stofnað var “Verein für Deutsche Schäferhunde”. Max von Stephanits var formaður sambandsins frá byrjun allt til ársins 1935 og var nær einráður um hvernig staðið skyldi að ræktuninni, og án efa á hann mestan heiðurinn af þeirri sérstöðu sem Schäferhundurinn hefur í dag. Grunnurinn að ræktuninni voru hundar frá héruðum Thüringen, Württemberg og Schwaben og frá þeim hundum komu upprétt eyru, langur skrokkur og bjúglaga skott, ásamt góðu lundarfari.
Einkunnarorð Stephanitz voru “Ræktun Schäferhunda er ræktun vinnuhunda” , og eftir þeim fór hann markvisst, og notfærði sér allt það sem til gagns gæti orðið fyrir tegundina, og án efa má þakka þá stefnufestu hans, að Schäferhundurinn hefur varðveitt andlegt heilbrigði sitt og gott lundarfar og orðið, - án samkeppni – mest alhliða vinnuhundur í dag.
Nú á tímum er Schäferhundurinn ekki mikið notaður sem fjárhundur, en um heim allan er hann notaður sem lögregluhundur, herhundur, blindrahundur, björgunarhundur og til leitar að fíkniefnum. Schäferhundurinn er harðgerð og virðist þola jafn vel heitt loftslag og kalt.
Samkvæmt ræktunarmarkmiði Schäfersins skal hann m.a. vera sterkbyggður og vel samræmdur að líkamslögun og stæltur, hæðin á herðakamb milli 55 og 65 cm. Höfuð langt og mjóslegið, breiðast við eyru og mjókkar að trýni, trýni kröftugt. Augun meðalstór, möndlulaga og helst hnetubrún. Hundurinn skal vera vel limaður og með góða vinkla en ekki of djúpa. Skott loðið, lafandi og bjúglaga og skal ná niður fyrir hækil. Feldurinn samanstendur af þykku þeli og þynnra togi. Engar reglur eru um lit, þó má hann helst ekki vera hvítur.
Schäferdeild Hundaræktarfélag Íslands
Dagana 10., 11 og 12 júní sl. var staddur hér á landi á vegum HRFÍ. Svíinn Fredrik Norgren.
Fredrik Norgren hefur sýnt Schäferhunda með frábærum árangri síðan 1962 og dæmt þá á æðstu dómstigum síðan 1972. Ásamt konu sinni, Margaret, hefur hann ræktað 40 hunda sem náð hafa meistaratitli, bæði sýningum og vinnukeppnum. Fredrik hefur náð þeim einstæða árangri að hafa öðlast sænskan meistaratitil í öllum þremur greinum hundakeppna, þ.e. á sýningum, hlýðni keppnum og sleðahundahlaupum. Fredrik hefur alþjóðaviðukenningu til að dæma um 20 vinnuhundakyn, Hann hefur áhuga á öllum greinum Schäferhundaræktar, er meðlimur í þýska Schäferhundaklúbbnum og fer reglulega í kynnisferðir til Þýskalands.
Heimsókn hans er liður í stofnun Schäferdeildar Hundaræktarfélags Íslands, og tilgangurinn með stofnun hennar er að vinna að ábyrgðri ræktun Schäferhunda úr þeim stofni sem er til hér á landi. Sá stofn er mjög sundurleitur og misgóður, en stefnt er að því að rækta úr þessum efnivið góðan stofn. Til að mögulegt sé að standa ábyrgt og markvisst að þessu verkefni, er brýnt að góð samstaða náist meðal Schäferhundaeigenda.
Á meðan bændur og hirðingjar ræktuðu hunda, var aðaláherslan lögð á noktunargildi hundsins, en útlit skipti engu máli. Mikið vinnuálag varð til þess að það voru aðeins sterkustu og best byggðu hundarnir, sem lifðu af og fjölguðu sér.
Ekki var þó alltaf unnið með góðum líkamsburðum, ekki var síður nauðsynlegt að taka tillit til andlegs jafnvægis hundsins, því hundar sem ekki voru nægilega skarpir, duglegir til dáða eða framsæknir voru gagnlausir til noktunar.
Eftir því sem fólksfjölgunin varð meiri í Þýskalandi og akuryrkja jókst, úlfum og bjarndýrum sem áður höfðu ráðist á hjarðirnar fækkaði, minnkaði þörfin fyrir fjárhunda að mun, en áhuginn á að rækta þýskan þjóðarhund jókst að sama skapi.
Um 1870 var reynt að safna saman síðustu fjárhundunum sem fundust í einangraðri héruðum landsins, en það var afskaplega takmarkað hvað eftir var af nýtanlegum undaneldisdýrum. Ekki gerði það málið auðveldara, að ekki var samstaða um hvernig hundurinn ætti í það heila tekið að líta út, og héldust deilurnar allt til ársins 1899 að stofnað var “Verein für Deutsche Schäferhunde”. Max von Stephanits var formaður sambandsins frá byrjun allt til ársins 1935 og var nær einráður um hvernig staðið skyldi að ræktuninni, og án efa á hann mestan heiðurinn af þeirri sérstöðu sem Schäferhundurinn hefur í dag. Grunnurinn að ræktuninni voru hundar frá héruðum Thüringen, Württemberg og Schwaben og frá þeim hundum komu upprétt eyru, langur skrokkur og bjúglaga skott, ásamt góðu lundarfari.
Einkunnarorð Stephanitz voru “Ræktun Schäferhunda er ræktun vinnuhunda” , og eftir þeim fór hann markvisst, og notfærði sér allt það sem til gagns gæti orðið fyrir tegundina, og án efa má þakka þá stefnufestu hans, að Schäferhundurinn hefur varðveitt andlegt heilbrigði sitt og gott lundarfar og orðið, - án samkeppni – mest alhliða vinnuhundur í dag.
Nú á tímum er Schäferhundurinn ekki mikið notaður sem fjárhundur, en um heim allan er hann notaður sem lögregluhundur, herhundur, blindrahundur, björgunarhundur og til leitar að fíkniefnum. Schäferhundurinn er harðgerð og virðist þola jafn vel heitt loftslag og kalt.
Samkvæmt ræktunarmarkmiði Schäfersins skal hann m.a. vera sterkbyggður og vel samræmdur að líkamslögun og stæltur, hæðin á herðakamb milli 55 og 65 cm. Höfuð langt og mjóslegið, breiðast við eyru og mjókkar að trýni, trýni kröftugt. Augun meðalstór, möndlulaga og helst hnetubrún. Hundurinn skal vera vel limaður og með góða vinkla en ekki of djúpa. Skott loðið, lafandi og bjúglaga og skal ná niður fyrir hækil. Feldurinn samanstendur af þykku þeli og þynnra togi. Engar reglur eru um lit, þó má hann helst ekki vera hvítur.
Schäferdeild Hundaræktarfélag Íslands
Dagana 10., 11 og 12 júní sl. var staddur hér á landi á vegum HRFÍ. Svíinn Fredrik Norgren.
Fredrik Norgren hefur sýnt Schäferhunda með frábærum árangri síðan 1962 og dæmt þá á æðstu dómstigum síðan 1972. Ásamt konu sinni, Margaret, hefur hann ræktað 40 hunda sem náð hafa meistaratitli, bæði sýningum og vinnukeppnum. Fredrik hefur náð þeim einstæða árangri að hafa öðlast sænskan meistaratitil í öllum þremur greinum hundakeppna, þ.e. á sýningum, hlýðni keppnum og sleðahundahlaupum. Fredrik hefur alþjóðaviðukenningu til að dæma um 20 vinnuhundakyn, Hann hefur áhuga á öllum greinum Schäferhundaræktar, er meðlimur í þýska Schäferhundaklúbbnum og fer reglulega í kynnisferðir til Þýskalands.
Heimsókn hans er liður í stofnun Schäferdeildar Hundaræktarfélags Íslands, og tilgangurinn með stofnun hennar er að vinna að ábyrgðri ræktun Schäferhunda úr þeim stofni sem er til hér á landi. Sá stofn er mjög sundurleitur og misgóður, en stefnt er að því að rækta úr þessum efnivið góðan stofn. Til að mögulegt sé að standa ábyrgt og markvisst að þessu verkefni, er brýnt að góð samstaða náist meðal Schäferhundaeigenda.
Ræktunarsýning á Schäferhundum

Föstudagskvöldið 10. Júní hélt Fredrik Norgren fræðsluerindi á Hótel Loftleiðum og sýndi tvær vídeómyndir. Einnig svaraði hann fyrirspurningum fundarmanna, en Schäferhundaeigendur og áhugafólk um Schäferhunda fjölmenntu. Vídeómyndirnar voru geysiáhugaverðar og sýndu Schäferhundinn í leik og starfi. Önnur myndin var frá þýska “Verein für Deutsche Schäferhunde” , og var þar gerð góð grein fyrir hvernig byggingarlag, hreyfingar og ræktunarmarkmið hundsins ættu að vera og voru bestu Schäferhundar heims sýndir. Fredrik Norgren færði HRFÍ þessa spólu að gjöf og er ekki að efa að hún á eftir að vera íslenskum Schäferhundaeigendum til gangs og gleði.
Laugardaginn 11. Júní mættu svo um 70 hundar í skoðun í Reiðhöllinni, og varð útkoman sú, að allir hundarnir báru einkenni Schäferhunda, en voru að öðru leiti afskaplega misgóðir. Áberandi var að allir höfðu þeir sama útlitsgalla, voru of langir með of stutta lend og þar af leiðandi of háa rófusetningu, of stórir, ekki nægjanlega vinklaðir og hreyfingarnar því ekki réttar. Trýnið var of veikbyggt, þ.e.a.s. neðri kjálki of þunnur. Hausinn var aftur á móti í flestum hundunum góður, og góður andlitssvipur. Frambyggingin hundanna var í velfelstum tilfellum góð og fótstaða framfótanna rétt. Geðslag var gegnumgangandi gott.
Flestir hundanna fengu þriðju einkunn eða lægri, en rúmlega 20 hundar sem höfðu ýmsa þá eiginleika sem reyna mætti að byggja einhverja ræktun á, voru valdir úr til nánari ræktunarskoðunar á sunnudeginum. Fredrik Norgren mun í framhaldi af skoðuninni á þessum tuttugu hundum, rannsaka nánar hverja þeirra hann mun ráleggja til undaneldis.
Öll ræktun verður miklum erfileikum bundin, því allir hundarnir eru mikið skyldir og ekkert nýtt blóð til staðar.
Í lokin áminnti Fredrik Norgren ræktendur um þá miklu ábyrgð sem hvílir á herðum sérhvers ræktenda, en það er að velja rétta eigendur fyrir hvolpa og fylgja hvolpunum vel eftir, vera færir um að ráðleggja um dagleg fóðrun, rétta umhirðu og uppeldi. Einnig benti hann á þá miklu ábyrgð sem fylgir því að velja hæf undaneldisdýr, svo afkvæmi verði rétt sköpuð og geðgóð, og fylgja ræktunarmarkmiði tegundarinnar. Fredrik Norgren benti ennfremur á, og lagði á það ríka áherslu, að Schäferhundurinn er viðkvæmur hundur og því sé afar mikilvægt að um hvolpana sé farið mildum höndum, og frá 4ra vikna aldri þurfi að veita sérhverjum hvolpi sérstaka athygli og umhirðu til að venja þá við manninn og það umhverfi sem þeir eiga eftir að lifa í. Það má alls ekki þjálfa eða ofreyna hvolpana á annan hátt á viðkvæmu vaxtarskeiðinu, en fyrsta árið er uppeldis- og vaxtarár sem er hvolpinum mikilvægt til þess að taka út vöxt og þroska. Þjálfun eða áreynsla getur valdið ævilöngum skaða á hundinum. Til dæmis það að láta hundinn elta bíl, sem því miður er ekki óalgeng sjón hér, er eitt það versta sem hægt er að gera hundinum.
Hundaræktarfélagið fagnar því hversu margir sýndu áhuga á þessu nauðsynlega framtaki félagsins, til að bæta og leiðbeina um ræktun á þessu vinsæla hundakyni. Í framhaldi af þessari skoðun mun verða stofnuð Schäferdeild HRFÍ, og verður deildin samstarfsvettvangur allra þeirra sem vilja standa að ábyrgðri ræktun og meðferð Schäferhunda á Íslandi.
Laugardaginn 11. Júní mættu svo um 70 hundar í skoðun í Reiðhöllinni, og varð útkoman sú, að allir hundarnir báru einkenni Schäferhunda, en voru að öðru leiti afskaplega misgóðir. Áberandi var að allir höfðu þeir sama útlitsgalla, voru of langir með of stutta lend og þar af leiðandi of háa rófusetningu, of stórir, ekki nægjanlega vinklaðir og hreyfingarnar því ekki réttar. Trýnið var of veikbyggt, þ.e.a.s. neðri kjálki of þunnur. Hausinn var aftur á móti í flestum hundunum góður, og góður andlitssvipur. Frambyggingin hundanna var í velfelstum tilfellum góð og fótstaða framfótanna rétt. Geðslag var gegnumgangandi gott.
Flestir hundanna fengu þriðju einkunn eða lægri, en rúmlega 20 hundar sem höfðu ýmsa þá eiginleika sem reyna mætti að byggja einhverja ræktun á, voru valdir úr til nánari ræktunarskoðunar á sunnudeginum. Fredrik Norgren mun í framhaldi af skoðuninni á þessum tuttugu hundum, rannsaka nánar hverja þeirra hann mun ráleggja til undaneldis.
Öll ræktun verður miklum erfileikum bundin, því allir hundarnir eru mikið skyldir og ekkert nýtt blóð til staðar.
Í lokin áminnti Fredrik Norgren ræktendur um þá miklu ábyrgð sem hvílir á herðum sérhvers ræktenda, en það er að velja rétta eigendur fyrir hvolpa og fylgja hvolpunum vel eftir, vera færir um að ráðleggja um dagleg fóðrun, rétta umhirðu og uppeldi. Einnig benti hann á þá miklu ábyrgð sem fylgir því að velja hæf undaneldisdýr, svo afkvæmi verði rétt sköpuð og geðgóð, og fylgja ræktunarmarkmiði tegundarinnar. Fredrik Norgren benti ennfremur á, og lagði á það ríka áherslu, að Schäferhundurinn er viðkvæmur hundur og því sé afar mikilvægt að um hvolpana sé farið mildum höndum, og frá 4ra vikna aldri þurfi að veita sérhverjum hvolpi sérstaka athygli og umhirðu til að venja þá við manninn og það umhverfi sem þeir eiga eftir að lifa í. Það má alls ekki þjálfa eða ofreyna hvolpana á annan hátt á viðkvæmu vaxtarskeiðinu, en fyrsta árið er uppeldis- og vaxtarár sem er hvolpinum mikilvægt til þess að taka út vöxt og þroska. Þjálfun eða áreynsla getur valdið ævilöngum skaða á hundinum. Til dæmis það að láta hundinn elta bíl, sem því miður er ekki óalgeng sjón hér, er eitt það versta sem hægt er að gera hundinum.
Hundaræktarfélagið fagnar því hversu margir sýndu áhuga á þessu nauðsynlega framtaki félagsins, til að bæta og leiðbeina um ræktun á þessu vinsæla hundakyni. Í framhaldi af þessari skoðun mun verða stofnuð Schäferdeild HRFÍ, og verður deildin samstarfsvettvangur allra þeirra sem vilja standa að ábyrgðri ræktun og meðferð Schäferhunda á Íslandi.