Deildarfréttir Schäferdeildarinnar
_
Schäferdeild HRFÍ
Farnar voru fjórar deildargöngur, þar af þrjár taumgöngur og ein lausaganga. Ein var í miðbæ Reykjavíkur og önnur í miðbæ Hafnafjarðar. Einnig var gengið um ströndina við Nauthólsvík þar sem í lokin var haldin kynning á draghundasporti af henni Söru Rut Sigurðardóttur. Svo var fáfarið svæði í Heiðmörk tekið fyrir lausagönguna. Góð mæting er í deildargöngurnar og er þetta virkilega skemmtilegur vettvangur til þess að kynnast og taka góða umhverfisþjálfun með hundinum.
Fleiri göngur verða farnar á árinu og munu koma auglýsingar um þær á heimasíðu deildarinnar.
Vinnupróf
Mikið hefur verið að gerast í vinnuprófum og Schäferhundar verið að standa sig vel.
Tíkin Kolgrímu Blaze Hólm náði að hampa titlinum OB1 eftir að hafa lent í 1.sæti í hlýðni I og er því fyrsti Schäferhundurinn á Íslandi til þess að hljóta þann titil. Eldeyjar Hugi tók svo þátt í sínu fyrsta bronsmerkja prófi og stóðst það með stakri prýði.
Bæði hjá Leitarhundum og Björgunarhundasveit Íslands voru haldin próf í vetrarleit þar sem Gjósku Kvika og Píla tóku sitt fyrsta C-próf, Kolgrímu Alpha Hólm og Eldeyjar Hugi tók A-endurmat. Öll stóðust þau prófin sín.
Tveir Schäferhundar tóku svo þátt í sporaprófi þar sem Gjósku Frostrós tók 1.sæti í spor II og Kolgrímu Blaze Hólm tók 2.sætið.
Skapgerðarmat var haldið þar sem tveir Schäferhundar tóku þátt, Kolgrímu Diesel Hólm og Kolgrímu Dee Hólm, luku þær báðar matinu án athugasemda.
En til stendur að halda skapgerðarmat á vegum deildarinnar í haust.
Júnísýning HRFÍ
Alþjóðleg ræktunarsýning HRFÍ fór fram helgina 2.-3. júní. Alls var 27 Schäferhundur skráður til leiks og dómari var Sean Delmar frá Írlandi.
Byrjað var á því að dæma í síðhærðum Schäfer, hvolpaflokk á aldrinum 6-9 mánaða. Þar varð Gjósku Osiris besti hvolpur tegundar.
Í stutthærðum Schäfer, hvolpaflokki 6-9 mánaða varð Gjósku Osbourne-Tyson besti hvolpur tegundar.
Besti hundur tegundar í snögghærðum, varð rakkinn SchH3 BH AD kkL1 Bethomin´s Ajax og fékk hann sitt þriðja íslenska meistarastig og er því orðin Íslenskur meistari.
Ajax stóð sig vel í úrslitum grúbbunnar og varð í fjórða sæti í tegundarhópi 1.
Annar besti hundur tegundar varð OB I Kolgrímu Blaze Hólm en hún fékk einnig sitt síðasta íslenska meistarastig. Þar sem hún hefur lokið kröfum um vinnupróf er hún orðinn Íslenskur meistari.
Besta afkvæmahóp tegundar átti ISCH Welincha´s Yasko með afkvæmum sínum og varð sá hópur besti afkvæmahópur dagsins. Besta ræktunarhóp tegundar átti Kolgrímuræktun og urðu þau í fyrsta sæti um besta ræktunarhóp dagsins. Besta par tegundar voru það þau ISCH Welincha´s Yasko og Kolgrímu Dee Hólm og urðu þau jafnframt annað besta par sýningar á sunnudeginum.
Við óskum eigendum og ræktendum innilega til hamingju með árangurinn og þökkum versluninni Bendi fyrir að hafa gefið verðlaunagripi.
Schäferdeildin er með fjölbreitt félagsstarf. Hægt er að fylgjast með fréttum og viðburðum á heimasíðu deildarinnar www.schaferdeildin.is eða á facebook síðunni www.facebook.com/schaferdeildin. Þeir sem hafa áhuga á að vera á póstlista deildarinnar geta sent póst á [email protected] en allar helstu tilkynningar eru sendar á póstlistann.
F.h. stjórna Schäferdeildar
Hallgerður Kata Óðinsdóttir ritari
Farnar voru fjórar deildargöngur, þar af þrjár taumgöngur og ein lausaganga. Ein var í miðbæ Reykjavíkur og önnur í miðbæ Hafnafjarðar. Einnig var gengið um ströndina við Nauthólsvík þar sem í lokin var haldin kynning á draghundasporti af henni Söru Rut Sigurðardóttur. Svo var fáfarið svæði í Heiðmörk tekið fyrir lausagönguna. Góð mæting er í deildargöngurnar og er þetta virkilega skemmtilegur vettvangur til þess að kynnast og taka góða umhverfisþjálfun með hundinum.
Fleiri göngur verða farnar á árinu og munu koma auglýsingar um þær á heimasíðu deildarinnar.
Vinnupróf
Mikið hefur verið að gerast í vinnuprófum og Schäferhundar verið að standa sig vel.
Tíkin Kolgrímu Blaze Hólm náði að hampa titlinum OB1 eftir að hafa lent í 1.sæti í hlýðni I og er því fyrsti Schäferhundurinn á Íslandi til þess að hljóta þann titil. Eldeyjar Hugi tók svo þátt í sínu fyrsta bronsmerkja prófi og stóðst það með stakri prýði.
Bæði hjá Leitarhundum og Björgunarhundasveit Íslands voru haldin próf í vetrarleit þar sem Gjósku Kvika og Píla tóku sitt fyrsta C-próf, Kolgrímu Alpha Hólm og Eldeyjar Hugi tók A-endurmat. Öll stóðust þau prófin sín.
Tveir Schäferhundar tóku svo þátt í sporaprófi þar sem Gjósku Frostrós tók 1.sæti í spor II og Kolgrímu Blaze Hólm tók 2.sætið.
Skapgerðarmat var haldið þar sem tveir Schäferhundar tóku þátt, Kolgrímu Diesel Hólm og Kolgrímu Dee Hólm, luku þær báðar matinu án athugasemda.
En til stendur að halda skapgerðarmat á vegum deildarinnar í haust.
Júnísýning HRFÍ
Alþjóðleg ræktunarsýning HRFÍ fór fram helgina 2.-3. júní. Alls var 27 Schäferhundur skráður til leiks og dómari var Sean Delmar frá Írlandi.
Byrjað var á því að dæma í síðhærðum Schäfer, hvolpaflokk á aldrinum 6-9 mánaða. Þar varð Gjósku Osiris besti hvolpur tegundar.
Í stutthærðum Schäfer, hvolpaflokki 6-9 mánaða varð Gjósku Osbourne-Tyson besti hvolpur tegundar.
Besti hundur tegundar í snögghærðum, varð rakkinn SchH3 BH AD kkL1 Bethomin´s Ajax og fékk hann sitt þriðja íslenska meistarastig og er því orðin Íslenskur meistari.
Ajax stóð sig vel í úrslitum grúbbunnar og varð í fjórða sæti í tegundarhópi 1.
Annar besti hundur tegundar varð OB I Kolgrímu Blaze Hólm en hún fékk einnig sitt síðasta íslenska meistarastig. Þar sem hún hefur lokið kröfum um vinnupróf er hún orðinn Íslenskur meistari.
Besta afkvæmahóp tegundar átti ISCH Welincha´s Yasko með afkvæmum sínum og varð sá hópur besti afkvæmahópur dagsins. Besta ræktunarhóp tegundar átti Kolgrímuræktun og urðu þau í fyrsta sæti um besta ræktunarhóp dagsins. Besta par tegundar voru það þau ISCH Welincha´s Yasko og Kolgrímu Dee Hólm og urðu þau jafnframt annað besta par sýningar á sunnudeginum.
Við óskum eigendum og ræktendum innilega til hamingju með árangurinn og þökkum versluninni Bendi fyrir að hafa gefið verðlaunagripi.
Schäferdeildin er með fjölbreitt félagsstarf. Hægt er að fylgjast með fréttum og viðburðum á heimasíðu deildarinnar www.schaferdeildin.is eða á facebook síðunni www.facebook.com/schaferdeildin. Þeir sem hafa áhuga á að vera á póstlista deildarinnar geta sent póst á [email protected] en allar helstu tilkynningar eru sendar á póstlistann.
F.h. stjórna Schäferdeildar
Hallgerður Kata Óðinsdóttir ritari