Schäferdeild hrfí
  • Fréttir
    • Fréttir 2022
    • Fréttir 2021
    • Fréttir 2020
    • Fréttir 2019
    • Fréttir 2018
    • Fréttir 2017
    • Fréttir 2016
    • Fréttir 2015
    • Fréttir 2014
    • Fréttir 2013
    • Fréttir 2012
    • Fréttir 2011
    • Fréttir 2010
  • Deildin
  • Sýningar
  • VInnupróf
  • Ræktun
  • Hvolpar / got
  • Gagnagrunnur
    • 2012
    • 2013
    • 2014
    • 2015
    • 2016
    • 2017
    • 2018
    • 2019
    • 2020
    • 2021
    • 2022
    • 2023
  • Myndir

Alþjóðleg ræktunarsýning HRFÍ 28.-29.08.2010

Hægt er að skoða umsagnir allra hundanna og ýtarlegri úrslit tegundarinnar hér

Úrslit sýningarinnar:

Besti hvolpur 4-6 mánaða:
1. sæti: Gunnarsholts Vanessa

Bestu rakkar tegundar:
1. sæti: Gunnarsholts Primo - íslenskt og alþjóðlegt meistarastig
2. sæti: ISCH Gunnarsholts Joop
3. sæti: C.I.B NUCH ISCH Rambo av Thorarinn
4. sæti: ISCH ISW-07 BH SCHH1 Kkl1 Gildewangen´s Istan

Bestu tíkur tegundar:
1. sæti: Gunnarsholts Trix - íslenskt meistarastig
2. sæti: ISCH BH Caty von Oxsalis - alþjóðlegt meistarastig
3. sæti: Gjósku C-Lína
4. sæti: SG Indira vom Dorahaus

Besti öldungur tegundar:
1. sæti: ISCH ISW-07 BH SCHH1 Kkl1 Gildewangen´s Istan

Besti ræktunarhópur tegundar:
Gunnarsholts ræktun

Besti afkvæmahópur tegundar:
C.I.B. NUCH ISCH Rambo av Thorarinn með afkvæmum

Þetta var þriðja sýning ársins og sigurganga Schäfersins heldur áfram í úrslitum sýninga.
Að þessu sinni var 31 Schäfer hundur skráður til dóms hjá dómaranum Igor Selimovic.
Besti hvolpur tegundar í flokki 4-6 mánaða varð Gunnarsholts Vanessa og heillaði dómara sýningarinnar upp úr skónum. Hún fór alla leið og vann keppnina um besta hvolp sýningar! Eigandi og jafnframt ræktandi hennar er Hjördís Helga Ágústsdóttir.

Besti hundur tegundar varð hin unga Gunnarsholts Trix en hún er aðeins rúmlega 12 mánaða gömul. Eigandi hennar er Anna Francesca Rósudóttir og Hjördís Helga Ágústsdóttir er ræktandi hennar. Trix fékk sitt fyrsta meistarastig en er of ung til að fá alþjóðlega stigið. Það rann því niður til ISCH BH Caty von Oxsalis sem varð önnur besta tík tegundar.

Besti öldungur tegundar ISCH ISW-07 SCHH1 KKl1 Gildewangen´s Istan heldur sigurgöngu sinni áfram og varð í annað skiptið á þessu ári besti öldungur sýningar. Eigandi hans og ræktandi er Hilde Wangberg.

Besti ræktunarhópur tegundar, Gunnarsholts ræktun varð í öðru sæti í keppni um besta ræktunarhóp dagsins og samanstóð ræktunarhópurinn af 5 hundum úr ræktun Hjördísar Helgu Ágústsdóttur.

Besti afkvæmahópur tegundar varð C.I.B. NUCH ISCH Rambo av Thorarinn með afkvæmum sínum fjórum. Rambo er í eigu Sirryar Höllu Stefánsdóttur, eiganda Kolgrímu ræktunar.
Afkvæmahópurinn varð í öðru sæti í keppni um besta afkvæmahóp dagsins.

Við óskum öllum sigurvegurum innilega til hamingju með frábæran árangur og þökkum Bendi ehf fyrir að hafa gefið bikara fyrir þessa sýningu.
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Fréttir
    • Fréttir 2022
    • Fréttir 2021
    • Fréttir 2020
    • Fréttir 2019
    • Fréttir 2018
    • Fréttir 2017
    • Fréttir 2016
    • Fréttir 2015
    • Fréttir 2014
    • Fréttir 2013
    • Fréttir 2012
    • Fréttir 2011
    • Fréttir 2010
  • Deildin
  • Sýningar
  • VInnupróf
  • Ræktun
  • Hvolpar / got
  • Gagnagrunnur
    • 2012
    • 2013
    • 2014
    • 2015
    • 2016
    • 2017
    • 2018
    • 2019
    • 2020
    • 2021
    • 2022
    • 2023
  • Myndir