Schäferdeild hrfí
  • Fréttir
    • Fréttir 2022
    • Fréttir 2021
    • Fréttir 2020
    • Fréttir 2019
    • Fréttir 2018
    • Fréttir 2017
    • Fréttir 2016
    • Fréttir 2015
    • Fréttir 2014
    • Fréttir 2013
    • Fréttir 2012
    • Fréttir 2011
    • Fréttir 2010
  • Deildin
  • Sýningar
  • VInnupróf
  • Ræktun
  • Hvolpar / got
  • Gagnagrunnur
    • 2012
    • 2013
    • 2014
    • 2015
    • 2016
    • 2017
    • 2018
    • 2019
    • 2020
    • 2021
    • 2022
    • 2023
  • Myndir

Opinn deildarfundur Schäferdeildarinnar 2. maí 2011

Fundur haldinn kl. 20 á skrifstofu HRFÍ
Mættir eru allir stjórnarmeðlimir auk 7 deildarmeðlima.

Dagskrá:
1.       Skjákynning á deildarsýningu, skipulagi hennar og hvaða mál þarf að klára
2.       Önnur mál og spurningar

Kata kynnir fyrirhugaða deildarsýningu með skjákynningu. Fram kemur hvaða svæði varð fyrir valinu og almennt skipulag á sýningardaginn.

Enn vantar nokkra starfsmenn svo sem við að:
·   Afhenda númer og sýningaskrár til keppenda og selja gestum sýningaskrá
·   Setja upp sýninguna og taka niður
·   Hreinsa upp rusl og kúk ef þarf
·   Sjá um veitingasölu og grilla
·   Koma upp dómaratjaldi
·   Merkja leiðina daginn áður
·   Leggja borða í kringum sýningarhringinn, verðum með ytri og innri borða til að afmarka

Breyting á sýningafyrirkomulagi kynnt varðandi deildarsýninguna en við munum einnig velja besta ungliða sýningar.

Flug dómarans hefur ekki verið pantað, deildin á eftir að fá greidda styrki til þess að geta bókað það. Búið er að staðfesta gistinguna.

Þurfum að útbúa sýningaskrá. Kristjana tekur það að sér.

Spurt hvort dómarinn verði með opinn dóm. Hefur ekki verið rætt, mögulega hægt að spyrja dómarann út í það.

Kanna fjárhagsáætlanir hjá öðrum deildum. Ræða fjárhagsáætlun okkar við Völu.

Rætt um dómaradinner á laugardagskvöldinu. Deildarmeðlimir og dómari munu fara saman út að borða. Veitingastaður valinn síðar.

Sýningarþjálfun fyrir deildarsýninguna:  Deildin stefnir á að vera með sýningarþjálfun og jafnvel hafa hana einhvern tímann í Guðmundarlundi til þess að umhverfisvenja fyrir sýninguna.

Munum setja inn kynningu á sýningunni og svæðinu inn á deildarsíðuna.

Gjald á sýninguna verður það sama og á hundasýningu HRFÍ.

Hugmyndir að skemmtiatriðum í hléi: td. fíkniefnaschäfer eða hundafimi.

Hvenær á sýningin að byrja? Ekki of snemma um morguninn og ekki of seint.

Dómarinn lendir kl 15 á föstudeginum. Þurfum að skipuleggja veru hans hér. Hugmyndir: Gullni hringurinn, Bláa lónið, hestbak. Hægt að fara eftir sýningu eða snemma á sunnudeginum. Flýgur heim á sun. kl. 16.

Það sem okkur vantar:

·   Auka starfsfólk
·   Sýningastjóra
·   Panta flug
·   Bikara og verðlaunapeninga
·   Senda inn umsókn til UST
·   Fá dýralækni
·   Tala við Royal Canin og fá hjá þeim tjald, borða og plastvasa fyrir sýninganúmer

Umræður um næstu sýningarþjálfun deildarinnar. Hver hundur greiðir 500 kr. Mun annað hvort fara fram í bílastæðahúsi undir Turninum við Smáratorg eða úti við Frumherja upp á höfða. Gæta þess að þjálfunin fari ekki fram sama dag og hjá HRFÍ.

Umræður varðandi fyrirkomulag á sýningu svo sem hvort hundar í vinnuhundaflokki megi hlaupa lausir við hæl í sýningahring og hvort tiltekinn dómari leyfi Doble handling.

Tillaga sett fram um það hvort deildin geti sent sérstaka ósk til HRFÍ um að fá Schäferdómara til þess að dæma á sýningu.

Hugmynd um að kaupa gjöf fyrir dómarann. Þurfum að finna einhverja gjöf fyrir hann.


Fundi slitið um kl 22:00

F.h. stjórnar
Íris Hlín Bjarnadóttir, ritari
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Fréttir
    • Fréttir 2022
    • Fréttir 2021
    • Fréttir 2020
    • Fréttir 2019
    • Fréttir 2018
    • Fréttir 2017
    • Fréttir 2016
    • Fréttir 2015
    • Fréttir 2014
    • Fréttir 2013
    • Fréttir 2012
    • Fréttir 2011
    • Fréttir 2010
  • Deildin
  • Sýningar
  • VInnupróf
  • Ræktun
  • Hvolpar / got
  • Gagnagrunnur
    • 2012
    • 2013
    • 2014
    • 2015
    • 2016
    • 2017
    • 2018
    • 2019
    • 2020
    • 2021
    • 2022
    • 2023
  • Myndir