Deildarfréttir Schäferdeildarinnar
Gjósku Gola Glæsilega var valin besti hundur tegundar í síðhærðum schäfer á ágústsýningu HRFÍ. Gola var fyrsti síðhærði schäferhundurinn á Íslandi til þess að hljóta þann titil.
_
Deildarstarf
Starf Schäferdeildarinnar hefur verið fjölbreytt undanfarna mánuði. Í september fór fram skapgerðarmat á vegum deildarinnar en þá luku sex schäferhundar skapgerðarmati án athugasemda. Það voru Gjósku Orka, Kolgrímu Diamond Hólm, Kolgrímu Diva Hólm, Mjölnis Assa, Mjölnis Astró og Svarthamars Goði. Schäferdeildin var með kynningarbás á Stórhundadögum í Garðheimum helgina 29. – 30. september. Góð mæting var á meðal schäfereigenda sem skiptir miklu máli fyrir starfsemi deildarinnar og til þess að viðhalda góðri ímynd tegundarinnar. Ein schäferganga var farin í haust. Sjö hundar mættu ásamt eigendum sínum en gengið var í um klukkustund um miðbæ Reykjavíkur í góðu veðri. Schäferdeildin tók þátt í Laugavegsgöngu HRFÍ. Fimm hundar mættu ásamt eigendum sínum og voru góðir fulltrúar tegundarinnar. Schäferdeildin var með sýningaþjálfun fyrir bæði ágúst- og nóvembersýningar HRFÍ. Fulltrúar úr stjórn Schäferdeildarinnar sáu um sýningarþjálfanirnar og rennur allur ágóði beint til deildarinnar. Jólakaffi Schäferdeildarinnar verður haldið laugardaginn 1. desember. Eins og fyrri ár verða hundar og eigendur heiðraðir fyrir góðan árangur á sýningum og í vinnu ásamt öðrum viðurkenningum. Einn schäferhundur lauk vinnuprófi í haust, Kolgrímu Dee Hólm, sem lauk spori 1 með 79 stigum og lenti í 2. sæti. Einn schäferhundur náði góðum árangri í Íslandsmeistaramótinu í Bikejöring, það var Ice Tindra Captain og lenti hann í 2. sæti. Vegna mikilla anna hefur Guðlaugur Ottesen Karlsson sagt sig úr stjórn deildarinnar. Við þökkum Guðlaugi gott samstarf og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni.
Sýningar
Á ágústsýningu HRFÍ voru skráðir 36 snögghærðir og tveir síðhærðir schäferhundar. Dómari var Harry Tast frá Finnlandi. Í tegundinni síðhærðum schäfer varð hin fjögurra ára Gjósku Gola Glæsilega besti hundur tegundar og fékk hún bæði íslenskt og alþjóðlegt meistarastig. Gola lenti í 4. sæti í tegundahóp 1. Í snögghærðum schäfer varð hin 4 mánaða Gunnarsholts Whitney besti hvolpur tegundar 4-6 mán. og endaði hún sem besti hvolpur dagsins. Besti rakki tegundar og annar besti hundur tegundar varð hinn 12 mánaða gamli Kolgrímu For Your Eyes Only Hólm. Hann fékk íslenskt meistarastig en sökum ungs aldurs gat hann ekki tekið við alþjóðlega meistarastiginu svo það rann niður til ISCh SCHH3 BH AD Kkl1 Bethomin´s Ajax og var þetta þriðja alþjóðlega meistarastig hans. Besta tík tegundar og besti hundur tegundar var hin rúmlega 7 ára ISCh Easy von Santamar og fékk hún alþjóðlegt meistaratig. Easy sigraði tegundahóp 1 og endaði sem fjórði besti hundur sýningar. Íslenska meistarastigið rann niður til hinnar rúmlega ársgömlu Kolgrímu XoXo Gossip Girl. Besta ræktunarhóp dagsins átti Kolgrímuræktun og endaði hópurinn sem annar besti ræktunarhópur dagsins. Besti afkvæmahópur tegundar var ISCh Welincha´s Yasko ásamt afkvæmum. Hópurinn endaði sem besti afkvæmahópur dagsins.
Á nóvembersýningu HRFÍ voru 40 schäferhundar skráðir, þar af fjórir síðhærðir. Dómari var Zoran Brankovik frá Serbíu en hann sérhæfir sig meðal annars í að dæma schäfer. Besti rakki og besti hundur tegundar í síðhærðum schäfer var hinn rúmlega 14 mánaða Gjósku Osiris og hlaut hann íslenskt meistarastig. Sökum ungs aldurs gat hann ekki tekið á móti alþjóðlega meistarastiginu. Í hvolpaflokki 6-9 mán. í snögghærðum schäfer var Gunnarsholts Whoopy valin besti hvolpur og gotbróðir hennar Gunnarsholts Wu-Tang Clan var annar besti hvolpur tegundar. Gunnarsholts Whoopy endaði sem þriðji besti hvolpur dagsins. Besti hundur tegundar var ISCh Welincha´s Yasko og fékk hann alþjóðlegt meistarastig. Hann endaði sem þriðji besti hundur í tegundahópi 1. Íslenska meistarastigið rann niður til Kolgrímu For Your Eyes Only og var það annað íslenska meistarastigið hans. Annar besti hundur tegundar var Kolgrímu Dee Hólm og fékk hún bæði íslenskt og alþjóðlegt meistarastig. Besti ræktunarhópur var frá Kolgrímuræktun og endaði hann sem þriðji besti ræktunarhópur dagsins. Besti afkvæmahópur tegundar var ISCh Welincha´s Yasko ásamt afkvæmum og endaði hópurinn sem besti afkvæmahópur dagsins.
Verðlaunagripir á báðum sýningum voru í boði verslunarinnar Bendis og þökkum við þeim fyrir góðan stuðning á árinu.
Fyrir hönd stjórnar Schäferdeildarinnar
Íris Hlín Bjarnadóttir, formaður
Texti með mynd:
Deildarstarf
Starf Schäferdeildarinnar hefur verið fjölbreytt undanfarna mánuði. Í september fór fram skapgerðarmat á vegum deildarinnar en þá luku sex schäferhundar skapgerðarmati án athugasemda. Það voru Gjósku Orka, Kolgrímu Diamond Hólm, Kolgrímu Diva Hólm, Mjölnis Assa, Mjölnis Astró og Svarthamars Goði. Schäferdeildin var með kynningarbás á Stórhundadögum í Garðheimum helgina 29. – 30. september. Góð mæting var á meðal schäfereigenda sem skiptir miklu máli fyrir starfsemi deildarinnar og til þess að viðhalda góðri ímynd tegundarinnar. Ein schäferganga var farin í haust. Sjö hundar mættu ásamt eigendum sínum en gengið var í um klukkustund um miðbæ Reykjavíkur í góðu veðri. Schäferdeildin tók þátt í Laugavegsgöngu HRFÍ. Fimm hundar mættu ásamt eigendum sínum og voru góðir fulltrúar tegundarinnar. Schäferdeildin var með sýningaþjálfun fyrir bæði ágúst- og nóvembersýningar HRFÍ. Fulltrúar úr stjórn Schäferdeildarinnar sáu um sýningarþjálfanirnar og rennur allur ágóði beint til deildarinnar. Jólakaffi Schäferdeildarinnar verður haldið laugardaginn 1. desember. Eins og fyrri ár verða hundar og eigendur heiðraðir fyrir góðan árangur á sýningum og í vinnu ásamt öðrum viðurkenningum. Einn schäferhundur lauk vinnuprófi í haust, Kolgrímu Dee Hólm, sem lauk spori 1 með 79 stigum og lenti í 2. sæti. Einn schäferhundur náði góðum árangri í Íslandsmeistaramótinu í Bikejöring, það var Ice Tindra Captain og lenti hann í 2. sæti. Vegna mikilla anna hefur Guðlaugur Ottesen Karlsson sagt sig úr stjórn deildarinnar. Við þökkum Guðlaugi gott samstarf og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni.
Sýningar
Á ágústsýningu HRFÍ voru skráðir 36 snögghærðir og tveir síðhærðir schäferhundar. Dómari var Harry Tast frá Finnlandi. Í tegundinni síðhærðum schäfer varð hin fjögurra ára Gjósku Gola Glæsilega besti hundur tegundar og fékk hún bæði íslenskt og alþjóðlegt meistarastig. Gola lenti í 4. sæti í tegundahóp 1. Í snögghærðum schäfer varð hin 4 mánaða Gunnarsholts Whitney besti hvolpur tegundar 4-6 mán. og endaði hún sem besti hvolpur dagsins. Besti rakki tegundar og annar besti hundur tegundar varð hinn 12 mánaða gamli Kolgrímu For Your Eyes Only Hólm. Hann fékk íslenskt meistarastig en sökum ungs aldurs gat hann ekki tekið við alþjóðlega meistarastiginu svo það rann niður til ISCh SCHH3 BH AD Kkl1 Bethomin´s Ajax og var þetta þriðja alþjóðlega meistarastig hans. Besta tík tegundar og besti hundur tegundar var hin rúmlega 7 ára ISCh Easy von Santamar og fékk hún alþjóðlegt meistaratig. Easy sigraði tegundahóp 1 og endaði sem fjórði besti hundur sýningar. Íslenska meistarastigið rann niður til hinnar rúmlega ársgömlu Kolgrímu XoXo Gossip Girl. Besta ræktunarhóp dagsins átti Kolgrímuræktun og endaði hópurinn sem annar besti ræktunarhópur dagsins. Besti afkvæmahópur tegundar var ISCh Welincha´s Yasko ásamt afkvæmum. Hópurinn endaði sem besti afkvæmahópur dagsins.
Á nóvembersýningu HRFÍ voru 40 schäferhundar skráðir, þar af fjórir síðhærðir. Dómari var Zoran Brankovik frá Serbíu en hann sérhæfir sig meðal annars í að dæma schäfer. Besti rakki og besti hundur tegundar í síðhærðum schäfer var hinn rúmlega 14 mánaða Gjósku Osiris og hlaut hann íslenskt meistarastig. Sökum ungs aldurs gat hann ekki tekið á móti alþjóðlega meistarastiginu. Í hvolpaflokki 6-9 mán. í snögghærðum schäfer var Gunnarsholts Whoopy valin besti hvolpur og gotbróðir hennar Gunnarsholts Wu-Tang Clan var annar besti hvolpur tegundar. Gunnarsholts Whoopy endaði sem þriðji besti hvolpur dagsins. Besti hundur tegundar var ISCh Welincha´s Yasko og fékk hann alþjóðlegt meistarastig. Hann endaði sem þriðji besti hundur í tegundahópi 1. Íslenska meistarastigið rann niður til Kolgrímu For Your Eyes Only og var það annað íslenska meistarastigið hans. Annar besti hundur tegundar var Kolgrímu Dee Hólm og fékk hún bæði íslenskt og alþjóðlegt meistarastig. Besti ræktunarhópur var frá Kolgrímuræktun og endaði hann sem þriðji besti ræktunarhópur dagsins. Besti afkvæmahópur tegundar var ISCh Welincha´s Yasko ásamt afkvæmum og endaði hópurinn sem besti afkvæmahópur dagsins.
Verðlaunagripir á báðum sýningum voru í boði verslunarinnar Bendis og þökkum við þeim fyrir góðan stuðning á árinu.
Fyrir hönd stjórnar Schäferdeildarinnar
Íris Hlín Bjarnadóttir, formaður
Texti með mynd: