Schäferdeild hrfí
  • Fréttir
    • Fréttir 2022
    • Fréttir 2021
    • Fréttir 2020
    • Fréttir 2019
    • Fréttir 2018
    • Fréttir 2017
    • Fréttir 2016
    • Fréttir 2015
    • Fréttir 2014
    • Fréttir 2013
    • Fréttir 2012
    • Fréttir 2011
    • Fréttir 2010
  • Deildin
  • Sýningar
  • VInnupróf
  • Ræktun
  • Hvolpar / got
  • Gagnagrunnur
    • 2012
    • 2013
    • 2014
    • 2015
    • 2016
    • 2017
    • 2018
    • 2019
    • 2020
    • 2021
    • 2022
    • 2023
  • Myndir

Breyting á meistarareglum fyrir Schäfer

Á stjórnarfundi stjórnar Hundaræktarfélags Íslands þann 25. apríl 2012 var samþykkt erindi Schäferdeildar er varðar breytingar á sérákvæði um meistarareglur fyrir schäfer hunda. Eftir breytingu verður grein nr. 71 í sýningareglum HRFÍ í kaflanum Sérákvæði um meistarareglur fyrir vinnuhund eftirfarandi:


Sérákvæði um meistarareglur fyrir vinnuhunda
(Gildir fyrir hunda sem fæddir eru eftir 1. janúar 1999).

71. Ákvæði fyrir schäfer hund (166) í tegundarhópi 1.
Schäfer hundur þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði til að hljóta titilinn íslenskur meistari
(ISCh):
a. Að hafa hlotið þrjú meistarastig á sýningum HRFÍ, hjá þremur mismunandi
dómurum, þar af eitt stig eftir 24 mánaða aldur (24 mán.+1 dagur).
b. Hundur þarf að vera röntgenmyndaður m.t.t. mjaðmaloss (HD) og olnbogaloss
(AD)* (*Gildir fyrir hunda fædda eftir 1. janúar 2005) og niðurstöður þurfa að
liggja fyrir.
c. Hundur þarf að hafa varanlegt auðkenni (örmerki/húðflúr).
d. Hundur þarf að hafa staðist vinnueiginleikapróf sem hér segir:
     i. Skapgerðarmat. (Fellt niður frá og með 01.04.2011)
     ii. Sporleitarpróf viðurkennt af HRFÍ eftir 9 mánaða aldur.
     iii. Bronsmerki í hlýðni. (Gildir fyrir hunda fædda eftir 1. janúar 2004).
e. Innfluttur hundur með IPOI próf (Schutzhund, SCHH1) jafngildir lið ii og iii.
f. Hundur sem hefur staðist B-próf frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu;      Björgunarhundasveit Íslands eða Leitarhundum SL, jafngildir lið ii.
g. Hundur sem hefur staðist A-próf frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu;  Björgunarhundasveit Íslands eða Leitarhundum SL, jafngildir lið ii og iii.


Innskot Schäferdeildar:
* Breytingin sem við á er viðbót á síðustu tveimur liðum, er varða próf björgunarsveitahunda.

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Fréttir
    • Fréttir 2022
    • Fréttir 2021
    • Fréttir 2020
    • Fréttir 2019
    • Fréttir 2018
    • Fréttir 2017
    • Fréttir 2016
    • Fréttir 2015
    • Fréttir 2014
    • Fréttir 2013
    • Fréttir 2012
    • Fréttir 2011
    • Fréttir 2010
  • Deildin
  • Sýningar
  • VInnupróf
  • Ræktun
  • Hvolpar / got
  • Gagnagrunnur
    • 2012
    • 2013
    • 2014
    • 2015
    • 2016
    • 2017
    • 2018
    • 2019
    • 2020
    • 2021
    • 2022
    • 2023
  • Myndir