Deildarfréttir Schäferdeildarinnar
_Gjósku Mikki-Refur varð besti hvolpur sýningar 4-6 mánaða á sérsýningu Schäferdeildarinnar
_
Deildarstarfið
Schäferdeildin er með fjölbreitt félagsstarf. Í boði eru ýmsir viðburðir svo sem Schäfergöngur, sporaæfingar, sýningaþjálfanir, ljósmyndakeppnir, opnir deildarfundir, námskeið, vinnupróf og margt fleira. Einnig var deildin með sérsýningu í júlí en það var fyrsta sýning deildarinnar í 23 ár. Hægt er að fylgjast með fréttum og viðburðum á heimasíðu deildarinnar www.schaferdeildin.is eða á nýju facebook síðunni www.facebook.com/schaferdeildin. Þeir sem hafa áhuga á að vera á póstlista deildarinnar geta sent póst á [email protected] en allar helstu tilkynningar eru sendar á póstlistann.
Þriðja ganga ársins var í júní en þá var gengið í gegnum Elliðaárdalinn og var endað í kaffi og spjalli á Grillhúsinu Sprengisandi.
Sporaæfingar eru haldnar reglulega á vegum deildarinnar. Deildin fékk hundaþjálfarann Drífu Gestsdóttur til þess að leiðbeina á einni æfingunni en auk þess skipulagði deildin, í samvinnu við Drífu, þriggja daga sporanámskeið sem haldið var í júlí.
Sýningaþjálfanir deildarinnar eru haldnar fyrir hverja sýningu. Tveir deildarmeðlimir tóku að sér að leiðbeina, þær Kristjana og Eva, og þökkum við þeim kærlega fyrir aðstoðina. Skiptið kostar 500 kr. og rennur allur ágóði til deildarinnar.
Ljósmyndakeppni sumarsins er í gangi núna og hægt er að senda inn myndir til 20. ágúst. Vegleg verðlaun eru í boði en sigurvegari fær myndina sína prentaða á álplötu í boði Merkiverk. Nýlega voru úrslit úr haustkeppni 2010 kynnt en sigurvegari hennar var Rósa Lilja Gunnþórsdóttir sem sendi inn mynd af Gjósku Fróða. Hún fékk gjafakörfu að launum frá versluninni Bendi.
Deildin hélt opinn deildarfund í maí en aðalfundarefni var deildarsýningin og skipulag hennar.
Schäferdeildin býður upp á nokkur vinnupróf á þessu ári í samvinnu við Vinnuhundadeild. Í júlí var sporapróf og í september verður hlýðni brons. Að auki stefnir stjórn á að sækja um að fá að halda skapgerðarmat í haust eða vetur.
Tveir Schäferhundar luku sporaprófi í vor, það voru Ice Tindra Aragon og Gunnarsholts Urma. Aragon náði framúrskarandi árangri á prófinu og leiðir nú keppni deildarinnar um stigahæsta Schäferhund ársins í spori.
Þrír hundar fóru í skapgerðarmat í vor og luku því án athugasemda. Það voru Gunnarsholts Tristan, Gunnarsholts Trix og Kolgrímu Blade Hólm. Óskum eigendunum þeirra til hamingju með góðan árangur.
Sérsýning deildarinnar var einstaklega vel heppnuð. Sett var skráningarmet hjá tegundinni, veðrið var dásamlegt og dómarinn var með opinn dóm sem þátttakendur og áhorfendur voru mjög ánægðir með. Sýningin var öll hin glæsilegasta og um kvöldið var henni fagnað með sameiginlegum kvöldverði deildarmeðlima og dómara.
Sýningaúrslit
Júnísýning HRFÍ
Alþjóðleg ræktunarsýning HRFÍ fór fram helgina 4.-5. júní. Alls var 41 Schäferhundur skráður til leiks og dómari var Kresten Scheel.
Hin fjögurra mánaða gamla Gjósku Mylla var valinn besti hvolpur tegundar 4-6 mán. og jafnframt besti hvolpur sýningar á laugardeginum. Annar besti hvolpur tegundar var gotbróðir hennar, Gjósku Máni.
Besti hundur tegundar var ungliðatíkin True Bliss Royal-Reina og fékk hún sitt fyrsta meistarastig. Reina stóð sig vel í úrslitum sýningarinnar og varð í öðru sæti í tegundahópi. Annar besti hundur tegundar var Welincha´s Yasko en hann fékk sitt fyrsta íslenska meistarastig.
Besta afkvæmahóp tegundar átti Welincha´s Yasko með afkvæmum sínum og varð sá hópur þriðji besti afkvæmahópur dagsins. Besta ræktunarhóp tegundar átti Gunnarsholts ræktun og urðu þau í fjórða sæti um besta ræktunarhóp dagsins.
Við óskum eigendum og ræktendum innilega til hamingju með árangurinn og þökkum versluninni Bendi fyrir að hafa gefið verðlaunagripi.
Deildarsýning Schäferdeildarinnar
Deildarsýningin var haldin laugardaginn 16. júlí. Dómari var Svíinn Fredrik Steen og voru 54 Schäferhundar skráðir.
Besti hvolpur sýningar 4-6 mán. var Gjósku Mikki-Refur og annar besti hvolpur var Ice Tindra Daizy. Besti hvolpur sýningar 6-9 mán. var Svarthamars Gyðja og annar besti hvolpur var gotbróðir hennar, Svarthamars Goði.
Sú nýjung var á sýningunni að valinn var besti ungliði sýningar sem saman stendur af hundum á aldrinum 9-18 mánaða. Besti ungliði sýningarinnar var Kolgrímu Double O Seven og annar besti ungliði sýningar var Kolgrímu Energy Hólm.
Besti hundur sýningar var valinn úr vinnuhundaflokki, Welincha´s Yasko, og fékk hann sitt annað íslenska meistarastig á þessari sýningu. Annar besti hundur sýningar kom einnig úr vinnuhundaflokki, Kolgrímu Blaze Hólm, en hún fékk einnig sitt annað íslenska meistarastig.
Besta afkvæmahóp sýningar átti Welincha´s Yasko með afkvæmum sínum. Besta ræktunarhóp sýningar átti Kolgrímu ræktun.
Besta par sýningar voru Welincha´s Yasko og Kolgrímu Diva Hólm.
Bikarar og verðlaunagripir á sýningunni voru í boði verslunarinnar Bendis.
Um leið og við óskum öllum til hamingju þá viljum við senda okkar bestu þakkir til allra þeirra sem styrktu okkur og aðstoðuðu okkur á einhvern hátt. Fyrst og fremst þökkum við Líflandi og Hill´s fyrir að veglega styrki, Bendi fyrir verðlaunagripi, Eiríki rauða fyrir að bjóða dómaranum upp á gistingu en auk þess sendum við okkar bestu þakkir til ræktenda fyrir þeirra framlag.
F.h. stjórnar Schäferdeildarinnar
Íris Hlín Bjarnadóttir, ritari
Deildarstarfið
Schäferdeildin er með fjölbreitt félagsstarf. Í boði eru ýmsir viðburðir svo sem Schäfergöngur, sporaæfingar, sýningaþjálfanir, ljósmyndakeppnir, opnir deildarfundir, námskeið, vinnupróf og margt fleira. Einnig var deildin með sérsýningu í júlí en það var fyrsta sýning deildarinnar í 23 ár. Hægt er að fylgjast með fréttum og viðburðum á heimasíðu deildarinnar www.schaferdeildin.is eða á nýju facebook síðunni www.facebook.com/schaferdeildin. Þeir sem hafa áhuga á að vera á póstlista deildarinnar geta sent póst á [email protected] en allar helstu tilkynningar eru sendar á póstlistann.
Þriðja ganga ársins var í júní en þá var gengið í gegnum Elliðaárdalinn og var endað í kaffi og spjalli á Grillhúsinu Sprengisandi.
Sporaæfingar eru haldnar reglulega á vegum deildarinnar. Deildin fékk hundaþjálfarann Drífu Gestsdóttur til þess að leiðbeina á einni æfingunni en auk þess skipulagði deildin, í samvinnu við Drífu, þriggja daga sporanámskeið sem haldið var í júlí.
Sýningaþjálfanir deildarinnar eru haldnar fyrir hverja sýningu. Tveir deildarmeðlimir tóku að sér að leiðbeina, þær Kristjana og Eva, og þökkum við þeim kærlega fyrir aðstoðina. Skiptið kostar 500 kr. og rennur allur ágóði til deildarinnar.
Ljósmyndakeppni sumarsins er í gangi núna og hægt er að senda inn myndir til 20. ágúst. Vegleg verðlaun eru í boði en sigurvegari fær myndina sína prentaða á álplötu í boði Merkiverk. Nýlega voru úrslit úr haustkeppni 2010 kynnt en sigurvegari hennar var Rósa Lilja Gunnþórsdóttir sem sendi inn mynd af Gjósku Fróða. Hún fékk gjafakörfu að launum frá versluninni Bendi.
Deildin hélt opinn deildarfund í maí en aðalfundarefni var deildarsýningin og skipulag hennar.
Schäferdeildin býður upp á nokkur vinnupróf á þessu ári í samvinnu við Vinnuhundadeild. Í júlí var sporapróf og í september verður hlýðni brons. Að auki stefnir stjórn á að sækja um að fá að halda skapgerðarmat í haust eða vetur.
Tveir Schäferhundar luku sporaprófi í vor, það voru Ice Tindra Aragon og Gunnarsholts Urma. Aragon náði framúrskarandi árangri á prófinu og leiðir nú keppni deildarinnar um stigahæsta Schäferhund ársins í spori.
Þrír hundar fóru í skapgerðarmat í vor og luku því án athugasemda. Það voru Gunnarsholts Tristan, Gunnarsholts Trix og Kolgrímu Blade Hólm. Óskum eigendunum þeirra til hamingju með góðan árangur.
Sérsýning deildarinnar var einstaklega vel heppnuð. Sett var skráningarmet hjá tegundinni, veðrið var dásamlegt og dómarinn var með opinn dóm sem þátttakendur og áhorfendur voru mjög ánægðir með. Sýningin var öll hin glæsilegasta og um kvöldið var henni fagnað með sameiginlegum kvöldverði deildarmeðlima og dómara.
Sýningaúrslit
Júnísýning HRFÍ
Alþjóðleg ræktunarsýning HRFÍ fór fram helgina 4.-5. júní. Alls var 41 Schäferhundur skráður til leiks og dómari var Kresten Scheel.
Hin fjögurra mánaða gamla Gjósku Mylla var valinn besti hvolpur tegundar 4-6 mán. og jafnframt besti hvolpur sýningar á laugardeginum. Annar besti hvolpur tegundar var gotbróðir hennar, Gjósku Máni.
Besti hundur tegundar var ungliðatíkin True Bliss Royal-Reina og fékk hún sitt fyrsta meistarastig. Reina stóð sig vel í úrslitum sýningarinnar og varð í öðru sæti í tegundahópi. Annar besti hundur tegundar var Welincha´s Yasko en hann fékk sitt fyrsta íslenska meistarastig.
Besta afkvæmahóp tegundar átti Welincha´s Yasko með afkvæmum sínum og varð sá hópur þriðji besti afkvæmahópur dagsins. Besta ræktunarhóp tegundar átti Gunnarsholts ræktun og urðu þau í fjórða sæti um besta ræktunarhóp dagsins.
Við óskum eigendum og ræktendum innilega til hamingju með árangurinn og þökkum versluninni Bendi fyrir að hafa gefið verðlaunagripi.
Deildarsýning Schäferdeildarinnar
Deildarsýningin var haldin laugardaginn 16. júlí. Dómari var Svíinn Fredrik Steen og voru 54 Schäferhundar skráðir.
Besti hvolpur sýningar 4-6 mán. var Gjósku Mikki-Refur og annar besti hvolpur var Ice Tindra Daizy. Besti hvolpur sýningar 6-9 mán. var Svarthamars Gyðja og annar besti hvolpur var gotbróðir hennar, Svarthamars Goði.
Sú nýjung var á sýningunni að valinn var besti ungliði sýningar sem saman stendur af hundum á aldrinum 9-18 mánaða. Besti ungliði sýningarinnar var Kolgrímu Double O Seven og annar besti ungliði sýningar var Kolgrímu Energy Hólm.
Besti hundur sýningar var valinn úr vinnuhundaflokki, Welincha´s Yasko, og fékk hann sitt annað íslenska meistarastig á þessari sýningu. Annar besti hundur sýningar kom einnig úr vinnuhundaflokki, Kolgrímu Blaze Hólm, en hún fékk einnig sitt annað íslenska meistarastig.
Besta afkvæmahóp sýningar átti Welincha´s Yasko með afkvæmum sínum. Besta ræktunarhóp sýningar átti Kolgrímu ræktun.
Besta par sýningar voru Welincha´s Yasko og Kolgrímu Diva Hólm.
Bikarar og verðlaunagripir á sýningunni voru í boði verslunarinnar Bendis.
Um leið og við óskum öllum til hamingju þá viljum við senda okkar bestu þakkir til allra þeirra sem styrktu okkur og aðstoðuðu okkur á einhvern hátt. Fyrst og fremst þökkum við Líflandi og Hill´s fyrir að veglega styrki, Bendi fyrir verðlaunagripi, Eiríki rauða fyrir að bjóða dómaranum upp á gistingu en auk þess sendum við okkar bestu þakkir til ræktenda fyrir þeirra framlag.
F.h. stjórnar Schäferdeildarinnar
Íris Hlín Bjarnadóttir, ritari