Schäferdeild hrfí
  • Fréttir
    • Fréttir 2022
    • Fréttir 2021
    • Fréttir 2020
    • Fréttir 2019
    • Fréttir 2018
    • Fréttir 2017
    • Fréttir 2016
    • Fréttir 2015
    • Fréttir 2014
    • Fréttir 2013
    • Fréttir 2012
    • Fréttir 2011
    • Fréttir 2010
  • Deildin
  • Sýningar
  • VInnupróf
  • Ræktun
  • Hvolpar / got
  • Gagnagrunnur
    • 2012
    • 2013
    • 2014
    • 2015
    • 2016
    • 2017
    • 2018
    • 2019
    • 2020
    • 2021
    • 2022
    • 2023
  • Myndir

Aðalfundur scahaferdeildar 15. mars 2013



Aðalfundur Schäferdeildarinnar

14. mars 2013

Stjórnarmeðlimir: Íris, Kata, Eva og Kristjana

Fundarstjóri kosinn: Eva Kristinsdóttir var kosin fundarstjóri

Fulltrúi frá stjórn HRFÍ var Jóna Th. Viðarsdóttir

Fjöldi deildarmeðlima sem mættu á aðalfund: 10 meðlimir fyrir utan stjórn og fulltrúa frá stjórn HRFÍ.

1. Ársskýrsla Scäferdeildarinnar var lesin upp af formanni deildarinnar Írisi Hlín. Ein athugasemd í sambandi við árskýrluna kom upp en vantar hjá bæði Yasko og Easy meistaranafnbót. Kristjana gjaldkeri deildarinnar las upp ársreikninga deildarinnar. Báðar skýrslurnar voru samþykktar af aðalfundi.

2. Kosning til stjórnar fór fram en þrjú sæti voru laus til tveggja ára og eitt eins árs. Fjórir buðu sig fram Rúna Helgadóttir, Guðmundur Rafn Ásgeirsson, Kristjana Svansdóttir og Steinunn Harpa Einarsdóttir. Næsta stjórn skipa því Kristjana Bergsteinsdóttir og Steinunn Harpa til eins árs og Rúna Helgadóttir, Kristjana Svansdóttir og Guðmundur Rafn Ásgeirsson til tveggja ára.

3. Önnur mál    

Umræða spratt upp um hvort félagsmenn myndu sjálfkrafa færast inn sem félagsmenn deildarinnar í stað núverandi skipulags.

Sirrý Halla kemur bar upp mál um stigagjöf til stigahæðsta ræktanda. Talaði um að þetta stangist á við reglur HRFÍ.

Hugmynd kom upp um að hægt væri að kalla þetta eitthvað annað, en til stigahæðsta ræktanda. Jóna Th. Viðarsdóttir sagði á fundinum að við mættu ekki nota aðra stigagjöf en þá sem HRFÍ væri að nota. Þórhildur Bjartmarz lagði fram tillögu til aðalfundarins að leggja nýju stigagjöfina niður sem samþykkt var af aðalfundinum.

Haukur Birgisson kom fram með það að stjórn Schäferdeildarinnar leggði sig fram að fá lækkun á gjöldum til vinnuprófa, deildin ætti að leggja vinnu í að fá það í gegn.

Umræða kom upp eftir síðustu sýningu þar lýst var yfir óánægju með  dómarann sem dæmdi tegundina. Kom ábending frá Kristínu Sveinbjarnar að svona ábendingum mætti senda á sýningarstjórn og benti á að hugmyndir fyrir dómara mega einnig koma frá deildunum og berist þá til sýningarstjórnar.

Þórhildur Bjartmarz benti á að vöntun væri á umræðunni sem fram fer á fulltrúaráðsfundunum HRFÍ til félagsmanna deildarinnar. Eins mættu vera opnir fundi fyrir félagsmenn svo auðveldara væri að nálgast stjórn deildarinnar. Uppástunga að auglýsa umræðufund eftir deildargöngu um starfsemi og uppákomur hjá deildinni.  

Fyrirtækið Þeytingur ehf bauðst til þess að styrkja deildarsýninguna um 30.000 kr. og greiddi það á aðalfundinum.

Uppástunga að stjórn/deildin bjóði fram aðstoð sína til Vinnuhundadeildarinnar við vinnupróf.

Hugmynd að einhver frá Schäferdeildinni bjóði sig fram til stjórnar í Vinnuhundadeildinni.

Fundi slitið 21:18

F.h. stjórnar Schäferdeildarinnar

Hallgerður Kata Óðinsdóttir, ritari.







Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Fréttir
    • Fréttir 2022
    • Fréttir 2021
    • Fréttir 2020
    • Fréttir 2019
    • Fréttir 2018
    • Fréttir 2017
    • Fréttir 2016
    • Fréttir 2015
    • Fréttir 2014
    • Fréttir 2013
    • Fréttir 2012
    • Fréttir 2011
    • Fréttir 2010
  • Deildin
  • Sýningar
  • VInnupróf
  • Ræktun
  • Hvolpar / got
  • Gagnagrunnur
    • 2012
    • 2013
    • 2014
    • 2015
    • 2016
    • 2017
    • 2018
    • 2019
    • 2020
    • 2021
    • 2022
    • 2023
  • Myndir