Deildarféttir Schäferdeildarinnar
_Welincha´s Yasko varð stigahæsti Schäferhundurinn í Hlýðni brons prófi á vegum Schäferdeildarinnar
_Deildarstarf
Aðalfundur Schäferdeildarinnar var haldinn 10. mars síðastliðinn. Í stjórn deildarinnar sitja þau Eva Björk Atladóttir formaður, Sturla Þórðarson varaformaður og gjaldkeri, Íris Hlín Bjarnadóttir ritari og Hallgerður Kata Óðinsdóttir meðstjórnandi. Anna Francesca Rósudóttir sagði sig úr stjórn deildarinnar í apríl.
Í desember var deildarmeðlimum boðið í jólakaffi þar sem árið var gert upp en meðal annars voru veitt verðlaun fyrir góðan árangur á sýningum og í vinnu. Stigahæsti hundur 2010 var ISW-07 ISCH Kkl1 BH SCHH1 Gildewangen´s Istan, eigandi Hilde Wangberg. Stigahæsta tík og annar stigahæsti hundur var C.I.B. ISCH BH Caty von Oxsalis, eigandi Arna Rúnarsdóttir. Stigahæsta ræktun var Gunnarsholts ræktun, eigandi Hjördís Helga Ágústsdóttir. Þrír hundar hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur á vinnuprófum. Stigahæsti hundur í spori var Gunnarsholts Urma, eigandi Sturla Þórðarson. Einnig voru björgunar- og leitarhundarnir Kolgrímu Alpha Hólm, eigandi Emil Ágústsson, og Eldeyjar Hugi, eigendur Theodór Bjarnason og Íris Hlín Bjarnadóttir, heiðraðir fyrir að hafa lokið A prófi á árinu.
Got á árinu 2010 voru 14 talsins og hlutu 85 hvolpar ættbókarskráningu. 16 hundar voru mjaðmamyndaðir, 13 olnbogamyndaðir og 12 hundar fóru í skapgerðarmat.
Schäferdeildin heldur uppi öflugu deildarstarfi. Á þessu ári hafa verið haldnar Schäfergöngur, opinn deildarfundur, Hlýðni brons próf, sporaæfingar auk þess sem deildin var með bás á stórhundadögum í Garðheimum. Mæting á viðburði hefur verið mjög góð og munum við halda áfram að bjóða upp á skemmtilega viðburði á vegum deildarinnar.
Hlýðni brons próf deildarinnar var haldið í mars. Tíu hundar voru skráðir til prófs og þar af voru 4 Schäferhundar. Einn Schäfer náði bronsmerki og það var Welincha´s Yasko. Eigandi hans er Sigríður Halla Stefánsdóttir. Yasko fékk 160,5 stig af 180 mögulegum og leiðir nú keppni Schäferdeildarinnar um stigahæsta hund ársins í Hlýðni brons.
Göngur deildarinnar voru sérstaklega vel sóttar. Haldnar hafa verið tvær göngur á þessu ári, sú fyrri var í Mosfellsbænum og sú seinni við Nauthólsvík. Í bæði skiptin var endað á kaffihúsi sem þótti heppnast mjög vel.
Göngur og aðrir viðburðir eru auglýstar á heimasíðu deildarinnar og með vefpósti til þeirra sem eru á póstlista deildarinnar. Heimasíða deildarinnar www.schaferdeildin.is er afar virk. Þar koma inn fréttir reglulega og nýtt efni er stöðugt að bætast við.
Þann 16. júlí næstkomandi verður haldin deildarsýning á vegum Schäferdeildarinnar. Undirbúningur er í fullum gangi og er hann í samstarfi við félagsmenn. Erlendur dómari verður á sýningunni, en það er Svíinn Fredrik Steen. Stefnt er að því að halda sporapróf daginn eftir, sunnudaginn 17. júlí. Nánari upplýsingar verða auglýstar á heimasíðu deildarinnar.
Sýningarúrslit
44 Schäferhundar voru skráðir á nóvembersýningu HRFÍ.
Besti hundur tegundar var Kolgrímu Blaze Hólm. Hún fékk sín fyrstu meistarastig, bæði íslenskt og alþjóðlegt, og endaði í 4. sæti í tegundahópi.
Besti hvolpur 4-6 mán. var Kolgrímu Diva Hólm og endaði hún sem þriðji besti hvolpur sýningar. Eigandi þeirra er Sigríður Halla Stefánsdóttir. Besti hvolpur 6-9 mán. var Gunnarsholts Vanessa og varð hún fjórði besti hvolpur sýningar. Eigandi hennar er Hjördís Helga Ágústsdóttir.
Besti ræktunarhópur tegundar var Kolgrímuræktun sem að auki varð besti ræktunarhópur dagsins. Besti afkvæmahópur tegundar var C.I.B. NUCH ISCH Rambo av Thorarinn ásamt afkvæmum og varð hann einnig annar besti afkvæmahópur dagsins. Feðginin C.I.B. NUCH ISCH Rambo av Thorarinn og Kolgrímu Blaze Hólm urðu besta par tegundar og enduðu þau sem fjórða besta par dagsins. Eigandi Kolgrímuræktunar, Rambo og Blaze er Sigríður Halla Stefánsdóttir.
Á febrúarsýningu HRFÍ voru 40 Schäferhundar voru skráðir til leiks.
Besti hundur tegundar var Gunnarsholts Trix. Hún fékk sitt annað meistarastig og fyrsta alþjóðlega meistarastig. Trix varð einnig í 2. sæti í tegundarhópi. Eigandi hennar er Anna Francesca Rósudóttir. Annar besti hundur tegundar varð K-Nydia Feetback en hann fékk sitt þriðja meistarastig og fyrsta alþjóðlega meistarastigið. Eigandi hans er Yvonne D. Tix.
Besti hvolpur tegundar 6-9 mán. var Kolgrímu Diamond Hólm, eigandi hans er Margrét Halldórsdóttir.
Besti öldungur tegundar var hin 9 ára gamla Gunnarsholts Izola. Hún varð einnig í 4. sæti um besta öldung sýningar. Eigandi hennar er Díana Sif Sveinbjörnsdóttir.
Besti afkvæmahópur varð ISCH Gunnarsholts Joop ásamt afkvæmum og endaði hópurinn sem besti afkvæmahópur dagsins. Eigandi Joop er Haukur Örvar Weihe. Besti ræktunarhópur tegundar var Gunnarsholtsræktun en hann varð einnig í 2. sæti um besta ræktunarhóp dagsins. Eigandi Gunnarsholtsræktunar er Hjördís Helga Ágústsdóttir.
F.h. stjórnar
Íris Hlín Bjarnadóttir
Aðalfundur Schäferdeildarinnar var haldinn 10. mars síðastliðinn. Í stjórn deildarinnar sitja þau Eva Björk Atladóttir formaður, Sturla Þórðarson varaformaður og gjaldkeri, Íris Hlín Bjarnadóttir ritari og Hallgerður Kata Óðinsdóttir meðstjórnandi. Anna Francesca Rósudóttir sagði sig úr stjórn deildarinnar í apríl.
Í desember var deildarmeðlimum boðið í jólakaffi þar sem árið var gert upp en meðal annars voru veitt verðlaun fyrir góðan árangur á sýningum og í vinnu. Stigahæsti hundur 2010 var ISW-07 ISCH Kkl1 BH SCHH1 Gildewangen´s Istan, eigandi Hilde Wangberg. Stigahæsta tík og annar stigahæsti hundur var C.I.B. ISCH BH Caty von Oxsalis, eigandi Arna Rúnarsdóttir. Stigahæsta ræktun var Gunnarsholts ræktun, eigandi Hjördís Helga Ágústsdóttir. Þrír hundar hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur á vinnuprófum. Stigahæsti hundur í spori var Gunnarsholts Urma, eigandi Sturla Þórðarson. Einnig voru björgunar- og leitarhundarnir Kolgrímu Alpha Hólm, eigandi Emil Ágústsson, og Eldeyjar Hugi, eigendur Theodór Bjarnason og Íris Hlín Bjarnadóttir, heiðraðir fyrir að hafa lokið A prófi á árinu.
Got á árinu 2010 voru 14 talsins og hlutu 85 hvolpar ættbókarskráningu. 16 hundar voru mjaðmamyndaðir, 13 olnbogamyndaðir og 12 hundar fóru í skapgerðarmat.
Schäferdeildin heldur uppi öflugu deildarstarfi. Á þessu ári hafa verið haldnar Schäfergöngur, opinn deildarfundur, Hlýðni brons próf, sporaæfingar auk þess sem deildin var með bás á stórhundadögum í Garðheimum. Mæting á viðburði hefur verið mjög góð og munum við halda áfram að bjóða upp á skemmtilega viðburði á vegum deildarinnar.
Hlýðni brons próf deildarinnar var haldið í mars. Tíu hundar voru skráðir til prófs og þar af voru 4 Schäferhundar. Einn Schäfer náði bronsmerki og það var Welincha´s Yasko. Eigandi hans er Sigríður Halla Stefánsdóttir. Yasko fékk 160,5 stig af 180 mögulegum og leiðir nú keppni Schäferdeildarinnar um stigahæsta hund ársins í Hlýðni brons.
Göngur deildarinnar voru sérstaklega vel sóttar. Haldnar hafa verið tvær göngur á þessu ári, sú fyrri var í Mosfellsbænum og sú seinni við Nauthólsvík. Í bæði skiptin var endað á kaffihúsi sem þótti heppnast mjög vel.
Göngur og aðrir viðburðir eru auglýstar á heimasíðu deildarinnar og með vefpósti til þeirra sem eru á póstlista deildarinnar. Heimasíða deildarinnar www.schaferdeildin.is er afar virk. Þar koma inn fréttir reglulega og nýtt efni er stöðugt að bætast við.
Þann 16. júlí næstkomandi verður haldin deildarsýning á vegum Schäferdeildarinnar. Undirbúningur er í fullum gangi og er hann í samstarfi við félagsmenn. Erlendur dómari verður á sýningunni, en það er Svíinn Fredrik Steen. Stefnt er að því að halda sporapróf daginn eftir, sunnudaginn 17. júlí. Nánari upplýsingar verða auglýstar á heimasíðu deildarinnar.
Sýningarúrslit
44 Schäferhundar voru skráðir á nóvembersýningu HRFÍ.
Besti hundur tegundar var Kolgrímu Blaze Hólm. Hún fékk sín fyrstu meistarastig, bæði íslenskt og alþjóðlegt, og endaði í 4. sæti í tegundahópi.
Besti hvolpur 4-6 mán. var Kolgrímu Diva Hólm og endaði hún sem þriðji besti hvolpur sýningar. Eigandi þeirra er Sigríður Halla Stefánsdóttir. Besti hvolpur 6-9 mán. var Gunnarsholts Vanessa og varð hún fjórði besti hvolpur sýningar. Eigandi hennar er Hjördís Helga Ágústsdóttir.
Besti ræktunarhópur tegundar var Kolgrímuræktun sem að auki varð besti ræktunarhópur dagsins. Besti afkvæmahópur tegundar var C.I.B. NUCH ISCH Rambo av Thorarinn ásamt afkvæmum og varð hann einnig annar besti afkvæmahópur dagsins. Feðginin C.I.B. NUCH ISCH Rambo av Thorarinn og Kolgrímu Blaze Hólm urðu besta par tegundar og enduðu þau sem fjórða besta par dagsins. Eigandi Kolgrímuræktunar, Rambo og Blaze er Sigríður Halla Stefánsdóttir.
Á febrúarsýningu HRFÍ voru 40 Schäferhundar voru skráðir til leiks.
Besti hundur tegundar var Gunnarsholts Trix. Hún fékk sitt annað meistarastig og fyrsta alþjóðlega meistarastig. Trix varð einnig í 2. sæti í tegundarhópi. Eigandi hennar er Anna Francesca Rósudóttir. Annar besti hundur tegundar varð K-Nydia Feetback en hann fékk sitt þriðja meistarastig og fyrsta alþjóðlega meistarastigið. Eigandi hans er Yvonne D. Tix.
Besti hvolpur tegundar 6-9 mán. var Kolgrímu Diamond Hólm, eigandi hans er Margrét Halldórsdóttir.
Besti öldungur tegundar var hin 9 ára gamla Gunnarsholts Izola. Hún varð einnig í 4. sæti um besta öldung sýningar. Eigandi hennar er Díana Sif Sveinbjörnsdóttir.
Besti afkvæmahópur varð ISCH Gunnarsholts Joop ásamt afkvæmum og endaði hópurinn sem besti afkvæmahópur dagsins. Eigandi Joop er Haukur Örvar Weihe. Besti ræktunarhópur tegundar var Gunnarsholtsræktun en hann varð einnig í 2. sæti um besta ræktunarhóp dagsins. Eigandi Gunnarsholtsræktunar er Hjördís Helga Ágústsdóttir.
F.h. stjórnar
Íris Hlín Bjarnadóttir