Schäferdeild hrfí
  • Fréttir
    • Fréttir 2024
    • Fréttir 2023
    • Fréttir 2022
    • Fréttir 2021
    • Fréttir 2020
    • Fréttir 2019
    • Fréttir 2018
    • Fréttir 2017
    • Fréttir 2016
    • Fréttir 2015
    • Fréttir 2014
    • Fréttir 2013
    • Fréttir 2012
    • Fréttir 2011
    • Fréttir 2010
  • Deildin
  • Sýningar
  • VInnupróf
  • Ræktun
  • Hvolpar / got
  • Gagnagrunnur
    • 2014
    • 2015
    • 2016
    • 2017
    • 2018
    • 2019
    • 2020
    • 2021
    • 2022
    • 2023
    • 2024
    • 2025
  • Myndir
19.12.2024

Deildarsýningar árið 2025


Þá er það komið á hreint!
Tvöföld deildarsýning Schäferdeildarinnar verður fyrstu helgina í apríl eða 5. og 6. apríl. Sýningin verður haldinn að sinni í reiðhöll Hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi. 

Deildarsýningar eru ein besta leið fyrir ræktendur til þess að fá stöðumat á því hvað ræktunin þeirra stendur og einu skiptin sem Schäfer eigendur fá sérhæfða dómara á tegundina. Í apríl mæta dómararnir Erich Bösl & Rainer Mast báðir frá Þýskalandi 

Hlakkar stjórnin mikið til þess að fá þau til okkar og viljum við hvetja alla til þess að skrá á þessa flottu sýningu sem mun opna er nær dregur á hundavefnum, Einnig viljum við benda á að ef ræktendur eða fyrirtækja eigendur vilja styrkja sýninguna að hafa samband við stjórn deildarinnar í tölvupósti : [email protected]
​
​Hlökkum til að sjá ykkur helgina 5. og 6. apríl á Selfossi. 
​
Picture

17.12.2024

Heiðrun og Bingó Schäferdeildarinnar 2024 


Picture
Hin árlega heiðrun Schaferdeildarinnar var haldinn  þann 10. desember ásamt stórglæsilegu bingói.
Heiðraðir voru stigahæstu hundarnir af sýningum ársins og úr vinnuprófum sem fengu veitta viðurkenningu fyrir árangur ársins. Ásamt þeim ræktunum sem stóðu uppúr á árinu. En fyrst viljum við þakka okkar besta fólki hjá Dýrafóður.is - Belcando fyrir verðalaunagripina sem voru afhendir þeim hundum sem stóðu upp úr. Takk fyrir ykkur <3 


Viðurkenningar fyrir sýningaárangur 2024: 
- NORDICCh ISCh ISJCh ISW-23-24 ISJW-22 OB-II OB-I Forynju Gló - stigahæsta tík schafer snögghærður
-  C.I.B-V  NORDICVCh ISVETCh ISSHCH NORDICCH  ISW-22  ISVW-22-23-24  RW-23-24 Ice Tindra Jessy - stigahæsti hundur schafer snögghærður 

- ISJCh NORDICJCh Ice Tindra H Halo - stigahæsti ungliði schafer snögghærður
- 
C.I.B-V  NORDICVCh ISVETCh ISSHCH NORDICCH  ISW-22  ISVW-22-23-24  RW-23-24 Ice Tindra Jessy -  stigahæsti öldungur schafer snögghærður-

​ 
C.I.E. C.I.B-V ISVW-23 ISShCh NORDICCHh NLM RW-17-24  Ice Tindra Joss - Stigahæsta tik schafer síðhærður
- ISSCh ISW-23 Ásgarðsfreyju Skaðvaldur -  Stigahæsti rakki schafer síðhærður 
- -  Stigahæsti ungliði schafer síðhærður
- C.I.E. C.I.B-V ISVW-23 ISShCh NORDICCHh NLM RW-17-24  Ice Tindra Joss-  Stigahæsti öldungur schafer síðhærður
Stigahæsti ræktandi á sýningum - Ice Tindra Ræktun

Vinnuhundar: 
-
1. sæti Hlýðni Brons - OB- 1 Forynju Ísköld Áminning
-1. sæti Hlýðni I - OB- 1 Forynju Ísköld Áminning
- 1. sæti Hlýðni II  -  NORDICCh ISCh ISJCh ISW-23-24 ISJW-22 OB-II OB-I Forynju Gló
-1. sæti Hlýðni III-   ISTrCh OB-II OB-I OB-III Forynju Bara Vesen
- 1. sæti Hlýðni Elite - ​STrCh OB-II OB-I OB-III Forynju Bara Vesen

-1. sæti Spor I - OB- 1 Forynju Ísköld Áminning
-1. sæti Spor II - NORDICCh ISCh ISJCh ISW-23-24 ISJW-22 OB-II OB-I Forynju Gló
-1. sæti Spor III  ISTrCh Forynju Bestla
- 1. sæti Spor Elite  STrCh OB-II OB-I OB-III Forynju Bara Vesen
Stigahæsti vinnuhundur ISTrCh OB-II OB-I OB-III Forynju Bara Vesen
Stigahæsti ræktandi vinnuprófum- Forynju ræktun

Heiðrað var svo stigahæsta ræktenda deildarinnar, en sá ræktandi hlaut bæði stig í vinnuprófum og á sýningum og er þar með stigahæsti ræktandi deildarinnar og hlaut Forynju ræktu þann titil fyrir árið 2024. 

Endað var síðan heiðrunina á því að veita eigenda og ræktenda Ice Tindra Joss heiðrusskjal til minningar hennar. En Joss féll frá nú í lok árs. Stjórnin heiðrar því tíkina Ice Tindra Joss fyrir framúrskarandi árangur á hundasýningum síðustu ára. Joss er einn sigursælasta síðhærði Schäfer landsins og verður hennar árangur eflaust seint toppaður.  Stjórn sendir eigenda og ræktenda hennar samúðar vegna fráfalls hennar. 

Bingó var síðan spilað inn á milli afhendingu verðlauna en um 30 manns mættu og áttu með okkur gott kvöld. Bingó vinningarnir voru ekki á verri endanum og þökkum við þeim fyrirtækjum sem styrtkur okkur kærlega fyrir. En þau voru: 
- Dýrafóður.is
- Hamborgarabúlla Tómasar
- Hamborgara Fabrikkan
- Iv San Bernard
- Non Stop 
- Doggo.is 
- Dekurdýr
- Rvk Hair
-Ösku ræktun
- Miðvalla ræktun
- Forynju ræktun
- Snærún Ynja
- Dýrabær
- Petria.is
- Lífland
- Platinum 
- Eyjadýr 
- Hjartaprent
​- Petmark.is 
​​
Picture
Picture
30.11.2024

​HEIÐRUN OG JÓLABINGÓ SCHÄFERDEILDARINNAR ​


Þann 10. desember næstkomandi skellum við í einn skemmtilegasta viðburð ársins !

Við heiðrum framúrskarandi einstaklinga ársins – stigahæstu hundana og ræktendurna sem hafa skarað fram úr á sýningum og í vinnuprófum. Þessar stjörnur ársins fá verðskuldaðan heiður og innilegt klapp! 

Gleymum svo ekki JÓLABINGÓINU sem verður á sama tíma með glæsilegum vinningum
Við skellum í bingó þar sem vinningar verða ekki af verri endanum, eitthvað fyrir alla, bæði mannfólk og fjórfætta vini. Að sjálfsögðu er þetta líka frábær leið til að styðja gott starf deildarinnar.
Veitingar til sölu með bingóinu
Á meðan þú reynir á heppnina í bingóinu verða veitingar til sölu!
Hvetjum alla til að mæta og taka þátt í kvöldinu! Fögnum árangri ársins, njótum góðra veitinga og látum jólaskapið ráða för. Þetta verður kvöld sem þú vilt ekki missa af – sjáumst þar! 
Picture
30.11.2024

Winter wonderland sýning HRFÍ 2024


Þá er síðustu sýningu ársins lokið og stórt sýningarár liðið undir lok. Winter wonderland of Norðurlanda sýning HRFÍ fór fram helgina 23.-24. nóvember sl. og voru það Sóley Halla Möller frá Íslandi og Bo Scalin frá Svíþjóð sem dæmdu tegundina að þessu sinni.
 
Snögghærður Schäfer reið á vaðið og voru 47 hundar skráðir undir Sóleyju Höllu Möller. Hvolpar 6-9 mánaða hófu leika og varð besti hvolpur tegundar varð Miðnes Alvitur og besti hvolpur tegundar af gagnstæðu kyni var systir hans hún Miðnes Atorka.

Þá hófst dómur í fullorðnu hundunum og fyrstir í hringinn voru rakkar í ungliðaflokki og þar var það Forynju Ísbjörn sem sigraði flokkinn. Hann hlaut þá sitt fyrsta ungliða meistarastig, norðurlanda ungliðastig og fékk titilinn ISJW-24.
 
Besti rakki tegundar með sitt annað Íslenska meistarastig og fyrsta Norðurlanda meistarastig var úr vinnuhunda flokki Yoshi vom Quartier Latin.
 
Besti öldunga rakkinn varð ISSHCH ISVETCH CIB-V NORDICCH ISW22 ISVW22-23 Ice Tindra Jessy og hlaut hann titilinn ISVW-24 og sitt þriðja og seinasta norðurlanda öldunga meistarastig. Hefur hann fengið staðfestingu á titlinum NORDICVCh. Jessy endaði árið sem 2-3. stigahæsti öldungur ársins hjá HRFÍ, óskar stjórn eigendum hans og ræktanda innilega til hamingju með árangurinn.
 
Eftir að Sóley hafði raðað upp bestu rökkum tegundar mættu tíkurnar til dóms og varð besta ungliða tíkin ISJCh Ice Tindra H Halo. Hún hlaut þar sitt annað norðirlanda ungliðastig og titilinn ISJW-24. Hún var þar með fyrsti Schäfer landsins sem klárar Norðurlanda Ungliða meistaratitilinn. Óskar stjórn eiganda og ræktanda hennar innilega til hamingju með árangurinn.
Þar sem að Halo er nú þegar Íslenskur ungliðameistari rann íslenska ungliða meistarastigið niður til Forynju Ísköld Áminning.
 
Besta tík tegundar var úr meistaraflokki ISJCH ISCH ISJW22 OB-I OB-OI ISW23 Forynju Gló með sitt 3 og síðasta  Norðurlanda meistarastig. Bætti hún þar í titla safnið ISW-24 og NORDICCh, óskar stjórn eiganda og ræktanda hennar innilega til hamingju með árangurinn.
Önnur besta tík tegundar með sitt þriðja  Íslenska meistarastig varð RW-24 Gjósku Örlagadís og hefur hún fengið staðfestingu á íslenskum sýningarmeistaratitli ISShCh. Óskar stjórn eiganda hennar og ræktendum til hamingju með titilinn.
 
Besta öldunga tíkin varð ISShCh CIE ISVetCh Ice Tindra Liv og hlaut hún titilinn ISVW-24 og sitt annað norðurlanda Öldungastig.
 
Besti ungliði tegundar varð ISJCh Ice Tindra H Halo og sigraði hún ungliða tegundarhóp 1.
Besti öldungur tegundar varð ISSHCH ISVETCH CIB-V NORDICCH ISW22 ISVW22-23 Ice Tindra Jessy.
 
Besta ræktunarhóp tegundar átti Ice Tindra ræktun og endaði hópurinn sem annar besti ræktunarhópur dagsins.
 
Besti hundur tegundar og aðra sýninguna í röð, annar besti hundur sýningar varð Yoshi vom Quartier Latin. Óskar stjórn eiganda hans innilega til hamingju með frábæran árangur.
 
Þá kom það í hlut Bo Scalin að dæma síðhærða afbrigði tegundarinnar og voru 19 hundar skráðir.
 
Besta ungviði tegundar 4-6 mánaða var Ice Tindra K Kriss og varð hún 3. Besta ungviði dagsins.
 
Besti rakki tegundar varð C.I.E ISShCh NORDICCH NLM RW-21-22-23-24 Ice Tindra Rocky og hlaut hann titilinn ISW-24.
 
3. besti rakki tegundar með sitt þriðja Íslenska meistarastig var Forynju Efi. Hefur hann hlotið staðfestingu á titlinum íslenskur sýningar meistari ISShCh. Óskar stjórn deildarinnar eiganda hans og ræktanda til hamingju með áfangann.
 
Besta tík tegundar með sitt fyrsta norðurlanda meistarastig og titilinn ISW-24 var ISShCh Ice Tindra Yrsa.
 
Önnur besta tík tegundar með sitt 2. Íslenska meistarastig var Ice Tindra Team Gabby.
 
Besta ræktunarhóp tegundar átti Ice Tindra ræktun.
 
Vil stjórn Schäferdeildarinnar óska öllum til hamingju með frábært ár bæði innan og utan sýningarhringsins. Einnig viljum við senda okkar bestu þakkir til styrktaraðila deildarinnar Belcando - dýrafóður.is

25.11.2024

Fyrirlestur um þjálfun reactive hunda föstudaginn 29. nóvember


Nú fer að styttast í fjórða fræðslu fyrirlestrinum á vegum Schäferdeildarinnar í samstarfi við HRFÍ. Að þessu sinni mun Norski hundaþjálfarinn Hilde U. Mathiensen koma til okkar aftur og að þessu sinni fræðir hún okkur um þjálfun á reactive hundum.
Reactivity lýsir sér þannig þegar hundur bregst við áreiti frá öðrum hundum eða öðru í umhverfinu. Dæmi um viðbrögð eru gelt/hræðsla/árásagirni/tog í taum/æsingur og margt, margt fleira. Margir glíma við þetta vandamál og því tilvalið að mæta og hlusta á einn fróðasta og reynslumesta hundaþjálfara á norðurlöndunum.
Hilde er einn virtasti hundaþjálfari í Noregi og hefur kennt hlýðni síðan 1991 einnig heldur hún fyrirlestra og námskeið um öll norðurlöndin og eru þau ávallt mjög vel sótt.
Fyrirlesturinn fer fram í húsnæði HRFÍ, melabraut 17 í Hafnarfirði föstudagskvöldið 29. nóvember kl 18-20 og kostar 2.500 kr. Einnig verður hægt að kaupa aðgang að streymi frá kvöldinu með því að millifæra inn á reikning deildarinnar og senda greiðslukvittun í tölvupósti. Heitt verður á könnunni og eru allir velkomnir. Þetta er viðburður sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.
Picture

Hvolpasýning HRFÍ 27. október


​Þann 27. Október síðastliðinn hélt Hundaræktarfélag Íslands hvolpasýningu í reiðhöll Fáks í Reykjavík. 11 fallegir schafer hvolpar mættu til dóms og var það Auður Sif Sigurgeirsdóttir sem dæmdi tegundina.
 
Fyrst dæmdi Auður síðhærða afbrigði tegundarinnar og þar voru 3 Hvolpur í ungviða flokki og 1 í hvolpaflokki. Besta ungviði tegundar varð Ice Tindra K Koko. Besti Hvolpur tegundar og seinna um daginn 4. besti Hvolpur sýningar var Miðvalla Ásynja.
 
Þá mættu til dóms 7 snögghærðir hvolpar, 6 í flokki 3-6 mánaða og 1 í 6-9 mánaða.
Besti rakki í yngri flokki var Ice Tindra K King jr. Bestu tík valdi dómarinn Miðnes Auðna og hafði hún svo betur í keppni um besta ungviði tegundar. Besti Hvolpur tegundar 6-9 mánaða varð Miðvalla Áróra.
 
Allir hvolparnir sem mættu hlutu einkunina sérlega lofandi og er framtíðin björt með þessi efnilegu ungviði. Óskar stjórn Schäferdeildarinnar eigendum og ræktendum hundanna til hamingju með árangurinn og sjáumst í nóvember á síðustu sýningu ársins.
02.10.2024

Alþjóðleg september sýning HRFÍ 2024


​Þá er september sýningu félagsins lokið og gekk tegundinni vel að vanda. Dómarinn að þessu sinni var Tino Pehar frá Króatíu og var hann ánægður með tegundina í heild. Að vanda gekk vel í úrslitum og vil stjórn deildarinnar óska öllum til hamingju með frábært gengi.
 
Fyrst mættu til leiks síðhærðu hundarnir og í hvolpaflokki 6-9 mánaða voru það systkinin Miðvalla Áki sem varð besti hvolpur tegundar og Miðvalla Ásynja besti hvolpur tegundar af gagnstæðu kyni. Besti ungliði tegundar varð Ice Tindra J Jax en hlaut hann þar með sitt fyrsta íslenska ungliða meistarastig og fyrsta alþjóðlega ungliða meistarastig.
Besti rakki tegundar og besti hundur tegundar var ISShCh NORDICCh C.I.E. RW-21-22-23-24 Ice Tindra Rocky. Þar sem að hann er bæði íslenskur og alþjóðlegur sýningar meistari runnu stigin niður til 2. besta rakka tegundar Forynju Efa, en var það hans annað Íslenska meistarastig og annað  Alþjóðlega meistarastig.
Besta tík tegundar og besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni varð ISShCh Ice Tindra Yrsa og hlaut hún þar sitt fyrsta Alþjóðlega meistarastig. Íslenska meistarastigið rann niður til 4. Bestu tíkar tegundar, Ice Tindra Team Gabby og var það hennar fyrsta íslenska meistarastig. Besti öldungur tegundar varð C.I.B-V C.I.E ISShCh NORDICCh ISVetCh NLM RW-17-24 ISVW-23 Ice Tindra Joss og besta ræktunarhóp átti Ice Tindra ræktun.
 
Í snögghærðu hundunum var það hún Miðnes Alsæla sem varð besta ungviði tegundar og endaði hún daginn sem 4. besta ungviði dagsins. Besti hvolpur tegundar 6-9 mánaða var Miðvalla Álfur og var það got systir hans hún Miðvalla Áróra sem var besti hvolpur af gagnstæðu kyni. Besti ungliði tegundar með sitt fyrsta Íslenska- og Alþjóðlega ungliða meistarastig varð Rustøl’s Zaiko, gerði hann svo um betur og sigraði ungliða tegundarhóp 1.
Besti rakki tegundar og besti hundur tegundar varð Yoshi vom Quartier Latin og hlaut hann sitt fyrsta Íslenska- og Alþjóðlega meistarastig. Besta tík tegundar og besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni varð ISCh ISJCh ISW23 ISJW22 OB-I Forynju Gló og hlaut hún sitt fyrsta Alþjóðlega meistarastig. Íslenska meistarastigið rann niður til 2. bestu tíkar tegundar CHCh Gjósku Ægifögru Easy Unudóttur og bíður hún nú staðfestingar á Íslenskum sýningar meistaratitli, óskar stjórnin eiganda og ræktendum hennar til hamingju. Besti öldungur tegundar varð C.I.B-V  ISShCh ISVETCh NORDICCh ISW-22 ISVW-22-23 RW-23-24 Ice Tindra Jessy og  besti öldungur tegundar af gagnstæðu kyni var CIE ISShCh ISJCh Ice Tindra LIV með sitt annað alþjóðlega öldungameistarastig og  þriðja íslenska öldungameistarastig og getur eigandinn hennar sótt um titilinn ISVetCh eða Íslenskur Öldungameistari óskar deildin eiganda hennar og ræktanda innilega til hamingju með árangurinn.  Besta ræktunarhóp tegundar og seinna um daginn besta ræktunarhóp dagsins átti Forynju ræktun.
 
Yoshi vom Quartier Latin mætti galvaskur í tegundarhóp 1 þar sem hann sigraði af öryggi. Daginn eftir sýndi hann af sér allar sínar bestu hliðar í keppni um besta hund sýningar, þar uppskar hann 2. sætið. Óskar stjórn deildarinnar eiganda hans innilega til hamingju.
 
Vil stjórnin koma á sérstöku þakklæti til aðal styrktaraðila deildarinnar - Dýrafóður.is en gáfu þau glæsilega verðlaunagripi að vanda.
23.09.2024

Tvöfalt hlýðnipróf á Akureyri


Helgina 21.-22. september fór fram hið skemmtilega árlega tvöfalda hlýðnipróf Svæðafélags Norðurlands og Vinnuhundadeildar HRFÍ í Reiðhöll Létts á Akureyri.
Voru það fimmta og sjötta hlýðnipróf ársins. Hvorn daginn voru 4 Schäfer hundar skráðir og allir náðu þeir einkun báða dagana. Í prófinu var í fyrsta sinn á Íslandi prófað í Hlýðni Elite, sem er efsti flokkur sem hægt er að taka þátt í í hlýðni. En var það margfaldi vinnu meistarinn ISObCh ISTrCh OB-III OB-II OB-I RL-I Forynju Bara Vesen sem mætti þar til leiks.
Sturluð staðreynt en Brons próf tekur ca 8 mín í framkvæmd en Elite próf getur tekið um 25 mín.
 
Dómari: Albert Steingrímsson
Prófstjórar: Brynja Vignisdóttir og Hildur Kristín Þorvarðardóttir
Ritarar: Aníta Stefánsdóttir og Anna Stefánsdóttir
 
Einkunir Laugardagur 21.09.24
Brons
Í fyrsta sæti með 148,5 stig og Bronsmerki Forynju Ísbjörn og Hildur Sif Pálsdóttir
 
Hlýðni I
Í fyrsta sæti með 158,5 stig og aðra einkun Forynju Ísköld Áminning og Hildur Sif Pálsdóttir
 
Hlýðni II
Í öðru sæti með 167,5 stig, 1 einkun og gullmerki  ISJCH ISSHCH ISCH ISJW22 ISW23 OB-I Forynju Gló og Hildur Kristín Þorvarðardóttir
 
Hlýðni Elite
Í fyrsta sæti með 219,5 stig og 3 einkun  ISObCh ISTrCh OB-III OB-II OB-I RL-I Forynju Bara Vesen og Hildur Sif Pálsdóttir
 
Einkunir Sunnudagur 22.09.24
Brons
Í fyrsta sæti með 164 stig Forynju Ísbjörn og Hildur Sif Pálsdóttir
 
Hlýðni I
Í fyrsta sæti með 153 stig og aðra einkun Forynju Ísköld Áminning og Hildur Sif Pálsdóttir
 
Hlýðni II
Í fyrsta sæti með 185,5 stig og 1 einkun  ISJCH ISSHCH ISCH ISJW22 ISW23 OB-I Forynju Gló og Hildur Kristín Þorvarðardóttir
 
Hlýðni Elite
Í fyrsta sæti með 258,5 stig og 1 einkun  ISObCh ISTrCh OB-III OB-II OB-I RL-I Forynju Bara Vesen og Hildur Sif Pálsdóttir
 
Við óskum þátttakendum til hamingju með árangurinn í prófunum.
Picture
23.09.2024

Fimmta sporapróf ársins


Fimmta sporapróf Vinnhundadeildar HRFÍ  var haldið þann 13 september

Aðeins einn hundur af sex skráðum náði einkun. Sá hundur var skráður í Spor Elite sem er sporaleið í kringum 1500 metra. 

Dómari: Albert Steingrímsson
Prófstjóri: Marta Sólveig Björnsdóttir

Einkunnir
Spor Elite
Í fyrsta sæti með 86 stig og aðra einkun ​ISObCh ISTrCh OB-III OB-II OB-I RL-I Forynju Bara Vesen og Hildur Sif Pálsdóttir

​Mynd tekin af heimasíðu Vinnhundadeildar
Picture
02.09.2024

Fjórða sporapróf ársins 


Vinnuhundadeild HRFÍ hélt sitt fjórða sporapróf á árinu þann 29.08.24 í blíðskaparveðri. 6 hundar voru skráðir í prófið, þar voru þrír schäfer hundar og allir náðu þeir einkun. 
Gaman að segja frá því að systkinin Forynju Ísköld Áminning og Ísbjörn eru aðeins 8.5 mánaða gömul.

Dómari: Albert Steingrímsson
Prófstjóri: Marta Sólveig Björnsdóttir

Einkunnir
Spor I
Í fyrsta sæti með 94 stig og fyrstu einkun Forynju Ísköld Áminning og Hildur Sif Pálsdóttir
Í öðru sæti með 92 stig og fyrstu einkun Forynju Ísbjörn og Hildur Kristín Þorvarðardóttir

Spor II 
Í fyrsta sæti með 94 stig og fyrstu einkun ISJCH ISSHCH ISCH ISJW22 ISW23 OB-I Forynju Gló og Hildur Kristín Þorvarðardóttir

Við óskum þátttakendum til hamingju með árangurinn

Picture
25.08.2024

Fyrirlestur með Hilde Ulvatne Mathiensen


Uppeldi ungra hvolpa, þjálfun úr hvolpakassa og fyrstu mánuði á nýju heimili - Fyrirlestur fyrir ræktendur og áhugasama um hvolpa og hvolpauppeldi

Schäferdeildin í samstarfi við HRFÍ heldur fyrirlestur með hinum magnaða hundaþjálfara Hilde Ulvatne Marthinsen frá Noregi föstudaginn 30. ágúst frá kl 18-20 í húsnæði HRFÍ. Fyrirlesturinn ætti að höfða til allra ræktenda, hvolpa kaupenda, fólki með unga hunda eða bara fyrir þá sem langar að læra einhvað nýtt. Mun hann fara fram á ensku og verður einnig sendur út á teams. Það mun kosta litlar 2500 kr inn, ef fólk vill fylgjast með í gegnum teams þá sendir það greiðslukvittun í emaili á deildina og fær sendan link á viðburðinn til baka.

Hilde er einn virtasti hundaþjálfari í Noregi og hefur kennt hlýðni síðan 1991 einnig heldur hún fyrirlestra og námskeið um öll norðurlöndin og eru þau ávallt mjög vel sótt. Hún hefur í gegnum tíðina kennt og þjálfað keppendur með hunda af fjölbreyttum tegundum og aðstoðað fólk að komast í hæðstu stig hlýðnikeppna. Hilde er ekki eingöngu í hlýðni, en nemendur hennar hafa einng náð frábærum árangri í rally, "heelwork to music", hundafimi, veiði, spori o.fl. Sjálf hefur hún þjálfað 5 hunda af mismunandi tegundum upp í hæðstu flokka í hlýðni og hundafimi sem og verið valin þjálfari ársins í Noregi.
​
Einstakt tækifæri fyrir áhugasama að læra af þessum frábæra þjálfara!
Picture
23.08.2024

Fyrirlestrar á vegum Schäferdeildarinnar 


​Fyrsti fyrirlestur af nokkrum skipulögðum fór fram miðvikudaginn 21. ágúst sl og má með sanni segja að þetta hafi farið virkilega vel af stað. Albert Steingrímsson hélt erindi um sporaþjálfun, frábær aðsókn var og greinilegt að félagsmenn eru áhugasamir um sportið. Fyrirlesturinn var haldinn í samstarfi við HRFÍ og fór fram í húsnæði félagsins, en tæplega 50 manns mættu á þennan skemmtilega og fræðandi fyrirlestur.
 
Stjórn Schäferdeildarinnar vil koma á sérstökum þökkum til Alberts fyrir einstaklega skemmtilegan viðburð sem og til allra þeirra sem mættu. Viljum við svo minna á næsta fyrirlestur, en á föstudaginn 30. ágúst mætir Norski hundaþjálfarinn Hilde Ulvatne Marthinsen og heldur erindi um þjálfun hvolpa. Frábært tækifæri sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.
Picture
Picture
16.08.2024

​Tvöföld ágústsýning HRFÍ - Sunnudagur


Á sunnudeginum 11. ágúst fór fram Alþjóðleg sýning og að þessu sinni var það formaður HRFÍ Erna Sigríður Ómarsdóttir sem dæmdi tegundina.
 
Aftur hófst dómur á síðhærða afbrigði tegundarinnar og eins og fyrri daginn var besta ungviði tegundar Miðvalla Ásynja. Bestu hvolpar tegundar voru einnig eins og fyrri daginn Ice Tindra J Jax sem var besti hvolpur tegundar og besti hvolpur tegundar af gagnstæðu kyni var hún Ösku Blökk.
 
Besti rakki tegundar var ISShCh ISW23 Ásgarðs Freyju Skaðvaldur og hlaut hann sitt annað Alþjóðlega meistarastig. Aftur rann Íslenska meistarastigið niður til ISJCh ISJW23 Ice Tindra Team Günter og var það hans þriðja meistarastig en hann hefur ekki náð tilsettum tveggja ára aldri til þess að sækja um titil. Þriðji besti rakki tegundar með sitt annað Íslenska ungliða meistarastig og fyrsta Alþjóðlega ungliða meistarastig varð aftur Forynju Ivan Jr. Hlýtur hann því titilinn ISJCh óskar stjórn eiganda hans og ræktanda innilega til hamingju með það. Endaði Forynju Ivan Jr. svo í 4. sæti í ungliða tegundarhópi 1.
 
Besta tík tegendar, besti hundur tegundar og besti öldungur tegundar var eins og svo oft áður hin glæsilega C.I.B-V C.I.E ISShCh NORDICCh ISVETCHNLM RW-17-24 ISVW-23 Ice Tindra Joss. Önnur besta tík tegundar með sitt 4. og síðasta Alþjóðlega meistarastig var ISSHCH NORDICCH RW-21 ISW23 RW-21 Kolgrímu Oh My God, bíður hún nú staðfestingar á Alþjóðlegum sýningarmeistaratitli CIE. Óskar stjórn eiganda hennar og ræktanda innilega til hamingju með nýjan titil. 4. besta tík tegundar með sitt þriðja Íslenska meistarastig var ISJCh Gjósku Þula og hlýtur hún því titilinn ISShCh, óskar stjórn eiganda hennar og ræktendum til hamingju með það. Besta ræktunarhóp tegundar átti aftur Ice Tindra ræktun.
 
Hóf Erna þá dóm í snögghærðu hundunum og aftur varð Miðvalla Áróra besta ungviði tegundar og 2. besta ungviði sýningar, óskar stjórn eiganda og ræktanda hennar til hamingju með árangur helgarinnar.
 
Besti hvolpur tegundar og 4. Besti hvolpur sýningar varð að þessu sinni Forynju Ísbjörn og varð systir hans Forynju Ísköld Áminning besti hvolpur tegundar af gagnstæðu kyni.
 
Besti rakki tegundar og besti hundur tegundar að þessu sinni var ISShCh Pablo vom Team Panoniansee og hlaut hann þar sitt 4. Alþjóðlega meistarastig og bíður nú staðfestingar á titlinum Alþjóðlegur sýningarmeistari CIE. Óskar stjórn eiganda hans innilega til hamingju með áfangann. Íslenska meistarastigið hlaut að þessu sinni Dimmuspors Adventure. Annar besti ungliði tegundar með sitt annað Íslenska- og fyrsta Alþjóðlega ungliða meistarastig varð aftur Ice Tindra H Hugo, er hann með þessum árangri helgarinnar orðinn Íslenskur ungliða meistari ISJCh. Óskar stjórn eigendum hans og ræktanda til hamingju með titilinn. Besti öldungur tegundar varð C.I.B-V ISShCh ISVETCh ISW-22 ISVW-22-23 RW-23-24 Ice Tindra Jessy.
 
Besta tík tegundar og besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni var RW-24 Gjósku Örlagadís. Hlaut hún þar sitt annað Íslenska- og fyrsta Alþjóðlega meistarastig. Besti öldungur tegundar af gagnstæðu kyni með sitt annað Öldunga meistarastig og fyrsta Alþjóðlega öldunga meistarastig var CIE ISShCh ISJCh Ice Tindra LIV. Besti ungliði tegundar með sitt annað Íslenska ungliða meistarastig og fyrsta Alþjóðlega ungliða meistarastig var Ice Tindra H Halo. Er hún því orðin Íslenskur ungliðameistari, óskar stjórn eiganda og ræktanda hennar innilega til hamingju með það. Ice Tindra H Halo, sigraði svo ungliða tegundarhóp 1 og endaði daginn á því að verða 2. besti ungliði sýningar. Aftur átti svo Forynju ræktun besta ræktunarhóp tegundar.
 
Vil stjórn senda öllum innilegar hamingju óskir með gott gengi um helgina og aftur þakka fyrir frábæran stuðning styrktaraðila deildarinnar Belcando - dýrafóður.is
 
Það styttist í næstu sýningu félagsins, en skráning er í fullum gangi inná hundavefur.is. Tegundin verður sýnd á laugardeginum 28. september og hvetur stjórn sem flesta til þess að skrá fallegu hundana sína.
16.08.2024

​Tvöföld ágústsýning HRFÍ - Laugardagur
​


​Helgina 10.-11. ágúst sl. fór fram stórglæsileg tvöföld útisýning Hundaræktarfélags Íslands. Fín skráning var í schäfernum báða dagana, veðrið var gott og létt var yfir mannskapnum.
 
Á laugardeginum var Norðurlanda sýning og dómarinn var hin spænska Carmen Navarro. Byrjaði dómur í síðhærðum schäfer, í yngri hvolpaflokki 4-6 mánaða var það Miðvalla Ásynja sem var valin besta ungviði tegundar. Í flokki hvolpa 6-9 mánaða voru það Ice Tindra J Jax og Ösku Blökk sem voru bestu hvolpar af hvoru kyni fyrir sig, Ice Tindra J Jax varð besti hvolpur tegundar.
 
Þá hófst dómur á eldri hundunum og valdi Carmen úr meistaraflokki, ISShCh ISJCh Ice Tindra Team Duke sem besta rakka tegundar, Íslenska meistarastigið rann niður til 2. besta rakka tegundar sem að þessu sinni var ISJCh ISJW-23 Ice Tindra Team Günter og var það hans annað Íslenska meistarastig. 3. besti rakki tegundar með sitt fyrsta Íslenska ungliða meistarastig og fyrsta Norðurlanda unglina meistarastig var Forynju Ivan Jr og varð hann einnig besti ungliði tegundar.
 
Einnig úr meistaraflokki valdi dómarinn bestu tík tegundar hana ISSHCH NORDICCH RW-21 ISW23 Kolgrímu Oh My God, önnur besta tík tegundar og besti öldungur tegundar var CIE NORDICCH ISSHCH ISVETCH CIB-V NLM ISVW23 RW-17-24 Ice Tindra Joss og hlaut hún þar sitt annað öldunga Norðurlanda meistarastig. Þriðja besta tík tegundar með Íslenskt meistarastig var Ice Tindra Romy, var það hennar þriðja og síðasta Íslenska meistarastig og er hún því orðin Íslenskur sýningarmeistari. Óskar stjórn eiganda og ræktanda hennar til hamingju með árangurinn.
 
Besti hundur tegundar varð svo ISSHCH NORDICCH RW-21 ISW23 Kolgrímu Oh My God og endaði hún daginn svo á því að verða í 2. sæti í tegundarhópi 1. Besta ræktunarhóp tegundar átti Ice Tindra ræktun og endaði hópurinn sem 2. besti ræktunarhópur sýningar.
 
Hófust þá leikar í snögghærðu hundunum og í ungviðaflokki var það Miðvalla Áróra sem varð besta ungviði tegundar, endaði hún daginn sem 2. besta ungviði sýningar.
 
Í eldri hvolpaflokki voru það Rustøl’s Zaiko og Forynju Ísköld Áminning sem voru hlutskörpust í hvoru kyninu fyrir sig. Carmen valdi svo tíkina Forynju Ískalda Áminningu sem besta hvolp tegundar.
 
Í rökkunum var það öldungurinn sí ungi C.I.B-V  ISShCh ISVETCh ISW-22 ISVW-22-23 RW-23-24 Ice Tindra Jessy sem dómarinn valdi sem besta rakka og besta öldung tegundar. Hann hlaut þar sitt annað Norðurlanda Öldunga meistarastig og endaði daginn svo sem 3. besti öldungur sýningar. Bæði Íslenska og Norðurlanda meistarastigin runnu niður til annars besta rakka tegundar en það var ISJW22 Forynju Gizmo. Besti ungliði af gagnstæðu kyni með sitt fyrsta ungliða meistarastig var Ice Tindra H Hugo.
 
Besta tík tegundar og besti hundur tegundar úr meistaraflokki var ISCh ISJCh ISW23 ISJW22 Forynju Gló, endaði hún daginn á því að verða í 4. sæti í tegundarhópi 1. Hlaut Gló þar sitt annað Norðurlanda meistarastig, Íslenska meistarastigið rann niður til 2. bestu tíkar tegundar RW-23 Forynju Grace. Besti öldungur tegundar af gagnstæðu kyni með sitt fyrsta Íslenska og Norðurlanda öldungameistarastig var CIE ISShCh ISJCh Ice Tindra LIV. Besti ungliði tegundar og 3. sæti í ungliða tegundarhópi 1 var Forynju Indæla Píla og hlaut hún þar sitt annað Íslenska ungliðameistarastig og fyrsta Norðurlanda ungliða meistarastig, er hún þá orðin Íslenskur ungliðameistari ISJCh og óskar stjórn eiganda hennar og ræktanda innilega til hamingju með það. Besta ræktunarhóp tegundar átti svo Forynju ræktun.
 
Deildin var sem fyrr styrkt, með glæsilegum verðlaunagripum, af Belcando - dýrafóður.is og sendir stjórn þeim allra bestu þakkir fyrir.
08.08.2024

Fyrirlestur um spor og sporaþjálfun með Alberti Steingrímssyni ​


.Fyrirlestur um spor og sporaþjálfun með Alberti Steingrímssyni 
Schäferdeildin í samstarfi við HRFÍ stendur fyrir skemmtilegum fyrirlestri um spor og sporaþjálfun. Fyrirlesturinn verður haldinn þann 21. ágúst kl 20 í húsnæði félagsins Melabraut 17, 220 Hafnarfirði. Fyrirlesari verður hinn frábæri þjálfari og dómari Albert Steingrímsson, heitt verður á könnunni, frítt inn og allir eru velkomnir.

Albert Steingrímsson er einn allra reynslumesti hundaþjálfari landsins, hann sótti sér menntun frá Svíþjóð og hefur starfað sem þjálfari frá árinu 1993. Hann er fyrrverandi skólastjóri Hundaskóla HRFÍ en í dag starfar hann hjá hundaskóla Dýrheima. Albert er menntaður hundaþjálfari með áherslu á atferli hunda á öllum aldurskeiðum. Auk þess hefur Albert sótt mýmörg námskeið og er með fjölmörg alþjóðleg réttindi er snúa að hundum, þjálfun þeirra og atferli, þmt. í spori, veiði og hlýðni. Albert er með dómararéttindi í spora- og hlýðniprófum á vegum HRFÍ.
​
Spor er skemmtilegt sport sem hentar flestum hundum og ætti fyrirlesturinn að vera fræðandi og skemmtilegur fyrir breiðan hóp fólks. Hlökkum við til þess að sjá sem flesta miðvikudaginn 21. ágúst næstkomandi.
Picture
23.07.2024

Sporapróf 17. júlí


Þriðja sporapróf ársins var haldið miðvikudaginn 17. júlí síðastliðinn.

​Tveir fulltrúar okkar tegundar mættu í prófið, einn í Spor I og annar í Spor III.

Annað teymið náði prófi en það voru þær Forynju Bestla og María Jónsdóttir í Spori III sem enduðu í 1.sæti með 1.einkunn og 94 stig. Forynju Bestla hafði lokið bæði Spori I og Spori II með fyrstu einkunn og þar með öðlaðist hún titilinn ISTrch eða Íslenskur sporameistari með þessum árangri.

​ Við óskum teyminu innilega til hamingju með flottan árangur og nýjan titil !

​
Picture
12.07.2024

Hlýðnipróf 11. júlí


Fyrsta úti-hlýðnipróf ársins var haldið fimmtudaginn 11. júlí á fótboltavelli Fram í Grafarholti. Að þessu sinni áttum við tvo fulltrúa sem tóku þátt í hlýðni brons og náðu þeir frábærum árangri báðir tveir.

Niðurstöðurnar voru eftirfarandi:
Forynju Ísköld Áminning og Hildur Sif Pálsdóttir í 1. sæti með 164,5 stig og bronsmerki
ISJCH ISJW23 Miðvalla Alda og Marta Sólveig Björnsdóttir í 2. sæti með 157 stig og bronsmerki

Til gamans má geta þess að nýtt met var slegið í prófinu þegar Forynju Ísköld Áminning lauk bronsprófi aðeins 6 mánaða gömul en hún er yngsti hundurinn sem hefur náð þeim árangri hér á landi. 
Hún hnuplaði þeim titli af ömmu sinni ISETrCh ISObCh ISTrCh OB-III OB-II OB-I Forynju Ösku sem lauk bronsprófi á sínum tíma 8 mánaða gömul.

Við óskum eigendum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur!
27.06.2024

Sporapróf ​21.-22. júní


Vinnuhundadeildin hélt sporapróf helgina 21.-22. júní og voru þar tveir fulltrúar schaferdeildarinnar sem náðu frábærum árangi. Í spori I voru ISShCh ISJW22 OB-I ISW23 Forynju Gló og Hildur Kristín Þorvarðardóttir sem voru í 1 sæti með 90 stig. Eftir þessa niðurstöðu getur Gló bætt við sig titlinum ISCh eða íslenskur meistari.

Í spori Elite áttu ISObCh ISTrCh OB-III OB-II OB-I RL-I Forynju Bara Vesen og Hildur Sif Pálsdóttir frábært próf þar sem hún hlaut fyrstu einkunn og 94 stig. Spor Elite er erfiðasta sporapróf sem er tekið hér á landi og er Vesen annar schafer hundur landsins til að bæta við sig titlinum ISETrCH eða íslenskur Elíte spora meistari. Skemmtilega vill til að hinn schafer hundurinn með þennan titil er mamma Vesen.
​Við óskum eigendum og ræktanda Gló og Vesen innilega til hamingju með árangurinn. (Upplýsingar og myndir fengnar af síðu Vinnuhundadeildar)
19.06.2024

Myndir frá tvöfaldri deildarsýningu Schäferdeildarinnar 2024


Á deildarsýningum ársins fékk stjórnin hana Karólínu Alexöndru Styrna til þess að mynda sýningarnar. Því miður vegna veðurs varð að færa seinni sýninguna innandyra svo það var eingöngu teknar myndir af úrslitum þann daginn, en á laugardeginum var glampandi sól.

Myndirnar eru í eigu deildarinnar en fólki er frjálst að nota þær. Að gefnu tilefni er ekki leyfilegt að breyta myndunum á nokkurn hátt eða bæta merkingum inn á þær.

Hægt að skoða allar myndirnar hér.

Sendir stjórn aftur bestu þakkir til allra þátttakenda á deildarsýningun ársins, en þær voru virkilega vel heppnaðar.
Picture
10.06.2024

​Reykjavík Winner 2024


Sunnudaginn 9. júní sl í blíðskaparveðri fór fram Reykjavík Winner og Norðurlandasýning HRFÍ. Dómari að þessu sinni var Sonny Ström frá Svíþjóð, 21 síðhærðir og 45 snögghærðir hundar voru skráðir til leiks og hófust dómar á síðhærðum.
 
Í ungviðaflokki 4-6 mánaða var það Ösku Blökk sem var valin besti hvolpur tegundar og í eldri hvolpaflokki var það Ice Tindra J Jax.
 
Besti rakki tegundar var úr meistaraflokki, ISShCh NORDICCh C.I.E. RW-21 RW-22-23 Ice Tindra Rocky og hlýtur hann titilinn RW-24. Annar besti rakki tegundar með Íslenskt meistarastig og Norðurlandameistarastig var Dimmuspors All I Ever Wanted.
 
Besta tík tegundar, Besti hundur tegundar, besti öldungur tegundar og að lokum 3. Besti öldungur sýningar var CIB-V ISVetCh C.I.E. ISShCh NORDICCh NLM RW-17 ISVW23 Ice Tindra Joss og hlaut hún norðurlanda öldungameistarastig og einnig bættu hún við í titla safnið RW-24. Besta ræktunarhóp tegundar átti Ice Tindra ræktun.
 
Þá hófst dómur í snöggu hundunum og í flokki 4-6 mánaða ungviða voru það Forynju Ísköld Áminning sem varð besta ungviði tegundar og bróðir hennar Forynju Ískaldur Veruleiki sem varð bestur af gagnstæðu kyni. Besti hvolpur tegundar 6-9 mánaða var Ice Tindra J Jubel.
 
Besti rakki tegundar kom úr öldungaflokki en það var hann CIB-V ISVetCh ISShCh ISVW-22-23 ISW-22 RW-23 Ice Tindra Jessy og hlaut hann norðurlandameistarastig, norðurlanda öldungameistarastig og titilinn RW-24. Hann varð besti öldungur tegundar og endaði svo daginn á því að verða besti öldungur sýningar. Óskar stjórn eigendum og ræktanda hans innilega til hamingju með árangurinn.
 
Annar besti rakki tegundar með sitt fyrsta Íslenska meistarastig var úr ungliða flokki, Forynju Innbrotsþjófur. Hlaut hann einnig sitt annað ungliða meistarastig og fyrsta norðurlanda ungliða stig og getur hann því sótt um titilinn ISJCh. Óskar stjórn eiganda hans og ræktanda innilega til hamingju með titilinn.
 
Besta tík tegundar og besti hundur tegundar var úr opnun flokki Gjósku Örlagadís. Hlaut hún þar sitt fyrsta Íslenska meistarastig og fyrsta Norðurlanda meistarastig sem og titilinn RW-24. Örlagadís mætti svo í sterkan tegundarhóp 1 þar sem hún landaði 2. Sæti.
 
Besti ungliði tegundar var Ice Tindra H Halo en hlaut hún sitt fyrsta íslenska ungliða meistarastig og Norðurlanda ungliða meistarastig. Besta ræktunarhóp tegundar og 3. Besta ræktunarhóp dagsins átti Ice Tindra ræktun.
30.05.2024

Deildarsýningar 2024


Þá er deildarsýningum schäferdeildarinnar árið 2024 lokið og ákvað stjórnin að halda í ár tvöfalda sýningu helgina 18. og 19. maí.
 
Planið var að hafa báðar sýningarnar í Guðmundarlundi í Kópavogi, en síbreytilega veðrið á Íslandi hafði önnur plön og þegar ljóst var að gul viðvörun yrði á sunnudeginum var ákveðið að seinni dagurinn yrði færður inn í gömlu Andvarahöllina á Hattarvöllum.
 
Fyrri daginn dæmdi Oddbjørn Winther frá Noregi í sól og blíðu í Guðmundarlundi. Báðar sýningarnar byrjuðu á dómum á öllum hvolpum og á laugardeginum voru það 3-6 mánaða snögghærðir hvolpar sem hófu leika.
 
Úr rakka flokki var það Forynju Ísbjörn sem hafði sigur úr bítum, systir hans, Forynju Ísköld Áminning var hlutskörpust tíkanna. Það var svo Forynju Ísbjörn sem var valinn besta snögga ungviði sýningar. Í síðhærðu hvolpunum valdi Oddbjørn Ice Tindra J Jax sem besta síðhærða ungviði sýningar.
 
Þá hófust leikar í fullorðnu hundunum og eins og í hvolpunum þá byrjaði dómur á snögghærða afbrigði tegundarinnar. Besta ungliða tegundar og jafnframt besta snögghærða ungliða sýningar valdi dómarinn Forynju Innbrotsþjóf og hlaut hann þar sitt fyrsta íslenska ungliðameistarastig.
 
Besti rakki tegundar með sitt annað Íslenska meistarastig kom úr vinnuhundaflokki, OB-I Forynju Brjálaði Fenris Úlfurinn og besta tík tegundar úr opnum flokki var hálf systir hans hún ISJCh ISW-23 ISJW-22 OB-I Forynju Gló. Gló var þar að fá sitt fjórða Íslenska meistarastig og getur hún því sótt um titilinn ISShCh eða Íslenskur sýningarmeistari. Óskar stjórn eiganda og ræktanda hennar innilega til hamingju með titilinn. Besti snögghærði öldungur sýningar varð C.I.B-V ISShCh ISVETCh ISW-22 ISVW-22-23 RW-23Ice Tindra Jessy og besta snögghærða hund sýningar valdi Oddbjørn hann OB-I Forynju Brjálaða Fenris Úlfinn.
 
Í afkvæmahópum var það ISShCh Pablo vom Team Panoniansee með afkvæmum sínum sem var valinn besti snöhhærði afkvæmahópur sýningar og í ræktunarhópunum var það Forynju ræktun sem hreppti sigurinn um besta snögghærða ræktunarhóp sýningar.
 
Seinnipartinn fór fram dómur í síðhærðu hundunum og valdi dómarinn besta rakka tegundar úr opnum flokki Forynju Efa, en hlaut hann þar sitt fyrsta Íslenska meistarastig. Besta tík tegundar kom einnig úr opnum flokki, en það var Ice Tindra Yrsa. Var Yrsa þar að fá sitt þriðja og jafnframt síðasta Íslenska meistarastig og getur hún þá sótt um titilinn ISShCh Íslenskur sýningarmeistari. Óskar stjórn eiganda og ræktanda hennar innilega til hamingju með áfangann.
 
Besti síðhærði hundur sýningar varð svo Ice Tindra Yrsa, besti síðhærði öldungur sýningar var hin sigursæla C.I.B-V C.I.E ISShCh NORDICCh ISVetCh NLM RW-17 ISVW-23 Ice Tindra Joss og besta síðhærða ræktunarhóp sýningar átti Ice Tindra ræktun

Dagur tvö var öllu kaldari, en vindarnir blésu og rigning gekk yfir gesti og gangandi. Voru því allir dauð fegnir að hægt var að færa sýninguna innandyra.
 
Aftur hófst dómur klukkan 09:00 á hvolpum en nú snerust afbrigðin við og síðhærðu hundarnir hófu sýninguna. Dómarinn að þessu sinni var Ulla Hansen frá Danmörku. Í flokki 3-6 mánaða rakka var það Miðvalla Áki sem bar sigur úr bítum, í tíkunum var það í fyrsta sinn á Íslandi sem síðhærðir svartir schäferhundar mætti til leiks og varð Ösku Blökk besti tíkarhvolpurinn. Valdi Ulla svo hana Ösku Blökk sem besta síðhærða ungviði sýningar.
 
Þá tóku snöggu hvolparnir við og úr 3-6 mánaða rökkum var það Forynju Ískaldur Veruleiki sem fangaði auga dómarans og í tíkunum var það Miðvalla Áróra. Forynju Ískaldur Veruleiki stóð svo uppi sem sigurvegari um besta snögghærða ungviði sýningar. Í eldri hvolpaflokki varð Ice Tindra H Halo besti snögghærði hvolpur sýningar.
 
Þá hófust leikar í fullorðnu síðhærðu hundunum og valdi Ulla besta rakka tegundar úr meistaraflokki hann ISShCh Ásgarðsfreyju Skaðvald, þar sem að hann er nú þegar meistari rann Íslenska meistarastigið niður til annars besta rakka tegundar Ice Tindra Team Duke, en var það hans áttunda Íslenska meistarastig hvorki meira né minna en nú hafði hann náð tilsettum tveggja ára aldri til þess að klára Íslenska sýningarmeistaratitilinn ISShCh. Óskar stjórn eiganda og ræktanda hans innilega til hamingju með árangurinn.
 
Besta tík tegendar, besti síðhærði öldungur sýningar og besti síðhærði hundur sýningar var hin tæplega 10 ára C.I.B-V C.I.E ISShCh NORDICCh ISVetCh NLM RW-17 ISVW-23 Ice Tindra Joss, en hefur hún átt stórbrotinn sýningarferil og vill stjórn óska eiganda hennar og ræktanda innilega til hamingju með hana. Þar sem að Joss er orðin meistari rann Íslenska meistarastigið niður til þriðju bestu tíkar tegundar ISJCh Gjósku Þulu, en var það hennar annað Íslenska meistarastig. Eins og á laugardeginum átti svo Ice Tindra ræktun besta síðhærða ræktunarhóp sýningar.
 
Hófst svo dómur í snögghærðu hundunum og aftur úr vinnuhundaflokki var það OB-I Forynju Brjálaði Fenris Úlfurinn sem þótti bestur. Hlaut hann þar sitt þriðja og síðasta Íslenska meistarastig og þar sem að hann hefur lokið kröfum um vinnupróf getur hann sótt um titilinn ISCh eða Íslenskur meistari. Óskar stjórn eiganda og ræktanda hans innilega til hamingju með frábæran árangur um helgina og nýja titilinn. Besti snögghærði öldungur tegundar varð sem fyrri daginn C.I.B-V ISShCh ISVETCh ISW-22 ISVW-22-23 RW-23Ice Tindra Jessy.
 
Besta tík tegundar kom úr opnum flokki, en það var hin Norska RW-22 Dior av Rostadgården og hlaut hún þar sitt þriðja Íslenska meistarastig og getur sótt um titilinn ISShCh. Óskar stjórn eiganda hennar og ræktanda til hamingju með nýja titilinn.
 
Besti snögghærði hundur sýningar varð svo RW-22 Dior av Rostadgården. Besta snögghærða afkvæmahóp sýningar átti aftur ISShCh Pablo vom Team Panoniansee og besta snögghærða ræktunarhóp sýningar átti Ice Tindra ræktun.
 
Vill stjórn koma til skila þakklæti til allra sem að sýningunni komu, allir sýnendur og eigendur voru til fyrirmyndar og vel var gengið um sýningarsvæðin.
 
Einnig voru frábær fyrirtæki og ræktendur sem hjálpuðu til við að gera sýninguna að veruleika, en það voru Doggo.is, Miðvalla ræktun, Petria, Ösku ræktun og að ógleymdum aðal styrktaraðila deildarinnar Dýrafóður.is
Picture
Myndir frá úrslitum laugardaginn 18. maí. 
Myndir frá úrslitum sunnudaginn 19. maí
17.05.2024

Deildarsýning - upplýsingar


Nú fer að líða að deildarsýningunum okkar, aðeins fáeinir klukkutímar. Dómararnir okkar eru mættir til landsins. 
Eins og fram hefur komið er dagskráin eftirfarandi: 
​
Dagskráin er laugardaginn 18. maí
Snögghærðir hvolpar 3-6 mánaða
- Besti hvolpur tegundar 3-6 mánaða
Síðhærður hvolpar  3-6 mánaða
- Besti hvolpur tegundar 3-6 mánaða
Snögghærðir hvolpar 6-9 mánaða
- Besti hvolpur tegundar 3-6 mánaða 
Snögghærðir hundar, byrjað á rökkum 
-Besti ungliða
-Besti öldungur
-Besti hundur tegundar 
Ræktunar hópar
Afkvæma hópar 
Og alveg eins uppraðað í þeim síðhærða og svo er svissað feldgerðum á sunnudaginn 

Aðalstyrktar aðili sýningarinnar er Dýrafóður.is - Belcando. En þau sjá um alla vinninga, bikarar, medalíur, verðlaunapokar og gjafabréf. Við gætum ekki verið þakklátari fyrir þetta æðislega samstarf. Þúsund þakkir! 

Hinar styrktaraðilarnir að þessu sinni eru, Doggo.is, Miðvalla ræktun, Petria og Ösku ræktun. Þökkum við þeim einnig fyrir styrkina. 
Viljum benda á það að Petria verður með sölubás á sýningunni og hægt verður að versla flottu vörurnar frá þeim. 

Hlökkum til að eiga með ykkur góðan dag, munið eftir góða skapinu og regngallanum og göngum snyrtilega um Guðmundarlund saman.

Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
11.05.2024

PM & dagskrá - Deildarsýningar 18. og 19. maí


Nú fer heldur betur að styttast í deildarsýningar ársins. Við viljum byrja á því að þakka okkar fremstu styrktaraðilum hjá Dýrafóður.is - Belcando en þau hafa veitt verðlaun á sýningum innan HRFÍ síðustu ára. 
Við erum þeim afar þakklát og myndum heldur betur ekki getað heiðrað alla þessa hunda án þeirra aðstoðar, takk! 


​Sýningarnar mun báðar hefjast á slaginu 09:00 báða dagana. 

Dagskráin er laugardaginn 18. maí
Síðhærðir hvolpar 3-6 mánaða
Snögghærðir hvolpar  3-6 mánaða
Snögghærðir hvolpar 6-9 mánaða

Síðhærðir hvolpar 6-9 mánaða
Snögghærðir hundar, byrjað á rökkum 
Síðhærðir hundar, byrjað á rökkum

Dagskráin er sunnudaginn 19. maí
Snögghærðir hvolpar 3-6 mánaða
Síðhærður hvolpar  3-6 mánaða
Snögghærðir hvolpar 6-9 mánaða

Síðhærðir hundar, byrjað á rökkum 
Snögghærðir hundar, byrjað á rökkum

​
Hvetjum við fólk til að mæta tímanlega, ganga snyrtilega um og að sjálfsögðu að hafa gaman með okkur. 
Óskum við öllum góðs gengis og hlökkum til að eiga með ykkur góða stund. 
Minnum svo á að skráning í matinn með dómurum á sunnudagskvöldið er enn í gangi og stendur til 14. mai
​
- Stjórn Schäferdeildarinnar
Picture
Picture
13.04.2024

Degenerative Myelopathy eða DM í Schäfer


Stjórn Schäferdeildarinnar hafa borist þær fréttir að stökkbreyting sem veldur auknum líkum á Degenerative Myelopathy eða DM hafi greinst í schäferhundum hér á landi í fyrsta skipti svo vitað sé. 
 
DM er taugahrörnunarsjúkdómur hjá hundum sem leggst á mænu og veldur hægfara lömun sem byrjar í afturfótum. DM hefur verið þekktur sjúkdómur í þýska fjárhundinum frá 8. áratug síðustu aldar. Í fyrstu var hann talinn einskorðast við tegundina en hefur í seinni tíð greinst hjá fleiri tegundum. Hægt er að lesa ýtarlega grein um DM undir heilbrigði hér á síðunni. 
 
Stjórn vill benda ræktendum á að kynna sér sjúkdóminn nánar,  
Picture
Picture
24.03.2024

​Páskaganga ​Schäferdeildarinnar 2024


Páskaganga Schäferdeildarinnar var haldin í miðbæ Reykjavíkur í sólskinsveðri þann 23.mars.
Góð mæting var í gönguna og vöktu hundarnir okkar mikla athygli, bæði meðal íbúa og ferðamanna.
Deildin vill þakka öllum þeim sem gáfu sér tíma til að mæta og hlökkum við til að sjá sem flesta aftur í næstu göngu sem verður auglýst síðar.
17.03.2024

Páskaganga ​Schäferdeildarinnar


​Páskaganga Schäferdeildarinnar verður haldin næstu helgi, laugardaginn 23.mars. Við ætlum að hittast klukkan 13 við Hallgrímskirkju og rölta þaðan léttan hring í bænum.
​
Hlökkum til að sjá sem flesta!
Picture
16.03.2024

Páskabingó ​Schäferdeildarinnar 2024


Páskabingó Schäferdeildarinnar var haldið síðastliðinn fimmtudag í Sólheimakoti til styrktar deildinni. 

Mjög góð mæting var í bingóið og fóru fáir tómhentir heim en margir voru með fullt fang glæsilegra vinninga sem rausnarlegir styrktaraðilar bingósins styrktu okkur með og vill stjórn enn og aftur þakka þeim fyrir stuðninginn.
​

Miðvalla ræktun styrkti deildina með veitingum og drykkjum sem seldir voru á staðnum, það taldi ekki síður í kassann og erum við þeim innilega þakklát fyrir þeirra framlag.
Picture
08.03.2024

Tvöföld deildarsýning Schäferdeildarinnar 2024 


Fyrsta mál á dagskrá hjá nýrri stjórn deildarinnar var að skipuleggja flotta deildarsýningu og var ákveðið að fá tvo dómara að þessu sinni. Sýningin verður haldin helgina 18.-19. maí á glæsilegu svæði í Guðmundarlundi í Kópavogi.

Deildarsýningar eru ein besta leið fyrir ræktendur til þess að fá stöðumat á því hvað ræktunin þeirra stendur og einu skiptin sem Schäfer eigendur fá sérhæfða dómara á tegundina. Í ár koma þau Oddbjørn Winther frá Noregi og Ulla Hansen frá Danmörku til okkar, en eru þau bæði mjög vinsælir dómarar sem og flottir ræktendur.

Á laugardeginum 18. maí mun Oddbjørn Winther dæma. Hann kemur eins og fyrr segir frá Noregi og ræktar undir hinu þekkta ræktunar nafni Owinn’s. Oddbjørn dæmir bæði á SV og FCI sýningum, hefur réttindi til að gefa hundum svokallaðan ræktunardóm eða Avlskåring, ásamt því að hafa ræktað tegundina í yfir 40 ár.

Á sunnudeginum 19. maí dæmir hin Danska Ulla Hansen, en eins og Oddbjørn hefur hún ræktað tegunda í tugi ára og dæmir um allt meginland Evrópu. Ulla ræktar undir nafninu Team Paka’s og hafa hundar frá henni náð frábærum árangri í Danmörku og víðar. Báðir dómararnir okkar búa yfir áratuga reynslu og víðtækri þekkingu á tegundinni.

Hlakkar stjórnin mikið til þess að fá þau til okkar og viljum við hvetja alla til þess að skrá á þessa flottu sýningu, en skráning opnar á næstu dögum. Einnig viljum við benda á að ef ræktendur eða fyrirtækja eigendur vilja styrkja sýninguna að hafa samband við stjórn deildarinnar í tölvupósti : [email protected]

Skráning opnar á næstu dögum á hundavef.is 
​
​Hlökkum til að sjá ykkur helgina 18.-19. maí í Guðmundarlundi.
Picture
4.03.2024

Norðurljósasýning HRFÍ 2024


Þá er fyrstu sýningu ársins lokið og var flott skráning í tegundinni að vanda.

Dómarinn að þessu sinni var Diane Stewart-Ritchie frá Írlandi og byrjaði hún á að dæma síðhærða afbrigði tegundarinnar. Besti rakki tegundar að þessu sinni var ISShCh ISW-23 Ásgarðsfreyju Skaðvaldur úr meistaraflokki og hlaut hann sitt fyrsta alþjóðlega meistarastig. 3. Besti rakki tegundar og besti ungliði tegundar varð ISJW-23 Ice Tindra Team Günter, hlaut hann sitt fyrsta Íslenska meistarastig, einnig fékk hann sitt fyrsta alþjóðlega ungliða meistarastig sem og sitt annað Íslenska ungliða meistarastig. Getur hann því nú sótt um titilinn ISJCh Íslenskur ungliðameistari. Óskar stjórn eiganda hans og ræktanda til hamingju með nýjan titil.

Besta tík tegundar, besti öldungur tegundar og besti hundur tegundar var eins og svo oft áður C.I.E ISShCh NORDICCh ISVETCH NLM RW-17 ISVW-22-23 Ice Tindra Joss með Íslenskt öldunga meistarastig. Önnur besta tík tegundar, með bæði sitt þriðja Íslenska og annað alþjóðlega meistarastig, var úr vinnuhundaflokki OB-I Forynju Einstök. Getur hún því sótt um titilinn ISCh Íslenskur meistari, óskar stjórn eiganda hennar og ræktanda til hamingju. Besta ungliða tíkin og annar besti ungliði tegundar var Ice Tindra Team Gabby með sitt fyrsta Íslenska og alþjóðlega ungliða meistarastig. Besta ræktunarhóp tegundar átti Ice Tindra ræktun.

Joss átti frábæra byrjun á sýningarárinu, en bæði varð hún í öðru sæti í tegundarhópi 1, og endaði hún svo á því að verða besti öldungur sýningar. Glæsilegur árangur og óskar stjórn deildarinnar eiganda hennar og ræktanda til hamingju með hana.

Að loknum dómi síðhærðu hundana hófst dómur á þeim snögghærðu og besta hvolp tegundar 6-9 mánaða valdi Diane tíkina Ice Tindra H Halo.

Úr meistaraflokki valdi dómarinn besta rakka tegundar, ISShCh Pablo vom Team Panoniansee og hlaut hann þar sitt þriðja alþjóðlega meistarastig. Annar besti rakki tegundar með sitt þriðja Íslenska meistarastig var  BH IPG1 AD Kkl1 WH ISW-23 Ibra del Rione Antico, getur hann því sótt um titilinn ISCh Íslenskur meistari. Óskar stjórnin eiganda hans til hamingju með titilinn. Besti öldungur tegundar varð ISShCh IsVetCh RW-23 ISW-22 ISVW-22 ISVW-23 Ice Tindra Jessy.

Besta tík tegundar og besti hundur tegundar kom einnig úr meistaraflokki ISShCh ISJCh Ice Tindra Liv með Alþjóðlegt meistarastig, en hún bíður staðfestingar á alþjóðlegum sýningar meistaratitli svo bæði Íslenska meistarastigið og það alþjóðlega runnu niður til annarar bestu tíkar tegundar Ice Tindra Team Foxy. Besti ungliði tegundar varð Forynju Indæla Píla, en hún hlaut þar sitt fyrsta Íslenska og alþjóðlega ungliða meistarastig.
Besta ræktunarhóp tegundar og 4. Besta ræktunarhóp dagsins átti Ice Tindra ræktun.

​Óskar stjórn Schäferdeildarinnar öllum innilega til hamingju með árangur þessarar fyrstu sýningar ársins 2024. Einnig vill stjórnin þakka fyrir frábæran áframhaldandi stuðning frá styrktaraðila deildarinnar, Dýrafóður.is.
27.02.2024

Hlýðnipróf 25.febrúar


Fyrsta hlýðnipróf ársins var haldið síðastliðinn sunnudag þar sem sex hundar mættu til leiks og þarf af tveir schäferhundar.

Hlýðni II
2.sæti með 135,5 stig og 3.einkunn ISJCH ISJW22 OB-I ISW23 Forynju Gló og Hildur Kristín Þorvarðardóttir

Hlýðni III
1.sæti með 278,5 stig og 1.einkunn ISObCh ISTrCh OB-III OB-II OB-I Forynju Bara Vesen og Hildur Sif Pálsdóttir

Forynju Bara Vesen lét sér ekki nægja að klára með 1.einkunn heldur var þetta í þriðja sinn sem hún náði þeim árangri og hlaut hún þar með titlana OB-III og ISObCh! Hún er þriðji schäferhundur landsins til þess að hljóta þessa titla og gerast íslenskur hlýðnimeistari og óskum við henni og eiganda hennar innilega til hamingju með þennan árangur.
Picture
27.02.2024

Páskabingó ​Schäferdeildarinnar


Þann 14.mars næstkomandi ætlar Schäferdeildin að halda Páskabingó í Sólheimakoti 

Fjöldinn allur af glæsilegum vinningum eru komnir í hús sem heppnir bingóspilarar eiga tækifæri á að vinna

Myndir af vinningum og kynningar á styrktaraðilum munu koma inn á viðburð á Facebook síðunni okkar sem og instagram síðuna okkar, svo við hvetjum ykkur til þess að fylgjast með þar

Kaffiveitingar verða til sölu á staðnum

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest eiga góðan dag með okkur þann 14.mars!
Picture
20.02.2023

Stórhundadagar í Garðheimum 24-25 feb. 


Stórhundadagar Garðheima verða haldnir næstu helgi frá 13-16 bæði laugardag og sunnudag þar sem við í Schäferdeildinni ætlum að vera með bás.
​
Við óskum eftir sjálfboðaliðum til þess að sitja vaktina með okkur og vekja athygli á frábæru tegundinni okkar. 

Ef þið hafið áhuga á að taka þátt, vinsamlegast fyllið þá út skráningarformið hér fyrir neðan. Skráið klukkan hvað, hversu lengi og hvorn daginn þið viljið vera.

ATH. að svona viðburður hentar ekki öllum hundum, þetta er mikið áreiti sem hundarnir þurfa að þola. Hvolpar þurfa að vera fullbólusettir og lóðatíkur mega ekki vera á svæðinu. Ef þið fáið engan staðfestingarpóst frá okkur hafið þá endilega samband ([email protected])

​Hlökkum til að sjá ykkur á Stórhundadögum í Garðheimum um helgina!

    Skráning á Stórhundadaga Garðheima

Submit
19.02.2023

Febrúar ganga ​Schäferdeildarinnar 


Febrúarganga deildarinnar fór fram sunnudaginn 18. febrúar. Veðrið lék aldeilis við okkur og gengum við skemmtilegan hring í miðbæ Hafnarfjarðar. Frábær mæting var í gönguna og vöktu hundarnir okkar mikla lukku og athygli innan bæjarins.
Stjórn þakkar þeim sem gáfu sér tíma til að mæta og rölta með okkur, við hlökkum til að sjá enn fleiri í næstu göngu sem verður auglýst síðar!
Picture
17.02.2023

!!! ATH. Breytt staðsetning á göngunni !!!


Breytt staðsetning á göngunni á morgun, hittumst klukkan 12 við Hafnarfjarðarkirkju og göngum saman léttan hring í bænum.
15.2.2024

Febrúar ganga ​Schäferdeildarinnar !


Sunnudaginn 18.febrúar verður næsta ganga Schäferdeildarinnar haldin

Við ætlum að hittast klukkan 12 við botn Hvaleyrarvatns í Hafnarfirði og ganga þar saman léttan hring í kringum vatnið

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
Picture
12.2.2024

Rallý hlýðni Schäferdeildarinnar


​Næsta Rallý æfing Schäferdeildarinnar verður haldin næstkomandi þriðjudag í húsnæði HRFÍ - Melabraut 17 frá klukkan 17 til 18
Kjörið tækifæri að æfa sig í sömu aðstæðum og próf eru haldin!
Allir velkomnir
Picture
04.02.2024

Rallý æfingar ​Schäferdeildarinnar


Schäferdeildin ætlar að fara af stað með Rallý hlýðni æfingar á þriðjudögum kl 17. - 18. 
Æfingarnar verða haldnar í húsnæði HRFÍ - Melabraut 17. 
Allir eru velkomnir ! Stórir eða smáir, ungir eða gamlir, byrjendur eða lengra komnir. 
Skiptið kostar 2.000 kr á mann. 
Hlökkum til að sjá ykkur !
Picture
30.01.2024

Fyrsta ganga ársins


Sunnudaginn 28. janúar fór fram fyrsta ganga deildarinnar  í góðu veðri. Gangan átti að vera deginum áður en ákvað var að fresta vegna veðurs.
Gangan hófst við Árbæjarkirkju og gengum við góðan hring í Elliðárdalnum. Í gönguna mættu 15 ferfætlingar á öllum aldri, sá yngsti var 10 mánaða og sá elsti 10 ára. 
Deildin vill þakka öllum þeim sem gáfu sér tíma til að mæta og hlökkum við til að sjá sem flesta aftur í næstu göngu sem verður 18.febrúar, staðsetning verður auglýst síðar. 
Picture
28.01.2024

Hvolpasýning HRFÍ 27. janúar


Laugardaginn 27. janúar hélt Hundaræktarfélag Íslands hvolpasýningu í nýja húsnæði HRFÍ að Melabraut 17.
Góð skráning var á sýninguna en í heildina voru átta schaferhvolpar skráðir og voru þar af sjö snögghærðir og einn síðhærður, allir í ungviða flokki 3-6 mánaða. Dómari var Erna Sigríður Ómarsdóttir.


Í flokki síðhærðra var það Ice Tindra H Háseti sem varð besta ungviði tegundar. 
En í flokki snögghærðra ​voru það got systkinin Ice Tindra I Ibra og Ice Tindra I Ida sem unnu sína flokka og kepptu um besta ungviði tegundar. Ice Tindra  I Ida hafði betur gegn bróður sínum og varð besta ungviði tegundar. Hún kláraði daginn svo á því að vera valin Besta ungviði sýningar ! 
​

Deildin óskar eigendum og ræktendum þessara hvolpa innilega til hamingju með frábæran árangur. 
Picture
27.01.2024

!!! ATH. Þorragangan færð vegna veðurs !!!



Vegna veðurs höfum við ákveðið að fresta göngunni þar til á morgun
Hittumst klukkan 14 á morgun við Árbæjarkirkju
Hlökkum til að sjá ykkur!
24.01.2024

Þorra ganga Schäferdeildarinnar. 


Schaferdeildin ætlar að vera með fyrstu göngu ársins núna á laugardaginn næsta, 27. janúar kl 14.00. Við ætlum ađ hittast á bílaplaninu við Árbæjarkirkju og ganga þaðan léttan hring niður í Elliðarárdal.
Hlökkum til að sjá sem flesta, göngur eru skemmtileg umhverfisþjálfun fyrir alla ferfætlinga og góð skemmtun fyrir tvífætta. 
 Allir að muna eftir góða skapinu og kúkapokum! 
Picture
23.01.2024

Ársskýrsla og ársreikningur 


Ársfundurinn var haldinn þann 18. janúar 2024. Farið var yfir ársskýrslu, reikninga og kosið var í nýja stjórn. Alls voru fimm sæti laus, þrjú til tveggja ára og tvö til eins árs. Í stjórn sitja: 
Formaður Eygló Anna Ottesen Guðlaugsdóttir
Varaformaður Hildur Sif Pálsdóttir
Gjaldkeri Marta Sólveig Björnsdóttir
Ritari Anna Lilja Dögg Gunnarsdóttir
Meðstjórnandi Karolina Aleksandra Styrna 

Ársskýrslu og ársreikning má lesa hér. 
Ný stjórn hlakkar til að taka við keflinu og plana næstu mánuði. 
​
04.01.2024

Ársfundur Schäferdeildarinnar 


​Ársfundur Schäferdeildar HRFÍ verður haldinn fimmutdaginn 18. janúar 2024  kl.18:30 á skrifstofu HRFÍ, Melabraut 17 Hafnarfirði

Dagskrá fundar
1. Kosning fundarstjóra og ritara
2. Ársskýrsla deildar
3. Reikningar deildarinnar
4. Kosning stjórnar (4 sæti laus. Tvö til tveggja ára og tvö sæti til eins árs)
5. Önnur mál 

Kosningarétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda eða hafa verið skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild í tvö ár og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni.

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla. Hlökkum til að sjá ykkur
Stjórn Schäferdeildar
Picture

 Nýlega uppfært:
​Gagnagrunnur - 2024
Stigakeppni : Vinnuhundar 2024
​
Stigakeppni : Sýningar 2024 
​
Sýningaúrslit


​Viðburðardagatal: 

    Sendu ábendingu eða  fyrirspurn.

Submit
Láttu í þér heyra. Allar almennar fyrirspurnir er varða málefni deildarinnar skulu sendast á beint á ræktunarstjórn deildarinnar. Fyrirspurnum er svarað strax eða eftir næsta stjórnarfund, allt eftir eðli málsins.

Ef þú ert með ábendingu er varða rangar upplýsingar á vefsíðunni okkar getur þú sent stjórn deildarinnar vefpóst með beiðni um leiðréttingu eða fyllt út í formið hér að ofan.

Við viljum heyra hvað þú hefur að segja um starfsemi deildarinnar. Láttu okkur vita hvað þú ert ánægð/ur með og komdu með ábendingu um það sem betur má fara. Allar athugasemdir og hugmyndir eru vel þegnar.

Netfang stjórnar Schäferdeildarinnar er [email protected].
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Fréttir
    • Fréttir 2024
    • Fréttir 2023
    • Fréttir 2022
    • Fréttir 2021
    • Fréttir 2020
    • Fréttir 2019
    • Fréttir 2018
    • Fréttir 2017
    • Fréttir 2016
    • Fréttir 2015
    • Fréttir 2014
    • Fréttir 2013
    • Fréttir 2012
    • Fréttir 2011
    • Fréttir 2010
  • Deildin
  • Sýningar
  • VInnupróf
  • Ræktun
  • Hvolpar / got
  • Gagnagrunnur
    • 2014
    • 2015
    • 2016
    • 2017
    • 2018
    • 2019
    • 2020
    • 2021
    • 2022
    • 2023
    • 2024
    • 2025
  • Myndir