Deildarfréttir Schäferdeildarinnar
_
Aðalfundur Schäferdeildarinnar var
haldinn 15. mars síðastliðinn. Í stjórn deildarinnar sitja þau Íris Hlín
Bjarnadóttir formaður, Eva Kristinsdóttir varaformaður, Hallgerður Kata
Óðinsdóttir ritari, Kristjana Guðrún
gjaldkeri og Guðlaugur Ottesen Karlsson meðstjórnandi.
Í desember var deildarmeðlimum boðið í jólakaffi þar sem árið var gert upp en meðal annars voru veitt verðlaun fyrir góðan árangur á sýningum og í vinnu. Stigahæsti hundur 2011 var ISCH Welincha´s Yasko, eigandi Sigríður Halla Stefánsdóttir. Stigahæsta tík og annar stigahæsti hundur var ISShCH Gunnarsholts Trix, eigandi Anna Francesca Rósudóttir. Stigahæsta ræktun var Gunnarsholts ræktun, eigandi Hjördís Helga Ágústsdóttir. Sex hundar hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur á vinnuprófum. Stigahæsti hundur í spori I deildu saman þeir Ice Tindra Aragon, eigandi Kristjana Guðrún og Ice Tindra Bravo, eigandi Bryndís Kristjánsdóttir. Fyrir spor II var stigahæðstur Ice Tindra Aragon, eigandi hans er Kristjana Guðrún. Einn hundur kláraði hlýðni bronspróf hann Welincha´s Yasko, eigandi hans er Sigríður Halla Stefánsdóttir. Einn hundur kláraði svo hlýðni I hún Kolgríma Blaze Hólm, eigandi Sigríður Halla Stefánsdóttir.
Einnig var björgunar- og leitarhundurinn Gunnarsholts Senjorita heiðruð, eigandi Anna Þórunn Björnsdóttir fyrir að hafa lokið A prófi á árinu.
Hin árlega nýársganga deildarinnar var farin í byrjun janúar. Gengið var meðfram standlengju Hafnarfjarðar en þá mættu níu hundar ásamt eigendum.
Síðan var farin í fyrsta sinn lausaganga en þá var gengin Þjóðhátíðarlundur í Heiðmörkinni, alls mættu fimm hundar. En næsta ganga verður farin 29.mars n.k.
Sýningar
36 Schäferhundar voru skráðir á nóvembersýningu HRFÍ.
Besti hundur tegundar var SchH3 BH AD Kkl1 Bethomin´s Ajax.
Hann fékk sitt fyrsta meistarastig, bæði íslenskt og alþjóðlegt, endaði í 1. sæti í tegundahópi 1 og fjórði besti hundur sýningar. Annar besti hundur tegundar varð Kolgrímu Blake Hólm, eigandi Ingibjörg Þórisdóttir.
Besti hvolpur 4-6 mán. var Gjósku Nikita og endaði hún sem þriðji besti hvolpur sýningar. Eigandi þeirra er Arna Rúnarsdóttir.
Besti hvolpur 6-9 mán. var Kolgrímu XoXo Gossip Girl og varð hún annar besti hvolpur sýningar. Eigandi hennar er Sigríður Halla Stefánsdóttir.
Besti ræktunarhópur tegundar var Kolgrímuræktun sem að auki varð besti ræktunarhópur dagsins, eigandi Sigríður Halla Stefánsdóttir. Besti afkvæmahópur tegundar var ISCH Welincha´s Yasko ásamt afkvæmum og varð hann besti afkvæmahópur dagsins, eigandi hans er Sigríður Halla Stefánsdóttir.
Á febrúarsýningu HRFÍ voru 36 Schäferhundar voru skráðir til leiks.
Besti hundur tegundar var SchH3 BH AD Kkl1 Bethomin´s Ajax. Fékk hann sitt annað íslenska meistarastig og annað alþjóðlega meistarastig. Lenti Ajax einnig í 1. sæti í tegundarhópi 1. Eigandi hans er Øystein Berg-Thomas. Annar besti hundur tegundar varð Gunnarsholts Queen en hún fékk sitt annað meistarastig og fyrsta alþjóðlega meistarastigið. Eigandi hans er Anna Francesca Rósudóttir.
Í fyrsta sinn á Íslandi var keppt í síðhærðum Schäfer. Varð það hann Gjósku Osiris sem varð besti hvolpur tegundar í 4-6 mánaða og endaði hann sem annar besti hvolpur sýningar, eigandi hans er Ófeigur Sigurðsson.
Besti hvolpur tegundar 4-6 mán. snögghærðum varð Gjósku Olli og lenti hann sem þriðji besti hvolpur sýningar, eigandi hans er Ragnar Þór Björnsson.
Besti hvolpur tegundar 6-9 mán. snögghærðum varð Gjósku Nikita og endaði hún sem annar besti hvolpur sýningar, eigandi hennar er Arna Rúnarsdóttir.
Besti afkvæmahópur átti ISCH Welincha´s Yasko ásamt afkvæmum og endaði hópurinn sem besti afkvæmahópur dagsins. Eigandi af Yasko er Sigríður Halla Stefánsdóttir. Besti ræktunarhópur tegundar var Gunnarsholtsræktun en hann varð einnig í 4. sæti um besta ræktunarhóp dagsins. Eigandi Gunnarsholtsræktunar er Hjördís Helga Ágústsdóttir.
Hægt er að fylgjast með deildarstarfinu betur á heimasíðu deildarinnar er: www.schaferdeildin.is eða inn á facebook síðunni undir Schäferdeild HRFÍ
F.h. stjórna Schäferdeildar
Hallgerður Kata Óðinsdóttir ritari
Í desember var deildarmeðlimum boðið í jólakaffi þar sem árið var gert upp en meðal annars voru veitt verðlaun fyrir góðan árangur á sýningum og í vinnu. Stigahæsti hundur 2011 var ISCH Welincha´s Yasko, eigandi Sigríður Halla Stefánsdóttir. Stigahæsta tík og annar stigahæsti hundur var ISShCH Gunnarsholts Trix, eigandi Anna Francesca Rósudóttir. Stigahæsta ræktun var Gunnarsholts ræktun, eigandi Hjördís Helga Ágústsdóttir. Sex hundar hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur á vinnuprófum. Stigahæsti hundur í spori I deildu saman þeir Ice Tindra Aragon, eigandi Kristjana Guðrún og Ice Tindra Bravo, eigandi Bryndís Kristjánsdóttir. Fyrir spor II var stigahæðstur Ice Tindra Aragon, eigandi hans er Kristjana Guðrún. Einn hundur kláraði hlýðni bronspróf hann Welincha´s Yasko, eigandi hans er Sigríður Halla Stefánsdóttir. Einn hundur kláraði svo hlýðni I hún Kolgríma Blaze Hólm, eigandi Sigríður Halla Stefánsdóttir.
Einnig var björgunar- og leitarhundurinn Gunnarsholts Senjorita heiðruð, eigandi Anna Þórunn Björnsdóttir fyrir að hafa lokið A prófi á árinu.
Hin árlega nýársganga deildarinnar var farin í byrjun janúar. Gengið var meðfram standlengju Hafnarfjarðar en þá mættu níu hundar ásamt eigendum.
Síðan var farin í fyrsta sinn lausaganga en þá var gengin Þjóðhátíðarlundur í Heiðmörkinni, alls mættu fimm hundar. En næsta ganga verður farin 29.mars n.k.
Sýningar
36 Schäferhundar voru skráðir á nóvembersýningu HRFÍ.
Besti hundur tegundar var SchH3 BH AD Kkl1 Bethomin´s Ajax.
Hann fékk sitt fyrsta meistarastig, bæði íslenskt og alþjóðlegt, endaði í 1. sæti í tegundahópi 1 og fjórði besti hundur sýningar. Annar besti hundur tegundar varð Kolgrímu Blake Hólm, eigandi Ingibjörg Þórisdóttir.
Besti hvolpur 4-6 mán. var Gjósku Nikita og endaði hún sem þriðji besti hvolpur sýningar. Eigandi þeirra er Arna Rúnarsdóttir.
Besti hvolpur 6-9 mán. var Kolgrímu XoXo Gossip Girl og varð hún annar besti hvolpur sýningar. Eigandi hennar er Sigríður Halla Stefánsdóttir.
Besti ræktunarhópur tegundar var Kolgrímuræktun sem að auki varð besti ræktunarhópur dagsins, eigandi Sigríður Halla Stefánsdóttir. Besti afkvæmahópur tegundar var ISCH Welincha´s Yasko ásamt afkvæmum og varð hann besti afkvæmahópur dagsins, eigandi hans er Sigríður Halla Stefánsdóttir.
Á febrúarsýningu HRFÍ voru 36 Schäferhundar voru skráðir til leiks.
Besti hundur tegundar var SchH3 BH AD Kkl1 Bethomin´s Ajax. Fékk hann sitt annað íslenska meistarastig og annað alþjóðlega meistarastig. Lenti Ajax einnig í 1. sæti í tegundarhópi 1. Eigandi hans er Øystein Berg-Thomas. Annar besti hundur tegundar varð Gunnarsholts Queen en hún fékk sitt annað meistarastig og fyrsta alþjóðlega meistarastigið. Eigandi hans er Anna Francesca Rósudóttir.
Í fyrsta sinn á Íslandi var keppt í síðhærðum Schäfer. Varð það hann Gjósku Osiris sem varð besti hvolpur tegundar í 4-6 mánaða og endaði hann sem annar besti hvolpur sýningar, eigandi hans er Ófeigur Sigurðsson.
Besti hvolpur tegundar 4-6 mán. snögghærðum varð Gjósku Olli og lenti hann sem þriðji besti hvolpur sýningar, eigandi hans er Ragnar Þór Björnsson.
Besti hvolpur tegundar 6-9 mán. snögghærðum varð Gjósku Nikita og endaði hún sem annar besti hvolpur sýningar, eigandi hennar er Arna Rúnarsdóttir.
Besti afkvæmahópur átti ISCH Welincha´s Yasko ásamt afkvæmum og endaði hópurinn sem besti afkvæmahópur dagsins. Eigandi af Yasko er Sigríður Halla Stefánsdóttir. Besti ræktunarhópur tegundar var Gunnarsholtsræktun en hann varð einnig í 4. sæti um besta ræktunarhóp dagsins. Eigandi Gunnarsholtsræktunar er Hjördís Helga Ágústsdóttir.
Hægt er að fylgjast með deildarstarfinu betur á heimasíðu deildarinnar er: www.schaferdeildin.is eða inn á facebook síðunni undir Schäferdeild HRFÍ
F.h. stjórna Schäferdeildar
Hallgerður Kata Óðinsdóttir ritari