Schäferdeild hrfí
  • Fréttir
  • Deildin
  • Sýningar
  • Ræktun
  • Hvolpar / got
  • Myndir
  • Gagnagrunnur
    • 2005
    • 2006
    • 2007
    • 2008
    • 2009
    • 2010
    • 2011
    • 2012
    • 2013
    • 2014
    • 2015
    • 2016
    • 2017
    • 2018
    • 2019
  • Þjálfun / vinna
    • Úrslit úr vinnuprófum 2021
    • Úrslit úr vinnuprófum 2020
    • Úrslit úr vinnuprófum 2019
    • Úrslit úr vinnuprófum 2018
    • Úrslit úr vinnuprófum 2016
    • Úrslit úr vinnuprófum 2015
    • Skapgerðarmat
    • Hlýðnireglur 01.05.2013
    • Sporareglur 01-07-2017
  • Eldri fréttir
    • Fréttir 2020
    • Fréttir 2019
    • Fréttir 2018
    • Fréttir 2017
    • Fréttir 2016
    • Fréttir 2015
    • Fréttir 2014
    • Fréttir 2013
    • Fréttir 2012
    • Fréttir 2011
    • Fréttir 2010
  • Deildarsýningar
    • Deild 2019
    • Deild 2018 /14
    • Deild 2018 /13
    • Deild 2017
    • Deild 2015
    • Deild 2013
    • Deild 2011

Stjórnarfundur 22. júní 2011

Mættir: Íris, Sturla, Eva, Kata.

Fundur hefst kl 20:30

Leitað var eftir styrkjum fyrir pulsur en ekki tókst að fá styrk hjá viðkomandi. Annað hvort verður leitað eftir styrk frá öðrum aðilum eða keyptar Bónus pylsur.

Sýninganúmerum verður dreift á staðnum. Þurfum að senda póst á póstlistann og útbúa frétt á deildarsíðuna varðandi fyrirkomulagið.

Það þarf að auglýsa Sporaprófið. Enn eru tvö sæti laus. Minna á að skráning fer fram í gegnum deildina en millifært á HRFÍ.

Starfsmenn við sýningahring eru fullmannaðir. Erum með einn aðstoðarritara til vara.

Erum komin með tvo starfsmenn á grillið. Tveir starfsmenn munu sjá um að útdeila númerum og sýningaskrám. Einn starfsmaður mun sjá um að ljósmynda. Tveir starfsmenn sjá um veitingasölu og annað sem til fellur. Verðum með videoupptökuvél og þrífót.

Erum í samskiptum við Þorstein Hraundal vegna gamalla mynda sem hann á af Schäferhundum á sýningum. Okkur langar til að sjá og birta þetta efni ef hægt er.

Vinna við gagnagrunninn gengur vel. Allir hundar sem eru í okkar gögnum eru komnir inn, allir hundar frá upphafi.

Það sem enn vantar fyrir sýninguna er eftirfarandi: borð fyrir ritara, verðlaunaborð, stólar, senda logo til Kristjönu vegna sýningaskránnar, dúk á verðlaunaborð, sækja gögn til Royal á fimmtudeginum, rafmagnsstaura fyrir hringborðann. Íris og Sturla koma með borð, Íris með stóla og dúk.

Okkur vantar styrktaraðila fyrir sporaprófið. Athuga helstu styrkjendur okkar.

Þurfum að finna einfalda leið til að afhenda sýninganúmerin. Hugmynd að flokka áður eftir ræktendum.

Umræður um sýningahring og fyrirkomulag á borðum umhverfis hann.

Ýmsar spurningar brenna á okkur sem þarf að ræða við dómarann, svo sem hvort hann hafi áhuga á að vera með opinn dóm og hversu stór hringurinn á að vera.

Upp kom hugmynd að hafa deildarsíðuna einnig á ensku eins og margar aðrar síður bjóða upp á. Hægt að hafa tengil yfir á aðra weebly síðu sem sýnir helstu upplýsingar deildarinnar á ensku.

Rætt var um Longhair en við höfum engar upplýsingar fengið ennþá. Hugmynd að senda bréf til FCI á þýsku. Stjórn sammála um að hafa norðurlöndin sem fyrirmynd í þessu máli. Okkur vantar enn upplýsingar til þess að geta svarað spurningum sem okkur berast, svo sem varðandi skráningu í ættbækur, hver dæmir feldgerð hvolpsins o.s.frv.

Stjórn hefur áhuga á að bjóða deildarmeðlimum í kvöldverð með dómaranum eftir sýninguna. Höfum kannað nokkur tilboð á hlaðborðum: Harpa 7900 kr, Turninn 4900 kr, Bláa Lónið 6500, Perlan t.d. ofl.

Bréf til fyrirtækjanna þurfa að fara út, vegna sölu á auglýsingaplássum á heimasíðunni. Einnig á eftir að senda UST umsóknina. Eva sendir bæði.

Þurfum að taka saman efni sem fer í sýningaskránna og senda Kristjönu tímanlega fyrir prentun.

Búið er að senda bréf til stjórnar HRFÍ til þess að fá endurgreiddan útlagðan kostnað fyrir sýningunni. Megum hringja í Dótlu ef það vantar pening. HRFÍ skaffar gjaldeyri fyrir dómarann.

Hugmynd að atriði í lokin. Íris talar við fólk hjá Tollinum til að óska eftir Schäfer sem starfar við fíkniefnaleit.

Fengum boð um að skipuleggja opið hús að kvöldi til í samvinnu við Bendi, hugmynd að hafa það einhvern tímann eftir sýningaþjálfun.

Umræður um fyrirhugað sporanámskeið, tímasetningu skipulag ofl.

Hugmynd að flokka betur póstinn okkar, upp á skipulagningu og yfirsýn.

Fundi slitið kl 23:30

F.h. stjórnar

Íris Hlín Bjarnadóttir, ritari

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Fréttir
  • Deildin
  • Sýningar
  • Ræktun
  • Hvolpar / got
  • Myndir
  • Gagnagrunnur
    • 2005
    • 2006
    • 2007
    • 2008
    • 2009
    • 2010
    • 2011
    • 2012
    • 2013
    • 2014
    • 2015
    • 2016
    • 2017
    • 2018
    • 2019
  • Þjálfun / vinna
    • Úrslit úr vinnuprófum 2021
    • Úrslit úr vinnuprófum 2020
    • Úrslit úr vinnuprófum 2019
    • Úrslit úr vinnuprófum 2018
    • Úrslit úr vinnuprófum 2016
    • Úrslit úr vinnuprófum 2015
    • Skapgerðarmat
    • Hlýðnireglur 01.05.2013
    • Sporareglur 01-07-2017
  • Eldri fréttir
    • Fréttir 2020
    • Fréttir 2019
    • Fréttir 2018
    • Fréttir 2017
    • Fréttir 2016
    • Fréttir 2015
    • Fréttir 2014
    • Fréttir 2013
    • Fréttir 2012
    • Fréttir 2011
    • Fréttir 2010
  • Deildarsýningar
    • Deild 2019
    • Deild 2018 /14
    • Deild 2018 /13
    • Deild 2017
    • Deild 2015
    • Deild 2013
    • Deild 2011