Aðalfundur 2025

Þann 18. janúar 2024 á aðalfundi Schäferdeildarinnar var ný stjórn kosin.
Kosið var um 5 sæti, 3 til 2 ára og 2 til 1 árs. Fimm framboð bárust stjórn: Eygló Anna Ottesen, Hildur Sif Pálsdóttir og Anna Lilja Dögg Gunnarsdóttir til 2 ára, Karólína Styrma og Marta Sólveig Björnsdóttir til 1 árs. Stjórn var sjálfkjörin.
Við tók að plana árið sem var framundan og get ég (formaður, skrifar) sagt með stolti að ég er ánægð með niðurstöðuna. Mikið var í gangi hjá okkur yfir allt árið og vel var sótt í viðburði á vegum deildarinnar.
Tímalína
Byrjað var að plana á fullu og fyrsti viðburðurinn var aðeins 10 dögum eftir að stjórn var skipuð. Þorra ganga deildarinnar fór fram þá og hittust hundar og eigendur þeirra og gengu léttan hring frá Árbæjarkirkju. 15 hundar mættu, yngsti var 10 mánaða og sú elsta 10 ára.
Síðan hentum við okkur í djúpu laugina og reyndum á Rallý hlýðni æfingar nokkra þriðjudaga í röð. En eftirsókn var ekki eins og við hefðum viljað en samt sem áður mæting í öll skiptin.
Febrúar gangan var svo haldinn þann 18. febrúar og mættu fimmtán hundar til leiks með eigendum sínum og gengu í miðbæ Hafnafjarðar.
Páskabingóið okkar var síðan á sínum stað og var það haldið þann 14. mars í Sólheimakoti og voru vinningar ekki á verri endanum.
Þar á eftir var svo páskagangan en hún var haldin við Hallgrímskirkju og gengið var léttan hring í miðbæ Reykjavíkur.
Síðan hélt deildin glæsilega tvöfalda deildarsýningu helgina 18. og 19. maí
Dómari fyrri daginn var Oddbjørn Winther frá Noregi og á sunnudeginum var það Ulla Hansen frá Danmörku. Skráning fyrri daginn voru 72 hundar og seinni daginn 68 seinni daginn. Sýningarnar áttu að vera úti sýningar en vegna veður var sú seinni færð inn í reiðhöllina Hattaravöllum.
Héldum við síðan ásamt félagsmönnum á Dómaradinnerinn sem var haldinn á Sæta svíninu að sinni.
Fyrsti fyrirlesturinn okkar var síðan haldin, en það var hundaþjálfarinn Albert Steingrímsson sem kom og hélt hann þar góðan fyrirlestur um sporaþjálfun. Vel var mætt eða í kringum 50 manns sátu lesturinn. Fyrirlesturinn var opin öllum.
Síðan tók næsti fyrirlestur við en það var hún Hilde Ulvatne Mathiensen sem kom alla leið frá Noregi til að halda fyrirlestur fyrir okkur um uppeldi hvolpa, þjálfun úr hvolpakassa og fyrstu mánuðurnir á nýju heimili. Fyrirlesturinn var haldinn þann 30. ágúst. Vel var mætt bæði rafrænt og á staðinn.
Fimmutadinn 19. september hélt síðan hún Þórhildur Bjartmarz opinn fyrirlestur fyrir okkur um hlýðni og hlýðni próf.
Föstudaginn 29. nóvember mætti hún aftur til okkar og hélt þar fyrirlestur um reactive hunda. Vel var sótt á þann fyrirlestur einnig bæði rafrænt og á staðnum. Á fyrirlestrana hjá Hilde kostaði 2500kr inn en það stoppaði engan til að mæta hjá þessum flotta þjálfara.
10. desember héldum við síðan síðasta viðburð ársins 2024 en það var árlega heiðrunin okkar, til að verðlauna stigahæstu hundum ársins, bæði á sýningum og vinnuprófum. Ákváðum við að skella þar inní laufléttu bingói sem sló rækilega í gegn en um 30 manns mættu á viðburðin og fóru fáir tómhentir heim eftir að hafa heimsótt okkur þetta kvöld.
Framtíðarplön
Auglýstum þar stærta viðburðin okkar fyrir árið 2025 en það er næsta tvöfalda deildarsýning sem verður haldin á Selfossi fyrstu helgina í apríl og munu þar Erich Bösl og Rainer Mast frá Þýskalandi dæma sitthvorn daginn.
Hvolpar
Skráð got á árinu voru 14 og frá 11 mismunandi ræktendum. Tvær nýjar ræktanir voru skráðar. 88 hvolpar fæddust.
1 Dimmuspors
1 Eldbergs
1 Forynju
3 Ice Tindra
1 Íslands Ísafoldar
1 Kolgrímu
1 Miðnes
1 Miðvalla
1 Ölfus
2 Ösku
1 Wolf Black Shadow
Miðnes ræktun og Wolf Black Shadow eru nýjustu ræktunirnar sem voru skráðar. En eru got sem fædd eru á árinu 2024 sem ekki hafa fengið skráningu.
Innfluttir hundar:
Skráðir hjá félaginu voru 7 hundar sem fengu íslenskt ættbókanúmer
Utopia Vom Ingenhoven Teich
Rustøl's Zaiko
Maik Vom Kranich's Hof
Yoshi Vom Quartier Latin
Lothar Di Casa Beggiato
Sandtofte Raja
Botto Del Rione Antico
Nýjir titlar:
Íslenskur meistari:
- Forynju Brjálaði Fenris Úlfurinn
- Forynju Gló
- Forynju Einstök
- Ibra del Rione Antico
- Ice Tindra Team Duke
- Gjósku Þula
- Gjósku Örlagadís
- Forynju Efi
- Ice Tindra Romy
- Ice Tindra Yrsa
- Dior av Rostadgården
Alþjóðlegur sýningameistari
- Pablo vom Team Panoniansee
- Kolgrímu Oh My God
Norðurlandameistari
- Forynju Gló
- Ice Tindra H Halo
- Forynju Indæla Píla
- Ice Tindra Team Günter
- Forynju Ivan Jr
- Forynju Innbrotsþjófur
- Ice Tindra H Hugo
Norðurlandaöldunga meistari
- Ice Tindra Jessy
- Gjósku Örlagadís
- Ice Tidnra Jessy
- Ice Tindra Rocky
- Ice Tindra Joss
Ísland Winner 2024
- Forynju Gló
- Ice Tindra Rocky
- Ice Tindra Yrsa
- Yoshi vom Quartier Latin
Ísland Júnior Winner 2024
- Forynju Ísbjörn
- Ice Tindra H Halo
Ísland vet Winner 2024
- Ice Tindra Liv
- Ice Tindra Jessy
Alþjóðlegur öldunga meisari
Joss og jessy
Íslenskur Elite sporameistari
- Forynju Bara Vesen
- Forynju Bestla
- Forynju Bara Vesen
- Forynju Ísköld Áminning
- Forynju Gló
- Forynju Bara Vesen
Rallý
RL-I
- Forynju Gleym Mér Ei
- Forynju Bara Vesen
- Vonziu’s Asynja
- Vonziu’s Asynja
Vinnuhundapróf Vinnuhundadeildar HRFÍ
Vinnuhundadeildin hélt níu hlýðnipróf, fimm sporapróf og _____ rallý próf
Samtals mættu 7 schäferhundar í hlýðnipróf. Þá öll talin með.
Bronspróf - 5 hundar
Hlýðni 1 - 2 hundar
Hlýðni 2 - 1 hundur
Hlýðni 3 og hlýðni elite - 1 hundur
5 Schaferhundar mættu í sporaprófin,
Þrír í spor 1
Einn í spor 2
Einn í spor 3
Einn í spor elite
Rallý prófin
Fjórir í rallý eitt
2 í rallý tvö
Gaman að taka eftir því að Schafer hundarnir komu sér vel fyrir í flest öllum prófum og stóðu svo sannarlega uppúr þegar árangur vinnuhundadeildar var tekinn saman.
Ársreikningar deildarinnar.