Bréf eftir Fredrik Norgren um stofn íslenska schäferhundsins og frá stofnun schäferdeildar HRFÍ
eftir deildarsýningu árið 1988
Schäferdeild
Stofnun Shäferdeildar HRFÍ 10.ágúst 1988

Undirbúningur að stofnun Scäferdeildar hófst árið 1987 og í júní sl. kom hingað sænskur sérfræðingur um Schäferhunda. Fredrik Norgren, og skoðaði hluta af Schäferstofninum, um 70 hunda.
Í framhaldi af undirbúningnum og skoðunarinnar var Schäferdeild Hundaræktafélags Íslands stofnuð 10. ágúst sl. Á stofnfundinn mætti meirihluti stjórnar HRFÍ og milli 30 og 40 áhugamenn um Schäferhunda.
Fundurinn hófst á því að frú Guðrún R. Gudjohnsen, formaður HRFÍ setti fundinn, og reifaði tildrögin að stofnun deildarinnar. Undirbúningsnefndin hafði gert drög að lögum sem lögð höfðu verið fyrir stjórn HRFÍ og samþykkt. Lögin voru borin undir fundarmenn sem samþykktu þau nær einróma.
Stjórnarkjör var því næst á dagskrá. Af hálfu HRFÍ voru tilnefnd í stjórn þau Kristjana Samper, Magnús Sigurðsson og Valur Fannar, og fundarmenn kusu Kristínu Sveinbjörnsdóttir og Grétar Árnason. Þessi stjórn skal sitja fram að komandi aðalfundi.
Í fundarlok sagði Guðrún að við skyldum setja okkur það markmið að hundurinn yrði þungamiðjan í öllu starfi deildarinnar, Schäferhundinum og öllu hundhaldi til góðs.
Í framhaldi af undirbúningnum og skoðunarinnar var Schäferdeild Hundaræktafélags Íslands stofnuð 10. ágúst sl. Á stofnfundinn mætti meirihluti stjórnar HRFÍ og milli 30 og 40 áhugamenn um Schäferhunda.
Fundurinn hófst á því að frú Guðrún R. Gudjohnsen, formaður HRFÍ setti fundinn, og reifaði tildrögin að stofnun deildarinnar. Undirbúningsnefndin hafði gert drög að lögum sem lögð höfðu verið fyrir stjórn HRFÍ og samþykkt. Lögin voru borin undir fundarmenn sem samþykktu þau nær einróma.
Stjórnarkjör var því næst á dagskrá. Af hálfu HRFÍ voru tilnefnd í stjórn þau Kristjana Samper, Magnús Sigurðsson og Valur Fannar, og fundarmenn kusu Kristínu Sveinbjörnsdóttir og Grétar Árnason. Þessi stjórn skal sitja fram að komandi aðalfundi.
Í fundarlok sagði Guðrún að við skyldum setja okkur það markmið að hundurinn yrði þungamiðjan í öllu starfi deildarinnar, Schäferhundinum og öllu hundhaldi til góðs.
Eftirfarandi bréf barst HRFÍ frá Fredrik Norgren um niðurstöður skoðunar á Schäferhundum á Íslandi.

Leyfið mér að byrja á því að hrósa Hundaræktafélagi Íslands, undir forystu Guðrúnar R. Guðjohnsen formanns, fyrir það lofsverða framtak að eiga frumkvæði að tilraun til að bæta hundahald og hinn sk. Schäferhund á Íslandi.
Stefnt er að því í samvinnu við Shäferáhugafólk að framrækta Schäferhunda á Íslandi, þannig að þeir nái að líkjast hinum F.C.I. viðurkennda þýska Schäferhundi að svo miklu leyti sem íslenskar aðstæður leyfa.
Við Margaret viljum þakka ykkur góða samvinnu og þá gestrisni sem okkur var sýnd á Íslandi. Það er mér sérstök hvatning að hafa fengið tækifæri til þessa áhugaverða verkefnis að ræktunardæma Schäfer á íslandi. Það var mjög ánægjulegt hve margir tóku þátt í verkefninu og það er von mín að erfiði okkar skili góðum árangri í framtíðinni, og að ég standist þær væntingar sem gerðar eru til mín.
Ég er sannfærður um að Schäfereigendur leggja metnað sinn í að bæta kynið, og verða fúsir til áframhaldandi samvinnu við Hundaræktarfélag Íslands um stefnufasta, skipulega og vonandi árangursríka ræktun.
Á laugardeginum voru skoðaðir 33 hvolpar 4-12 mánaða og 38 fullorðnir hundar, 12 mánaða og eldri. Sérhver hundur var dæmdur miðað við Schäferræktunarmarkmiðið og kostir og gallar skráðir (skrifleg dómsumsögn).
Ég gat gengið úr skugga um að hvolparnir voru mannblendnir og frjálslegir. Það jákvæða í dómunum var að greinilegur munur er á milli kynja, beinabygging er góð og fætur beinar. Neikvæð var gerðin (typen) hins vegar; hvolpar of langir og lágstæðir með mjög veikbyggð bök, og lendar stuttar og ekki nægilega aflíðandi. Bógliðabeygjur þyrftu að vera miklu betri en þó voru hnjáliðabeygjur mun verri í langflestum tilfellum. Þetta veldur því að hreyfingar verði ójafnar og slæmt jafnvægi verður milli fram- og afturhluta.
Hinir æskilegu kraftmiklu afturhlutahreyfingar sem keyra hundinn áfram voru ekki til staðar og þar af leiðandi verður afturfótaspyrnan kraftlaus.
Yfirleitt voru bæði hvolpar og fullorðnir hundar allt of feitir, sem meðal annars var ástæðan fyrir því að liðbönd og sinar voru óstyrk og eftirgefanleg. Hundarnir voru einnig vöðvarýrir og óstæltir.
Af þessum 33 hvolpum geta einungis 5 hvolpar talist af sæmilegri gerð. 7 hvolpar töldust varla sæmilegir og 21 hvolpur var slæmt eintak af Schäferhvolpum.
*Einkunnargjöf fyrir gerð:
1.einkunn: mjög efnilegur (Mycket lovande)
2.einkunn: Efnilegur (Lovande)
3.einkunn: Sæmilegur (Godtagbar)
Hvað "fullorðnu" hundana varðar, þ.e. 12 mánaða og eldri, var heildargerðin langt undir því sem ræktunarmarkmið Schäferhundsins kveður á um.
Fyrst af öllu verður að bæta gerð (typen) hundsins. Meðalstærð hundanna liggur langt yfir því sem æskilegt getur talist, því það hefur neikvæð áhrif á vinnugetu hundanna séu þeir of stórir, þungir og klunnalegir; dregur úr afköstum þeirra og starfshæfni, og eykur hættuna á meiðslum.
Einnig kom í ljós, að líkamshlutföll langflestra hundanna voru röng miðað við ræktunarmarkmið, hlutföll milli lengdar hundsins og hæðar á herðakamb eru röng og hundarnir of langir eða of lágstæðir.
Eins vil ég leggja ríka áherslu á mikilvægi þess að Schäferhundar séu ávallt í góðri líkamsþjálfun, vel vöðvafylltir og samsvari sér vel. Margir hundanna voru of feitir og allmargir spikfeitir.
Einungis örfáir hundanna komust nálægt því að hafa hinn æskilega, yfirferðamikla og frjálsa brokkgang með kröftugum afturfótaspyrnu. Legu og lengd lendar ásamt hnjá- og hækilbeygjum verður að bæta.
Líkamshreyfingar eru lélega, því herðakambur er mun lægri en lend (hundurinn hallast fram yfir sig).
Til kosta telst að allir hundarnir, að 5 hundum undanskildum, voru mannblendnir og frjálslegir í framkomu.
Stefnt er að því í samvinnu við Shäferáhugafólk að framrækta Schäferhunda á Íslandi, þannig að þeir nái að líkjast hinum F.C.I. viðurkennda þýska Schäferhundi að svo miklu leyti sem íslenskar aðstæður leyfa.
Við Margaret viljum þakka ykkur góða samvinnu og þá gestrisni sem okkur var sýnd á Íslandi. Það er mér sérstök hvatning að hafa fengið tækifæri til þessa áhugaverða verkefnis að ræktunardæma Schäfer á íslandi. Það var mjög ánægjulegt hve margir tóku þátt í verkefninu og það er von mín að erfiði okkar skili góðum árangri í framtíðinni, og að ég standist þær væntingar sem gerðar eru til mín.
Ég er sannfærður um að Schäfereigendur leggja metnað sinn í að bæta kynið, og verða fúsir til áframhaldandi samvinnu við Hundaræktarfélag Íslands um stefnufasta, skipulega og vonandi árangursríka ræktun.
Á laugardeginum voru skoðaðir 33 hvolpar 4-12 mánaða og 38 fullorðnir hundar, 12 mánaða og eldri. Sérhver hundur var dæmdur miðað við Schäferræktunarmarkmiðið og kostir og gallar skráðir (skrifleg dómsumsögn).
Ég gat gengið úr skugga um að hvolparnir voru mannblendnir og frjálslegir. Það jákvæða í dómunum var að greinilegur munur er á milli kynja, beinabygging er góð og fætur beinar. Neikvæð var gerðin (typen) hins vegar; hvolpar of langir og lágstæðir með mjög veikbyggð bök, og lendar stuttar og ekki nægilega aflíðandi. Bógliðabeygjur þyrftu að vera miklu betri en þó voru hnjáliðabeygjur mun verri í langflestum tilfellum. Þetta veldur því að hreyfingar verði ójafnar og slæmt jafnvægi verður milli fram- og afturhluta.
Hinir æskilegu kraftmiklu afturhlutahreyfingar sem keyra hundinn áfram voru ekki til staðar og þar af leiðandi verður afturfótaspyrnan kraftlaus.
Yfirleitt voru bæði hvolpar og fullorðnir hundar allt of feitir, sem meðal annars var ástæðan fyrir því að liðbönd og sinar voru óstyrk og eftirgefanleg. Hundarnir voru einnig vöðvarýrir og óstæltir.
Af þessum 33 hvolpum geta einungis 5 hvolpar talist af sæmilegri gerð. 7 hvolpar töldust varla sæmilegir og 21 hvolpur var slæmt eintak af Schäferhvolpum.
*Einkunnargjöf fyrir gerð:
1.einkunn: mjög efnilegur (Mycket lovande)
2.einkunn: Efnilegur (Lovande)
3.einkunn: Sæmilegur (Godtagbar)
Hvað "fullorðnu" hundana varðar, þ.e. 12 mánaða og eldri, var heildargerðin langt undir því sem ræktunarmarkmið Schäferhundsins kveður á um.
Fyrst af öllu verður að bæta gerð (typen) hundsins. Meðalstærð hundanna liggur langt yfir því sem æskilegt getur talist, því það hefur neikvæð áhrif á vinnugetu hundanna séu þeir of stórir, þungir og klunnalegir; dregur úr afköstum þeirra og starfshæfni, og eykur hættuna á meiðslum.
Einnig kom í ljós, að líkamshlutföll langflestra hundanna voru röng miðað við ræktunarmarkmið, hlutföll milli lengdar hundsins og hæðar á herðakamb eru röng og hundarnir of langir eða of lágstæðir.
Eins vil ég leggja ríka áherslu á mikilvægi þess að Schäferhundar séu ávallt í góðri líkamsþjálfun, vel vöðvafylltir og samsvari sér vel. Margir hundanna voru of feitir og allmargir spikfeitir.
Einungis örfáir hundanna komust nálægt því að hafa hinn æskilega, yfirferðamikla og frjálsa brokkgang með kröftugum afturfótaspyrnu. Legu og lengd lendar ásamt hnjá- og hækilbeygjum verður að bæta.
Líkamshreyfingar eru lélega, því herðakambur er mun lægri en lend (hundurinn hallast fram yfir sig).
Til kosta telst að allir hundarnir, að 5 hundum undanskildum, voru mannblendnir og frjálslegir í framkomu.

Þegar á heildina er litið er hausinn góður og greinilegur munur á milli kynja. Andlitssvipur lifandi, en neðri kjálkar alltof veikbyggðir, - galli sem er til staðar í fleiri löndum. Í aðeins einu tilfelli var tangarbit.
Flestir hundanna höfðu samsíða hreyfingar fram- og afturfóta, en fætur voru beinar, sem er mjög gott. Allt ofmikill feldur spillti heildarsvip margra hunda (voru of loðnir).
Af 38 sýndum hundum hefðu 5 hundar fengið sem svaraði 2. einkunn í opnum flokki, hinir hefðu fengið 3. einkunn eða 0. einkunn.
*Hvað varðar gerð (typen) hundsins er einkunnagjöfin:
Sérstakleg góð – utmärkt
Mjög góð - mycket god
Góð - god
Sæmileg - godtagbar
Á sama hátt dæmist líkamsbygging (anatomi), þannig að farið er út í hvert atriði líkamsbyggingarinnar fyrir sig, t.d. hvernig ásetning herðablaðsins er og þá hvort hornið sem myndast milli herðablaðs og upparmsleggs, bógliðarbeyjan, sé gott.
*Einkunnargjöf fyrir líkamsbyggingu:
Mjög góð - mycket bra
Góð - god
Sæmileg - tilreckligt
Að endingu vil ég láta í ljós þá von mína, að Schäferhundurinn á Íslandi mótist og þjálfist þannig, að hann falli vel inn í samfélag bæði manna og dýra. Árásargirni gagnvart öðrum hundum var mjög áberandi, bæði hjá tíkum og hundum.
Ábyrgð hvers hundaeiganda er mikil, bæði gagnvart hundinum og umhverfinu. Það er skylda hvers ábyrgs ræktanda að vinna markvisst að sinni ræktun, og axla þá ábyrgð að sérhver hvolpur fái rétta umönnun og mótun strax frá fæðingu, og að hundinum verður tryggðir góðir lífsmöguleikar. Það verður aldrei nægjanlega brýnt fyrir ræktendum að velja hvolpakaupendur af stakri kostagæfni, og ganga úr skugga um að viðkomandi sé hæfur hundaeigandi, og sé fær um að veit hvolpinum rétt uppeldi og síðar rétta þjálfun. Sé þessa alls gætt, glatar þýski Schäferhundurinn ekki hinum góða orðstír sínum, en staðfestir þá umsöng að vera mest notaði og besti vinnu- og fjárhundur í heimi.
Fredrik Norgren (sign)
Flestir hundanna höfðu samsíða hreyfingar fram- og afturfóta, en fætur voru beinar, sem er mjög gott. Allt ofmikill feldur spillti heildarsvip margra hunda (voru of loðnir).
Af 38 sýndum hundum hefðu 5 hundar fengið sem svaraði 2. einkunn í opnum flokki, hinir hefðu fengið 3. einkunn eða 0. einkunn.
*Hvað varðar gerð (typen) hundsins er einkunnagjöfin:
Sérstakleg góð – utmärkt
Mjög góð - mycket god
Góð - god
Sæmileg - godtagbar
Á sama hátt dæmist líkamsbygging (anatomi), þannig að farið er út í hvert atriði líkamsbyggingarinnar fyrir sig, t.d. hvernig ásetning herðablaðsins er og þá hvort hornið sem myndast milli herðablaðs og upparmsleggs, bógliðarbeyjan, sé gott.
*Einkunnargjöf fyrir líkamsbyggingu:
Mjög góð - mycket bra
Góð - god
Sæmileg - tilreckligt
Að endingu vil ég láta í ljós þá von mína, að Schäferhundurinn á Íslandi mótist og þjálfist þannig, að hann falli vel inn í samfélag bæði manna og dýra. Árásargirni gagnvart öðrum hundum var mjög áberandi, bæði hjá tíkum og hundum.
Ábyrgð hvers hundaeiganda er mikil, bæði gagnvart hundinum og umhverfinu. Það er skylda hvers ábyrgs ræktanda að vinna markvisst að sinni ræktun, og axla þá ábyrgð að sérhver hvolpur fái rétta umönnun og mótun strax frá fæðingu, og að hundinum verður tryggðir góðir lífsmöguleikar. Það verður aldrei nægjanlega brýnt fyrir ræktendum að velja hvolpakaupendur af stakri kostagæfni, og ganga úr skugga um að viðkomandi sé hæfur hundaeigandi, og sé fær um að veit hvolpinum rétt uppeldi og síðar rétta þjálfun. Sé þessa alls gætt, glatar þýski Schäferhundurinn ekki hinum góða orðstír sínum, en staðfestir þá umsöng að vera mest notaði og besti vinnu- og fjárhundur í heimi.
Fredrik Norgren (sign)