Deildarfréttir Schäferdeildarinnar
_Svarthamars Gyðja „Rökkva.“ Myndin sigraði í sumarljósmyndakeppni Schäferdeildarinnar.
_Deildarstarfið
Schäfereigendur hafa verið duglegir við að fara með hundana sína í vinnupróf í haust. Ice Tindra Bravo lauk Spori 1 með 98 stigum. Gunnarsholts Urma lauk Spori 1 með 94 stigum. Ice Tindra Aragon lauk Spori 2 með 98 stigum. Kolgrímu Bond Hólm lauk Spori 2 með 90 stigum. Kolgrímu Blaze Hólm lauk Hlýðni 1 með 187 stigum. Gunnarsholts Senjorita lauk A prófi í víðavangsleit. Kolgrímu Alpha Hólm lauk B prófi í víðavangsleit. Ice Tindra Captain keppti í Íslandsmeistaramóti í Bikejöring og lenti í 2. sæti.
Ljósmyndakeppni deildarinnar lauk í ágúst og var það Kolbrún Ýr Gísladóttir sem sigraði en hún sendi inn mynd af tíkinni sinni, Svarthamars Gyðju. Kolbrún fékk álplötu að launum með sigurmyndinni í boði Merkiverk.
Schäferdeildin mun halda skyndihjálparnámskeið lok nóvember en á því verður kennd fyrsta hjálp hunda. Viðtökur voru frábærar, færri komust að en vildu svo nú er kominn góður hópur fyrir öðru námskeiði sem verður vonandi hægt að halda líka. Hanna dýralæknir í Garðabæ mun leiðbeina á námskeiðunum.
Schäferdeildin hélt tvö próf í haust í samvinnu við Vinnuhundadeildina. Sporapróf deildarinnar var haldið 2. ágúst og Hlýðni brons prófið fór fram þann 3. september.
Næsta ganga deildarinnar verður haldin í lok nóvember og jólakaffið verður um miðjan desember. Þá munu stigahæstu hundar deildarinnar heiðraðir, bæði fyrir árangur á sýningum og í vinnu.
Heimasíðan er í stöðugri vinnslu og nýju efni reglulega bætt við. Í haust höfum við meðal annars tekið gagnagrunninn í gegn auk þess að uppfæra lista sem sýna stigahæstu hunda á sýningum og stigahæstu ræktendur. Við hvetjum fólk til þess að fylgjast með heimasíðunni okkar www.schaferdeildin.is en einnig er hægt að skrá sig á póstlistann með því að senda deildinni póst á [email protected].
Sýningarúrslit
Alþjóðleg sýning HRFÍ fór fram helgina 27. – 28. ágúst. Dómari var Monique Van Brempt og voru 34 hundar skráðir til leiks.
Í hvolpaflokki 6-9 mán. sigraði hin 6 mánaða Gjósku Mylla. Hún var jafnframt valin besti hvolpur dagsins. Annar besti hvolpur tegundar varð gotbróðir hennar Gjósku Mikki-Refur.
Besti hundur tegundar varð rakkinn Welincha´s Yasko og fékk hann íslenskt og alþjóðlegt meistarastig. Þetta var hans þriðja íslenska meistarastig og þar sem hann hefur lokið kröfum um vinnupróf er hann orðinn Íslenskur meistari. Yasko endaði sem annar besti hundur sýningar.Annar besti hundur tegundar varð Gunnarsholts Trix. Hún fékk einnig íslenskt og alþjóðlegt meistarastig. Trix fékk sitt þriðja íslenska meistarastig og er því orðin Íslenskur sýningameistari.
Besta afkvæmahóp tegundar átti Welincha´s Yasko með afkvæmum sínum og varð sá hópur besti afkvæmahópur dagsins. Besta ræktunarhóp tegundar átti Gunnarsholts ræktun og urðu þau í fjórða sæti um besta ræktunarhóp dagsins.
Við þökkum versluninni Bendi fyrir góðan stuðning í ár en Bendir gaf verðlaunagripi á öllum sýningum ársins.
Fyrir hönd stjórnar Schäferdeildarinnar,
Íris Hlín Bjarnadóttir, ritari
Schäfereigendur hafa verið duglegir við að fara með hundana sína í vinnupróf í haust. Ice Tindra Bravo lauk Spori 1 með 98 stigum. Gunnarsholts Urma lauk Spori 1 með 94 stigum. Ice Tindra Aragon lauk Spori 2 með 98 stigum. Kolgrímu Bond Hólm lauk Spori 2 með 90 stigum. Kolgrímu Blaze Hólm lauk Hlýðni 1 með 187 stigum. Gunnarsholts Senjorita lauk A prófi í víðavangsleit. Kolgrímu Alpha Hólm lauk B prófi í víðavangsleit. Ice Tindra Captain keppti í Íslandsmeistaramóti í Bikejöring og lenti í 2. sæti.
Ljósmyndakeppni deildarinnar lauk í ágúst og var það Kolbrún Ýr Gísladóttir sem sigraði en hún sendi inn mynd af tíkinni sinni, Svarthamars Gyðju. Kolbrún fékk álplötu að launum með sigurmyndinni í boði Merkiverk.
Schäferdeildin mun halda skyndihjálparnámskeið lok nóvember en á því verður kennd fyrsta hjálp hunda. Viðtökur voru frábærar, færri komust að en vildu svo nú er kominn góður hópur fyrir öðru námskeiði sem verður vonandi hægt að halda líka. Hanna dýralæknir í Garðabæ mun leiðbeina á námskeiðunum.
Schäferdeildin hélt tvö próf í haust í samvinnu við Vinnuhundadeildina. Sporapróf deildarinnar var haldið 2. ágúst og Hlýðni brons prófið fór fram þann 3. september.
Næsta ganga deildarinnar verður haldin í lok nóvember og jólakaffið verður um miðjan desember. Þá munu stigahæstu hundar deildarinnar heiðraðir, bæði fyrir árangur á sýningum og í vinnu.
Heimasíðan er í stöðugri vinnslu og nýju efni reglulega bætt við. Í haust höfum við meðal annars tekið gagnagrunninn í gegn auk þess að uppfæra lista sem sýna stigahæstu hunda á sýningum og stigahæstu ræktendur. Við hvetjum fólk til þess að fylgjast með heimasíðunni okkar www.schaferdeildin.is en einnig er hægt að skrá sig á póstlistann með því að senda deildinni póst á [email protected].
Sýningarúrslit
Alþjóðleg sýning HRFÍ fór fram helgina 27. – 28. ágúst. Dómari var Monique Van Brempt og voru 34 hundar skráðir til leiks.
Í hvolpaflokki 6-9 mán. sigraði hin 6 mánaða Gjósku Mylla. Hún var jafnframt valin besti hvolpur dagsins. Annar besti hvolpur tegundar varð gotbróðir hennar Gjósku Mikki-Refur.
Besti hundur tegundar varð rakkinn Welincha´s Yasko og fékk hann íslenskt og alþjóðlegt meistarastig. Þetta var hans þriðja íslenska meistarastig og þar sem hann hefur lokið kröfum um vinnupróf er hann orðinn Íslenskur meistari. Yasko endaði sem annar besti hundur sýningar.Annar besti hundur tegundar varð Gunnarsholts Trix. Hún fékk einnig íslenskt og alþjóðlegt meistarastig. Trix fékk sitt þriðja íslenska meistarastig og er því orðin Íslenskur sýningameistari.
Besta afkvæmahóp tegundar átti Welincha´s Yasko með afkvæmum sínum og varð sá hópur besti afkvæmahópur dagsins. Besta ræktunarhóp tegundar átti Gunnarsholts ræktun og urðu þau í fjórða sæti um besta ræktunarhóp dagsins.
Við þökkum versluninni Bendi fyrir góðan stuðning í ár en Bendir gaf verðlaunagripi á öllum sýningum ársins.
Fyrir hönd stjórnar Schäferdeildarinnar,
Íris Hlín Bjarnadóttir, ritari